Tíminn - 20.03.1945, Síða 3

Tíminn - 20.03.1945, Síða 3
22. blað TIMIKN, þrlð|ndagfam 20. marz 1945 3 Guðlaugur Rósínkranz: Byééinéarsamvinnufélö oé starfsemi þeirra Mikið er undir því komið fyr- ir hverja fjölskyldu, hvernig húsnæði hún hefir. Húsnæðið veldur miklu um lífsþægindi og gleði fjölskyldunnar. Þröng og léleg íbúð í kjallara eða í lé- legu húsi veldur ömurleik og leiðindum í hinu daglega lífi. En því miður verða margir að sætta sig við lélegar íbúðir langan eða skamman tíma. Mik- ill munur er á því að eiga sína eigin íbúð eða leigja hana af öðrum. Leigjandanum eru oft að byggja fyrir. Til þess þarf að stofna sjóð líkt og Byggingarsjóð verkamannabústaða, svo tryggt sé, að mögulegt verði að byggja eitthvað af íbúðum árlega fyrir hagkvæm lán úr sjóðnum. Með því væri séð fyrir því, að félög- in gætu stöðugt haldið áfram að starfa og byggja fyrir félags- menn sína. Það er enginn efi á því, áð mikið þarf að byggja nú í stríðslokin og eftir stríðið. Með því að skipuleggja bygging- arframkvæmdirnar hlýtur að u Nýjustu hús Byggiúgarfélags Reykjavíkur (tvíbýlishús). settar þröngar skorður, hann má ekki þetta og hann má ekki hitt, og hann hefir það því oft á tilfinningunni, að hann sé hálfgerður fangi i sinni leigu- íbúð, þótt hann greiði oftast háa leigu. Þess vegna er það ósk og von nær allra, sem einhverju láta sig skipta hag og ánægju fjölskyldu sinnar, að eignast eigin ibúð, sem þeir geti sjálfir ráðið yfir, og mega auk þess frjálsir stíga á einhvern blett undir berum himni. En það er ekki léttur leikur að eignast sitt eigið hús fyrir þann, sem ekki hefir fullar hendur fjár. Það er ekki heldur auðvelt að komast í íbúð, sem aðrir eiga, þegar þarf að borga 25 þús. krónur fyrirfram fyrir að fá íbúðina, þótt ekki sé stór, og auk þess okurleigu bundna til 5 ára, eins og jafnvel mun tíðkast. vera hægt að byggja haganlegar og ódýrar heldur en ef hver pukrar fyrir sig.Það er því beinn þjóðhagslegur vinningur að styðja að félagsbyggingum. Ef þannig væri fyrir komið, að byggingarsamvinnufélögin fengju vissar fjárupphæðir að láni árlega úr byggingarsjóði væri sjálfsagt og eðlilegt fyrir þau, eins og raunar byggingar- félög verkamanna, að annast sjálf um innkaup á aðalbygg- ingarvörunum fyrir sig. Ef hægt yrði þannig, í fyrsta lagi, að sjá félögunum árlega fyrir lánum úr sjálfstæðum byggingarsjóði, er veitti lán með lágum vöxtum til langs tíma, og í öðru lagi að gera félögunum kleift að kaupa sjálf inn byggingarefnið, mundi vafalaust verða hægt að*lækka byggingarkostnaðinn töluvert. Margri fjölskyldu yrði þannig gert kleift að eignast sína eigin íbúð. Eitt byggingarsamvinnufélag, Byggingarsamvinnufél. Reykja- vikur, er starfandi hér í bænum og hefir það byggt milli 70 og 80 íbúðir. Flestar íbúðirnar eru í tveggja íbúða húsum, sín íbúð- in á hvorri hæð, 4—5 herbergi, eldhús og bað með geymslu í kjallara. Nokkur húsin, sem fyrst voru byggð, eru einbýlis- hús. En með því háa verði, sem er á byggingum nú, eru það of dýrar íbúðir og stórar, einkum síðan farið var að -ákveða lág- marks flatarmál húsanna. Það byggingarfyrirkomulag, sem flestir virðast sætta sig bezt við, eru tveggja íbúða húsin. Þá get- ur hver fjölskylda verið alveg út af fyrir sig og haft hálfa lóð- ina kring um húsið, og það er mikils virði fyrir börnin, að þau hafi einhvern stað til leika, þar sem þau eru ekki í stöðugri hættu fyrir bílum. Stórar sambyggingar hafa þann kostinn, að þær verða til- tölulega ódýrari og spara göt- ur og leiðslur fyrir bæjarfélag- ið, en hafa aftur á móti þann ókostinn, að enginn ákveðinn staður utan húss fylgir íbúð- inni, þótt sameiginlegur garður sé fyrir alla bygginguna. En fyr- ir barnlaust fólk, yngra og eldra, eru sambyggingarnar