Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.02.1945, Blaðsíða 7
12. blafS TÍMINIV, þrigjndaginm 13. fcbr. 1945 7 Vöruflutníng-ar til Akur- cyrar stöðvast Kátir voru karlar Vilmundur viðutan: Ja, hver skollinn! Kemur hann þar ekki með allt spariféð sitt! Vamban: „Tylltu þér inn í stofu mína“, sagði köngulóin við mý- fluguna! Leifi langi: Tí, hí! Vilmundur viðutan: Jæja, gamli minn! Þú ert þá með! Upp með gullhlunkana. Vamban: Æ, skömm er nú að þessu! En úr því að hann vill þetta sjálfur, þá .... TÓNLISTIN < • TÍMARIT FÉLAGS ÍSL. TÓNLISTARMANNA Nýlega er útkomið 1.—2. hefti af „TÓNLISTINNI“, III. árg. Ennþá eru til nokkrir árgangar af tímaritinu frá byrjun, og meðal efnis þeirra er: Hallgrímur Helgason: Árni Thorsteinsson tónskáld sjö- tugur. Páll ísólfsson: Söknuður (sönglag). Rögnvaldur Sigurjónsson: Jazz og klassísk músík. Tónlistalíf Reykjavíkur (umsagnir um hljómleika). Björgvln Guðmundsson: Enn um tónmenntun. Þorsteinn Konráðsson: Söngmenntir og hljóðfæri íslend- inga á 19. öld. Hallgrímur Helgason: Sigvaldi Kaldalóns tónskáld. Björgvin Guðmundsson: Interlude (orgellag). Bókmenntir (sönglög Árna Björnssonar). Smávegis í dúr og moll — Bréfabálkur. Tónlistaruppeldi nútímans (þýdd grein). Hallgrímur Helgason: Um hlutverk og iðkun tóniistar. Tónbókmenntir (Björgvin Guðmundsson, Jónas Tómas- son, Árni Thorsteinsson). Starfandi hönd (söngur í Flatey og Vopnafirði). Hallgrímur Helgason: Hljómandi fósturmold. Björgvin Guðmundsson: Áhrif tónlistar. Þorsteinn Konráðsson: Um nótnakost íslenzkra tónlistar- manna. Skipulagningarstarf söngmálastjóra. Baldur Andrésson: Franz Liszt. Hrafn Hængsson: íslands lag. Hallgrímur Helgason: Margraddaður söngur á frumskeiði. Tónbókmenntir (Friðrik Bjarnason og tíu orgellög hans). Gamall kirkjuorganleikari: Söngskilyrði kirkjunnar. Hugo Riemmann: Tónlistarheiti og táknanir með skýr- ingum. Emil Thoroddsen: Páll ísólfsson fimmtugur. Hallgrímur Helgason: Hljómvættur Snæfellsness. Helgi Pálsson: Jólabæn barna (kórlag). Hallgrímur Helgason: f Vatnshlíð (kórlag). Karl Runólfsson: Maríuvers (sönglag). Endursagt úr tónheimqm: Bréf Benedikts Gröndals — i Hið tónvísa höfuðskáld metur þjóðlögin mikils — Jazz-músik í Hafnarfirði — Tollur gegn tónmennt og kenningar Platons — Um kirkjusöng — Föst hljómsveit — Skipasmiður og lagasmiður — Söng- mennt og gervilist — Hvar á fólkið í dreifbýlinu að læra að leika á hljóðfæri — Ófullgerða hljómkviðan. Hallgrímur Helgason: Emil Thoroddsen. Sigtryggur Guðlaugsson: Tvö tónlistarheiti. Hallgrímur Helgason: Lifandi tónmenning. Björgvin Guðmundsson: íslendingaljóð 17. júní 1944 (lag). Brynjólfur Sigfússon: Sumarmorgunn á Heimaey (lag). Hljómleikalíf Reykjavíkur — íslenzkt tónlistarlíf. Endursagt úr tónheimum: Söngur í Bessastaðaskóla o. fl. 2.—4. hefti er væntanlegt innan skamms. Tímaritið fæst í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Ilelgadóttur, Lækjargötu, og liggur þar einnig frammi áskriftarlisti, en afgreiðslu annast Auglýsingaskrifstofan „E.K.