Tíminn - 27.03.1945, Síða 2

Tíminn - 27.03.1945, Síða 2
2 TÍMIWIV, þriðiudagiim 27. marz 1945 24. blað Þnðjudagur 27. murz „PróSsteínnmti" Haustið 1939 reis upp ágrein- ingur í Sameiningarflokki al- þýðu — Sósíalistaflokknum, en svo hafa kommúnistar nefnt flokk sinn hin síðari ár. í flokknum var þá ungur hag- fræðingur, Benjamín Eiríksson. Hann taldi vináttusamn. Rússa og Þjóðv. og skiptingu Póllands brjóta í bág við hugsjónir sósí- alismans og fór ódult með það. Kvað svo mikið að þessari gagn- rýni hans, að formaðurinn „inn á við“, Brynjólfur Bjarnason, taldi sér skylt að svara honum opinberlega, og birtist sú grein hans í Þjóðviljanum 22. nóv. 1939. í greln slnni segir Brynjólfur, að „vonir verkalýðsins um sigur sósíalismans í þeim átökum, sem nú fara fram í heiminum, séu tengdar við það, að til sé sósí- alistiskt stórveldi, sem ræður yfir sjötta hlutanum af þur- lendi jarðar“. Verði þetta stór- veldi fyrir óhöppum eða álits- hnekki, segir Brynjólfur enn- fremur, veikir það trúna á sós- íalismann og jafnvel kollvarp- ar henni alveg. Allar árásir á þetta stórveldi séu því raun- verulega árásir á sósíalismann. Tii frekari áherzlu segir svo Brynjólfur: „í því sambandi er gott að minnast þessara orða Dimi- trofs: Prófsteinninn (feitletrun Brynjólfs) á einlægni og heiðarleik hvers starfsmanns verkalýðshreyfingarinnar, hvers verkalýðsflokks, verka- lýðssamtaka og hvers lýð- ræðissinna, er afstaða (letur- breyting Brynjólfs) hans til hins mikla lands sósíalism- ans“. í þessum ummælum Dimi- trofs, sem Brynjólfur gerir hér að sínum eigin ummælum, speglast meginstefna hvers rétttrúaðs kommúnista. Að dómi þeirra skipta hagsmunir og álit Rússa meginmáli fyrir framgang sósíalismans í heim- inum. Þess vegna er afstaðan til Rússlands alltaf nr. 1 hjá hinum rétttrúaða kommún- ista hverrar þjóðar, sem hann er. Hún er prófsteinninn á ein- lægni hpms og heiðarleik. Af- staðan tll eigin lands og þjóðar kemur ekki fyrr en í annari röð. Þ«tta er skýringin á þeirri þjóðskaðlegu afstöðu til styrj- aldarmálanna, ef miðað er við íslenzka hagsmuni, sem íslenzku kommúnistaforsprakkarnir hafa alltaf fylgt og rakin var með tilvitnunum í Þjóðviljann'í sein- asta blaði Tímans. Þetta er skýrjngin á baráttu þeirra gegn setuliðsvinnunni, siglingum til Énglands og herverndarsátt- málanum á þeim tíma, þegar vináttusáttmáli Rússa og Þjóð- verja var enn í gildi. Framkoma kommúnistaforkólf- anna í stríðsyfirlýsingamálinu er gleggsta sönnun þess, að afstaða þeirra er ófereytt í þess- um eínum. Þeir vildu ólmir, að íslenzka þjóðin gerðist striðs- aðili, þótt það gæti aldrei orðið henni til annars en tjóns og skammar. Ástæðurnar voru vissulega engar aðrar en þær, að Rússar áttu frumkvæðið að því, að þetta skilyrði var sett, og að stríðsþátttaka íslendinga gat skapað Rússum aukna mögu- leika til að fá hernaðarbæki- stöðvar hér. En það hefir jafn- an verið draumur kommúnista- forsprakkanna, eins og sést bezt á baráttu þeirra fyrir því, að Rússar taki ábyrgð á sjálfstæði íslands. Rússar gætu vitanlega ekki fullnægt slíkri ábyrgð, nema þeir fengju hernaðarbæki- stöðvar hér. Stríðsyfirlýsingámálið ætti vissulega að opna augu manna enn betur fyrir því en áður, að það er undirlægjuhátturinn og þjónustan við Rússa, sem stjórnar meira gerðum kom- múnistaforingjanna en íslenzkir hagsmunir o^-sjónarmið. Það er þeirra trú, að þp^inig þjóni þeir kommúnismanum bezt. Hver ó- spilltur íslendingur ætti