Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 2
2 Tt^irVN. föstndagtnn 8. Júní 1945 43. blað Föstudagur 8. júní Yfírsjón Hrafna- Flóka Flestir kannast við sögu Hrafna-Flóka, sem var fyrsti nafngreindi maðurinn, er reyndi að nema hér land. Þegar hann kom hingað, voru hér allir firðir fullir af fiski og Flóki hirti því ekki um annað en sjósókn. Þetta hefndi sín grimmilega. Búpeningur hans horféll um veturinn. Flóki flosnaöi upp og varð að hrökklast af landi burt. Þannig er fyrsta landnáms- sagan, sem þjóðin kann til hlít- ar, stöðug áminning um að van- meta og vanrækja ekki landið. Þeir menn virðast nú allmarg- ir, sem eru gripnir sömu veíði- bræðinni og varð Hrafna-Flóka að fótakefli. Þeir binda hugann eingöngu við hið háa stríðsverð á fiskafurðum og góð aflabrögð, sem eru ávöxtur af eins konar friðun fiskimiðanna á stríðsár- unum. Þessir menn boða því, að þjóðin eigi nú hg,lzt ekki að sinna öðru en fiskveiðum og allt ■ kapp eigi því að leggja á eflingu þeirra. Því v.erður vissulega ekki á móti mælt, að sjávarútvegurinn þarf jafnan að vera einn höf- uðatvinnuvegur íslendinga. Þess vegna er það rétt stefna, að endurnýja nú skipastólinn, fá ný og fullkomin skip í stað þeirra gömlu og úreltu, bæta hafnarskilyrði víða á landinu og reisa nýjar verksmiðjur til að vinna úr aflanum. En þótt sjáv- arútvegurinn sé þannig endur- nýjaður og aukinn, mætti afla- leysi og markaðserfiðleikar fyrri ára vera sífeld áminning um, að hann er ekki einhlýtur til að byggja á alla afkomu þjóðar- innar, þótt honum hafi vegnað vel um stund. Þjóðin má ekki gleyma því, sem Hrafna-Flóki gleymdi, að landbúnaðurinn verður alltaf önnur höfuð undirstaðan að vel- gengni og sæmilegri afkomu hennar. Þess vegna þarf að stefna að því, að hún geti orðið sjálfri sér nóg á sviði landbún- aðarins, en mikið skortir á að mjólkurframleiðslan og græn- metisframleiðslan fullnægi því takmarki. Þjóðin má ekki held- ur láta sig henda þá uppgjöf að hætta útflutningi landbúnaðar- afurða, þótt það hafi reynzt ó- hagstætt um stund. Landskostir gera slíka framleiðslu vel mögu- lega, ef tækni og vinnulaun eru hin sömu og annars staðar. Þjóðin hefði oft orðið illa stödd á undanförnum áratugum, ef hún hefði ekki flutt út neinar landbúnaðarafurðir, og svo mun reynast í framtíðinni, ef hún ætlar að byggja allan útflutn- inginn á einum atvinnuvegi. Það er því vissulega ekki síður nauð- synlegt að auka stórlega fram- lög til ræktunarinnar, leiða raf- magn inn á sveitaheimilin og byggj a áburðarverksmiðju, en veita styrki til nýrra skipa og fiskverksmiðja. Því má svo ekki gleyma, að landið býr yfir fleiri auðlindum en landbúnaðinum. Hér er hægt að auka fisk í vötnum, og hér eru vafalaust fólgin mörg auð- æfi í jörðu. Vatnsaflið er enn lítið hagnýtt. Þjóðin má ekki gleyma því, að hún á auðugt land, ef hún „kann að nota það“, og vissulega yrði nokkrum milj- ónum kr. af stríðsgróðanum ekki betur varið en til að kanna náttúruauðæfi íslands til hlít- ar. Það er mál, sem næsta