Tíminn - 01.06.1945, Page 8

Tíminn - 01.06.1945, Page 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzha tímaritið um þjóðf élaffsmál. 8 REYKJ AV ÍK Þeir, sem vilja hynna sér þjóðfélagsmál, inn* lend og útlend, þurfa að lesa Dagshrá. I. JÚNÍ 1945 40. blað r AMÁLL 26. maf, laugardagur: Stríðsgróði upptækwr. Frakkland: Franska stjórnin tilkynnti, að hún ætli að gera upptækan allan stríðsgróða. Gefnir verða út nýir peninga- seðlar til að fyrirbyggja að stríðsgróðanum verði komið undan. Noregur: Mál Kvislings var tekið fyrir rétt. Flutti hann sjálfur varnarræðu. 27. maí, sunnudagur: Óeirðir í Sýrlandi. / Sýrland: Allmiklar óeirðir urðu í Damaskus og víðar vegna ágreinings Frakka og Sýrlendinga. Sýrlenzkir her- menn hafa strokið úr franska hernum og veldur það auknum viðsjám. Kína: Kínverjar hafa tekið Nanning, höfuðborg Kwangsi- fylkis, og sækja þaðan til landa- mæra Indó-Kíija. 28. maí, mánudagur: Matarskortur í iÞýzka- landi. Þýzkaland: Tilkynnt að mik- ill ákortur sé að verða á mat- vælum í Þýzkalandi. Víða er matarskammturinn ekki nema TÍJIANS ^ 1200 hitaeiningar, en í Bretlandi er hann . 3600 einingar handa erfiðisvinnumanni, en annars 2800. Fangar eru settir í land- búnaðarvinnu og reynt að greiða fyrir mataröflun á allan hátt. Bretland: Tilkynnt að hætt sé að láta skip sigla í skipa- lestum, nema þar sem óttast megi japanska kafbáta. 29: maí, þriðjudagur: Tékkar krefjast Dresden. Tékkóslóvakía: Tékkar bera fram kröfu um að innlima all- mikið þýzkt land, m. a. borgina Dresden. Japan: Hafnarborgin Joko- hama varð fyrir stórkostlegri loftárás. Skemmdir gífurlegar. 30. maí, miðvikudagur: Bardagar í Sýrlandi. Sýrland: Miklir bardagar geis- uðu í Damaskus og beittu Frakkar stórskotaliði. Sam- komulagshorfur eru taldar von- litlar. Iran: Stjórnin í Iran hefir sent stjórnum Bretlands, Rúss- lands og Bandaríkjanna þau til- mæli, að þau kveðji heri sína þaðan, þar sem þeirra sé ekki lengur þörf vegna Evrópu- stríðsins. Kommúnistar heímta ... (Framhald af 1. slðu) timbrið af S. í. S. og afhenda það heildsölunum, heldur vilja þeir einnig láta taka það af við- skiptamönnum kaupfélaganna í kaupstöðum, kauptúnum og sveitum utan Reykjavíkur og láta það ganga nær eingöngu til Reykvíkinga. Er ekki einu sinni svo vel, að afleiðingin af þessu yrði sú, að byggt yrði yfir brággaíbúana í Reykjavík, eins og Þjóðviljinn vill vera láta, því að sinnuleysi og vesaldómur rík- isstjórnarinnar er það mikill, að hún hefir ekkert gert til að beit- ast fyrir slíkum byggingum. Af- leiðing þessarar ráðstöfunar, sem kommúnistar eru að heimta, yrði sú ein, að timbrið yrði tek- ið af því fólki utan Reykjavík- ur, sem þarf nauðsynlega að byggja yfir sig, til þess að auð- kóngarnir reykvísku gætu byggt enn meira af skrauthýsum og skri'fstofuhöllum. Hundruð manna í sveitum, kauptúnum og kaupstöðum úti á landi yrðu að búa áfram í lekum og óholl- um íbúðum