Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 8
1 DAGSKRÁ er bezta íslenzka timaritið um þjóðf élagsmál. 8 REYKJAVÍK Peir, sem vilja kynna sér þjóðfélagsmál, inn- lend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá. 8. JÍ/JVÍ 1945 42. folað I dag er næstsíðasfí söludagur í 4. ilokki. - Happdrættið f MMÁil 31. maí, ffmmtudagur: Bretar skerast í leik- Inn. Sýrland: Brezka stjórnin fyr- irskipaði yfirmanni brezka hersíns við austanvert Miðjarð- arhaf að koma á friði í Sýrlandi. Jafnframt sendi hún Frökkum þau tilmæli að láta franska her- inn fara til bækistöðva sinna og hætta að berjast. Franska stjórnin varð við þeirri beiðni. Bretar lýstu einnig yfir, að þeir myndu gangast fyrir nýjum við- ræðum milli Frakka og Sýrlend- inga. Noregur: Norska stjórnin kom til Osló og var ákaft fagnað. 1. júní, föstudagur: Sjö mllj. manna her. Bandarikin: Truman forseti tilkynnti, að Bandaríkin myndu tefla fram 7 milj. manna her gegn Japönum. Burma: Bretar tilkynntu, að þeir hefðu bætt við nýjum her í Burma og gætu því stórlega hert sóknina gegn Japönum. Japan: Borgin Osaka varð fyrir stórkostlegri loftárás. 2. júní, laugardagur: Hefndir Rússa. Þýzkaland: Borgarstjórinn, er Rússar hafa útnefnt í Berlín, tilkynnti, að nokkrir rússneskir hermenn hefðu verið myrtir þar. Hótaði hann því, að 50 Þjóð- verjar yrðu drepnir fyrir hvern Rússa, sem yrði myrtur, og það þótt þeir ættu ekki sök á glæpn- um. Kyrrahafsstyrjöldin; Varnir Japana á Okinava hafa bilað að mestu. 3. júní, sunnudagur: IVýtt ósamkomulag. Bandaríkin: Nýtt ágreinings- mál hefir komið til sögunnar á ráðstefnunni í San Francisco. Nefnd frá stórveldunum hafði gengið frá tillögum um synjun- arrétt stórveldanna í öryggis- ráðinu, en er til kom neituðu Rússar að ganga að þeim og kölluðu nefndarmann sinn heim til Moskvu. Rússar krefjast þess nú, að ekkert mál verði lagt fyr- ir öryggisráðið, nema öll stór- veldin samþykki það. Ú R B Á HeiSmörk varð allmlkill bruni síðastl. þriðju- dag. Fór skógræktarstjóri og slökkvi- liðsstjóri á vettvang og var eldurinn þá orðinn allmagnaður og útbreiddur. Var fenginn 40 manna vinnuflokkur úr Reykjavik til aðstoðar við að grafá i kringum brunasvæðið. Var því að mestu loklð kl. 6 um kvöldið, en þá logaði þó enn víða á svæðinu. Skóg- ræktarstjóri telur að alls muni þarna hafa brunnið um 2 hektarar lands. Gróður er þarna aðallega mosi, sem vegna undangenginna þurrka er nú mjög eldfimur. Hjúkrunarkvennafélagið Líkn varð 30 ára síðastl. sunnudag. Fé- lagið hefir unnið mörg og merkileg störf í heilbrigðismálum. í stjórn Líkn- ar eiga nú sæti: Sigríður Eiríksdóttir er verið hefir formaður félagsins frá 1930 Sigríður Briem, gjaldkeri, Ragn- heiður Bjarnadóttir, er verið hefir í stjórn þess í 21 ár, en hún er nú ritari þess, Anna Zimsen og Sigrún Bjarnason. Hátíffahöld f Reykjavík 17. júní. Þjóðhátíðanefnd Reykjavíkur hefir snúið sér til bæjarráðs með beiðnl um aðstoð bæjarins vlð undirbúning að hátíðahöldum 17. júní n. k. Vill nefnd- in meðal annars fá lánað timbur af birgðum bæjarins í þrjá palla, pall til íþróttasýninga á íþróttavellinum. dans- pall í Hljómskálagarðinum og söngpall í sama garði o. fl. Bæjarráð heimilaði borgarstjóra að verða við erindinu. TÍIWAMS^ 4. júní, mánudagur: Ráðstefna Arafoa. Egiptaland: Ráffstefna Araba- ríkjanna kom saman í Kairo til aff ræða um Sýrlandsmálin. Frakkland: Franska stjórnin lýsti yfir.