Tíminn - 20.04.1945, Qupperneq 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka tímaritið um
þjjóðfélagsmál.
8
REYKJAVÍK
Þeir, sem vilfa kynna sér þjóðfélagsmál, inn«
lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá.
20. APRÍL 194S
29. blað
?
AMALL TIMAWS
16. apríl, mánudagur:
Kari/.t í Niiruberg.
Vesturvígstöðvarnar: Sjöundi
Bandaríkjaherinn fór ' inn í
Niirnberg. Hersveitir úr þriðja
hernum sóttu allt að tékknesku
landamærunum austur af Hof.
Hersveitir úr sama her voru 8
km. frá Leipzig og 40 km. frá
Dresden. Barizt var harðlega á
Elbevígstöðvunum.
Austurvígstöðvarnar: Þjóð-
verjar tilkynntu, ' að Rússar
hefðu hafið mikla sókn á Kust-
rinvígstöðvunum og náð þar
landssvæði vestan Oder. Rússar
sögðu hins vegar ekkert frá
þessu.
Bandaríkin: Truman ávarpaði
báðar deildir Bandaríkjaþings ■
og lýsti yfir því, að hann myndi
gera sitt ýtrasta til að fylgja
fram stefnu Roosevelts forseta.!
17. apríl, þriðjudagur:
Leipzig uiiikrmgd.
Vesturvígstöðvarnar: Bánda-
menn tilkynntu, að Leipzig væri
umkringd, barizt væri í Nurn-
berg og Halle og í úthverfum
Chemnits. Hafin var lokaárásin
á Magdeburg. Harðar orrustur
geisuðu austan Elbe. Banda-
menn unnu á í Hollandi og við
Bremen. Framsveitir Breta voru
30 'km. frá Hamborg. — Til-
kynnt var, að Model hershöfð-
ingi, sem stjórnaði vörninni í
Ruhr, hefði fyrirfarið sér.
AustUr vígstöðvar nar: Þ j óð-
verjar sögðu, að Rússar hefðu
hafið nýja sókn til Berlín og
farið yfir Neisseána. Rússar
sögðu ekkert frá þessu, en
skýrðu frá framsókn í Austur-
ríki.
Bretland: Skýrt var frá auk-
inni kafbátasókn Þjóðverja við
Bretland. «,
18. aprfl, miðvikudagur:
Magdeburg tekin.
Vesturvígstöðvarnar: Banda-
menn tóku Magdeburg. Barizt
var ákaft á Elbevígstöðvunum.
Bretar tóku Lúneburg og áttu
eftir 25 km. til Hamborgar.
Kanadamenn hafa sótt til Suid-
ersee á þremur stöðum og voru
30 km. frá Amsterdam. Banda-
menn hafa tekið Halle og Leip-
zig að mestu. í Núrnberg voru
harðir götubardagar.
Austurvígstöðvarnar: Þjóð-
verjar sögðu frá harðri sókn
Rússa vestan Oder og Neisse á
Berlínarvígstöðvunum, en Rúss-
ar minntust ekki á hana. Rúss-
ar tilkynntu, að þeir væru 15
km. frá Brunn i Tékkóslóvakíu.
Ítalía: Sókn Bandamanna á
ítalu miðaði vel áfram. Þeir voru
fáa km. fi*á Bologna.
Ú R B Æ N U M
Vorhátíð norrænufélaganna.
í kvöld gangast norrænu félögin í
Reykjavík fyrir vorhátíð að Hótel
Borg. Félögin sem standa fyrir sam-
komunni eru: Norrænafélagið, Færey-
ingafélagið, ísl.-sænska félagið Sví-
þjóð, Nordmannslaget, félag frjálsra
Dana á íslandi og Dansk-íslenzka fé-
lagið og félagið „Dannebrog". Sendi-
herrar og ræðismenn Norðurlandanna
munu tala á samkomunni.
Kammermusik
verður í Menntaskólanum kl. 6 síð-
degis á morgun. Eru það fyrstu hljóm-
leikar af þremur, sem áformaö er að
halda. Verður á þessum hljómleikum
flutt eitt af höfuðverkum Bachs í
Kunster Fuga. Verkið var samið 1749,
en aldrei lokið við það til fulls. Verkið
verður allmikið stytt í flutningnum.
Það er strokhljómsveit dr. Viktors von
Urbantschitchs sem flytur verkið, Sig-
ríður Björnsdóttir leikur á Cembalo, en
Páll ísólfsson skýrir verkið áður en
hljómleikarnir hefjast.
