Tíminn - 13.03.1945, Page 4

Tíminn - 13.03.1945, Page 4
TfMIIVIV, þrlðjmlagimi 13. rnarz 1945 20. Wað Laxárnar framtíðar* ijarsjodur Fáeinar athngasemdir i. Sæmundur Stefánsson skrifar alllangt mál í Tímann í tilefni af grein minni í vetur: „Lax og laxveiði“. Segir S. S. í upphafi, að ég fari „ekki alls staðar með rétt mál“. En í grein sinni virð- ist hann þó ekki geta komið með eitt einasta atriði, þar sem ég hafi farið rangt með og er þó auðsjáanlega viljinn góður! í fáeinum atriðum er S. S. á ann- arri skoðun. Og hann um það. En í langflestu virðist hann vera mér sammála, því mjög líklegt er, að hann telji fram það sem skilur. í grein minni var víst ein smávilla og hana gerir S. S. að sinni villu líka og sejfist vera mér þar alveg sammála!! Þetta er að ég tel laxinn heldur eldri þegar hann gengur í árnar, heldur en nýjustu vísindi telja. Þau segja laxinn aðallega vera þriggja ára, þegar hann gengur til sjávar og mikið af honum sé aðeins eitt ár í sjó og komi svo, einkum í smáárnar (Elliða- ár o. fl.), fjögurra ára gamall. En stærri laxinn er a. m. k. 2—3 ár í sjó. ■ II. Skal ég svo víkja að skoðana- mismun okkar S. S. Það kann vel að vera, «að þeir við Ölfusá veiði ennþá að einhverju leyti óheppilega. Þeir svara þá til þess. Það, sem ég hélt fram um þeirra „skipulag“ var, að mér sýnist miklu heppilegra, ef veitt er í net á annað borð, að veiða allt á 1—2 stöðum í ánni, held- ur en að leggja fjölda neta og girðinga um ^alla ána, allt fram í sjó. Þess vegna vitnaði ég í „skipulag“ Árnesinganna, sem spor í rétta átt. S. S. gerir lítið úr að laxveiðin hafi aukist á Selfossi við að farið var að hafa „skipulagið“ á veiðinni og vitnar í að s.l. sum- ar (sem var sérstakt laxleysi- sumar) hafi veiðst þar aðeins um 2200 laxar. Fyrsía ár „skipu- lagsins", 1938, voru laxarnir þó ekki nema 1393. Mér sýnist sú tala vera lægri en 2200 og færa því frekar líkur að mínum mál- stað, heldur en Sæmundar. Er ég mjög undra,ndi yfir ef S. S. finnst það í alvöru vera betri meðferð á 'ánum og vitmeiri veiðiaðferð, að trufla göngu lax- ins með sífelldum girðingum og netastöppu utan úr árósum, heldur en veiða laxihn á 1—2 stöðum. — Ég taldi bezt að hafa enga netaveiði og fylla árnar af laxi með góðri meðferð og klaki. Og undir niðri gæti ég trúað að S. S. væri á sama máli. Að vaxandi veiði væri í upp- ám Árnessýslu hafði ég einkum eftir tveim laxveiðimönnum, er ég umgengst daglega. Stundar annar þeirra veiði í Brúará, en hinn í Soginu. Og skal ég nafn- greina þá báða við S. S., ef hann vill. Og fleiri sterkar líkur hefi ég fyrir aukinni stangaveiði þar. Hvort klak hefir haft áhrif í Árnessýslu og Elliðaánum, eins og ég geri ráð fyrir, get ég máske ekki sannað, en S. S. getur þá því síður sannað hið gagnstæða. Ég fór eftir skýrslum Atvinnu- deildar Háskólans um aukningu á laxveiði við Selfoss. Hún hefir auðvitað ^yrstu árin verið vegna þess, hve laxinn hefir haft greið- ari göngu, þegar netaflækjan hvarf neðar úr ánni. Ekki skal ég eyða miklu rúmi til þess að deila við S. S. um veiðitæki og aðferðir stanga- veiðimanna við laxárnar. En skal segja honum frá mörgum ljótum dæmum í þeim efnum við tækifæri — ekki þó öll af íslendingum. En ég þekki ekkert slíkt dæmi um Breta. Ég veit að það má nota spón o. þ. h., án þess að skaða mikið, einkum í vatnsmiklum ám, sé þess háttar notað t. d. eins og Jóhannes á Borg og einstaka fleiri gera, þ. e, að kasta spæn- inum langt yfir fyrir þar sem