Tíminn - 10.04.1945, Blaðsíða 2
2
TÍMm, þriðjndaginn 10. apríl 1945
26. blað
„SvefngÖDgu“-skríf
Morgunblaðsíns
I>að var vissulega ofraun fyrir
Morgunblaðið að birta hið ágæta
útvarpserindi Guðmundar á
Hvanneyri: Búa aðrar þjóðir
betur?, án þess að varpa jafn-
hliða hnútum og svívirðingum
að bændastéttinni. í tölublað-
inu, sem flutti ræðu Guðmund-
ar, birtist einnig grein, er nefnd-
ist: Hólastóll og hundaþúfa, og
kallaði höfundur hennar sig
Norðlending. Grein sú er eitt-
hvert hið óþverralegasta níð um
bændastéttina, er nokkuru sinni
hefur sést á prenti.
Það er eitt aðalefni þessarar
greinar, að bændastéttin hafi
glatað „virðingu sinni og áliti“,
vegna þess að hún hafi ekki
fullnægt „sínu ákveðna hag-
ræna og menningarlega hlut-
verki í þjóðfélaginu“ og „sé
langt frá því að inna af hönd-
um þau afköst í framleiðslu, sem
hlutverk hennar í þjóðarbú-
skapnum heimtar“. í áfram-
haldi af þessu er því svo haldið
fram, að bændur séu áhuga-
lausir og skilningslausir fyrir
nýsköpun og framförum land-
búnaðarins. Segir um þetta
m. a.:
„Nú vilja flestar stéttir
þjóðfélagsins taka höndum
saman um nýsköpun at-
vinnuveganna ... Bænda-
stéttin ein er eins og milli
svefns og vöku í þessu máli-
. . . Bændastétt 19. aldarinn-
ar var vakandi stétt, en
bændur 20. aldarinnar er
stétt, sem gengur í svefni.“
Það þarf vissulega mikinn
fjandskap eða ótrúlegasta þekk-
ingarleysi til að halda því fram,
að bændur hafi seinustu ára-
tugina brugðist „hagrænu og
Inenningarlegu hlutverki sínu“,
því að svo lítið hafi miðað
áfram framförum í sveitum
landsins. í þeim efnum er bezt
að vlsa til ummæia annars stór-
um merkari Norðlendings, sem
er Ólafur Jónsson framkvæmda-
stjóri Ræktunarfélags Norður-
lands. Hann segir í seinasta
ársriti Ræktunarfélagsins, að
„opinberar skýrslur sýni-, að síð-
ustu tvo áratugina hefir rækt-
að land aukizt um helming,
garðyrkjan 4 til 5 faldazt í
hverju meðalári, stórum og
mörgum áveitufyrirtækjum ver-
iíThrint í framkvæmd, sláttuvél-
ar, rakstrarvélar og snúnings-
vélar vel á vegi með að útrýma
handvinnuáhöldum í heilum
héruðum, og fjölda sláturhúsa,
frystihúsa og mjólkurbúa af
nýjustu gerð komið á fót.“
Þessu til viðbótar má svo geta
þess, að nautgripum hefir fjölg-
að um 12 ■ þús. síðan 1927, en
annar bústofn vel staðið í stað.
Á þessum tíma hefir þó fólkínu
alltaf verið að fækka í sveitun-
um, svo að það er nú nokkrum
þúsundum færra þar en fyrir 20
árum síðan. Þessi stórvirki hefðu
því eigi ^fetar gerzt, nema bænd-
ur hefðu lagt ,á sig aukið erfiði
og tekið nýja tækni í þjónustu
sína. Fyrir þetta verðskulda
bændur aukna virðingu og álit
og það væri vissulega sæmra
þeim, er skrifa í blöð bæjar-
manna, að hrósa bændum fyrir
þessi afrek þeirra en að niður-
níða þá og svívirða eftir fyllstu
getu.
