Tíminn - 24.04.1945, Page 6

Tíminn - 24.04.1945, Page 6
6 TÍMIM, þriðjndaginn 24. april 1945 30. blat* DMARMlMmG: Kristján Olafsson bóndíi á Seljalandi nndir Eyjafjöllum ÁhriS styrj aldarinnar r á landbúnaðinn (Framhald af 3. síðu) Samband ísl. samvinnufélaga. SAMVINNUMENN: Dragið ekki að brunatryggja innbú yðar. - Biðjið kaupfélag yðar að annast vátryggingu. Meira félagslif Kristján Ólafsson á Seljalandi var fæddur í Dalsseli 15. apríl 1890. Foreldrar hans voru Ól- afur Ólafsson frá Hólmum og Sigríður Ólafsdóttir frá Múla- koti. Með foreldrum sínum fluttist Kristján að Eyvindar- holti árið 1900. Búskap á Selja- landi hóf hann 1917. Kvæntist Arnlaugu Samúelsdóttur frá Hvammi undir Eyjafjöllum 2. nóv. 1918. Eignuðust þau 8 börn, eru 6 þeirra á lífi. Kristján and- aðist á Landsspítalanum í Rvík 4. apríl 1945. Andlátsfregn Kristjáns Ólafs- sonar á Seljalandi kom okkur vinum hans mjög á óvart, því enda þótt hann væri búinn að liggja rúmfastur í sjúkrahúsi í Reykjayík allan veturinn, þá var vonin um bata orðin svo ör- ugg, bæði hjá honum sjálfum og öðrum þeim, er fylgdust með sjúkdómsferli hans, að við væntum þess, að hann gæti bráðlega yfirgefið sjúkrahúsið og haldið heim til sín við góða heilsu. En það fór á annan veg. Allt í einu í byrjun apríl hættu nýrun að starfa og lifði hann aðeins örfáa daga eftir það. Með Kristjáni á Seljalandi er til moldar hniginn einn dug- mesti og athafnasamasti bóndi Rangárhéraðs. Kristján átti alla ævi heima undir Eyjafjöllum, fæddur í Dalseli, ólst upp í Ey- vindarholti og hóf búskap að Seljalandi árið 1917 og bjó þar til æviloka. Seljaland liggur mót sól og sumri, sunnan undir Seljalandsmúla. Er það stór jörð og kostagóð, var alltaf tví- býlisjörð, þar til Kristján hóf þar búskap, tók hann þá alla jörðina og þótti mörgum hinn ungi bóndi færast mikið í fang. En það kom brátt í ljós, að ungu hjónin á Seljalandi voru starf- inu vaxin, og skjótt urðu þar miklar umbætur gerðar og rak hver stórframkvæmdin aðra, bæði í jarðrækt og húsbygging- um. Hann lét brátt tvö strá vaxa þar, er áður óx eitt. Hann reisti miklar byggingar úr steinsteypu, bæði yfir fólk og fénað. Hann tók einnig með fyrstu mönnum hér um slóðir rafmagnið í þjón- ustu sína og reisti aflmikla raf- stöð við bæjarlækinn austan við túnið og veitti með því tértu og yl inn á heimilið. Þau hjón eign- uðust átta börn, misstu tvö í æsku, en hin 6 eru öll uppkom- in. Börn sín sendi Kristján í skóla, þegar er þau komust á skólaaldur, synina tvo, annan í bændaskóla, en hinn í sam- vinnuskóla, og dæturnar í kvennaskóla. Það lætur að lík- um að þau Seljalandshjón hafi ekki oft setið auðum höndum, þar sem þeim auðnaðist að koma öllu því í framkvæmd, er að of- an getur, og þó mörgu fleira. Heimili þeirra er í þjóðbraut og gestnauð mikil, og ekki flýtir það fyrir eða léttir störfin. En húsbóndinn var í engu meðal- maður. Hann var prýðilega greindur og gjörathugull, og starfsþrek hans og starfsorka var með afbrigðum. Ég hefi fá- an mann hitt, sem trúði jafn einlæglega á gróðurmátt ís- lenzkrar moldar eins og hann. Hann plægði djúpt og sáði vel, enda fékk hann ^íkulega upp- skeru og þrátt fyrir þann mikla kostnað, sem Kristján lagði í svo að segja árlega, jókst búið og efnahagurinn blómgvaðist, svo hann var orðinn vel stæður maður, er hann lézt. Enda þótt KrisVján væri í eðli sínu hlé- drægur maður, gat ekki hjá því farið um annan eins mann og hann var, að menn fengju brátt traust á honum, enda óx það við alla viðkynningu, og leið ekki á löngu, að sveitungar hans fólu honum mörg og margvísleg trúnaðarstörf. Kristján óx með hverju starfi, sem hann tók að sér og leysti þau öll af hendi með