Tíminn - 13.03.1945, Page 2

Tíminn - 13.03.1945, Page 2
2 TÍMITCN, þriðjndaginn 13. marz 1945 20. I»Iað Þi'iðjtidnpr 13. marz ÞiDgmálin vítna í áróðri stjórnarflokkanna fyrst eftir að stjórnin kom til valda, var lögð á það megin- áherzla, að aðalmarkmið henn- ar væri að koma fram stór- felldri nýsköpun á sviði atvinnu- veganna. Jafnframt var lagt á þáð meginkapp að stimpla Framsóknarmenn fjandmenn allra framfara og nýsköpunar og kalla þá hrunstefnumenn og ýmsum slíkum nöfnum. Þjóðin hefir nú fengið að sjá, hvernig þessi áróður hefir stað- izt próf reynslunnar. Fyrsta þinghaldi hinnar nýju stjórnar er lokið. Það stóð í 4y2 mánuð, og verður því ekki sagt, að það hafi staðið svo stutt, að stjórn- inni hafi ekki unnizt tími til að leggja fram áhugamál sín. Hver er þá vitnisburður þing- málanna um nýsköpunaráhuga stjórnarinnar og stjórnarflokk- anna? Þessi vitnisburður er sá, að aldrei hafi sitið hér þing, sem hafi látið jafn lítið liggja eftir sig í framfaramálum. í bezta lagi lögðu stjórnarsinnar fram slík mál til að sýnast. Kommún- istar fluttu frv. um nýbýli og byggðahverfi, er þeir lögðu síðar til í nefnd, að yrði vísað frá til athugunar! Einnig lögðu þeir fram frv. um stuðning við bátasmíðar, en forseti þeirra í efri deild tók það aðeins einu sinni á dagskrá! Loks fluttu nokkrir þingmenn Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins frv. um virkjun Dynjanda á sein- USlm stundu þingsins og gerðu ekki hið minnsta til að koma málinu fram að öðru leyti! í öllum þessum málum var al- vöruleysið svo augljóst, að það ætti ekki að leynast nelnum. Þá hugðust stjórnarflokkarnir að dylja þessa sviksemi við ný- sköpunina með þvi að setja á laggirnar svokallað nýbygging- arráð, en mikið hefir dýrð þess minnkað síðan kommúnistar upplýstu 1 bæjarstjórn Reykja- víkur, að hlutverk þess væri að láta athugun koma _í stað at- hafna! Þingmálin vitna þannig, að aldrei hafi verið hér stjórnar- forusta og stjórnarflokkar, er jafn lítið hefir sinnt framfara- og nýsköpunarmálum. Þing- málin vitna líka meira. Þau vitna einnig, að einmitt sá flokkurinn, sem stjórnarliðið á- sakaði mest fyrir fjandskap við framfarir og nýsköpun, Fram- sóknarflokkurinn.var eini flokk- urinn, er beitti sér og barðist fyrir slíkum málum. Þau fáu framfaramál, sem samþykkt voru, voru öll frá honum komin eins og t. d. ræktunar- og bygg- ingarsamþykktirnar, kaup Sví- þjóðarbátanna, endurbætur póstmálanna, búnaðarmálasjóð- urinn, rannsóknarstöðin á Keldum, lögin um flugvelli og lendingarstaði, bygging brúar á Jökulsá á Fjöllum og bygging Ölfusárbrúar, svo að nokkur mál séu nefnd. Hin stóru fram- fara- og nýsköpunarmál, er fyrir þingið voru lögð og felld voru eða svæfð af stjórnarflokk- unum, voru líka flutt af honum eða fyrir hans atbeina. Þar má nefna jarðræktarlagafrv., raf- orkumálafrv., áburðarverk- smiðjufrv., strandferðaskips- málið, landnám ríkisins o. fl. Þessi framkoma stjórnarflokk- anna annars vegar og Fram- sóknarflokksins hins vegar, talar gleggstu máli um raun- verulega afstöðu flokkanna til framfaramála og nýsköpunar. Þingmálin eru vissulega óljúg- fróðari vitnisburður um það en áróður stjórriarblaðanna. Fjármálog nýskopun Því kann að verða haldið fram, að annað sé áreiðanlegri mælikvarði á nýsköpunarvilja flokkanna en einstök umbóta- mál, sem þeir flytja á Alþingi. Rétt fjármálastefna, sem auki framtak og áhuga einstakling- anna, geti jafnvel