því, aff hún myndi ekki fallast á tillögu Breta um sér- staka ráffstefnu til aff ræða um Sýrlandsmálin. Hins vegar væri hún fús að taka þátt í ráff- stefnu með stórveldunum til aff ræða um framtíðarstjórn Sýr- lands. Palestínu og annarra smáríkja á þessum slóðum. 5. júní, þriffjudagur: Hernámsst j órniii á fnndi. Þýzkaland: Hin sameiginlega hernámsstjórn í Þýzkalandi kom saman á fyrsta fund sinn í Berlín. Aðalfulltrúarnir eru: Eisenhower fyrir Bandaríkin, Montgomery fyrir Bretland, Zukov fyrir Rússland og Tas- signy fyrir Frakkland. Hún gaf þegar út yfirlýsingu um, að um- rædd stórveldi hefðu nú í sam- einingu tekið Þýzkaland her- námi og myndu skipta því í her- | námssvæði. Fá Bretar Norðvest- j ur-Þýzkaland, Frakkar Vestur- Þýzkaland, Bandaríkjamenn : Suðvestur-Þýzkaland og Rússar Austur-Þýzkaland. Bretland: Tilkynnt að 100 þús. hermönnum yrði gefinn kostur á að læra #landbúnaðarstörf og fá síðan atvinnu við þau. 6. júní, miffvikudagur: Ríki sameinast. Miff-Ameríka: Ríkin Salvador og Guatemala lýstu yfir því, aff þau myndu sameinast í eitt sambandsríki með líku stjórn- arfyrirkomulagi -og Bandaríkin hafa. Rússland: Rússar tilkynntu hvert væri hernámssvæði þeirra í Þýzkalandi. Nær það vestur að Lúbeck og þaðan til Magdeburg og síðan yfir allt Þýzkaland og Saxland. Bandaríkj aherinn verður því að hörfa 240 km. i vestur og fara úr borgunum Magdeburg, Leipzig, Chemitz, Hallei, Dessau, Weimar, Jena og Eisenach Æ N U M Lögreglustjórinn í Reykjavík hefir gefið út aðvörun til allra bif- reiðarstjóra um að varast allan óþarfa hávaða að næturlagi. En það vill oft verða, að sumir bifreiðastjórar þeyti fiautur sínar í tíma og ótíma. Þeir sem kunna að verða varir við slíkan hávaða um nætur, eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar og gefa henni upp skrásetningarnúmer bifreiðanna. Verfflagsbrot. Nýlega var verzlunin Fram, Klapp- arstig, sektuð um kr. 3000,00 fyrir að selja vefnaðarvöru hærra verði en verðlagsákvæðin heimila. Dráttarvagn Slippsins í Reykjavík hefir bilað tvisvar með stuttu milli- bili. í fyrra skiptið var verið að taka togarann Jupiter upp, en í seinna skiptið m. s. Esju. Það er talin mildi að slys skyldi ekki hljótast af í hvor- ugt sinnið. Rannsókn stendur yfir vegna þessara atburða. Happdrætti Háskóla íslands. Dregið verður í 4. flokki á mánudag, 11. þ. m. kl. 1 e. h. Athygli skal vakin á því, að skrifstofum og verzlunum er lokað á hádegi á morgun en engir happdrættismiðar verða afgreiddir á mánudag. Því eru siðustu forvöð að endurnýja 1 dag og til hádegis á morg- un. Menn ættu að endurnýja sem fyrst í dag og til þess að forðast ösjna í fyrramálið. Fertugur er í dag Gústaf Gestsson, Laugav. 48. Fréttir úr V.