Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, þrigjiidaginn 13. febr. 1945 12. folatt Launbarnakennara Eftir, Signrvin Einarsson Það mun varla orka tvímælis, að sú stétt opinberra starfs- manna, er sætt hefir aumustu launakjörum allra stétta, eru barnakennarar. Hafa þeir um langt skeið óskað leiðréttingar sinna mála án verulegs ár- angurs. Afleiðingarnar hafa líka sagt til sín. Kennaraskólinn lítt sóttur þegar allir aðrir skól- ar eru yfirfullir, 70—80 far- skólahéruð kennaralaus árlega, og ekki meir en svo að sótt sé um kennarastöður við föstu skólana á þessum síðustu árum. Loksins eiga nú að koma ný launalög. Er barnakennurum þar ætlaður sess, er þeir hafa helzt til lengi beðið eftir. Þetta hefir tekizt vegna þess, að þeir menn, sem þekktu og skildu störf kennaranna í þágu þjóð- arinnar, gættu þess frá byrjun, að þeir yrðu ekki troðnir undir að þessu sinni. í umræðum þeim, er fram hafa farið, utan þings og innan, um útgjaldahækkanir ríkis- sjóðs vegna væntanlegra launa- laga, hefir þeirri hækkun, sem kennaralaunin valda, verið sér- staklega hampað. Pjárhags- nefnd efri deildar bað fjármála- ráðuneytið að reikna út þær héildarhækkanir, er launalaga- frumvarpið hefði í för með sér. En ekki vanst tími til þess fyrir 3. umræðu nema um kennara- launin. Þar er þess skilmerki- lega getið, að hækkunin nemi, fyrir ríkissjóð, kr. 3.320.893,09. Já, 9 aurum — mikil er ná- kvæmnin! Hins vegar vita þing- menn varla sjálfir, hvort heild- arhækkanir frumvarpsins verða 6, 7 eða 8 miljónir. Þess er rétt að geta, .eins og segir í nefndar- álitinu, að. launahækkunin er ekki svona mikil til kennararifia, heldur gjaldahækkun ríkissjóðs, og liggur það í því, að bæja- og sveitafélog eiga að greiða minni hluta af launum en áður, en ríkissjóður meiri. Hefir þess verið getið á þingi, að þetta muni spara Reykjavíkurbæ einan um kr. 200 þús. En hver er þá heildarhækkunin á kenn- aralaunum? Þetta reiknaði fjármálaráðuneytið út fyrir milliþinganefndina í desember 1943. í skýrslu ráðuneytisins segir, að hún sé kr. 626.556. Er þá miðað við till. milliþinga- nefndar anna^s vegar, en þá- verandi grunnlaun og uppbætur (nema verðlagsuppbót) hins vegar. Með verðlagsuppbót sam- kvæmt vísitölu 274 stig, virðist mér heildarhækkunin vera um kr. 2,4 milj. og er þá reiknað með kennarafjöldanum 1943. Þetta er mikil hækkun, því verður ekki neitað. En hún er mikil af þeim tveimur ástæð- um, að launastigi starfsmanna yfirleitt er mjög hækkaður og að kennarar voru miklu verr launaðir en aðrir. Höfuðrökin fyrir nauðsyn nýrra launalaga voru þau, að koma á meira .samræmi í launagreiðslum. En það er ekki hægt að gera hvort tveggja í einu, að koma þessu samræmi á og sleppa þó við hækkunina af samræmingu kennaralauna við laun annarra manna. Hér geldur/ ríkissjóður synda sinna undanfarin 25 ár. En sú spurning hlýtur að vakna, eftir að frumvarpið hefir farið í gegnum efri deild, hvort Alþingi muni meta meira, sam- ræmið og sanngirnina gagnvart kennurum, eða þörf ríkissjóðs fyrir að minnka nokkuð þessa gjajdahækkun. Meðferð máls- ins í efri deild gefur nokkra bendingu í þessu efni. Auðvit- að má lækka launastigann og draga nokkuð úr hækkuninni á þann hátt. Kennarar munu varla taka því verr en aðrir. En tvennt ér það, sem gerðist í efri deild, sem bendir á, að önnur leið sé þingmönnum hug- stæðari gagnvart launum kenn- ara: Laun mikils fjölda starfs- manna voru hækkuð frá því, sem upphaflega stóð í