Tíminn - 10.04.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, þrlSJntlaglnn 10. april 1945 20. blað Sérhvað hæfir sinni iið I. „Ef þú gengur inn í hið póli- tíska musteri, skaltu skilja ær- una eftir fyrir utan dyrnar“. — Þessi setning er höfð eftir ein- um siðspilltasta manni, sem set- ið hefir í ráðherrastóli á Norð- urálfu. Þegar hann sagði þessa setningu, var hann að leika heiðarlegan mann og reyna að fá þjóð sína til að trúa því, að árásir, sem á hann höfðu verið gerðar, væru rógur og níð, sem allir, þótt heiðarlegir væru, yrðu að þola, ef þeir ættu við stjórn- mál. Þessi stjórnmálamaður end- aði í tugthúsinu. En það tók mörg ár að koma honum frá völdum og þangað, sem hann raunverulega átti heima. Maður þessi var um siðustu aldamót einn af valdamestu mönnum á Norðurlöndúm. Hann var auðugur. Hann hafði mikinn blaðakost. Hann hafði ótal handlangara, þýmenni og málpípur til að láta hrósa sér í ræðu og riti og til að stimpla allar árásir sem ofsókn, róg og lygi. Þetta tókst honum um langt skeið. En sókninni að þessu ógeðs- lega vígi var haldið áfram ár- um saman, og loks stóð þessi maður frammi fyrir þjóð sinni eins og hann var raunverulega var og hafði alltaf verið, þótt honum tækist að hreykja sér um skeið. II. Þetta dæmi, en mörg viðlíka eru tiltæl^ er ekki valið til að bera neinn íslending saman við þennan mann. Það er valið til að sýna með hverjum hætti sið- spillingin hefir varið sig öld fram af öld. Þegar sótt er að spillingunni, ver hún sig sjald- an beint með því að hnekkja því, sem sagt er, heldur með þeim aðferðum, sem hér að framan eru nefndar. En vegna þess, að árásir eru oft uppspuni einn, er almenningur eðlilega efagjarn og varnaraðferðin get- ur dugað, jafnvel um langt skeið. íslenzka þjóðin telur sig hafa alveg sérstaka ástæðu til efa- girni. Þjóðin hefir reynt það siðleysi af mönnum í Sjálfstæð- isflokknum, að þeir reyndu að koma pólitískum andstæðingi fyrir á geðveikrahæli sem brjál- uðum manni, til þess að koma honum úr leik. Þjóðin hefir séð menn úr sama flokki búa til annað eins mál og kollumálið. Hún hefir séð sömu aðila láta endurskoðanda „dikta“ upp heilu þjófnaðarmáli gegn Skipa útgerð ríkisins o. fl. o. fl. Og hún hefir séð að þetta og svo óteljandi margt annað hverfa niður í gin hins kokvíða Morg unblaðs, þegar það varð að eta ofan 'í sig óhróðurinn, eftir að honum hafði verið með karl- mennsku mætt. Þar sem stjórnarandstaða hefir verið rekin í 10—20 ár með slíku siðleysi, er eðlilegt að al- menningur sé tortrygginn, því að hann var orðinn því vanur, að stjórnarandstaða væri að verulegu leyti rógur og níð. Það virðist nú ætlun Sjálf- stæðisflokksins að nota sér þá ótrú, sem hann hefir sjálfur skapað á því, að til sé sæmileg stjórnarandstaða. Nú á fólk að trúa því, að flestar aðfinnslur stjórnarandstæðinga sé ósæmi- legur rógur og öfundsjúkt níð eins og kollumálið og margs konar góðgæti sömu tegundar. Stjórnarliðið beitir nú sömu varnaraðferð og maður sá, er nefndur er í upphafi þessa májs. III. Að sjálfsögðu hafa aðfinnslur og árásir allra flokka á ríkis- stjórnir veríð ósanngjarnár að einhverju leyti. Öllum getur yf- irsézt. En ég hef veitt því alveg sérstaka athygli, að Tíminn hef- ir í stjórnarandstöðu nú undan- farið ekki hreyft öðrum ádeil- um en þeim, sem byggðar hafa verið á staðreyndum. Sýnist mér þetta stinga mjög í stúf við þá stjórnarandstöðu, sem þjóð- in hafði áður átt að venjast