Tíminn - 20.04.1945, Qupperneq 4
4
TÍMITCN, föstndagmn 20. apríl 1945
29. blað
V i ð iamar mál
Eftir P á 1 Zóphóníasson
Enn eru komin sumarmál.
Sumardagurijin fyrsti, þessi sér-
stæði, íslen^d hátíðisdagur, er
á morgun. Veturinn er liðinn,
og sumarið fer í hönd. Veturinn
þessi hefir verið hagstæður
bændastéttinni. í orrustunni við
hann hafa engir bændur særzt,
allir hafa þeir borið hærri hlut.
Sumpart kemur þetta af því,
hve veturinn tók bændur mild-
um höndum, en sumpart líka af
því, að bændur voru betur
brynjaðir fyrir orrustuna í haust
en oft áður. En enn þarf undir-
búningur bænda undir veturinn
að batna, því að ekki er þess að
vænta, að næstu vetur verði
eins mjúkhentir á þeim og þessi
var.
En nú kemur blessað sumarið,
og hvernig verður það? Og hvað
færir það bændastéttinni?
Þetta veit enginn, en líklega
hefir þó sjaldan í sögu þessa
lands verið eins mikil óvissa yfir
afkomuskilyrffum bændanna á
komandi sumri og nú er um
þessi sumarmál. Gróður er nú
að vísu kominn meiri en venju-
lega á sumarmálum, og haldist
tíðarfar líkt og það hefir verið,
þá má vonast eftir því, að slátt-
ur geti byrjað snemma og
spretta orðið góð. Og yrði það,
þá gæti það lengt heyskapar-
tímann og aukið eftirtekjuna af
starfi hvers einstaklings, sem
við heyskapinn fæst. En verða
þá vorverkin afstaðin, þegar
slátturinn þarf að byrja? Á það
hefir stundum og sums staðar
viljað bresta, og það er óhætt
að fullyrða, að árlega undanfar-
in ár hafa bændur í heild átt
minna, fóffurgildi í heyjunum aff
haustnóttum en þurft hefði að
vera, ef þeir hefffu byrjaff fyrr
aff slá. Aldrei hefir litið eins ill'a
út með að fá nauðsynlegan
fólkskraft til að nytja jarðirn-
ar og nú, og því getur verið
hætt við, að grasið verði orðið
sláttuhæft áður en vorverkun-
um, sem gerast þurfa fyrir slátt-
inn, er lokið. En vel að merkja:
þurfi nú öll þessi verk, sem
menn vilja koma frá áður en
byrjað er að slá, að ljúkast áð-
ur. Tún spretta oft misfljótt, og
vit gæti verið í því að slá hluta
af túninu áður en öll vorverkin
væru afstaðin, og fara síðan aft-
ur að sinna þeim og hætta
slætti á meðan. Þetta hafa ein-
staka menn gert, t. d. ekki rúið
fé og rekið á fjall, fyrr en þeir
hafa verið búnir að slá og hirða
þann hluta túnsins er fyrst og
bezt spratt. Og þeim hefir gef-
izt það prýðilega. Þetta ættu
bændur að athuga, ef svo vorar
og sprettur sem nú lítur út fyrir.
Samhliða því, sem útlit er fyr-
ir, að erfitt verði að fá fólk til
sveita, bæði í vor og sumar, er
útlit fyrir, að aldrei hafi bænd-
ur þurft að láta meira en nú
af afurðum sínum til þess að
greiða kaupið með. Veltur því á
miklu, að eftirtekjan eftir hvern
mann verði mikil. Bændur hafa
sýnt einlægan og ákveðinn vilja
til að reyna að tryggja það, að
eftirtekjan geti orðið sem mest.
Þeir hafa viljað fá vélar til þess
að stækka túnin og auka vél-
slæga landið verulega. Þeir hafa
flutt inn fyrstu stórvirku beltis-
dráttarvélarnar og jarðýturnar,
og af þeim lærði ríkið að nota
þá í sína þágu, t. d. við vega-
gerð. Bændur hafa í nokkur
undanfarin ár sýnt meiri vilja
á því að umskapa jarðir sínar
en nokkur önnur stétt í þjóðfé-
laginu hefir sýnt á nýsköpun.