laxinn liggur og draga hann svo aðeins 1—2 sinnum yfir þar sem laxinn er. En flestir róta „járnaruslinu“ hvað eftir annað ofan í þar sem laxinn liggur (og það hættir mönnum við með maðkinn líka) og trylla hann þar með í hræðslu. Sný ég ekki aftur með það, að mikil þörf sé fyrir íslendinga, að temja sér meiri veiðimenn- ingu, heldur en tíðkast hjá fjölda mörgum Jpeirra ennþá. Þótt einstaka þeirra séu prúð- menni við veiðiskap og allmarg- ir vel hæfir veiðimenn, þá standa þó brezkir veiðimenn íslendingum yfirleitt framar í „sjentilmennsku“ í þessum efn- um. En ég geri þá kröfu til ís- lendinga, að þeir séu alls staðar í fremstu röð, þar sem þeir geta það. III. Sennilega gæti laxveiði orðið ein tryggasta atvinnugrein hér á landi. Mér er ljóst, að hér er ekkert smámál um að ræða og gott að um það sé rætt frá ýms- um hliðum. Þá eru mestar lík- urnar til þess að það bezta sigri að lokum. Sýnist ekki ólíklegt, að gera mætti laxveiði í ánum tryggari heldur en fiskveiðar í hafinu umhverfis strendurnar. — Á- gengni annarra þjóða getur orð- ið svo mikil á beztu hrygningar- stöðvar haffiskanna og fiski- miðin, að fiskveiðum íslendinga verði stórspillt með óhóflegri rányrkju. En hrygningarstöðvar ánna og veiðin í ánum er algerlega á valdi íslendinga sjálfra. Séu árnar leigðar útlendingum til hóflegrar veiði, má skoða veiði- leyfin sem útflutningsvöru, er engu síður gefur verðmæti inn i íandið, heldur en vörur þær, sem framleiddar eru af lands- mönnum og seldar eru öðrum þjóðum. IV. Það er hægt að deila um hvort réttara væri að stunda eingöngu stangaveiði í ánum gegn háu veiðileyfigjaldi, eða að bænd- urnir sjálfir, er búa við árnar, veiddu laxinn til matar innan- lands og ef til vill til útflutnings einnig. Virðist það að sumu leyti eðlilegra að bændur nytjuðu sjálfir lönd sín, og þá einnig árnar, heldur en ókunnir menn úr fjarlægð. Hins vegar er stór- hætta á því að menn eyðilegðu árnar, ef hver bóndi nytjaði ána fyrir sínu landi. Áin er nokk- urs konar sameign allra, sem við hana búa. Ósabóndinn ræð- ur yfir farvegi laxins (og hefir oft ranglega fengið mestan arð- inn), en fjallabúinn yfir upp- eldisstöðvunum. Hvorugt getur án annars verið. Allt bendir á að félagsskap þurfi um árnar frá ósum til fjalla, hver'nig svo sem veiðinni er hr/gað, því að með samkeppni verður ætíð eyðilagt meira og minna fyrir öðrum, sem vel get- ur endað með því að áin verði algerlega eyðilögð fyrir öllum. Með góðri meðferð ánna er stuðlað að mjög álitlegri arðs- von. Þau miklu verðmæti, er ís- lenzku árnar geta gefið, er fá- sinna að eyðileggja með óhæfi- legri rányrkju, hvaða tæki, sem notuð eru við hana. Laxárnar eru framtíðar gim- steinar íslands, sem heilla því meira og aukast að verðmæti eftir því sem landsmenn fara betur með þá. V. G. V esimannaeyiabréf Fylgízt med AUir, sem fylgjast vilja með almennum málum, verða að lesa Tímann. Áskriftarverð í Reykjavík og Hafnarfirði er 4 kr. á mánuði. Áskriftarsími 2323. Réttarbót sú sem Eysteinn Jónsson hefir nú fengið lög- festa um að undanþiggja ný- byggingasjóðaframlög útsvars- álagningu mælist vel fyrir, en það sýnir hins vegar glöggt á- hugaleysi núverandi stjórnar- flokka fyrir h" gsmunum út- gerðarinnar, af pað skyldi taka tvö ár að fá þetta lögfest. Vel horfir nú með raforkumál Eyjanna. Alþingi hefir samþ. ábyrgð á 3 millj. króna láni til rafstöðvarstækkunair í Eyjum, og reynir nú á hver manndómur er í bæjarstjórninni í Eyjum að koma