hins vegar að geta gert sér þess greln, hvort það muni leiðln til að ERLENT YFIRLIT; Yerður Noregur síðasta Yígið ? lega, að styrjöldin yrði ekki unn- in fyrr en í sumar. Af þessum ástæðum var samningsaðstaðan því sízt hagstæðari nú en þá, en í^lenzkum atvinnurekstri, t. d. frystihúsunum, var óhagstætt að fá ekki vitneskju um samn- ingsniðurstöðuna fyrr. - Slysni Jóns á Akri. Jón á Akri skrifar nýlega eina af sínum mörgu skammagrein- um um Framsóknarflokkinn. Lofar hann Jónas Jónsson þar á hvert reipi og skal það síður en svo lastað. Jafnframt telur hann upp nokkra menn, sem gengið hafi úr Framsóknarflokknum fyrr á árum vegna þess, að þeir áttu ekki samleið með Jónasi og máttu sín minna í flokknum. í’elur Jón það hið versta verk, að menn þessir skyldu þurfa að hrekjast úr flokknum. Hefði því verið skemmtilegra fyrir Jón að vera ekki að rifja þetta upp í sömu greininni, þar sem hann er að hæla Jónasi. En það á ekki úr að aka með slysnina hjá Jóni. Ógeðslegar dylgjur. Þegar Mbl. getur ekki svarað beint, beitir það ógeðslegum dylgjum. í forustugrein blaðs- ins 22. þ. m. er t. d. dylgjað um það, að Vilhjálmur Þór muni „eiga drjúgan þátt í þeirri verð- hækkun á olíu, sem nú er fram komin“. Þannig hyggst það víst að breiða yfir þá staðreynd, að Vilhjálmur Þór afstýrði verð- hækkuninni, er raunverulega var skollin á’í stjórnartíð Ólafs 1942. Tíminn skorar á Mbl. að láta heimildarmann sinn, sem er vafalaust Ólafur sannsögli, segja því við hvað hann á. Þá mun það vissulega sjást einu sinni enn, hve áreiðanlegur Ól- afur er, og ef til vill mun það jafnframt upplýsast, að hefði Vilhjálms notið við áfram, myndi aldrei nein olíuverðhækk- un hafa orðið. Furðuleg ummæli. í forustugreín Alþýðublaðsins 23. þ. m. er samþykkt Búnaðar- þings í verðlagsmálunum gerð að umtalsefni á næsta óviður- kvæmilegan hátt. Segir þar í tilefni af því, að Búnaðarþing vill halda sér við samkomulag (Framhald, á 8. síðu) Sá þáttur styrjaldarinnar, sem margir hafa spáð að yrði einn hinn sögulegásti og örlagarík- asti, er nú í þann veginn að hefjast. Hann er sókn Banda- manna austur yfir Rín. Það má heita, að Bandamenn hafi nú allt Þýzkaland vestan Rínar á valdi sínu. Einnig hafa 1. og 3. ameríski herinn náð talsverðum landspildum austan fljótsins, en þó ekki á þeim slóðum, þar sem búizt hefir verið við meginsókn Banda- manna. Því hefir jafnan verið spáð, að þeir myndu fara yfir Rín á svæðinu milli Njimegen til Kölnar. Þar er austan fljótsins auðugustu námu- og iðnaðar- hérað Þýzkalands, Ruhr og það- an er eftir sléttlendi að sækja um mestallt Norður-Þýzkáland. Þegar Ruhr héraðið hefir verið tekið, má telja líklegt, að Banda- mönnum verði greiðfær leiðin til Berlínar. Hins vegar er erf- iðara um sókn á þeim stöðvum, þar sem Bandaríkjamenn hafa farið yfir Rín ofan Kölnar, m. a. vegna fjalllendis. Hinar miklu loftárásir, er gerðar hafa verið á borgir bg : herstöðvar í Ruhrhéraði und- anfarin dægur, hafa bent ein- dregið til þess, að þar ætli Bandamenn að fara yfir Rín, enda herma seinustu þýzkar fréttir, þegar þetta er ritað, að þessi sókn sé þá þegar hafin. Þjóðverjar hafa líka jafn- an búizt við aðalsókninni á þess- um slóðum. Þar eru og varnir þeirra vafalaust beztar. Það eru brezkir kanadiskir og amerískir herir undir stjórn Montgomerys marskálks, sem þarna eru til sóknar, en Montgomery hefir —jafnan verið falin herstjórn þar, sem vandinn er talinn mestur. Sóknin yfir Rín er talin