Jafnvel enn verra níð um
bændur er þó það, að þeir
„gangi í svefni“ viðkomandi ný-
sköpun og framförum. Þótt
bændum sé Ijóst, að mikið hafi
áunnizt síðustu áratugina, er
þeim jafnvel enn ljósara, að
meira er þó óunnið. Það má líka
óhætt segja, að engin stétt hafi
á síðustu árum sýnt meiri á-
huga fyrir nýsköpun og umbót-
um, eins og hinar miklu pant-
anir hennar á ræktunarvélum
og heyvinnuvélum, sem eigi
hefir verið hægt að fullnægja
nema að litlu Ieyti á undanförn-
um árum, eru Ijósast merki um.
Barátta bænda fyrir endurbót-
um á jarðræktarlögunum, á-
burðarverksmiðjumálinu og raf-
okumálunum, er og Ijóst dæmi
um þetta. Væri það vissulega
i
ERLENT YFIRLIT;
Bandaríkjastjóm
Pétur og Pílatus.
Pétur Magnússon hefði gott
af því að lesa Passíusálmana.
Þar segir frá tveimur mönnum,
sem henti sú hrösun að vinna
gegn sannfæringu sinni, en
brugðust næsta ólíklega við,
þegar þeim var ljós sekt sín. Um
annan þeirra, Pétur postula,
segir svo:
Pétur þá formerkt fékk,
fallhrösun slíka,
úr syndasalnum gekk,
svo gerðu líka.
Hinn þeirra, Pílatus lands-
stjóri, snerist við á aðra leið.
Hann lét sér nægj a að þvo hend-
ur sínar og reyna að koma á-
byrgðinni á aðra. Um hann
segir:
Vei, þeim dómara, er veit og sér,
víst hvað um málið réttast er,
vinnur það þó fyrir
vinskap manns
að víkja af brautu sannleikans.
Pílatus keisarans hræddist heipt
ef honum yrði úr völdum steypt.
Þetta, sem helzt nú varast vann,
varð þó að koma yfir hann.
Pétur Magnússon hefir verið í
nokkuð svipuðum sporum og
þessir menn. Hann hefir viður-
kennt, að fjármálastefnan, sem
hann er ,að framkvæma, sé
„fordæmd stefna“. Hann hefir
því reynt að afneita henni sem
sinni stefnu, að hætti Pílatusar.
Passíusálmarnir gætu kannske
orðið honum holl leiðbeining
um, hvort honum myndi ekki
ráðlegra að fylgja dæmi nafna
síns og „ganga úr syndasalnum"
err-að halda áfram fyrir „vin-
skap manns" að fylgja dæmi
Pílatusar. Pílatusarþvotturinn
getur kannske hjálpað honum
um stund, en sektin mun síðar
„koma yfir hann“, hversu mjög,
sem hann reynir nú til að varast
hana.
sæmra hjálparkokkum utanrík- |
ismálaráðherrans að vinna að
því að vélapöntunum bænda
yrði fullnægt en að níða
þá fyrir lítinn framfaravilja og
nýsköpunarhug. Þeir menn,
sem hafa stungið jarðræktar-
lagafrv., áburðarverksmiðju-
frv. og raforkufrv. undir stól,
ættu ekki heldur að dirfast að
tala eins og þeir hefðu áhuga
fyrir framfaramálum landbún-
aðarins.
Það hlýtur vissulega að vera
mörgum talsverð ráðgáta, hvers
vegna aðalmálgagn Sjálfstæðis-
flökksins heldur uppi þessu
þráláta níðj. um ódugnað bænda-
stéttarinnar á undanförnum
árum, áhugaleysi hennar fyrir
nýsköpun og framförum, og um-
bótaleysið í landbúnaðinum.
Bændur eiga allra stétta sízt
slíkt níð skilið og þótt þörf sé
margvíslegrar nýsköpunar í
landbúnaðinum, er þörfin jafn-
vel enn meiri og fjárfrekari hjá
öðrum atvinnuvegum. Mætti t.
d. minna á togaraútgerðina, þar
sem talið er að endurnýja þurfi
hvert einasta skip.