mikilli alúð og samvizku- semi, enda naut hann sívaxandi vinsælda og virðinga hjá sveit- ungum sínum, og þegar hann féll frá, voru sveitungar hans búnir að fela honum öll störf innan sveitarinnar, sem hægt er að hlaða á einn mann. Kristján hafði alltaf mikinn áhuga á þjóðmálum og félags- málum, fylgdist þar vel með og var glöggur á menn og málefni á því*sviði ekki síður en öðru. Hann var einlægur samvinnu- maður og í stjórnmálum fylgdi hann Framsóknarflokknum fast að málum, og vann mikið og gott starf í þágu flokksins, og við fráfall hans hefir Framsókn- arflokkurinn misst einn sinn bezta og ötulusta forvígismann í héraðinu. Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi Það er mikill sjónarsviptir, þegar menn eins og Kristján falla frá á bezta aldri.' Sveit- irnar mega svo illa við því að missa sína beztu sonu — sem þar vilja vera og starfa — fyrir aldur fram. En sárastur verður missirinn eiginkonu hans og börnum, háöldruðum föður og tengdamóður og öðrum vanda- mönnum. En það eru fleiri en nánustu ættingjar, er sakna Kristjáns og geyma lengi í huga sér minningu um hann. Sveit- ungar hans allir sakna forvígis- mannsins og munu lengi minn- ast hans. Ég get ekki stillt mig um að minnast hér á atvik, sem sýnir hvern hug Eyfellingar báru til Kristjáns. Fyrir rúmum mánuði kom ég, sem þessar línur rita, austur undir Eyjafjöll, þá ný- kominn úr Reykjavík. Kom ég þá við á tveimur bæjum í sveit- inni hans.Það fyrsta,sem bænd- urnir spurðu um, var: „Hvað geturðu sagt mér af Kristjáni," og þegar ég kvað góðar horfur á um bata hans, urðu þeir glaðir og viðhöfðu báðir sömu orðin: „Það er gott, við Fjallamenn megum ekki við því að missa hann Kristján“. Þetta veit ég að var talað út frá hjarta allra sveitunga hans. Þeir voru allir á einu máli um það, að Kristján mættu þeir ekki missa. En nú hafa þeir misst Kristján, og skarðið er líka stórt, sem hefir verið höggvið í bændahópinn eyfellska, og mun það skarð seint fyllt verða. Máltækið segir, að maður komi í manns stað, oft er það að vísu svo, og veit ég að Eyfellingar eiga mörgum góðum mönnum á að skipa, en öll vitum við það, að sæti hans verður óvenju vandskipað og Eyfellingum mun lengi finnast svo. Og þeir sýndu einnig hug sinn til hans, er þeir fóru í stór- um hóp á móti líki hans og tóku á móti því við Þjórsá til þess að geta fylgt hinum látna forvígis- manni síðasta spölinn gegnum sýsluna hans, heim til Eyja- fjalla. Qg við, sem fjær erum, en átt- um því láni að fagna að kynnast Kristjáni og vinna með honum, við þökkum honum einnig störf- in og viðkynninguna og munum lengi minnast hans sem eins hins mætasta manns, er við höfum fyrir hitt á lífsleiðinni. Helgi Jónasson. ORÐSENDING til kaupenda Tímans. 0 Ef kaupendur Tímans verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vinsamlega beðnir að snúa sér STRAX til ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR, afgreiðslumanns, ljóst, að hefjast þurfti handa um stórfelldar framkvæmdir. Verkalaun við landbúnaðar- störf margfölduðust og oft var ómögulegt að fá fólk, hvað sem í boði var. Það var því hafizt handa um að undirbúa löggjöf, sem beint stefndi að því marki að koma því í framkvæmd á fáum árum, að stækka ræktað land, svo að allra heyja megi afla með vélum. Samþykknr alþtngi breytfngarnar á jarðræktarlög- unum? Búnaðarþing 1943 skipaði milliþinganefnd í ýmis land- búnaðarmál. Sú nefnd samdi frumvarp um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveit um, þar sem ætlazt er til, að búnaðarsamböndin á skipuleg- an hátt og með beztu og öflug- ustu vélum, sem fást, hrindi því í framkvæmd á næstu ár- um, hvert á sínu sambands- svæði, að gera véltækt allt