En þeir hafa átt við mikla erf-
iðleika að etja. Ekki hafa þeir
fengið nema örlítinn hluta af
þeim jarðvinnsluvélum, er þeir
hafa beðið um. Og þó þeir hafi
látið þær vélar, sem þeir hafa
getað fengið, margar hverjar,
vinna í vaktaskiptum meðan
hægt hefir verið, hafa þeir af
þessum ástæðum ekki getað gert
nema hluta af þeirri nýrækt,
sem þeir ætluöu sér að gera. Og
erfiðleikarnir á nýræktinni hafa
verið meiri. Áburð hefir vantað,
og allar tilraunir til þess að
skapa aðstöðu til þess að fara
að vinna hann hér í landinu
hafa verið drepnar af mönnum,
sem mikið. tala um nýsköpun, en
gera minna að henni í fram-
kvæmd en bændur gera. Og enn
hefir fræið, sem fengizt hefir,
ekki verið sem heppilegast fyrir
okkar staðhætti. Túnin hafa því
stækkað minna en æskilegt
hefði verið og bændur hefðu
viljað. En nokkuð hefir þó allt-
af miðað. Og árlega fjölgar þeím
býlum í landinu, sem komast á
það stig, að túnin verði það stór,
að það borgi sig að nota á þau
heyvinnuvélar. Vegna þessa fer
þeim bændum fjölgandi, sem
reyna að ná sér í þær. Með því
vilja þeir auka afköstin eftir
manninn, sem að heyskap geng-
ur, og gera sér frekar mögulegt
að halda bústofni sínum óskert-
um. í ár hefir nærri sjötti hver
bóndi beðiö um einhver stærri
heyvinnutæki, og áttundi hver
um sláttuvél.
En það er nú eitthvað annað
en að þeir fái það, sem þeir
biðja um. Það er ekki helming-
ur þeirra bænda, sem sláttuvél-
ar hafa pantað, er fá þær. En
á sama tíma, sem bændur fá
ekki nema örlítinn hluta af
þeim jarðyrkjuáhöldum, sem þá
vanhagar um og þeim eru lífs-
nauðsyn að fá, eigi þeir að geta
gert slægjuland sitt véltækt og
nægjanlega stórt, og ekki helm-
ing af þeim heyvinnuvélum, sem
þeir panta og biðja um að fá,
þá er auglýsing eftir auglýsingu
í blöðunum um það, að ríkis-
stjórnin útvegi þeim, er vilji,
báta og skip, en menn eru treg-
ir að taka á móti. Og svo er sagt,
að bændurnir vilji ekki taka
þátt í nýsköpun stjórnarinnar,
og þeir víttir fyrir. Jafnvel eins
einlægir og ákveðnir jarðrækt-
armenn og formaður Búnaðar-
sambands Eyfirðinga, Ólafur
Jónsson, framkvæmdastjóri
Ræktunarfélags Norðurlands, er
víttur fyrir þá stefnu, sem hann
fylgir í þessum málum í búnað-
arsambandinu, og talið, að hún
ýti ekki nægilega undir „nýsköp-
un“ bændanna. Er hægt að
hugsa sér öllu meiri öfugmæli
og öllu meiri ósvífni í garð
bænda?
í vetur sem leið var víða ódýr-
ara að gefa fóðurbæti en hey.
Miklar líkur eru til þess að eins
jgeti þetta orðið næsta vetur.
Lélegar engjar eiga alls ekki að
nytjast af dýru kaupafólki í
sumar. Það er of dýr heyskapur.
En fá bændur þá fóðurbæti?
Maís, sem þeir hefðu þurft að
nota í vetur, er nú nýkominn,
og orkar það ekki tvímælis og
er auðsannað, hvenær sem vera
skal, að ein af orsökunum til
þess, að minni mjólk hefir verið
á Reykjavíkurmarkaði í vetur
en margir hafa óskað, er sú, að
bændur fengu of lítinn fóður-
bæti. Það er ekki ráð nema í
tíma sé tekið. En athugi bænd-
ur í tíma að fá sér fóðurbæti
eða eigi hann vísan að haust-
nóttum, þá má víða halda bú-
stofninum þó reytingsengjarnar
séu ekki slegnar. En enginn
skyldi á haustnóttum setja á ó-
fenginn fóðurbæti, þó von væri
um að fá hann síðar að vetrin-
um. Engar lélegar reytings-
engjar á að slá í sumar ,og geti
bændur ekki í tíma tryggt sér
fóðurbæti, þá er betra aff fækka
bústofninum en heyja lélegu
engjarnar.