Al- þingi þyrfti að taka til meðferð- ar. íslendingum getur vissulega vegnað vel, ef þeir hagnýta vel auðæfi landsins en láta sig ekki henda sömu yfirsjón og Hrafna- Flóka, er gleymdi þeim vegna stundarvelgengni. Byggíngamálin og ríkisstjórnin Skrif kommúnista um bygg- ingarmálin hafa áorkað meiru en að veita aukna vitneskju um fjandskap þeirra til kaupfélag- anna og landsbyggðarinnar. Þau hafa einnig varpað nýju ljósi Á víðavartgi Morgunbl. reynir að verja svindlmál S. Árnason & Co. Einhver rithöfundur, sem ekki lætur nafns sins getið, hefir komið fram á ritvöllinn í Mbl. til að verja svindlmál heildverzlun- arinnar S. Árnason & Co. Hann reynir þó að minnast sem minnst á málið sjálft, en hall- mælir Framsóknarmönnum af þeim mun meira ofstæki og ógn- ar þeim með hótunum um hvers- kyns ofsóknir. Styrkir þetta þann grun, að greinarhöfund- urinn muni vera maðurinn, er árum saman hafði mynd af Hitler á skrifborði sínu. Greinin leynir því ekki fyrir hvers kon- ar áhrifum höfundurinn hefir orðið. Annars tjóar hvorki þessum manni eða öðrum ritsmiðum Mbl. að ætla að reyna að gera lítið úr þessu svindlmáli. Allir, sem til þekkja, vita, að þetta er eitt stærsta svindlmál, sem hér hefir átt sér stað. Fyrirtækið fékk sérstakt skip til að flytja inn fyrir sig vörur, án flutn- inga- og gja^deyrisleyfa, og gerði sig sekt um stórfelld verð- lagsbrot í sambandi við ýmsa vörusölu. Það hefir sjálft viður- kennt, hve stórt brot sitt var, með því að vinna það til að greiða 40 þús. kr. í sektareyri til að komast hjá dómi í málinu. Má það liggja öllum í augum uppi, að enginn sakborningur fellst á réttarsætt, nema hann telji sér verulegan hag í því. Það er líka alkunnugt, að Jó- hann Jósefsson er ekki aðeins einn aðaleigandi þessa fyrir- tækis, heldur hefir haft ýms af- skipti af rekstri þess, og er nú framkvæmdastjóri þess. Þess vegna er það ekki nema eðlileg krafa, að Jóhann Jósefsson gegni ekki formennsku í ný- byggingarráði, sem á að úthluta miklum gjaldeyri, nema það sé upplýst með rannsókn og dómi, að hann hafi ekkert verið riðinn við þessa svindlstarfsemi. Al- menningur getur ekki unað því að maður, sem er nátengdur stórbrotlegu fyrirtæki, gegni á- byrgðarmiklu opinberu starfi, sem getur snert rekstur fyrir- tækisins, nema hann hreinsi sig af öllum slíkum grun. Þetta verður Jóhann að skilja. Af þessum grun getur hann ekki hreinsað sig nema með því að heirhta málið tekið upp að nýju og víkja úr nýbyggingaráði meðan rannsókn og dómkvaðn- ing fer fram. Annað verður talin markleysa, eins og t. d. að fá Tímann dæmdan samkvæmt lögum, er banna að sagt sé satt, eða með því að láta Mbl. birta röksemdalausan fúkyrðavaðal, er minnir helzt á mann, sem hefir haft mynd Hitlers fyrir fram'an sig og orðið fyrir mikilli smitun af skoðunum han^. Skriðið fyrir kommúnistum. Mbl. hefir nú varið mörgum forustugreinum til að gera veð- ur út af þvi, að dómsmálaráð- herra hefir skipað mann í bæj- arfógetastarfið í Hafnarfirði, án þess að auglýsa það áður laust