Tíminn - 10.04.1945, Blaðsíða 3
28. blað
llMINX, þriðjadaglim 10. aprll 1945
3
BJ0RN HARALDSSON:
Haf a þeír varpað grundvallaratriðum
steínu sinnar fyrír borð?
Það er eftirtektarvert tim- j
anna tákn nú, er þeir tveir
stjó'rnmálaflokkar á íslandi ná
meirihluta i ríkisstjórn, sem
hafa haft þjóðnýtingu og beina
skatta sem efstu atriði á stefnu-
skrá sinni, að þá skuli þessi tvö
frá þeirra sjónarmiði þýðingar-
mestu stefnuskráratriði falla
niður í þeirri „nýsköpun“ þjóð-
málanna, sem núverandi ríkis-
stjórn hefir yfir lýst að fram-
kvæmd verði. í stefnuskrá
stjórnarinnar er þógert ráð fyrir
svo stórfelldri aukningu útvegs-
ins, að í hennar munni hæfir
ekki um þá aukningu minna orð
en „nýsköpun“.
Hitt er svo annað mál, hversu
mikið verður úr þeim loforðum,
sem gefin eru, hversu haldgóð
þau reynast og gagnleg þjóð og
einstaklingum, þegar vantar all-
an þann grundvöll, sem heil-
brigður atvinnurekstur verður
að hvila á. En sleppum því að
sinni.
Allt frá upphafi Alþýðuflokks-
ins og Sósíalistaflokksins hér á
landi hefir stórútgerðin verið sú
atvinnugrein, sem þessir flokk-
ar hafa fyrst og fremst haft
augastað á í sambandi við sín
þjóðnýtingarplön. En hvað skeð-
ur svo á því herrans ári 1944,
þegar þessir flokkar hafa, eins
og áður er sagt, náð meirihluta-
aðstöðu í ríkisstjórn og ráð-
herra Sósalistaflokksins hefir
fengið útvegsmálin í sinar hend-
ur, þegar „nýsköpun“ á að hefja
á hinni hnignandi atvinnu-
grein? Það skeður að ríkis-
stjórnin með sjálfan átvinnu-
málaráðherra Sósíalistaflokksins
í broddi fylkingar býður stór-
útgerðarfyrirtækjunum og öðr-
um auðmönnum landsins og
biður þá að taka i sínar hend-
ur hina stórfelldu nýsköpun, að
framkvæma hana eftir sínu
höfði og reka hana sem einka-
eign. Aldrei í okkar stjórnmála-
sögu mun nokkur flokkur hafa
brugðizt svo yfirlýstri stefnu-
skrá sinni, sem þessir flokkar
nú hafa gert. Aldrei hefir þó
þessum flokkum boðizt annað
eins tækifæri, ef rétt var á hald-
ið, til þess að sýna hvað þeir
vildu og hvað þeir gátu. En
tækifærið gekk þeim úr greip-
um, þeir vísuðu því á dyr. Svo
hundruðum skiptir miljóna er
varpað í hendur' einhverra ó-
nafngreindra manna eða hags-
munasamtaka — skilyrðislaust.
Aldrei hefir einstaklingshyggj -
unni verið lotið svo auðmjúkt.
Og eru þetta þó ekki sömu
mennirnir og áður töluðu hæst
um sleifarlagið á stórútgerð-
inni í höndum einstaklinganna,
um fjölskyldusjónarmiðin, um
arðránið og um það, að ríkis-
rekstur væri ráðið, eina ráðið til
þess að frelsa hina ánauðugu
verkamannastétt? Vissulega eru , _
þetta sömu mennirnir. Það efjj
ástæðulaust að velta þvi fyrir
sér, hvort heldur þessir menn
hafa skipt um skoðun, þá brost-
ið kjark eða þeir aldrei meint
það sem þeir sögðu áður. Allt
leiðir til einnar og sömu stað-
reyndar: Þeir hafa brugðizt
grundvallaratriðum stefnu sinn-
ar.
Að vísu er gert ráð fyrir því
í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar,
að ríkisrekstur stórútgerðar-
innar geti komið til mála, en
aðeins undir þeim kringumstæð-
um, að svo ólíklega fari að dómi
stjórnarinnar, að einstaklingar
vilji ekki sinna þessu einstæða
tilboði, sem stjórnin telur vera.
