Tíminn - 13.04.1945, Page 8

Tíminn - 13.04.1945, Page 8
ÐAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um þjóðf élagsmííl. 8 9 REYKJAVÍK Þelr, sem viljja hynna sér þjóðfélagsmál9 im*- Iend og útlend, þurfa að lesa Dagshrá. 13. APRÍL 1945 27. blað fAMÁLL 9. apríl, mánudagur: Königsberg tckin. Austurvígstöðvarnar: Rússar tilkynntu töku Königsberg. Þeir tilkynntu einnig, að þeir væru komnir inn í miðja Vínarborg. Vesturvígstöðvarnar: Kan- adamenn unnu á í Hollandi og áttu eftir 15 km. í Zuidersee. Bandamenn voru 5 km. frá Hannover og 5 km. frá Bremen. Eldar miklir loguðu í báðum þessum borgum, en eigi er upp- lýst um eldsupptök. Vörn Þjóð- verja við Bremen var hin harð- asta. Bandamenn þrengdu að innikróaða hernum í Ruhrhéraði og sóttu inn í Essen. Vasaor- ustuskipinu Graf von Spee var sökkt í loftárás á Kiel." 10. aprU, þriðjudagur: Ilaimovcr tekin. Vesturvígstöðvarnar: Banda-. menn tóku Hannover, eina af | stærstu borgum Þýzkalands. Þeir voru 8 km. frá Braun- schweig og 90 km. frá Hanjborg, en þeir hafa byrjað sókn þang- að. í Hollandi voru harðir bar_- dagar og eins við Bremen. Á miðvígstöðvunum fóru Banda- menn inn í Erfurt og tóku Nordhausen, sem er 195 km. frá Berlín. Frakkar voru 15 km. frá Stuttgart. Austurvígstöðvarnar: Rússar höfðu náð % hlutum Vínar á TÍHAMS V vald sitt. Þeir sóttu fram fyrir vestan Vín. Ítalía: Bahdamenn hófu stór- sókn þar og varð allmjög ágengt. Bretland: Tilkynnt var, að manntjón Breta í styrjöldinni til febrúarloka væri 687 þús. manns, þar af 216 þús. fallnir, en hinir særðir, týndir eða tekn- ir til fanga. Manntjþn alls brezka sam'veldisins nam 1.023 þús., þar af 307 þðs. fallnir. 11. apríl, miðvikudagur: Sótt til Elbe. Vesturvígstöðvarnar: Banda- menn tilkynntu, að þeir væru komnir að Elbe 5 km. norður af Magdeburg, en þaðan eru tæpir 100 km. til Berlínar. í Braun- schweig var harizt af hörku. Bandamenn sóttu fram hjá Er- furt til Halle, sem er 25 km. frá Leipzig. Bandamenn tóku Co- burg, 80 km. frá landamærum Tékkóslóvakíu. í Ruhrhéraðinu Itóku þeir Essen og Bockum. í Hollandi og við Bremen geisuðu •harðir bardagar. Austurvígstöðvarnar: Þjóð- verjar héldu aðeins einu iðnað- arhverfi í Vín, sem Rússar höfðu umkringt. Rússar höfðu sótt alllangt vestur fyrir borg- ina. Spánn: Spánska stjórnin sleit stjórnmálasambandi við Japani, vegna meðferðar þeirra á Spán- verjum í löndum, sem Japanir hafa hertekið. ..Aðalatvlnunvcgur Breta“ (Framhald af 1. síðu) til þeirra miklu framfara, sem orðið hafa á sviði landbúnaðar- íns í Bretlandi vegna styrjald- arinnar, höfum við líka fyllstu ástæðu til að .vona, að áætlanir okkar um verulega aukningu landbúnaðarframleiðslunnar frá því, sem nú er geti staðizt. Það er einnig önnur ástæða fyrir því, að við þurfum að leggja meiri áherzlu á það en áður, að fullnægja matvælaþörf okkar. Við höfum af fúsum vilja látið af hendi innstæður okkar er- lendis, en þær uku mjög á tekjur landsins og hjálpuðu til þess að viðhalda jafnvægi utanríkis- viðskiptanna. Við eyddum þess- um innstæðum, án þess að hugsa okkur um, meðan við börðumst einir undir fána frels- isins. Eftir styrjöldina mun end- urreisn og aukning útflutnings okkar verða helzti og nauðsyn- legasti þátturinn i velmegun þjóðarinnar. Sérhver smálest matvæla, framleiddra í landinu, mun ekki einungis hjálpa til að bætat það tjón, sem við urðum fyrir með missi innstæðanna er- lendis, heldur mun hún óbeint auka kaupgetu okkar á erJ. markaði, svo að við getum ekki einungis keypt matvæli, heldur einnig hráefni, sem eru aftur frumskilyrði fyrir verzlun og