Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um þjóðfélagsmál. t»eir, sem vilja kynna sér þjóðfélagsmál, itm- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. f AJVMÁIiJL TIMANS V 8. febrúar, fimmtudagur: Kanadamenn hef ja sókn. Vesturvígstöðvarnar: Kana- diskl herinn hóf sókn nyrst á vígstöðvunum rétt austur af Nijmegen. Bandaríkjamenn héldu áfram sókn á miðbiki vígstöðvanna og Frakkar í El- sass. Her Bandaríkjamanna á skammt ófarið til helztu vatns- stíflanna við upptök Rörárinn- ar, en þaðan fá mörg orkuver Ruhrhéraðanna orku sína. Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu að þeir hefðu aukið yfirráðasvæði sitt í Pommern og í Slesíu vestan Oder. Einnig sögðust Rússar hafa unnið á í Austur-Prússlandi. Þjóðverjar segja, að her Zukovs sé kominn vestur yfir Oder, en Rússar minnast ekki á þetta, en segja Zukov draga að sér aukið lið. Noregur: Karl Martinsen, yf- irmaður hirðar Kvislings, var myrtur er hann var á leiðinni til skrifstofu sinnar. Menn, sem voru vopnaðir vélbyssum, stöðv- uðu bíl hans og skutu hann. Holland: Gerbrandy, forsæt- isráðherra hollenzku útlaga- stjórnarinnar, hefir beðist lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Drottningin fól honum að mynda nýja stjórn. 9. febrúar, föstudagur: ]Vý glæpaverk nazisía í Noregi. Noregur: Tilkynnt var að í hefndarskyni fyrir morð kvisl- ingsins Martinsens hefðu seyt- ján norskir gislar verið dæmdir til dauða og teknir af lífi. Voru átta þeirra dæmdir af dómstól- um kvislinga, en ellefu af þýzk- um herrétti. Vesturvígstöðvarnar: Kan- adamenn hafa rofið fremsta virkjabelti Siegfriedlínunnar nyrst á vígstöðvunum og sótt fram um 8 km. á 12 km. breiðri víglínu. Bandamenn unnu víðar , á. Þjóðverjar hafa hleypt vatni. úr öllum stíflum Rörárinnar og ! er því óvenjulegur vöxtur í henni. Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu, að þeir hefðu um- kringt Elbing. Þeir sögðust einnig hafa sótt lengra í áttina til Stettin. Þjóðverjar sögðu enn frá bardögum við lið Zu- kovs vestan Oder. 10. febrúar, laugardagur: Glæpaverkiuinm í Noregi f jölgar. Noregur: Alls hafa nú 34 menn verið teknir af lífi í Nor- Nýkomið: egi í hefndarskyni fyrir morð kvislingsins Martinsen. Þrettán þeirra hafa verið dæmdir til dauða af dómstólum Kvislings, en 21 af herrétti Þjóðverja. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn héldu uppi sókn á öllum vígstöðvunum. Kanadiski her- inn rauf aðalvirkjabelti Sieg- friedlínunnar á vígsvæði sínu og átti eftir 3 km. til Cleve. Banda- ríkj amenn tóku aðalstíflurnar við upptök Rörárinnar. Austurvígstöðvarnar: Rússar tóku Elbing í Austur-Prússlandi. Annars ekki sagt frá verulegum breytingum á austurvígstöðv- unum. 11. febrúar, sunnudagur: Stórsókn Rússa í SlesÍDi Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu, að þeir væru komnir yfir Oder í Slesíu á 160 km. svæði og hefðu sótt lengst fram 60 km. vestan árinnar. Þeir sögðust hafa tekið mikið af her- gögnum herfangi. Her Zukovs átti eftir 23 km. til Stettin. Vesturvigstöðvarnar: Kan- adamenn og Bretar brutust inn í Cleve og var barizt á götunum. Þeir sóttu