“, Aust- urstræti 12. Árgangurinn kostar 20,00. Utanáskrift ritsins: Pósthólf 121, Reykjavík. Mikíl óánægja rikir nú meðal almennings á Akur- eyri, vegna þeirrar ákvörð- unar stjórnarinnar að taka Selfoss til fiskflutninga en hann hefir að mestu annazt flutninga þangað undanfar- ið. Vörur, sem nauðsynlega þarf að flytja norður strax, svo sem fóðurbæti o. fl., fást ekki fluttar vegna skipa- skorts. Það er alltaf nokkrum örðug- leikum bundið að fá nægan skipakost til vöruflutninga frá Reykjavík til hinna ýmsu hafna á landinu, því eins og kunnugt er, þá er nær því öllum vörum, sem koma til landsins, og eiga að fara út um land, umskipað í Reykjavík. Selfoss hefir undanfarið ann- azt að mestu vöruflutninga til Akureyrar, því skip Skipaút- gerðar ríkisins verða að annazt flutninga til hinna mörgu hafna víðsvegar á landinu og geta því ekki, nema stöku sinn- um tekið verulegt vörumagn til Akureyrar, en þangað þarf hins vegar að flytja mikið af vörum. Það er því mjög bagalegt fyrir Akureyrarbúa og nærsveitir, að Selfoss var fyrirvaralaust tekinn úr þessum flutningum og það án Afcnæli Ingímundar r Arnasonar Á fimmtugsafmæli Ingimund- ar Árnasonar, söngstjóra Geys- is á Akureyri, 7. þessa mán. færði sérstök sendinefnd bæj- arbúa honum 26 þúsund kr. gjöf í húsbyggingarsjóð kórsins. Margvísleg önnuf virð- ingar og þakklætismerki voru honum auðsýnd þennan dag í tilefni af afmælinu. Ingimundur hefir verið stjórn- andi Geysis síðan 1922 og unnið sér Iandsfrægð með því starfi. Það var fyrir atbeina þáv. for- stjóra KEA, sem honum var kleift að taka þetta starf að sér, en hann hefir lengi verið í þjón- ustu KEA og er nú skrifstofu- stjóri félagsins. Hann er vin- sæll maður og vel látinn. w Ný ullarverksmíðja í Færeyjum í Klakksvík, sem er eitt af 'Stærstu kauptúnum Færeyja, hefir verið sett á stofn ullar- verksmiðja, og eru þá ullarverk- smiðjurnar í Færeyjum tvær. Hin verksmiðjan er í Þórshöfn og hefir starfað í mörg ár. Sagt er að nú séu um 200 smá- lestir af ull í Færeyjum, sem bíða vinnslu. “ Sámal. Laun barnakennara (Framhald af 4. síðu) Húsverðir í stjórnarráðinu. Aðstoðarmenn birgðavarða. Afgreiðslumenn. Bréfberar. 3. fl. bókarar. Byrjunarlaun — Hámarkslaun 4.800 6.000 Bifreiðastjórar. Húsverðir. 1. fl. ritarar. Viðgerðamenn. Byrjunarlaun — Hámarkslaun 4.200 5.400 2. fl. ritarar. Sendimenn. Talsímakonur. Byrjunarlaun — Hámarkslaun 3.300 4!800 3. fl. ritarar. Samkvæmt þvi, sem hér hefir verið sýnt, ætla ég, að erfitt verði að rökstyðja það, að barnakennurum sé meiri sómi sýndur í launalagafrumvarpinu en öðrum starfsmönnum. Þess ber líka að gæta, að hvers kon- ar hlunnindi, svo sem fæði, húsnæði o. fl., eru af þeim tekið, eins og öðrum, með ^hinum væntanlegu launalögum. Sigurvin Einarsson. þess, að ráðstafað sé flutningi á þeim vörum, sem nauðsynlega þarf að flytja. í Reykjavík líggja nú vörur, sem nauðsyn ber til að fljótt fáist fluttar, m. a. allmikið af fóðurbæti, sem bændur fyrir norðan vanhagar mjög um. Ennþá er óvíst hvort