Tíminn - 10.04.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.04.1945, Blaðsíða 1
{ KITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. | PRENTSMIÐJAN EDDA hi. 29. árg. RITST J ÓRASKRIFSTOFUR: l EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. ) Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNFÚIMTA \ OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. j Síml 2323. $ 26. folað Fást 15-95 togarar smíðaðir í Nvíþjóð? Hve stór verðar þáttur Kveldúlfs í „nýsköp- Tíminn hefir haft spurnir af því, að íslenzka sendinefndin í Svíþjóff hafi tilkynnt ríkisstjórninni, að hægt myndi verða að fá smíðaða þar 15—25 togara, ef fljótlega yrði gengið frá samningum. Stjórnin hefir þó ekki látið heyra neitt frá sér um þetta, þótt sjálfsagt hefði virzt, að hún gerði það strax upp- skátt og léti fara fram rækilega athugun á þvi, hvort ekki fengj- ust hér kaupendur að slíkum skipum. Hitt verður að telja ósenni- legt, að stjórnii\ ætli sér að semja um smíði slíkra skipa, án Áburðarpöntunum verður ekkí full- nægt, þrátt fyrir aukinn innflutníng FRÁ RÁÐSTEFNUNNI I YALTA Mynd þessi er fra Krímráöstefnunni. fremst á myndinni (frá vinstri) eru Churchill, Rossevelt dt/ Stalin, en á bak við þá eru (frá vinstri) Eden, Stettinius, Alexander Codogan, sem er aðstoðarutanríkisráðherra Breta, Molotov og Harriman, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. .............-.......................— Ammoníaks-saltpétur verður not- aður hér í stórum stíl í Syrsta sinn Eftirspurn bænda eftir tilbúnum áburði fer svo ört vaxandi, að þótt innflutningurinn verði 30% meiri f ár en í fyrra, verður hvergi næri hægt að fullnægja eftirspurninni. Bendir þetta til, að hér sé óhætt að reisa mun stærri áburðarverksmiðju en gert hefir verið ráð fyrir, en því meiri, sem framleiðsla slíks fyrir- tækis veður, því meiri verður tryggingin fyrir hagstæðum rekstri og lágu verði. í vor og sumar verður notuð liér í fyrsta sinn áburðartegund sú, ammóniak-saltpétur, sem ameríski verkfræðingurinn, er Vilhjálmur Þór fékk hingað til að athuga áburðarverksmiðju- málið, gerði tillögu um, að framleidd yrði hér á landi, en stjórn- arliðið hefir fordæmt sem „sprengiefni" og niðurnítt á annan hátt. Virðist hann ætla að reynast stórum ódýrari en aðrar á- burðartegundir og tekur auk þess miklu minna flutningsrúm. Verðið á erlenda áburðinum lækkar talsvert og stafar það að- allega af lækkuðum flutningsgjöldum. Þegar áburður var flutt- ur inn í fyrra, var hið háa farmgjaVl enn í fullu gildi, og komu því fram í áburðarverðinu þá. Tíminn hefir nýlega snúið sér til Jóns ívarssonar, forstjóra Á- burðarsölunnar, og átt viðtal við hann um áburðarinnflutning- inn í ár. Frásögn hans fer hér á eftir: þess að hafa tryggt kaupendur. Nýr doktor Björn Jóhannesson frá Hofsstöðum í Skagafirði lauk 'doktorsprófi 22. marz við Cornell-háskólann í Banda- ríkjunum. Sérgreinir hans eru jarðvegsfræði og ræktun- arfræði. Ritgerð hans fjallaði um áhrif jarðvegsdýptar á vöxt plantna. Björn hlaut mjög háa einkunn við prófið. Björn Jóhanneáson er 30 ára að aldri. Hann er sonur hjón- anna Jóhannesar Björnssonar og Kristrúnar Jósepsdóttur frá Hofsstöðum í Skagafirði. Hann lauk stúdentprófi við mennta- skólann i Reykjavík árið 1935 og sigldi þá til náms á verk- fræðingaskólann (Polyteknisk Læreanstalt) í Kaupmannahöfn. Þar lauk Björn kandidatsprófi í efnafræði sumarið 1940. Nokkru síðar varð hann starfsmaður Atvinnudeildar háskólans, en