Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: | ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKT.TRINN. Símar 2353 Og 4373. . PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. ftlTST JÓRASKRIFSTOFDR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 oe 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9 A. Sími 2323. 29. árg. Rcykjavík, þriðjudagiim 13. febr. 1945 12. blað Stjórnmálayfirlýsíng aðalfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins frA styrjöldinni í holimdi í Hollandi hefir styrjöldin blossað upp að nýju með sókn Bandamanna austur P-f Nijmegen, þar sem þeir sœfcja inn í Þýzkaland. Þjóðverjar hafa ■undanfarið reynt að tefja sókn Bandamanna aðeins sunnar á vigstöðvun- rim með því, að taka stíflur úr Röhránni og hefir áin því verið í óvenju- legum vextí undanfarið og mikið land farið undir vatn. Þegar barizt var í Hollandi í haust, hleyptu Þjóðverjar vatni yfir mörg hin flatlendu héruð landsins til að torvelda sókn Bandamanna. Hér á myndinni sést hollensk- -ur bóndabcer umflotinn vatni og náði slíkt vatnsflóð víða yfir heil héruð, svo langt sem augað eygði. Búnaðarmálasjóðurinn Kommimistar kröfðust ]»ess, að kúgunar- akvæðið yrði sett iim í lögin um sjóðinn. Það upplýstist fullkomlega við seinustu umræðu um búnaðar- málasjóðsfrv. í efri deild, að kommúnistar höfðu krafizt þess, að sett yrði inn f frv. ákvæðið um, að fjárveitingar úr sjóðnum skyldu háðar samþykki landbúnaðarráðherra. Kom þetta mjög Ijóst fram í ræðum, sem Brynjólfur Bjarnason flutti. Aöalfundi miðstjornar Framsoknarflokksins, sem ihófst síðastl. miðvikudag, lauk í fyrrakvöld. Á fund- linum var rætt ýtarlega um stjórnmálaviðhorfið, starf- ;semi flokksins, blaðaútgáfu o. fl. og kosin stjórn flokks- !ins til næsta árs. Hermann Jónasson var endurkosinn formaður flokksins, Eysteinn Jónsson ritari og Jens Hólmgeirsson gjaldkeri. Bjarni Ásgeirsson var endur- kosinn varaformaður flokksins, Guðbrandur Magnússon vararitari og Guðmundur Kr. Guðmundsson varagjaldk. Stjórnmálayfirlýsing, sem fundurinn samþykkti, er á þessa leið: Á sjöunda flokksþingi Framsóknarmanna 1944, þar sem mættir voru nálega þrjú hundruð kjörnir fulltrúar úr öllum héruðum landsins, var mörkuð í höfuðdráttum stefna flokksins í fjármál- um og atvinnumálum. Aðalatriði þeirrar stefnu voru: Að stöðva og síðan lækka dýrtíðina og framleiðslukostnaðinn í samræmi við útflutningsverðið, efla atvinnuvegina og vinna að stórfelldri framtíðaraukningu, til þess að bæta hag þjóðarinnar og koma í veg fyrir atvinnuleysi í landinu. Það er nú ljóst orðið af stjórnmálaviðræðum þeim, sem fram hafa farið síðan, að ekkert samkomulag gat orðið milli allra þingflokka um samstarf á framangreindum grundvelli, né öðr- um, er leitt gæti til heilbrigðra og nauðsynlegra aðgerða í fjár- málum og atvinnumálum, Tilboð Framsóknarflokksins um tveggja flokka samstarf í þessa átt, bar heldur ekki árangur. Aðalfundurinn lýsir ánægju sinni yfir þyí, að flokkurinn tók ekki þátt í myndun ríkisstjórnar, sem er stefnulaus um helztu vandamál þjóðarinnar. Með slíkri þátttöku hefði flokkurinn sýnt óverjandi andvaraleysi. Andstaða flokksins gegn núverandi rík- isstjórn er í fullu samræmi við þetta álit aðalfundarins. Aðalfundurinn vill vekja athygli alþjóðar á því ískyggilega á- standi, sem nú er í landinu vegna