mikl- um örðugleikum bundin, a. m. k. fyrst í stað. Fljótið er frá 300—500 m. breitt. Beggja vegna er víðast míkið flæðiland á svæðinu frá Njimgen til Köln- eðga eða allt frá 3-6 mílna breitt. Flóð verða oft í fljótinu á þess- i um árstíma. Getur það valdið ! miklum erfiðleikum,ef flóð verð- ur um það leyti eða rétt eftir að sóknin hefst og t. d. allt flæði- landið fer undir vatn. Sums stað ar eru þó bakkarnir það háir, að ekki flæðir yfir þá, en á slík- um stöðum má líka búast við fflDDIR HA6RAHNMNA. Launalögin og framkvæmd stjórnarsáttmálans. Sigurður Bjarnason alþm. skrifar nýlega grein um nýju launalögin í Vesturland. Hann segir þar, að þegar upphaflega hafi verið samið um þau milli stjórnarflokkanna hafi ekki ver- ið gert ráð fyrir, að þau kostuðu meira en 3y2 milj. kr. aukin út- gjöld fyrir ríkissjóð árlega, en samningur þessi hafi verið svo þverbrotinn í þinginu, að þau muni kosta rúmar 7 milj. kr. Jafnframt segir hann, að samið hafi verið um, að lögin yrðu til að samræma launakjörin, en niðurstaðan hafi orðið sú, að mörgum opinberum stofnunum hafi verið sleppt úr frv. og þann- ig muni því ósamræmið halda áfram, auk þess sem lögin sjálf „úi og grúi af skringilegustu dæmum um furðulega ringul- reið og ósamræmi í launa- greiðslum". Sigurður varpar síðan fram þeirri spurningu, hver beri ábyrgð á þessari afgreiðslu. Svarar hann því þannig, að for- sætisráðherrann hafi sagt i þinginu, að þótt lögin væru komin út fyrir þann ramma, sem flokkarnir hefðu samið um, yrði samt að samþykkja þau, vegna stjórnarsamvinnunnar. Sérhver‘ábyrgur maður í for- sætisráðherrasæti hefði vitan- lega gert það að ófrávíkjanlegu skilyrði, að stjórnarsamningur- inn um launalögin yrði hald- inn. Ólafur gerir sér hins vegar að góðu, að útgjöldin séu tvö- földuð frá því, sem gert hafði verið ráð fyrir. Á þessu geta menn bezt séð, hversu lítil er mótstaða hans gegn eyðslukröf- um samstarfsflokkanna og hve fullkomlega þeir geta haft hann á valdi sínu, ef þeir ógna með bvi að svipta hann ráðherra- lómnum. Launalögin munu því vissu- lega ekki verða síðasta ákvæði stjórnarsáttmálans, er fram- kvæmt verður á þennan hátt. Tálbeitan. Sjómenn sem víða fara er- lendis, þekkja það fyrirbæri í hafnarbæjum, að lítt útgengi- styrkja sjálfstæði og framfarir íslands, að efla flokk undir for- ustu manna, • sem þannig eru í beinni þjónustu erlends stór- veldis. Þetta er og ekki sízt um- hugsunarvert fyrir þá, sem hingað til hafa fylgt kommún- istaforingjunum vegna glamurs þeirra um umbætur og nýsköp- un hér innanlands. Þeim mönn- um mætti vissulega verða Ijóst, að það er ekki vísasti vegurinn til að koma á betri sambúðar- háttum og bæta landið, að hlaða undir menn, er telja af- stöðuna til erlends stórveldis prófsteininn á einlægni sína og heiðarleik. Skólabækur Það er nú orðið auðsætt, hver var tilgangur kommúnista, þeg- ar þeir lögðu áherzlu á að fá fræðslumálastjórnina í sínar hendur, er ríkisstjórnin var mynduð síðastl. haust. Fyrir nokkru síðan fyrirskip- aði kennslumálaráðherrann að felldar skyldu niður hömlur þær gegn pólitískri starfsemi skóla- nemenda, er Sigurður Guð- mundsson skólameistari hafði fengið settar við menntaskólann á Akureyri 1930. Ekki hafði neitt komið fram, sem benti til, að nemendur yndu þessum reglum illa. Þvert á móti virtust allir una þeim vel. Með því að af- nema þessar reglur með mikl- um hávaða og gauragangi, var vissulega verið að bjóða heim æsinga- og