Arngrimur Kristjánsson
skólastjóri dvelur nú í Englandi og
kynnir sér þar skipan skólamála.
Norsk Tiden í London birti viðtal við
Arngrím, þar sem hann segir frá ís-
lenzkum skólamálum og söfnun is-
lenzkra barna til erlendra.
Drengur brennist af vitissóda.'
Fyrir nokkrum dögum vildi það slys
til í Reykjavík, að 10 ára gamall
drengur brenndist mikið á vítissóda.
Var hann að leika sér i þvottahúsi með
öðrum dreng, er slysið varð. Alvar-
legust eru brunasárin í augunum og í
kringum þau.
íþróttahús háskólans
verður reist sunnan og vestan á há-
skólalóðinni, hliðstætt hinu væntan-
lega þjóðminjasafni. Ráðgert er, að
bygging íþróttahússins hefjist í næsta
mánuöi. Byggður verður fullkominn
leikfimissalur með tilheyrandi böðum
karla og kvenna, herbergi fyrir um-
sjónarmann og kennara og áhalda-
geymsla. Komið hefir til orða að byggð
verði seinna sundlaug, tennis- og
badmintonsalur. — Gísli Halldórsson
og Sigvaldi Thordarson hafa gert
teikningar að húsinu.
Hlutafélagið „Grózka“
er nú að undirbúa aukna ræktun í
Laugarási og hyggst að láta byggja a.
m. k. eitt gróðurhús í viðbót við þau,
sem eru þar fyrir. í þessu skyni hefir
verið ákveðið að auka hlutafé félags-
ins nokkuð og hafa félagar i náttúru-
lækningafélaginu forgangsrétt að
kaupunum, enda afurðirnar aðallega
ætlaðar félagsfólki,. og þá hluthöfun-
um sjálfum. — Áhugi er mikill meðal
félagsmanna um þessar framkvæmdir.
Fjáreigendafélag
Reykjavíkur
hélt aðalfund sinn nýlega. Stjórnin
gaf skýrslu um störf félagsins á liðnu
ári bg gerði grein fyrir fjárhagsaf-
komu. — í stjórn félagsins voru kosn-
ir: Formaður Sigurður Gislason lög-
regluþjónn, endurkösinn, ritari Christ-
ian Zimsen. lyfjafræðingur, gjaldkeri
1 Sólmundur Einarsson og meðstjórn-
endur þeir Gestur Guðmundsson,
Reykjahlið' og Karl Ágústsson, Lauga-
læk. —' Varastjórn: Varaformaður
Hjörleifur Guðbrandsson, Grettisgötu
■20, ritari Ragnar Þ. Jónsson, Bústöð-
um, gjaldkeri Ti-yggvi Guðbrandsson,
ráðsmaður við Kleppsbúið. — Endur-
skoðendurStefán Thorarensen, lög-
regluþjónn og Daníel Kristinsson, Út-
j skálum við Suðurlandsbraut.
j Leikfélag Reykjavíkur
sýnir næstkomandi sunnudagskvöld
kl. 8 „Kaupmanninn í Feneyjum" eft-
ir William Shakespeare. Þessi vinsæli
gamanleikur verður sýndur' nokkrum
sinnum ennþá.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
ungfrú Sigurbjörg Sigurjónsdóttir,
Lambalæk, Fljótshlið og Albert Guð-
mundsson, Nesjum, Miðnesi.
|
Trúlofun.
j Nýlega hafa opinberað trúlofun sína
j ungfrú Kristbjörg Jónsdóttir, Yzta-
! Felli, Þingeyjars. og Ingolf Kristjáns-
son, Háaleitisv. 24.
I
i
Á Arnarhól
er þessa dagana verið að vinna að
því að fylla upp gryfjur og laga til á
túninu.
Trúlofun.
Nýlega opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Guðrún Jónsdóttir, Suðurgötu
92, Akranesi og Sveinn Benediktsson,
Skuld, Akranesi.
!
Hjónaband.
j Nýlega voru gefin saman i hjóna-
j band hjá borgardómara ungfrú Katrín
j Ólafsdóttir (Ketilssonar, prests í Hvíta-
nesi) og stud. juris Árni Garðar Krist-
insson (Ásgrímssonar, járnsmiðs í
Hrísey).
Afmæli
Stefán Jónsson, Öndólfsstöð-
um í Reykjadal, verður 85 ára
22. þ. m. Þessa merka manns
verður nánar getið hér í blað-
inu síðar.
