Tíminn - 10.04.1945, Blaðsíða 7
26. blað
TfMHmy, |triSj mlaginii 10. apríl 1945
7
Stjórnarkveðja
Lag:- Það var kátt hérna um
laugardagskvöldið á Gili.
Það veður á stjóm þeirra Ólajs og Áka,
nú á ekki lengur að basla og káka,
með nýsköpun nú skal allt bætt.
Hver efast um gœfu svo háttvirtra
herra,
og hyggur að stóryrðin snúist l verra
og upp komi svik undan sœtt?
' \
Því þjóðhetfa er Áki, sem borgirnar
byggir
og byggöunum eyðir og sjómönnum
tryggir
hin hóglegu hátekjuvé.
En sum eru stóryrðin líklega login,
því lítt sést að lieildsölum blœði í
trogin
með svikum þótt safni þeir fé.
Og skattana hœkkar og hœkkar hann
. Pétur,
en helvítis dýrtiðin glennir sig betur
með bjarta og brosandi hlið.
Hún ábatann sækir í aðdrœgar hendur
og aumingja ráðherrann
féþrota steridur,
er aukana auka þarf við.
Og framleiðslan hallast og fiskverðið
lœkkar,
en fjárlagabálkurlnn þrútnar og
hœkkar.
Af ánœgju Ólafur skín.
Hið nýjd, sem skapast, eru skattar og
tollar,
og skuldir og eyðsla eru þjóðinni
hollar.
Já, Þjóðviljinn segir til sin.
Hreggviður á Horni.
Mínníngar-og menn-
ingarsjóður kvenna
Stjórn Kvenréttindafélags
íslands bauð nýlega blaða-
mönnum á sinn fund og
skýrði þeim frá nýrri sjóðs-
stofnun, sem er „Minningar-
og menningarsjóður kvenna“.
Það var frú Bríe't Bjarnhéð-
insdóttir, sem átti hugmynd-
ina að þessari sjóðsstofnun*
en hún lagði svo fyrir, að gef-
in skyldi verða 2000 króna
dánargjöf eftir sinn dag og
sjóðurinn stofnaður með því
fé. í samræmi við þetta af-
hentu börn hennar fjárhæð
ina á fæðingardegi gefand
ans 27. sept. 1942.
Stjórn sjóðsins hefir á hendi
Kvenréitindafélag íslands. Á
fundi þess síðastliðið vor var
sjóðmálið rætt, en eftir er þó
að semja skipulagsskrá fyrir
sjóðinn. Ákveðið hefir verið, að
fólk geti gefið minningargjafir
um konur í sjóðinn. Verður þá
mynd af þeirri konu, sem gjöfin
er gefin til minningar um, sett
í bók, ásamt æviágripi hennar,
en bók þessi verður geymd á
landsbókasafninu. Einnig er á-
kveðið, að safnað verði fé í sjóð
inn einn dag á ári hverju. Sá
dagur er enn ekki fyllilega á-
kveðinn, en líklegt er að það
verði fæðingardagur Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur, 27. sept.
Tilgangur Minningar- og
menningarsjóðs kvenna er fyrst
og fremst sá, að auka menningu
og menntun íslenzku kvenþjóð-
arinnar. En það er kunnara en
frá þurfi að segja, að íslenzkar
konur hA'fa alltaf átt örðugt
með/aíkjafla s^r mennturjíar og
kemur þar aðallega tvennt til
greinar Ahnað er það, að kven
fólk er ver launað en karlmenn
og hefir því minna fé handa á
milli en þeir, og svo hitt, að það
er venja frá fornu fari að setja
synina en ekki dæturnar til
mennta. Þess vegna qr það, að
á liðnum árum hafa það verið
sárafáar stúlkur úr sveitum
landsins, sem notið hafa æðri
menn.funar. Nær því allar stúlk
ur, sem komið hafa í mennta-
skólana, hafa verið úr bæjun-
um, þar sem þeir eru. Þessi
sjóðsstofnun getur því gert
þjóðinni mikið gagn, með því að
styrkja efnilegar stúlkur til
mennta, sem annars hefðu ekki
getað orðið menntunar að
njótandi.
4 víðavangi
(Framhald af 2. síðu)
verzlun“-reynir nýlega að af-
sáka samvinnu íhaldsmanna og
kommúnista hér með því, að
svipuð samvinna eigi sér stað
alþjóðamálum milli Roose-
velts, Churchills og Stalin.