áróðursstarfsemi í skólunum, er vart getur orðið til annars en að spilla fyrir góðri sambúð ^jemenda og tefja þá frá námi. Annar tilgangur bjó og að baki þessu atferli kennslumálaráð- herrans. Með því að ráðast með offorsi og auglýsingaskrumi að hinum aldna skólafrömuði, Sig- urði skólapeistara, í þessu máli, gerðu, kommúnistar sér vonir legar gamlar kvensur hafa í fylgd með sér snoppufríðar, viljalitlar yngri stúlkur. — Með því að hafa þessa tálbeltu kom- ast þær gömlu í kallfæri við karlmenn. Hæla þær þá tálbeitu sinni á hvert reipi fyrir fegurð og sakleysi. Pétur Magnússon virðist nú gegna svipuðu hlutverki hjá Ól- afi Thors. Sjálfstæðisblöðin hafa orðið vit á því að segja aldrei, að óhætt sé að treysta eða trúa, þessu eða hinu vegna þess, að Ólafur sé í stjórn eða Ólafur segi það. Em Sjálfstæðisblöðin segja: Það er þó alltaf óhætt að treysta honum, Pétri, — þess- um landskunna sómamanni,- Hvað hefir Pétur unnið? Vegna þess að Mbl. er alltaf að vitna til þess, hvað -Pétur Magnússon hafi unnið fyrir al- menning og hve óhætt sé, að bera traust til hans, væri fróð- legt að fá að heyra eitthvað um þessi verk. Tímin'n er svo ófróð- ur og allir þeir, sem hann hefir náð til, að hann þekkir ekki þessi afrek Péturs. Að vísu vann hann í bridgekeppni nú fyrir nokkr- um dögum, og einu sinni tók hann þátt í „mjólkurvérkfalli“. En það hlýtur að vera miklu fleira, sem þessi maður hefir unnið fyrir almenning. Þess vegna er Morgunblaðið beðið að upplýsa það næstu daga, hvað hann Pétur hefir unnið fyrir al- þjóð, og hvað annað og meira hafi ráðið núv. frama hans en að hann hafi þótt manna lík- legastur til að leika sæmilega hlutverk Pílatusar í fjármála- ráðherrastólnum og vera jafn- hliða tálbeita Ólafs Thors. Brezku samningarnir. Mbl. er byrjað á þeim kynlega rógi, að fisksamningarnir við Breta sýni, að óheppilegt hefði verið að semja fyrr, eins og lagt var til hér í blaðinu. Þetta telur blaðið stafa af því, að styrjöld- in hafi dregizt á langinn. Þessi fullyrðing fellur um sjálfa sig, þegar þess er gætt, að forráða- mönnum Bandamanna var strax orðið það ljóst í októbermánuði og skýrðu þá frá því opinber- um að geta flæmt hann frá skólanum. Eftirmann hans höfðu þeir líka þegar ákveðið, Sigfús Sigurhjartarson Þjóð- vilj aritstj óri er hinn fyrirhugaði skólameistari og áróðursstjóri kommúnista við menntaskóla Norðlendinga. Þetta var þó ekki nema allra fyrsta byrjunin. Fám dögum seinna skipaði kennslumálaráð- herrann stjórn ríkisútgáfu skólabóka. Gagnfræða- og hér- aðsskólakennarar höfðu tilnefnt Alþýðufl.mann af sinni hálfu í stjór-nina, en barnakennarar kommúnista. Kennslumálaráðh. átti að velja formanninn. Ekki hefði virzt óeðlilegt, að valinn hefði verið einhver Sjálfstæðis- maður, því að Framsóknarmenn eru taldir „utangarðsmenn“ nú á dögum. Með því hefði hlut- leysi útgáfunnar átt að vera tryggt. En kennslumálaráðherr- -ann skipar einn gallharðasta kommúnista landsins í for- mannssætið. Tilgangurinn er auðsær. Kommúnistar vilja fá að ráða vali bókanna, sem notaðar verða við kennsluna. Þar mun smátt og smátt verða framkvæmd „hreinsun". Bækur eftir „ó- hreina“ menn, eins og íslands- saga Jónasar Jónssonar, verða að víkja. Sagnfræðingur á borð við Sverri Kristjánsson, verður látinn skrifa nýja íslandssögu. Núverandi landafræðibækur eru vitanlega ónothæfar, því að þar er ekki nóg um Rússland. Þá vantar nýja þjóðfélagsfræði. Þannig verður svo haldið áfram. Skólabækurnar