frum- varpinu, en laun sumra kenn- ara voru aftur á móti lækkuð, og voru það einu lækkanirnar, sem gerðar voru á frumvarp- inu í deiltíinni. En voru þá þess- ar lækkanir til samræmis? Grunnlækkanirnar voru þessar: Skólastjórar við heimavistar- skóla eiga að lækka úr kr. 8400 við 7 mán. skóla í kr. 7000. Nem- ur þetta um kr. 3800 á hvern ácólastjóra á ári, með núverandi verðlagsuppbót. Farkennarar, sem ekki hafa kennarapróf, eiga að lækka frá upphafleg- um tillögum úr kr. 4000 byrj- unarlaun í kr. 3000, en úr kr.- 5200 hámarkslaun í kr. 3900. Nemur þetta með núv. verðlagi um kr. 2740 og kr. 3014 á hvern kennara. Um skólastjóra heimavistar- skóla er það að segja, að ekki munu aðrir kennarar gegna vandasamari störfum, þar sem þeir eru, auk kennslunnar, heimilisfeður barnanna, meðan skólinn stendur. Þó eiga þeir að vera um 8770 krónum lægri í launum með núv. verðl.yt. en skólastjórar stærstu barnaskól- anna, sem starfa 2 mán leng- ur. Lækkunin á farkennurum er óvenjuleg. Ég man ekki eftir því að áður hafi verið launað mísjafnlega fyrir sama starf, eftir því, hvaða menntun mað- urinn hefir haft, fyrst honum var veitt stkrfið. Ekki verður heldur séð á frumv., að þeir, sem gegna skrifstofustörfum og litla eða enga skólamenntun hafa fengið, eigi jið hafa 3A lanna móts við hina, sem til- skilda menntun hafa. Þarna er litið samræmi. Mjög er það dregið fram í umræðum um kennarana, að þeir geti stundað aðra atvinnu mikinn hluta sumarins. Þetta er rétt um þá, er skemmstan tíma- kenna, ef atvinnu við þeirra hæfi er fyrir hendi. En hvernig er það með kennara annara skóla? Ekki kenna þeir lengur. Geta þeir ekkert fundið sér til dundurs að sumrinu, sem eykur tekjur þeirra? Ekki er það að sjá á frumvarpinu. Nýlega hefir námstími barna- kennara verið lengdur svo, að nú þarf um 6 ár til að ljúka kennaraprófi. Er því rétt að bera laun þeirra, eins og þau eru ákveðin í frumvarpinu, sam- an við laun ýmsra annara, þar á meðal þeirra, er sýnu skemmri námstíma þurfa til starfans. B AltNAKENNAR AR: Skólastjórar með fleiri en 20 kennara 9 mán. 10—20 — 9 — 5—10 — 9 1—4 — 9 1—4 — 8 1—4 — 7 1—4 — 6 Heimav.sk. 8 — 7 — 6 Kennarar við: 10.200 krr 9.600 — 9.000 — 8.400 — 7.467 -v 6.533 — 5.600 — 8.000 — 7.000 — 6.000 — Byrj..l Hám.l. 9 mán. skóla . 6.000 8 mán. skóla 5.333 7 mán. skóla 4.667 6 mán. skóla 4.000 Fark. (6 mán.) 4.000 Fark. án kennara- menntunar .... 3.000 7.800 6.933 6.067 5.200 5.200 3.900 ÝMSIR STARFSMENN: Byrjunarlaun — Hámarkslaun 6.600 9.000 2. flokks fulltrúar ýmsra emb- ættismanna. Aðstoðarmenn í stjórnarráð- inu. 1. flokks fulltrúar í pósthúsi. Byrjunarlaun — Hámarkslaun 6.000 8.400 Efnisverðir ýmsra stofnana. Varðstjórar ritsíma. m Ýmsir verkstjórar. Yfirhjúkrunarkonur . stærri spítala. Byrjunarlaun — Hámarkslaun 6.000 7.800 Símritarar. Póstafgreiðslumenn. Tollritarar. Tollverðir. Lögregluþjónar. Aðstoðar-yf irhj úkrunar- konur. 1. flokks bókarar. Byrjunarlaun — Hámarkslaun 5.400 7.200 Bifréiðaeftirlitsmenn. 2. fl. bókarar. 