það land, sem nytja á til slægna. Þetta frumvarp varð að lögum á síðasta alþingi. Nefndin samdi annað frumvárp, sem er breyt- ing á jarðræktarlögunum, og fjallar um hækkaðan styrk til þessara framkvæmda. Alþingi hefir enn ekki samþykkt það, en þess er vænta, að það dragist ekki lengi. Síðasta Bún- aðarþing mælti ákveðið með því að jarðræktarlögunum yrði breytt í það horf, sem milli- þinganefndin lagði til. Það ber bezt vitni um, hve álþingi er mikil alvara með „nýsköpun" atvinnuveganna, hvernig snú- izt verður við þessu máli. En engar brigður verða á það born- ar,að svo komnu.að alþingi sam- þykki nauðsynlegar breytingar á jarðræktarlögunum, þegar það kemur saman næst. Búnaðarþing hafði mál þessi enn til meðferðar í vetur og undirbjó á ýmsan hátt fram- kvæmdir heima í búnaðarsam- böndunum. Aðalfundir sam- bandanna nú í vor munu ræða þessi mál, og veit ég, að þau muni flest eða öll hefja undir- búning að setningu jarðræktar- samþykkta fyrir samböndin. Það hefir aldrei verið unnið jafn markvisst og skipulega að ræktunarmálum og nú er gert. Ef nægar vélar fást munu nú hefjast stórfelldari jarðræktar- framkvæmdir í sveitum en nokkru sinni fyrr. Mikill skortur á land- bánaðarvélum tefur umbæturnar. En þar hefir verið og er enn við erfiðleika að etja, sem ó- hjákvæmilega seinka mjög framkvæmdum. Innflutningur á vélum og verkfærum til land- búnaðarstarfa hefir verið svo lítill, að það hefir ekki nándar nærri fullnægt eftirspurninni. Þó hefir heppnazt að útvega nokkrar skurðgröfur. Á véla- sjóður nú fimm skurðgröfur. Með þeim elztu er búið að vinna í þrjú sumur. En svo mikið er sótzt eftir að fá þær, að vel mættu þær vera tuttugu eða fleiri og hefðu þó ærin verkefni. Öll styrj aldarárin hafa bænd- ur heimtað vélar til starfa, — skurðgröfur, dráttarvélar, hey- vinnuvélar og margt fleira. Á- hugi bænda sést bezt á því, að ýmis hreppabúnaðarfélög hafa safnað miklu fé til kaupa á dráttarvélum og öðrum jarð- vinnslutækjum. Til þess að sýna, að bændur séu ákveðnir i því að taka ræktunarmálin föstum tökum og hefja miklar fram- kvæmdir, skal ég geta um, hvað miklar pantanir landbúnaðar- véla liggja riú fyrir hjá búvöru- deild Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga. Er það sem hér segir: Vélar, sem bændur hafa pantað, en ekki fengið. 63 beltisdráttarvélar (T.D. 6 og T. D. 9), ásamt jarðýtum, plógum og herfum. 46 dráttar- vélar (W 4) á járnhjólum, á- samt herfum og fleira. Það eru því um 110 dráttarvélar, ásamt verkfærum, sem bændur vilja fá til nýyrkjustarfa eingöngu. Svarar það til þess, að dráttar- vél kæmi í annan hvern hrepp, ef þær fengjust allar innflutt- ar. Þá hafa verið paritaðar 200 „Farmall“-dráttarvélar. En það eru léttar dráttarvélar á gúmmí- hjólum, ætlaðar fyrir sláttuvél- ar og ýmis léttari vinnutæki. Allir óska eftir sláttuvjélum með „Farmall“-vélunum og flestir vilja einnig herfi með þeim. Þá eru pantaðar um 800 sláttuvélar og annað eins af rakstrarvélum fyrir hesta, um 200 áburðardreifarar og allmikið af ýmsum fleiri jarðvinnslu- og heyvinnuvélum. Von er aðeins um lítinn hluta af þessum vélum jiú í ár. Af beltisdráttarvélum er útlit fyrir að sama og ekki neitt fáist. Árásirnar á bændur eiga ckki við nein rök að styðjast. En þetta sýnir ljóslega, að bændur eru ákveðnir í því að hefjast handa um framkvæmd- ir. Þeir ætla ekki að láta sitja við orðin tóm, eða gera ein- hverj ar málamyndarsamþykktir um jarðræktaíframkvæmdir. Ef hægt væri að útvega nú nokkrar skurðgröfur og þótt ekki væri nema helming þeirra dráttar- véla, sem beðið hefir verið um, mundi strax í ár hefjast miklar og víðtækar ræktunarfram- kvæmdir. Það stendur ekki á bændum að leggja