Stjórnin og stuðningslið hennar
hafa komið sér saman um þá
trúarjátningu, að „nýsköpunin"
standist dýrtíðina. Ef einlægni
fylgir þessari játningu, þá hlýt-
ur stjórnin að gera ráð fyrir því,
að ekki standi á stórútgerð-
inni að taka að sér miljón-
irnar og „nýsköpunina". Það
hlýtur þvi að vera útilokað frá
sjónarmiði stjórnarinnar og
stuðningsliðs hennar, að til
þess komi, að ríkið taki nýsköp-
unina í sínar hendur. Þetta
varaákvæði um ríkisrekstur. er
því í „nýsköpunar“-stefnuskrá
stjórnarinnar bersýnilega fram
sett til þess eins að reyna að
breiða yfir stefnusvik Alþýðu-
flokksins og Sósíalistaflokksins
í von um að auðtrúa kjósendur
gleypi fluguna. Hitt er svo ann-
að mál, hve margir verða til
þess. Nú er að vísu svo, að and-
stæðingar stjórnarinnar halda
því fram, að jafnvel nýsköpun
atvinnuveganna með aukinni
tækni og þar af leiðandi aukn-
um afköstum muni ekki stand-
ast dýrtíðina í samkeppni við
aðrar þjóðir á heimsmarkaðin-
um, þjóðir, sem vafalaust munu
tefla fram ekki óveglegri ný-
sköpun en íslendingar og eiga
við að búa langtum minni til-
kostnað en þeir. Andstæðing-
arnir hafa þannig leyft sér að
andmæla sjálfri trúarjátningu
stjórnarinnar og einkunnarorð-
um:Dýrtiðin lifi. Þeirri trúar-
játningu, sem er yfirlýst lífakk-
eri stjórnarinnar og hún berst
fyrir eins og ljón. í fljótu bragði
kann að virðast ósvífni að hafa
það við orð, að til muni vera í
stuðningsliði stjórnarinnar, og
afnvel í sjálfri stjórninni, efa-
semdir um óskeikulleik trúar-
játningarinnar. En þegar rifj-
aðar eru upp fyrri yfirlýsingar
Sjálfstæðismanna, málgagna
þeirra og leiðtoga um skaðsemi
dýrtíðarinnar fyrir allan at-
vinnurekstur í landinu, þá er
jafn erfitt að verjast þeirri
spurningu og það að finna við-
unandi svar við henni, hvers
vegna Sjálfstæðisflokkurinn
skiptl um skoðun á dýrtíðarmál-
inu á einu augabragði. Manni
dettur helzt í hug einhvers kon-
ar opinberun. En hvert sem er
hið rétta svar, þá fer það ekki
leynt, að fjölmargir stuðnings-
menn Sjálfstæðisfl. eiga erfitt
með að tileinka sér þau skoð-
anaskipti, það er svo um fleiri
en fimmmenningana. En þessir
menn halda nú raunar sumir, að
hér hafi engin skoðanaskipti
orðið, heldur sé þetta aðeins
sniðug? plata. Ólafur Thors og
fylgjendur hans séu sömu skoð-
unar og áður, þeir trúi ekki á
dýrtíðina. Þeir reikni með því
að einstakir menn og félög muni
ekki leggja í „nýsköpunina“ í
sambýli við dýrtíðina, því að það
sé ófært. Og platan sé svo fólg-
in í því að láta bandamenn sina
flana út í ríkisrekstur, sem ekki
geti farið öðruvísi en illa, en
geri hvorttveggja í senn að
sanna fyrir alþjóð ómöguleika
ríkisrekstrarfyrirkomulagsins og
afsanna trúarjátninguna um
dýrtíðina, og þess vegna hafi
flokksforusta þeirra sætt sig við
varaákvæðið um ríkisútgerð.
Hvort getgátur þessar hafa við
rök að styðjast skal hér látið
liggja milli hluta, en þær eru
ekki með öllu óeðlilegar frá sjón-
armiði Sjálfstæðismanna, enda
þótt „platan“ geti ekki talizt
viðfelldin. En hvað sem því líð-
ur, þá er það eitt víst, að leið-
togar verkamannaflokkanna eru
ekki öfundsverðir þegar spila-
borgin hrynur.