verkinu í framkvæmd á þessu ári. íjí % * Þá er þess vænst, að ekki verði úr þessu verulegur dráttur á flugvallargerð í Eyjum, því til þess er nú 300 þúsunda byrjun- arfjárveiting á þessu ári. Örðugar samgöngur baga mjög Eyjarnar. Varðskipið Ægir kem- ur hingað að vísu af og til. með fólk, en engar fastar ferðir eru til þeirra hluta. Helgi Ben^- diktsson hélt uppi flutninga- ferðum milli Eyja og Reykja- víkur mestan hluta síðasta árs, og hafði afgreiðslu hjá Skipa- útgerð ríkisins, en nú eru skip hans farin til fiskflutninga, og Ríkisskip hefir knappan skipa- stól. Almenn óánægja rikir yfir því samstarfsleysi, sem virðist vera á milli Eimskipafélagsins og Skipaútgerð rikisins, og hallinn á útgerð ríkisskipanna er að mjög verulegu leyti grímu- klæddur ríkissjóðsstyrkur til Eimskipaféílagsins vegna þess, að það borgar langt undir sann- virði í framhaldsflutning á vör- um þeim, sem skip þess flytja til landsins og ríkisskipin dreifa svo á smáhafnirnar. Þá er það heldur ekki óþekkt fyrirbrigði, þrátt fyrir almennt vantandi flutningaskipastól, að Eimskip sendi samtímis ríkisskipum til sömu hafna, þótt annað skipið gæti annað öllum flutningum, og svo að samtímis sé haldið eftir flutningi til annarra hafna þótt skiprými sé til staðar. Eðlilegt væri, að ferðum Esju væri hagað þannig þegar skipið fer frá Reýkjavík, austur um land, að skipið væri í Eyjum nálægt flóði og kæmi þá inn að bryggju vegna farþega. Nóg dýpi er í höfninni, og á Hornafirði er skipið látið sæta sjávarföll- um. Þetta er úrbót, sem þing- maðurinn ætti að koma til framkvæmda, en hér sem í fleira geldur kjördæmið reyk- vískrar búsetu þingmannsins, enda þótt hann í þau fáu skipti sem hann kemur til Eyja nú Mrtlrmf sónulega á samgönguörðug- leika íbúanna, og ekki er lengra síðan en vorið 1943 að þá átti hann einkis annars farkosts völ, ef hann hefði viljað halda áætl- un sinni til Reykjavíkur, en að sundríða sundgarpi einum mjög frægum til lands. * * Vel lítur út með aflabrögð í Eyjum og er nú farið að gæta aukningar fisks á miðunum vegna undangengins friðunar- tímabils miðanna frá ágangi togara, og gera menn sér vonir um góða veiðivertíð í vetur. Illa horfir nú með rekstur hraðfrystihúsanna. Búizt er við verðlækkun, auk þess sem þunn- ildin fá nú ekki að fylgja fisk- inum, eins og Vilhjálmur Þór kom á sínum tíma inn í samn- ingana við Breta. Mikill meirihluti fisks þess, sem hraðfrystur hefir verið á undanförnum árum, liggur í Bretlandi, ætlaður sem var^- birgðir. Margir þeir sem bezt þekkja til þessara mála óttast, að fiskurinn sé meira og minna skemmdur, en eins og kunnugt er hefir framleiðsla hans und- anfarin ár ekki verið háð neinu opinberu eftirliti og gamall og úldinn fiskur sums staðar verið frystur og tegundaaðgreiningu ábótavant. Sá, sem þetta ritar, keýpti haustið 1943 nokkra kassa af hraðfrystum lúðuflökum, en við sölu í Bretlandi reyndist nokkru af lýsuflökum (sem er mjög verðlítill fiskur) blandað saman við lúðuflökin. Hvað sem þessum hlutum líð- ur má ekki lengur dragast að hraðfrystifiskurinn verði met- inn af opinberum, óháðum matsmönnum, í stað þéss að láta verkstjóra hraðfrystihúsanna inna matið af hendi, sem er að fara úr öskunni í eldinn. Rík- isstjórninni hlýtur að vera það ljóst, að matið er framkvæmt á hennar ábyrgð og verður því að vera í höndum óháðra manna. Á árinu 1943 var íslenzkum fiski hent í stórum stíl í Bretlandi. Á næstliðnu vori fór mjög að sækja í sama horf eftir