Tíminn - 27.03.1945, Page 1

Tíminn - 27.03.1945, Page 1
s KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARIN SSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKJKURINN. Símar 2353 og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST J ÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNKEIMTA OG AUGLÝSINGASKREFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðjndagiim 27. marz 1945 24. blað „Stjórninni er alvara“ að halda skruminu áíram » Furðuleg yfirlýsing um smíði 50 báta, en enn r hefir ekkert verið undirbúið. Ríkisstjórnin er ekki alveg hætt nýsköpunargumi sínu. Nýlega hefir hún látið tilkynna, fyrst í Þjóðviljanum og síðan í útvarp- inu og hinum stjórnarblöðunum, að hún hafi ákveðið að láta smíða 50 vélbáta innanlands á 1—2 árum, 35 smál. og 55 smál. að stærð. Við nánari athugun kemur svo i íjós, að raunverulega er hér ekki um annað að ræða en að nýbyggingarráð er að leita eftir því, hvort einstaklingar eða félög vilja kaupa slíka báta og fer smíðin alveg eftir því, hvað margar slíkar umsóknir berast! Aðaliundur Byggíng- arsamvinnufélags Reykjavíkur Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn 19. þ. m. Var þar ákveðið að hefjast handa um nýbygg- ingar í sumar og verður að likindum byggt á lóðum, sem félagið fær fyrir sunnan Miklubraut. Á fundinum flutti formaður félagsins, Guðlaugur Rósin- kranz, skýrslu um starfsemina á liðna árinu, sem var með minna móti, því þá höfðu ekki neinir óskað eftir að byggja. Þá flutti Þórif Baldvinsson húsa- meistari fróðlegt erindi um nýj- ungar í byggingu íbúðarhúsa. Mikill áhugi rikti meðal fund- armanna um nýbyggingar á þessu ári og komu fram á fund- inum umsóknir frá 30 manns, er óskuðu eftir íbúðum í sumar. Alls hafa nú borist 50 slíkar umsóknir. Gerði formaður félagsins grein fyrir lóðum, sem fengjust, en þær eru sunnan Miklubrautar og ennfremur fyrir lánum. Lof- að hefir verið ríkisábyrgð á lán- um fyrir allt að 60% af bygging- arkostnaði, er greiðist á 25 ár- um. Þá hefir verið hafizt handa um útvegun byggingarefnis og gerðar teikningar að væntanleg- um íbúðum. Er kostnaðarverð 100 fermetra íbúða áætlað 112 þús. kr. og 116 þús. kr., eftir því, hvernig húsin eru. Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: Guðlaug- ur Rósinkranz yfirkennari for- maður, Elías Halldórsson skrif- stofustjóri, Ólafur Jóhannesson lögfræðingur, Vilhjálmur Björnsson verzlunarmaður og Guðmundur Gíslason bygginga- meistari. Hví stoínar Rvíkurbær ekki hlutafé- lag um útgerð eins og aðrir bæir gera? FRÆGIR HERSHÖFÐINGJAR Bruni í Hafnarfírði í gærmorgun um kl. 9 kvikn- aði í trésmíðaverksmiðju Jó- hannesar Reykdal í Hafnarfirði. Hús þetta er stórt tvílyft stein- hús. Kom eldurinn upp í þurrk- klefa á annari hæð og varð hæðin alelda á skammri stundu og brann hún öll og þak hússins féll niður. Vélar og annað, sem var á þessari hæð, skemmdist eða eyðilagðist í eldinum.Einnig urðu miklar skemmdir af vatni á vélum og efnivið á neðri hæðinni. Þegar slökkvilið Hafnarfjarð- ar kom á vettvang var eldurinn orðinn mjög magnaður. Slökkvi- lið var einnig kvatt frá Reykja- vík, en þegar það kom á stað- inn var að mestu búið að ráða niðurlögum eldsins. Ókunnugt er um upptök elds- ins, en málið er i rannsókn. Þegar Þjóðviljinn sagði fyrst frá þessu undir fyrirsögn, er náði yfir alla forsíðuna, var ekki hægt að álíta annað en að ríkis- stjórnin væri búinn að full- ganga frá þessu máli, búið væri að útvega efni og vélar, semja um smíði bátanna og yfirleitt að gera annað það, er slíkar á- kvarðanir þurfa að byggjast á. Þegar svo