Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 5
12. blað TÍMITVIV, |>riðjudaginii 13. febr. 1945 5 Kvennabálkur " ’ ’ ......... Timaiis Hirðinfi hársins Á síðari tímum hefir margt' verið rætt og ritað um andlits- snyrtingu kvenna og áréttingu þeirra á verkum skaparans, svo sem málningu og önnur fegrun- arbrögð. Mjög eru skiptar skoð- anir um réttmæti þessa. Hér á landi munu þeir líka fleiri, a. m. k. karlmenn, sem eru and-' stæðingar þessarar andlitsfegr- unarstefnu. — En enginn mun þó bera á móti því, að fallegt og vel hirt hár er hin mesta prýði á hverri konu á hvaða tímum sem er. Hárgreiðslan tek- ur breytingum fyrir áhrif tízk- unnar, en hárið sjálft ekki. Það þarfnast daglegrar umhirðu, sem engin kona skyldi van- rækja. — Eitt höfuðatriði í hirðingu hársins er hárþvottur- inn. Yfirleitt er nægilegt að þvo hárið á viku til 10 daga fresti. Feitt hár þarfnast tíðari þvotta, helzt á 2—3 daga fresti. Þurrt hár má aftur á móti ekki þyo oftar en tvisvar í mánuði. Á- gætt er að þvo hárið úr venju- legri grænsápu (einkum ljóst hár) eða blönduðum hárlegi (shámpoo), sem fæst í flestum verzlunum. Þess skyldi gætt, að skola sápuna vandlega úr á eftir úr tveim vötnum minnst. Ágætt er að skola ljóst hár úr daufri edikblöndu. Ef nokkur tök eru á, er bezt að þurrka hárið í sólskini og láta það vera laust á meðan. Þegar þurrkun- inni er lokið, er hárið rennvætt á ný og síðan „lagt“ eins og hver vill hafa það. Nauðsynlegt er að bursta hár- ið vandlega með grófum hár- bursta kvölds og morgna, 5 mín. i hvert sinn*og nudda hársvörð- inn vandlega. Nuddið örvar blóðrásina í hársverðinum og hindrar það, að hárið verði læpulegt og gljáalaust. Bezt er að nudda með hringstrokum um allan hársvörðinn. Einnig er tal- ið að hárburstun og nudd eigi sinn þátt í að uppræta flösu, sem er hvimleiður en afar al- gengur kvilli í hársverðinum. Er sjálfsagt að leita læknis, ef mik- il brögð eru að flösunni. S v o v ar um k o nu r k v e ðið Já, svo sem 15 ára. Einmitt þá vex ástalífsins fyrsti sumargróði. Þorsteinn Erlingsson Þið voruð kysstar, kysstar fleiri en ein, og kœrar þakkir fyrir liðna daga. Þorsteinn Erlingsson Og þú skalt vita, það eru fleiri en ég, sem þykja stúlkur drottins bezta smíði. Þorsteinn Erlingsson Ég man þa ðáður austur um Rangárþing þar óx upp margur sannur heiðursmaður, en fyrir kossum allan ársins hring var ekki nokkur tryggur griðastaður. Þorsteinn Erlingsson V etr ark j óll Þótt ég hefði 18 augu átt í vitund brúna minna, mœnt hefði ég þeim í einu og öllum inn í veröld hvarma þinna. Guðmundur Friöjónsson Margan svanna mœtan sá mér sem ann að vonum. En yndi fann ég alltaf hjá annarra manna konum. „Káinn“ Tvisvar sinnum hef ég reynt við tróðu gulls i vetur, í þriðja sinni þá fór langtum betur. ísl. viðlag Svei því ég syrgi ’hana sjáðu hvernig fer. Einhverja dyrgjanna œtlar guð mér. ísl. stef Sokkaböndin hafa niðri um hœla þó fara skórnir hálfu ver. Það kann engan yngísmann að tcela. fsl. stef Mikinn mat til reiddi maðurínn, sem bjó; kerlingin eyddi en karlinn. dró. ísl. stef Drósin við danskinn dulmœlin jók. Hún kyssti