„Frjáls verzlun" virðist ekki
vita það, að bæði Roosevelt og
Churchill afneita öllu samneyti
við kommúnista í innanlands-
málum. Roosevelt sagði fyrir
kosningarnar í haust, að hann
vildi hvorki þiggja stuðning
kommúnista eða annarra þeirra
manna, er væru undirlægjur er-
lendra þjóða. Churchill hefir
talið það stórkostlegustu fjar-
stæðu, að bjóða kommúnistupi,
er væru handlangarar annarar
þjóðar, sæti í stjórn sinni.
íslenzka íhaldið getur því ekki
huggað sig við það, að það hafi
tekið Roosevelt eða Churchill til
fyrirmyndar.
Hvað liggur eftir Pétur?
Tíminn beindi nýlega þeirri
fyrirspurn til Mbl., hver væru
stórvirki þau, sem lægju eftir
Pétur Magnússon og gerðu hann
verðugan fyrir það mikla lof,
sem borið er á hann í dálkum
Mbl. Tímanum var ekki kunnugt
um aðra kosti Péturs en þá, að
hann væri þægilegur í um
gengni, góður bridgespilari og
hefði varið margbreytileg mál
fyrir dómstólunum með sæmi-
fegum árangri. Hins vegar var
Tímanum ekki kunnugt um, að
Pétur hefði beitt sér fyrir neinu
stórmáli meðan hann sat á þingi
eða þar fyrir utan. Mbl. var
dví boðið að upplýsa, hvort ein-
hverjum slíkum eða öðrum af
rekum Péturs væri til að dreifa
Það hefir enn ekki svarað þessu
Tíminn vill því enn endurnýja
spurningu sína til Mbl.: Hvað
liggur eftir Pétur?
Áskorun til íhalds-
blaðanna.
Sjálfstæðismenn óttast sýni
lega ábyrgð sína á afgreiðslu
launalaganna. Til þess að reyna
að mæla framkomu sinni bót
ala þeir ákaft á þeim tilhæfu-
lausa rógi, að Framsóknar-
menn hafi unnið kappsamlega
að hækkun launalaganna, þótt
þeir hafi greitt atkvæði gegn
aeim áð lokum. Þessum rógi er
haldið áfram, þótt margsinnis
hafi verið á það bent, að Fram
sóknarmenn hafi gert ítrekaðar
tilraunir til að fá launalögin
lækkuð og snúizt gegn lögun-
um vegna þess, að það fékkst
ekki fram. Nú seinast hefir Sig-
urður Bjarnason tuggið upp
þennan róg í Vesturlandi.
í tilefni af þessum síendur-
tekna rógi, vill Tíminn skora á
málgögn Sjálfstæðisflokksins að
birta skrá yfir þær hækkunar-
tillögur, er Framsóknarmenn
fluttu. Þær liggja allar fyrir í
Þingtíðindunum. Þá geta þau
líka sýnt, hvað hæft er í þessum
fullyrðingum þeirra. Menn
munu geta séð það á því, hvern-
ig íhaldsblöðin bregðast við
þessari áskorun, hvað hæft er í
umfæddum rógi þeirra.
Þjóðhátíðamerkin
eru komin ailur
og verða seld í pósthúsinu I Reykjavík og á götunum næstu
daga. Þeir, utan Reykjavíkur, sem óska að kaupa þjóðhá-
tíðarmerki, sendi pöntun í bréfi eða símskeyti til Guðl.
Rósinkranz, Ásvallagötu 58 og verða merkin þá send þeim
í póstkröfu. Þeir, sem kaupa 100 merki eða fleiri, fá 10%
afslátt. Óskað er eftir endurnýjun á pöntunum frá síðast-
liðnu sumri. v
Sólbakkaverksmidjan
til
5!'-’
Síldarverksmiðjan á Sólbakka við Önundarfjörð er
til sölu, ef viðunandi boð fæst, að áliti eiganda verk-
smiðjunnar. Upplýsingar um verksmiðjueignina verða
gefnar í skrifstofu Síldarverksmiðja ríkisins, herbergi
nr. 44, Hafnarstræti 5, Reykjavík, sími 4725 og í aðal
skrifstofu verksmiðjanna á Siglufirði.
Tilboðum, merktum Sólbakki, Post Box 916, Reykja-
vík, sé skilað fyrir 5. maí n. k.
Síldarverksmiðjur ríkisins.
Námskeið Námsííokkanna
I Háskóla íslands
1___15. júnl 1945.
Námsgreinar verða þessar: Leikstarfsemi, (upplest-
ur og lelðbeiningar um leikstjórn). Kennari Lárus
Pálssön. íslenzka. Kennarl Sveinbjörn Sigurjónsson.