Enn bætist það á aðra óvissu
um búskap bændanna, að eng-
inn veit nú, svo kunnugt sé,
orpið, sundur grafið af vatns-
farvegum og sums staðar með
lónum eða flóðum. Efst í Land-
eyjum eru aurar miklir, sem
myndazt hafa af framburði
Markarfljóts og Þverár, sem
renna sitt á hvað, ýmist til
austurs eða vesturs.
Tveir hreppar eru í Landeyj-
um. Austur-Landeyjahreppur
er fyrir austan Affall, en Vest-
ur-Landeyjahreppur er fyrir
vestan Affall. Flatarmál Land-
,eyja er ca. 40500 ha. (lík stærð
og á öllum túnum landsins). í
báðum hreppum Landeyja munu
vera um 100 býli. Heyafli hefir
verið þar 45—48 þús. heyhestar.
Féanaður hefir verið þar 550
—600 nautgripir, 7500—8000 fjár
og ca. 2500 hross. (Stuðst við
nýjasta fasteignamat og bún-
aðarskýrslur eftir 1940). Meðal-
tal á býli verður sem næst:
Heyafli 450—480 heyhestar, 5
—6 nautgripir, 75—80 kindur
og ca. 25 hross, allt miðað við
vordaga. Við það bætast lömb
og folöld.
Landeyjum fylgja engar af-
réttir, verður því fénaður að
ganga að mestu allt sumarið
í heimahögum. Auk þess gengur
margur fénaður úr Fljótshlíð
í efri hluta I^andeyja. Land-
eyjar eru því í örtröð af beitar-
fénaði, kemur það verst niður
á kúm og sauðfé, og svo auð-
vitað á hrossunum á vetrum.
Landið er sums staðar graslaust,
rótnagað og útsparkað alla tíma
ársins, enda eru þar stór svæði
komin i flög með uppblæstri og
sandfoki. Ræktun er þar víffa
örffug vegna vatnaágangs og
bleytu, því að landið er flatt
og framræsla slæm. Landeyjar
liggja vel við samgöngum, lofts-
lag er hlýtt og milt, næturfrost
eru mjög sjaldgæf, landið er
jafnlent og grjótlaust. Væri
land í Landeyjum vel með farið
og hæfilega beitt, gæti það verið
grösugt og vel fallið til rækt-
unar, ef vatn hamlaði ekki.
Fyrr á öldum hafa verið skóg-
ar miklir efst í Landeyjum.
Njáll á Bergþórshvoli og Gunnar
á Hlíðarenda áttu skóg saman
í Rauðuskriðum og ráku þar
skógarhögg. Kolur ver'r.stjóri
Hallgerðar að Hlíðarenda drap
Svart, húskarl þeirra Bergþóru
og Njáls á Bergþórshvoli, er
hann vann að skógarhöggi í
Rauðuskriðum. Nú eru Rauðu-
skriður (Dímon) skóglaust svæði
og landið þar í kring aurar ein-
ir, sem vötnin hafa flætt yfir.
Gerður hefir verið garður mik-
ill milli Markarfljóts og Dímons,
til þess að varna því, að vötnin
renni fram á sandana og niður
að byggðinni. Slík fyrirhleðsla
á að koma fram yfir vatnafar-
vegi alla leið upp til Fljótshlð-
ar. Nokkurt hik hefir verið á
þeim framkvæmdum um sinn, og
veit ég eigi hvað því veldur.
Heppnist þessi fyrirhleðsla sam-
einar hún vötnin í einn farveg,
þ. e. Þverá og Markarfljót, með
Álum og Affalli, sem þar eru
einnig og falla suður um Land-
eyjar. Við það léttir vatnaá-
gangi af Landeyjum, og er mikið
við það unnið, en samt er eftir
að ræsa fram nokkur svæði, sem
mýrlend eru og vatnsfull.