þessar vör- ur fást fluttar á næstunni. Auk þess má búast við enn meiri vandræðum vegna skipaskorts, þegar næstu skip koma frá út- löndum, sem verður mjög bráð- lega, með mikið af fóðurbæti og áburði, sem þarf að flytja til hinna ýmsu hafna. Þó fer, eins og kunnugt er, mest vörumagn til Akureyrar af öllum höfnum landsins utan Reykjavíkur. Áður en næstu skip koma frá útlöndum, þarf því að vera búið að útvega skip til flutninga í stað Selfoss, ef ekki eiga að hljótast af stórkostleg vand- ræði fyrir Norðlerfdinga. LækníngarSigurjóns á Alafossi Forstöðumaður háskólans, Níels Dungal, hefir nýlega kvatt blaðamenn á fund sinn og skýrt þeim frá, að sam- kvæmt upplýsingum, er hún hefði aflað sér, yrði enginn sannanlegur árangur af sauð- fjársjúkdómameðali Sigurjóns á Álafossi. Rannsóknarstofan hefir aflað sér skýrslna frá 6 bændum og einum dýralækni, er reynt hafa meðalið frá Sigurjóni. Meðal þeirra eru 3 bændur, sem áður hafa gefið Sigurjóni vottorð, en misræmi vottorðanna er talið stafa af því, að á þeim 3—9 mánuðum, sem kindurnar ganga með veikina, er hún ekki alltaf á jafn háu stigi og geta kin’durnar stundum virzt heil- brigðar á þeim tíma, þótt þær gangi með veikina. Dæmi er einnig til þess, að kindur læknist af mæðiveiki þó engin meðul séu notuð. Samkvæmt skýrslum þeim, sem Rannsóknarstofan hefir aflað sér, hefir meðalið verið gefið 81 kind. Af þeim hafa— 65 orðið sjálfdauðar, 8 drepnar veikar, 4 drepnar sæmilega hressar, 3 eru lifandi, en veikar. Aðeins einni hefir batnað. Erlent yflrllt. (Framhald af 2. síðu) og hinum frjósömu landbúnað- arhéruðum Austur-Þýzkalands, og samt þarf það Þýzkaland, sem þá er eftir, að framfleyta 10 milj. manna fleira en nú? Hver verður kaupgeta Þjóðverja eftir að þannig hefir verið að þeim búið? Dragi verulega úr við- skiptum Þjóðverja við aðrar þjóðir, hefir það ekki síður al- varlegar afleiðingar fyrir þær en þá. Þær geta þá ekki selt eins mikið af vörum og ella. Léleg lífskjörM Þýzkalandi skapa lé- leg lífskjör í allri Mið-Evrópu. Þegar litið er á stjórnmálalega hlið málsins verður viðhorfið ekki glæsilegra. Pólverjar munu stöðugt óttast, að Þjóðverjar rísi upp aftur og krefjist fyrri landa. Þeir verða stöðugt að treysta á aðstoð Rússa og verða þeim raunverulega undirgefnir með þessum hætti. Hinar 10 milljónir Þjóðverja, sem hafa verið fluttir frá Austur-Þýzka- landi, munu flytja með sér til hinna nýju heimkynna varan- lega beiskju og hatur, sem mun vera vatn á myllu hins nýja styrjaldaráróðurs nazista. Það er ekki ótrúlega spáð ,að undir slíkum kringumstæðum geti enginn flokkur, sem er fylgj- andi friði, fest rætur í Þýzka- landi. — Eftir að hafa gagnrýnt þann- ig landamærafyrirætlanir Rússa bendir Brailsford á aðrar leiðir til samkomulags og eru aðaltil- lögur hans þessar: Rússar fái Austur-Pólland austan Curzon- línunnar með nokkrum leiðrétt- ingum, sem geri Pólverja á- nægða, og jafnframt sleppi Rússar tilkalli til Königsberg, þar sem þeir fái líka íslausar hafnir við Eystrasalt, nefni- lega