til þess að hægt væri að auka lúxushúsnæði í Reykja- vík. Áhugaleysi kommúnista fyrir nauðsynlegum íbúðarbyggingum í Reykjavík má líka bezt marka á því, að KRON, sem er undir yfirstjórn kommúnistans ísleifs Högnasonar, gerði enga pöntun um Svíþjóðartimbur til S. í. S. fyrir Reykvíkinga, þótt mörgum félagsmanni þess hefði komið vel að geta fengið timbur hjá því. Það, sem wm er barizt. Það má búast við, að barátt- an eigi enn eftir að harðna um þetta mál, því að kommúnistar reyna nú að koma ofbeldis- áformum sínum fram á hærri stöðum. Þess vegna er gott, að menn geri sér höfuðatriði þess- arar baráttu vel ljós og það því frekar, sem hún er raunar háð á mörgum öðrum sviðum. Og höfuðatriði þessarar baráttu eru þessi: Kommúnistar berjast fyrir því að samvinnufélögin séu beitt ólögum og ofbeldi til hags fyrir hcildsalana. Kommúnistar berjast fyrir því, að landsmenn utan Reykja- víkur hafi annan og minni rétt en Reykvíkingar. Það rétta í byggingarmálunum væri vitanlega það, að tekin yrði upp skömmtun innanlands á byggingarefni og miðað við brýna eftirspurn á hverjum stað, en ekki það hvort staður- inn heitir Reykjavík eð)r ein- hverju öðru nafni. Þá myndi það sjást, að hlutur þeirra, sem búa utan Reykjavíkur, yrði sízt of ríflegur, þótt þeir fengju allt Svíþjóðartimbur S. í. S. og meira til. En þetta vilja kommúnist- ar ekki. Þeir vilja ekki réttlæti. Það hentar ekki heildsölunum né auðkóngunum í Reykjavík, sem vilja byggja stórhýsi. Það hentar ekki þeim áformum að eyði- leggja kaupfélögin og þrengja kost landsbyggðarinnar til hagn- aðar fyrir þá „stóru“ í Reykja- vík. Þess vegna verður nú að heyja harða baráttu fyrir rétti sam- vinnufélaganna og landsbyggð- arinnar. Ef sú barátta á að verða sigursæl má enginn samvinnu- maður né íbúi landsbyggðarinn- ar skerast úr leik. Sú barátta ætti líka að mega vænta stuðn- ings allra sannsýnna Reykvík- inga, því að hún er barátta fyrir jafnrétti, en ekki misrétti og ó- logum, eins og kommúnistar berjast fyrir. Aðalfwndwr Kf. Skagf. (Framhald af 1. síðu) skora á Samband íslenzkra sam- vinnufélaga að taka að sér að hrinda málinu í framkvæmd, enda tryggi sér það einkarétt til sölu og framleiðslu tilbúins á- burðar hér á landi, sem og styrk og ábyrgð ríkissjóðs til stofn- kostnaðar fyrirtækisins". Frá sömu mönnum kom fram svohljóðandi tillaga: „Aðalfundur Kaupfélags Skag- firðinga haldinn á Sauðárkróki 15. maí 1945 ályktar að lýsa yfir því, að hann telur óréttmætt það ákvæði í lögum um Búnað- armálasjóð frá síðasta þingi, að samþykki ráðherra þurfi til f jár- veitinga úr sjóðnum. Þar sem Búnaðarmálasjóður er alger einkaeign bændastéttarinnar, mótmælir fundurinn því ákvæði að umráðaréttur bændasamtak- anna í landinu yfir sjóðnum, sé á nokkurn hátt skertur og skor- ar á næsta Alþingi að nema þetta ákvæði úr lögunum“. Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt frá Gísla Magnússyni Ey- hildarholti: . „Fundurinn ályktar að skora á næsta Alþingi að samþykkja óbreytt frumvarp það til laga, um breytingar á jarðræktarlög- um, er samið var af milliþinga- nefnd búnaðarþings 1944 og lagt Skípun Mjólkursöluneindar Séra Sveinbirwi Högnasyni og Jónasi Krist- jánssyni veitt viðnrkenning Tveir þeir menn, sem hafa unnið einna heilladrýgst starf í mjólkursölumálunum, séra Sveinbjörn Högnason og Jónas Krist- jánsson, forstjóri Mjólkursamlags K. E. A., hafa nýlega hlotið viðurkenningu fyrir störf sín. Pétur Magnússon endurskipaði hvorugan þeirra í mjólkursölunefndina, þegar endurskipun hennar fór fram fyrir nokkru síðan. Þessi framkoma Péturs Magn- ússonar mun áreiðanlega ekki hafa komið mönnum á óvart, því að það hefði verið I ósam- ræmi við mjólkurverkfállsfor- ustu hans og aðra forsögu í landbúnaðarmálum, ef hann hefði skipað reyndustu trúnað- armenn bænda í mjólkurverð- lagsnefnd. í raun réttri geta þeir Sveinbjörn og Jónas tekið þessa ráðstöfun Péturs sem viður- kenningu fyrlr störf sín, þótt þeir hefðu hennar hins vegar ekki þörf, því að árangurinn af starfsemi þeirra og traust bænd- anna er þeim meira en næg við- urkenning. Jónas hefir byggt upp hið glæsilega mjólkurskipu- lag Eyfirðinga og nýtur þar við- urkenningar allra fyrir störf sín. Sveinbjörn hefir- í þau 10 ár, sem hann hefir verið for- maður mjólkursölunefndar, átt njeginþátt í því, að koma mjólk- ursölunni í Rvík undaa opin- berri stjórn í hendurnar á sjálf- stæðu fyrirtæki bænda, Mjólk- ursamsölunni, og gera hana að einu stærsta og' glæsilegasta fyrirtæki þeirra. Þetta starf hans hafa bændur líka réttilega metið með því að gera hann að formanni í stjórn Mjólkursam- sölunnar. Hins vegar harmar Mbl. það mjög, þegar það skýr- ir frá skipun mjólkursölu- nefndar, að störf hennar séu nú ekki lengur nema svipur hjá sjón, þar sem Mjólkursamsalan sé orðin óháð fyrirtæki bænda. Ættu bændur vel að geta skil- ið þá hryggð blaðsins og metið hana á réttan hátt. Það er vissulega vafasamur álitsauki fyrir þá Guðmund á Hvanneyri og Guðmund á Núpi, sem koma í stað þeirra Svein- fyrir síðasta Alþingi, en náði þá eigi fram að ganga“. Eftirfarandi tillaga var fram- borin af Magnúsi Bjarnasyni kennara og Gísla Magnússyni bónda í Eyhildárholti: „Fundurinn skorar á stjórn Síldarverksmiðja ríkisins, ný- byggingarráð og ríkisstjórn að láta hefja byggingu síldarverk- smiðju á Sauðárkróki árið 1946“. Fundurinn sendi heiðursfé- laga sínum, Albert Kristjáns- syni bónda á Páfastöðum, viður- kenningar- og þakkarkveðju fyrir hans ágætu störf í þágu félagsins. Hann er nú einn á lífi af þeim framsýnu og stórhuga mönnum, er stofnuðu Kaupfé- lag Skagfirðinga fyrir 55 árum .síðan, og var þá strax á stofn- fundi félagsins kosinn í trúnað- arstöðu og hefir hann alla tíð síðan gegnt ábyrgðarstörfum fyrir félagið, átt sæti í stjórn þess og nú síðast, fjölda mörg ár, verið annar aðal endurskoð- andi, en