Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 4
TtMTVTV, föstpdaglnn 8. jáni 1945 42. blatt Steínöldin á Barðaströnd Athugasemdir og hugleiðíngar um fundafrásogn Gísla Jónssonar Qlsll Jónsson heflr haldið þingmálafundi í Barðastranda- sýslu og skrifað að vanda eintal við sjálían sig í ísafold eftir heimkomuna. Honum þykir, eins og áður, ákaflega vænt um okkur Barðstrendinga og telur, að okkur þyki mjög vænt um sig. Jafnvel svo, að við viljum ekki, að deilt sé á hann. Um það er ekki að villast. En gestrisnin, sem hann hrósar og er jafnvel undrandi yflr, er þessi alkunna, íslenzka gestrisni, sem sjaldn- ast fer i manngreinarálit. Qildir jafnt um, hvort menn hafa samúð eða fyrirlitnlngu á skoð- unum þurfandi ferðamanns. í þessu eintali kveður GIsli upp kaldhæðnislegan dóm um eigin verk. Hann'segir, að á Barðaströnd riki nú steinaldar- flutningakerfi og á næstu árum verði að ljúka veginum yflr Kleifarheiði. Ég mlnnist þess, er Gísli kom í framboð fyrir þrem- ur árum. Þá lofaði hann miklu, og eitt meðal annars var vegur- inn yfir Kleifarheiði á fyrsta ári. Ýmsum þótti þetta allfjar- stæðukennt, jafnvel fráleitara en rafljósin, vatnsveitan og haf- skipabryggjan í Flatey. En margir trúðu á þetta loforð og kusu Gísla. Þeir sjá nú af eigin frásögn hans, hvemig þeim hefir orðið áð trú sinni. — Enn- fremur, að Gísli er ekki sá á- hrifamaður, sem hann lézt vera, enda kvartar hann um það I sambandi við samgöngumál Sunnlendinga, að lítið mark sé tekið á sér í þinginu. Látum þetta þó vera. Yfirlýs- ing þessi er sennilega gefin í ó- gáti. En hvemig stendur á þess- ari „steinöld", sem þingmaður- inn talar um? Hvemig víkur því við, að veg- irnir tosast nú áfram, rétt eins og áður en Gísli Jónsson hóf hin skrumkenndu loforð sin? Ég held, að flestir séu sam- mála um, að ástæðurnar séu tvær. í fyrsta lagi, að auknar fjárhæðir til vegamála, hingað sem annað, séu jafnóðum gleyptar af gegndarlausri dýrtíð og hækkandi kaupgjaldi, svo ár- angurinn verður enginn. í öðru lagi hefir þessl þingmaður brugðizt þeirri sjálfsögðu skyldu ,|framfaramanns4ns“ að beita sér fyrir stórauklnni hagnýt- ingu stríðsgróðans í almanna- þágu og vinna gegn vaxandl dýrtið. Og meir en það. Hér gengur sú saga, að hann taki helzt aldrei til máls, án þess að andmæla sköttum á gróðamenn og sé alþekktur fyrir að reka erindi þeirra umfram flesta aðra. Þá hefir hann ekkert leg- ið á þeirri skoðun sinni, að dýr- tíðin væri einhver mesta bless- un, sem þessari þjóð hefði hlotnazt. Þannig hefir hann á- litið auðveldast að láta hvern togarann fæða annan af sér og lifa ævintýraríku gróðabrallslífi um stundarsakir. En við hér lítum öðru vísi á dýrtíðina og teljum, að ekki geti farið saman að standa vörð um stríðsgróð- ann og að vinna að umbóta- málum fólksins í dreifbýlinu, frekar en að þjóna bæði guði og mammoni. í lok eintalsins kemur rúsín- an: Að menn hér vestra væru ákaflega ánægðir yfir nýju stjórninni, og við Framsóknar- menn sérlega óánægðir yfir því, að flokkur okkar skyldi ekki vera með 1 stjórnarsamvinn- unni. Hvort þetta er sagt af meðfæddri ósannsögli eða því virðingarleysi fyrir kjósendum slnum að gera þeim upp hugsun eftir eigin geðþótta, skal ég ekki fullyrða, enda er það aukaatriði. Málflutningurinn