2. fl. skattritarar. Innheimtumenn tollstjóra. Nætur-hj úkrunarkonur. Sölumenn. Aðstoðar-verkstj órar. Byrjunarlaun ■*- Hámarkslaun 4.800 6.600 (Framhald á 7. síðu) Vesímannaeyjabréf ísfisksamlagiff. ísfisksamlagið seldi á s. 1. ári 16.700 smálestir af fiski fyrir samtals 11,5 miljóríir króna. Af fiskinum voru 1300 ámál. seldar í hraðfrystihús, en 15700 smál. seldar í fiskflutningaskip eða samtals 121 farmur. Þar af 79 farmar í íslenzk skip og 42 farm- ar í færeysk skip. ísfisksamlagið var fyrir ver- tið búið að tryggja sér nægan skipakost til flutninga í vetur, bæði íslenzk skip, sem leigð voru að nokkrum hluta, og færeysk skip, eA við nýskipunina komst nokkur ruglingur á þetta. Áki ráðherra lofaði framkvæmda- stjóra ísfisksamlagsins því, að Vestmannaeyjar yrðu sjálfstætt verðjöfnunarsvæði og ísfisk- samlagið þyrfti ekki að jtfeiða verðjöfnunargjaldið í ríkissjóð, heldur mætti samlagið hafa það í sínum höndum, enda mælti öll isanngirni með því, að svo yrði, þar sem samlagið flytur aðeins út fisk samlagsmanna sinna, en kaupir engan fisk, og er þannig hliðstætt sett og togararnir og önnur þau skip, sem sigla með sjálfveiddan fisk. En efndir brugðust á þessum loforðum. Sjómannadeilan. Róðrar byrjuðu með seinna móti vegna verkfalls. Sjómanna- félagið Jötunn og Vélstjórafé- lag Vestmannaeyja gengu sam- eiginlega til samninga við út- vegsbændafélagið og höfðu sam- eiginlega samninganefnd. Svo var komið á samkomulag á milli samninganefndanna og búið að skrifa samning á þeim grund- velli, en þegar nefnd útgerðarr mannanna og þrír nefndar- manna sjómanna voru búnir að undirskrifa samninginn, neituðu tveir nefndarmanna sjómanna, sem voru úr vélstjórafélaginu, að undirskrifa og kröfðust auk- ins hlutar handa 2. vélstjórum á togbátum, og runnu samning- arnir þar með út í sandinn. En þetta er talið herbragð til þess að skapa misræmi á milli 2. vél- stjórá, sem í framkvæmdinni er ekki annað en háseti, en í gegn- um lögskráningu með vélstjóra- nafnbót vinnur sér aukin rétt- indi, og stýrimanna, til þess að stýrimenn komi næst með aukn- ar kröfur. í framkvæmd er það nú orðið svo, að skyldugt er að hafa skipstjóra, stýrimann og tvo vélstjóra á bát, sem ekki er skyldur að hafa neinn háseta. Sjómannadeilan leystist eftir tveggja daga stöðvun fyrir milli- göngu Sveins Guðmundssonar. Útgerðarmenn urðu að vísu al- gerlega undir, því að þeir voru bundnir af fyrri tilboðum sín- um, og deilan snerti ekki línu- róðrabátana, sem voru tilbúnir til róðra, andstætt við togbát- ana. Þó fengu vélstjórar ekki kröfum sínum framgengt nema að hálfu leyti, og var það sér- stakri lagni Sveins að þakka, að deilan leystist, því að talið var að kommúnistarnir, sem þarna réðu, hefðu fyrirmæli um að láta samninga ekki komast á, nema fyrir milligöngu ráðherra sinna. Togbátamálin. Mikið umtal vekur það, að ekkert bólar á endurupptöku togbátamálanna frá 1942, og er þó brátt ár liðið frá því hæsti- réttur vísaði málinu að nýju heim í hérað. Með kæru dagsettri 10. febr- úar 1943, samdri af Friðþjófi Johnsen héraðsdómslögmanni, kærðiHallgrímur|Júlíusson skip- stjóri til dómsmálaráðuneytis Einars Arnórssonar, hæstarétt- dómara, málsmeðferð í héraði. í kæru þessari segir meðal ann- ars: „Með kæru dagsettri 31. marz 1942 kærðu nokkrir trillu- bátaformenn, að 10 botnvörpu- bátar hefðu verið að veiðum í landhelgi dagana 17., 25. og 26. marz s. á. Bátur sá, sem ég þá var skipstjóri á, var einn þess- ara báta. Síðan mun hafa verið fyrirskipuð rannsókn og líklega einnig málshöfðun gegn mér og fleirum. Einhver rannsókn mun hafa farið fram og þann 13. á- gúst s. 1. var kveðinn upp dómur í máli valdstjórnarinnar gegn mér og ég dæmdur til þess áð greiða kr. 29.500,00 sekt í Land- helgissjóð íslands, en til vara 7 mánaða varðhald. Dómari í máli þessu var Kristinn Ólafsson lög- fræðingur í Vestmannaeyjum, og mun hann hafa farið með málið sem skipaður setudómari. Ég