Þessi furðulegi rógur Morg-
unblaðsins uifi bændur og
landbúnaðinn hlýtur að hafa
visst takmark. Það hlýtur að
vera gert í vissum tilgangi, að
reynt er á allan hátt að spilla
ál-iti bænda í augum bæjar-
manna. Er kannske verið að
undirbúa nýja herferð' gegn
bændum og landbúnaðinum á
hausti komandi? Það er vissu-
lega bezt fyrir bændur að vera
við öllu búnir. Fyrir þá gildir
bað nú meira en nokkuð annað,
að efla vel stéttarleg og pólit-
ísk samtök sín. Það er hæfileg-
ast svar við níði Mbl., að í-
haldsliðið finni, að bændur
gangi ekki frekar þar en annars
staðar í „svefni".
„Gjafír" tíl bænda
Annað aðalefni róggreinarinn-
ar „Hólastóll og hundaþúfa“, er
Mbl. birtir 6. þ. m., fjallar um
samvinnufélagsskap bænda. Það
er reynt að ófrægja hann eftir
beztu getu. Því er haldið fram,
að hann hafi ekki stutt að auk-
inni ræktun né~ öðrum fram-
förum landbúnaðarins, heldur
hafi hann unnið að því „að reisa
verzlunahallir, skrifstofuhús og
hótel á mölinni“. En bændur
eiga síður en svo að gefa sig að
nokkru slíku. Þeir eigi ekki að
binda hugann við neitt annað
en þrengsta verkahring sinn.
Það mun vissulega verða of-
raun, bæði þessari og öðrum
málpípum forsætisráðherrans
að ætla að hagga þeirri sögu-
legu staðreynd, að bætt verzlun,
sem er kaupfélögunum fyrst og
fremst að þakka, hefir verið
meginundirstaða allra framfara
landbúnaðarins. Meðan land-
búnaðurinn bjó við verzlunár-
áþján kaupmannanna, hnign-
aði honum öld frá öld. Arður-
inn af striti bænda rann í vasa
innlendra og erlendra kaupa-
héðna. Samvinnufélagsskapur-
inn gerbreytti þessu. Með hon-
um hófst framfaraöld landbún-
aðarins. Hann gerði bændum
mögulegt að hefjast handa um
ræktun og aðrar framfarir.
Það sýnir svo bezt þá stór-
mannlegu(!) aðstöðu, sem mál-
|pípur Sjálfstæðisflokksins vilja
veita bændastéttinni, að þeir
skuli hneykslast yfir því, að
bændur skuli eiga sjálfir sínar
eigin verzlunarbúðir og þær
skuli þá ekki vera ósjálegir kof-
ar við hlið skrauthallanna, sem
bæjarmenn verzla 1. Það tekur
þó fyrst út yfir allan þjófabálk,
er bændum skyldi detta í hug
að koma upp hóteli, svo þeir
þurfi ekki að leita á náðir gisti-
hússspekulantanna, og hafa það
jafnframt svo vel úr garði gert,
að jafnvel „beztu borgarar“
geti verið þekktir fyrir að koma
þangað! Og þetta ætla svo
sveitakarlarnir ekki einu sinni
að láta sér nægja, því að nú eru
þeir einnig farnir að tala um að
koma upp kvikmyndahúsi!
Nei, hér eru bændur vissulega
farnir að færa sig helzt til mikið
upp á skaftið! Þeir eiga bara að
vinna moldarverkin. 'Þeir eiga
ekki að hugsa um annað. Því í
sjálfum fjandanum ætla þeir sér
þá stórmennsku að fara að
keppa við sjálfan „Hólastólinn“
í þjóðfélaginu, peningaaðalinn,
og taka spón úr aski hans með
því að reka verzlanir, hótel og
kvikmyndahús! Nei, hér þarf að
taka í taumana og kenna bænd-
um að halda sér að moldinni og
vera skikkánleg við heldri
menn!