Töfluteikning. Kennari Kurt Zier. Lestur bókmennta.
Leiðbeiningar um trjárækt. Kennari Hákon Bjarna-
son. Leiðbeiningar um akuryrkju. Kennarl Klemens
Kristjánsson. Hjálp í viðlögum. Rauði Kross íslands
sér um kennsluna. Ennfremur munu þeir Sigurður
Nordal, Broddi Jóhannesson, Kristján Eldjárn og
Guðm. Kjartansson flytja erindi á námskeiðinu.
Þátttökugjald er 50 krónur. — Umsóknir sendist
fyrir 5. maí til undirritaðs, sem gefur nánari upplýs-
ingar.
Águst Signrðsson
Freyjugötu 35, Reykjavík.
Erlent yfirlit.
(Framhald af 2. síðu)
dómsmálin og lögreglumálin.
Mikil herferð hefir verið hafin
gegn öllum Þjóðverjasinnum og
svokölluðum „stríðsglæpayiönn-
um“, og hafa farið fram fjölda-
handtökur í stórum stíl. Hand-
tökur þessar þykja mjög bera
þess merki, að kommúnistar
telji meiru skipta að handsama
andstæðinga sína én hina raun-
verulegu stríðsglæpamenn og
nazistavini. Meðal þeirra, sem
handteknir hafa verið, eru sagð-
ir margir, sem alltaf voru Þjóð-
verjum andstæðir.
Það er í tilefni af myndun
þessarar stjórnar og framferði
hennar, sem Bandaríkjastjórn
hefir óskað eftir þeim viðræð-
um -um Rúmenínumálin, sem
fyrr er frá sagt. í ýmsum blöð-
um hefir sá kvíði verið látinn
í ljós, að Rússar muni fara líkt
að í Rúmeníu og í baltísku
löndunum á sínum tíma. Þeir
gerðu þar í fyrstu samninga við
borgaralegar stjórnir, brugðu
þeim síðan um svik og einræðis-
brölt og notuðu það sem tæki-
færi til að koma kommúnistum
til valda.
Leikaraskapur þriggja
íhaldsþingmanna.
í launalagainálinu er aumust
framkoma þeirra Jóns Pálma-
sonar, Gísla Jónssonar og Sig-
urðar Bjarnasonar. Þeir hétu
stjórninni upphaflega stuðningi
sínum, þótt þeir vissu, að setn-
ing nýrra launalaga yrði eitt
helzta stefnumál hennar. Þegar
svo málið kom til kasta þings-
ins, snerust þeir á móti því af
ótta við kjósendur sína. Hins
vegar halda þeir samt áfram
stuðningi sínum við stjórnina,
og sýna bezt með því, að þessi
mótstaða gegn málinu var þeim
engin alvara, heldur aðeins leik-
araskapur af versta tagi.
Hefðu þessir menn verið and
vígir málinu af fullum heilind-
um, hefðu þeir aldrei getað veitt
stjórninni stuðning, né stutt
hana eftir að hún hafði komið
málinu fram. Með því að styðja
stjórnina, studdu þeir að fram
gangi málsins. Eina leiðin til
að stöðva málið, var að hindra
stjórnarmyndun á umræddum
grundvelli. Það reyndu þessir
menn ekki, heldur gerðu það
gagnstæða, og bera því fulla
ábyrgð á inálinu, íþótt þeir á
síðustu stundu sýndu þann leik
araskap, að greiða atkvæði gegn
því, en halda samt áfram að
Istyðja stjórnina eftir sem áður.
Styrkir til náms-
manna
Menntamálaráð hefir nýlega
lokið við úthlutun námsstyrkja.
Alls bárust ráðinu 157 umsóknir
um styrki. Þar af voru 45, sem
áður höfðu fengið styrki af því
fé, sem ráðið veitir þeim, sem
stunda nám í Englandi og Am-
eríku.
Styrkir til framhaldsnáms
voru veittir 45, samtals kr.
126.800,00. Auk þess voru veittix
28 nýir styrkir, samtals kr.
23.200,00.
Svokallaðir „fjögurra ára
stúdentastyrkir“ voru veittir 23
stúdentum, fimm þúsund krón-
ur hverjum.
Vilborg Stefánsdóttlr
(Framhald af 4. siðu)
heilsa mætti eflast í hinum
vestrænu sólskinslöndum. Nú
hefir sú för endað með öðrum
hætti en vonir stóðu til. Eftir
nál. ársdvöl vestra tók hún sér
far heim með Dettifossi f vet
ur. En það átti ekki fyrir því
skipi aö liggja að sigla bláum
seglum að landi. Afdrif þess eru
kunn. Og langferðin varð enn-
þá lengri en ætlað var. Nú er
„lömuð sú hönd,
er lækna vildi“.