að ver- tíð lauk, og urðu ýmsir útflytj- endur fyrir fjárhagslegu afhroði af þeim sökum. Þó reyndist fisk- ur sendur frá Vestmannaeyjum undantekningarlaust vel. Eftir að mat á ísvarða fiskinum kom til framkvæmda skipti alger- lega um og síðan er ekki vitað að bönnuð hafi verið sala á fiski héðan. * * * Mjög hefir borið á því í Eyj- um, að bæjarstjórnin hefir tek- ið upp á árlegar fjárhagsáætl- anir bæjarins ýmsar fram- kvæmdir og gert alls konar sam- þykktir, svo sem um byggingu elliheimilis, skóla o. fl., sem ekki hefir verið framkvæmt. Fé til framkvæmda þessara hefir ver- ið innheimt í útsvörum og gert að almennum eyðslueyri, en ekki lagt til hliðar, eins og áttiiefði að gera. Vitanlega er fjárhags- áætlun bæjarfélags hliðstæða við fjárlög ríkissjóðs, og binda bæjarstjórn bæði um fram- kvæmdir og útgjöld, og væri eðlilegt, að. leita þyrfti sérstakra samþykkta um aukagreiðslur hliðstætt og gert er um auka- fjárlög. í tilefni þessa hefir fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjar- stjórn Vestmannaeyja nýlega lagt fram svofellda tillögu: „Framsóknarfél. Vestmanna- eyja beinir þeirri áskorun til bæjarstjórnar Vestmannaeyja, að stofnað verði 5 manna fram- kvæmdaráð, til þess að gera til- lögur um höfuðframkvæmdir hér í Eyjum á næstu árum og benda á mest aðkallandi verk- efni. Stjórnmálaflokkarnir til- nefni sinn mann í nefndina hver og bæjarstjórn velji for- mann. Nefndin starfi kauplaust en sé heimilt að afla sér að- stoðar sérfræðinga á kostnað bæjarsjóðs“. * * * í Eyjum er nýstofnað prent- smiðjufélag, sumt af prentvél- unum er þegar komið, og hitt væntanlegt fljótlega. Er reiknað með því, að starfræksla geti hafizt á miðju ári eða fyrr. Að félagi þessu standa menn úr öll- um flokkum. Ættu því pólitísk bolabrögð að hverfa úr sögu Eyjanna á þessum vettvangi. í Eyjum er gömul prentsmiðjai’ sem er í eigu sjálfstæðismanna og undir umsjá Ársæls í seinni tíð. Ýmist Sjálfstæðisflokkur- inn eða Magnús Jónsson gefa út blaðið Víði af og til, eftir því sem hentar um litbrigði. Á útmán- uðum í fyrra hóf Gunnar Ólafs- son, félagi þingmannsins, birt- ingu flokksádeilugreina á flokks menn sína. Fyrst gerði hann samanburð á því, er Haraldur konungur á elleftu öld fann vatn, er hann var í herkví á ey er vatnslaus var talin, með því að taka orm, baka hann við eld og láta hann sleikja salt, og binda- síðan band um sporð hans og láta fylgja honum eftir, þar til vatnið var fundið. Síðan lýsti hann vatnsleit flokksmanna sinna á tuttugustu öldinni og bætti við: „En Ársæll þurfti hvorki vit að hafa né salt að (Framhald á 6. síðu) sprengjuflugvéla, sem ætlaðar eru til langflugs, verður að vanda mjög, og til þess þarf mikla kunnáttu og leikni, ef um stórframleiðslu er að ræða. Mennirnir, sem hafa yfir- stjórn hersins með höndum, hafa ekki gengið þess duldir, að þá skorti bæði kunnáttumenn til smíði slíkra flugvéla og efni, sem ekki var hægt að vera á*n: álminn. Þeir hafa því lagt meg- ináherzluna á smíði hinna svo- kölluðu Stormóvikk-flugvéla, sem ætlaðar eru einkum til lágflugs, en slíkar flugvélar eru hentugar í Rússlandi, þar sem oftast er flogið yfir skógivöxnu landi í lítilli hæð. Af þeim flugvélum, er Banda- ríkin hafa látið Rússum í té, hafa þeim líkað bezt lágflugs- vélarnar, sem ætlaðar eru til hernaðaraðgerða, samræmdra við hernaðaraðgerðir á jörðu niðri. Varnir borga og stöðva, sem Þjóðverjar ná til með flugvél- um, eru mestmegnis byggðar á skottækjum