forsætisráðherrann segir frá þessu undir frekar lítið áberandi fyrirsögn í Mbl. síðastl. sunnudag, upplýsir hann eftir- farandi: Ekki hefir enn verið samið um smíði bátanna og ekki er fullvíst, hvort skipasmíðastöðv- arnar geti annað þessu verki. Ekki er búið að útvega efni í bátana og ekki víst, hvernig það muni ganga. Ekki er búið að útvega vélar í bátanna og ekki víst, hvort það muni takast. Ekkert ,er enn vitað um það, hvað bátarnir muni kosta. Engir bátar verða smíðaðir að tilhlutun stjórnarinnar, nema fyrirfram sé tryggt, að hægt sé að selja þá einstaklingum eða félögum. í samræmi við þetta síðast- nefnda auglýsir svo nýbygging- arráð í sunnudagsblöðunum, að ríkisstjórnin hafi að vísu ákveð- ið að láta smíða þetta marga báta, en „tilskilið sé, að ríkis- stjórnin geti selt þessa báta éin- staklingum, félögum eða stofn- unum til reksturs“, og í sam- ræmi við það auglýsir ráðið svo eftir umsóknum um bátana. M. ö. o. það fer alveg eftir því, hvað margar öruggar umsóknir ber- ast hvað margir bátar verða smiðaðir, og ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um þessa 50 báta er því alveg út í bláinn. Flestir munu svo geta gert sér í hug arlund, hvort umsækjendur munu telja umsóknir sínar bind- andi meðan ekkert er t. d. vit að um verð bátanna, véla o. fl. Hér hafa menn því enn á ný fengið gott dæmi um starfs- hætti stjórnarinnar, eins og kommúnistar vilja hátta þeim. Það er varpað fram hinum og þessum tölum um ýmsa nýsköp- un og þær kallaðar óhagganleg- ar ákvarðanir, án þess þó að á nokkurn hátt hafi verið tryggt, að við þetta verði staðið. Með þessu háttalagi er reynt að halda við þeirri falstrú, að stjórnin sé að vinna að ný sköpun, enda notar Þjóðviljinn umrætt tækifæri til að skrifa forustugrein undir fyrirsögn- inni: Stjórninni er alvara. Jú, vissulega er stjórninni alvara að halda áfram nýsköpunargumi sínu, en annað fá menn heldur ekki merkt af þessari óundir búnu látalætis ákvörðun. Hitt er svo annað mál, að allt þarf að gera til að styrkja og efla skipasmíðar innanlands. En til þess þarf vissulega önnur og haldkvæmari vinnubrögð en hér eru viðhöfð og þó fyrst og fremst að vinna bug á dýrtíðinni. Að gerðir ríkisstjórnarinnar í því máli eru vissulega ekki til þess fallnar að efla skipasmíðaiðn aðinn, eins og t. d. kauphækkun- in hjá skipasmiðum hér og víðar. Hér á myndinni sjást, talið frá vinstri, Bradley hershöfðingi, sem er yfir- stjórnandi 1., 3. og 7. Bandaríkjahersins á vesturvígstöðvunum, Montgo- mery marskálkur, sem er yfirstjórnandi 9. ameríska hersins og herja Breta og Kanadamanna, og Dempsey hershöfðingi, er stjórnar 2. brezka hernum undir yfirumsjón Montgomerys. Montgomery er klœddur í peysu og með kollhúfu á höfðinu, enda er hann oftast þannig búinn á vígstöðvunum. For setak jörið: Allir Slokkar styðja Svein Björnsson nema komm- únistar Þeir treystast þó ekki til að liafa sérstakan frambjóðamla. Það er nú upplýst mál, að þrír stjórnmálaflokkar, Framsókn- arflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa lýst yfir því, að þeir muni styðja Svein Björnsson í forsetakosn- ingunni í vor, en fjórði flokkurinn, Kommúnistaflokkurinn, hefir iýst yfir því, að hann muni ekki bjóða fram á móti Sveini. Benda því allar líkur til þess, að Sveinn verði sjálfkjörinn, en hann hefir nú lýst yfir því, að hann muni gefa kost á sér. Forráðamenn Reykjavíkur alveg sinnulansir nm efling'u útgerðarinnar Að undanförnu hefir staðið kátbrosleg deila milli Sjálfstæðis- maniia og kommúnista í tilefni af kaupum Reykjavíkurbæjar á Svíþjóðarbátum. Báðir þessir