Tíminn - 13.03.1945, Side 6

Tíminn - 13.03.1945, Side 6
6 'ÍÍMÍM, þrigSJndagfim 13. marz 1945 20. hlað DAlVARMENNEyG: Guðný Guðnadóitír húsfreyja að Snartarsiöðum í Núpasveit Milliliðagr óðin n þarf að hverfa Guðný Guðnadóttir, húsfreyja að Snartarstöðum í Núpasveit, lézt að Landakotsspítala 29. ágúst síðastl. eftlr stranga sjúkdómsraun, 62 ára að aldri. Hún var jarðsett að Snartar- stöðum 14. sept. að viðstöddu fjölmenni úr víðlendu héraði. Guðný var fsedd að Hóli á Melrakkastéttu 15. júní 1882, dóttir merkishjónanna Priðnýj- ar Friðriksdóttur og Guðna Kristjánssonar frá Leírhöfn og ólst upp hjá foreldrum sinum til 18 ára aldurs. Tvítug giftist hún Ingimundi Sigurðssyni bónda að Snartarstöðum. Bjuggu þau stórbúi á jörð þeirri til dauðadags. Ingimundur dó sumarið 1935. Þeim hjónum Guðnýju og Ingimundi varð 5 barna auðið. Þrjú þeirra Guðni, Sigurlaug og Sigurður búa að Snartarstöðum, en Friðgeir er kaupfélagsstjóri á Eskifirði. Eina dóttur, Friðnýju, misstu þau því nær fullvaxta. Snartarstaðaheimili hefir um langt skeið verið landskunnugt fyrir gestrisni og höfðingsskap, en sett í miðju héraðs við verzl- unarstað þess, Kópasker. Hús- rúm þótti mikið á því heimili og „hjartarúm" engu síður. Þar þekktist enginn munur æðri eða óæðri. Greiðastan aðgang að því hjálpfúsa rausnarheimili áttu jafnan þeir, sem mest voru hjálparþurfi. Blessun hvíldi yfir heimili og búi, enda unnu hjón- in og börn þeirra, er þau kom- ust á legg, samhent að giftu þess. Guðný Guðnadóttir var góð- um gáfum gædd, víðsýn og „Hallveígarstaðir" Það hefir lengi verið áhuga- mál Kvenfélagasambanda ís- lands að koma upp myndarlegu kvennaheimili í Reykjavík. Þegar Bandalag kvenna var stofnað 1917 sköpuðust betri skilyrði til að hrinda þessu máli í framkvæmd en það var samt ekki fyrr en árið 1925 að hafizt var handa um fjársöfnun til þess að koma upp kvennaheim- ili í Reykjavík, sem ákveðið var að heita skyldi Hallveigarstaðir, eftir fyrstu húsfreyju á íslandi, Hallveigu Fróðadóttur, konu Ingólfs Arnarsonar. Nú um nokkurt skeið hefir verið hljótt um þetta mál, þar til nú fyrir skömmu, að fjáröfl- unarnefnd birti ávarp í blöðum. Búið er nú að fá allstóra lóð á góðum stað í Reykjavík undir bygginguna og um 100 þús. kr. eru þegar í sjóði. Aðaltilgangur með stofnun heimilisins er, að þar verði mið- stöð fyrir alla kvenfélagastarf- semi í Reykjavík og kvenfélaga- sambönd, salir til fundarhalda og samkvæma. Að Hallveigarstöðum er ætl- unin að stúlkur, sem koma ó- kunnugar til Reykjavíkur geti átt athvarf og fengið ýmiskonar aðstoð við útvegun vinnu o. fl. Þá verður þar einnig gistihús og matsala fyrir konur, sem eru gestir í bænum og ennfremur smáíbúðir fyrir einhleypar kon- ur. Einnig er ætlazt til að á Hallveigarstöðum verði starf- ræktur vinnuskóli fyrir stúlkur, þar sem áherzla sé lögð á þjóð- lega vinnu. Fjáröflunarnefnd Hallveigar- staða hefir nýlega skýrt tíðinda- mönnum blaða og útvarps frá fyrirætlunum í sambandi við fjáröflun til heimilisins, en í nefnd þeirri eiga sæti: Frú Guð- rún Jónasson, form., og auk hennar frúrnar Laufey Vil- hjálmsdóttir og Kristín L. Sig- urðardóttir. Hafa þær látið búa til spjöld, sem verða til sölu í bókaverzlunum. Lágmarksverð á spjaldi er 10 