á jörðu niðri. Samt eru loftvarnabyssur þeirra ekki búnar fullkomnustu miðunar- tækjum, svo að skotmennirnir verða að eyða miklu meiri skot- færum en ella, ef varnirnar eiga að koma að haldi. En þegar kom fram á mitt ár- ið 1944, voru yfirburðir Þjóð- verja um notkun nýtízku her- gagna ekki orðnir eins miklir og áður.Til þess dró þrennt.Iðjuver Rússa í austri voru farin að framleiða miklu meira af skrið- drekum og skotvopnum, her- gagnaverksmiðjur Þjóðverja' voru margar í lamasessi eftir loftárásir Breta og Bandaríkja- manna og Rússar höfðu fengið bandarísk hergögn samkvæmt láns- og leigulögunum fyrir 5750 miljónir dollara. Þar á með- al voru 10,000 flugvélar, 40,000 smábílar, véltæki ýms fyrir 225 miljónir dollara og 210,000 stórir vagnar. Án þessara vagna hefði Rússum reynzt ókleift að fylgja eftir sigri sínum við Stal- ingrad 1943. Og án þessara vagna væri rauði herinn senni- lega enn einhvers staðar í aurn- um í Úkraínu. Rússar hafa beðið stórkost- legt tjón, og sumarið 1944 voru bókstaflega allir karlmenn á aldrinum sextán til fjörutíu og fimm ára í hernum, að undan- skildum fáum kunnáttumönn- um og embættismönnum. En samt sem áður héldu Rússar alla samninga, sem gerðir voru í Te- heran, um stórsókn á hendur Þjóðverjum úr austri, þegar Baiidamenn réðust til land- göngu í Normandí. Til þess að geta þetta urðu þeir að kveðja til fremstu vígstöðva menn, sem áður höfðu ekki þótt hæfir til herþjónustu vegna líkamsgalla eða leystir frá henni vegna sára. Matvælaskömmtunin og okrið á nauðsynjunum. Vestan hafs gæti verkamaður, sem glatað hefði skömmtunar- skírteinum sínum, lifað góðu lífi á óskömmtuðum vörum, mjólk, eggjum, fiski, brauði, á- ' vöxtum og grænmeti. í Rúss- landi er allt, sem hægt er að leggja sér til munns, annað- hvort stranglega skammtað eða aðeins fáanlegt á ótrúlegu ok- urverði. Matvælaskammtur fólks í Rússlandi er allmismunandi eftir stéjtum og stigum. Her- mennirnir eiga við ágætan kost að búa, einkum þó þeir, sem á vígvöllunum eru. Liðsforingjar fá 50% álag. Embættismenn- irnir í Kreml hafa allt, sem þeir girnast. Útlendingar njóta á- líkra kjara og leiðtogar Bolsé- vikka. Þeir fá nóg af brauði og kjöti, mega kaupa fjórar merk- ur af vodka—brennivíni á mán- uði og þar fram eftir götunum. Rithöfundar, leikarar, söngvar- ar og hljóðfæraleikarar njóta einnig góðs aðbúnaðar, ekki að- eins hvað snertir mat, heldur einnig föt og húsnæði. Fyrsta flokks verkamaður í Moskvu fær 600 grömm af brauði á dag, verkamaður í öðrum flokki 500, í þriðja flokki 400 og gamalmenni, börn og ör- yrkjar 300. Verkakona í hergagnaverk- smiðju fær 1000 rúblur á mán- uði, en það samsvarar 80 Banda- ríkjadollurum. En það er hvorki margt né mikið, sem hún get- ur keypt fyrir þessa peninga. Hinar skömmtuðu vörur kosta sem svarar 6,50 dollurum, og það er svo til ætlazt, að það séu níu tíundu hlutar þess, sem hún þarfnast. Eins og kunnugt er taka stjórnarvöldin til sín níu tíundu hluta af afrakstri samyrkju- búanna, en hitt er framleiðend- ’ unum leyfilegt að fara með að vild sinni, selja eða neyta þess* sjálfir. Hluta af þessari fram- leiðslu fara þeir með á markaði í borgunum og selja þar því verði, sem þeir geta hæst fengið. Á þessa markaði verður fólk að leita til þess að fá það, sem á vantar til þess að skömmtunar- vörurnar fullnægi þörfum þess. Á aðalmarkaðnum í Moskvu er til dæmis hægt að kaupa egg, en þau kosta sem svarar 13,10 dollurum í Bandaríkjamynt