áorkað meira í þessum efnum en samþykktir r Á víðavangi Framsóknarmenn og afgreiðsla launalaganna. Það er bersýnilegt, að Sjálf- stæðismenn óttast mjög hiná gálausu og misheppnuðu af- greiðslu launalaganna. í öng- um sínum reyna þeir að telja mönnum trú um, að framkoma Framsóknarmanna hafi verið sízt betri í þeim efnum. Þetta er venjuleg aðferð þeirra, sem finna sig seka og hafa ekki ann- að sér til málsbóta en aðrir séu þó sekari! íhaldsblöðin eru einkum látin saka Framsóknarmenn um það, að þeir hafi fyrst flutt tillögur um miklar launahækkanir, en síðan greitt atkv. gegn lögunum í heild. Þetta er ekki aðeins upp- spuni, heldur er sannleikurinn sá, að Framsóknarmenn gerðu margar atrennur til að fá laun- in lækkuð. Fyrst reyndi Bern- harð Stefánsson 'að fá alla launaflokkana lækkaða. Næst reyndi Hermann Jónasson að fá lögunum frestað til haustþings- ins, svo að hægt yrði að afgreiða lög um skyldur embættismanna og fækkun embætta jafnhliða. Loks reýndi Skúli Guðmundsson að fá lögutium breytt í það horf, að þau yrðu miðuð við þjóðar- tekjur og afkomu framleiðslu- stéttanna á hverjum tíma. Allt var þetta fellt og það var fyrst, þegar sýnt var að réttmætum lækkunartillögum yrði ekki framkomið, að Framsóknarmenn greiddu atkvæði gegn lögunum í heild. Einu hækkunartillögurnar, sem Framsóknarmenn beittu sér fyrir og nokkru skiptu, var að farkennurum væru greidd sömu laun, hvort sem þeir væru kennaraskólagengnir eða ekki, og að póstafgreiðslumenn úti á landi og símstjófar við 1. fl. og 2. fl. símstöðvar fengju tilsvar- andi kaup, miðað við vinnutíma, og aðrir starfsmenn póstsins og landssímans. Hvort tveggja var fullkomið réttlætismál og hvor- ugt jók ríkisútgjöldin að neinu ráði. Þegar á þetta er litið, verður harla lítið úr þeim fullyrðingum íhaldsblaðanna, að Framsóknar- menn hafi flutt miklar hækk- unartillögur.Þeir beittu sér fyrst og fremst fyrir lækkunum, og voru á móti lögunum vegna þess, að þær voru ekki teknar til greina. íhaldsmenn geta ’ því ekki friðað samvizku sína út af gálausri afgreiðslu launalag- anna með þessum blekkingum um afstöðu Framsóknarmanna. Pétur veitir viðtal. Nokkru áður en Pétur Magn-. ússon ákvað verðið á ameríska smjörverðinu óskaði nefnd frá Búnaðarþingi að mega ræða við hann um þetta mál, þar sem kvisast hafði að ákveða ætti lægra verð á því en íslenzka smjörinu. Pétur varð fúslega við þessari ósk og lofaði að ræða við nefndina á tilteknum tíma. Þegar þessi viðræðufundur átti svo að verða, mætti Pétur ekki og beið nefndin hans lengi árangurslaust. Ný tilraun var þá gerð til að ná tali af honum og aftur lofaði Pétur að tala við nefndina á tilteknum tíma. í það skipti var hann líka m.ætt- ur og flutti nefndinni þau tíð- indi, að hann hefði alveg verið að enda við að undirrita auglýs- inguna um verð ameríska smjörsins og gæti því miður ekki orðið við málaleitun henn- ar! Jón rekinn, Kristinn kosinn. Einn af starfshæfustu for- ustumönnum Alþýðuflokksins í verkalýðsmálum, Jón Sigurðs- son, hefir nýlega verið rekinn frá Alþýðusambandinu af kom- múnistunum í stjórn þess. Rétt á eftir að þessi brottrekstur átti sér stað, kusu Barði Guðmunds- son og Haraldur Guðmundsson kommúnistann Kristinn And- résson í bankaráð Búnaðar- bankans. Þetta er næsta keimlíkt því, sem kallað er að kyssa á vönd- inn. Alþýðuflokknum er áreið- anlega óhætt að fara að telja lífdaga sína, ef hann ætlar að halda þannig áfram að