Hér birtist vel sú „höfðings-
lund“ og „framsækni“, sem
bændastéttinni er ætluö af
hálfu þessara herra. Mætti
mikið vera, ef bændur teldu sér
ekki hér þær gjafir gegnar, sem
fá megi af hollan lærdóm.
,Maður Iíttu þér nær‘
En fyrst Ólafur Thors er far-
inn að láta ásaka félög bænda
um, að þau dragi fé frá fram-
leiðslunni í óskylda starfrækslu,
væri ekki úr vegi að minna hann
á að líta sér nær og virða fyrir
sér fyrirtækið Kveldúlf. Hvað
hefir það aukið mikið skipastól
sinn síðustu 20 árin eða á sama
tíma og bændur hafa tvöfaldað
heyfeng ræktaða landsins og
gert aðrar stórfelldar umbætur?
Til hvaða framkvæmda hefir fé
þessa fyrirtækis aðallega runn-
ið? Hefir ekki mikill hluti þess
runnið í skrautlegar „villur" í
Reykjavík, í sumarhallir við
Þingvallavatn og í Skorradal,
sem hver um sig kostar nokkur
hundruð þús. króna, í luxus-
flakk og hvers konar óhóf? Og
hvað er þetta fyrirtæki farið að
gera til að nota það fé, sem
ríkið hefir veitt því aðstöðu til
að safna með sérstökum skatt-
hlunnindum? Hvað hefir Kveld-
úlfur áformað mikla nýsköpun
fyrir skatthlunnindaféð? Er það
kannske ætlun þessara herra, að
það þurfi að ganga á eftir þeim
og dýrka þá, ef þeir eiga að
leggja það fé í nýsköpun, sem
þeir hafa safnað í þessu skyni
fyrir tilverknað skatthlunnind-
anna?
Ef hugur fylgdi máli hjá
málaliðsfólki Mbl., væri því
vissulega nær að hafa áhyggjur
af skrauthýsum og sumarhöllum
Thorsaranna en verzlunarhús-
um og hótelum kaupfélaganna.
oí» Riiuieuinmallii
Fyrir nokkru hefir verið frá
því skýrt, að Bandaríkjastjórn
hafi farið þess á leit við stjórn-
ir Rússlands og Bretlands, að
haldinn yrði sérstakur fundur
til viðræðna um Rúmeníumálin.
Ósk þessa byggði Bandaríkja-
stjórn á þeirri ákvörðun Krím-
arfundarins, að hvert einstakt
þessara ríkja gæti krafizt at-
hugunar á stjórnarfari lands, er
'hin þeirra hefðu hernumið. Er
þetta í fyrsta sinn, sem þess
hefir verið æskt, að þetta á-
kvæði Krímarsamþykktanna
komi til framkvæmda.
Bandaríkjastjórn bar fram
þessa ósk eftir að síðustu stjórn-
arskiptin í Rúmeníu höfðu átt
sér stað. Lét- hún jafnhliða það
álit sitt uppi, að hún teldi hina
nýju stjbrn í Rúmeníu vera
minnihlutastj órn, sem eigi sam-
rýmdist þeirri ályktun Krím-
arfundarins, að komið yrði á fót
lýðræðisstjórnum í hernumdu
löndunum.
Nánar fregnir hafa ekki bor-
izt um, hvernig Rússar hafa
tekið þessari ósk Bandaríkja-
stjórnar. Hitt hefir vakið at-
hygli, að skömmu eftir að hún
kom fram, byrjuðu rússnesk
blöð í fyrsta sinn að gagnrýna
stjórnmálaástandið í Grikk-
landi, en þangað til höfðu þau
varazt að fella nokkurn dóm
um það, né gagnrýnt ráðstafan-
ir Breta, eins og kommúnista-
blöðin höfðu gert annars stað-
ar. Þótti líklegt, að Rússar væru
með þessu að-ögra Bretum og
fá þá til að sinna ekki áður-
greindri þsk Bandaríkjastjórn-
ar.