varð að hætta því á þessu ári vegná lasleika. Albert hefir unnið öll hin margháttuðu ábyrgðarstörf, er á hann var hlaðifr, félagsins vegna, af hinni alkunnu vandvirkni, trú- mennsku og snilld, er einkennt hefir öll hans störf sem bónda, ræktunarmanns og samvinnu- frömuðar. Ýmsar fleiri ályktanir sam- þykkti fundurinn um innanfé- lagsmálefni. Úr stjórn félagsins átti að ganga Gísli Magnússon og var hann endurkosinn. Aðrir stjórn- armenn eru: Árni Hafstað, Vík, Arngrímur Sigurðsson, Litlu- Gröf, Páll Sigfússon, Hvíteyr- um, Tobías Sigurjónsson, Geld- ingaholti. Fundurinn stóð í 3 daga og voru fjöldamörg málefni rædd er snerta félagsstarfsemina og almenn framfaramál héraðsins. bjarnar og Jónasar; að hafa hlotið tilnefningu Péturs í mjólkursölunefndina, en þess ber að vænta, að þeir reynist ekki maklegir þess trausts ráð- herrans að ganga erinda hans og kommúnista í nefndinni. Auk þessara breytinga á hin- um stjórnskipuðju fulltrúum í mj ólkursölunefnd, haf a orð- ið þær breytingar á nefnd- inni, að Alexander Guðmunds- son verður fulltrúi Alþýðusam- bandsins í stað Jóns Brynjólfs- sonar og Gunnar Thoroddsen fulltrúi bæjarstjórnar Reykja- víkur í stað Sigurðar Guðnason- ar. Egill Thorarensen er áfram fulltrúi Flóabúsins, Jón í Deild- artungu fulltrúi S. í. S. og Ein- ar í Lækjarhvammi fulltrúi Mjólkursamlags Kjalnesinga. Sjómannadagurinn á sunnudagínn Sjómannadagurinn verður næstkomandi sunnudag, 3. júní. Sjómenn efna til mik- illa hátíðahalda þennan dag eins og að undanförnu. Hátíðahöldin hefjast á morg- un, laugardag, kl. 3 e. h. með kappróðrum á Rauðárvíkinni. Verður veðbanki starfandi í sambandi við kappróðrana og lýsingu af þeim útvarpað, sem og öðrum atriðum hátíðahald- anna. Einnig verður nokkuð af hátíðahöldunum kvikmyndað. Á sunnudag kl. 2 e. h. hefst útisamkoma á Arnarhólstúni við styttu Ingólfs Arnarsonar og hefst hún með minningarathöfn biskupsins, herra Sigurgeirs Sig- urðssonar. Síðan verða flutt á- vörp. Siðar um daginn fer fram reipdráttur, stakka- og björg- unarsund. Um kvöldið verður sjómanna- hóf að Hótel Borg og skemmtan- ir í öðrum samkomuhúsum bæj- arins. Sjómannadagsblaðið og merki dagsins verða seld á göt- unum og renpur ágóði af söl- unni og hátlðahöldunum til dvalarheimilis aldraðra sjó- manna. Hinu fyrirhugaða Dvalar- heimili sjómanna barst nú fyrir skömmu mjög vegleg og kær- komin gjöf, er erfingjar og nokkrir góðkunningjar Magn- úsar heitins Stefánssonar skálds (Arnar Arnarsonar) ákváðu að stofna sérstakan sjóð til minn- ingar um hinn látna og afhenda hann Dvalarheimili sjómanna ásamt öllum eftirlátnum eign- um skáldsins, þar með talinn höfundarréttur að öllum verk- um hans, prentuðum og óprent- uðum. Nvr forstjórí í Brunabótaíelaginu Félagsmálaráðuneytið hefir skipað Stefán Jóh. Stefánsson hæstaréttarlögmann til að gegna forstjórastarfinu við Brunabótafélag íslands frá 1. þ. m. Hafði Halldór Stefánsson, sem