allt til Rínar á nokkr- um kafla. Miklar loftárásir voru gerðar sókn þeirra til stuðnings. Grikkland: Samningar náð- ust eftir alllangar viðræður milli grísku stjórnarinnar og EAM. Er þar með lokið borgara- styrjöldinni í Grikklandi. Belgía: Acker, formaður jafnaðarmannaflokksins, hefir myndað. stjórn allra flokka í Belgíu. i j-ybj-rrrr?i «' 11 '.Cfc-rrm Súðin Tekið á móti flutningi til Húnafióa- og Skagafjarðarhafna árdegis í dag og flutningi til Siglufjarðar og Akureyrar síð- degis í dag, Hermóður Tekið á móti flutningi til Stykkishólms, Salthólmavíkur, Króksfjarðarness og Flateyjar síðdegis í dag. Kápuefni Ullarkjólaefni Verzlon H. TOFT, Skólavörðustfg 5. Sími 1035. TlMlNN Þeir, sem fylgjast vilja með almennum málum verða að lesa Tímann. Áskriftarverð í Reykjavík og Hafnarfirði er 4 kr. á mánuði. Áskriftarsími 2323. Verð á kartöilum Verð á kartöflum, sem vér kaupum af framleiðendum, er ákveð- ið frá og með 6. þessa mánaðar: I. flokkur .... kr. 116.00 Úrvalsflokkur ... — 130.00 II. flokkur ..... — 105.00 Verðið er miðað við 100 kg. í vöruhúsi vory i Reykjávík. Verð í heildsölu og smásölu er óbreytt þannig: Heildsala: I. fl. kr. 88.00, Úrvalsfl. kr. 98.00 og II. fl. kr. 80.00 hver 100 kg. Smásala: I. fl. kr. 1.10, Úrvalsfl. kr. 1,20 og II. fl. kr. 1.00 hvert kg. Reykjavík, 5. febr. 1945. Grœnmetisverzlun ríkisins. Utbreiðsla Tímans »» Þar sem Tíminn er hlutfalls- lega minna lesinn í Reykjavík heldur en annars staðar á land- inu og öll bæjarblöðin eru dag- lega með ádeilur á hann og Framsóknarmenn, hefir undan- farið verið gerð dálítil tilraun til þess að senda blaðið nokkr- um mönnum, sem líklegt var talið að væru þeir manndóms- menn að vilja kynnast málunum frá fleiri en einni hlið, þótt þeir væru ekki samherjar Timans. Morgunblaðið og Þjóðviljinn hafa bæði verið að senda hnút- ur út af þessari blaðasendingu. Senda þó engir blaðaútgefendur eins ákaft út blöð sín til manna, sem aldrei hafa beðið um þau eins og aðstandendur þessara blaða. ísafold er t. d. send á nær hvert heimili í sumum sveitum, þó að þar. hafi ekki einn einasti maður beðið um hana — né borgi hana. Annars hafa þessir Reykvík- ingar, sem Tíminn hefir verið sendur til, ýmist gerzt kaup- endur hans eða endursent hann með fullri kurteisi, þegar frá er skilinn einn heildsali, einn prestur og ein frú. Þeir, sem stóðu að útbreiðslu Tímans í Reykjavík, vissu vel ÓI íkt höfnmst vér að“. að til voru þær „sálir“, sem aldrei vilja heyra nema frá annarri hlið málanna. En að blöð fari að spilla fyrir, að and- stasðingablöð séu lesin, ber að- eins ljósan vott um slæman málstað. Góður málstaður vinn- ur alltaf á við kynninguna, en slæmur tapar, og því vill Tim- inn hvetja þá, sem hafa áhuga fyrir almennum málum að lesa andstæðingablöðin, ekki sízt aðalleiðarana í Morgunblaðinu. Stjórnarstökur Ólafs-fingur. Ólafur á tíu fima fingur, sem fitla ekki við neitt barnaglingur. Sjö eru krepptir fast að eigin arði, en upp hann réttir þrjá í stjórnargarði. Alltaf nöldra Ólafs tíu fingur, að engum gagni svona tvískiptingur. Loks þeir hverfa, sem til himins hóf ’ann, við hentugt