hann Hermann . þá húma tók, I . ísl. stef Meyjar orðum skyldi manngi trúa né því ’s kveður kona. Á hverfanda hveli j var þeim hjörtu sköpuð og brigð í brjóst of lagin! Hávamál Ég vildi fegin vera strá- og visna i skónum þínum, léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum minum. Páll Ólafsson Borðdúkar í Ameriku tíðkast nú mjög að nota smádúka eins og þessa á matborðið hversdagslega. Sparar það óneitanlega dúkaþvott. Vilhelm Mobevg: Eiginkona FRAMHALD var áreiðánlega bráðlátari en þessi orðsending gaf til kynna. Það var sjálfsagt mikilvægt erindi, sem hann átti við hann. Og svo vildi hann náttúrlega, aö þeir sæjust einu sinni enn í pessum heimi. Páll minnist kveðjuorða föður síns, þegar þeir skildu síðast, um jólaleytið. — Þegar við hittumst næst, verður þú sjálfsagt búinn að eignast barn. Þetta hafði hljómað eins og gamanyrði, en það var einskær alvara. Með þessum orðum var faðir hans að spyrja, hvehær hann mætti vænta skírnarveizlunnar. Hann þráði að vera skírnarvottur í húsi einkasonar síns. Móðir hans, sem virt hafði Margréti fyrir sér af meiri glögg- skyggni, mælti ekki orð frá vörum. Ef til vill grunaði hana, að það var ekki neitt í þá áttina ennþá. En þau hefðu getað verið búin að þessu, hann og Margrét. Svo langt var liðið síðan þau komu í eina sæng — og meira en það. En enn í dag sat allt við hið sama — engin merki þess, að neitt væri komið áleiðis. Páll hafði aldrei ymprað á þessu við konu sína. Það var ekki neitt, sem væri umtals vert; þess háttar var vant að koma af sjálfu sér, og það hlaut líka að rætast úr því hjá þeim. Sumt kvenfólk varð strax vanfært, aðrar voru seinni til. Það var al- veg eins og gamall og greindur bóndi hafði einu sinni sagt við Pál: Þær eru sumar þannig, að þær verða strax óléttar, ef þær koma í námunda við mann, en við aðrar þarf á allri karlmennsk- unni að halda, og þar á ofan kannske bæði elju og þolinmæði. Úr því þetta var svona misjafnt, þá var sannarlega of snemmt að gera sér áhyggjur út af því. En nú varð Páll áhyggjufullur vegna föður síns: hann myndi sjálfsagt ekki lifa það, að barnið yrði skírt. Það var leiðinlegt, því að hann hefði gjarna viljað færa föður sínum heim sanninn um það, að ættin myndi haldast við líði langt fram á ókomna tíma. Það hefði glatt gamla manninn. Já, það var bara það — annars var nógur tími til stefnu. Hann myndi áreiðanlega eign- ast syni og dætur — svona með tímanum. Börnin urðu vinnu- fólk, börn voru þannig auðlind bóndans. En það var ólánið við marga niðja, að þá urðu arfahlutarnir svo margir. Þá var jörðinni skipt á milli svo margra. Sjálfur var Páll ekkert óánægður yfir því, að hann átti aðeins tvö syst- kini — tvær systur. Þau voru og urðu þrjú um arfinn. Faðir hans hafði þegar keypt handa honum þetta býli í Hegralækjar- þorpi og borgað það, svo að hann var búinn að fá sinn hluta af jarðagóssi. En faðir hans hafði stækkað búið og aurað sam- an í kistuhandraðann. Og Páli varð það á að velta vöngum yfir því, hvað hann myndi nú eiginlega verða ríkur, þegar allt hefði verið talið saman og hvert hænu virði skrifað. Hann myndi