iðnframleiðslu. Landbúnaðarmálin verðskulda því að vera einn meginþáttur viðreisnarstefnunnar eftir stríð- ið. Landbúnaðar, sem byggist á heilbrigðum og traustum grund- velli, er einn veigamesti þátt- urinn í þjóðlífi voru. Velmegun landbúnaðar verður ekki síður til hagsældar fyrir borgirnar en sveitirnar, því að hann eykur hgilbrigði og hreysti allrar þjóð- arinnar, bæði andlega og líkam- lega. Við verðum að skoða land- búnaðinn sem aðalatvinnuveg Bretlands (the first of British índustries) og byggja upp alla aðra atvinnuvegi okkar á þeim grundvelli.“ Þessi ræða Churchills mætti verða mörgum umhugsunarefní, er gera lítið úr landbúnaðinum hér, því að vissulega er margt sameiginlegt með landbúnaði okkar og Breta. d . ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Vinnið ötullega fgrir Tímann. Laiidsbókasafiiið fa»r ... (Framhald af 1. síðu) Bretar á seinustu árum gert mikið að því að mynda þannig mörg sinna dýrmætustu hand- rita af ótta við það, að þau fær- ust vegna loftárása. Landsbókasafnið hefir nú gert tilraun til þess að fá frá Ameríku fullkomin tæki til að microfilma handrit, en óvíst er, hvort það tekst að svo stöddu. Þessi tækni á eflaust mikla framtíð fyrir sér hér á landi eins og annars staðar. Útbúnað- ur þessi gerir það kleift, að maður, sem býr t. d. úti á landi, getur með auðveldu móti lesið og notfært sér dýrmæt handrit heima hjá sér, þó þau séu geymd í Reykjavík eða erlendis. Hand- ritalán milli landa falla niður, því að filmurnar koma fræði- mönnum að sama gagni og frumritin. Yerzlnnarsamnliignr gerðnr við Svía (Framhald af 1. síðu) Vilhjálmur frestaði hins vegar skipun nefndarinnar, því að hann var þá á förum úr stjórn- inni. Núverandi stjórn virðist eigi hafa verulegan áhuga fyrir þessu máli, því að hún frestaði skipun-nefndarinnar á þriðja mánuð. Virðist hún ekki hafa haft verulega trú á viðskiptum við Svía, en reyndin hefir nú sýnt, að þetta trúleysi hefir ekki verið á rökum reist. Ekkert hefir ríkisstjórnin enn sagt um það, hvort Svíar fást til að smíða fyrir okkur togara, en Tíminn telur sig hafa ástæðu til að ætla, eins og líka var sagt frá í seinasta blaði, að þeir muni fáanlegir til að smíða 15—25 slík skip. Hvers vegna heldur stjórnin þessu leyndu? Eru stór- útgerðarmennirnir eitthvað tregir í „nýsköpuninni“ ? IdLLÁ I i/A H 4:T»| cmffriiJEÍ Núðln Vörumóttaka til Stykkis- hólms árdegis á morgun. Sundrungarsfarísemi kommúnista í KRON (Framhald af 1. síðu) meira kappi en áður, að safna óvirkum flokksmeðlimum sínum inn í félagið. Sigfús Sigurhjart- arson, sem á sæti í stjórn félags- ins, tók að sér að veita þessari starfsemi forstöðu, en flokkur- inn lagði honum til fastan starfí/.iann, Guðberg Kristins- son, til að safna mönnum inn í félagið. Munu nokkur hundruð manna hafa gengið inn í félagið frá áramótum og fram að deild- arfundum fyrir atbeina þessarar áróðursstarfsemi, og er þar und- antekningarlítið um fólk að ræða, sem er áhangandi kom- múnistum. Söfnun þessari var svo hugvitslega hagað, að aðal- áhersla var lögð á að safna mönnum inn í deildirnar, sem kommúnistar töldu sig líkleg- ' asta til að vinna, og mátti á því sjá, að hér var verið að hugsa um annað meira en að auka við- skiptin við félagið. Á fyrsta deildarfundinum^ sem haldinn var, kom ásetning- ur kommúnista líka fljótt í ljós. Þar voru eingöngu kosnir einlit- ir Moskvukommúnistar á aðal- fundinn. Þetta varð til þess, að hafinn var í næstu deild nokk- ur viðbúnaður gegn þessum að- förum kommúnista. Fóru því leikar svo, að kommúnistar biðu þar lægra hluta. vJMeyðarkalIið“— scnt út. Theódór