ríkjandi stjórnarfars: Hver •Vinnudeilan hefir risið af annarri. Ný kauphækkunaralda flæð- ir yfir landið. Dýrtíðin og framleiðslukostnaðurinn fara vaxandi og atvinnuvegunum er lialdið frá stöðvun um stundarsakir með greiðslum úr ríkissjóði, sem kominn er að þrotum. Útgjöld ríkis- ins vaxa um miljónatugi. Bíkissjóð brestur getu til þess að leggja fram fé til nauðsynlegra og aðkallandi framkvæmda og af þeim sökum er ákveðið að eyða sjóðum ríkisins þegar á þessu ári til þeirra þarfa. Tekjur í ríkissjóð eru dregnar saman með slíkum neyðarráðstöfunum, að jafnvel þeir, sem fyrir þessu standa, telja þær sjálfir meingallaðar og ófiæfar til frambúðar. Búnaðarþing Beglulegt Búnaðarþing 1945 var sett í baðstofu iðnaðar manna síðastl. laugardag. Formaður Búnaðarfélags ís- lands, Bjarni Ásgeirsson, setti þingið með ýtarlegri ræðu, en síðan voru kosnir varafor- ar og ritarar. Annar fundur félagsins var haldinn í gær og flutti Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri þar skýrslu um starf félags- Jns, Varaforsetar þingsins voru kosnir Pétur Ottesen alþm. og Jón Hannesson, Deildartungu, en formaður Búnaðarfélags ís- lands, Bjarni Ásgeirsson, er sjálfkjörinn forseti. Skrifarar voru kosnir Þorsteinn Þorsteins- son alþm. og Hafsteinn Péturs- son, Gunnsteinsstöðum. Af 25 fulltrúum, sem sæti eiga á Búnaðarþingi, voru 4 ekki komnir til þings í gær. Voru það báðir Eyfirðingarnar, Kristján Karlsson, skólastjóri á Hólum og Sveinn Jónsson á Egilsstöð- um, er liggur á spitala. Mörg stórmál munu verða rædd á búnaðarþingl og hefir milliþinganefnd þess i landbún- aðarmálum unnið að undirbún- ingi þeirra undanfarið. Þá verð- ur það verkefni þessa þings að ákveða hvernig verja skuli tekj- um búnaðarmálásjóð, en þær munu skipta nokkrum hundr- uðum þús. kr. Allmiklar umræður urðu um frv. og þó sérstaklega úm áður- greint ákvæði þess, er sett hafði verið inn í frv. í neðri deild. Einkum sýndu þeir Hermann Jónasson og Páll Hermannsson fram á, hve ranglátt þetta ákvæði væri, þar sem fé sjóðs- ins væri eingöngu frá bændum komið og bændum bæri því að hafa óskertan ráðstöfunarrétt yfir sjóðnum. Bændum væri bæði sýnt óréttlæti og óverð- skuldað vantraust með því að svipta þá þessum rétti og fela óviðkomandi stjórnarvöldum úr- slitavald um það, hvernig fé sjóðsins yrði ráðstafað. Pétur Magnússon ráðherra varð fyrstur fyrir svörum af hálfu stjórnarliðsins og vildi gera lítið úr þessu ákvæði. Lét hann á sér skilja, að hann teldi ekki miklu skipta, hvort þetta ákvæði væri í frv. eða ekki. Meðan Pétur flutti þessa ræðu, gerðist Brynjólfur Bjarna- son allþungbrýnn og kvaddi sér hljóðs. Sagðist hann síður en svo telja þetta ákvæði lítilsvert, heldur teldi hann það ómiss- andi, Bændur væru meira en líklegir til að misnota þetta fé, t. d. til _pólitískrar blaðaútgáfu. Fór Brynjólfur um þetta mörg- um orðum og notaði þetta tæki- (Framhald á 8. síðu) í DAG birtist á 3. síffu grein eftir Jens Hólmgeirsson um lóffamálin. Á 4. síffu er grein um laun barnakennara eftir Sigurvin Einarsson og Vestmannaeyjabréf. ——J Að áliti aðalfundarins geta afleiðingar þessa stjórnarfars ekki orðiff nema á einn veg: Opinberar framkvæmdir dragast saman, framtak manna lamast og vonir um uppbyggingu atvinnuveganna á næstu árum verða að engu gerffar. Getur þá ekki hjá því farið, að tilfinnanleg kyrrstaða