til umsóknar. Hins vegar stein- þagði Mbl., þegar Brynjólfur Bjarnason veitti flugmála- stjóraembættið, án þess að hafa áður auglýst það laust til um- sóknar. ‘Hér er alveg sama sagan og í sambandi við nazistaskrifin. Blað kommúnista hefir dag eftir dag kallað Framsóknarmenn fasista og sagt, að fasistaundir- róður þeirra hafi orðið þess valdandi, að Alþingi og ríkis- stjórn hafi ekki látið ísland gerast þátttakanda í ráðstefn- unni í San Francisco. Með þess- um skrifum Þjóðviljans var því raunverulega settyr fasista- stimpill á alla þjóðina. Mbl. þagði vandlega við þessum lyg- um Þjóðviljans. Þegar svo tveir Alþýðuflokksmenn segja rétt frá afstöðu vissra manna til naz- ismans fyrir styrjöldina, rís Mbl. upp og segir slík skrif svo hættuleg fyrir þjóðina, að taf- arláust beri að stefna umrædd- um mönnum fyrir landráð. Þessi gerólíka afstaða Mbl. til samstarfsflokka sinna í ríkis- stjórninni er glögg sönnun um þann undirlægjuhátt, sem for- kólfar Sjálfstæðismanna sýna kommúnistum, og þeir hafa krafizt sem endurgjalds fyrir stuðninginn við Ólaf Thors. Ný nefnd enn. Nýlega hefir ríkisstjórnin sent þriggja manna nefnd til að semja við Svía um síldarverzlun. Skipa hana Sigurður Kristjáns- son á Siglufirði, Erlendur Þor- steinsson og Ársæll Sigurðsson, sem ekki er þekktur fyrir ann- að en að vera kommúnisti, og e£ki hefir minnstu þekkingu á síldarverzlun. Kunnugum kemur saman um, að hvor þeirra, sem var, Sigurður eða Erlendur, hefði hæglega getað annað einn þessu • verki. En kommúnistar vildu hafa hér hönd í bagga og yfir áhugaleysi og g§tuleysi rík- isstjórnarinnar í byggingarmál- unum. Ríkisstjórnir allra annarra landa hafa nú í undirbúningi stórfelldar framkvæmdir í bygg- ingamálum, enda er fátt talið nauðsynlegra en að sjá fólki fyr- ir heilnæmu húsnæði. íslenzka ríkisstjórnin, sem lætur þó eins og hún sé mesta „nýsköpunar“- stjórn í heimi, hefir hins vegar fullkomlega vanrækt þetta verk- efni. ^Hún hefir lagt niður nefndina , er hafði tillögur um lausn byggingamálanna með höndum og falið starf þetta ný- byggingaráði, sem ekkert hefir sinnt því. Hún hefir stungið undir stól frumvarpi, sem milli- þinganefnd hafði samið um lóðamál kauptúna og kaupstaða. Hún hefir látið með öllu af- skiptalaust, að hér er byggt meira en nokkru sinni fyrr af „lúxus“húsum og skrifstofu- höllum meðan skortur er á byggingarefni til nauðsynlegra íbúðarhúsa viða um land. Því fer þó sízt fjarri, að bygg- ingarþörfin sé minni hér en annars staðar. Hér þyrfti ár- lega að byggja um 1500 nýjar íbúðir, ef vel ætti að vera. Nefnd in, sem rannsakaði þetta mál i fyrra, taldi nauðsynlegt, að endurnýja 10.500 íbúðir næstu 10 árin, ef vel ætti að vera, þar af 3900 í Reykjavík, 3900 í sveit- um, 1200 í kauptúnum og 1500 í öðrum kaupstöðum en Reykja- vík. Vegna nýrra fjölskyldna og minnkandi heimilia þarf árlega að bæta við 450 íbúðum. Hér er því vissulega stórt og mikilsvert verkefni fyrir hönd- um. Það verður ekki leyst, nema með mikilli opinberri aðstoð. Það