Síðan Þjóðverjar voru hraktir
úr Rúmeníu, hafa Rússar ann-
azt hernámsstjórnina þar, en
svo hefir átt að heita, aö það
væri gert í umboði Banda-
manna. Bretar og Bandaríkja-
menn hafa haft fámennar eftir-
litsnefndir þar, en þær hafa
verið með öllu valdalausar.
Fyrstu stjórninm, sem Mikael
konungur myndaði eftir her-
nám Rússa, steyptu Rússar fljót
lega af stóli með þeim forsend-
um, . að hún framfylgdi ekki
vopnahléssáttmálanum. Rades-
cu hershöfðingi, er Þjóðverjar
höfðu haft lengi í haldi, vegna.
andstöðu hans við þá, myndaði
þá stjórn og viðurkenndu Rúss-
ar um skeið, að hún héldi vopna
hlésskilmálana til hins ýtrasta.
Fram' til þess tíma, er Rússar
hernámu Rúmeníu, hafði mjög
lítiö borið á starfsemi komm-
únista þar, enda var fylgi þeirra
lítið. Eftir hernám Rússa magn-
aðist starfsemi kommúnista
fljótlega c/ jafnframt urðu
ýmsir ævin^ramenn úr borg-
araflokkunum til þess að mynda
smáflokka, er tóku upp sam-
vinnu við kommúnista. Mun
þessum mönnum hafa þótt lík-
legt, að þeir gætu tryggt sér
völd og áhrif með þessum hætti.
Þekktastir þeirra manna, sem
völdu sér slíkt hlutskipti, voru
Tatarescu, er var einn af for-
ingjum frjálslynda flokksins, og
Groza, er hafði verið í bænda-
flokknum. Kommúnistar og
fylgismenn þeirra létu sér fljót-
lega ekki nægja að halda uppi
áróðursstarfsemi, heldur ióku
þeir að æfa vopnað lið og framdi
það iðulega ýms spellvirki.
Radescu reyndi í lengstu lög að
forðast árekstra við samtök
þessi, t. d. lét hann bændaflokk-
inn aflýsa flokksþingi sínu á
sama tíma og „þjóðfylking"
kommúnista fékk að halda hóp-
fund og kröfugöngu í Bukarest.
Svo kom þó að lokum, að Rad-
escu taldi sér ekki annað fært
en að koma í veg fyrir spell-
virki af völdum þessara sam-
taka, enda höfðu' þau þá látið
skæruflokka sína gera árásir á
ýmsar opinberar stofnanir.
Hefði vel mátt halda, að Rúss-
ar teldu það ekki illa farið, að
Radescu héldi uppi lögum og
reglum í landinu, þar sem hann
hélt alla samninga við þá. Það
kynlega gerðist samt, að Rúss-
ar snerust öndverðir gegn Rad-
escu, þegar hér var komið sögu,
og heimtuðu fráför hans, þar
sem hann væri að efna til borg-
arastyrjaldar í landinu. Mikael
konungur taldi sér ekki annað
fært en að láta undan þeirri
kröfu og Radescu sá þann kost
vænstan að leita á náðir brezka
sendiherrans og fá að vera í bú-
stað hans, þar sem hann taldi
líf sitt í hættu. Sendiherrann
varð við þeirri beiðni.
í stjórn þeirri, sem Micliael
konungur myndaði eftir fráför
Radescu, var Groza forsætisráð-
herra, en Tatarescu varaforsæt-
isráðherra. Kommúnistar höfðu
hins vegar þýðingarmestu ráðu-
neytin, dómsmálin og lögreglu-
málin. Engir fulltrúar eru í
stjórninni frá aðalflr>kkum
landsins, bændaflokknum og
frjálslynda flokknum.
Síðan stjórn þessi var mynd-
uð hafa kommúnistar neytt
þess óspart, að þeim voru falin
(Framliald á 7. síðu)
Ný stjórn í Varðar-
félaginu.