aðilar þykjast vilja láta kaupa til bæjarins sem mest af þessum og 'öðrum veiðiskipum, en báðir virðast hins vegar jafn áhugalausir fyrir því að skapa fjárhags- grundvöll fyrir bátakaupin. Virðist þó t. d. liggja beint við, að bæjarstjórn Reykjavíkur fylgdi í þessum efnum fordæmi þeirra sveitar- og bæjarstjórna, sem gengizt hafa fyrir stofnun út- gerðarhlutafélaga með almennri þátttöku manna í hlutaðeig- andi sveitar- eða bæjarfélagi. í sérstakri greinargerð, sem Þjóðviljinn hefir birt um málið, kemur það ljóst fram, að kom- múnistar eru engan veginn á- nægðir yfir því, að veita Sveini Björnssyni þannig óbeinan stuðning. Þar er því borið við, að minni hætta stafi af forset- anum nú en áður, þar sem kom- ið hafi verið á þingræðisstjórn í landinu. Ennfremur er sagt, að engin fjöldasamtök hafi skapazt um annan frambjóð- anda. Af þessum ummælum Þjóð- viljans er ljóst, að kommúnistar hefðu gjarnan viljað bjóða fram gegn Sveini Björnssyni, og sama hefir vafalaust vakað fyrir þeim hluta Sjálfstæðisflokks- ins, er kaus annað forsetaefni eða skilaði auðum seðlum í for- setakjörinu • 17. júní síðastl. Þessi partur Sj álfstæðisflokksins var reiður Sveini vegna þess, að hann setti Ólaf Thors af og myndaði utanþingsstjórn 1942, og hugði því á hefndir, eins og líka sýndi sig á Lögbergi. And- úðin gegn þeirri framkomu (Framhald á 8. síðu) t DAG birtist á þriðju síðu fyrri hluti greinar um nokkur umbótamál sjávarútvegsins eftir Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Ofan máls á 4. síðu er grein eftir frú Laufeyju Vilhjálms- dóttur um byggingu Hallveigar- staða. Minnmgarathöfn um þau, sem fórust með e.s. Dettifossi fer fram í Dómkirkj- unni í Reykjavík í dag og hefst kl. 2 e. h. Um leið fer fram út- för þeirra Davíðs Gíslasonar, stýrimanns, Jóns Bogasonar, bryta og Jóhannesar Sigurðs- sonar, búrmanns. Minningarat- höfninni verður útvarpað. Bær brennur Prestsetrið að Torfastöðum í Biskupstungum, Árness. brann til kaldra kola aðfaranótt síð- astliðins sunnudags. Þegar fólk- ið í íbúðarhúsinu varð eldsins fyrst vart, var fjósið, sem var í útbyggingu frá íbúðarhúsinu, brunnið til kaldra kola og grip- irnir, sem þar voru inni, kafn- aðir úr reyk. Eldurinn læsti sig brátt í íbúðarhúsið, sem var úr timbri og brann það á skammri stundu, en miklu af húsbúnaði varð þó bjargað. Milli fjóss og íbúðarhúss var heyhlaða, sem einnig brann til kaldra kola, en nokkru af heyinu varð þó bjarg- að. Ekki er vitað með vissu um upptök eldsins. Tjón af eldinum er mjög tilfinnanlegt og hefir fólkinu verið skipt niður á bæ- ina í nágrenninu til bráða- birgða. Fordæmi annarra bæjar- og sveitafélaga í sjóþorpum víða úti um land hefir fyrir nokkru verið hafizt handa um stofnun slíkra félaga, t. d. á Reyðarfirði, á Eyrarbakka og í Keflavík. Hafnafjarð- arbær hefir nýlega samþykkt að leggja fram eina milj. kr„ sem hlutafé í slíkt félag, ef bæjar- búar legðu jafnmikið á móti. Akureyrarbær hefir og nýlega ákveðið að gangaát fyrir stofn- un slíks félags, en tillaga um það var fyrst borin fram í Degi, enda hafa Framsóknarmenn víðast beitt sér fyrir slíkum samtökum og þannig afsannað mæta vel, hve óréttmætur er sá áróður, að þeir séu andvígir sjávarútveginum. — Mun Akur- eyrarbær leggja fram 200 þús. kr. í hlutafé, og Kaupfélag Ey- firðinga mun hafa ákveðið að leggja fram jafnháa upphæð. Má gleggst af því marka, hve mikilsvert það er'fyrir kauptún og kaupstaði áð hafa eflt svo kaupfélagsverzlunina, að hún sé þess megnug að geta veitt atvinnulífi þeirra mikinn styrk, eins og K. E. A. gerir bæði hér og á mörgum öðrum