verði, þegar verst gegnir og þá um leið atvinnuleysi f landinu. Aðalfundurinn telur að á næstu árum þurfi að gerast stór- felldar framfarir í Iandinu, en leggur áherzlu á, að heilbrigt fjár- málalíf er undirstaffa þess, aff svo megi verffa. Útgjöld ríkisins verffa aff komast í þaff horf, aff þau standi í eðlilegu hlutfalli við þjóffartekjurnar og verffmæti framleiffslunnar. Alþýffa manna til sjávar og sveita verffur aff geta treyst því, aff tryggt verffi verff- mæti þess fjár, sem hefir veriff lagt til hliðar af vinnutekjum undanfarinna ára. Þeir, sem framleiffslustörfin stunda, þurfa aff eiga von góffrar afkomu, fyllilega sambærilegrar viff tekjur annarra og í samræmi viff þjóffartekjurnar. Framsóknarflokkurinn mun því beita sér af alefli fyrir þeirri stefnu í atvinnu- og fjármálum, sem ákveðin var á 7. flokks- þingi Framsóknarmanna, en affalatriffi hennar éru þessi: 1. Stöffvun dýrtíðarinnar og síffan lækkun hennar meff sann- gjarnri hluttöku allra, þannig, aff framleiffslukostnaffur í landinu sé í samræmi viff verfflag viðskiptaþjóðanna. 2. Bífleg framlög ríkisins til verklegra framkvæmda, sér- staklega á meffan uppbyggingu atvinnuveganna er komið í framkvæmd. 3. Efling atvinnuveganna og sé megináherzla lögff á hag- nýtingu nútímatækni og vísindalegrar þekkingar í þjón- ustu þeirra. Þessu verffi komiff í framkvæmd eftir áætlun, þannig, aff ríkið annist ákveffin verkefni, en önnur séu ætluff einstaklingum, sam- tökum effa sveitar- og bæjarfélögum. Sé glöggt tekiff fram, til hvers er ætlazt af hverjum affila um sig og hvers stuðnings megi vænta frá ríkinu. (Sbr. tillögur Framsóknarflokksins um ræktun landsins og landnám, um raforkuframkvæmdir, eflingu og hlut- verk Fiskimálasjóðs, skipun flugmála o. fl.). Flokkurinn mun gera allt þaff, sem í hans valdi stendur, til þess aff koma á sem viðtækustum samtökum í landinu, um þá meginstefnu, sem mörkuff er í ályktun þessari." Þá gerði fundurinn sérstaka ályktun um verzlunarmálin, er birt verður í næsta blaði, auk ýmsra ályktana um störf flokksins og blaðaútgáfu. Fiskflntnmgarnirt Stjórnin hefír skipt landinu í sex verðjöínunarsvæði Bíkisstjórnin hefir nú loks sett reglur um verffjöfnunarsvæffi í sambandi viff útflutning á ísfiski. Hefir hún horfiff aff því ráffi aff skipta landinu í sex verffjöfnunarsvæði og virffist skipting- unni þannig háttaff, aff lítiff fé verði sums staffar til verffjöfn- unar og því líklegt, aff fiskverð verði mismunandi eftir lands- hlutum. Er þetta mjög vafasamt fyrirkomulag og hefffi verið langsamlega eðlilegast, að landiff værl eitt verffjöfnunarsvæffi. Úr þessu kann að mega bæta, þegar sklpt verffur arffi þeim, er verður af fiskflutningum á vegum stjórnarinnar, en verulegar líkur eru þó ekki til þess, nema aff því ráffl verffi horfiff aff taka verffjöfnunargjald af togarafiski. Meff því ætti aff verffa tryggt, aff fé verffjöfnunarsjóffs yrffi nægjanlegt. Þess vegna má þaff ekki dragast lengur aff slíkt gjald verffl lagt á togarafiskinn. Verðjöfnunarsvæðin verða 6 og eru þau þessi: 1. Reykjanes og Faxaflói. 2. Snæfellsnes, Breiðafjörð- ur og Vestfirðir að Bíldudal að honum meðtöldum. 3. Aðrir Vestfirðir og Strandir. 4. Norðurland frá Hrútafirði að Langanesi. j 5. Austurland frá Langanesi, að Hornafirði, að honum með- töldum. 