tel, að margvíslegar mis- fellur hafi átt sér stað við rann- sókn og alla meðferð máls þessa gegn mér. Leyfi ég mér að kæra meðferð þess fyrir hinu háa dómsmálaráðuneyti. Ég á að hafa mætt í réttarhaldi hjá rannsóknardómaranum þann 9. júní. Ég kannast ekki við að neinn rannsóknarréttur hafi verið yfir mér settur af nefndum rannsóknardómara dag þennan. Hins vegar átti ég tal við Krist- inn Ólafsson á heimili hans um þetta leyti, en þar voru engin réttarvitni, þó í dómsgerðunum standi, að Jóh. J. Alberz (lög- regluþjónn) og Páll Jónsson hafi verið þarna réttarvitni. Einnig segir, að ég hafi verið með í rétt- inum dagbók skipsins. Þetta er einnig rangt. Hins vegar sá Kristinn umrædda dagbók hjá mér niðri á Básaskersbryggju, en í rétti sýndi ég hana alls ekki. Sama er að segja um svonefnt réttarhald 22. júní s. 1. Hér er sagt, að réttarvottar séu Guðm. Sig. og Jóh. J. Alberz. Þegar ég átti tal um mál þetta við K. Ó. í annað skipti, var það einnig á heimili hans, en þar voru engir réttarvottar við og ég kannast ekki við að neinn réttur hafi verið settur þar yfir mér. Ekki sést heldur, að dómarinn hafi tilkynnt mér um málshöfðun. Ekki er mér heldur gefinn kost- ur á að fá mér skipaðan verj- anda í væntanlegu máli gegn mér. 1. júlí s. á. vinnur vitnið Ástgeir K. Ólafsson dreng- skaparheit að framburði sínum og segir að Helgi Jónatansson hafi verið skipaður til að gæta hagsmuna minna .... mér tjáð vill Helgi ekki kannast við að hafa verið beðinn að gæta þarna hagsmuna minna né held- ur gert það. Ekki sézt heldur samprófun vitna og þess, sem talið er bókað eftir mér .... Ekki hefir rannsóknardómar- inn yfirheyrt nokkurn af skips- höfn minni. Samkvæmt dóms- gerðunum kvað setudómarinn upp dóminn yfir mér 13. ág. 1942, en talið að málið hafi verið dómtekið 7. s. m. Ég hefi ástæðu til þess að ætla, að dómarinn hafi hvorki verið hér í bænum þann 7. né 13. ágúst s. 1. Vottar við dómsuppkvaðningu eru sögð vera þau Jóh. Jónsdóttir og J. Jónsson og mun hér líklega vera átt við eiginkonu og tengda- föður dómarans .... Loks vil ég benda á, að vitni þau, er stað- festa framburð sinn, eru öll náin skyldmenni, tveir eru bræður og það þriðja ér föðurbróðir hinna tveggja“. , Kæran fékkst aldrei tekin til greina, þrátt fyrir ötula fram- göngu lögfræðings kærandans og fyrirspurnaskeyti til dóms- málaráðuneytisins. Hins vegar bauð dómarinn hinum dóm- felldu fyrst fullnaðarkvittun, gegn 500 króna greiðslu og síðar náðun, ef þeir féllu frá kæru og áfrýjun, en gat þess, að um enga náðun yrði að ræða, yrði málunum haldið til hæstaréttar. Úrskurður hæstaréttar. Dómur hæstaréttar nr. 110— 1943, uppkveðinn 3. maí 1944, er mikið til endurtekning á kær- unni út af málémeðferðinni í héraði, enda var afrit af kær- unni lagt fram í hæstarétti. En í dóminum segir meðal annars: „Með umboðsskrá 14. apríl 1942 var héraðsdómarinn í máli þessu skipaður til þess að rannsaka kærur, sem fram höfðu komið um botnvörpuveiðar 10 vélbáta í landhelgi í nánd við Vest- mannaeyjar, og fara með og dæma mál gegn þeim, er sak- sóttir kynnu að vera. Dómarinn hóf síðan rannsókn út af sakar- giftum þessum sameiginlega og ósundurgreint að því er varðaði (Framhald á 7. síðu) fátækir. Þessir menn gerðust nú hinir raunverulegu forustuménn' bæjarfélagsins. Þúsund-manna-hreyfingin í Kárdenas samdi sér þegar í upp- hafi starfsskrá, og var dr. Wharton aðalhöfundur hennar. Þar var fyrst af öllu ákveðið, að vinna hvert