Fjölmenn jarðarför
Jarðarför Kristjáns Ólafsson-
ar bónda að Seljalandi fór fram
í fyrradag (síðasta vetrardag),
að viðstöddu óvenjulegu fjöl-
menni. Við húskveðjuna fluttu
ræður þeir séra Jón Guðjóns-
son prestur að Holti og séra
Sveinbjörn Högnason, prestur að
Breiðabólsstað. Þeir fluttu einn-
ig báðir ræður í kirkju. Vígður
var heimagrafreitur að Selja-
landi og var jarðað þar.
Minningargrein um þennan
stórmerka mann birtist í næsta
blaði.
(Jm ¥Íða vcrold
Launakjör bænda
í Bandaríkjunum.
Árið 1939 voru bújarðir í
Bandaríkjunum taldar 6.096.799,
en af þeim voru 5.968.755 taldar
í ábúð. Meðalframleiðsla á bú-
jörð, sem var talin í ábúð, nam
1.309 dollurum. Á 4.600.000 bú-
jörðum nam andvirði fram-
leiðslunar innan við 1500 doll-
ara. Á aðeins 58 þús. bújörðum
var andvirði framleiðslunnar
10 þús. dollarar eða meira. Á
166 þús. jörðum nam andvirði
framleiðslunnar frá 4—6 þús.
dollurum og á 89 þús. jörðum
frá 6^—10 þús. dollurum.
Á þessum tíma var afkoma
bænda bezt í vestur- og norð-
vesturríkjunum, en verst í suð-
urríkjunum.
Síðan styrjöldin hófst, hafa
framleiðslutekjurnar mikið auk-
ist, en almennt er búizt við, að
þær lækki aftur eftir stríðið,
nema komið verði á stóraukinni
vélanotkun.
Tillögur jafnaðarmanna
um alþjóðasamvinnu.
Jafnaðarmannaflokkarnir í
Bretlandi, Frakklandi, Belgíu,
HoIIandi. Ítalíu, Noregi, Tékkó-
slóvakíu, Póllandi, Spáni og
Palestínu hafa nýlega birt eins-
konar stefnuyfirlýsingu í al-
þjóðamálum í sambandi við
hina r fyrirhuguðu ráðstefnu í
San Francisco. Efni hennar
fjallar um alþjóðlegt eftirlit
með hergagnaframleiðslu, al-
þjóðqrlögreglu og alþjóðlega yf-
irstjórn fjárhags- og atvinnu-
mála. Þá er lagt til, að sérhvert
ríki í hinu nýja þjóðabandalagi
v'erði að hafa viss ákvæði um
skyldur og réttindi' í stjórnar-
skrá sinni. Lagt er á móti því,
að einstakt stórveldi geti haft
synjunarrétt í nýja þjóðabanda-
laginu, eins og ákveðið var á
Krímarfundinum.
Aukin skógrækt í Bretlandi.
Bretar hafa fyrir nokkru
gengið frá 50 ára áætlun um
aukna skógrækt í Bretlandi.
Skóglendi þar er nú talið um
3 milj. ekra,.en ætlazt er til að
það nái yfir 5 milj. ekra. Mun
verða dregið úr sauðfjárrækt á
nokkrum stöðum, svo að hægt
verði að auka skóglendið. Þykir
líklegt, að skógræktin muni
veita fleiri mönnum atvinnu en
sáuðfjárræktin. Auk þess mun
hún spara stórum meira skips-
rúm. Telja Bretar, að slíkt geti
komið sér vel á styrjaldartím-
anum, enda mun hin fyrirhug-
aða aukning skógræktarinnar
miðuð við það m. a., að Bretar
geti sjálfir framleitt meira
timbur undir slíkum kringum-
stæðum en verið hefir til þessa.
Kostnaðurinn við þessar auknu
skógræktarframkvæmdir Breta,
er áætlaður 41 milj. sterl.pd.
fyrstu 10 árin.
Framkv. á Akranesi
(Framhald af 1. siðu)
— Hvernig hefir vertíðin ver-
ið það sem af er?
— Hún var ágæt fram til 15.
febr., en síðan hafa yfirleitt ver-
ið stirðar gæftir og lítill afli. Nú
er því orðið örðugt að halda
fólkinu við framleiðsluna, vegna
þess að eftirspurnin er mikil
eftir vinnukrafti og kaupið hjá
sjómönnum er tæplega eins
mikið og í landi, nema þegar
mikill afli er. Útkoman hlýtur
því að verða sú, að bátarnir
hætta veiðum, og eru nú þegar
2 bátar hættir og búizt við að
fleiri hætti innan skamms.