tækifæri inn í lófann. Búnaöarmálasjóð- nrinn. (Framhald af 1. síðu) færi m. a. til að svívirða sam- vinnufélögin og brigsla þeim um sakir, er vafalaust væri hægt að fá hann dæmdan fyrir, ef hann nyti ekki þinghelginnar. Eftir að Brynj ólfur hafði tal- að, dró Pétur sig í hlé í um- ræðunum, en allmiklar umræð- ur spunnust út af ræðu Péturs. Hermann Jónasson sýndi fram á, að sú ólíka aðstaða þessara tveggja ráðherra til umrædds ákvæðis, að Pétur teldi það þýðingarlítið, en Brynjólfur þýðingarmikið, sýndi bezt af hvað rót það værí sprottið. Kommúnistar hefðu bersýnilega krafizt þess, að þetta kúgunar- ákvæði yrði sett í lögin, ef til vill hótað með samvinnuslitum, ef þeir fengju það ekki fram. Sjálfstæðismenn hefðu látið undan að vanda. Hins vegar mættu kommúnistar gera sér ijóst, að þótt þeir gætu komið þessu fram nú, myndí það ekki standa lengi. Bændur myndu ekki þola þennan órétt og þeir myndu ekki linna baráttunni fyrir því, að þetta kúgunarat- riði yrði afnumíð, fyrr en sigur væri fenginn. Að umræðunni lokinni var borin upp tillaga frá Páli Her- mannssyni og Þorsteini Þor- steinssyni um að fella þetta kúgunarákvæði úr lögunum, en það var fellt með atkvæðum stjórnarsinna gegn atkvæðum Framsóknarmanna og Þorsteins Þorsteinssonar. : Frv. var síðan afgreitt sem lög frá Alþingi. Jón Pá. hefir nýlega rætt um þetta mál í Mbl. og er hann bersýnilega óttasleginn vegna þjónustu sinnar við kommún- ista í því. Reynir hann að klóra í bakkann með því, að hann treysti Pétri Magnússyni til að misnota ekki þetta ákvæði, Framsóknarmenn hafi áður tek- ið svipaðan rétt af búnaðarsam- tökunum, þar sem þeir hafi ráð- ið mestu um að ráðning bún- aðarmálastjóra sé háð sam- þykki landbúnaðarmálaráð- herra, og að mönnum, sem séu að einangra bændur með því að styðja ekki ríkisstjórnina, sé ekki trúandi til að fara vel með þetta fé, og mun hann þar ekki aðeins eiga við Framsóknar- menn í stjórn Búnaðarfélagsins og á búnaðarþingi, heldur einn- ig við menn eins og Pétur Otte- sen, Jón á Reynistað, Þorstein Þorsteinsson og aðra Sjálfstæð- ismenn, er þar eiga sæti. Um hið fyrsta þessára atriða er það að segja, eins og bent var á af Pétri Ottesen á Alþingi, að ráðherradómur Péturs Magnús- sonar getur orðið fallvaltur og um eftirmenn hans getur eng- inn sagt. Þótt Pétur vildi heldur ekki nota þetta kúgunarákvæði, geta samstarfsmenn hans neytt hann til þess og hefir Pétur sýnt, að hann vinnur fyrir þá verk, er sízt munu honum ljúf- ari, eins og t. d. að flytja veltu- skattsfrv. Um ráðningu búnað- armálastjóra er það að segja, að þar er ólíku saman að jafna, því að hann er raunar starfs- maður ríkisins jafnframt og hann er starfsmaður Búnaðar- félagsins, og það fé, sem hefir farið um hendur hans, hefir verið lagt beint úr ríkissjóði. Þess vegna þótti eðlilegt, að ráð- herra hefði nokkru íhlutun um val hans, en í sambandi við búnaðarmálasjóðinn er um fé að ræða, sem komið er beint frá bændum s.iálfum og því eðlilegt, að þeir ráði einir um ráðstöfun þess. Þriðja röksemd Jóns, að réttlæta þetta kúgunarákvæði með því, að forustumenn bænda fylgi ekki ríkisstjórninni, er