þarf að styðja ýms bygg- ingarsamtök til að byggja í- búðarhús í stórum stíl og veita hagkvæm lán til þeirrar starf- semi. Það þarf að halda áfram að auka og efla þá starfsemi, sem var hafin hér fyrir styrj- öldina með lögunum um bygg- ingar- og landnámssjóð, end- urbyggingastyrki sveitabæja, verkamannabústaði og sam vinnubyggingarfélög. Það þarf að fylgjast vel með öllum fram- förum og nýjungum annars- staðar, sem gera byggingarnar ódýrari. Það þarf að skipuleggja notkun byggingarefnis og vinnu afls þannig, að nauðsynlegustu byggingarnar gangi fyrir. Þetta er tvimælalaust eitt stærsta mál þjóðarinnar. Þús- undir manna búa við ófullnægj- andi húsnæði og bíða af því andlegt og líkamlegt tjón. Til þess að mönnum geti liðið vel, er fátt nauðsynlegra en gott húsnæði. Lélegt húsnæði er bæði gróðrarstía líkamlegra og and- legra sjúkdóma, t. d. kommún- ismans. Þess vegna hafa komm- únistar lítinn áhuga fyrir bættu húsnæði meðan núverandi þjóð- skipulags nýtur við, þvr að þeir vilja skapa sem mesta óánægju gegn því. Áhugaleysi núverandi ríkisstjórnar, þar sem kommún- istar ráða mestu, er líka full- komin sönnun þess, að ekki er þar neinnar forustu að vænta í byggingarmálum. Það gama gildir um „nýsköpunina“ í bygg- ingarmálunum eins og í öðrum málum, að fyrsta sporið til að koma henni í framkvæmd er að, steypa núverandi stjórn úr stóli. þess vegna varð að setja nefnd á laggirnar, svo að fulltrúi frá þeim gæti flotið með sér betri mönnum. Þannig halda óþarfir bitlingar áfram aukast vegna stjórnarþátttöku kommúnista. „Stjórnmálasnilli" Ólafs Thors. íhaldsblaðið Vesturland hefir nú fengið nýjan stjórnmálarit- stjóra, og hefir hann helzt þá sögu að segja Vestfirðingum, að Ólafur Thors sé langmesti stjórnmálamaður íslands og eig- inlega alls heimsins! Sönnun hans fyrir þessu er sú, að Ólafi hafi tekizt að nrynda stjórn með kommúnistum. Þessi nýi stjórn- málaspekingur virðist ekki hafa fylgzt með því, að það hefir verið „línan“ hjá kommúnist- um undanfarið að komast inn í borgaralegar ríkisstjórnir, því að þannig telja þeir sig geta komið ár sinni bezt fyrir borð. Kommúnistar eru nú þátttak- endur í mörgum ríkisstjórnum, en sá munur er samt á þeim og íslenzku ríkisstjórninni, að kommúnistar hafa ekki komizt inn í þær nema með því að styðja skynsamlegar stjórnar- framkvæmdir, t. d. að vinna á móti kaup- og verðhækkunum, en hér hafa þeir fengið að ráða stjórnarstefnunni. Sjálfur fjár- málaráðherrann hefir líka lýst yfir því, að hún sé „fordæmd stefna“ og ekki verði hægt að fylgja henni áfram. Nýi Vestur- lands-ritstjórinn verður því vissulega að færa fram veiga- meiri sannanir en samstarfið við kommúnista, ef hann ætlar .að sannfæra menn um, að Ól- afur sé þvílíkur stjórnmála- snillingur og hann vill vera láta! Trúleysi á málstaðinn. Mbl. heldur enn áfram emjan- inni út af fundahöldum þeirra Hermanns Jónassonar og Ey- steins Jónssonar. Hræðsla blaðs- ins við gagnrýni og rökræður er bersýnilega svo mikil, að því væri auðsjáanlega skapi