Verði vötnin sett í einn far-
veg, koma upp víðáttumiklir
vatnafarvegir og sandsvæði, er
græða þarf upp, svo að frá þeim
komi ekki sandfok og land-
spjöll og mun það takast, ef
vötnin verða ekki til fyrirstöðu.
Framtíð og ræktun Landeyja
byggist á, hvort vötnin verða
beizluff og landiff ræst fram.
Takist það, skapast mikil og
góð búnaðarskilyrði í Landeyj-
um, svo að þar getur myndast
ein glæsilegasta sveit landsins.
Búskaparlagi þar þarf að breyta.
Landeyjar eru undir örtröð af
beitarfénaði, sauðfé og hross-
um. Sá fénaður pínir þar ár-
lega af landinu yfir 5 milljónir
fóðureininga. Það er meira en
gróður þess þolir að missa að
skaðlausu. Grasið gengur til
þurrðar, landinu hrakar. — En
hvað fæst aftur í staðinn? Kjöt,
sem er dýrt að framleiða og of
mikið af til neyzlu í landinu.
Þessu verður að breyta. Það
verður að fækka beitarfénaffi
og minnka kjötframleiffslu, en
auka ræktun og framleiðslu á
jarffarávöxtum, mjólk og eggj-
um.
III.
— Sem lognsléttuhaf hvílir
Landeyjaþing
og leggjast að fjallanna ströndum.
Sem safírar greyptir í silfurhring
um suðurátt hálfa ná Eyjarnar
kring.
En Þverá að vestan sér byltir
í böndum
að brotnum og sandorpnum
löndum.
E. B.
Rangæingar eru margir
hreyknir af fornri frægð, en
ætli að fornaldarglorían verði
til þess að bæta lífskjör bænd-
hvaða verð bændur koma til
með að fá fyrir þæb afurðir, sem
heyið, sem þeir afla, á að um-
setjast í. Enn hefir ríkisstjórn-
in ekkert látið uppi um það,
hvaða stefnu hún ætlar sér að
fylgja í þeim málum. En eins og
málum er nú komið, er það fyrst
og fremst komið undir gerðum
hennar, hvort verðið verður í
samræmi við dýrtíðarkaupið eða
ekki.
Þetta allt hvað með öðru mun
að einhverju leyti orsök þess, að
síðari hluta vetrarins hafa boð-
izt fleiri jarðir til kaups en
dæmi eru til áður. Sýnir það,
hver óhugur er í mönnum hvað
búskapinn snertir. Og það er
vorkunn eins og útlitið er. En
hinu má þó aldrei gleyma, aff
engin er sú atvinna til, sem
þroskar manninn betur en land-
búnaffur gerir, engin atvinna til,
þar sem menn eru eins sjálfs
síns herrar og í bóndastöðunni,
og engin starfsgrein til, þar sem
menn geta lifað eins á sínu og
við búskapinn.
Allt eru þetta viðurkennd og
óumdeild sannindi, hjá öllum
sem eitthvað þekkja til mál-
anna.
Á morgun er sumardagurinn
fyrsti. Þá er mönnum óskað
gleðilegs sumars hér á landi, og
þess vil ég óska sveitafólkinu ís-
lenzka. Ég vil vona, að betur
rætist úr erfiðleikum þeim, er
nú virðast vera framundan, en
á horfLst. Hann hefir fyrr geng-
ið upp með bakka, svo að útlitið
hefir orðið ískyggilégt, og þó
orðið lítið úr. Eins getur orðið
enn. En þegar útlitið er orðið
ljótt, þarf maðurinn, sem í ferð
ætlar, að haga sér eftir því.
Hann setzt ekki um kyrrt, sé
ferðin nauðsynleg. 0§>.það gera
bændurnir ekki yfirleitt. En þeir
búa sig undir að mæta þeim
hryðjum, sem úr bakkanum
geta komið, og það er mín sum-
arósk til allra, sem í sveitum
búa, að þeim megi takast það.