meira en óskammfeilið og sýnir bezt þann einræðisanda, sem ríkjandi er í stjórnarherbúð- unum. Með slíkum röksemdum verð- ur vissulega ekki hægt að fá bændur til að sætta sig við þann órétt, er þeir hafa hér verið beittir. Þeir munu hvorki láta slík eða önnur falsrök stöðva baráttu sína fyrir því að fá ful! og óskipt umráð yfir eigin sjóði. Þeir munu heimta þenna rétt sinn og þeir menn, sem hafa stutt að því að svipta þá hon- um, munu ekki fá umflúið sinn verðskuldaða áfellisdóm. Útlilutimin. (Framhald af 1. sí6u) listi kosinn með 10 atkvæðum. Á hinum listanum, sem fékk 9 atkvæði, voru þessir menn: Davíð Stefánsson, Guðmundur Hagalín og Þorsteinn Jónsson (Þórir Bergsson). 2 seðlar voru auðir. Rösklega 50 manns eru í fé- laginu, en af þeim eru ’ all- margir búsettir úti á landi og hafa því ekki aðstöðu til að sækja fundi félagsins reglulega. Virðist það æði kynlegt, að þeim mönnum, sem búa úti á landi, skuli ekki vera veittur kostur á að taka þátt í kosningunni. Með því kosningafyrirkomulagi, sem nú er, getur lítil klíka Reyk- víkinga valið úthlutunarnefnd- ina. Vegna rangsleitni þeirrar, sem mönnum fannst úthlutunar- nefndin beita í fyrra, flutti fjár- veitinganefnd þá tillögu í vetur, að sérstakri þingnefnd yrði fal- in úthlutunin. Kommúnistar -GAMLA BÍÓ. KROSSGÖTUR (Crossroads) WILLIAMS POWELL, HEDY LAMARR, BASIL RATHBON(. Sýning kl. 7 og 9. Prófessorlnn og' dansmærin. Martha O’Driscoll, Richard Carlson, Frances Grifford. Sýnd kl. 5. ► NÝJA BÍÓ. LOGINN HELGI („Det Brinner en Eld“) Sænsk stórmynd, gerð undir stjórn meistarans: Gustaf Molander. Aðalhlutv. leika: Inga Tidblad, Lars Hansen, Victor Sjöström. Sýnd kl. 5, 7 og 9. <■———.■ TJARNARBÍÓ •—— I GISLINGU (Hostages). Áhrifamikil mynd frá leynibaráttu Tékka. Luise Rainer, Paul Lukas, William Bendix, Arturo de Cordova. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð yngri en 16 ára. Jóhannes S. Kjarval opnar í dag Málverkasýningu í Listaiiirumaskálaimm kl. 10 árd. DÁÐIR VORU DRÝGÐAR Saga Nólseyjar-Páls og fleiri afreksmanna. er m e r k bók og skemmtileg. Sýningin opin daglega frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síðdegis. Ú R B Æ N U M Samkoma. Framsóknarfélögi n héldu skemmti- samkomu í Sýningaskálanum síðastl. föstudagskvökf. HCifst hún eins og venjulega með hiimi einkar vinsælu Pramsóknarvfet. Þii flutti Bjarni Ás- geirsson snjalla xæðu, tvær ungar stúlkur sungu og spiluðu undir á gítar við mikinn fögiauð áheyrenda. Síðan skiptist á söiogur og dans til kl. þrjú um nóttina, Skemmtunin var mjög ánægjuleg eins og skemmtanlr Fram- sóknarmanna eru alþekktár fyrir að vera. Telja margir þær menningarleg- ustu skemmtisamkomur, sem haldnar eru i höfuðstaðnurn. Sjötugsafmæli. Karl Bjarnason, <iyravörður í Arnar- hvoli er sjötugur í dag. Davíð Stefánsson skáld er nýkomjinn til bæjarins og mun hann lesa upp úr verkum sínum i hátíðasal Háskólnns, samkvæmt boði ‘■ofnunarirmar. Skáldið mun byrja plestur sinn um næstu helgi og að- -.lega lessi kvæði sín og þá ef til vill eitthvað af nýjum kvæðum. Málverhasýning. Kjarval opnaði málverkasýningu 1 Sýningaskálanum