næst, að bönnuð yrði öll fundahölð. Það er glöggt dæmi um mis- munandi trú á málstaðinn, að á sama tíma sem Framsóknar- menn boða til opinberra funda (Framhald á 7. slðu) ERLENT YFIRLIT Malta Eystrasaltsins í ensku tímariti birtist síðastl. vetur grein undir nafninu Malta Eystrasaltsins. Grein þessi var lýsing á dönsku eyjunni Born- holm. Þessi fyrirsögn greinar- ! innar hefir rifj ast upp fyrir1 mörgum í sambandi við atburöi þá, sem nú eru að gerast á Born- hólmi. Fyrstu ár styrjaldarinnar kom Bornholm lítið við sögu.jSnemma á síðastl. ári byrjaði að fregn- ast, að Þjóðverjar byggjust þar rammlega fyrir og væru að koma sér upp skotstöðvum fyrir flugsprengjur sínar. — Þessar fregnir reyndust réttar og mun Bornholm hafa verið ein helzta bækistöð Þjóðverja á þessu sviði. Þetta leiddi til allharðra loft- árása á Bornholm. Einnig beittu Þjóðverjar Bornhólmsbúa ýms- um þvingunarráðstöfunum vegna framangreindrar starf- semi og hafa þeir því orðið fyrir þungum búsifjum af völdum stríðsins. i Það var talið sjálfsagt, að Bornhólm myndi tilheyra her- námssvæði Breta, eins og önnur lönd Dana. Þess vegna kom það mjög á óvart, þegar Rússar sendu her þangað um líkt leyti og brezki herinn fór inn í Dan- | mörku. Fyrst í stað létu Rússar í veðri vaka, að þeir færu þang j að aðeins til að handsama þýzku ihermennina, sem þar væru, en j myndu síðan hverfa þaðan á brott. Rökstuddu þeir þetta verk með því, að Bornhólm lægi fram undan hernámssvæði þeirra í Þýzkalandi. Þessi skýring var yfirleitt tek- in gild fyrst í stað. Jafnframt töldu ýmsir, að það hefði átt sirin þátt í hernámi Rússa á Bornholm, að þeir vildu reyna að afla sér sem beztra upplýs- inga um flugsprengjur Þjóð- verja. Þegar því starfi væri lok- ið, ásamt heimflutningi þýzka hersins, myndu þeir hverfa það- an. Það, sem síðan hefir gerzt, hefir hins vegar ekki styrkt þessa skoðun. Rússar hafa ver- ið að flytja aukið lið til eyjar- innar og ekki sýnt á sér neitt brottfararsnið. Það hefir líka vakið mikla athygli, að yfirmað- ur þeirra þar svaraði nýlega, þegar hann var spurður, hvenær Rússar myndu fara þaðan, að það væri þeirra Stalins, Chur- chills og Trumans að ákveða það. Þykir þetta benda til að Rússar ætli að gera Bornholm að samningamáli stórveldanna, og muni þeir annað hvort krefj- ast bækistöðvar þar í framtíð- inni eða hlunninda annars stað- ar, ef þeir yfirgefa Bornholm. Þótt engin opinber staðfesting hafi fengizt á því, þykir flest benda til þess, að Rússar hafi hernumið Bornholm, án sam- ráðs við Breta og Bandaríkja- menn. Hernám Rússa á Bornholm hefir að vonum vakið mikla at- hygli og nokkurn ugg á Norður- löndum. Dönsk stjórnarvöld reyna þó að taka mjög léttilega á þessu máli og forðast að láta sjást, að þau gruni Rússa neitt um græsku.Sænsku blöðin hafa rætt mikið um hernám þetta og kemur þar fram verulegur kvíði. Stendur Svíum að von- um stuggur af því, ef stórveldi, sem nú seilist mjög til yfirráða í Evrópu, hefir bækistöð jafn nálægt Svíþjóð og á Bornhólmi. Þegar