verða gerðar að áróðursvopnum kommúnista. Þetta seinasta verk kommún- ista í skólamálum ætti vissulega að geta opnað augu manna fyr- ir fyrirætlunum þeirra. Allir frjálshuga menn þurfa að taka hér höndum saman til að afstýra því, að kommúnistar fá hneppt skóla landsins í áróðursfjötra sína. í forustugreln Vísis 22. þ. m. er rœtt um það athæfi Brynjólfs'Bjarnasonar, ið skipa kommúnistiskan meirahluta í stjbrn ríkisútgáfu skólabóka. Vísir segir: „Þeír, sem stjórna ríkisútgáfu námsbóka, ráða því að mestu leyti hvaða bækur eru kenndar í barna- skólunum. Er þeim lnnan handar að ráða miklu um það, hvað í þessum bókum stendur, vegna þess að það er á valdi þessara manna, hvaða bækur eru gefnar út. Geta þeir þvi látið þá menn semja bækurnar, er þeir telja heppilegasta til þess að rita þær á þann hátt, er bezt nær tilgang- inum, sem stefnt er að. Með þessu hefir skólakennsla barnanna verið tekin í þjónustu pólitískrar öfgastefrju, því enginn skyldí ætla, að kommúnistar hafi tryggt sér yfirráðin í námsbóka- útgáfunni af aulaskap eða mis- skilningi. Þeir ætla sér að ráða hvað börnunum sé kermt. Þeir ætla sér að láta alla barnaskóla landsins smátt og smátt með þessu verða handbendi sitt og sinnar pólitísku stefnu. Það á að gera börnin að kommúnistum með því að hafa áhrif á þau gegnum námsbækurnar. — Þeir flokkar, sem gengu til stjórnarsamstarfs með kommúnistum hafa verið ger- samlega blindir fyrir þeirri hættu, sem fólgin er í því að fá þeim í hendur alla fræðslustaf-fsemi í landinu. Ráðherrar sjálfstæðis- manna og jafnaðarmanna ráða auðsjáanlega engu um það. hvað ráðstafanir kommúnistar gera. Það sannar bezt skipun náms- bókastjómarinnar og flugmála- ráðunautarins. Eí hinir borgara- lega sinnuðu ráðherrar hefðu nokkru mátt ráða, þá er ótrúlegt, að þeir hefði nokkru sinni gefið samþykki sitt til að kommúnistar væri einráðir um samningu allra námsbóka skólabarna í landinu. Þetta er ekki aðeins pólitískt hneyksli. Þetta er einstakasta lít- ilsvirðing, sem sýnd hefir verið tilfinningum allra borgaralega sinnaðra manna í landinu, sem eru 9/10 hlutar þjóðarinnar." Þeir munu vissulega vera margir, sem taka undir þessi ummæli Vísis. Þetta ætti og að geta opnað augu margra fyrir því, hve algerlega komm- únistar fara sínu fram í ríkisstjórn- inni, þar sem þeir telja sig hafa öll ráð forsætisráðherrans í hendi sér. * * * í blaði Alþýðuflokksins á Akureyri, „Alþýðumanninum", er 20. þ. m. rætt um stríðsyfirlýsingarmálið. M. a. furð- ar blaðið sig á því, að Mbl. skuli engu afstöðu hafa tekið til þessa máls, og segir í því tilefni: „Margir munu reka augun í það að Morgunblaðið þegir. En þess verður að gæta, að Morgunblaðið er blað utanríkismálaráðherra og mun því ekki eiga hægt með að ræða þessi mál meðan ríkisstjórn- in hefir ekki birt opinberlega frá gangi þeirra og úrslitum. Einnig hefir sú saga verið á floti manna á meðal, að þeir þíngmenn hafi ver- ið til í Sjálfst.flokknum, sem hafi viljað taka tillit til vilja „allra flokka," og hafi ekki verið eins fastir í hlutleysislínunni og Alþfl. og Framsókn. í öðru lagi er það vitað, að for- maður Sjálfstæðisfl. virðist dingla v í einhverri sérstakri hengingaról hjá kommúnistum, sem stundum vlrðist leiða til hinna furðulegustu athafna af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins, eins og órjúfandl samvinnu þessara flokka í verklýðsfélögun- um í Reykjavík o. fl.