kyssa á vönd kommúnista. Hláturstund í brezka þinginu. Þegar Churchill flutti ræðu sína í brezka þinginu um Krím- arfundinn, skýrði hann m. a. frá ' þeirri ákvörðun, að þeim ríkjum yrði aðeins boðið á ráð- stefnuna í San Francisco, er hefðu sagt Þýzkalandi og Japan stríð á hendur fyrir 1. marz. Churchill bætti síðan við: Mörg ríki hafa birt stríðsyfir- lýsingar síðustu daga! Þegar hann hafði þetta mælt, hvað við hlátur þingmanna um allan salinn og mátti vel á því sjá, að þingmenn töldu þessar yfirlýsingar, sem birtar höfðu verið á síðustu stundu stríðs- ins, næsta broslegar. Þó var hér um ríki að ræða, sem eru miklu stærri en ís- land og geta lagt nokkurn skerf til hernaðarframkvæmda. Fram- koma þeirra var því hvergi nærri eins hlægileg og það hefði verið, Alþingis um ýmsar fram- kvæmdir. Þetta getur að vissu leyti ver- ið rétt. Þess vegna er vert að athuga, hvort fjármálastefna stjórnarflokkanna sé líklegri til að auka nýsköpun en fjármála- stefna Framsóknarflokksins. Fjármálastefna stjórnarinn- ar markast af því, að ekki skuli ráðast gegn dýrtíðinni, heldur látið undan skammsýnum kröf- um um launa- og kauphækkan- ir. Dýrtíðin heldur því áfram að vaxa og eyðsluútgjöld rikisins halda áfram að þenjast út með þeim afleiðingum, að hið ný- lokna þing varð að leggja á fleiri og þyngri skatta en nokk- uru sinni fyrr. Þó er talið vafa- samt, að tekjurnar rísi undir gjöldum. Afleiðing hinna auknu skatta og hins hækkandi kaup- gjalds verður óhjákvæmilega sú, að einstaklingar geta lagt minna af mörkum , til nýsköpunar og þeir verða líka ragari við að gera það. Þannig er fjármála- stefna stjórnarinnar hinn mesti þrándur í vegi nýsköpunar, sem unnin er af einstaklingum, auk þess, sem hún gerir ríkinu ó- kleift að leggja nokkuð verulegt fram til nýsköpunarinnar. Þetta var fjármálaráðherran- um líka ljóst í þinglokin. Hann lýsti þá yfir því, að engin veruleg nýsköpun gæti átt sér stað, nema breytt væri um fjármáíastefnu. Fjármálastefna Framsóknar- flokksins er fólgin í því, að dýr- tíðin verði færð niður, verðlag og kaupgjald lækkað í réttum hlutföllum, sem fundin voru af fulltrúum bænda og verka- manna í sexmannanefndinni, en þess jafnhliða gætt að draga úr öllum milliliðakostnaði og auka ýms hlunnindi (tryggingar, út- vegun hagkvæmra lána til hús- bygginga), svo að kaupgeta al- mennings þurfi ekki að rýrna að neinu ráði. Með þessum hætti myndi eyðsla ríkisins minnka og því verða kleift að leggja í mikl- ar framkvæmdir, og jafnhliða myndi geta og vilji einstakling- anna til nýsköpunar aukast. Ný- sköpunin yrði tryggð, atvinnan yrði tryggð. Ný skip, bætt rækt- un og nýjar verksmiðjur myndu síðar verða grundvöllur fyrir kjarabætur og afkomuöryggi alménnings. Almenningi er það vel ljóst, að nýsköpun atvinnuveganna er langstærsta mál hans. Þess vegna má hann ekki lengur láta glepjast af fölskum kauphækk- unum, sem teknar eru jafnharð- an af honum aftur í aukinni dýrtíð og hærri sköttum, en verða til þess að stöðva nýsköp- unina. Seinasta þing mætti vera honum lærdómsrík sönnun um þetta. Það" er engin önnur leið til að koma fram nýsköpuninni en að fylgja stefnu Framsókn- arflokksins og skapa honum nægilegt fylgi til að hrinda henni fram og þeim stóru um- bótamálum, er. hann hefir beitt sér fyrir á seinasta þingi. Þá verður nýsköpunin tryggð og þá verður jafnframt tryggð vel- megun alþýðumanna á íslandi. ef íslendingar hefðu farið að lýsa