á- reiðanlega eiga laglega fúlgu í búinu, þegar til skiptanna kæmi. Faðir hans hafði verið ýtinn og frábærlega duglegur, hann hafði lagt sitt að rhörkum til þess að auka álit ættarinnar; hún var einhver alvirðulegasta ættin heima i Dynjandasókn. Páll virti föður sinn mjög og óskaði þess eins, að hann gæti fetað í fót- spor hans. Og það var honum brýn nauðsyn að vinna sér álit þarna í þorpinu, þar sem hann var aðkomumaður. Hann ætlaði að gera það, sem í hans valdi stóð, til þess að ekki félli neinn blettur á hann eða nein vanvirðuorð yrðu sögðu um hann eða heimili hans. Og þegar Páll frétti það, að senn myndi taka úr steininn fyrir gamla manninum, magnaðist þessi hugsun í brjósti hans: nú reið honum á að auka efnin og viðhalda áliti ættarinnar. Hann ræddi við konuna: Faðir hans hafði gert honum orð. Ef hann riði heim á laugardaginn kemur, gæti hann verið allan sunnudaginn heima í Dynjanda. Þá fór heitur, iðandi straumur um Margréti. Hún varð alveg magnlaus, hún varð að taka í dyrastafinn, eins og henni fynjd- ist hún vera að rjúka um. Páli datt í hug, að hún myndi ekki vera vel frísk .... Nei, það var ekki neitt að henni, ekki neitt vont, það var bara svimaskömm, sem kom yfir hana öðru hverju. Svona aðsvif hafði hún oft fengið nú upp á síðkastið .... Páll horfði rannsakandi á hana, eins og honum hefði dottið eitthvað sérstakt í hug. Hann bjóst ekki heldur við, að það væri neitt vont. Hún mátti bara ekki reyna of mikið á sig, hún átti að láta vinnukonuna gera það, sem erfiðast var, og forðast að taka upp neitt þungt. Faðir Páls lá kannske á banasænginni. Og svo var hún synd- samlega hugsandi, að þessi tíðindi glöddu hana. Því það var fögnuður, sem nú streymdi um hana. En það stafaði reyndar ekki af því, að maðurinn var dauðvona, heldur hinu, að Páll ætlaði burtu á laugardaginn. Það var boðskapur lífsins til hennar — í tvo daga átti hún að vera alein .... Af því kom hann yfir hana, þessi hrollkenndi fögnuður, af þvi varð hjarta hennar barmafullt af gleði.Þetta var henni glæst fyrir- heit, og andspænis þessu fyrirheiti hvarf svo margt annað; því gleymdi hún því, að verið var að segja henni frá þungbærum sjúkdómi tengdaföður hennar. Páll ætlaði brott .... Hákon, Hákon .... Svona var Margrét orðin afvegaleidd — hún, sem var saklaus brúður í fyrrasurriar: Undir eins og eiginmaður hennar fór brott, ætlaði hún að fá annan mann til sín. — H v í l œ t ur a u ð e k k i h ú m a ? Fyrir fáum dögum hafði hún verið allt öðru vísi. Hvað hafði gerzt? Nú slitu frygðin og hræðslan Margréti ekki lengur sundur á milli sín. Allur ótti var horfinn — því að Hákon hafði sagt, að hún þyrfti ekki að vera hrædd. Það, sem hún hafði heyrt um skækjur og hórdóm og helvíti, hræddi hana ekki lengur, því að það kom henni ekki við. Allt, sem henni hafði verið kennt um synd og eilífa útskúfun, ætlaði hún að uppræta og þurrka út úr huga sínum. Þetta var ekki annað en orð, sem hún hafði lesið og heyrt, — orð, sem hana varðaði ekki um. Hún ætláði sér ekki að fremja neina synd — hvað komu þessi orð henni við? Há- kon vildi henni ekki neitt illt. Hann hafði