Stjórnarbylting hefir nýlega
orðið í Varðarfélaginu, félagi
íhaldsmanna í Reykjavík.
Bjarni Benediktsson hefir tekið
þar við formennsku og er
stjórnin að öðru leyti skipuð
starfsmönnum hjá Reykjavík-
urbæ. Mun þetta vera undirbún-
ingur að bæjarstjórnarkosning-
unum næsta vetur og gefur
hann glöggt til kynna, að íhald-
ið treystir sér ekki til að vinna
sigur á málef-nalegum grund-
velli. í þess stað virðist eiga að
skipuleggja starfsmenn bæjar-
ins til að berjast fyrir emtoætt-
um sínum að hætti amerískra
klíkufélaga, er víða hafa kom-
izt til valda í borgum vestra, t.
d. Tammany Hall í New York.
Sagt er, að fréttaritstjóri Morg-
unblaðisins, sem nýlega er kom-
inn vestur um haf, eigi að kynna
sér slík vinnubrögð vestanhafs.
Telja -verður þó ólíklegl að
íhaldinu takist að bjarga völd-
um sínum með þessum hætti,
en starfshættir þessir lýsa samt
innræti, sem vert er að gefa
fullan gaum.
Kraftaverkið.
Mbl. er alltaf öðru hvoru að
ræða um það, að Ólafur Thors
hafi unnið kraftaverk, þegar
hann fékk kommúnista til að
styðja sig sem forsætisráðherra
á síðastl. hausti.
Þetta kraftaverk hefir m. a.
lýst sér þannig í reynd:
Kommúnistar og Alþýðu-
flokkurinn hækkuðu útgjalda-
aukninguna í launalögunum um
helming frá því, sem gert var
ráð fyrir, {ýegar stjórnarsamn-
ingurinn var gerður. Ólafur
sagðist verða að sætta sig við
þetta, því að annars yrði stjórn-
in að fara frá.
Kommúnistar skipuðu einn
þekktan línudansara sinn fyrir
flugmálastjóra. Ólafur sagðist
verða að sætta sig við þetta, því
að annars myndi stjórnin fara.
Kommúnistar tóku sér meiri
hluta í nefndinni, sem ræður
vali skólabóka. Ólafur vissi ekki
um þetta fyrr en allt var um
garð gengið, en kvaðst verða að
-fallast á það, því að annars
væri ráðherradómur sinn bú-
inn..
Er það ekki kraftaverk að geta
fengið sér ráðherratitil með
þessum hætti?
Fordæmi Roosevelts
og Churchílls.
Verzlunarmannablaðið „Frjáls
(Framhald á 7. síðu)
Hið snjalla útvarpserindi Guðmund-
ar Jónssonar kennara á Hvanneyri, er
hann flutti í erindaflokki Búnaðar-
félags íslands, hefir nú birzt í Mbl.
í erindi þessu sýndi Guðmundur fram
á, að landið hefði þau náttúruskil-
yrði að bjóða, er gerði íbúum þess
vel fært að keppa við aðrar þjóðir
á sviði landbúnaðarins. Hins vegar er
ekki hægt að byggja slíka samkeppni
á náttúruskilyrðunum einum saman.
Um það sagði Guðm. m. a.:
„Það er t. d. ekki sama, hvort
öllu kaupgjaldi er haldið niðri,
eins og er^í Bandaríkjunum, svo
að vinnulaun hækkuðu aðeins um
70% frá 1939 til 1942 og hafa
sennilega lítið hækkað tvö sið-
ustu árin,'eða hvort allt er látið
leika lausum hala eins og gert hef-
ir verið hér á landi, svo að kaup-
ið við landbúnaðarvinnu var árið
1942—’43 (frá hausti til hausts)
5,9 sinnum hærra en það var 1939.