yfir stryjaldarþátttöku. En íslenzku kommúnistarnir hugsuðu hvorki um þetta né annað, þegar þeir vildu ólmir að ísleridingar færu í stríðið. Sjálfur Stalín hafði skorað á ís- lendinga að gera það og þvi varð að bregðast við hart og títt, hvað sem liði heiðri og hagsmunum þjóðarinnar. Eru Gísli og Pétur ábyrgðarlausir? Út af hinu sífellda nöldri Mbl., um að andstaða Framsóknar- flokksins gegn veltuskattinum hafi sýnt ábyrgðarleysi í fjár- málum, mætti vel minna það á, að tveir reyndustu þing- menn Sjálfstæðisflokksins, Gísli Sveinsson og Pétur Ottesen, greiddu einnig atkvæði gegn veltuskattinum. Hingað til hafa þeir verið taldir fullkomlega á- byrgir í fjármálum, enda hafa Sjálfstæðismenn falið öðrum þeirra formennsku í fjárveit- inganefnd. Mbl. ætti vissulega að gera*1 sér grein fyrir þessari afstöðu elztu og reyndustu þingmanna Sjálf- stæðisflokksins áður en það kallar það aftur ábyrgðarleysi hjá Framsóknarmönnum að hafa sörriu afstöðu og þessir tveir reyndu flokksbræður þess í veltuskattsmálinu. Þessi af- staða var í stuttu máli sú, að þeir þingmenn hefðu engar skyldur til að fylgja fáránleg- ustu tekjuöflun vegna nýrra út- gjalda, sem stjórnin hafði stofn- að til, en þeir voru á móti, eins og t. d. launalaganna. Rafmagnsskvaldur Mbl. Mbl. eyðir nýlega heilli for- ustugrein til þess að ræða um rafmagnsmálin. Það talar mjög um nauðsyn þess, að mörkuð sé ákveðin heildarstefna í þess- um málum. Það ræðir einnig um, að Sjálfstæðismenn hafi haft mikinn áhuga fyrir raf- magnsmálum áður fyrr, einkum í formannstíð Jóns Þorláksson- ar. Hins vegar ræðir blaðið ekk- ert um það, hver heildarstefn- an eigi að vera né hver sé áhugi Sjálfstæðisflokksins nú í þess- um málum. Það var líka hyggi- legra, því að meirihluti Sjálf- (Framhald á 7. síðu) ERLENT YFIRLIT: Harmsa^a Flnna Síðan Finnland komst undir áhrifavald Rússa, hafa fregnir þaðan verið mjög af skornum skammti, enda strangt eftirlit með öllum skeyta- og bréfa- sendingum þaðan. Það litla, sem fréttist þaðan,. bendir flest til þess, að þróun stefni þar í sömu átt og í Búlgaríu og Rúmeníu, þar sem Rússar auka stöðugt ihlutun sína, m. a. með því að koma völdunum sem mest í hendur kommúnista. Seinustu fréttirnar, sem benda í þessa átt, eru þær, að Manner- heim sé í þann veginn að leggja niður forsetavöld og er borið við sjúkleika. Líklegt þykir þó, að hin raunverulega ástæða sé önn- ur. Þá hefir það einnig fregnast, að Paasikivi hafi beint þeirri ósk til Tanners og velflestra áhrifamanna Jafnaðarmanna- flokksins, að þeir gefi ekki aftur kost á sér til þingmennsku og þykir víst, að hann hafi gert þetta að ósk Rússa, er ella hafi hótað að taka til sinna ráða. ! Tanner hefir svarajg þessum tíl- mælum Paasikivi játandi, og sama munu umræddir flokks- bræður hans hafa gert. Þegar fyrri leiðtogar Finna hafa þann- ig dregið sig í hlé, verður auð- ! veldara fyrir kommúnista og samstarfsmenn þeirra að koma ár sinni fyrir borð. Paasikivi, sem er kominn á áttræðisaldur, verður sennilega forseti, ef Mannerheim fer frá, en eigi þykir líklegt, að hans njóti lengi við, heldur muni hann að- eins látinn hafa stjórnarforust- una meðan kommúnistar eru að koma sér betur fyrir. Það þykir benda til þess, hve Rússar telja það miklu skipta að treysta ítök sin í Finnlandi, að forseti vopnahlésnefndar þeirra þar er Sdanov, sem er talinn líklegasti eftirmaður Stalins ' og stjórnaði vörnum Leningrad. Hann er