kr. Kvenfélagasamband íslands hefir skrifstofu í húsi Búnaðar- félagsins. Verður þar tekið á móti gjöfum og einnig hjá nefndarkonunum. Konurnar heita á alla góða íslendinga að liðsinna þessu áhugamáli þeirra, svo draum- urinn um veglegt kvennaheim- ili á íslandi geti rætzt. óvenju þroskuð og hafin yfir hleypidóma. Hún var glaðvær og ung í anda og gervileg í sjón. Allir, sem hana þekktu, báru til Guðný Guðnadóttir hennar óskorað traust, enda nutu margir ráða hennar og fylgis. Og það var jafnan bezt, er kgldast blés á móti. Guðný stundaði ekki langar skólagöng- ur í æsku, lífið var hennar skóli. Og í þeim skóla lauk hún hæsta prófi. För hennar var harla góð, enda mun minningin um Guð- nýju á Snartarstöðum lifa lengi. B. H. V estmaimaey i abr éf (Framhald af 4. síðu) sleikja til þess að segja fyrir um, hvar vatnið væri“. Upp úr þessu stöðvaði Ársæll prentun á blaðinu. * * * Ýmis orð falla um hin- ar skattfrjálsu gjafir tekjuhárra aðila til góðgerðastarfsemi, því að í sjálfu sér er hér einungis um ráðstöfun á skattpeningum að ræða. Þegar Jóhann Jósefs- son þingmaður Eyjanna á næst- liðnu vori gaf 10 þús frá verzl- un sinni, Brynju, til SÍBS var haft eftir Gunnari félaga hans í Eyjum: ,.Hann hlýtur að hafa átt sparibauk, og líklega er hann búinn að eiga hann lengi.“ * * * Nýlega hljóp af stokkunum nýr bátur í Eyjum, 63 smál. sem heitir Kári. Eigendur eru Sig- urður Bjarnason skipstjóri Svanhól, Þórarinn Guðjónsson mágur hans, Jóhann Sigfússon og Óskar Jónsson. Þetta er traust og fagurt skip og er þess óskað, að það verði eigendun- um arðgæft og launi þeim bjart- sýni og stórhug. Kaupverð mun hafa verið 600 þúsund. Nýlega birtist 1 Morgunblað-, inu athyglisverð grein um bygg- ingarlag sænsku bátanna, sem verið er að byggja, eftir hinn aldna sægarp, Þorstein Jónsson skipstjóra í Laufási. í grein þessari bendir hann réttilega á, að góð reynsla sé á bátum og skipum byggðum í Eyjum, fyrir traustleika og gott bygg- ingarlag, og bendir hann sér- staklega á, hve traust og gott sjóskip vélskipið Helgi hefir reynzt. í þessu sambandi rifj- ast upp öll sú óvild og fyrir- greíðsluleysi, sem eiganda skips- ins var sýnd meðan á smíði um- rædds skips stóð og verið var að koma því á flot og þar á meðal, að hann einn allra þeirra, sem nýsmíðað skip settu á flot, var svikinn um bygging- arstyrk, En á þeim rúmum fimm árum, sem skip þetta hefir ver- ið í notkun, er rekstur þess bú- inn að afla um miljónar skatt- tekna í ríkis- og bæjarsjóð. * * * Á þjóðmálafundi þeim, sem þingmaður Eyjanna hélt hér 8. nóvember, brýndi hann raust- ina og kvað sér ósárt, þótt fé yrði með sköttun sótt til þeirra, er drægju fé sitt út úr fram- leiðslu, og þótti það orð í tíma talað, þótt atvinnufyrirtæki hans í Eyjum hafi ekki lifað eftir því þoðorði. Jafnframt tal- aði hann um það með miklum fjálgleik, hve örðugt og hættu- legt væri að búa undir þeirri reykvísku smásjá, og skildu fundarmenn ekki glöggt, hvað hann meinti. En þessi ummæli hafa rifjazt upp að nýju í sam- bandi við afskipti verðlagsyfir- valdanna af heildsölu hans í Reykjavík. H. B. Þó 'að annars gæti yfirleitt meira nú á tímum en skynsam- legra athugana í sambandi við fjármál og afkomu almenn- ings, má þó oft heyra