litið er á landabréfið, geta menn sannfærzt um þá samlíkingu enska blaðsins, að Bornholm sé Malta Eystrasalts- ins. Það herveldi, sem heldur Bornholmi getur drottnað yfir siglingum til Eystrasalts. Þaðan er nokkurra klst. sjóferð til dönsku eyjanna, enn styttra til Þýzkalands og stytzt til Svíþjóð- ar. Bornholm er hið ákjósan- legasta „stökkbretti“ fyrir her- veldi, sem hyggur á innrás í Suður-Svíþjóð. Hin mikla flota- höfn Svía í Karlskrona yrði þeim lítils virði, ef voldugra flotaveldi hefði bækistöðvar á Bornholm. Bo'rnholm hefir bæði grætt og tapað á þessari legu sinni, á liðnum öldum. Þar hefir fundizt einna elzt byggð á Norðurlönd- um. Þar var blómleg verzlun snemma á öldum, því að kaup- menn, er komu úr ýmsum átt- Um, höfðu þar viðkomu. Þar gerðu víkingar sig iðulega heimakomna og beittu ofbeldi og ránskap. Um margra alda skeið hefir Bornholm verið í stjórnarfarslegum tengslum við Dani, fyrst nokkuð lauslegum, því að um alllangan tíma fólu (Framhald á 7. síðu) 7?ADD!R HÁ6RANNANNA I seinustu Lesbók Morgúnblaðsins er birt erindi, sem Pétur Benediktsson sendiherra flutti í félaginu Anglia 16. maí síðastl. Fjallaði það um ísland og önnur lönd. Þar segir svo: „En meðal annarra orða, — sé það satt, að ísland hafi komið svo vel fram i ófriðnum, hvernig stend- ur þá á því, að því er ekki boðin þátttaka i ráðstefnunni í San Francisco? Formlega eí pvarið þetta: Það var samkomulag á Jaltaráðstefn- unni, að einungis hinum sameinuðu þjóðum („United Nations") skyldi boðin þátttaka. í viðbót við þœr þjóðir, sem þegar komust undir þetta heiti, er Jaltaráðstefnan fór fram, skyldi hver ein af hinum svokölluðu vinaþjóðum („Associate Nations") geta komizt á ráðstefn- una með því að ganga í flokk hinna sameinuðu þjóða fyrir 1. marz 1945. ísland hafði þegar tekið þátt í ýmsum ráðstefnum sem ein „vina- þjóðanna." Auk íslands voru í þeim flokki ýms ríki í Suður- og og Mið-Ameríku, Tyrkland, Egypta- land og nokkur önnur af austur- löndum. Hvernig fer þá „vinaþjóð" að því að komast í tölu hinna „sameinuðu þjóða"? Með því að skrifa undir Washington-yfirlýsinguna frá 1. janúar 1942, sem samtímis innifelur í sér undirskrift undir Atlanshafs- sáttmálann. Washington-yfirlýsing- una, spm einnig er nefnd „yfirlýs- ing hinna sameinuðu þjóða," má engin ríkisstjórn undirrita, nema land hennar uppfylli tvö skilyrði — og nú kemur mergurinn málsins. —: 1) ' Ríkið verður að vera „í ófriði" við eitt eða fleiri af möndul- veldunum og 2) það verður að „veita verulega aðstoð og framlög í baráttunni fyrir sigri yfir Hitlerismanum." Það nægir ekki að uppfylla ann- að þessara skilyrða. Þau eru bæði ófrávíkjanleg. Enginn vafi er á því, að ísland uppfyllir síðara skilyrð- ið, en hvað um hið fyrra, þetta með að vera „í ófriði"? Hér er það einmitt, sem málið vandast fyrir ísland. Allt frá því íslenzka ríkið var stofnsett, hefir það aldrei átt í ófriði. Þegar full- veldi íslands var viöurkennt árið 1918 var lýst yfir „ævarandi hlut- leysi" landsins, enda