Geti þeir það, þá verður sum-
arið þeim gleðilegt, því að mesta
gleði hvers manns er að sigrast
á erfiðleikunum, sem mæta hon-
um.
Síðasta vetrardag 1945.
ORÐSENÐING
tíl kaupenda Tímans.
Ef kaupendur Tímans verffa
fyrir vanskilum á blaffinu, eru
þeir vinsamlega beffnir aff snúa
sér STRAX til
ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR,
afgreiffslumanns,
anna í Rangárvallasýslu á kom-
andi tímum? Ég veit ekki, hvort
lestur t. d. Njálu vekur fram-
faraþrá, stórhug og sannan hér-
aðsmetnað ungra manna, til
þess að mynda félög og hrinda i
framkvæmd velferðarmálum
sveitanna, sem Njálssaga gerist
mest í. Það er ekki nóg að lesa
um hreystiverk Gunnars á Hlíð-
arenda, vitsmuni Njáls á Berg-
þórshvoli, góðmennsku. Hösk-
uldar Hvítanesgoða,. undir-
hyggju Marðar á Hofi, eða búra-
hátt Oddkels 1 Kirkjubæ. End-
urreisn Rangárvallasýslu bygg-
ist á óeigingjörnum störfum, og
manndómi líkum þeim, sem Kol-
skeggur sýnir í fylgd við bróffur
sinn og virffingu fyrir loforffum
og lögum landsins. Eigin hags-
munir líðandi stundar stang-
ast víða við framtíðarvelferð
komandi kynslóða.
Það var gleðilegt að sjá áhuga
íslendinga við atkvæðagreiðslu
í sjálfstæðismáli lands og þjóð-
ar liðið vor. Vonandi er, að allir
landsmenn verði eins samhuga
í því að vernda og rækta sveitir
og önnur nytjalönd landsins,
svo að þau fari ekki í auðn, af
vanhugsuðum búnaðarháttum,
eða af völdum náttúruaflanna,
ef hægt er við að gera. Land-
eyjar eru í hættu, nytjalönd
þeirra eru undir ánauðaroki,
vatnaágangs, sandfoks og of-
beitar . Þar þarf því að taka upp
skipulagsbundna landvörn, með
fyrirhleðslu, takmörkun beitar
og ræktun.
Ríkið kostar rekstur jarð-
ræktartilraunastöðvar á Sáms-
stöðum i Fljótshlíð, þar eru
gerðar vísindalegar jarðræktar-
Á HVERJU lifa Reykvíkingar? Auð-
vitað á ýmsu. Ókunnugir kynnu að
geta sér þess tll, að flestir lifðu á fisk-
veiðum, því að stórútgerðin í Reykja-
vík hefir oft verið umsvifamikil og i
margra munni. En fjarri fer því, að
svo sé. Stærsta atvinnugrein Reyk-
víkinga er iðnaður, þ. e. a. s. frá hon-
um hafa fleiri Reykvíkingar lifsfram-
færi sitt en nokkurri annari atvinnu-
grein. Því miður eru ekki fyrir hendi
nýjar tölur um atvinnuskiptingu Reyk-
víkinga, en tölur frá aðal-manntalinu
2. desember 1940 eru nýkomnar frá
Hagstofunni. Þær sýna atvinnuskipt-
inguna í höfuðstaðnurn eins og hún
var snemma á öðru ári styrjaldar-
innar, nálega sjö mánuðum eftir komu
brezka setuliðsins hingað.
í REYKJAVÍK áttu þá heima 38196
manns. Þessum mannfjölda hefir Hag-
stofan skipt í átta atvinnustéttir, og
eru þá konur og börn og annað skyldu-
lið talið í stétt með þeim, sem atvinn-
una stunda. Koma þannig fram við
hverja atvinnugrein, bæði þeir, sem
að henni vinna og skyldulið þeirra.
En nú er bezt að virða fyrir sér niður-
stöðuna.