Verkamannaflokkarnir hafa
frá upphafi haft á sinni stefnu-
skrá afnám tolla, a. m. k. á
nauðsynjavörum, og það er
nokkurnveginn víst, að framan
af árum fylgdi þar hugur máli,
einnig hjá leiðtogunum. Fyrsta
átak þeirra í skattamálum nú
eftir að þeir komust til valda, er
að beita sér fyrir og koma á
hinum gífurlega veltuskatti,
sem verkar i aðalatriðum sem
nefskattur á þjóðina. Einhverj-
ir hefðu þó haldið hér áður fyrr,
að þetta mundi verkamanna-
leiðtogana aldrei henda, svo
mikið sem þeir voru búnir að
tala um þá óbærilegu tollabyrði,
sem hvíldi á fátækum almenn-
ingi í landlnu. Þeir mundu láta
það verða sitt fyrsta verk að
létta þá byrði en ekki auka hana.
Þeir mundu í þess stað leggja
aukna skatta á stórgróðamenn-
ina, sem höfðu „arðrænt" og
„margsogið“ öreigana. En það
bólar ekki á neinu slíku. Einnig
í skattamálunum bregðast leið-
togar þessara flokka sínum um-
bjóðendum. Þeir télja ekki fært
að auka álögur auðmannanna,
þótt þeir hins vegar treysti þeim
bezt að framkvæma „nýsköp-
unar“-hugsjónina.
Ég held það fari ekki hjá því,
að úti í röðum flokksmann-
anna, meðal þeirra, sem í ein-
lægni trúðu á fagurgala for-
ingjanna, fái margur þela fyrir
brjóst, er hann hugleiðir þessar
staðreyndir 1 ró og næði eftir
að mesta fagnaðarvíman yfir
stofnun sex-manna stjórnar-
innar er tekin að dvína, og að
þeim hvarfli sú spurning, hvort
ráðherrastólarnir fjórir hafi
ekki verið of dýru verði keyptir.
Og nú þegar allar vonir um gull
og græna skóga, sem ráðherr-
arnir lofuðu áður fyrr, þegar
þeirra tími kæmi, eru foknar
út í veður og vind, þá fer ekki
hjá því, að sú hugsun hvarfli að
hinum vonsviknu mönnum, að
annaðhvort hafi brugðizt leið-
togarnir eða stefnurnar eða
hvorutveggja, og að ef til vill
kunni sjálfstæðismál hinnar
fjölmennu en háðu verka-
mannastéttar, að hljóta farsælli
lausn eftir öðrum leiðum en
hingað til hefir verið að þeim
haldið af leiðtogunum.
Sídastí ví
e f t i r E
Johan Bojer er eitt mesta
skáld Norðmanna, það sem af
er þessari öld. Eiga Norðmenn
þó enn sem fyrr mörg öndvegis-
skáld, sem sérhver bókmennta-
þjóð helms mætti öfunda þá af.
Hann skrifaði skáldrit í fjóra
tugi ára, og út komu yfir þrjá-
bækur eftir hann.
Bojer var litillar ættar sem
kallað er, lausaleiksbam fátækr-
ar vinnustúlku á Orknadalseyri
við Þrándheimsfjörð. Lét hún
drenginn í fóstur til kotunga
þar í nágrenninu og þar ólst
hann upp við fátækt og basl og
mikla vinnu, en litla menntun.
Tæplega tvítugur að aldri fór
hann til Þrándheims og gekk
þar í undlrforingjaskóla, en
gerðist síðan farandsali og ferð-
aðist um með ýmsan varnig, er
hann hafði á boðstólum. En
hugurinn hneigðist æ meira að
því, er verða vildi, og hann las
úrvals bækur af kappi og sótti
fyrirlestra. Árið 1894, er hann
var 22 ára, kom fyrsta bók hans
út, leikrit, einþáttungur. Síðan
hver bókin af annarri.
Eftir þetta lagði Bojer land
undir /fót, ferðaðist fótgangandi
suður um álfu, dvaldi eftir það
í Kaupmannahöfn og síðan eitt
sumar upp tll fjalla 1 norskum
seljum. Þar skrifaði hann fyrstu
skáldsögu sína, er verulega kvað
að. Eftir þetta fór rithöfundar-
frægð hans sifellt vaxandi, unz
hann tók sér sess meðal norskra
stórskálda árið 1903 með skáld-
sögunni Troens magt. Eftir
þetta rak að kalla hver bókin
aðra í yfir þrjá tugi ára, og
voru þar á meðal sumar þær
skáldsögur, sem mestan orðstír
hafa hlotið á Norðurlöndum.