af mörgum talinn harðdrægasti og slyng- asti stjórnmálamaður Rússa. Vophahlésskilmálarnir, sem Finnar urðu að fallast á síðastl. haust, voru á margan hátt miklu strangari en skilmálarnir frá 1940. Auk þess, sem þeir urðu að láta aftur af hendi allt það land, sem Rússar tóku af þeim 1940, urðu þeir að afhenda Petsamo, einu íslausu höfnina í Norður-Finnlandl, og hið auð- uga- nikkelnámusvæði þar. Þá urðu þeir að láta Rússum eftir hafnarbæinn Porkala, sem er 10 mílur frá Helsingfors, og munu Rússar koma sér þar upp flota- stöð. Hins vegar slepptu Rússar tilkalli til bækistöðva í Hangö, enda er Hangö um 100 mílur frá Helsingfors. Þá var Finnum gert að greiða Rússum 300 milj. amerískra dollara skaðabætur eða helmingi lægri upphæð og Rúmenar og Ungverjar eiga að greiða Rússum, þótt þær þjóðir séu mörgum sinnum fleiri og auðugri en Finnar. Einnig eiga Finnar að endurbæta allt styrj- aldartjón, sem orðið hefir af völdum hernaðarins milli Finna og Rússa á rússnesku landi, og eru þá þau héruð, er Finnar af- hentu Rússum 1940, talin til rússnesks lands. Það má ljóst vera, að þessar miklu skaðabótagreiðslur verða Finnum meira en erfiðar, þegar þess er jafnframt gætt, að fjár- hagur þeirra er mergsoginn af margra ára styrjöld, í landinu eru um 400 þús. flóttamenn frá héruðunum, sem Rússar hafa tekið, og mikill hluti vöruút- flutnings Finna fyrir stríðið var líka frá þessum herteknu hér- uðum. Við þetta bætist, að Rússar vilja að skaðabæturnar séu að verulegu leyti greiddar með vélum, er Finnar eiga mjög erfitt með að framleiða eða út- vega. Af hálfu finnskra stjórnar- valda hafa undanfarið verið gerðar margháttaðar róttækar fáðstafanir til að vinna bug á þessum erfiðleikum, en þeim hefir að vonum verið misjafn- lega tekið. M. a. hafa verið sett mjög róttæk lög um jarðaskipt- ingu til að útvega flóttamönn- unum jarðnæði og hafa þau vakið mikla andúð bandastétt- arinnar. —• Á stríðsárunum • var margvís- legur skortur í Finnlandi, en sýnt þykir, að almenningur verði enn að herða að sér, ef fullnægja á friðarskilmálunum, og stjórnarvöldin neyðist til margvíslegra örþrifaráðstafana. Kommúnistar munu vafalaust notfæra sér þetta eftir megni og espa til mótspyrnu og upp- (Framhald á 7. síðu) mvm HÁ6RANNANNA. í Degi 1. þ. m. eru skrif Mbl. um Bændaþingið gerð að umtalsefni. Dag- ur minnist m. a. á þau ummæli Mbl., að landbúnaðurinn sé „aftur úr öðr- um atvinnuvegum“, og segir um þau á þessa leið: „Hér skal ekki um það deilt, hvort landbúnaðurinn standi jafn- fætis, framar eða aftar en aðrir atvinnuvegir, en á hitt skal bent, að mikið hefir áunnizt á síðari tímum í þá átt að hrinda þeim atvinnuvegi fram á leið. Vita ekki Mbl.menn, að opinberar skýrslur sýna, að síðustu áratugina hefir ræktað land aukizt um helming? Vita þeir ekki, að jarðyrkjan hef- ir fjór- til fimmfaldast í hverju meðalári á sama tíma? Vita þeir ekki, að stórum og mörgum á- vietufyrirtækjum hefir verið hrundið í framkvæmdir? Vita þeir ekki, að slátturvélar, rakstrarvél- ar og snúningsvélar eru vel á vegh með að útrýma handavinnu- áhöldunum í heilum byggðarlög- um? Vita þeir ekki, að í sumum sveitum landsins er nærri hver einastl bær reistur frá grunni í nýmóðins sniði? Vita þeir ekki, að í heilum héruðum hefir sauð- fjárræktinni verið breytt í naut- griparækt, af því það hentaði bet- ur? Vita þeir ekki, að fjölda slát- urhúsa, frystihúsa og mjólkurbúa af nýjustu gerð hefir