margsinnis sagt það. Hvað þurfti hún þá að óttast? Satia barnanna: JtJLLI OG DÚFA Eftir JÓIV SVEI/VSSO\. Freysteinn Gunnarsson þýddi \ Inni í baðstofunni sat fólkið í hnipri. Enginn mælti orð frá vörum. Það var eins og hamfarirnar og taum- laus ofstopinn í illviðrinu hefðu lamað allt og alla. Innan stundar var orðið koldimmt inni. Það hafði fennt á alla glugga á stuttri stundu. Nú varð að kveikja JÓS. s Allir voru svipþungir og alvörugefnir. Ég sat líka þegjandi, og datt hvorki af mér né draup. Ég var með allan hugann uppi fjalli. Hvernig skyldi þeim ganga, sauðamönnunum, hugs- aði ég. Og hann JÚLLI minn? Líklega lá hann nú ein- hvers staðar grafinn í fönn. Guð gefi, að hann sleppi nú lifandi. Þessar hugsanir fengu svo á mig, að mér lá við gráti. Og svo allur kindahópurinn, — sárast þótti mér um aumingjann hana Dúfu, — þær voru allar í sömu hætt- unni. Við sátum inni í hlýjunni, en alít féð og sauðamenn- irnir börðust við hríðina, kuldann og sterkviðrið úti, og líklega lenti allt í fönninni nákaldri. " Ennþá lamdi hríðin þekjurnar og reið húsum. Veðurhljóðið leiddi hugsanir mínar að Óðru. Ég hugsaði mér storminn sem lifandi veru, sem æddi yfir sveitina eins og trylltur og hamstola berserkur í vígamóði. En slíkar skáldlegar hugmyndir hurfu fljótlega aftur. Alltaf kom mér það sama í hug á ný: Blessaðir menn- irnir okkar og aumingja kindurnar allar, sem eru uppi í fjalli að grafast niður í fannirnar! Svona sátum við inni í baðstofu við lampaljós, eins og komin væri hánótt. Þegar kvölda tók, var ekki hægt að sjá það á öðru en klukkunni. s Áður en við börnin fórum að hátta, ætluðum við að biðja guð um það alveg sérstaklega, á eftir kvöldbæn- inni okkar, að hjálpa Júlla og Dúfu og öllum hinum. Og þegar yið sáum, að'fullorðna fólkið fór að biðjaast fyrir, gerðum við það líka og hegðuðum okkur eins og það. Við sátum með hendurnar fyrir andlííinu og báð- umst fyrir í hljóði hver fyrir sig, eins innilega og okkur var unnt. En löng varð bænagerðin ekki. Sigga litla var sú fyrsta, sem lauk bænihni. Hún tók hendurnar frá andlitinu og sagði í barnsíegri hreinskilni, að nú hlyti þetta að vera nóg. Tilkynning írá Bæjarsíma Reykjavíkur Einn eða fleiri efnilegir ungir menn með gagnfræðamenntun. eða fullkomnari menntun geta komizt að sem nemar við sím- virkjun hjá Bæjarsíma Reykjavíkur. Æskilegt er að umsækjend- ur hafi áður unnið við verkleg störf. Eiginhandar umsóknir sendist bæjarsímastjóranum í Reykja- vík innan 19. febrúar 1945. • Bæjarverk- fræðin^staðan Bæjarstjórn ísafjarðar vill ráða bæjarverkfræðing til að ann- ast verklegar framkvæmdir bæjarfélagsins. Staðan er hér með auglýst til umsóknar. Bæjarstjóri gefur upplýsingar um starfið. Umsækjendur skulu, auk kaupkröfu, geta náms og fyrri starfa. Umsóknir skulu vera komnar til bæjarstjóra fyrir 1. marz næst- komandi. ísafirði, 25. janúar 1945. Jóii Guðjónssoii * bæjarstjórl. löknkonur vantar á Kleppsspítalaim. Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkoniiimi í síma 2319. TÍMINN er víðlesnasta anglýsingablaðið!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.