einkar þægilegar. Byggingarsamv.fél. Reykja- vikur byggði síðast 1942, 14 1- búðir. Þær íbúðir urðu mjög ó- dýrar eða um 62 þús. krónur hver íbúð að meðaltali., Úr því hækkaði allur byggingarkostn- aður úr hófi fram, svo að síð- astliðin tvö ár hefir svo að segja enginn félagsmaður látið sér detta í hug að byggja. Nú er aftur að verða breyting á. Litlar líkur eru að vísu til þess, að byggingárkostnaður verði lægri í ár en undanfarin ár. En það er líka fátt, sem bendir til þess, að byggingar- kostnaður muni lækka í náinni framtíð. Þeir, sem hugsa sér að eignast íbúð, telja, að ekki sé eftir neinu að bíða og bezt að hefjast handa sem fyrst. Hér í Reykjavík eru fjöldam^rgar fjölskyldyr, sem tilfinnanlega vantar íbúð, og þeim peningum, er fólk hefir sparað saman, verð- ur vart betur varið en til þess að koma sér upp sómasamlegri íbúð. Með samhjálp og sam- vinnu ætti svo að vera auðveld- ast að koma byggingaráformun- um í framkvæmd.. Þess er auð- vitað ekki að dyljast, að bygging- arkostnaður er nú gífurlega mik- ill, miðað við það, sem var fyrir stríð, en hitt er líka rétt að hafa í huga, að það er meira en vafa- samt, að hann lækki svo nokkru nemi hin næstu mlsseri. Með það í huga verður því hver og einn að meta og vega húsnæðis- þörf sína. Fyrstu byggingar Byggíngarsamvinnufélags Reykjavíkur (elnbýlishús). FRÁ magara Dans við dauðann Svo til hvert mannsbarn á íslandi hefir heyrt taiað um Niagarafossinn í Vesturheimi og veit, að það hefir iengi verið leikur ýmsra manna að stofna lífi sínu í hættu við að komast með einu eða öðru móti yfir gljúfrið eða fossinn. Hér verður sagt frá glæfralegum tiltækjum manna í þess- ari viðleitni sinni. Fyrir allan almenning er það lítt kleift að byggja sér hús af eigin ramleik án þess að njóta einhverra hlunninda. Tvenns konar lög eru til, er gera ráð fyrir stuðningi ríkisvaldsins við' byggingu íbúðarhúsa í kaupstöð- um, það eru lögin um verka- mannabústaði og lögin um byggingarsamvinnufélög. Lögin um verkamannabústaði gera ráð fyrir aðeins 15% fram- lagi til byggingarinnar frá íbúð- areigandanum, en Byggingar- sjóður verkamannabústaða lán- ar 85% til langs tíma með mjög lágum vöxtum. Lögin um byggingarsamvinnu- félög gera ráð fyrir lánum allt að 60% af byggingarkostnaði út á fyrsta veðrétt. En í lögunum var auk þess ákvæði um, að rík- isábyrgð fyrir lánum fari ekki fram úr 15 þús. kr. á íbúð, sem gert var ráð fyrir að myndi vera um 60% af byggingarkostn- aði íbúðarinnar á þeim tíma, sem lögin voru samþykkt.En með hinni auknu dýrtíð gerði þetta ákvæði það að verkum, að ríkis- ábyrgð varð einskis virði, og því ómögulegt fyrir félögin að starfa, svo að nokkru gagni gæti orðið fyrir félagsmenn. Nú er þetta 15 þús. króna ákvæði fellt niður, en ríkisábyrgðin fyrir lán- um eingöngu bundin við 1. veð- rétt, sem eins og að framan segir má vera allt að 60% af byggingarkostnaði. Er þetta mikil bót, en ekki þó nóg til þess að lögin komi að fullu gagni. Að því þarf að stefna að bygg- ingarsamvinnufélögunum sé tryggð árleg fjárupphæð til þess Flestir íslendingar vestan hafs eru búsettir í Kanada, hinu mikla sambandsríki Breta. Ein af stærstu borgunum er Winni- peg í Manitobafylki, og þar eru íslendingar svo fjölmennir, að hvergi eru fleiri á einum og sama stað, nema í Reykjavík. Vegna þess hve mikill fjöldi íslenzkra manna hefir eignazt annað föðurland vestan hafs, kunnum við yfirleitt nokk- ur skil á löndum og landshögum þar, þrátt fyrir mikla fjarlægð. Hér verður nokkuð sagt frá einu náttúrufyrirbærinu, o.g fífldjörfum leik manna við það. Kanada er mjög vötnótt land, og meðal stórvatna þar eru vötnin miklu á takmörkum Kanada og Bandaríkjanna. Þau eru fimm alls. Á milli tveggja þeirra, Erie-vatns og Ontario- vatns, er