Hæstu hlutir á Akranesi munu
þó vera orðnir svipaðir og í
fyrra.
— Hverjar eru helztu fram-
kvæmdir á seinasta ári?
Á síðastl. vori var opnuð sund-
laug, sem bæjarbúar höfðu
byggt, og var hún gefin bænum.
Sundlaugin heitir Bjarnalaug,
eftir Bjarna heitnum Ólafssyni
skipstjóra. Mikið af fé því, sem
gefið var til byggingarinnar, var
gefið til minningar um hann.
Laugin ær hituð upp með kæli-
vatni frá rafstöðinni.
Nú er verið að byggja verka-
mannabústaði á Akrapesi, og
er fólk flutt í 6 íbúðir, en alls
er áformað að húsin verði 10
með 20 íbúðum.
Nýr viti var byggður á Flös-
inni, en ljósaútbúnaður hefir
ekki fengizt í hann ennþá.
Fyrir nokkru er lokið við bygg-
ingu á stóru og vöndúðu í-
þróttahúsi, sem er skammt frá
sundlauginni. Gólfflötur húss-
ins er 13X24 metrar og leiksvið
13X6 metrar. íþróttafélögin á
Akranesi byggðu húsið og mun
það kosta um 300 þús. kr.
Hraðfrystihús, stórt og vand-
að, tók til starfa á Akranesi í
febr. síðastl. Mun það geta hrað-
fryst um 20 smál. fiskflaka á
sólarhring. Húsið stendur á góð-
um stað við höfnina. Það er
eign Heimaskaga h.f.. Hrað-
frysting er að verða mikil at-
vinnugrein á Akranesi, en raf-
magnsleysi gerir þó allan iðnað
hér erfiðan.
Á döfinni er sjúkrahússbygg-
ing yfir 20 sjúklinga. Verður
væntanlega byrjað á bygging-
unni í sumar.
— Stunda Akurnesingar mik-
ið landbúnað?
— Jú, hér hefir lengi verið
stundaður landbúnaður öðrum
þræði. Mikið og gott ræktunar-
land er í nágrenni bæjarins.
Annars eru vaxandi erfiðleikar
fyrir bæjarbúa að stunda land-
búnað. Beztu garðalöndin hverfa
nú óðum undir húsabyggingar.
— Er mikill áhugi fyrir raf-
magnsmálunum?
— Já, Akraneskaupstaður
hefir bundizt félagsskap við
Borgarfjarðar- og Mýrasýslu og
Borgarneshrepp um . virkjun
Andakílsár. Vinna við þáð er að
hefjast og er það Almenna
byggingarfélagið í Reykjavri^
sem hefir tekið verkið að sér.
Vélar til virkjunarinnar verða
fengnar frá Svíþjóð, og ef allt
gengur að óskum ætti rafmagn
frá virkjuninni að vera komið
hingað eftir eitt og hálft ár eða
svo. Orka stöðvarinnar er áætl-
uð um 5000 hestöfl og ætti Akra-
nes að geta fengið rafmagn til
ljósa, suðu og iðnaðar, og jafn-
vel eitthvað til upphitunar. í
fyrstu verða settar upp tvær
vélasamstæður, en síðar er hægt
að auka orku stöðvarinnar um
helming.
Skníull stækkaður
(Framhald af 1. síðu)
er hinn mesti smekkmaður á
allan frágang.
Eigandi og ritstjóri Skutuls er
Hannibal Valdimarsson skóla-
stjóri. l^aðið fylgir Alþýðu-
flokknum að málum, en ritstjór-
inn virðist þó óragur við að
halda fram eigin skoðun sinni,
ef því er að skipta. Virðist hann
yfirleitt eiga meira sameiginlegt
méð jafnaðarmönnum á Norð-
urlöndum og í Bretlandi en
margir foringjar Alþýðuflokks-
ins hér syðra. Er ekki ósenni-
legt, að það geti skapað Skutli
nokkra sérstöðu meðal blaða-
kos.ts Alþýðuflokksins.
Þegar Fjölnir fórst
(Framhald af 1. síðu)
um, komu sér því vel fyrir þá.
Þegar í land kom, var skip-
brotsmönnum tekið tveim hönd-
um, og fengu þeir föt og góða
aðhlynningu á sjómannaheim-
ilinu í Londonderry, en þaðan
var haldið samdægurs til Fleet-
wood.