sigldi sumarið 1941 til fram- haldsvinnu við Cornelllj^skóla í Bandaríkjunum. Stundaði hann vísindalega vinnu í jarðvegs- og ræktunarfræðum, uns hann lauk þar doktorsprófi nú fyrir skemmstu. Dr. Björn fór síðastl. sumar til Alaska á vegum íslenzku rík- isstjórnarinnar, eins og sagt hefir verið frá áður hér í blað- inu. Hann mun nú ráðinn starfs- maður við atvinnudeild Há- skólans. Samv.félag bíireiða- stjóra á Akranesi Bifreiðastjórar á Akranesi hafa nýlega stofnað með sér samvinnufélag til stöðvarrekst- urs, benzinsölu og sameigin- legra innkaupa. Nefnist félagið Þjótur og eru stofnendur þess 20 að tölu. Félagið rekur nú Bifreiðastöð Akraness og á stöðvarhús við höfnina, 7X8 metra að stærð. Stjórn fílags- ins skipa: Björn Kristmanns- son, form., Haraldur Krist- mannsson, gjaldkeri, Ragnar Leósson, ritari og meðstjórn- endur: Magnús Nordal og Ár- mann Halldórsson. Stöðvar- stjóri Árni Sigurðsson, Sóleyj- artungu. Það verður líka að teljast mjög ólíklegt, að ekki verði hægt að fá kaupendur að þessum skipum, þar sem togarafélögin hafa notið mikilla skatthlunn- inda á undanförnum árum til að koma sér upp nýbyggingar- sjóðum. Verður vissulega að ætlast til þess, að stórútgerðar- mennirnii' reynist ekki minni nýsköpunarmenn en bændurnir, sem íhaldsblöðin segja að „gangi í svefni" viðkomandi öllum um- bótum og nýsköpun, en véla- pantanir þeirra eru svo miklar, að ekki er hægt að fullnægja nema litlum hluta þeirra. Telja verður og alveg sjálfsagt, að ekki standi nú á fyrirtæki for- sætisráðherrans" sem er stærsta og ríkasta togarafyrirtækið, að nota það fé, sem það hefir safnað fyrir atbeina skattfríð- indanna, til að taka virkan þátt í „nýsköpuninni“ og festa kaup á ekki færri togurum en það hefir rekið að undanförnu. Samkvæmt frásögn forsætis- ráðherrans voru þeir togarar orðnir úreltir „ryðkláfar“ fyrir löngu, enda hefir fyrirtækið nú SQlt marga þeirra. Það er því eðlileg krafa til félagsins, að þáð noti sjóði sína til að endurnýja skipastólinn, a, m. k. myndi það ekki þykja góður bóndi, sem ekki héldi i horfinu. íslenzku sendinefndina í Stokkhólmi skipa þeir Stefán Tóhann Stefánsson alþm., Óli Vilhjálmsson, sem var fram- kvæmdastjóri S. í. S. í Kaup- mannahöfn, og Arent Claessen heildsali. Vilhjálmur Þór hafði samið um það við sænku stjórn- ina meðan hann var utanríkis- málaráðherra, að hún tæki á móti sendinefnd, en hinsvegar frestaði hann skipuA hennar, bví að stjórnarskipti stóðu þá fyrir dyrum. Af einhverjum ó- bekktum ástæðum frestaði hinn nýi utanríkismálaráðherra skip- un nefndarinnar í margar vik- ur, þótt áríðandi væri að nefnd- in færi sem fyrst, þar sem marg- ar aðrar ríkisstjórnir voru þá að leita fyrir sér um viðskipta- samninga við Svía. Þrjú dómaraembættí í Hæstaréttí laus Hinn 5. þ. m. veitti forseti ís- lands Einari Arnórssyni, hæsta- réttardómara, lausn frá emb- ætti, samkvæmt tillögu dóms- málaráðherra, með fullum laun- um samkvæmt 61. gr. stjórnar- skrárinnar, frá 1. maí næstkom- andi að telja. Einar er nú á 66. aldursári. Svo sem dómsmálaráðherra lýsti yfir á 25 ára afmæli Hæsta- réttar, hefir ríkisstjórnin ákveð- ið að nota heimild laga nr. 112, 1935, um Hæstarétt, og fjölga dómendum Hæstaréttar í fimm. Samkvæmt því eru nú þrjú dóm- araembætti í Hæstarétti auglýst laus til umsóknar með umsókn- arfresti til 20. þ. m., en gert er ráð fyrir að þau verði veitt frá 1. maí næstkomandi. Arsfíðalækkun á físk verði í Bretlandí liækkunin er gerð