-Isaíjarðarsýslu (Framhald af 1. síðu) gröfu í sýslunni. Ég hygg, að þar séu ýmsir mýraflóar, sem skurð- grafa gæti unnið mikið gagn í, og yrði sennilega erfiðast að koma henni milli vinnustaða, eins og landslagi er háttað, en þó er eflaust hægt að leysa það mál. Þá tel ég það merkilegt íyrir atvinnulíf héraðsins, að Djúp- báturinn hefir nú farið vikulega til Önundarfjarðar fimm og hálfan mánuð af þeim tíma, sem ekki er bílfært á milli, en venju- lega mun leiðin ófær bílum 9 mánuði ársins. Ég vænti, að þetta sé upphaf vikulegra ferða á milli fjarðanna allt árið og þar með opnuð flutninga- leið fyrir mjólk á markað á Suðureyri og ísafirði. — Önundarfjörður er vel fallinn til nautgriparæktar, en hins vegar er þar vetrarþungt fyrir sauðfé. Við þurfum yfirleitt nálægt 80 fóðureiningum fyrir hverja á, .en þegar kemur inn í Djúpið komast ýmsir af með 20 fóður- einingar fyrir á. Nú senda þeir margir mjólk til ísafjarðar, meðan sumir önfirzku bænd- urnir hafa ekki kýr nema tæp- lega til heimilisþarfa. Þetta kalla ég að samgönguleysið hafi hindrað eðlilega og farsæla þró- un atvinnulífsins, og mér finnst, að það sé enganveginn sérmál fáeinna kotbænda, hvort úr þessu verður bætt eða ekki. — Hvaff %egirðu svo um sam- göngumálin að öðru leyti? — Það er nú ekki fallegt. Und- anfarin ár hafa ýmis konar smáskip einkum annazt' f lutn- inga til Vestfjarða frá Reykja- vík, því að allar nauðsynjar okk- ar eru teknar hér á land af miklum vísdómi. Þessar fleytur hafa oft verið þrauthlaðnar og e. t. v. þurft að leita sér skjóls og liggja dögum saman, þegar illa hittist á veður. Ólíkustu vör- ur eins og olíu og mjöli er hrúg- að í sömu lest og hefir þá stund- um annað dregið dám af hinu. Auk þess hefir oft misheppnast að verja farminn fyrir ágjöfum og bleytu. Ég segi þetta ekki til að ásaka neinn, því að þetta hefir senni- lega ekki getað verið öðruvísi. En verst er það, að fólk hefir oft neyðst til þess að fara með svona farkosti, og má nærri geta, að þar eru engin þægindi, þrátt fyr- ir mikinn góðvilja og umhyggju skipverja. Öllum eru í minni af- drif Þormóðs, en um hitt er minna talað, að stundum hefir litlu munað um aðra báta á þessari flutningaleið, að þeir færu sömu leið. Það er e. t. v. góð dæmisaga, að þegar ég kom suður núna um daginn, fór ég með Selfossi frá ísafirði til Akureyrar og svo landleiðina suður þaðan, og það var áreiðanlega fljótlegasta og bezta ferð, sem kostur var á. — Ykkur finnst þá vafalaust þörf á einhverjum umbótum í samgöngumálunum? — Skyldl það vera óhæfa? Ég er hræddur um að þessi tilhög- un sé líka nokkuð dýr, hvernig sem á það er litið. Ætti ríkið annað strandferðaskip eins og Esju væri miklu breytt og mér finnst það vorkunn, þó að fólkið úti um land þrái þann munað, að fá að ferðast með jafn þægi- legu og öruggu skipi. Það getur verið bæði dýrt og leiðinlegt að vera farþegi á fiskibát, sem dög- um saman þarf að liggja af sér veður á miðri leið. Vöruflutn- inga milli Vestfjarða og Reykja- vkur myndi hraðskreiður, góður bátur geta annast að miklu leyti, en auðvitað mætti hann ekki vera of lítill. Flugvél Loftleiða hefir annars hjálpað mörgum á milli og er til mikilla bóta, en ennþá eru flugferðirnar svo ó- tryggar, að ekki má treysta á þær og þær því ófullnægjandi. Þar mim þó vera framtíðar- lausnin með flutning á fólki og pósti. — Hvaffa framkvæmdamál eru svo efst á baugi hjá ykkur? — Því get ég svarað með fullri vissu. Raforkumálið Stórvirkjun fyrir Vestfirði er hugsjón ríkra og fátækra. Gætum við lesið í hugi Vestur-ísfirðinga myndum við í flestra brjósti sjá -heit- strengingu þess að fylgja því máli fast fram. Virkjunarsvæð- ið yrði frá Látrabjargi