um langt skeið. Það er staðreynd, að Fram- sóknarflokkurinn markaði með skýrum línum fjármálastefn- una á haustþinginu 1941. Sú stefna var í samræmi við það, er gert hefir verið í dýrtíðar- málum í nálægum þjóðlöndum. En sú stefna, sem Sjálfstæðis- flokkurinn tók,þegar stjórn hans tók við vorið 1942, var alveg gagnstæð þessari fjármála- stefnu. Það er hverjum hugs- andi manni augljóst, að hér er reginmunur milli tveggja fjár- málastefna og um þær hefir verið barizt. Sjálfstæðisflokk- urinn hefir fengið því ráðið, að stefnunni frá 1942 hefir verið fylgt og er fylgt. Hann hefir átt alla fjármálaráðherrana síðan fyrir stríð og ber því alveg ó- umdeilanlega ábyrgð á fjár- málaástandinu og þeirri stefnu, sem nú er fylgt. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að láta sér skiljast, að hann getur ekki kallað það róg, níð eða á- rásir, þó að á þetta sé bent. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki gert hvort tveggja í senn, markað fjármálastefnuna, átt ráðherrana, sem framkvæma hana, en í hinu orðinu sagt, að stefnan sé fordæmd stefna og hann beri ekki ábyrgð á henni. Ádeilur Fjamsókhairflokksins á afgreiðslu launalaganna, af- greiðslu fjárlaganna og á skatta- málastefnuna, sem allt eru af- leiðingar af fjármálastefnunni síðan 1942, eru ekki aðeins eðli- legar, heldur alveg sjálfsagðar af hálfu Framsóknarflokksins, og það væru bein svik af hans hálfu, ef hann ekki benti á, hvert hin dauðadæmda fjár- málastefna meirihluta Sjálf- stæðisflokksins og bandamanna hans er að fara með þjóðina. Ég hefi og veitt því athygli, að allar ádeilur Tímans á Ólaf Thors styðjast við staðreyndir. Enginn er í yafa um drengskap- arheit Ólafs 1942 og ég vil segja það hræðilega fyrirbrigði í ís- lenzkum stjórnmálum, þegar drengskaparheitið var rofið. Skreytni Ólafs síðan er söguleg staðreynd. Þá held ég, að það hafi ekki farið framhjá lands- mönnum, þegar forseti samein- aðs þings varð að lýsa yfir frá forsetastóli, að forsætisráðherra hefði gengið frá því, sem hann hefði við sig talað. Og síðasta afrek þessa manns er það, að hann gefur út opinbera skýrslu um fisksölumálin og skrökvar þar upp á fyrverandi ríkisstjórn með þeim hætti, að hún sá sig tilneydda að leiðrétta bæði í út- varpi og blöðum, En forsætis- ráðherra verður að þegja við þessari leiðréttingu eins og strákur, sem hefir orðið upp- vís að ósannindum. Vitanlega er það engum ánægjuefni, að svo skuli vera ástatt um mann í mikilsvarð- andi embætti. En það er hollast í þessu efni sem öðrum að gera sér grein fyrir staðreyndum. j „Þau eru verst hin þöglu svik“. Það væru þögul svik við íslenzku þjóðina að þegja yfir því, að hún hefir forsætisráðherra, sem er með þeim ósköpum gerður, að I það er ekki ætíð að marka það, | sem hann segir. Sá tími kemur | áður en langt um líður, að þjóð- in gerir sér það ljóst, hvað það kostar að láta slíkan mann sitja í valdastóli. IV. Það virðist stundum hafa horfið úr minni manna, hvers konar stjórn nú er í landinu. Hún er í eðli sínu sama stjórnin og vorið 1942. Alþýðuflokksmenn lentu þá í sinni eigin gildru. Þeir gengu aftur í sína eigin gildru nú. í bæði skiptin buðu þeir andstæðingunum boð, sem þeir héldu, að ekki yrði gengið að — og sátu svo fastir, er boðin voru samþykkt. Menn virðast líka hafa gleymt því, að kommúnistar sögðu það vorið 1942, hvers konar stjórn það var, sem þeir voru þá að mynda með Ólafi Thors. Það glopraðist út úr þeim í