fimm vikum fyrr en í fyrra. Hin venjulega árstíðarlækk- un á fiskverðinu í Bretlandi, sem gildir yfir sumarmánuð- ina, gekk í gildi 7. þ. m. eða talsvert fyrr en venjulega. Síðastl. ár gekk hún ekki í gildi fyrr en 13. maí, og 1943 ekki fyrr en 12. júní. Er þessi árstíðalækkun því mun baga- legri fyrir okkur en áður, þar sem hún nær til \serulegs hluta af vetrarvertíðinni, en hefur ekki gert það áður. Samkvæmt þessari árstíða- lækkun verður þessi breyting á fiskverðinu frá því, sem það hefir verið í vetur: Heilagfiski lækkar úr 214 shillingum og 2 p. í 205 shillinga pr. kit (63.5 kg.). Koli lækkar úr 154 shillings og 2 p. í 145 shillinga pr. kit. Þorskur og ýsa (slægð og hauslaus) lækkar úr 85 shilling- um í 75 shillinga og 10 p. pr. kit. Ufsi lækkar úr 80 shillingum í 45 shillinga og 10 p. pr. kit. Steinbítur lækkar úr 63 shill- hauslaus) lækka úr 85 shilling- 8 p. pr. kit. Sumarverð þetta er það sama og í íyrra, nema á ufsa og stein- bít. Þá var verðið á ufsanum 70 shillingar og 10 p. og verðið á steinbítnum 54 shillingar og 2 p. Er verðlækkunin á ufsanum mjög óhagstæð fyrir togarana. f DAG birtist á 3. síðu grein eftir Björn Haraldsson bónda í Aust- urgörðum. Neðanmáls er kafli úr bók- inni „Reports on the Russian“ eftir Williams L. Whitcs. Nefn- ist hann: Saga austan úr Sí- beríu. Á 4. síðu er grcin, sem nefn- ist „Sérhvað hæfir sinni tíð.“ ~—------------- Aukín vöruvöndun á hraðlrystum fiskí Athyglisverð tillaga dr. Jakobs Sigurðs* sonar. Dr. Jakob Sigurðsson fiski- iðnfræðingur, sem nýlega er kominn hingað eftir nám vestanhafs, hefir gert at- hyglisverðar tillögur um vöru- vöndun á hraðfrystum fiski. Dr. Jakob er nú starfsmaður Fiskimálanefndar. Jakob leggur til að tekin verði upp sama tilhögun og í Banda- í'íkjunum, en þar er fiskflökum dýpt í saltvatn áður en þau eru fryst. Þetta gerir þau bæði út- litsbetri og bragðbetri. Hér eru flökin hins vegar ekki þvegin eða hreinsuð á nokkurn hátt. Jakob telur að sáralítill kostn- aðarauki hljótist af því að taka þessa aðferð upp. Fiskimálanefnd mælir ein- dregið með því að hraðfrysti- húsin taki þessa aðferð upp. Verður að telja það sjálfsagt, að ekkert sé ógert látið til að búa þessa vöru sem bezt úr garði. Strætísvagnafar- gjöldin hækka Bæjarráð Reykjavíkur hefir lagt til við bæjarstjórnina, að fargjöld með strætisvögnunum hækki um helming, nema á lengstu leiðunum, en þar verði þau óbreytt. Gjaldið verður því allsstaðar eins, 50 aura fyrir fullorðna og 25 aurar fyrir börn. Er hér um hækkun að ræða, er mun auka útgjöld fjölskyldu, sem nota þarf strætisvagnana að ráði, um marga tugi króna á mánuði. Þegar bæjarstjórnin tók við rekstri strætisvagnanna, hugðu margir að reksturinn myndi batna, vagnarnir verða endur- bættir og fargjöldin lækka. Hvort tveggja virðist ætla að fara á öfugan veg. Hækkun þessi er rökstudd með því, að kaupgjald og benzínverð hafi hækkað. Mun dýrtíðar- stefna stjórnarinnar vissulega eiga eftir að koma víðar við pyngju almennings en á þessu sviði. Meiri iimflutnmgiir en nokkuru sinni fyr. — Innflutningur tilbúins. á- burðar, segir Jón, verður að þessu sinni miklu meiri en að undanförnu, ef að óskum geng- ur. Mikill hluti hans er þegar kominn til landsins, og vonir standa til, að hann náist allur nægilega snemma, og komist til einstakra landshluta í tæka tíð, þrátt fyrir ýmsar flutninga- hindranir og erfiðleika í vetur. Hefir Eimskipafélag íslands og Viðskiptaráðið sýnt mikla vel- vild og skilning