tylftin. Verkakona, sem ekki hefir getað látið brauðskammt sinn hrökkva, fær hér brauð fyrir 5,67 dollara pundið. Og hér kemst hún einnig að kjara- kaupum á kjöti — það kostar 11,34 dollara pundið, stundum jafnvel geitakjöt. Gömul kona, sem hafði á boð- stólum kálfshaus og fjórar lappir vildi fá 18 dollara fyrir þetta ókalúnað. Kartöflur kosta 1,05 dollara pundið. Og fólk bíður í löngum röðum til þess að geta. keypt mjólk fyrir 2,65 dollara lítrann. Þetta er verðið á matvörun- um, sem verkakona í Moskvu getur fengið, þegar hún hefir keypt meginhluta lífsþarfa sinna í einn mánuð í forðabúr- um ríkisins fyrir 6,50 dollara samkv. skömmtunarseðlum. En úti 1 húsagarðinum er kannske stúlka að selja sokka, notaða og rækilega stagaða. Hún vill fá 6,50 dollara fyrir þá, ef þeir eru úr bómull, en 25 dollara séu þeir úr gervisilki. Maður hefir ' á boðstólum skó, sem hann á af- lögu, dálítið slitna, en þó vel brúklega. Þeir kosta eitt þúsund rúblur — mánaðarkaup verka- mánns. En hér eru fleiri. Myndarlegar stúlkur með málaðar varir og sót í augnhárunum reika kring- um bændurna á markaðnum og gefa þeim kynlegt auga. Nú er vitað, að saurlifnaður hefir ver- ið afnuminn með lögum í Rúss- landi, stúlkum er bannað að selja sjálfar sig fyrir fé. En kæri vinur, þú hefðir ekki áflögu einn mjólkurlítra eða fleskbita eða sígarettu? Nýstárleg ríkisverzlun. í Rússlandi sem víða annars staðar hefir fólk haft, meiri kaupgetu þessi ár heldur en áð- ur, því að launin hafa hækkað. í Bandaríkjunum var það ráð upp tekið að selja stríðsskulda- bréf. En Rússum var ekki um það úrræði gefið, því að þáð hefði í för með sér eignasöfnun, sem er þar litið óhýru auga. En það varð að gefa fólki kost á að nota peninga sína. Þess vegna tók ráðstjórnin það til bragðs að selja fólki hvers konar-vörur og fatnað, er það kunni að girnast, án skömmt- unarseðla, en á verði, sem nálg- ast verðlagið á hinum svokall- aða „frjálsa" markaði. Samkvæmt skilningi vest- rænna manna nálgast þetta, að ríkið taki á sína arma launsöl- una í landinu og geri hana að fiíkiseinkasölu að nokkru í þeim tilgangi að ná í ríkisfjárhirzl- una obbanum af tekjum fólks- ins. Þegar friður kemst á, er þess vænzt, að megnið af sparifé landsmanna verði komið í eign ríkisins með þessum hætti, er þá hafi yfir því óskoruð umráð, í stað þess að Bandaríkjastjórn til dæmis verður þá að fara að borga út sti'íðsskuldabréfin. Við skulum hugsa okkur, að við kæmum inn í eitt af þessum verzlunarhúsum ráðstjórnarinn- ar, þar sem varningur er seldur hverjum, sem hafa vill, án þess að standa þurfi skil á skömmt- unarseðlum. Við skulum gera okkur í hugarlund, að við hefð- um í höndunum vikulaun okk- ar, tuttugu doílara, og séum komin til þess að skoða vörur og kynna okkur verðlag. Ódýrasta fleskið reynist kosta 24,57 doll- ara pundið, tilreiddur kjúkling- ur 13,20 dollara, nautkjöt 13,62 dollara, ný egg 1,25 stykkið, mörk af þykkum rjóma 8 dollara, svissneskur ostur 20 dolla^g, pundið. Fyrir utan þessa verzlunar- staði stendur tötralegt verka- fólk í löngum röðum og bíður þess með óþreyju að komast að. Inni bíður fólkið þess líka í löng- um röðum að komast að borði gjaldkerans. Það getur tekið mikinn hluta af deginum að kaupa þarna einhverja smá- 'muni og komast þaðan brott, því að í allri Moskvu til dæmis eru ekki nema tuttugu slík verzlunarhús. Útlendingarnir furða sig á því'að ríkið lætur sér sæma að

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.