f gær. Þann dag var hún opin fyrir blsúíamenn, en í d.lg verður hún opnuð fyrir almenning. Sýning danskra föður- landsvina. Ákveðið hefir veriS að halda danska sýningu í Reykjavík f aprílmánuði n. k. með það fyrir augam, að kynna störf danskra föðurlantlsvina í þágu ættjarðarinnar, baráttu þeirra gegn kúgurum sínurn og aðstoB þeirra við Bandamenn. Verður þetta aðallega sýnt í Ijósmy’ndum og uppdráttum. risu mjög öndverðir gegn þeirri tillögu og fengu nær allan Sjálf- stæðisflokkinn í lið með sér. Til- lagan. var því felld, en þó tókst að fá ákveðna sérstaka fjárveit- ingn handa Gunnaji Gunnars- sjmi, svo að hann þyrfti ekki lengur að búa við rangsleitni nefndarinnar. Því mun nú mikil athygli veitt, hvort gagnrýni sú, sem úthlutunin sættí í fyrræ, áorkar því að nefndin bætir xáð sitt eða hvort sama kommúnistiska hlutdrægnj.n ræður þar ríkjum áfram. Úrslit Badmintonkeppninnar. Síðastl. miðvikudag var keppt til úrslita í Badmintonkeppninni, sem Tennis og Badmintonfélag Reykja- víkur gekkst fyrir. Friðrik Sigurbjörns- son varð sigurvegari og vann Jón Jó- hannesson eftir mjög harðan og jafn- an leik, sem fór þannig: 15:13; 14:17; 15:10. Taxti leigubifreiða. Verðlagsstjóri hefir ákveðið verð á bifreiðaleigu og sett leigubifreiðum nýjan taxta. Innanbæjarakstur er tal- inn innan þessara takmarka: Á Laug- arnesvegi við Fúlalæk, Suðurlands og Reykjanesbraut við Kringlumýrarveg og á Seltjarnarnesi við Kolbeinsstaði. Verð fyrir innanbæjarakstur er fast gjald 3 kr., sem bifreiðin fær fyrir ferðina, að og frá stöð. En auk þess er mínútugjald frá því bifreiðin kem- ur á hinn tiltekna stað, og þar til leigjandinn segir henni upp. Er það gjald 35 aurar um mínútuna í dag- akstri en 45 aurar í næturakstri. Næt- urakstur telst frá kl. 7 að kveldi til kl. 7 að morgni. Fastagjaldið er hið sama, hvort heldur er um nætur eða dagakstur að ræða. Utanbæjarakstur telst utan áðurgreindra takmarka og er gjaldið þar 90 aurar fyrir hvern ekinn kílómetra að degi til en kr. 1,10 að nóttu. Skíðamót Reykjavíkur verður að þessu sinni haldið dagana 4. og 11. marz í Jósefsdal. Glímufélag- ið Ármann mun standa fyrir mótinu og sjá um það. Keppt verður í sömu greinum og undanfarin ár, það er: Svigi, göngu, stökki og bruni í öllum aldursflokkum karla. Einnig munu konur keppa í svigi og bruni. Herferð gegn ólöglegum ökutækjum. Lögreglan í Reykjavík hefir nú í vikutíma gert gangskör í því, að kæra alla bífreíðastjóra, sem ekki hafa I ijósaútbúnað eða skrásetningarmerki bifreiða slnna í lagi. Um seinustu helgi voru 139 bifreiðastjórar kærðir en alls hefir lögreglan kært nokkuð á fjórða hundrað bifreiðastjóra síðan þessi her- för var hafin. Aldrei verður það nóg- samlega brýnt fyrir bífreiðastjórum að hafa ljósaútbúnað og skrásetningar- merki á bifreiðum sínum í samræmi við kröfur þær, sem grrðar eru. Það skapar meira öryggi. bæði þeím sjálf- um og öðrum vegfarendum, enda er það kunnara en frá þurfi að segja, hvað slys hafa oft hlotizt af því, að ljósa- útbúnaður farartækja hefir ekki full- nægt gildandi reglum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.