Slíkt er auðnuleysi vorra tíma
og dæmin til þess mörg.
Vilborg Stefánsdóttir var fríð
kona sýnum og vel gefin, í við-
ræðu skemmtileg, alvörugefin
en kunni þó vel að vera með
gleðibragði, skaprík nokkuð
trygg í lund. Hún mun verða
treguð af mörgum, vandamönn
um, samstarfsfólki og öðrum
Heima í átthögunum syrgir nú
móðir hennar á áttræðisaldri
sitt langförula barn, sem hin
stóra, óblíða veröld hefir frá
henni tekið. Og fleiri af skyld
mennum henhar, er henni voru
nánust, munu nú eiga um sár
ara að binda en orðum taki.
En gott er að minnast hvers
þess, er varði ævi sinni svo vel
sem hún gerði. G. G.
Umsóknir um styrki til flug-
náms, eða annara námsgreina,
sem snerta flugsamgöngur, voru
alls 24. Horfur eru á því, að hér
verði mikil þörf manna, sem
hafa slíka menntun. Mennta-
málaráð áleit því ófært að sinna
ekki þeim umsóknum. En sök-
um þess, hversu Menntamálaráð
hafði lítið fé til nýrra styrk-
veitinga, var þess farið á leit við
atvinnumálaráðuneytið, að það
veitti allmörgum þessara um-
sækjenda styrk af fé því, sem
ríkisstjórninni er heimilt að
nota til þessara mála.
Innílega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vin-
áttu á sjötlu ára afmœli minu 26. marz síðastliðinn.
Ég óska ykkur öllum til heilla.
GUÐMVNDUR BJARNASON, Túni.
Fyrirmæli
um Iftarmerkingu á sauðfé og geitfé vegna
sauðfjársjúkdóma.
Fyrir árið 1945 skulu gilda sömu fyrirmæli um litarmerklngar,
hvar sem er á landinu og þau, er undanfarin tvö ár hafa verið
í gildi og fyrirskipuð voru með reglugerðum 23. marz 1943, með
þeim undantekningum, sem hér segir:
1. Á svæðinu milli Þjórsár og Ytri-Rangár utan mæði-
veikihólfanna skal merkja með rauðum lit á hægra
horn, néma í girðingarhólfum þar sem vitað er um
garnaveiki, skal merkja með rauðum lit, þá bæði horn.
2. Á því svæði i Þingeyjarsýslu, er fjárskipti fóru fram
síðastliðið haust skal fé vera ómerkt.
Hreppstjórar eru beðnir að sjá um, að fyrirmælum um litar-
merkingar verði framfylgt.
Reykjavík, 3. apríl 1945.
SAVÐFJÁRSJtJKDÓMAMEFHD.
Kvcimabálkur
(Framhald af 5. síðu)
fallega skreytt. Á hornum er
rúm fyrir diskana og hinn
venjulega borðbúnað, diskarnir
í stafla, hnífar, gafflar, skeið
ar og glös í fallegum samsvar
andi röðum. í stofunni er lagt á
eins mörg borð og nauðsyn er
með diskum, blómum og mund-
línum. Þegar maturinn er
framreiddur á matborðið, fara
gestirnir áð borðinu eða í kring
um það og fá sér diska og dreifa
sér þar á eftir við smáborðin.
Framreiðslan verður auðveldari
á þennan hátt. Það er ekki gott
að ná sama hátíðarsvipnum og
við venjulegt borðhald, þar sem
fólkið situr í röðum við borðið.
Á buffetborði hæfir bezt kald-
ur matur, en það má líka hafa
þar heitan og kaldan mat.
(Þýtt úr norsku. J. K. M.)
TÍMINN
Þeir, sem fylgjast vilja með
almennum málum verða að lesa
Tímann.
Nýir kaupendur
Nýir kaupendur að Tímanum
geta fengið síðasta jólablað
Tímans ókeypis, meðan upp-
lagið endist, láti þeir afgreiðsl-
una vita að þeir óski þess.
í jólablaðinu er mjög margt
læsilegt: skáldsögur, .ferðasög-
ur, kvæði og ýmsar frásagnir,
greinar og myndir. — 64 bls.
alls.
Vinnið ötullega ftjrir
Títnann.
og
SAVOH de PARÍS mýkir húðina
stgrkir. Gefur henni yndisfagran litblœ
og ver hana kvillum.
IVOTIÐ
SAVON