Niagarafossinn, 50 metra hár, eitthvert hið stærsta og vatnsmesta vatnsfall í heimi. Með sinni miklu tign og ógn- þrungna afli hefir hann laðað og freistað margra djarfhuga manna og ofurhuga. Skulum við nú rifja nokkuð upp glímu sumra þeirra við Niagara. Margir hafa reynt sig við hann, en aðeins örfáir þeirra sloppið frá því. Stór hópur manna, bæði karla og kvenna, hefir annað hvort af brjálæðis- kenndu ofurkappi eða í beinu fjárgróðaskyni, stigið dans við dauðann með þvi að ganga á línu yfir gljúfrin, velta niður sjálfan fossinn í tunnu úr tré og stáli, reyna að synda yfir sjálfa hringiðuna eða komast yfir á einhvern annan möguleg- an eða ómögulegan hátt. Margir hafa orðið illa úti í þeirri glæfra- ferð, og sagt er, að aðeins einn maður hafi áunnið sér mikla frægð og stórmikið fé. Var það Frakkinn Blondin, sem til upp- hefðar sjálfum sér, heiðurs föð- urlandi sínu og fyrir dálitla fjár- fúlgu, gekk oft á línu yfir gljúfrin, sumarið 1859 og sum- arið 1860. Áhorfendumir á bökkunum beggja megin fossins sklptu tugum þúsunda. Voru þar á meðal prinsar, forsetar, ríkis- stjórar og aðrir þjóðhöfðingjar, miljónamæringar og annað heldra fólk, innan um og saman við alls konar braskara og sauðsvartan almúgann. Tugir þúsunda komu með skipum, járnbrautum og alls konar far- artækjum, til þess að sjá þenn- an fræga línudansara leika listir sínar, stundum með bundið fyr- ir augun eða með hlekki um fæt- ur, næstum 200 fetum fyrir ofan hylinn og straumköstin. Fjár- hættumenn veðjuðu um afdrif Blondins.og upphæðirnar námu mörgum sfnnum meira en því, sem samanlagður aðgangseyrir varð. Höfðu þessir braskarar alls konar brögð í tafli. Sagt er, að einn þeirra hafi skorið á eitt hliðarstagið, til þess að Blondin dytti í gljúfrið. Blondin, sem raunar var skírður öðru nafni, en notaði þetta nafn á frægðarbraut sinni, hafði þegar unnið sér tals- verða frægð í Evrópu. Strax og hann lét hafa það eftir sér, að hann ætlaði sér að kljást við Niagara, var mikið farið að skrifa um hann í heimsblöðun- um — vitanlega allt f auglýs- inga- og áróðursskyni. Á leið- inni til Ameríku var hann svo heppinn að vekja á sér mikla athygli með því að bjarga sjó- manni, sem hafðl fallið fyrir borð. Strax og til Ameríku kom, var hafinn undirbúningur að ætlan Blondins. Strengur úr þriggja þumlunga kaðli var festur Kan- adamegin við hjólás, grópaðan í klett. Bandaríkjamegin var Samkór Reykjavíkur Samkór Reykjavíkur, stjórnandi Jóliann Tryggvason. Það má teljast ánægjulegur vottur um vaxandi sönglíf, að hér í bæ skuli á fáum misserum hafa verið stofnaðir ekki færri en þrír samkórar, sem komizt hafa til lofsverðs þroska á skömmum tíma. Er hér um að ræða Tónlistarfélagskórinn (stjórnandi dr. Victor von Ur- bantschitsch), Söngfélagíð ,Hörpu“ (stjórnandi Robert Abraham) og Samkór Reykja- vikur, er Jóhann Tryggvason stjórnar. Samkór Reykjavíkur efndl til söngskemmtana í síðastliðinni viku í Gamla Bíó. Hlant hann góðar viðtökur hjá áheyrendum. En vegna örðugleika á hæfu húsnæði til söngskemmtana, er ekki ráðgert, að hann haldi fleiri söngskemmtanir hér í bænum að sinni. Hins vegar er í ráðl, að hann syngi í Hafnarfirði og ef til vill víðar í hinum nálæg- ustu kaupstöðum og þorpum. — Þá mun hann og syngja í út- varpið á 2. páskadag. Söngskráin er þríþætt: í fyrsta lagi eru fjögur íslenzk lög: Reykjavik eftir Ólaf Þorgríms- son (tileinkað Samkór Reykja- víkur), Syng þú gleðinnar óð eftir Karl O. Runólfsson,Vírzd- irnir þjóta eftir Árna Beintein líslason og Heilir á verðí eftir Jóhann Tryggvason stjórnanda kórsins. Þá koma önnur fjögur lög erlend, eftir Beethoven, Reihmann, Bortiansky og Bach. Loks eru svo óperulög eftir Wagner, Verdi, Smetana og Gunoud. Um íslenzku lögin ber þess