Þó stóðu á sínum tíma all-
miklar deilur um hann og skáld-
skap hans, því að mörgum bók-
menntafræðingum þótti sem
hann hirti lítt um að fylgja
þeim lögmálum, er þeir töldu,
að listin yrði óhjákvæmilega að
lúta.
Johan Bojer er talsvert kunn-
ur hér á landi. Er hvort tveggja,
að ísl. hafa löngum haft allná-
in kynni af bókmenntum Norð-
manna og margt gott þangað
sótt, og svo hitt, að ýmislegt
kíngurinn
: o JER
eftir Bojer hefir verið þýtt á ís-
lenzku. Björg C. Þorláksson
þýddi hina frægu skáldsögu
hans, Innsta þráin (Den store
hunger, 1916) og Ástaraugun
(úr ævintýrabók hans, Hvide
fugle, 1904). Þá hafa margar
smásögu'r og ævintýri eftir hann
birzt í ýmsum tímaritum, og
tvær sögur eftir hann eru nú
að'koma fyrir augu og eyru is-
lenzks almennings sem fram-
haldssögur: Kotbýlið og korn-
sléttan (Vor egen stamme, 1924),
sem Helgi Hjörvar hefir þýtt og
les í útvarpið, og Fanginn syng-
ur (Fangen som sang, 1913), er
Samvinnan flytur i þýðingu séra
Sveins Viklngs. Loks er nú ný-
lega komin á forlagi Pálma H.
Jónssonar á Akureyri ein ágæt-
asta saga Bojers, Síðasti vik-
ingurinn (Den siste viking,
1921), í þýðingu Stelndórs Sig-
urðssonar rithöfundar.
Þessi saga lýsir lífi alþýðunn-
ar I norðanverðum Noregi, eink-
um sjómönnum við Lófót, hög-
um þeirra og háttum. Eru þar
stórfenglegar og hrífandi lýs-
ingar á þessu fólki og harð-
sóttri baráttu þess við náttúru-
öflin. Þetta er göfgandi saga.
Megum við því vel fagna að
fá öndvegisrlt stórskálda &
Norðurlöndum í hendur okkar
vel úr garði-gerð af útgefend-
anna hálfu. Þar íinnum við
skyldleikann við okkur sjálf, líf
okkar, vonir og hugsunarhátt.
Þar ólgar hið sama blóð og 1
æðum okkar sjálfra. Slík út-
gáfustarfsemi er líka einn þátt-
urinn í því að treysta sem bezt
bræðraböndin, sem tengja hin-
ar frændþjóðirnar saman, og
flestir íslendingar munu á einu
máli um, að ekki megi slakna.
Vel sé þeim, er þar leggja hönd
að.
Þýðing Steindórs virðist mjög
góð og sums staðar með ágæt-
um, þótt á einstöku stað megi
finna hnökra. Aftan sögunnar
er löng ritgerð eftir þýðandann
um Bojer og skáldskap hans,
bókina og þýðinguna og fleira,
sem honum hefir á hjarta legið.
Bókin er 364 blaðsíður og kost-
ar 38 krónur óbundin og 52 i
rexinbandi.
Saga austan úr Síberíu
Fyrir nokkru síðan birtist í Tímanum útdráttur úr kafla
í bók Williams L. Whites, Report on the Russians. Var
þar sagt frá furðulegu eftirliti, sem vinveittir, erlendir
blaðamenn og fréttaritarar eru háðir, viðskiptaástandinu í
landinu og ýmsu fleira. — Hafa ýmsir lesendur blaðsins
óskað eftir því að heyra meira af frásögn þessa kunna
blaðamanns.
Hér birtist nú útdráttur úr öðrum kafla bókarinnar, þar
sem White segir frá ferð sinni og félaga sinna austur til
Síberíu og ýmsu, er þar bar fyrir augu þeirra og eyru.