sviðum. Ætl- unin mun, að önnur fyrirtæki og einstaklingar leggi fram jafnmikið hlutafé og Akureyr- arbær og K. E. A. samanlagt eða um 400 þús. kr. Almennt útgerðar- hlutafélag í Reykjjavík Það leikur ekki á tveimur tungum, að framtíð Reykjavík- ur veltur fyrst og fremst á efl- ingu útgerðarinnar. Það er og jafn vafalítið, að fjöldi manna myndi vafalaust vilja styðja að- alatvinnuveg bæjarins, en telur sig ekki hafa aðstöðu til þess, eins og nú er ástatt. Með stofn- un almenns útgerðarhlutafélags myndi þeim verða þetta auð- sótt. Ótrúlegt ætti það ekki heldur að þykja, að hin mörgu gróðafyrirtæki, sem hér hafa risið upp seinustu árin, myndi láta rífleg framlög af hendi rakna til slíks félagsskapar. Þá ætti bærinn að geta lagt fram ríflegt framlag til slíks fé- lagsskapar. Þótt hann setti sér ekki hærra mark en að vera hálfdrættingur á við Hafnar- fjarðarbæ, miðað við fólks- fjölda á báðum stöðunum, yrði hér um tálsvert myndarlegt framlag að ræða eða um 4 milj. kr. Bæjarfélagí, sem jafnar nið- ur útsvörum, er skipta mörgum tugum milj. kr„ ætti vissulega ekki að verða skotaskuld úr því, að leggja þetta fé fram, ef sæmi- legi væri stjórnað á öðrum svið- um. Með jafnmiklu eða talsvert meira framlagi frá borgurun- um og einstökum fyrirtækjum, myndi hér vera skapaður veru- legur grundvöllur fyrir stór- aukna útgerð. ^ Morgunblaðið skýrir öðru hvoru frá því, að vel gangi að safna fé til byggingar Sjálfstæð- ishússins og Þjóðvlljinn segir, að hlutafjársöfnuninni fyrir prentsmiðju Sosíalistaflokksins miði ágætlega. Allar líkur benda þó til, að hlutafjársöfn- un til eflingar útgerðinni í bæn- um ætti að ganga mörgum sinn- um betur. Þar ættu alllr að geta lagzt á eitt. Undir góðri forystu og með samstilltu átaki allra flokka ætti vissulega að geta náðst glæsilegur árangur. Félagsstofnun, scm ekki mií dragast. Það, sem hér hefir verið nefnt, styður þannig allt að því, að Reykjavíkurbær ætti að fylgja fordæmi margra annarra sveita- og bæjarfélaga og hefj- ast handa um stofnun útgerð- arhlutafélags, er stofnað væri með framlagi bæjarins og al- mennri þátttöku borgaranna í bænum. Því fyrr sem slíkt félag er stofnað, verða líkurnar meiri fyrir því, að veruleg framlög fá- ist og framkvæmdir geta þá líka hafizt fyrr. Hér er vissulega um mál að ræða, sem bæjarfulltrú- ar kommúnista og Sjálfstæðis- manna ættu að sinna meira heldur en því karpi,hvort frekar skuli kaupa 10 eða 15 Sviþjóðar- báta meðan ekki er tryggður fj árhagsgrundvöllur fyrir kaup- in. — ÖUum mætti vera ljóst, að sjávarútvegurinn hefir verið og verður „lífæð Reykjavíkur“ (en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, eins og Bjarni Ben. hefir haldið fram og frægt er orðið!) Verði sjáv- arútvegur Reykvíkinga ekki aukinn og efldur, mun Reykja- vík eiga dapurlega framtíð fyr- ir höndum. Það er þvi vissulega ískyggilegt, að forráðamenn Reykjavíkurbæjar skuli vera eftirbátar annarra með undir- búning á þessu sviði og skuli enn ekki hafa hafið neinn raunhæf- an undirbúning að eflingu út- gerðarinnar. Má gleggst á því marka, hve heppilegt það muni vera að hafa íhaldsmenn og kommúnista fyrir helztu for- ustuiienn og hve mikið er að marka „nýsköpunar“-glamur þeirra. Með því að herða kröf- urnar um auknar aðgerðir bæj- arvaldanna, ætti þó enn að vera hægt að koma því til lei$ar, að þeir hæfust handa fyrr en það verður of seint og hagnýttu m. a. það úrræði, sem hér hefir verið bent á. En lengi má það ekki dragast úr þessu. TlMINN kemur næst út seinni hluta næstu viku.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.