Tíminn - 20.03.1945, Side 6

Tíminn - 20.03.1945, Side 6
6 TtMmiy, þriðjndaglim 20. marz 1945 22. blað DÁNARMIMING! Helga Hinarsdóttir húsfreyja að Geithellum Inn af Álftafirði eystra ganga langir og grösugir'dalir á milli hárra, tignarlegra fjalla, sem spegla yztu tinda sína í vatns- fleti fjarðarins, er fremur má helta lón en fjörður, girtur frá úthafinu með eyjum og sand- rifi. Þarna er fögur og búsældar- leg sveit, syðsti hreppurinn í Múlasýslum — Geithellnahrepp- ur. í þessu umhverfi fæddist Helga 16. ág. 1873 og ólst upp hjá foreldrum sínum, Guðfinnu Jó- hannsdóttur Malmquist, og manni hennar, Einari bónda á Geithellum, er var sonur Magn- úsar „hins ríka“ á Bragðavöll- um. Mun ekki ofsagt, að Helga hafl verið með vænstu meyjum austur þar, er hún var full- þroska skömmu fyrir síðustu aldamót. Á þeim árum var þarna mikið talað um síldveiðar Norðmanna á Austfjörðum, siglingar þeirra og verzlun. Þeim fylgdi hress- andi blær framtaks og velmeg- unar. Helga afréð að fara til Noregs og einnig unnusti henn- ar, Jóhann Jónsson bónda "á Melrakkanesi, er var hinn mesti áhuga- og efnismaður. Þarna í landi forfeðranna vildu þau gæfunnar leita, og senni- lega hefir þeim dottið í hug, að gaman væri að koma aftur heim með „afl þeirra hluta, sem gera skal“, til gamla landsins. Dvölin austan hafs varð ekkl löng. Þau koma til að hefja búskap á Geithellum upp úr aldamótum, gift 1899. Jörðin er landmikil kostajörð, hagbeit á- gæt, veiði og varp. Þarna vóru komnir réttir menn á réttan stað. Á fáum árum varð heimili þeirra orðlagt fyrir myndarskap utanhúss og innan. Til þeirra valdist fólk, sem tók þátt í önn- um búsins og átti fénað á fóðri og í haga. Var ríkidæmi þeirra Geithellnapilta mjög um talað, en enginn efaðist þó um, að Jó- hann bóndl ættl flest fé af bú- endum í sveitinni. Mun hópur- inn þvl hafa verið stór, þegar allt kom til réttar, og ullarsekk- irnir, margir og vænir, þegar farið var með lagðinn frá heim- ilinu til kaupstaðar á vorin. Geithellnaheimilið var einnig á þessum árum orðlagt fyrir gestrisni — svo sem enn er — enda stendur bærinn vlð þjóð- braut. Þá var undirritaður einn þeirra mörgu gesta, er að garði bar. Minnist ég ekki að hafa hrifizt meir af skörungsskap og rausn annarar húsmóður en Helgu. Hún var í mínum aug- um drottning í ríki sinu, í um- sjón margmenns heimilis, móðir margra barna, er þá vóru í æsku, og veitandi fjölda gesta, mikils virt af öllum, en þó mest af þeim, sem þekktu hana bezt, heimilisfólkinu. Við þessa til- þrifamiklu, fáorðu og fastlyndu húsmóður var eitthvað, sem heillaði — en hélt þó gestum í hæfilegri fjarlægð — eitthvað, sem vakti vináttu, virðingu og traust. Árin liðu, og vorið 1915 reisti Jóhann bóndi stórt og vandað íbúðarhús úr timbri, sem hann hafði pantað til höggvið frá Noregi. Það var fullsmíðað um haustið, en þá veikist Jóhann af lungnabólgu og deyr. Helga stóð eftir með barnahópinn, fjóra sonu og eina dóttur. Beztu dagar lífs hennar vóru liðnir. Kjarkur hennar og viljaþrek var samt ekki bugað, og hún býr áfram með vinnufólki sínu og börnum. Öllu er haldið í horf- inu. Árið 1918 giftist hún síðari manni sínum, Guðmundi Ei- ríkssyni, frá Hlíð í Lóni, síðar í Papey, — ungum röskleika- manni. Þau búa á Geithellum í tíu ár við sömu rausn og áður var, og umbótastarfinu er hald- ið áfram. Börn Helgu og Jó- hanns eru að verða fullorðið fólk. Þá kemur þeim Guðmundi saman um að skilja, og búinu er skipt vorið 1928. Dóttirin, Sigríður, er þá dáin, en elztu synir Helgu taka við búskap á Geithellum, og þar búa þeir enn, Þorfinnur og Einar, á sinni hálflendunni hvor. Fyrst er Helga hjá þeim, en fer svo til Jóns sonar síns og Skúla, sem fluttir eru til Reykjavíkur. Síðastliðið vor kemur hún aft- ur heim að Geíthellum, og deyr um jólaleytið 1944, án þess að líða langvinnar þrautir. Hinn 10. janúar þ. á. er lík hennar lagt í gröf við hlið þess manns, sem hún unni