“ haröastri vörn Þjóðverja. Heppnist Bandamönnum að fara yfir Rín og ná Ruhrhéraði, þykir líklegast, að þeir stefni þaðan til Berlínar og mæti þar Rússum. Þýzkaland yrði þá klof- ið í tvennt. Því hefir oft verið spáð, að Þjóðverjar væru að koma sér upp svo nefndu „innsta virki“ í Suður-Þýzka11 landi, Tékkóslóvakiu og Austur- ríki, og ætli sér að verjast þar meðan auðið verður. Hálent er þarna víðast og því allgóð skil- yrði til varna. í Tékkóslóýakíu hafaÞjóðverjar komið upp mikl- um hergágnaiðnaði, er enn hefir sloppið við loftárásir að mestu. Það þykir enganveginn ósenni- legt, aö Þjóðverjar geti varlzt í þessu„innsta virki“ talsvert lengi eftir að þeir hafa misst Berlín. Þýzki herinn, sem einangrast í Norður-Þýzkalandi, verður hins vegar ver settur. Er nú farið að spá því,. að hann muni hörfa undan til Danmerkur og síðan til Noregs. Bendir líka margt til þess, að Þjóðverjar séu að búa sig undir það að geta varizt áfram í Noregi, þótt alveg slitni sambandið við Þýzkaland og Bandamenn taka meginhluta þess. Þeir hafa þegar flutt þang- að mestallan kafbátaflota sinn og önnur herskip þeirra hafa nú orðið aðalbækistöð í Kaup- mannahöfn. Er talað um, að þau verði flutt til Olsó, ef þörf krefji. Terboven, landsstjóri Þjóðverja í Noregi, og Kvisling, hafa mjög haft það á orði, að Þjóðverjar muni verjast þar, þótt Þýzkaland sjálft verði her- tekið að mestu. Frá náttúrunnar hendi eru varnarskilyrði góð í Noregi og yrði erfitt að sækja Þjóðverja þangað heim, meðan þeir hafa næg vopn og vistir. Telja má líklegt, að þeir hafi þegar kom- ið þar upp nokkrum birgðum. Það er því enganveginn ólíklegt, að þeir geti varizt þar nokkurn tímá eftir að Þýzkaland hefir að mestu verið hertekið af Banda- mönnum og Rússum. Nokkuð hefir verið um það rætt, hvort Svíar myndu ekki blanda sér í leikinn, ef stór hluti þýzka hersins reyndi að komast undan um Danmörku-til Noregs. Slíkar fyrirætlanir Þjóð- verja myndi fljótlega gera Dan- (Framhald á 8. slðu) Vissulega er það ekki of mælt hjá Alþýðumanninum, að Ólafur vlrðist dingla í eins konar hengingaról hjá kommúnistum. * * * í Degi 15. þ. m. er rætt um þá kenningu Jóns Pálmasonar, að menn eigi að skiptast í tvo flokka eftir þvi, hvort þeir séu með eða móti þjóðnýt- ingu. Dagur segir um' þetta: „Málið er ekki alveg eins ein- ' falt og hann i fljótfærni sinni heldur. Velt ekki J. P., að þjóð- nýtlng eða ríkisrekstur er fyrir löngu á kominn í ýmsum mikil- vægum greinum þjóðlífsins og , orðinn rótfastur? Má þar tilnefna póst og síma, skóla- og mennta- mál að mestu leyti, samgöngumál að nokkru, útvarp, verksmiðju- rekstur, bankamál o. fl. Sannleik- ’urinn er, að allir stjórnmálaflokk- ar á íslandi eru riðnir við þjóð- nýtingu í stórum stil, og engar lík- ur fyrir, að nokkur þeirra hverfi frá því ráði, og ekki er flokkur sá, er Jón Pálmason fylgir, nelnn eftirbátur þar, þvi að hann, eða foringjar hans, gera ráð fyrir stór- um þjóðnýtingaráformum í mál- efnasáttmálanum fræga, sem þeir segjast ætla að framkvæma ásamt kommúnistum og jafnaðarmönn- um. Flokksbræður J. P. og hann sjálfur eru því í hraðri uppsiglingu sem þjóðnýtingarsinnar og meira að segjan ámæla Framsóknarmönn- um harðlega fyrir að vilja ekki vera með í þeirri hraðsiglingu." Það er alltaf sama sagan hjá Jóni. Þegar hann ætlar að deila á aðra, hittir hann sjálfan sig fyrir. Svo vel sannast á þessum þjóni stórgróða- valdsins hin fornu ummæli, að slysln er þrælaþjóðin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.