Þjóðvilj- anum, að þeir væru með því gð skapa lélega borgaralega stjórn, sem væri nógu veik í kaup- gjaldsmálunum og nógu léleg i allri andstöðu gegn kröfum þeirra. Og þegar þess er gætt, að Ólafur Thors meðgekk, eftir að hann hröklaðist úr ríkisstjórn- inni 1942, að hann hefði orðið að lofa kommúnistum því, að gera ekki við þá ágreining í neinum stórmálum, sízt af öllu í dýrtíðarmálunum, þá verður þetta allt skiljanlegt. Ólafur Thors keypti sér ráðherrastól- inn 1942 gegn því, að kommún- istar réðu upplausninni í dýr- tíðar- og fjármálum ríkisins. Það ætti því að vera öllum augljóst, að vitanlega vakir það sama fyrir kommúnistum nú. Það sýna og sanna kauphækk- anir og eftirfarandi dýrtíðar- alda, sem er endurtekning á upplausninni frá 1942. Og vit- anlega nota þeir sömu aðferð- ina. Þeir vildu þá og þeir vilja nú fá sem lélegasta borgaralega stjórn. Ólafur er því ekki ráð- herra á venjulegum forsendum, ekki vegna hæfileika, tiltrúar og trausts, enda ekki til þess í stólinn settur að byggja upp og efla íslenzkt þjóðfélag. Hann er valinn í sætið vegna eiginleika, sem eru hinum fyrrnefndu gagnstæðir og til að vinna verk í samræmi við það. Við lifum á niðurlægingar- tímabili. Orsakir þess eru skilj- anlegar. Þjóðin er ölvuð af dýr- tíðarvímu. Nokkur hluti hennar vill ekki láta renna af sér. Það vilja fæstar þjóðir, sem gerðar hafa verið ölvaðar af áfengi dýrtíðarinnar. Ríkisstjórnin á íslandi er á þessu niðurlæging- artímabili þjóðarinnar eins kon- ar drykkjumeistari í hófi því, sem nú er haldið á kostnað framtíðarinnar. Þessi drykkju- meistari réttir að þjóð sinni meiri dýrtíðardrykk. Og enn má ekki hugsa til næsta dags. En aukin áhrif áfengis vara takmarkaðan tíma. Það er og hægt að fleyta sér um stund á því að hálda áfram dýrtíðar- ofdrykkjunni að vissu marki. — En eftirköstin segja til sín. Núverandi drykkjumeistarar skulu gæta þess, að þegar reikn- ingurinn kemur eftir þá dýrtíð- ardrykkju, sem þeir standa fyr- ir, verður krafa gerð til þeirra um það, að þeir beri ábyrgð á skuldaskilum. En því miður eru litlar líkur til að þessir menn séu um ann- að færir en að veita þjóðinni æsilyf dýrtíðarinnar, stjórna henni meðan hún er í vímu þess og draga hana niður á við. — „Sérhvað hæfir sinni tíð“, segir gamall orðskviður. — Hið forn- kveðna sannast á ýmsan hátt. Sunnlendingur. DAMR3IL\.\L\G: Vilborg StcSánsdóttir h j likriniarkoiia Hún var fædd í Efrihólum í Núpasveit 29. júní 1895, dóttir hjónanna Guðmundu Þorláks- dóttur dfe Stefáns Þórarinsson- “ár bónda í Efrihólum Benja- mínssonar. Var Vilborg Stefáns- dóttir heitin eftir ömmu sinni, Vilborgu konu Þórarins^ í Efri- hólum (en hún var móðursystir Magnúsar skálds, sem lands- kunnur varð undir gerfinafn- inu Örn Arnarson, og þeirra Vilborg Stefánsdóttir systkina). Efrihólafólk fluttist í Þistilfjörð. Stefán faðir Vil- borgar varð ekki langlífur, en móðir hennar giftist síðar Ólafi bróður hans, og hafa þau hjón lengi búið í Laxárdal í Þistil- firði. Börn Guðmundu af fyrra hjónabandi, alsystkini Vilborg- ar, eru nú tvö á lífi, Stefanía skólahjúkrunarkona á Laugar- vatni og Þorlákur bóndi á Sval- barði í Þistilfirði. En af síðara hjónabandi: Þóra á ísafirði, Kjartan, Þórarinn og Ófeigur, nú allir í Reykjavík, og Eggert bóndi í Laxárdal. Vilborg Stefánsdóttir fór í kvennaskólann í Reykjavík um tvítugsaldur og stundaði þar nám veturna 1915—16 og 1916— 17. En vorið 1918 fór hún alfar- in. að