frá kosningu og kjósa flokksbundna kommúnista í þeira stað. Þeir hafa þá 'feng- ið hreinan meirihluta í stjórn- inni og geta ráðið öllu í félag- inu, sem þeir vilja. Það getur áreiðanlega hver sagt sér það sjálfur, hvort það sé gert til að auka „einingu“ í félaginu að breyta styrkleika- hlutföllunum í stjórninni frá því, sem verið hefir, og í það horf, að einn flokkur hafi þar algeran meirihluta! Slíkt er vissulega vissasti vegurinn til sundrungar, en ekki einingar. Á KRON nð vcrða flokkstæki kom- múnista? Það sézt vissulega bezt af því, sem hér hefir verið greint, að fyrir kommúnistum vakir það ekki að auka „einingu" í félag- inu, þótt þeir nefni starfsemi sína því nafni. í raun réttri er hér um hina verstu sundrungar- starfsemi að ræða, er ekki getur leitt til nema ills eins. Markmið hennar er bersýnilega að gera KRON að einu af flokkstækjum kommúnista eins og verkalýðs- félögin eru þegar orðin. Og þessi leikur verður áreiðanlega ekki léikinn í KRON einu, heldur í hverju kaupfélagi landsins, þar sem kommúnistar fá þf/í við komið. Þegar hér var komið sögu, greip kommúnista æði mikið og það var þá, sem „neyðarkallinu" fræga var útvarpað. Jafn- framt var svo hafinn hinn ákaf- asti áróður í Þjóðviljanum og bar dregin upp sú mynd af bessu, að vondir Framsóknar- og Alþýðuflokksmenn væru að eyðileggja „eininguna“ í Kron, og nú yrðu allir kommúnistar og aðrir „góðir samvinnumenn“ að gera sitt ítrasta til að slá skjaldborg um „eininguna" þar! Til sönnunar um vonsku Fram- sóknarmanna og Alþýðuflokks- manna í Kron, voru svo birtar skammagreinar um kommún- ista, er Jónas Jónsson hafði skrifað fyrir löngu síðan, og ekki höfðu þá eða síðar haft minnstu áhrif á samstarfið í fé- laginu! Annað var ekki hægt að finna Framsóknarmönnum og Alþýðlflokksmönnum í KRON til óhelgis né sanna „sundrung- arstarf" þeirra þar með öðrum hætti! Niðurstaðan af öllum þessum „neyðarköllum" kommúnista hefir svo orðið sú, að allmargir kommúnistar, sem voru í félag- inu, hafa smalað inn í það kon- um sínum og börnum og hafa um og yfir 100 slíkar inntöku- beiðnir verið lagðar inn í hverri deild sama daginn og deildar- fundurinn var haldinn. Með þessum aðförum hefir kómmún- isturn tekizt að vinna kosning- arnar í flestum deildum hingað til. „Einmgin“. Menn munu geta fengið bezta yfirsýn um raunverulegt eðli þeirrar „einingar“, sem kom- múnistar þykjast hér vera að berjast fyrir, með því að athuga skipun félagsstjórnarinnar. Hún er skipuð níu mönnum, þrír eru kommúnistar, tveir Alþýðu- flokksmenn, tveir Framsóknar- menn og tveir utanflokkamenn. Virðist þessi skipun stjórnar- inar vissulega hinn ákjósanleg- aisti einingargrundvöllur, og hlutur kommúnista hefir hér á- reiðanlega ekki verið fyrir borð borinn, ef miðað er við tölu fé- lagsmanna og viðskipti þeirra áður en „smalamennskan“ hófst. Á aðalfundinum, sem nú stendur fyrir dyrum,' eiga þrír menn að ganga úr stjórninni, Sveinbjörn Guðlaugsson, sem er kommúnisti, Felix Guðmunds- son, sem er Alþýðuflokksmaður, og Theódór Líndal, sem er utan- flokkamaður. Kommúnistar fara ekki 'dult með það, að markmið þeirra sé að fella þá Felix og Samvinnumenn hafa oft á undanförhum áratugum þurft að verja félagsskap sinn gegn árásum andstæðinga, er sótt hafa að honum utan frá og hafá þá líka komið til dyranna sem hreinir andstæðingar. Við slíka menn er gott að berjast. Hitt er verra, þegar árásirnar eru gerð- ar innan frá, og þeir, sem að þeim standa, látast ‘ vera „vin- ir“ og „velunnarar” samvinnu- .hreyfingarinnar. Mörgum mönnum- er þannig farið, aö þeir vara sig ekki