óánægju- raddir út af hinu gífurlega fjármagni, sem kaupmanna- stétt landsins og ýmsum iðnrek- endum hefir áskotnazt, einkum nú á stríðsárunum. Og það er vissulega vorkunn- armál, þó að óbreyttum borg- urum, hvort sem þeir eru sjó- menn, verkamenn, iðnaðar- menn, kennarar, skrifstofu- menn eða eitthvað annað, finn- ist kynlegt og e. t. v. ekki laust við að vera dálítið ósanngjarnt, að heildsalar skuli hljóta marg- falt hærri tekjur fyrir milliliða- starfsemi sína, heldur en t. d. kennararnir, sem alla ævina eru að reyna að miðla þjóðinni þekkingu, sem hún kemst ekki hjá að tileinka sér, ef hún á að geta borið nafnið menningar- þjóð. Það eru heldur engin undur, þó að almenningi virð- ist eitthvað bogið við þá stað- reynd, að smákaupmaðurinn skuli venjulega vera tekjudrýgri en sjómaðurinn í áhættusömum siglíngum og hlutur skrifstofu- mannanna og embættismanna þjóðarinnar yfirleitt ærið mikið rýrari, heldur en iðnrekenda ýmissa tegunda, sem starfrækja „efnagerðir“ eða aðrar hlið- stæðar og álíka arðsamar stofn- anir. Þessi samanburður á afkomu- möguleikum þjóðfélagsþegn- anna og gagnrýni í sambandi við þann samanburð,' á fullan rét á sér. En það er sannarlega lítið unnið með því einu sam- an að vera óánægður með milli- liðagróða kaupmanna. Og það getur heldur ekkl talizt heppi- leg lausn á þessu máli, að al- menningur varpí öllum sínum á- * Arsþíng Skarphéðíns Héraðssambandið Skarphéð- inn hélt ársþing sitt að Stokks- eyri 8. janúar síðastl. Á þing- inu mættu 45 fulltrúar frá 18 ungmennafélögum á sambands- svæðinu. Forseti þingsins var kjörinn Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu. Margar nefndir störfuðu og hin ýmsu félagsmál voru rædd ítarlega. Meðal ályktana þings- ins voru þessar: 1. Stjórn sambandsins falið að beita sér fyrir því, að hér- aðssambandið sendi hóp í- þróttamanna á landsmót U. M. F. í. vorið 1946 og heimilast að leggja til hliðar kr. 1500,00 af tekjum þessa árs í því skyni. 2. Að hefja byggingu fullkom- ins íþróttavallar að Þjórsártúni á næsta vori. — Vallarstæðið, stærð hans og gerð, skal sam- bandsstjórn ákveða í samráði við íþróttafulltrúa ríkisins. 3. Þorsteini Einarssyni íþrótta- fulltrúa vottað þakklæti fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta- mála þjóðarinnar á liðnum ár- um. 4. Skorað á sambandsfélögin að hefjast handa um söfnun ör- nefna, hvert í sinni sveit, og ljúka drögum fyrir næsta vor. 5. Að fela stjórn sambands- ins að ráða leiðbeinanda í leik- list fyrir þau félög á sambands- svæðinu, er þess óska á næsta vetri, ef hún telur það tiltæki- legt vegna kostnaðar og heim- ilar henni nokkurt fjárframlag í því skyni. 6. Að gefnu tilefni var skorað á sýslumennina á sambands- svæðinu að hlutast til um, að veitingahús eða opinberir veit- ingastaðir, fái ekki undir nein- um kringumstæðum leyfi til vín- veitinga. í stjórn sambandsins voru hyggjum á herðar stjórnarvalda ríkisins, því að þó að svo kunni í fljótu bragði að virðast, að verðlagseftirlit tryggi neytend- ur gegn of hárri álagningu, þá hefir reynslan sýnt, að það er býsna erfitt í framkvæmd. Lausnin er líka miklu einfald- ari og nærtækari. Með því að Vera félagsmenn í kaupfélög- um og verzla við þau, tryggja neytendur sér sannvirði