Ef kaupgjaldið við landbúnaðar-
framleiðslu hefði hér veríð hald-
ið niðri svipað og í Bandaríkj-
unum, þá telst mér svo til vlð
lauslega athugun, að vísitöluverð
landbúnaðarins til bænda 1943
hefði ekki þurft að vera hærra
en um kr. 2,20 hvert kg. af kjöti
og nálægt 40 aurum á hvert kg.
mjólkur, eða tceplega þriðjungur
af því, sem það var ákveðið.
Ég tel það einnig mjög hæpið
að fordæma landbúnaðinn fyrir
það, að fiskveiðarnar gefa 1 aunga-
blikinu betri arð. Fyrir þessa styrj-
öld, sem nú geisar, átti útvegur-
inn við erfiðleika að stríða. Og
enginn veit, hvernig jnarkaðsskil-
yrðum verður háttað eftir stríðið,
þegar þjóðirnar hafa tekið skip
sín til nytsamlegra starfa. Það er
lítilsvert deiluefni að karpa um
það, hvort einn atvinnuvegur er
mikilvægari en annar. En fyrir
sérhverja þjóð hefir það mikið
gildi, að atvinnulífið sé fjölbreitt,
svo að hinna breytilegu markaðs-
skilyrða verði ávalt notið á ein-
hverjum sviðum".
Það er vissulega meira en búast
mátti við af Mbl., að það skyldi birta
útvarpsræðu Guðmundar. Því miður
virðist þó ekki mega telja það merki
um stefnubreytingu, því að í sama
tölublaðinu, sem flytur ræðuna, birt-
ist einnig greinin „Hólastóll og hunda-
þúfa“, þar sem hrúgað er saman jafn-
vel enn meira níði um bændastéttina
en Halldóri Kiljan hefði verið ^rúandi
til.
* * *
í forustugrein Alþýðublaðsins 6. þ.
m. er rætt um löggjöfina um verka-
mannabústaði í tilefni af því, að Bygg-
ingarfélag verkam. hefir nú ákveðið að
byggja 40 íbúðir í sumar. Blaðið segir
m. a.:
„Það var árið 1929, sem Alþýðu-
flokkurinn fékk lögin um verka-
mannabústaði samþykkt á alþingi,
þrátt fyrir harðsvíraða og skiln-
ingslausa mótspyrnu íhaldsflokks-
ins. Mun því seint gleymt verða,
að einn af aðalandstæðingum
þessara laga þá var núverandi
forsætisráðherra, sem vissulega
myndi nú vilja geta bent á allt
aðra fortð sína i þessum efnum.
En svo stórfurðulegt skilningsleysi
á húsnæðismálum sem hann og
flokkur hans sýndi þá, var fram-
koma kommúnista þó sýnu verri;
því að það' mun hinu vinnandi,
en efnalausa fólki aldrei úr minni
líða, hvernig þeir gengu berserks-
gang gegn verkamannabústöðun-
um undir því herópi, að þeir væru
.okurstofnanir’. Myndu þeir vissu-
lega vilja mikið til gefa í dag,
að hafa í fortíðinni sýnt svo þýð-
ingarmikilli löggjöf og hreyfingu
meiri skilning. En það liggur bæði
í stefnumun, og ólíkum starfsað-
feröum kommúnista og jafnaðar-
manna, að Alþýðuflokkurinn hefir
frá upphafi og fram á þennan
dag haft, ekki aðeíns frumkvæðið
heldur og allan veg og vanda af
byggingu verkamannabústaða bæði
í Reykjavík og utan Reykjavíkur”.
Það er rétt, að Alþýðuflokkurinn
hefir átt góðan þátt í þessu máli, en
þess hefði þó Alþbl. mátt minnast,
að hann hefir hér ekki verið einn að
verki. Þegar lögin lun verkamanna-'
bústaðina voru sett, átti Alþýðuflokk-
urinn ekki nema 5 menn á þingi, svo
að einsamall hefði hann ekki orkað
miklu. Framsóknarflokkurinn gerði þá
sitt til að leggja þessu máli. lið, eins og
jafnan síðan.