á slíkum and- stæðingum. Hinar grímuklæddu árásir innan frá hafa líka reynst - mörgum félagsskap hætfulegastar, eins og saga verkalýðshreyfingarinnar sann- ar bezt. Það er gegn þvílíkri hættu, sem allir sannir samvinnumenn þurfa nú að berjast með sama áhuga og kappi og forvígismenn samvinnusamtakanna börðust gegn andstæðingum sínum áður fyrr. Samvinnumenn þurfa að rísa sem einn maður gegn sundrungarstarfsemi og ein- ræðisbrölti kommúnista í KRON og hverju því öðru samvinnufé- lagi, þar sem á því bryddir. Það verður að kveða niður þetta háskalega tilræði gegn sam- vinnuhreyfingunni og hindra á allan hátt, að það verði til að stöðva vöxt hennar og þroska. Kommúnistum má aðeins einu sinni takast að setja þann svip á samvinnuhreyfinguna í Rvík, að viðskipti hennar dragist stór- lega saman á hinum mestu veltutímum, vegna þess að meira er hirt um að fjölga óvirkum félagsmönnum en að auka við- skiptin. Þess vegna þurfa allir sam- vinnumenn í Reykjavík að taka nú höndum saman og kveða svo rækilega niður sundrungarstarf og einræðisbrölt kommúnista í KRON, að þeir dirfist ekki að halda þvi áfram. Það myr.di verða óumræðilegur styrkur fyrir samheldnina í KRON á komandi árum og jafnframt styrkur fyrir samvinnuhreyf- ingi^a annars staðar, því að kommúnistar þyrðu þá síður að efna til sundrungar þar. Það er enn tækifæri til að afstýra tilræði kommúnista og það er vel hægt, ef enginn liggur ú liði sínu í þeim deildum, þar sem enn er eftir að kjósa. Sérhver sá, sem ekki vill láta KRON verða flokkstæki kommúnísta með tilheyrandi sundrungu og hrörnandi viðskiptum, verður að leggja lóð sitt á metaskál- arnar til að afstýra því, að svo verði. GAMLA BÍÓf Eyðimerkurævín- týri TARZANS (Tarzan’s Desert Mystery) Aðalleikarar: Johnny Weissmuller, Nancy Kelly. Sýning kl. 5, 7 og 9. f N Ý J A B í Ó f JACK L0ND0N Amerísk stórmynd, er sýnir merka þætti úr ævi hins heims- kunna rithöfundar, Jack London. Aðalhlutverkin leika: Susan Hayward, Michael O’Shea. Bönnuð börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ^-- » BERNSKEBREK OG ÆSKUÞREK, hin vinsæla ævisaga Winston Churchills forsætisráðherra Breta, hefir nú verið send til flestra bóksala á landinu. Aðeins fá eintök eru til. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Kaupmaðurínn í F eneyjum Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare. Sýning sunnndagskvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 á morgun. ATHS. Ekki sva.rað í síma fyrr en eftir kl. 5. Aðgangur bannaður fyrir börn. TJARNARBIO ÓBOÐNIR GESTIR (The Uninvited) Dularfull og spennandi reim- leikasaga. Ray MiIIand, Rpth Hussey, Gail Russell. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. Ú R B Æ N U M Skemmtisamkoma. Skemmtun Framsóknarmanna í Sýn- ingaskálanum í kvöld hefst með Fram- sóknarvist. Þeir, sem komnir eru í spilasalinn kl. 8,30 fá sæti við spila- borð, en óvíst um þá, er síðar koma. Allir aðgöngumiðar voru upppantaðir í-gærmorgun. Verða þeir að sækjast á afgreiðslu Tímans fyrir kl. 4 í dag, annars verða þeir seldir öðrum. Frá Leikfélaginu. Að gefnu tilefni vill stjórn Leikfé- lagsins vekja athygli á þvi, að þýð- ingarlaust er að hringja til einstakra leikara eða stjórnarinnar til þess að fá frátekna aðgöngumiða að sýningum félagsins. Ungmennafélag Reykjavíkur heldur gestamót í samkomusal nýju Mjólkurstöðvarinnar við Laugaveg, n. k. laugardagskvöld kl. 9,30. Nokkrir ungmennafélagar hafa æft gamanleik, sem verður sýndur á samkomunni. Gísli Kristjánsson svig- og göngumeistari í. R. Um seinustu helgi hélt íþróttafélag Reykjavíkur innanfélags