heiman. Gerðist þá fyrst starfsstúlka á Vífilstaðahæli. Réðst upp úr því framtíð henn- ar og ævistarf. Sigldi hún til til hjúkrunarnáms í Danmörku vorið 1919. Stundaði hún nám sitt í þrjú ár í amtssjúkrahús- inu í Álaborg og eitt missiri við geðveikrahæli á Sjálandi, en var síðan nokkra mánuði hjúkr- unarkona í ríkisspítalanum í Khöfn. (Myndin er frá fyrstu námsárum hennar, og er hún þar í búningi hjúkrunarnema). Þegar hún kom heim að loknu námi vorið 1923, starfaði hún fyrst eitt ár á vegum hjúkrun- arfélagsins Líknar í Rvík, en var síðan bæjarhjúkrunarkona í Hafnarfirði lengst af (þó um tíma við hjúkrun í Svíþjóð) fram til ársins 1930. Það ár gerðist stórviðburður í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Landsspítalinn í Rvík var full- ger og tók til starfa um haustið. Því ástandi var þá’lokið, að að- alsjúkrahús landsins væri eign útlendra manna. Landsspítala- málið hafði verið alllengi á döf- inni. Hinni nýju stofnun var yfirleitt tekið með fögnuði af almenningi og reynt að vanda til hennar svo sem kostur var, þótt þjóðin væri fátækari en nú. Að spítalanum voru valdir læknar, sem voru meðal hinna ágætustu í. sinni stétt. Og nú þurfti ekki að sækja hjúkrunar- konur út fyrir pollinn eins og áður hafði verið gert, er mikið lá við. Vilborg Stefánsdóttir varð þá yfirhjúkrunarkona í skurðlækningadeild spítalans. Gegndi hún því starfi ávallt síð- an, að undanteknu einum ári, er hún var yfirhjúkrunarkona í heilsuhælinu á Kristnesi, og svo árinu, sem leið, er hún hafði leyfi frá störfum, til utanfarar. Læknar og starfsystur hennar við Landsspítalann geta senni- lega bezt borið um hið mikils- verða starf, er hún leysti þar af höndum um rúmjega ellefu |ára skeið. Sá, sem þetta ritar, kynntist þeim nokkuð frá sjón- armiði sjúklings og minnist þeirra með einlægri þökk. IJún j var áreiðanlega meðal hinna j fremstu í hinni þolinmóðu sveit, |sem þar vinnur líknarstörfin. Hún átti mildar hendur og hin góðu augu, sem draga úr mun- aðarleysi þeirra, sem ekki geta sér sjálfir björg veitt, en í fram- göngu var hún ákveðin og hik- laus. Þó að hún væri fáorð um störf sín, var henni auðsjáan- lega mjög annt um sjúklinga sína, og það þóttist ég skilja, að henni væri minnisstæð örlög þeirra margra, og þó einkum þeirra, er ekki varð bata auð- ið. Umhyggjusemi hennar kom einnig glöggt fram gagnvart vinum hennar og vandamönn- um, er næstir henni vóru og hún fékk til náð. Kom það eigi sízt fram við systurdætur hennar, er misst höfðu foreldra sína í bernsku og með henni dvöldu um hríð við nám hér, og við föð- ursystur hennar aldurhnigna, sem verið hafði henni innan handar hér syðra fyrrum, og nú lifir hana. Snemma ársin* 1944 réðst hún til langferðar, vestur um haf. Var það ætlun hennar að auka enn reynslu sína við hjúkrun vestra og njóta um leið nokk- urrar tilbreytingar frá áhyggju- sömu starfi hér. Mun hún hafa vænzt þess, að þrek sitt og (Framhald á 7. síðu) horfði á þau. Litlu síðar ætlaði ég að taka tal við hana að nýju, en viti menn: hún lét eins og hún sæi mig ekki og anzaði mér alls ekki. Ég gafst upp eftir nokkrar tilraunir — hélt, að ég hefði móðgað hana. En svo sá ég, að fréttaritarar hlógu að mér. Þeir höfðu gefið gætur að því, sem fram fór. „Hélztu í raun og veru, að þeir leyfðu þér að tala við fólk? Léztu þér detta það í hug?