mest, og full- orðna fólkið í þessum sýslum vitnar til þeirra Jóhanns og Helgu, þegar talið berst að hin- um mannmörgu, horfnu stór- býlum í sveitum landsins, sem stóðu með blóma á fyrstu tugum tuttugustu aldarinnar. Blessuð sé minning þeirra. Sigurður Jónsson, Stafafelli. DÁNARMIMING! Rannveig Runólfsdóttir hnslreyja ad Svínafelli . Hinn 3. október síðastlíðinn andaðist að Svínafelli í Öræfum Rannveig Runólfsdóttir hús- freyja þar, eftir alllanga van- heilsu. Var hún komin á áttug- asta aldursár. Hún var fædd á Heiði á Síðu, en fluttist til Ör- æfa ung að aldri, ásamt for- eldrum sínum og systkinum, og við þá sveit var starfsvið hennar bundið æ síðan. Hún gifstist fyrst Þorsteini Sigurðssyni á Hofi, en missti hann eftir mjög stutta sambúð. Fimm árum síðar giftist hún síðara manni sínum, Jóni Sigurðssyni, Svina- felli, og va^rð sambúð þeirra löng og farsæl. Þeim varð átta barna auðið, en aðeins fjögur þeirra komust til fullorðinsára. Eru þau þessi: SÍgurður bóndi í Svlnafelli, Runólfur hreppstj. í Sandfelli, Sigríður Róshildur í Reykjavík og Sveinbjörg Guð- ríður húsfreyja í Svínafelli. Rannveig Runólfsdóttir bjó í Svínafelli meira en hálfa öld, fyrst í sambúð við mann sinn nær þrjátíu ár og síðan með börnum sínum, eftir að Jón féll frá. Færðist þá forsjá heimilis- ins að vísu æ meira á þeirra hendur. Jón Sigurðsson var meðal annars einn í fremstu röð skaftfellskra ferðamanna, og mjög til hans leitað um leið- sögn yfir torfærur hinna skaftfellsku eyðisanda. Á bú- skaparárum hans var glíman við : Skeiðará jafnvel enn fastar sótt ■ heldur en nú er orðið, síðan meira var treyst á jökulveginn. En svo örugg sem leiðsaga Jóns var vegfarendum, jafn ágætar reyndust viðtökurnar heima í Svínafelli, þar sem Rannveig gekk um beina með # mikilli rausn og myndarbrag. Það er mikið og vandmetið ævistarf konu, sem heldur uppi að sínum hlut í hálfa öld veg og gengi allfjölmenns svelta- heimilis, svo að sæmd og gifta fylgir. Og ,.yfir minning ítur- menna ávallt sól í heiði skín.“ P. Þ. Anglýsið í Tímannm! Abyrgð íélagsmanna á skuld bindingum samvínnuiélaga í félögmn getur ábyrgð félags- manna á skuldbindingum fé- lagsins verið með ýmsu móti. Hún getur verið bein eða óbein, hún getur verið takmörkuð eða ótakmörkuð, sumir félagsmenn geta borið ótakmarkaða ábyrgð, aðrir takmarkaða o. s. frv. Þegar samvinnulögin voru sett hér árið 1921, var í þeim ákveðið, að félagsmenn í kaup- félögum og pöntunarfélögum skyldu bera samelginlega ótak- markaða ábyrgð á öllum skuld- bindingum félagsins, þ. e. einn fyrir alia og allir fyrir einn. Ábyrgðarform þetta hefir ver- ið nefnt samábyrgð. Var mjög um hana deilt á sínum tíma, og um langt skeið var hún eitt af aðalárásarefnunum á sam- vinnufélögin. Skal sú saga ekki rifjuð upp hér. En megin á- stæðan tií samábyrgðarinnar var sú, að hún var nauðsynleg til að skapa félögunum það iánstraust, sem þau þurftu á að halda. Samábyrgðarreglan átti einnig að hafa viss uppeldisleg áhrif og vera félagsmönnum hvatning til að fylgjast sem bezt með rekstri félagsins. En hins vegar verður því ekki neit- að að þetta er mjög víðtæk ábyrgðarskuldbinding. í öðrum samvinnufélögum en kaupfélög- um og pöntunarfélögum var heimilt að hafa takmarkaða ábyrgð. Með samvinnulögunum frá 1937 var reglunum um ábyrgð félagsmanna breytt. í þeim seg- ir, að ábyrgð félagsmanna á skuldbindingum félagslns skuli ákveðin í samþykktum þess. Kaupféiögum og pöntunarfélög- um er þar með einnig í sjáifs- vald sett, hvernig þau haga ábyrgð félagsmanna sinna. í félögum, sem aðeins selja gegn staðgreiðslu, má takmarka ábyrgð félagsmanna við stofn- sjóðsinnstæðu þeirra. En 1 fé- lögum, sem lána, verður hver félagsmaður að bera ábyrgð á skuldbindingum félagsins með stofnsjóðsinnstæðu sinni og a. m. k. 300 kr. að aukl. Öll kaupfélög landsins hafa nú takmarkaða ábyrgð. í flest- um þeirra er ábyrgðin ;bundin við stofnsjóðsinnstæðu og 300 