skíðamót að Kolviðarhóli. í svigi karla bar Gísli Kristjánsson sigur úr býtum á 107,7 sek. 2. Guðmundur Samúelsson á 115,4 sek. Skíðagöngu (tæpl. 7 km.) vann Gísli Kristjánsson á 29 mín. og 17 sek. 2. Gunnar Hjaltason á 31:23,0 mín. í stökki fullorðinna var Guðmundur Samúelsson beztur og fékk 196.6 stig. 2. Magnús Björnsson 189,8 stig. í svigi kvénna varð Sigrún Sigurðar- dóttir hlutskörpust á 65,8 sek. Önnur varð Guðmúnda Andrésdóttir á 77,6 sek. í stökki drengja varð hlutskarp- astur Grímur Sveinsson með 202,5 stig. 2. Guðni Sigfússon með 200,5 stig. Trésmiðafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn nýlega. Var stjórn félagsins og varastjórn öll endurkosin. Stjórnin er þannig skipuð: Tómas Vig- fússon formaður, Guðmundur Hall- dórsson ritari, og Gissur Sigurðsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Einar B. Kristjánsson og Ársæll Sigurðsson. Endurskoðendur voru kjörnir Jón Guðjónssoh og Torfi Hermannsson. — Félagar í Trésmíðafélaginu eru nú um 400 að tölu. 35 húsasmíðanemendur voru teknir í félagið á seinasta ári, en í ár verða þeir a. m. k. 40. Aðalfundur slysavarnad. „Ingólfur“ var nýlega haldinn í V. R. Vonarstr. 4. Formaður deildarinnar Sigurbjörn Einarsson dósent, gjaldkerinn Þor- grimur Sigurðsson skipstj og Ársæll Jónsson kafari, fluttu skýrslur um störf deiidarinnar og hag. Tekjur hennar urðu á síðastl. ári kr. 27.450,40 og afhenti deildin kr. 20, 587,80 til Slysavarnáfél. íslands, en það er % teknanna, eins og lög félagsins mæla fyrir. í stjórn voru kosnir eftirtaldir menn: Formaður sér Jakob Jónsson, gjaldkeri ÞorgrSmur Sigurðþson og meðstjórnendur Sæmundm- Ólafsson stýrimaður, Ársæll Jónsson kafari og Henry Hálfdánarson skrifstofustjóri. Þeir Sigurbjörn Einarsson dósent og Árni Árnason kaupmaður, sem fyrir voru í stjórninni báðust undan endur- kosningu. Aðalfundur félags ísl. tónlistarmanna var nýlega haldinn í Reykjavík. Var stjórn félagsins öll endurkosin, en hana skipa: Árni Kristjánsson form., Hallgrímur Helgason ritari og Björn Ólafsson gjaldkeri. Þá. var kosin rit- nefnd blaðs tónlistamanna „Tónlistin", og eru í henni Páll ísólfsson, Guðm. Matthíasson, Árni Kristjánsson og Hallgrímur Helgason, ritstjóri blaðs- ins. Á fundinum gaf Páll ísólfsson styrk sinn til ráðstöfunar úthlutunar- nefndar félagsins. Áheit á Strandakirkju: Frá konu á Austurlandi kr. 10, frá Austfirðingi kr. 5,00. frá N. N. kr. 7,00 og gamalt áheit frá konu í Strandas. kr. 30,00. Gestir í bænum. ) Davíð Jónsson hreppstjóri á Kroppi í Eyjafirði. Sigurður J. Líndal, Lækja- móti, Haraldur Kristinsson, Núpi, Dýrafiröi, Karl Hjálmarsson kaupfé- lagsstjóri Þórshöfn og Svavar Jó- hannsson, sýsluskrifari, Patreksfirði. Systrabrúðkaup. Á páskadag voru gefin saman í hjónaband að Bár i Flóa af sira Sig- urði Pálssýni í Hraungerði Sigríður Kristjánsdóttir og Kristján Finnboga- son frá Hítardal. Ennfremur Ragna Þorgerður Kristjánsdóttir og Ármann Sigurðsson járnsmiður frá Stoksseyri. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína á Patreksfirði ungfrú Hulda Péturs- dóttir og Svavar Jóhannsson sýslu- skrifari. , Félag hljóðfærasala. Þann 10. þ. m. var stofnað í Reykja- vík Félag hljóðfærasala, og er til- gangur félagsins að vernda réttindi þeirra, sem um margra ára skeið hafa verzlað með hljóðfæri og músikvörur og hafa haft umboð fyrir merkustu hljóðfæraverksmiðjur ýmissa landa. Formaður félagsins var kosinn Stur- laugur Jónsson stórkaupmaðm- og meðstjómendur þau Helgi Hallgríms- 1 son og frú Anna Friðriksson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.