hönd á plóg- inn og hefjast handa, en þá vantar tækin til þess að vinna með. Heppnazt hefir að útvega örfáar dráttarvélar, ásamt vinnslutækj um, styrjaldarárin. í þeim búnaðarfélögum, sem hafa fengið þessar vélar, hafa strax orðið afarmiklar framkvæmdir — og svo myndi það verða um allt larid, ef unnt væri að fá vélarnar innfluttar. Það er því hið mesta öfug- mæli, þegar því er haldið fram, að bændur séu daufir og sinnu- lausir um framkværndir og vilji alls ekki taka þátt í þeirri „ný- sköpun“ atvinnuveganna, sem nú er svo mjög á loft haldið. Félagssamtök bænda hafa ein- mitt hin síðustu ár uridirbúið allsherjarátök i ræktunarmál- unum. Þeir eru tilbúnir að hefj- ast handa. Það hafa engin stór- yrði verið höfð í frammi af hendi bænda varðandi þetta, en þeir hafa starfað að þessum málum í kyrrþey. í raun og veru er sú skipulagsbundna ræktunarstarfsemi, sem nú er verið að undirbúa víðs vegar um land á félagslegum grundvelli, aðeins eitt þróunarstig í því landnemastarfi, sem bændur hafa látlaust unnið að síðan iarðræktarlögin voru sett. Fólksfæðin nú í sveitum og hið geysih'áa kaupgjald veldur því, að fáir bændur hafa nokkra starfskrafta til umbóta frá venjulegum heimilisstörfum. Úrræðið verður því það, sem lögin um jarðræktarsamþykkt- irnar ráðgera, að skapa félags- samtök um beztu fáanleg tæki og mynda síðan vinnuflokka, sem fara með verkfærin milli bænda og vinna hjá þeim. Sam- kvæmt lögunum skulu þeir bændur látnir sitja í fyrirrúmi, sem skemmst eru komnir á- leiðis með ræktun og hafa hennar því mesta þörf. Á þennan hátt verður á næstu ár- um að því unnið að útrýma þúfunum úr landi því, sem nytja á til slægna. Þúfurnar hafa allt frá landnámstíð valdið beim, er að landbúnaði starfa, geysilegum erfiðleikum og stað- ið í vegi fyrir breyttum og bætt- um vinnuaðferðum við heyskap- arstörfin. Það er því tími til þess kominn að ryðja þeim al- gerlega úr vegi. Ríkið verður að leggja siun skerf til rækt- unarmálanna. Þetta getur því aðeins orðið, að bændur fái nægan stuðning frá því opinbera til þessa land- námsstarfs. Það er ekkert sér- Samvinnumenn þurfa að auka félagslífið í samvinnufélögun- um. Það er víða of lítið. Sums staðar e. t. v. aðeins aðalfundur og deildarfundir einu sinni á ári. Þar sem því er svo háttað, er sambandið á milli félags og félagsmanna allt of veikt, enda þótt félagsmaðurinn hafi öll viðskipti sín hjá kaupfélaginu. Félagsmaðurinn finnur þá ekki, eða a. m. k. ekki eins greinilega og skyldi, að hann er þátttak- andi 1 þessari starfsemi, að hann er meðeigandi þessarar stofnunar, félagsins, að hann á sinn þátt í stjórn hennar o. s. frv. Mesti styrkur samvinnufélag- anna eru traustir félagsmenn, er hafa tileinkað sér hugsjónir samvinnustefnunnar og hugar- far hins sanna samvinnumanns. Félögin þurfa að eignast sem flesta félagsmenn, sem í þau hafa gengið og í þeim eru, af því að þeir eru sannfærðir um gildi samvinnustefnunar og hafa trú á úrræðum hennar til þjóðfé- lagslegra umbóta. Þess vegna er nauðsynlegt að veita félagsmönnum og öðrum, ekki sízt unglingum, sem ætla má að félagsmenn verði, sem nákvæmasta fræðslu um sam- vinnustefnuna, hugsjónir henn- ar, sögu og framkvæmd á með- al annarra þjóða. Þess vegna er einnig nauðsynlegt að auka félagslífið og efla samvinnu- andann, svo að menn séu mót- tækilegir fyrir kenningar sam- vinnunnar og hafi náð þeim fé- lagsþroska, sem nauðsynlegt er að menn hafi, til þess að stefn- an sé framkvæmanleg. Að þessu verða samvinnu- menn vel að hyggja, ekki sízt t r ú n a ð a r-menn félaganna, stjórnir þeirra og kaupfélags- stjórar. Margar leiðir geta verið til þess að auka félagslífið og treysta böndin á milli félags