L ANGF J ÖLMENN ASTIR eru þeir,
sem af iðnaði lifa. Þeir eru rúml. 13
þúsundir talsiiis, meira en 34% af öll-
um bæjarbúum. í þessum flokki er allt
það fólk, sem hefir lífsframfæri sitt
af fagvinnu (t. d. alls konar smíðum),
svo og þeir, er að því vinna, að fram-
leiða alls konar iðnaðarvörm-, án þess
að hafa til þess iðnpróf.
NÆST fjölmennastir eru þeir, sem
á „samgöngum" lifa. Ekki vcit ég með
vissu, hvaða störf eru talin í þessum
flokki, en þykist þó vita, að það séu
t. d. bifreiðastjórar, skipshafnir far-
þega- og flutningaskipa, starfsfólk
pósts og síma. En fjöldi þessa fólks
er um 5800 eða um 15% af bæjarbúum.
Á VERZLUN lifa rúmlega 5100 eða
nokkuð yfir 13% bæjarbúa.
í FJÓRÐA flokki eru þeir, sem lifa
á „opinberri þjónustu." En í þeim
flokki er talin, að sögn Hagstofunnar,
„ýmiss konar opinber starfsemi, svo
sem við heilbrigðismál, kennslumál,
trúmál, listir og vísindi, umboðsstjórn,
dómsmál o. fl.“ í þessum flokki eru
sjálfsagt ekki taldir þeir opinbérir
starfsmenn, sem vinna að verzlun og
samgöngumálum. En á hinni opinberu
þjónustu, eins og hún er þarna talin,
lifa 10% af bæjarbúum.
í FIMMTA flokki er fiskimannastétt
bæjarins. í henni eru rúmlega 3500
manns eða rúmlega 9% af bæjarbúum.
Þar fyrir neðan telst:
„ÓSTARFANDI FÓLK" (um 8%),
tilraunir, byggðar á jarðvegi,
áburðarblöndun, sæði o. fl., sem
Landeyingum og mörgum fleir-
um er þörf á að kynnast. í
Fljótshlíðinni er einnig skóg-
ræktarstöð, sem mikið má læra
af. —
Það er skemmtilegt fyrir
Landeyinga að hugsa til þess, að
skáldjöfurinn Einar Benedikts-
son skuli segja að Landeyjarnar
séu „sem safírar greyptir í
silfurhring". Þeim ætti að vera
það metnaður og hvöt, að vernda
gimsteininn, sem þeim hefir
verið trúað fyrir. Sveitina
þar sem þeir eru fæddir og upp-
aldir, sveitina sem óðalsréttur
þe;irra og Jframtíðarvonjir eru
tengdar við.
Hvað sér E. B. í Landeyjum,
sem knýr hann til þess að líkja
landi þeirra við demant? Þar er
ólgandi Þverá og svartir sandar,
þar eru aurar, moldarflög og
sandfokssvæði, með tryppahóp-
um og Landeyjafé. Að sönnu
geta skepnurnar verið skemmti-
legar og einnig landið, ef vel er
að því búið. Ég býst við, að E.
B. hafi séð lengra en almennt
gerist. Honum hefir birzt sýn
inni á huldum löndum ókominna
tíma, þegar moldin er hætt að
fjúka, búið er að binda vötnin,
græða upp sandana, klæða aur-
ana og Rauðuskriður birkikjarri.
Þegar búið er að ræsa fram mýr-
arnar, byggja býlin, rækta land-
ið og skipta því í tún, garðlönd
og akra, með skógarbeltum til
skjóLs óg prýði. Þegar búskap-
urinn er rekinn af frjálsu, glöðu
og menntuðu bændafólki, sem
elskar landið, gróður þess og
(Framhald á 5. síöu)
en það eru þeir, „sem lifa á eftirlaun-
um, ellistyrk eða sveitarstyrk, svö og
þeir, sem lifa á eignum sínum."
„PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA" (8%),
en í þessum flokki teljast „innanhúss-
hjú“, svo og þeir, sem vinna við ræst-
ingu og snyrtingu, veitingastörf,
skemmtanir og þess háttar. í þessum
flokki eru því -til dæmis vinnukonur
og þjónustufólk 1 gistihúsum, matsöl-
um og veitingahúsum.