er orðinn 68 ára gamall, óskað eftir að láta af forstjóra- starMnu, en hann hefir gegnt því í 17 ár. / Menntaskólinn í Reykjavík heíir fengið að gjöf brjóstlíkan af ■Jónasi Hallgrímssyni. Voru það 25-ára stúdentar sem gáfu skólanum þessa virðulegu gjöf. Pálmi Hannesson rektor veitti gjöfinni móttöku fyrir hönd skólans. Brjóstlíkan þetta er gert af Einari Jónssyni myndhöggvara. "GAMLA B í Ó • • • N Ý J A B í Ó • PMAMA HATTIE Æskaoéelli Söngva- og gamanmynd. . Red Shelton, („In Our Time“) Ann Sothern. Sýnd kl. 9. Sýnd kl. 6,30 og 9. Andy Hardy LEYNDARDÓMUR BÓKASAFNSINS milli tveggja elda („Quiet Please Murder“) („Andy Hardy’s Double Life“) Spennandi leynilögreglumynd. Ann Rutherford, George Sanders, Mickey Rooney, Gail Patrick. Esther Williams. Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ♦ Börn fá ekki aðgang. Þeir gerðu garðlnn frægan OG Dáðir vorw drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að 4 ' vera ódýrar. TJARNABBÍÓt LMGT FIMST ÞEIM SEM BÍÐER (Since You Went Away) Hrífandi fögur mynd um hagi þeirra, sem heima sitja. Claud. Colbert, Jennifer Jones, Joseph Cotten, Shirley Temple, Monty Wooley, L. Barrymore, Robert Walker. Sýnd kl. 6 og 9. Þokkaleg þrenning Sprenghlægileg sænsk gaman- mynd. Sýnd kl. 4. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Gift eða ógíft Gamanleikur í þremur þáttum eftir J. B. Briestley. Síðdegissýning næsta laugardag kl. 3—6. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag. Ú R BÆNUM Strætisvagnagjöld hækka. Frá og með deginum í gær hækkuðu fargjöld með strætisvögnum í Reykja- vík. Fyrir fullorðna kostar nú 50 aura á öllum leiðum vagnanna og 25 aura fyrir börn 14 ára og yngri. Fargjald fullorðinna var áður 25 aurar á skemmstu leiðunum. í skrifstofu strs^t- isvagnanna verður hægt að kaupa farmiða-blokkir með 15% afslætti og gilda blokkirnar í ■ þrjá mánuði. Frjálsíþróttamót K. R. fór fram síðastl. sunnudag. Þrjú ís- landsmet voru sett á mótinu. Skúli Guðmundsson setti met í jafnfætis- langstökki (3,10 m.) og 110 m. grinda- hlapi 16,5) en boðhlaupsveit í. R. setti met í 4x200 m. hlaupi (1,36,0). Sundknattleiksmót íslands fór fram í Sundhöll Reykjavíkur sðastl. miðvikudagskvöld. Úrslit urðu þ'au, að A-lið Ármanns vann íslands- meistaratitilinn .og sigraði A-lið K.R. með 4:1. B-lið Ármanns vann B-liö K.R. með 5:0. Sameinaða gufuskipafélagið danska hefur sent umboðsmanni sín- mu hér á landi, Erlendi Ó. Péturssyni, skeyti, þar sem segir, að félagið muni að nýju taka .upp íslandsferðir strax og ástæður leyfa, en skip félagsins, Dronning Alexandrine, sem annaðist þær ferðir fyrir styrjöldina, er nú kom- ið í leytirnar. Vegna vélabilunar getur skipið ekki hafið ferðir strax, en Þjóð- verjar höfðu 4ekið það í sínar þarfir á hernámstímanum. • Freyr, # 5. tölubl., þessa árs er nýlega komið út. Af efni þess má nefna; Bráðadauði í kúm eftir Pétur Gunnarsson tilrauna- stjóra, Blóðpróf