verið kom- ið upp víðs vegar um land? Vita þeir ekki, að á síöustu áratugum hefir landbúnaðarframleiðslan aukizt jafnt og þétt, þó að fólk- inu, sem að henni vimiur, fækki stöðugt? Allt þetta sýnir, að landbúnað- urinn er í hraðri þróun að hag- kvæmri framleiðslu, og allt er það að þakka leiöbeinandi mönnum og fulltrúum . bændastéttarinnar og framsóknarhug bændanna sjálfra, en ekki dragbítunum í Morgunblaðiriu". Hér er vissulega ekki sagt meira en rétt er. Hinar sífelldu sögur um kyrrstöðu og athafnáleysi i landbún- aðinum hafa ekkl við minnstu rök að styðjast, enda þótt ekki hafi tek- izt 4 einum aldarfjórðungi að breyta öllum landbúnaðinum úr miðalda- rekstri í nýtízkuhorf. Enginn hér- lendur atvinnuvegur getur bent á eins stórstígar framfarir á skömmum tíma og söm myndl líka'verða niðurstaðan, þótt víðar væri leitað. Rógur Þjóð- viljans og Mbl. um kyrrstöðu og fram- taksleysi bænda er eitthvert hið ó- þokkalegasta og furðulegasta fyrlr- brigði, sem hugsast getur. * * * Dagur ræðir í sömu grein um hót- anir Mbl. til bænda og búnaðarþings og segir: „Mbl.menn minna bændur og fulltrúa þeirra á Búnaðarþingi á, að ríkisstjórnin hafi verið svo náðug við þá að skipa lanöbún- aðarmálastjóra í nýbyggingarráð. Það leynir sér ekki, að Mbl.menn telja, að stjórnin eigi væna hönk upp í bakið á bændum fyrir þessa góðgerðasemi, enda á ekki að gefa hana heldur selja dýru verðl. „Svoddan konur kosta nokkuð,“ sagði Ingimundur við Guddu. „Ef Búnáðarþing vill ekki svíkja sínar skyldur, þá ber því í samræmi við þetta að leita einlægrar samvinnu við núverandi ríkisstjórn og henn- ar stuðningsliðs." Þannig tala Mbl.menn. Búnaðarþingi er boð- ið upp í flatsængina til íhalds- kommúnista-stjórnarinnar, en þangað verða Búnaðarþingfull- trúarnir að koma í einlægni eins og saklaus, góð og hlýðin börn. Þá mim stjórnin og stuðningslið hennar líta með velþóknun á bændaræflana og gera citthvað fyrir þá. En vilji Búnaðarþings- fulltrúarnir ekki sinna þessu til- boði, þá eru það svik við skyldur þeirra“. Þá segir Dagur að • lokum á þessa leið: „En það er meira blóð í kúnni. Rúsínan í pylsuendanum lítur svona út: „Hagur bændastéttarinnar krefst og alþjóðarhagur verður því að- eins tryggður, að unnt verði að leysa hana úr flokksviðjum, sem liafa þjáð hana að undanförnu". Síðan koma hótanir um það, að ef Búnaðarþingið marki ekki stefnu sína „heilbrigt og rétt“ (þ. e. að vilja Mbl. flokksins og kommúnista), þá geti bændastétt- inni verið „hinn mesti háski" bú- inn. Þar sprakk blaðran. Þetta er aðalkjarninn. Allt hitt bara inn- gangur. Það á að hræða bændur og fulltrúa þeirra á Búnaðarþingi með hótunum um afarkosti til þess að losa sig úr „flokksviðj- um“, yfirgefa Framsóknarflokk- inn og stefnu hans og gerast þæg hjú á kærleiksheimili Ólafs Thors og Brynjólfs Bjarnasonár. Ætli Búnaðarþinginu finnist ekki nokkuð mikill nazistakeim- ur að þessu öllu.saman? Litlir mannþekkjarar eru þeir Morgunbl. menn, ef þeir halda, • að svona skrif hafi áhrif á bænd- ur. Þá þekkja þeir illa skaplyndi bænda.“ Undir þessi seinustu ummæli Dags er áreiðanlega óhætt að taka. Bænd- ur hafa átt í höggi við sterkari aðila fyrr á tímum en hrófatildur það, sem Ólafur Thors og kommúnistar hafa klambrað saman til bráðabirgða. Það hrófatildur mun líka fljóflega falla saman, en málsstaður bændanna mun sigra, ef þeir standa þétt saman.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.