Jón Sigurðsson skipstjóri bað
blaðið sérstaklega að geta um
hinar ágætu viðtökur, sem skip-
brotsmennirnir fengu, er þeir
komu í land á írlandi.
G A M L A
B í Ó * * N Ý J
MORDSÉRFRÆÐ-
IJVGFRIjMV
(Kid Glove Killer)
Spennandi amerísk leynilög-
reglumynd.
Van Heflin,
Marsha Hunt,
Lee Bowmann.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
*
RERNSKXJRRFK
OG
ÆSKUÞREK,
hin vinsæla ævisaga
Winston Chnrchills
forsætisráðherra Breta,
hefir nú verið send til
flestra bóksala á landinu.
AÖeins fá eintök eru til.
í ó
DROTTNDÍG
RORGARIXNAR
(„The Woman of the Town“)
Tilkomumikil og spennandi
mynd.
Aðalhlutverkin leika:
Claire Trevor,
Albert Dekkar,
Barry Sullivan.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
TJARNABBÍÓÍ*
ATLAATS ÁLAR
(Western Approaches)
Kvikmynd í eðlilegum litum
um þátt kaupskipa í orrustunni
um Atlantshafið, Ieikin af
brezkum farmönnum.
' Aukamynd:
Norsk mynd
frá Jan Mayen
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
LEIKFELAG REYKJAVIKUR
Kaupmaðurínn í Feneyjum
Gamanleikur í 5 þáttum, eftir William Shakespeare.
Sýning' á suimudagskvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir á morgun (laugardag) frá kl. 4—7.
ATHS. Ekki svarað í síma fyrr en eftir kl. 4yz.
Aðgangur bannaður fyrir börn.
SKUTULL
á ísafirði hefir nýlega stækkað, svo að blaðið flytur
nú tvöfalt meira éfni en áður. Jafnframt hafa verið
gerðar þær breytingar á blaðinu, að það flytur miklu
fjölbreyttara efni en áður og við hæfi lesenda hvar
sem ér á landinu.
Blaðið leggur sérstaka áherzlu á að fylgjast vel með
því, sem gerist á hverjum tíma og hefir í því skyni
tryggt sér aðstoð manna í Reykjavík.
Blaðið flytur ýtarlegar fréttir af Vestfjörðum, og er
því nauðsynlegt öllum Vestfirðingum.
Flugsamgöngur við Vestfirði tryggja að blaðið kemst
reglulega og fljótt til kaupenda hvar sem er á land-
inu.
Skutull hefir komið út í 22 ár og jafnan getið sér orð
fyrir einarðlegan málflutning.
SKLTLLL á ermdi til allra iaiidsiuaiiiia.
Hringið í síma 5020 og gerizt áskrifendur að Skutli.
Myndasýning
Síðastl. föstudag var opnuð í
Hótel Heklu sýning á myndum,1
er listmálararnir Gunnlaugur
Scheving, Snorri Arinbjarnar og
Þorvaldur Skúlason hafa gert
af atburðum úr Njálu. Hefir
Gunnlaugur Scheving gert 24
myndir, Þorvaldur Skúlason 24
og Snorri Arinbjarnar 23.
Sýningin mun verða opin í 10
daga.
Myndir þessar verða í hinni
nýju útgáfu Helgafells af
Njálssögu, sem Halldór Kiljan
Laxness annast um. Verður það
fyrsta útgáfa fornritanna með
myndum eftir íslenzka lista-
menn.
Ágóðinn af sýningunni mun
renna til Tónlistarhallarinnar.
Listamennirnir hafa og gefið
henni frummyndirnar.
4-
Bækur Menníngarsj.
Nýlega komu út á forlagi
Menningarsjóðs tvær nýjar
bækur: Ljóðmæli Hannesar
Hafsteins í útgáfu Vilhjálms Þ.
Gleðilegt sumar!
Þorsteinn Finnbogason
Gullsmiður, Vitastíg 14.
Gleðilegt sumar!
Liverpool
Gíslasonar og ritar hann all-
langan formála fyrir bókinni,
— og fjórða og síðasta bindi
skáldsögunnar „Anna Karen-
ina“, eftir Tolstoj, í þýSingu
Karls ísfelds.
Báðar þessar bækur heyra
undir útgáfubækur Menningar-
sjóðs 1944, en afgreiðsla þeirra
tafðist vegna prentaraverkfalls-
ins.