William L. Wlilte:
Við flugum þrír til Síberíu, og
með okkur fengu að fara nokkr-
ir fréttaritarar, sem um langt
skeið höfðu árangurslaust leit-
að hófanna um að fá að skoða
sig eitthvað um. Með okkur voru
þrír Rússar, Zemenkoff, full-
trúi utanríkismálaráðuneytis-
ins, Kiriloff, leiðsögumaður sá,
er stjórnin lét jafnan fylgja
okkur, og maður, sem við köll-
uðum aldrei annað en „Nick“.
Hann þóttist ekki skilja ensku.
Að minnsta kosti talaði hann
aldrei við neinn okkar. En hann
elti okkur alltaf eins og skugg-
inn, mataðist með okkur og sat
þegjandi í framsætinu í vagni
okkar. Fréttaritararnir sögðu,
að hann væri í þjónustu leyni-
lögreglunnar, NKVD.
Við flugum yfir Úralfjöllin,
sem á þessum slóðum eru enginn
reginfjallgarður, heldur aðeins
fellótt skóglendi. í dal nokkrum
eigi alllangt handan þeirra, er
Magnitogorsk, hin mikla stál-
iðnaðarborg með ferlegum, eim-
spúandi og rjúkandi bræðslu-
stöðvum.
Auður og örbirgð undir
„alræði öreiganna“.
Af flugvellinum ókum við
heim til forstjóra verksmiðj-
anna, þar sem við áttum að
gista. Leiðin þangað lá gegnum
þröngar og óhrjálegar götur
verkamannahverfanna, sem eru
enn óásjálegri heldur en verstu
fátækrahverfin í stórlðnaðar-
borgum Bandaríkjanna. Vegur-
inn liggur upp hæð, og þar
standa hús framkvæmdastjór-
anna og yfirmannanna, með
víðri útsýn yfir verksmiðjubygg-
ingarnar og hreysi verkafólks-
ins. Og nú tóku við steinsteypt-
ir vegir. Hið mikla hús forstjór-
ans er nýtt. Þetta er í fyrsta
skipti, sem við komum á rúss-
neskt heimili. Þar er tíglagólf úr
harðviði, og húsgögnin úr svört-
um, þungum viði. Á stórri arin-
hillu eru líkneskjur af Marx og
Engel.
Við tókum tal við húsbónd-
ann, yfirmann hinna miklu iðju-
vera. Hann var hávaxinn og
þreklegur, aðeins 35 ára gamall.
Hann sagði okkur, að faðir sinn
hefði verið járnsmiður. Hann
sagði okkur sitt af hverju um
Magnítogorsk. Byrjað var að
reisa borgina árið 1916. Þar voru
nú 45,000 verkamenn, þar af
um 25,000, sem unnu að stækkun
iðjuversins. Bræðslustöðvarnar
eru 26.
Eftir að við höfðum snætt, ók-
um við niður hæðina til verk-
smiðjanna. Mikill fjöldi verka-
manna var á götunum. Það var
sýnilega verið að hafa flokka-
skipti. Allt í einu véku_ bifreið-
irnar til hliðar. Stór flokkur á
leið til vinnu skundaði fram-
hjá. Tvennt vakti athygli okkar.
Annað var það, að á undan fylk-
ingunni og beggja handa
gengu hermenn, vopnaðir riffl-
um og með brugðna byssustingi.
Hitt var það, að verkamenn-
irnir voru tötrum ,búnar konur
með skælda hnalla á fótum.
Við komum í hergagnaverk-
smiðju, þar sem búnar voru til
sprengikúlur handa rauða hern-
um. Vinnutækjum og tækni var
mjög áfátt. Næst komum við í
múrsteinaverksmiðju. Einn föru-
nauta minna átti sjálfur múr-
steinaverksmiðju í Bandaríkj-
unum. Þegar við höfðum skoðað
verksmiðjuna, spurði hann,
hversu margt fólk ynni þarna og
hversu mikið af múrsteinum
væri framleitt á mánuði hverj-
um. Afköstin reyndust þrem
sinnum minni á hvern verka-
mann heldur en i verksmiðju
hans, enda voru aðferðirnar,
sem hér voru notaðar, úreltar.
En við það bættist einnig kunn-
áttuleysi verkafólksins, því að
mikilvæg sérfræðistörf fengu
ekki aðrir að vinna en þeir, sem
voru „pólitískt heilbrigðir“,
jafnvel þótt hörgull væri á
kunnáttumönnum.