og félags- manns og félagsmannanna innbyrðis. Hér skal aðeins bent á nokkur atriði. mál bændastéttarinnar, að ræktun verði aukin og komið í það horf, að nútíma véltækni megi beita við fóðuröflun. Það er sameiginlegt mál allrar þjóð- arinnar, og ótvíræð skylda lög- gjafar- og fjárveitingavaldsins að veita bændum nægan fjár- hagslegan stuðning til þess að framkvæma þetta nauðsynja- mál. Ræktun er mjög dýr og erfið hérlendis vegna jarðvegs- eiginleika og annara staðhátta. Ríkið verður af þeim ástæðum að leggja ríflegan skerf til rækt- unarmála. Allar menningar- þjóðir, sem éiga óræktað land, leggja mikið fé 1 ræktun og styðja þá, sem taka að sér það erfiða hlutverk að annast frum- ræktunina, með miklum fjár- framlögum. Engin eign hinnar íslenzku þjóðar er betri og ör- uggari grundvöllur fyrir heil- brigt athafna- og menningarlíf en vel ræktað land. Það á enn við spakmælið: „Bóndi er bú- stólpi, bú er landstólpi". Sé þess eigi gætt að búa svo að landbúnaðinum, að hann geti eflzt og þróazt í samræmi við aðra þætti atvinnulífsins, þá Æskilegt væri, að á ári hverju væru haldnir nokkrir fræðslu- og skemmtifundir í hverju kaupfélagi eða á hverju félags- svæði. Á fundum þessum ætti jafnan að flytja eitt fræðandi erindi um samvinnumál. Enn- fremur mætti flytja hvatning- arorð. Þá væri og ágætt, ef á fundum þessum væri hægt að sýna kvikmyndir úr sögu sam- vinnuhreyfingarinnar, bæði hér og erlendis. Má vænta þess, að auðveldara verði með ýmsar framkvæmdir í þessum efnum að stríðinu loknu. Að sjálfsögðu mætti svo hafa ýmisleg skemmtiatriði. Slíkir fundir mundu áreiðanlega treysta tengslin á milli félagsmanna. Þá má nefna kynningarferðir félagsmanna til annarra sam- vinnufélaga. Þyrftu þessar ferð- ir að vera farnar í smáhópum, t. d. ein deild eða einn hreppur í einu. Að sjálfsögðu verður að stilla þessu í hóf vegna kostn- aðar. Ætti ekki síður að stofna til slíkra kynningarferða fyrir húsmæður. Hefir það verið gert sums staðar og mun hafa gefizt vel. Nefna má ennfremur útgáfu fjölritaðra félagsblaða. í þeim mætti segja tíðindi frá félags- skapnum, leiðrétta misskilning, sögusagnir o. s. frv. í þeim gætu félagsmenn sett fram óskir sín- ar og gagnrýni. Dæmi eru til, að slík blöð séu gefin út hjá einstaka kaupfélagi. Gefa þau góða raun. Loks skulu nefnd stutt nám- skeið um samvinnumál. Gætu þau bæði verið fyrir félagsmenn og starfsmenn félaga. Á nám- skeiðum þessum mætti segja frá sögu samvinnufélaganna hér og erlendis, rekja skipulag þeirra og starfsháttu, athuga um framtíðarverkefni samvinn- unnar o. s. frv. Að lokum skal svo'enn á ný undirstrikuð nauðsyn þess, að félögim taki mál þessi til ræki- legrar íhugunar og hefjist handa um að efla félagsstarfið og treysta samvinnuandann. óttast ég um framtíð þjóðar- innar. Bændastéttin lætur ekki sitt eftir liggja. Ég hefi hér viljað benda á það, að styrjaldarárin hafa á ýmsan hátt reynt mjög á þolrif bænd- anna. Fólkið hefir horfið úr sveitum, hversu hátt kaup sem boðið hefir verið. Sífelld tilboð um atvinnu fyrir ævintýralega há laun hafa kveðið við í eyru bændanna. Því betur hafa þó flestir þeirra staðizt þann hljóm og setið kyrrir. Bændurnir hafa á skipulegan hátt undirbúið stórfelldari jarðræktarfram- kvæmdir en áður eru dæmi til. Þeir eru staðráðnir í því að taka ræktunarmálin föstum tökum, og miklar framkvæmdir væru þegar hafnar, ef ekki væri jafn stórkostlegur skortur á vélum til landbúnaðarstarfa og nú er. Bændurnir munu áreiðanlega taka sinn þátt í nýskipan at- vinnuvega þjóðarinnar, og þeir hafa sýnt meiri fyrirhyggju um undirbúning þeirra fram- kvæmda en flestir aðrir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.