Libau og Memel. Pólverjar fái allt Austur-Pólland. Þjóð- verjar haldi öllu Austur-Þýzka- landi og Slésíu og fái Danzig og „pólsku göngin“ svokölluðu. Þjóðverjár verða látnir greiða Pólverjum stríðsskaðabætur með þeim hætti m. a., að útvega þeim nægar vélar til að rækta og bæta land sitt. Hér skal ekki rætt um það, hvort tillögur Brailsford séu til stórra bóta frá því, sem Rússar fyrirhuga, en hitt er sýnt á þessari gagnrýni einhvers vinstri sinnaðasta blaðs Breta, að Pól- landstillögur Rússa mælast mjög illa fyrir, þvl að enn þyngri er gagnrýni þeirra blaða, er fjær hafa staðið Rússum. Yfirleitt er það líka dómur enskra blaða, að brezka stjórnin hafi með ó- beinu samþykki sínu á þeim, alveg horfið frá grundvelli At- lantshafsyfirlýsingarinnar, en samkvæmt henni átti helzt eng- inn landamærabreyting áð verða án samþykkis hlutaðeigandi í- búa, Flestar eða allar landa- mærabreytingar aðrar eru lík- legar til að geta orðið nýtt ó- friðarefni síðar. Bandaríkjastjórn hefir ekki enn veitt samþykki sitt á þess- um fyrirætlunum Rússa, en þær sæta mjög öflugri mótspyrnu pólskættaðra manna vestanhafs. Hefir þótt líklegt, að Banda- ríkjastjórn ætli sér að reyna að miðla máíum til bóta. Einnig þykir líklegt, að hún muni ekki veita samþykki sitt til neinna breytinga, nema hún fái það jafnframt tryggt, að Pólverjar fái einir að ráða um stjórn lands síns, en þar er annað stórt á- greiningsefni, þar sem Rússar reyna nú að þvinga leppstjórn sinni upp á Pólverja. Jón Gnnnarsson (Framhald af 6. síðu) við kembivélar, sem það rekur. Frásögnin af heimförinni úr haustróðrinum gefur miklar og góðar upplýsingar um manninn, Jón Gunnarsson. Ef því er svo viðbætt, sem allir kunnugir vita, — og lesa má einnig að sumu leyti út úr frásögninni , — að hann er mjög drengilegur mað- ur í framkomu, hjálpfús lítil- mögnum, félagslyndur, ósérhlíf- inn, mikilvirkur og góðvirkur, þá má öllum ljóst verða, að hann er í hópi þeirra manna, sem koma í úrval, þegar farið er í sannan mannjöfnuð. Þó að hann sé nú sextugur orðinn, er hann ennþá mjög vel á sig kominn og fær í flestan sjó. * Dæma góðra drengja og vaskra er vert að geta. Heilbrigður 'metnaður glæðist við frétt um að vel hafi verið stýrt í öðrum firði. Drengskapur, góðvild, karl- mennska og mikilvirkni laða — sem betur fer — til eftirbreytni. Þjóð er nauðsynlegt að vita, hvað með henni býr af mann- kostum á hverri tíð. K. Kristjánsson. V estmannaey j abr éf (Framhald af 4. síðu) alla bátaformenn þá, er hann dró inn í málið, enda þótt ekki væri það samband á milli þeirra athafna, er formönnunum var við. Þá er rannsókninni einnig sök á gefin, að sú aðferð ætti áfátt um ýms fleiri atriði svo sem það, að þrátt fyrir neitun kærða um sök, hefir ekki verið tekin skýrsla af neinum bát- verja hans og engin samprófun kærða og vitna farið fram. (Svo til orðrétt eftir kærunni). Ekki hefir verið rannsakað hvers konar veiðarfæri kærði hafði í bát sínum .... og ekki hefir staður sá, þar sem kærendur telja kærðan hafa