að geta, að þrjú þeirra hafa aldrei áður verið sungin opin- berlega. En nöfn hinna erlendu snillinga eru ein út af fyrir sig glöggt vitni þess, að ekki hefir verið leitað viðfangsefna í tón- smíðum hinna smærri spá- manna. Hér skal ekki freistað að fella dóm um meðferð hvers við- fangsefnis. um sig, en fúllyrða má þó, að heildarsvipurinn var mjög fagur, enda létu áheyr- endur hrifningu sína óspart í ljós. — Ekki er það neitt last um aðra hina íslenzku höfunda söngskrárinnar eða vanmat á verkum þeirra, þótt sagt sé, að lag söngstjórans hafí'vakið sér- staka athygli. Samkór Reykjavíkur er ekki nema rúmlega tveggja ára gaín- all. En við stofnun hans runnu saman í eina heild tveir kórar, sem starfað höfðu þá um nokk- urt skeið: Karlakórinn „Ernir“, er stofnaður varð upp úr kór, sem starfsmenn Strætisvagna Reykjavíkur höfðu myndað, og kvennakórinn „Svölur“, en i honum voru stúlkur, er Jóhann Tryggvason hafði æft frá því, er þær voru í barnaskóla. Við (Framhald á 6. síðu) vinda, og gengu hestar fyrir. Áttu þeir að halda kaðlinum strengdum. En þrátt fyrir allt þetta slapti kaðallinn um 50 fet í miðjunni, en hann var 1100 feta lengur. Voru gerð hliðar- stög út frá aðalstrengnum og höfð um 20 fet á milli og voru þau fest á árbökkunum. Pokar, fylltir salti, voru hengdir á stög- in, til þess að halda þeim strengdum. Vegna þess hve strengurinn var langur, var þó ekki hægt að koma fyrir nægi- lega mörgum hliðarstögum og var því langur kafli hans yfir miðri ánni, sem sveiflaðíst til og frá í vindinum eins og risa- stórt hengirúm. Blondin auglýsti, að hann ætl- aði að ganga á línunni yfir ána 30. júní 1859. Þann dag var uppi fótur og fit. Stórhópar áhorf- enda huldu klettana beggja megin árinnar og fylltu áhorf- endapallana, sem reistir höfðu verið í miklum flýti fyrir heldra fólkið. Menn greiddu stórar fjárhæðir fyrir stæði á húsþök- um, þar sem góð yfirsýn var. Gerðu menn sér alla vega löguð hrúgöld og stóðu þar á með annan fótinn — eins og frakkir hanar á heimahaug — en hinn kannske á höfði næsta manns. Miklu fé var veðjað um það, hvort Blondin myndi heppnast áformíð eða ekki, og einnig hvort hann myndi nú ekki missa kjarkinn á elleftu stundu og hætta við allt saman. En Blondin missti ekki kjarkinn. Á hinum ákveðna tíma hélt hann af stað frá árbakkanum Bandaríkjamegin út á miðjan strenginn, með 50 punda jafn- væðlsstöng í höndunum. Settist hann þar niður, stóð upp aftur, gekk nokkur skref, settist niður og lagðist á bakið og lagði jafn- vægisstöngina yfir brjóstið. Þeg- ar hann stóð á fætur, tók hann heljarstökk aftur yfir sig og gekk svo yfir að bakkanum Kanadamegin. Var þá þjóðsöng- ur Frakka leikinn af kanadiskri hljómsveit, en lagið drukknaði í fagnaðarhrópum áhorfenda. Eftir hvíld 1 15—20 mínútur lagði Blondin af stað aftur og hafði nú stól í höndunum. Á miðjum strengnum kom hann stólnum í jafnvægi og settist á hann. Klukkustund eftir að hann lagði fyrst af stað, kom hann aftur að bakkanum Bandaríkjamegin og var þá hress og alveg óþreyttur. 4. júli sama ár gekk hann aft- ur á strengnum og enn á Ba- stilludaginn, 14. júlí. Síðar lék hann þetta margsinnis. Hann stóð á höfðinu, dansaði eða bar borð og stól út á miðjan streng- inn og settist þar að snæðingi. Hann gekk á stiklum yfir gljúfr- in að næturlagl, lagði þá af stað við birtu frá sterkum eimlesta- ljósum, sem voru slökkt, þegar hann var kominn nokkuð á- leiðis, svo að hann varð að fikra sig áfram í myrkrinu. Þessa hættusömu ferð fór hann og með bundið fyrir augun eða þunga hluti bundna við fæt- urna. Eitt sinn lét hann tóma flösku síga í bandi niður í lít- inn gufubát og dró hana fulla upp aftur. En langmesta athygli vakti

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.