að ísa- fjarðardjúpi og ætla ég að allir hugsandi menn í héraðinu standi þar saman, hvað sem ánnars ber á milli. Það er nú draumur Vestfirðinga að þessi virkjun þeirra komist í kring ár- ið 1947, en síðar tengist þetta væntanlega landsrafveitunni. Og þá skulum við sjá hvort ekki lifnar yfir einhverju og fólki fjölgar í sýslunni okkar, þó að mannfjöldi hafi varla staðið í stað undanfarið. — Hvaff er um iffnaff í Vestur- ísafjarðarsýslu? — Hann er of lítill, því að ekki er betra eða ódýrara að vera mikið upp á Reykjavík kominn í þeim efnum. Fyrir utan ýmsa iðnaðarmenn, sem margir eru vel færir í sinni grein er eitt iðnfyrirtæki, sem ég vil fjarnan minnast á. Það er vélsmiðja Guðmundar Sigurðssonar á Þingeyri. Mér er það í barns- minni, að oft voru á ferð um dalinn heima, menn frá ísafirði, Súgandafirði og Flateyri, sem leituðu á náðir Guðmundar Sig- urðssonar vegna vélarbilunar. Ég er viss um það að vélsmiðja hans hefir oft hjálpað útgerð þessara fjarða, svo að miklu nam, því að það er annað en gaman ef vél bilar á miðri ver- tíð og báturinn kemst ekki á sjó fyrr en varahlutur hefir náðst frá Reykjavík, eins og samgöng- um hefir löngum verið háttað. — Þetta er sennilega óvenju- leg vélsmiffja á svo litlum staff? — Það held ég. En Guðmund- ur er Dýrfirðingur og hann er tryggur I lund og ræktarsamur. Hann vann ungur hjá Miljóna- félar/inu, ef ég man rétt, og fór utan að þess ráði og var tvö ár í Höfn og vann þar í Dan-véla- smiðju og flotkví hafnarinnar. Síðan kom hann heim og byrj- aði rekstur sinn á Þingeyri og hefir að mínu viti verið hérað- inu hinn þarfasti maður. — Hvaff viltu svo segja meira? — Ja. Það er t. d. verið að byggja lítið sjúkraskýli og lækn- isbústað fyrir mitt læknishérað á Fiateyri. Læknirinn okkar, Ragnar Ásgeirsson frá Sólbakka, hefir gengið að því með rösk- leika að þetta kæmist á fót og hyggjum við gott til, því aff við teljum það miklu líklegra eftir en áður að við njótum læknis í héraðinu, auk þess öryggis, sem þessu fylgir, ef skjótt þarf til að taka vegna slysa eða bráðra sjúkdómsatvika. Svo er meðal sveitafólks sýsl- unnar undirbúningur að því að koma upp heimavistarbarna- skólum. Verið er allmjög að auka húsa- kost Héraðsskólans að Núpi og er það mjög aðkallandi vegna mikillar aðsóknar. Svo mætti auðvitað segja sitt- hvað um félagslíf í héraðinu, en þar er þó yfirleitt ekki mikil ný- breytni. Ungmennafélög og íþróttafélög starfa iíkt og jafn- an hefir verið, en hafa nú mynd- að með sér nánara samband en áður og standa öll að sameigin- legum íþróttamótum og væntum við góðs af og hyggjum, að þar sé í vændum margháttað sam- starf til góðs og áukins þroska. Svo finnst mér ástæða til að nefna Skógræktarfélag Vest- ur-ísfirðinga. Það hefir girt sér gröðrarreit í landi Minna-Garðs í Dýrafirði og er það lítillar frá- sagnar vert í sjálfu sér. En í fé- laginu eru ýmsir áhugasamir G A M L A B 'í Ó < * MÓÐIR OG SONUR Hrífandi kvikmynd af skild- sögu Booth Tarkingtons: The Magnificent Ambersons. Joseph Cotten, Dolores Costello, Anne Baxter, Tim Holt. Sýnd kl. 9. Upprelsn í Arabíu (Action In Arabla). George Sanders, Virginia Bruce. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð yngri en 12 ára. NÝJA BlÓ<> DULARFULLI MAÐURim (The Mask of Dimitrios) Afar spennandi mynd. I’eter Lorre, Fay Emerson, Zachary Scott, Sidney Greenstreet. AUKAMYND: Fréttamynd frá þýzku fanga- búðunum og flelra. Bönnuð yngri enl6 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNABBÍÓ" TV0FALDAR SKADABÆTUR (Double Indemnity) Spennandi sakamálasaga. Fred MacMurray, Barbara Stanwyck, Edward G. Bobinson. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 16 ára. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Giít eða ógíft Gamanleikur í þremur þáttum eftir J. B. Briestley. Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 2. Þeir gerðu garðlnn frægan OG * Dáðir voru drýgðar eru ágætar skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að vera ódýrar. Tilkynning Frá Viðskiptaráði og IVýbyggingarráði. Samkvæmt verzlunarsamningi, er gerður hefir verið við Sví- þjóð, er gert ráð fyrir að eftirtaldar vörur fáist útfluttar þaðan til íslands, innan ákveðinna takmarka, á þessu ári: Pappír, pappi, hrájárn og stál, fittings, handverkfæri og á- höld, hnífar og skæri, rakvélar og rakblöð, kúlu- og keflalegur, bátamótorar, varahlutir í sænska bátamótora, vélaverkfæri, timb- ur, jarðyrkjuvélar, skilvindur og strokkar, saumavélar, prjóna- vélar með varahlutum, kæli- og ísskápar, þvotta- og strauvélar, lýsisskilvindur, rafmagnsaflstöðvar, rafmagnsmótorar með til- heyrandi rafbúnaði, rafmagnsheimilistæki (hitunartæki, strau- járn, ryksugur, brauðristar), reiðhjól, reiðhjólahlutir, skip (þar með taldir dieseltogarar), fiskibátar með útbúnaði, mælltæki, byssur og haglaskot. Umsóknum um gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir ofan- greindum vörum óskast skilað á skrifstofu Viðskiptaráðs fyrir 15. þ. m., nema umsóknum um skip, báta og önnur framleiðslu- tæki, þeim skal skilað til skrifstofu Nýbyggingarráðs fyrir sama tíma. Reykjavík, 7. júní 1145. ’ Viðskiptaráð. JVýbygginjgarráð. menn og hafa þeir uppi ráða- gerðir, sem vonandi komast fram, þó að of snemmt sé að ræðá þær opinberlega. En félag þetta nýtur starfskrafta góðra manna, þar sem eru þeir bræður á Læk í Dýrafirði, Hjörleifur og Þorvaldur Zófóníassynir, en þeir eru frábærir ræktunarmenn og hefir mjög vel heppnast uppeldi trjáplantna. Þeir bera nú hæst þar vestur í fjörðum merki sr. Sigtryggs á Núpi í ræktunar- málum, en hann hefir verið hinn mikli leiðtogi okkar Vestur-ís- firðinga í garðrækt og mann- rækt. Slíkir menn láta sig ekki án vitnisburðar, því að þ/.ð er mikill auður, sem þeir eftirláta í sporum sínum. Og það er bezt að hætta þessu rabbi með því að láta í ljós þá trú, að okkur takist að geyma þann auð sr. Sigtryggs og ávaxta þarna vest- ur í fjörðum. Gróði Eimskipaf é- lagsins. (Framhald af 1. slðu) og fremst félag nokkurra Reyk- víkinga, eins og margoft hefir verið sýnt fram á hér I blaðinu. Starfsemi félagsins hefir líka verið háttað þannig, að engu er líkar en það telji flutninga til annara hafna en Reykjavíkur sér að mestu óviðkomandi. Úr stjórn félagsins gengu Hall- grímjir Benediktsson, Halldór Kr. Þorsteinsson og Jón Ás- björnsson. Hallgrímur og Hall- dór voru endurkosnir, en í stað Jóns, sem skoraðist undan kosn- ingu, var kosinn Jón Árnason, sem hefir verið stjórnskipaður í stjórninni. #

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.