kr. Um ábyrgð félagsmannanna eru ekki önnur ákvæði en að fram- an greinir. Önnur samvinnufé- lög geta því í samþykktum sín- um sett þau ákvæði um ábyrgð- ina, sem þau vilja. Ábyrgð félagsmanna á skuld- bindingum samvinnufélags er ó- bein. Lánardrottinn verður því fyrst að ganga að félaginu og reyna að fá kröfuna greidda af því og getur ekki fengið greiðslu hjá félagsmönnum. Um breytingar á gildandi á- byrgðarákvæðum -í samvinnu- félagi gilda sérstakar reglur. Samþykktir um ábyrgðarlækk- un gilda ekki um skuldbinding- ar, sem stofnaðar .yoru, þegar 'samþykkt var að lækka ábyrgð- , ina, fyrr en að tveim árum liðn- :um. Þó gildir ábyrgðarlækkunin :gagnvart nýjum félagsmönnum. ! Ákvæði þetta er sett lánar- drottnum til öryggis, er iánað hafa félaginu með tilliti til gild- andi ábyrgðarákvæðis. Ef ábyrgð félagsmanna er hækkuð, gildir hækkunin aðeins gagnvart þeim féiagsmönnum.er samþykkja hana skriflega. En aðalfundi er heimilt að ákveða, að þeir félagsmenn, sem ekki samþykkja ábyrgðarbreyting- una, missi félagsréttindi sín. Ákvæði þetta er sett til öryggls félagsmönnum. Er útilokað með þessu að ábyrgð einstaks félags- manns verði hækkuð gegn vilja hans. Ef hann ekki vill taka á sig ábyrgðarhækkunina ' getur hann sagt sig úr félaginu. Samkór Reykjavíkur (Framhald af 3. síðu) stofnun samkórsins kom og til nokkur liðsauki, bæði konur og karlar. Frammistaða kórsins á þess- um samsöngvum iofar góðu um þátt hans í sönglistariífi höf- uðstaðarins. Efniviðurinn virðist yfirleitt ákjósanlegur og söng- stjórinn er, þótt ungur sé, þegar orðinn kunnur að tónlistargáf- um og frábærum dugnaði. Sérstaklega er það eftirtekt- arvert, að Samkór Reykjavíkur hefir einn hinna þriggja á- minnztu kóra höfuðstaðarins, einvörðungu alíslenzkum kröft- um á að skipa. — Með þessum ummælum er síður en svo verið að vanþakka starf hinna ágætu erlendu söngstjóra Tónlistarfé- lagskórsins og „Hörpu“, og störf þeirra í þágu tónlistarinnar á íslandi. Tónlistarskólinn okkar hefir frá upphafi notið mikilla og góðra starfskrafta erlendra tónsnillinga. Og það, sem hér hefir verið tekið fram um Sam- kór Reykjavíkur, er ekki sízt gleðilegur vottur um árangur af starfi Tónlistarskólans, því að Jóhann Tryggvason og ung- frú Anna Sigríður Björnsdóttir, sem anaðist píanóundirleik- inn með ágætum, hafa bæði sótt menntun sína í þann skóla. Gum-Gripper, nýtt amerískt efni, lagfærir falskar tennur, sem tolla illa eða særa góminn. Berist á á þríggja mánaða fresti. Einfalt og , þægilegt. Leiðarvísir á íslenzku. Tólf króna túba endist heilt ár. Sendum um land allt. Seyðisfjarðar Apótck. Þér skuluð lesa þessa bók. TÍMINN Þeir, sem fylgjast vilja með almennum málum verða að lesa Tímann. Áskriftarverð í Reykjavik og Hafnarfirði er 4 kr. á mánuði. Áskriftarsími 2323. GÆFAN fylgir trúlofunarhringum frá SIGURÞÓR, HAFNARSTR. 4. Sendið nákvæmt mál. Sent mót póstkröfu. ORÐSENDING til kaupenda Tímans. Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, Satnband ísl. samvlnnufélaga. KAUPFÉLÖG: Munið eftir að senda oss verðskýrslur yðar i byrjun hvers mánaðar. SÆVOIV de PARÍS mýkir húðina o<j styrkir. Gefur henni yndisfagran litblæ og ver hana kvillum. HOTIÐ SAVON DE Cfari) Lítla blómabúðín Bankastræti 14. — Simi 4957. Blóma- og matjurtalræið komið. Sendum, gegn póstkröfu, um allt land. Grarfræið væntanlegt. Bæjarstjórn Hainarijarðar hefir samþykkt að verja af fé Bæjarútgerðarinnar allt að 1 miljón krðna til hlutafjárkaupa í félögum, sem stofnuð kunna að verða í Hafnarfirði, til þess að smíða eða kaupa mótorbáta og gera þá út þaðan. Allar nánari upplýsingar gefur atvinnumálanefnd Haf nar f j arðarbee j ar. BæjarstjóiTÍnn. RaÍtækjavinnustoian Seííossí framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. ORDSEMiIXG TDL KAUPEIVDA TÍMAiWS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, erii þe|r vtn- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.