„Frjálsar“ kosnlngar
í Síberíu.
Daginn eftir lá leiðin til Omsk.
Borgarstjórinn þar tók á móti
okkur. Hann er 44 ára gamall,
og hafði gegnt embætti slnu á
annað ár. Áður var hann eins
konar vegamálastjóri austur
þar, hafði yfirumsjón með bif-
reiðabrautum, — embætti, sem
kom okkur kynlega fyrir sjónlr,
því að þar er lítið um farþega-
bifreiðir og varla til nokkur bif-
reiðabraut.
Við spurðum hann, hvernig
hann hefði verið valinn í þetta
embætti. Hann sagði, að fólkið
hefði kosið sig.
En hvernig?
Hann lýsti því nánar fyrir
okkur. Það hefði verið um fimm
frambjóðendur að velja, er hver
um sig var fulltrúi einhvers
starfsmannasambands. Allir
Omskbúar máttu kjósa, sagði
hann, og auðvitað var kosningin
leynileg. Hann sigraði glæsilega.
Við spurðum, hvort hann væri
flokksmaður.
Jú, hann var það. Annar fram-
bjóðandi til var flokksbundinn,
en hann var sá, sem hlaut op-
inbera viðurkennlngu flokks-
stjórnarinnar.
Við spurðum hann, hvort hann
vissi nokkurt dæmi þess, að
nokkur óflokksbundinn maður
hefði nokkum tíma verið kos-
inn borgarstjóri í nokkurri borg.
Hann hugsaði sig um stund-
arkorn. Svo viðurkenndi hann,
að hann minntist þess ekki, að
óflokksbundinn maður hefði
nokkurn tíma verið kosinn borg-
arstjóri á nokkrum þeim stað, er
borgarnafn var gefandi. Á hinn
bóginn hafði hann stöku slnnum
haft spurnir af þvl, að óflokks-
bundnir menn hefðu orðið bæj-
arstjórar í smábæjum.
En hvernig geta kosningar
kallazt frjálsar, þegar einn
flokkur ræður yfir blöðum og
útvarpi. Ég efa ekki, að þær
fara leynilega fram og talningin
sé samvlzkusamlega af hendi
leyst. En ráðist óvalinn fram-
bjóðandi harkalega á keppinaut,
sem er flokksbundinn kommún-
isti, getur hann allt eins vel
átt von á því, að leynilögreglan
komi og takl hann fastan fyrir
pólitiskan yfirgang og sendi í
þrælkunarvinnu 1 saltnámum í
miðri kosningabaráttunni. En
fólkið, sem aldrei hefir þekkt
lýðræði og frelsi, stendur í þeirri
trú, að þetta sé hið sanna lýð-
ræði.
„Gættu tungu þinnar,
sovétþegn."
Þarna skoðuðum við verk-
smiðju, þar sem búnir voru til
átta skriðdrekar á dag. Mér virt-
ist þær í góðu meðallagl miðað
við aðrar slíkar verksmiðjur, sem
ég hafði séð í Rússlandi. En einn
skrítinn atburður gerðist þarna
í skriðdrekaverksmiðjunni. í
Omsk er mjög fríð stúlka á þrí-
tugsaldri á vegum Tass-frétta-
stofunnar rússnesku. Hún var
kjörin okkur til fylgdar í borg-
inni, og þar eð hún kunni þýzku,
gátum við talazt við. Við stóð-
um þarna í verksmiðjunni, og
hún hafði gripið fram í fyrir
túlkinum. Rétt á eftir vék ég
mér frá og gaf mig á tal við einn
félaga minn. En þegar ég leit
við, sá ég, að Zemenkoíf, full-
trúi utanríkismálaráðuneytis-
ins, og „Nick“, hinn óeinkennis-
búni þjónn leynilögreglunnar,
höfðu þrifið slnn í hvorn arm
hennar. Þeir voru reiðllegir &
svip og voru sýnilega að snupra
hana harðlega.
Nú þarf svo margs að gæta í
þessu landi, að mig furðaði ekki
svo ýkjamlkið á þessu atviki. Ég
skoðaði það sem flokkslegt
einkamál, sem ekki hæfði, að
ég blandaði mér í, útlendingur-
inn. Og þeir slepptu stúlkunni
undir eins og þeir sáu, að ég