Á LANDBÚNAÐI lifa 1%% bæjar-
búa. Eru það þeir, sem ræktað hafa
bæjarlandið og ef til vill opinberir
starfsmenn, sem að búnaðarmálum
vinna.
ÞETTA VAR fyrir rúmlega fjórum
árúm. Síðan hefir bæjarbúum fjölgað
um nokkrar þúsundir og auðvitað
margur skipt um atvinnu. Ýmsir munu
fara nærri um, í hvaða átt breyting-
arnar hafa stefnt í aðalatriðum. En
hér er um athyglisverðan fróðleik að
ræða, sem sitthvað mætti út af leggja,
þótt eigi verði það gert hér. Snúum
nú að öðru efni.
ÉG MAN ÞÁ TÍÐ, að Guðrún var
algengasta kvenmannsnafn og Jón
algengasta karlsmannsnafn hér á
landi. Vera má, að þetta haldist enn,
en þó efast ég um, að svo sé meðal
yngstu kynslóðarinnar. Ég var rétt
áðan að líta yfir nöfn fermingarbarna
í Reykjavík einn sunnudag á þessu
vori. Guðrúnar eru þar nokkuð margar
eða sex alls. En níu fermingarstúlkur
bera nafnið Erla, og eru þær flestar
í hópnum, er svo heita. Jóns nafn er
ekki áberandi í þessum hópi. Þarna
koma fyrir ýms nöfn, sem lítt eða
ekki tíðkuðust fyrir nokkrum áratug-
um, svo sem Baldur, Birgir, Fjölnir,
Haukur, Edda, Sjöfn, Auður, Hörður,
Hulda, Viðar, Þór og fleira. Allt eru
þetta vel íslenzk nöfn, og flest kunn
úr íornum sögum, þótt sum hafi eigi
verið notuð sem mannanöfn fyrr en
nú. Ekki er ástæða til að amast við,
að slík nöfn séu upp tekin, en geta
verður þess, að sum forn nöfn eru
erfið í beygingu, og hæfir að minnsta
kosti ekki annað en að hverjum sé
kennt að beygja sitt eigið nafn.
ÖNNUR TEGUND mannanafna hef-
ir þó einnig verið tekin upp á síðari
árum. Það eru útlend nöfn eða nafn-
skrípi, og er illt til þess að vita. Bezt
kann ég við hin alþýðlegu nöfn, er
hefð hafa hlotið í málinu og tungu-
tömust eru. En þess ættu foreldrar
fyrst og fremst að gæta að gefa ekki
barni sínu nafn, sem því gæti þótt
leiðinlegt að bera, þegar það kemst
til vits og ára. — Ljúkum við svo
þessu tali í dag. Heimamaður.
Laxveiðin enn
Sæmundur Stefánsson skrifar
alllangt mál enn í Tímann
vegna laxveiða. í fljótu bragði
virðist það vera svar til mín, en
þegar betur er aðgætt, snýr
hann nær eingöngu geiri sínum
að Árnesingum. En um þá sagði
ég, að það væri spor í réttari
átt hjá þeim að taka laxinn á
1—2 stöðum í Ölfusá, heldur en
að leggja net og girðingar um
alla ána allt í sjó út. Þetta sér
nær hver maður, að er rétt og
Sæmundur virðist á sama máli.
Hitt er annað mál, ef Árnes-
ingar misnota þessa aðferð.
Verða þeir og Sæmundur þá að
útkljá það sín á milli, og ekki
sízt þar sem Sæmundur mun
vera einn af aðalmönnum í fé-
lagi manna, er hefir á leigu ár í
ofanverðri Árnessýslu.
Ég nenni ekki að vera að
karpa við S. S., þar sem við er-
um líka á sama máli í meginat-
riðum, en það er að forðast sem
mest netaveiði, helzt að afnema
hana alveg.
Höfuðatriðið fyrir mér í lax-
veiðimálunum er að stórauka
laxa stofninn 1 ánum með klaki
og góðri meðferð ánna. Þó að
með því móti kunni hér og hvar
að hafast nokkru færri krón-
ur upp úr ánum fáein fyrstu
árin, þá mun það færa marg-
faldan ágóða þegar stundir líða
fram. V. G.
tltbrciðlð Tímann!