á þeirri nauðsyn landsmanna, að hann sé fyrir hendi í landinu á þeim tíma, sem þörfin kallar og menn telja hagkvæmast að nota hann. Þrátt fyrir mjög aukinn inn- flutning, sem. nemur meira en 30% frá síðasta ári, ef vonirnar rætast,verður áburðarpöntunum landsmanna hvergi nærri full- nægt. Áburðarþörfin fer ört vax- andi, bæði vegi^a aukins rækt- aðs lands og vaxandi skilnings bænda á nauðsyn þess að bera vel á. Áburðarsölu ríkisins hafa í vetur borizt pantanir á miklu meiri áburði af öllum tegund- um, sem innfluttar verða, heldur en áður. Mest héfir þó eftir- spurnin aukizt á Ammophos- áburðinum, og eru beiðnir um hann alveg tvöfaldar á við það sem var 1944. Áburðarsalan hef- ir reynt að fá viðbótar innflutn- ing af Ammophos, en ekki hefir það borið árangur. Þær áburðartegundir, sem fást að þessu sinni, verða þær sömu og síðustu árin, þ. e. Brenm- steinssúrt Ammoniak, Ammo- phos, Kali og Tröllamjöl, en auk þeirra ný áburðartegund: Am- monium nitrat, sem við köllum Ammoniak-saltpétur. Ammomak-saltpétui*. Þetta er í f yrsta sinni, sem ammoniak-saltpétur verður not- aður hé á landi, og það er ekki lengur en allra síðustu árin, sem hann hefir verið notaður í Norður-Ameríku í allstórum mæli. Reynsla sú, sem þar er fengin af honum, virðist vera þannig, að hann jafnist fylli- lega á við Brennisteinssúrt ammöniak og Chilesaltpétur. Þessi nýi áburður er miklu sterkari en báðar þessar teg- undir, köfnunarefnismagn hans er 32.5%, en í brennisteinssúru ammoníaki er það 20.6%, eins og kunnugt er. Það lætur þvi nærri að 2 pk. af honum jafn- gildi 3 pk. af Brennisteinssúru ammoníaki eða ríflega það. Er nauðsynlegt að notendur áburð- arins gefi þessu vel gætur, þeg- ar til dreifingar hans kemur. Það er að sjálfsögðu meira vandaverk að dreifa svo sterk- um áburði heldur en hinum. Um verðlag hins nýja áburðar er það "áð segja, að hver eining köfn- unarefnismagns í honum er að mun verðlægri en í öðrum köfn- unarefnisáburði, og verði á- rangurinn af notkun hans ekki lakari en vonir standa til, eru kaup á honum mjög hagstæð, meðal annars vegna þess að flutningskostnaður á honum er raunverulega miklu minni. Sumir hafa óttast það, að þessi áburður þyldi illa geymslu og flutning, hann mundi renna saman í harða og helzt óviðráð- anlega hellu í pokunum og yrði þá sem næst ónothæfur. Áburð- arsalan fékk nokkurn hluta af þessum áburði í febrúar síðastl. og er hann því búinn að liggja í geymslum hér á landi upp und- ir tvo mánuði og þriðja mánuð- inn á leiðinni til landsins. Auk þess eru sýnishorn af honum búin að vera í vörzlum Áburð- arsölunnar síðan í september- byrjun fyrra árs. Af þegar feng- inni reynslu um geymsluna, virðist áðurnefndur ótti um samruna áburðarins vera á- stæðulaus. Ástand hans nú, að liðinni nærri tveggja mánaða geymslu, virðist vera óbreytt. Afgreiðsla áfourðarlns. Ammoníaksaltpéturinn verð- ur nú sendur í allar sveitir landsins til notkunar í staðinn fyrir Brennisteinssúrt ammoní- ak. Verða pantánir á því, að Vs hluta þyngdarinnar afgreiddar með honum, en það samsvarar rúmlega 30 % af áburðarmagni þess, sem pantanir þeirrar teg- undar nema. Ammophospantanir verður ekki unnt að afgreiða nema að nokkru leyti eíns og fyrr er að vikið, þar sem innflutningur á því er ekki stórum meiri en að svara til þess er menn pöntuðu 1944. Kalí og tröllamjöl verður að líkindum unnt að afgreiða sam- kv. pöntunum. (Framhald á 8. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.