“ sögðu þeir. Rætt við landa. Við fengum þægileg herbergi i gistihúsi flughafnarinnar í Omsk til íbúðar. En af einhverj- um ástæðum gat ég ekki sofið. Um klukkan tvö fór ég á fætur og læddist ég niður, gegnum fordyrið og inn í biðsalinn til þess að ná mér í sígarettu. Ég bjóst við, að þar væri mann- laust, en svo var ekki. Tveir menn lágu þar á bekk og risu upp, þegar ég kom inn. Annar þeirra spurði mig einhvers á rússnesku. En áður en ég gat komið svörum við, greip hinn fram í og sagði: „Þetta er ekkl Rússi, Tex“. „Nei,“ svaraði ég. „Ég er Bandaríkjamaður. Þið eruð þó ekki Bandaríkj amenn líka?“ „Hver ert þú? spurði hinn,“ og hvað ert þú að gera hér? Hvað heitir annars þessi borg, sem við erum í?“ Ég sagði honum hver ég væri og hvaða borg þeir væru stadd- ir í. „Omsk,“ endurtók hann lunta- lega. „O-jæja. Það er víst eins gott að bíða hér eins og ein- hvers staðar annars staðar.“ Þeir sögðu mér nú, að þeir væru verkfræðingar, sem starf- að höfðu í þágu rússneska her- gagnaiðnaðarins í námu langt norður í landi. „Hvernig hefir ykkur samið við Rússa?“ spurði ég. „Þeir eru vingjarnlegir fyrsta daginn, én sú dýrð stendur ékki lengi. Það er eins og fólki sé bannað, að viðlagðri refsingu, að hafa nokkuð saman við okk- ur að sælda. En verkafólkið er samstarfsgott. En því hefir ver- ið sagt, að í Bandaríkjunum fái námumenn óheyrilega lág laun, Bretland sé harðsvírað auð- valdsríki og ráðstjórnarríki eigi óvini allt í kringum sig.“ „Hvernig eru námurnar rekn- ar?“ „Það fyrsta, sem þeir gera, er að setja upp ræðustóla og hengja upp myndir af Stalin og Lenin. Annars er rekstur þeirra allur ólíkur því, sem gerist hjá okk- ur.“ „Hvernig eru verkfræðing- arnir þeirra?“ „Þeir eru margir vel að sér í sinni grein. Þeir beztu eru þó NKVDmennirnir." „En það er leynilögreglan þeirra — eða hvað?“ „Jú-jú. En það eru 10—15 miljónir fanga í Rússlandi, þó að þeir hafi annað snið á með- ferð þess fólks heldur en.tíðk- ast í vestrænum löndum. Þessu fólki er skipað í vinnuflokka, og leynilögreglan, sem gætir þess, hefir á að skipa völdum verkfræðingum." „Þar sem við unnum, var nær helmingurinn af verkafólkinu fangar, flest konur. Og yfir þeim var vakað við vinnuna," sagði nú hinn. „Þegar fólk er tekið fast, hverfur það alveg. Ef einhver gerir sér rellu út af því, er þó með mikilli fyrirhöfn hægt að fá að vita, hvað orðið hefir af fanganum, og með aðstoð lög- fræðings er hægt að fá að skrifa honum einu sinni I mánuði, og hann fær að skrifa tvisvar í nlánuði. Þeir, sem teknir hafa verið fastir fyrir stjórnmálasak- ir, verða þó að hafa verið í út- legð í tíu ár, áður en þeir fá að eiga bréfaskipti við nokkurn mann. Én þeir fangar, sem látnir eru lausir að endaðri útlegð, fá vegabréf, sem á er rauð rönd. Þeir menn fá aldrei framar þol- anlega vinnu og mega hvergi setjast að. Verkamennirnir, sem við kynntumst, bjuggu í gryfjum, sem voru tuttugu feta breiðar og hundrað feta langar, grafn- ar fjögur fet í jörð, og síðan reft yfir. Fletin voru á beru moldar- gólfinu. Svo var til ætlazt, að þetta fólk ynni tólf klukkust. á viku, en í rauninni fékk það ekki vinnu nema þriðjung til helming þess tíma. Fæstir fengu í sig né á. Öll mataráhöld fanganna voru tvö tinílát, sem fest voru við belti þeirra. Stund- um var fleygt til þeirra hertum fiski, líkt og stráð er fyrir skepn- ur. Og litlu skárri var aðbúð hinna frjálsu verkamanna. Eng- inn fékk nægju sína, og margir héldu ekki fullu þreki. Ég man sérstaklega eftir rauðhærðri stúlku, sem veiktist. Við báðum yfirverkstjórann að láta hana fá léttari störf. En hann hristi bara höfuðjð. „Hvað kemur mér þetta við?