verk til hlítar, en ekki að káka við of margt ei$a mikið í einu. Þannig skyldi steinleggja aðeins vissan hluta einhverrar götu í einu og byrja eklji á nýrri steinlagningu fyrr en því verki væri lokið. Annað meginatriði starfsskrárinnar var að reyna að fá sem flesta til þess að gerast þátttakendur í viðreisnarstarfinu, enda væri þessi hrexfing hafin til hags- bóta fyrir alþýðu manna. Þriðja atriði var að miða allt starfið við framtíðina, en ekki aðeins þann og þann daginn. Loks var stranglega varað við loft- köstölum, sem alltaf er hætt við, að menn byggi í hrifningu sinni, en ógerlegt reynist að gera að veruleika. Slíkt skapar vonbrigði og gat því aðeins orð- ið hreyfingunni til tjóns, þegar til lengdar lét. Fyrst sneru menn sér að því að rannsaka, hvað kosta myndi að gera nothæfa steinlagningu meðfram einni húsasamfellu. 500 dalir voru taldir nægja. Þá var næsta spurning, hvort hægt væri að afla þess fjár. Nefndin áleit það — og það reyndist einnig svo. 500 menn greiddu sinn ^alinn hver. Þessar undirtektir ýttu undir .nefndina. Nú var reynt að fá aðra 500 til þess að leggja fram sinn dalinn hver, svo að hægt vséri að steinleggja annan götu- stúf. Það tókst einnig. Hreyf- ingin var orðin - „þúsund- manna" hreyfing. Þetta vakt; hina mestu at- hygli. Eftir margra ára van- rækslu og getuleysi stjórnar- valdanna komu borgararnir sjálfir til sögunnar og leystu þann vanda, er þau höfðu ekki getað sigrazt á. Þar sem áður hafði verið þrotlaus eðja og elgur, var nú komið steinlagt stræti, sem glumdi undir vagn- hjólunum og lét ekki hið minsta á sjá. En hinir ötulu brautryðjend- ur settust ekki í helgan stein til þess að dást að verkum sín- um. Sumir liðsmennirnir höfðu helzt úr lestinni, og það varð að fá nýja í þeirra stað. Því næst var hafizt handa um stofnun nýrrar deildar og komið föstu skipulagi á hreyfinguna. Hver maður skyldi greiða einn dal á mánuði, og þá gat hver þús- und manna deild steinlagt götur meðfram tveim allmyndarlegum húsasamfellum á mánuði. Sumum fannst þetta of miklll seinagangur. Þeir vildu hækka mánaðargjaldið upp í fimm dali og láta þá ríkustu greiða fimm- tíu dali. En dr. Wharton sat við sinn keip. Hann vildi ekki spenna bogann svo að hann brysti. Þeir, sem efnaðir voru, gátu líka greitt hærra mánað- argjald en tilskilið var, ef þá langaði tíl þess. Það sannaðist, að hann var forustumaður, sem gott var að fylgja. Menn af ýmsum stétt- um mynduðu undirdeildir í hreyfingunni, margir lögðu á sig meiri og minni störf án þess að taka gjald fyrir. Efnamenn greiddu oft álag á skyldugjald sitt. Auðugasti maður bæjarins kom einn daginn og gaf hreyf- ingunni mörg þúsund dali. Með- al þessara frumherja voru all-r margar konur. Þær efndu til skemmtana — fiesta — til á- góða fyrir hreyfinguna. Þær hafa aflað þúsund-manna- hreyfingu í Kárdenas auka- tekna, er nema 5000 dölum til jafnaðar á ári frá því hreyf- ingin hófst. Jafnvel yfirvöldin, sem sofið höfðu á öllum góðum málum, urðu hrifin af þessari nýbreytni, þegar þau sáu, hve góðan ár- angur hún bar og hve mikinn hljómgrunn hún fann hjá fjölda manna. Þau fóru smám saman að leggja hreyfingunni til á- höld og tæki til framkvæmd- anna og síðan efni og fjárstyrk. Nú er svo komið, að fram- kvæmdanefndir þúsund-manna- hreyfingarinnar hafa öðlazt hlutdeild í stjórn og yfirráðum ýmissa almannasjóða. Auðvitað hefir saga hreyfing- arinnar ekki verið ein óslitin sigurganga eftir rósum stráðri braut. Þegar í