á þeim vörum, sem þeir kaupa. Um „gróða“ í venjulegum skilningi er aldrei að ræða hjá kaupfé- lögum, þvi að tekjuafgangi, sem verða kann af rekstri þeirra, er skylt að skipta á milli félags- mannanna í réttu hlutfalli við gerð kaup. Það, sem neytand- inn þarf að greiða fyrir dreif- ingu vörunnar, er þá aðeins sá kostnaður, sem á enga lund verður umflúinn, þ. e. a. s. húsaleiga, hófleg laun til starfs- manna og því um líkt. Alveg sama máli gegnir með iðnaðinn. Með því að auka og efla kaupfélögin og gera þeim fært að taka nauðsynlegan iðn- að í sínar hendur, er í mörg- um tilfellum hægt að gera hvorttveggja í senn, afnema hinn óeðlilega gróða, sem á honum hefir hvílt, og hefja hann til vaxandi gengis um öll nýtízku vinnubrögð og afköst, en það hefir auðvitað úrslitaþýðingu í þá átt að gera vörurnar ódýrar. Að þessu athuguðu er það ljóst, að almenningur hefir fyrst og fremst um að sakast við sjálfan sig, ef þjóðfélagið er í því horfi, að efnaleg afkoma einstaklingsins er betur tryggð með því að selja í heildsölu kjóla, innflutta frá Ame- ríku, heldur en t. d. að gerast háskólakennari, og arðsamara að framleiða og selja skóáburð og litað sykurvatn, heldur én að draga fisk úr sjó. g. Pétur Gautur og ríkisstjórnfn (Framhald af 3. slðu) Pétur Gautur vildi vinna það til ríkis og valda í sölum Dofr- ans að leggja af sinn fyrri bún- ing og hætti og lét binda á sig hala eins og þursarnir höfðu. Ólafur Thors vann það til ríkis og valda að taka kollsteypuna, sem frægt er orðið, og lét binda á sig hala kommúnismans. Þrátt fyrir allan vanmátt sinn og manndómsleysi var Pét- ur Gautur óþreytandi í grobb- inu. Hann átti það #il að liggja úti á víðavangi og góna upp í loftið og sjá sjálfan sig þeysa með fríðu föruneyti í skýjum himins. Þrátt fyrir getuleysi ríkisstjórnarinnar í því, sem mestu skiptir, er hún iðin að hæla sér. Fyrst pantaði hún heillaóskir frá pólitískum vanda- mönnum og auglýsti þær kapp- samlega. Og alla tíð er forsætis- ráðherrann óþreytandi að tala um þau stórmerki, sem urðu þegar hann myndaði stjórnina. Þar með var virðing Alþingis og sæmd endurreist, þjóðin varð gagntekin af glaðri hrifningu og skyndilega ánægð aftur með þingræðið, svo að þjóðskipulagi íslendinga var borgið á þeim degi. Þannig segist Ólafi Thors frá. í Soría María er setið að sumbli með kóngi og prins. Slík er sjálfsblekking Péturs Gauts. Halldór Kristjánsson. kosnir Sigurður Greipsson, Haukadal, formaður, Eyþór Ein- arsson , Gröf, ritari, og Þórður Loftsson, Bakka, gjaldkeri. Saniband ísl. samvinnufélaga. SAMYINNUMENN: Vöndun framleiðsluvaranna er eitt af grund- vallarskilyrðunum fyrir því að þær séu seljan- legar á erlendum markaði með viðunandi verði. 1 SAVOW de PARÍS mýUir húðina og styrkir. Gefur henni yndisfagran litblæ og ver hana kvillum. JVOJI0 SAVON Eldhús-skápar Með nokkurra daga fyrirvara geta nú viðskiptavinir vorir fengið hjá oss eldhússkápa, hver við sitt hæfi. S0GIN H.F., H0FÐATÚN 2 Sími 56J2. Lög og reglur um skóla- og menningarmál á Is- landi fást nú hjá bóksölum. — Yerð kr. 25.00. Raítækjavinnustof an Selfossi framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. ORÐSENDING TEL KAUPENDA TtMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.