“ sagði hann. Hann gat ekki skilið, að neinn varð- aði um þessi veikindi,nema hana sjálfa. Síðasta mánuðinn, sem við vorum þarna, dóu 2600 manns úr taugaveiki." í þessu bili heyrðist flugvéla- dynur úti. Þeir félagar spruttu á fætur, tóku farangur sinn, kvöddu og fóru. Tortryggni Rússa í garff lýffræðisríkjanna. Rússar treysta ekki umheim- inum. Erindrekar erlendra ríkja eru í rauninni fangar í strangri gæzlu, ekki síðar en blaðamenn og fréttaritarar. Sendiherranum brezka tókst ekki að útvega okk- ur ferðaleyfi um nágrenni borg- arinnar meðan við dvöldum þar. í einu þeirra ríkja, sem fylgir Bandamönr^um að málum, sat að völdum róttæk ríkisstjórn. Hún sendi til Rússlands sérstak- an vinnumálafulltrúa, er starfa átti við sendisveitina í Moskvu, og valdi mikils metinn mann til þessa embættis. Hann kom til Rússlands í þeim vændum að tengja vinarbönd milli verka- mannanna í vestrænum löndum og starfsbræðra þeirra austur í ríki sósíalismans. En hann hafði ekki lengi verið þar, er hann fór að kvarta yfir því, að í stað þess að fá að sjá og kynnast ein- hverju, væri sér ekki annað ætl- að en sífelld boð og veizlur. Þetta ófrelsi hefir nú breytt harla mikið skoðunum hans á hinu rússneska skipulagi. Til samanburðar má benda á það, að allir sendimenn og starfs- menn Rússa í lýðræðisríkjun- um fá að fara þar óhindrað ferða sinna hvert sem þeir vilja og hvenær sem þeir vilja. Þessi tortryggni Rússa gagn- vart öðrum hefir heldur farið rénandi eftir Teheran-ráðstefn- una, en þó er hún mjög mikil. Hún á bæði rætur að rekja til stjórnmálalegs skoðanamunar og sögulegra staðreynda. Bolsé- vikkar töldu upphaflega, að ekki væri hægt að koma á því skipu- lagi, sem. þeir börðust fyrir, nema með heimsbyltingu, og er- lend ríki efldu ófrið gegn þeim. En Stalin hallaðist að þeirri kenningu, að hægt væri að koma hinu nýja skipulagi á í Rúss- landi einu. Heimsbyltingin væri æskileg, og hann vildi róa að því öllum árum, að hún kæmist á. En í nánustu framtíð væri hún Rússlandi ekki lífsskilyrði. I seinni tíð hefir svo verið gengið enn lengra í þessa átt. Nú er lýst yfir því í Moskvu, að heimsbylting sé hvorki nauðsyn- leg né æskileg frá sjónarmiði Sóvét-Rússlands. Og hinir glöggskyggnustu stjórnmála- menn í Moskvu trúa því, að þetta sé í einlægni mælt. Þeir benda á, að máttur Rússlands hafi þorrið og þeir þarfnist friðartímabils til þess að rétta við. Þeir segja, að Rússar sjái sjálfir fram á það, að Norður- álfan kæri sig ekki um að1- „frelsast“, og það gæti aðeins gerzt með áframhaldandi blóð- baði, sem Rússar eru bæði ó- fúsir og ófærir til að leggja út í. Þeir telja, að Rússar muni því helzt vilja eiga vinsamleg skipti við Evrópuþjóðirnar. Þessir menn gera sér ekki neinar gyllingar um það, að Rússar hafi tekið neinu ást- fóstri við lýðræðið eða „auð- valdið“ í Evrópu. Þeir vilja að- eins koma sér ,vel við vestur- veldin af því að þau heita þeim friði og öryggi, sem Rússar þurfa á að halda. Ef öryggið skyldi verða minna en lofað er, þá eru Rússar ekki svo skyni skroppnir, að þeir hiki við að ota þar sín- um tota. En ef England og Bandaríkin halda vel á málun- um, bæði í stjórnmálum og fjár- málum, og tryggja stjórnhæfni lýðræðisins í Evrópu, halda þessír menn, að Rússar muni taka þann kostinn að sætta sig við sinn hlut. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.