á kindum vegna garna- veiki. Samanburður við húðpróf eftir Björn Sigurðsson, Nokkur orð til bún- aðarmálastjóra frá Runólfi Sveinssyni, Heimagerðar ungamæður þýdd grein, Athugasemd frá Eyfyrzkum bónda o. m. fl. Trúlofun sína hafa nýlega opinberað ungfrú Jónína Jónsdóttir frá Norðfirði og Björri Guðmundsson frá Kópaskeri. íþróttamenn minntust Jónasar Hallgrímssonar Jónasar Hallgrímssonar með sund- móti í Sundhöll Reykjavíkur síðastl. laugardag, Keppt var í 400 m. bringu- sundi karla, 100 m. skriðsundi karla og 100 m. bringusundi kvenna. Úrslit urðu sem hér segir: 100 m. skriðsund: 1. Ari Guðmundsson Ægi 1:03,0 mín. ! og er það sami tími og mettími Jónasar Halldórssoriar. 400 m. bringusund: 1. Sigurður Jónsson K.R., 6:28,8 mín. 200 m. bringusund: Anna Ólafsdóttir 3:27,8 mín. Eining, 5. blað 3. árg. er nýlega komið út fjöl- breytt að efni, má þar til nefna: F. D. Roosevelt, kvæði eftir Pétur Sig- urðsson. Bindindisræða eftir Elias Mar. Um bindindismálasýninguna á Akur- eyri eftir Pétur Sigurðsson, Hvernig foreldrarnir eyðileggja börnin eftir Pétur Sigurðsson, Nýjasti skólinn, Heimilið og margt fleira. Nýtt kvennablað, 3. og 4. blað 6. árg., er nýlega komið út. Af efni þess má nefna: Kvennadeild Slysavarnafélags íslands 15 ára, eftir Xngu Lárusd., Tvær svarfdælskar kon- ur, eftir Hugrúnu, Skagfyrzk skáld- kona sextug, Alþjóðlegi kvennadagur- inn 8. marz, Sumar, kvæði eftir Höllu Loftsdóttur, Snýkjudýr eftir Ófeig J. Ófeigsson, Vor, kvæði eftir Ingibjörgu Tryggvadóttur, Skuggar eftir Ingi- björgu Þorsteinsdóttur, Framhaldssaga, þýddar greinar o. m. fl. Tuliniusarmótinu, fyrsta knattspyrnumóti sumarsins, lauk síðastl. þriðjudagskvöld með sigri Frams. Úrslitaleikurinn fór fram milli K.R. og Frams og vann hið síðarnefnda með 5 mörkum gegn 3, eftir mjög harð- an og tvísýnan leik, sem stóð í tvo klukkutíma. Drykk j umannahælið í Kumbravogi er rekið af Umdæmisstúku nr. 1. Hefir stúkan tilkynnt bæjarráði, að heimilið verði laust nú um mánaða- mótin því drykkjumannahælið á að flytja að Kaldaðarnesi og verður það rekið þar með svipuðu sniði og í Kumbravogi. stjórn drykkjumannahæl- isins hefur farið þess á leit við bæjar- ráð að Reykjavíkurbær taki við jörðum og húsum í Kumbravogi og reki þar uppeldisheimili fyrir börn. Leikfélag Reykjavfkur vill vekja athygli leíkhúsgesta á því, að hinn bráðskemmtilegi nýji skop- leikur „Gift eða ógift" verður sýndur kl. 3—6 síðdegis á morgun (laugardag). Verður þetta sennilega einasta síð- degissýningin á þessum leik. Á sunnu- dag falla alla sýningar niður í Iðnó vegna skemmtana sjómannadagsins. Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir þá, sem af einhverjum ástæðum eiga ver með að sækja kvöldsýningar. Aðgöngu- miðar að þessari sýningu verða seldir kl. 4—7 í dag, sbr. auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu. *

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.