upphafi hafði dr. Wharton lagt á það mikla á- herzlu, að hreyfingin blandaði sér alls ekki í stjórnmáladeilur eða nein pólitísk átök í land- inu. Voru því reistar við því skorður, að stjórnmálamenn- irnir eða þjónar þeirra næðu tökum á henni. Þetta vakti gremju þeirra, er gert höfðu sér vonir um að geta gert hreyfing- una að vígi handa sér. En hún hjaðnaði þegar frá leið og það kom ótvírætt í ljós, að hreyf- ingin gekk ekki í lið með nein- um aðila á þeim vettvangi. Manneðlið er líka sjálfú sér líkt á Kúbu sem annars staðar. Það vakti sára óánægju fátækl- inganna, sem venjulega búa í úthverfum borganna, að fram- kvæmdanefndirnar skyldu láta byrja á því að steinleggja strætin í miðhverfunum, þar sem viðskiptalífið var fjölbreytt- ast og efnafólkið bjó. Það átti ekki að mylja undir fátækling- ana fremur en vant er, sögðu menn. Framkvæmdanefndin í Kárdenas lægði þessa óánægju, með því að hefjast handa um að leggja hringbraut umhverfis borgina, gegnum fátækrahverf- in, og út frá henni á síðan að halda gatnagerðinni áfram. Yfir húsdyrum hvers manns, sem er í hreyfingunni, er lítið spjald, sem á er letrað orðið Mil. Þessi siður hefir verið tek- inn upp í fleiri borgum. Annars staðar er notuð talan 1000, eins og til dæmis í Pinar del Ríó, höfuðstað ágætasta tóbaksrækt- arhéraðs heimsins. Neðan undir töluna er skráð: „Pinar del Ríó allt“. í þessari borg var það fyrsta verkefni Þúsund-manna- hreyfingarinnar að ræsa fram og þurrka upp fenjamýrar í grennd við borgina til þess að vinna bug á flugnaplágunni. Það eru aðeins tvö ár síðan hreyf- ingin hófst þar, en þó er hún búin að leggja 100 þúsund dali til umbóta þar. Sendinefndir frá Kárdenas fóru til ýmsra borga á Kúbu, og jafnvel annarrá eyja á þess- um slóðum, til þess að fræða menn um hreyfinguna og grundvallaratriði hennar. Marg- ir fóru líka til Kárdenas til þess að sjá sjálfir, hvað þar hefði verið gert, því að margir voru vantrúaðir á þær sögur, sem af því gengu. Því hefir löngum verið haldið fram, að Kúbumenn séu of sérsinna og uppstökkir til að vinna saman, og margir hafa trúað því mjög fastlega, að svo væri. En hér var sjón sögu ríkari. En dr. Róbert L. Wharton hafði langa og mikla reynslu af samstarfi við Kúbumenn, og hann hélt því fram, að þeir væru ekki verr fallnir til sam- eiginlegra átaka heldur en aðrir menn, er þeir hefðu myndað sér stefnuskrá, sem vert væri að sameinast um, og nytu ótrauðr- ar forustu. „Þjóðin er að vlsu ung“, sagði hann, „og menn lítt þjálfaðir í félagsmálum, en mis- tökin og glappaskotin eru fyrst og fremst eins konar vaxtar- verkir. Kúba var '•síðasta ný- lendan vestan hafs, er gekk úr greipum Spánverja, og hefir ekki einu sinni notið sjálfstæðis í hálfa öld. Það er því ekki að undra, þótt sú þjóð, er svo' skamma stund hefir farið sjálf með mál sín, eigi eitthvað ó- lært.“ „En það er ný kynslóð að vaxa upp í landinú', sagði dr. Wharton ennfremur, „— kyn- slóð, sem vill óðfús lyfta þjóð- félaginu á hærra stig og beita kröftum sinum til þess.“ Og til þess að færa sönnur á þessa skoðun sína bauð hann til sín ýmsu vantrúuðu og tor- tryggnu fólki og gaf því kost á að fylgjast með störfum Þús- und-manna-hreyfingarinnar og sitja fundi framkvæmdanefnd- arinnar í Kárdenas, sem haldn- ir hafa verið á hverjum mánu- degi í fimm ár. Þar gátu menn sjálfir séð, hve vel happasælt félagsstarf og einlæg samvinna fólksins sjálfs blessaðist á Kúbu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.