6. Vestmannaeyjar og Suður- land. Þau skip, sem flytja út ísað- an fisk á vegum samlaga út- vegsmanna eru undanþegin verðjöfnunargjaldi, enda upp- fylli þau þá viss skilyrði, sem tilgreind eru. Verðjöfnunarsjóði hvers svæð- is skal úthlutað til fiskeigenda á svæðinu eftir fiskmagni, eft- ir að frá hefir verið dregið fisk- magn það, sem flutt er út á veg- um samlaganna. Greiðslan skal vera ákveðin upphæð pr. kg., án tillits til þess hvort fiskur- inn er fluttur út ísaður, lagður upp í hraðfrystihús, hertur eða saltaður eða nýttur á annan veg.; Sjóður þessi skal gerður upp mánaðarlega og fari útborgun fram eins fljótt og auðið er. Síðar verða settar reglur um úthlutun á arði, sem kann að verða af fiskútflutningi þeim, sem fram fer á vegum ríkis- stjórnarinnar. Samningarnir við Færeyinga. Samningarnir við Færeyinga um að leigja 63 færeysk skip til fiskflutninga voru undirritaðir síðastl. föstudag. Þeir hafa enn ekki verið birtir, en samkvæmt fregnum, er Tíminn hefir feng- ið, þykir ekki ólíklegt, að nokk- ur halli geti hlotizt af þeim fyrir ríkið. Jafnframt er sagt, að samningarnir séu nokkru ó- hagstæðari en samningar þeir, sem ýms fisksölusamlög voru áður búin að gera um leigu fær- eyskra skipa. Er ekki ósennilegt, áð það hafi valdið nokkru um þetta, að samningarnir voru gerðir svo seint, að Færeyingar sáu, að íslendingar gátu ekki án skipanna verið. Þetta mun sjást nánar, þegar samningarnir verða birtir, en væntanlega verður það innan skamms. Blaðstjórn Tímans Á nýloknum aðalfundi mið- stjórnar Framsóknarflokksins fór fram kosning á blaðstjórn Tímans og hlutu kosningu: Eysteinn Jónsson, Guðbrandur Magnússon, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Hermann Jónas- son, Jón Árnason, Sigurður Kristinsson, Steingrímur Stein- þórsson, Vigfús Guðmundsson og Vilhjálmur Þór. Til vara voru kosnir Bjarni Ásgeirsson og Pálmi Hannesson. HjörfturÞórdarson látiun. Nýlega hafa borizt fréttir um það, að Hjörtur Þórðarson', hinn kunni vestur-íslenzki vísinda- maður, sé nýlátinn. Hjörtur Þórðarson var kunn- ur vísindamaður, einkum hefir hann fundið upp margt á sviði raftækninnar. Hann var líka einn mesti bókasafnari meðal Vestur-íslendinga. Er talið, að í bókasafni hans hafi verið- mílli 15 og 20 þúsund bindí. Einnig safnaði hann miklu af ýmsum lístaverkum. Hjörtur fluttist vestur um haf með foreldrum sínum árið 1873. Foreldrar hans voru Þórð- ur Árnason frá Hrútafirði og Guðrún Grímsdóttir. Fyrir skömmu birtist hér í blaðinu grein um Hjört, rituð af amerískum blaðamanni. Úthluftun á sftyrkj- um ftil rifthöfunda Hörð átök í Rithöf- tmdafélaginu. Mikil átök haia orffiff í Bit- höfunðafélagi Islands um kosningu nefndar til aff út- hluta fé því meðal rithöf- unda, sem veitt er af Alþingi í því skyni. Nefnd sú, sem fé- lagiff hefir unðanfariff faliff aff úthluta þessu fé, hefir hlotiff mikla og verðskuldaffa gagnrýni, enda kommúnist- iskrar hlutdrægni gætt þar i mesta máta. Hafði því skap- ast mikill áhugi fyrir því meffal ýmsra félagsmanna aff hindra endurkosningu henn- ar. Á fundi, er haldinn var í fé- laginu siðastl. fimmtudagskvöld, fór fram kosning á umræddri nefnd og komu fram tveír listar. Annar listinn var skipaður sömu mönnum og hafa verið i úthlut- unarnefndinni, þeim Kristni Andréssyni, Magnúsi Ásgeirssyni og Barða Guðmundssyni. Var sá (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.