í samræmi við það enginn vígbúnaður af neinu tagi tekinn upp í landinu. Alþingi sá sér ekki fært að upp- fylla fyrra skilyrðið fyrir þv^ að komast tjl San Francisco." Þessi frásögn sendiherrans er ný árétting þess/ að okkur var ekki auðið að komast á ráðstefnuna í San Frans- isco, nema með því að gerast stríðs- aðili. Allt skraf kommúnista um annað er uppspuni einn og ummæli stjórnar- skýrslunnar um „fregnina" frá Wash- ington" blekkingastarfsemi til að bjarga kommúnistum úr klípunni. * * * Forustugrein Vísis 5. þ. m. fjallar \im sambúð stjórnarflokkanna. Þar segir svo: „Stuðningsblöð ríkisstjórnarinnar hér í bænum hafa að undanförnu háð ritdeilur sem teljast mega ein- stæðar meðal siðaðra manna, enda hafa þær vakið viðbjóð almenn- ings. Þrátt fyrir hávært lof forustu- manna stjórnarflokkanna um frá- bæra samvinnu innan ríkisstjórn- arinnar, er nú svo komið að Morg- blaðið og Þjóðviljinn annars vegar, en Alþýöublaðið hins vegar, vegast nú með vopnum sem slá vansæmd á núverandi ríkisstjórn, en eru út á við þjóðinni til minnk- unar. Reyna þessir aðilar hvor um sig að brennimerkja hinn og við- komandi stjórnmálaflokka, með þvl að fullyrða að þeir séu sýktir af nazista- eða fasistaáhrifum og séu því hættulegir frelsi og lýðræði. Þetta segja þeir hver um annan flokkarnir, sem vinna saman í ríkisstjórn. Þessi blöð vita vel að allur heim- urinn horfir með hryllingi á þau grimmdarverk sem framin hafa ver- ið á vegum nazismans á styrjaldar- árunum og þessi stefna er nú í augum flestra ímynd alls þess sem er andstætt mannúð, lýðfrelsi og mannréttindum. Heimurinn lítur á nazista sem Varga í véum, er ekki eigi samleið með neinu siðuðu þjóð- félagi. En svo lágt leggjast stjórnar- flokkarnir íslenzku, að þeir reyna að koma nazista-stimplinum hver á annan, þessu svívirðingarmerki sem þeir vita að almenningi hrýs hugur við. Þau ógeðslegu skrif, sem birzt haf# um þetta mál, sanna átakanlega hversu stjórnmálabar- áttan hér á landi er á lágu stigi. Hin illvíga, andlausa, steinrunna og þröngsýna flokkabarátta hefir aldrei verið lítilmótlegri en nú, fyrir hið sjaldgæfa siðleysi, sem stjórnarblöðin sýna nú í viðskiptum sínum innbyrðis. Meðal annara þjóða, er nákvæmlega fylgjast með öllu sem hér er ritað og verður land- inu enginn sómi að því, að þeir flokkar sem nú hafa hér ríkisstjórn á hendi, stimpli hvern annan sem nazista og hatursmann lýðræðis og mannréttinda. Slíkar bardagaað- ferðir éru alls staðar annars staðar en hér taldar ósamboðnar siðuðum og viti bornum mönnum". Þessi dómur Vísis um umrædd skrif stjórnarblaðanna er vissulega orð í tíma töluð. Hvaða álit halda menn t. d. að útlendingar fái á íslenzkum stjórnmálum og samvinnu stjórnar- flokkanna, þegar þeir lesa þá kröfu Mbl., að tveimur forvígismönnum Al- þýðuflokksins, Stefáni Péturssyni og Jónasi Guðmundssyni, verði stefnt fyrir landráð vegna þess eins að þeir hafa skýrt rétt frá atburðum, er gerð- ust fyrir styrjöldina? )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.