verið að botnvörpuveiðum, verið markað- ur á uppdrætti. í þinghaldi 22. júní tilkynnti dómarinn kærða, „að rannsókn málsins væri væntanlega lokið að öðru en því, að kærendur myndu staðfesta framburð sinn“. Eftir það hefir dómarinn þinghöld 27. júní og 1. júlí og 7. ágúst, er málið var tekið til dóms. Kærði var ekki viðstaddur neitt þessara þing- halda, en þá eru m. a. lögð fram skjöl, er hann varða, og var honum ekki gefinn kostur á að kynna sér þau. Aldrei var kærða tilkynnt málshöfðun né honum greind kæruatriði, og ekki var hann heldur um það spurður, hvort hann óskaði að fá verjanda í málinu, enda kom engin vörn fram af hans hendi. Samkvæmt framansögðu eru þeir megin gallar á málstilbún- aði og rannsókn máls í héraði, að orka verður ómerkingu dóms og málsmeðferðar þar, og ber að vísa málinu að nýju heim í hérað ....“. Verknaður vitnanna. Hér að framan eru frumgögn- in í málinu birt. Verknaður vitnanna, sem undirrita í rétt- arbókunum vottorð um það, sem aldrei hefir farið fram, er hlið- stæða við meinsæri og í 148. gr. laga nr. 19 1940 segir svo: „Hv.er sem með rangri kæru, röngum framburði, rangfærslu eða und- anskoti gagna, öflun falsgagna eða á annan hátt leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verkn- að, skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að 10 árum....... Hafi brot haft eða 'verið ætlað að hafa í för með sér velferðar- missi fyrir nokkurn mann, þá skal refsað með fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.“ í 142. grein sömu laga segir ennfremur: „Jöfn eiði skal telj- ast hver sú staðfesting skýrslu, sem að lögum kemur í eiðs stað.“ Það getur verið skiljanlegt, að ráðuneyti Einars Arnórssonar, sem búið var að liggja á kær- unni á annað ár, hafi ekki rek- ið á eftir skyldugri endurupp- A víðavangi (Framhald af 2. síðu) stjórnina til aðgerða í málinu. Þegar Hermann Jónasson gerði fyrst fyrirspurnir sínar í þing- inu, var ríkisstjórnin ekki búin að aðhafast neitt til gagns. Nokkrir fjáraflamenn höfðu náð í brezku skipin, án mínnstu vit- undar stjórnarinnar og enginn undirbúningur var hafinn um heildarsamninga um færeysku skipin. Ekkert hafði heldur ver- ið hugsað fyrir því, hvernig siglingum íslenzku flutninga- skipanna yrði háttað. Ekkert hafði verið gert til að undirbúa stofnun fisksölusamlaga, þar sem þau voru ekki fyrir. Fyrir- spurnir Hermanns og önnur af- skipti Framsóknarmanna vöktu stjórnina af værum blundi. Það, sem áður hefir áunnizt i þess- um málum, er ekki sízt vegna þess ótta og aðhalds, sem stjórn- in hafði af gagnrýni stjórnar- andstæðinga. Þetta vill Mbl. forðast að minnast á, og reynir að hylja það i þoku órökstudds lygaþvættings um ósæmilega framkomu í utanríkismálum. töku málanna og þar með óhjá- kvæmilegri rannsókn, en ráðu- neyti Finns Jónssonar á ekki að vera bundið af neinum slík- um tillitum. Hinu verður ekki neitað, að hæstiréttur hefir dansað létt- fætt framhjá málmeðferð þeirri, er hér um ræðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.