er ófyrirleit- inn af hvaða rótum sem hann er runninn. Ég þekkí hugi manna hér vestra, engu síður en Gísli, einkum bænda, og fullyrði, að þessi vitnisburður hans er með öllu rangur. Af bændum var stjórninni upphaflega mætt með tor- tryggni, sem rás viðburðanna hefir nú snúið upp í andstöðu, eins og hún getur mest orðið. Bændur eru þakklátir Fram- sóknarflokknum fyrir að taka ekki þátt í stjórn, sem ber öll einkenni þess að vera sett þeim til höfuðs. Einn ráðherranna hefir' blátt áfram lýst því yfir. Aðalatriðið er ekki að mynda stjórn. Það er út af fyrir sig vandalaust. Hitt skiptir mestu máli, um hvaða málefni stjórn- in er mynduð, og hver eru störf hennar og áhrif. Gísli hefir þó vit á því, þrátt fyrir allt, að minnast ekki á- það, hvaða mál það væru, sem stjómin eða stuðningsílokkar hennar á þingi hefðu leyst og menn hér vestra væru svo sérstaklega ánægðir með. Enda heíðf það verið vand- gert. Hinu glopraði hann út úr sér, sennilega alveg óviljandi eins og fleira, að bændur væru óánægð- ir með það hlutskipti að fórna einir fyrir lækkandi verðvísi- tölu. Hann hefir vafalaust ekki komizt hjá þvi að finna þá al- mennu skoðun bænda, að nú- verandi stjórn sé mynduð á svikum við bændastéttina. Þeir eru beðnir um fórnir. Síðan hleypur Sjálfstæðisflokkurinn til verkalýðsflokkanna og biður þá að mynda með sér stjórn gegn margvíslegum fríðindum handa launastéttunum, al- mennum kauphækkunum verka- fólks (t. d. 20% á Patreksfirði og Bíldudal, segir Gísli sjálf- ur), launalögum, tryggingum og hvers konar fríðindum á sama tíma og bændur lækka a% urðaverðið um 10%. Og mér er sagt, að Gísli haldi því fram, að enn fái bændur allt of mikið fyrir afurðir sínar. Svo heldur hann, að Framsóknarmenn séu óánægðír við flokk sinn fyrlr það að taka ekki þátt í slíkri flugumennsku við bændastétt- ina. Sér er nú hver einfeldnin. Við þetta bætist hin harka- lega meðferð stjórnarsinna á Alþingi á öllum helztu fram- faramálum bænda. Nægir að minna á áburðarverksmiðjumál- ið, jarðræktarfrumvarpið, bún- aðarmálasjóðinn og raforku- frumvarpið þessu til sönnunar. Það er ekki nóg að skjalla Barð- strendinga í ferðaminningum. Það verður að skilja, hver eru á- hugamál þeirra og hafa vilja til þess að fórna einhverju fyrir þau. Ofan á allt þetta skilst mér, að hln svarta hönd landbún- aðarráðherrans sé að ræna bændur syðra tæpri miljón af mjólkurverði þeirra á siðast- liðnu ári. Eftir hverju skyldi hann seilast hjá okkur? Botnar Gisli ekkert í þessum vinnu- brögðum, eða er hann svo blygð- unarlaus að ætlast til þess, að við bændur kyssum á vöndinn: Styðjum okkur fjandsamlega stjórn, gerumst leiksoppar stríðsgróðamannanna og bylt- ingasinnanna rauðu. Nei, „guði sé lof, að til er hæstiréttur", var einhvern tíma sagt. Bændur fagna þvi, að til skuli vera flokk- ur, sem þorir að segja nei, þegar þeir eru órétti beittir. Bændur verða hér eftir ekki ásakaðir fyrir þá erfiðleika, sem dýrtíðarmálin kunna að valda. Við höfum lagt okkar til mál- anna, og það var að engu haft, og berum við því ekki ábyrgð á þeirri Gróttakvörn dýrtíðarinn- ar, sem stjórnarliðið knýr þrot- laust áfram í von um að Kveld- úlfur græði, Gísli Jónsson og öll fjölskyldufyrirtæki hans græði o. s. frv., enda þótt ríkið verði æ fátækara, fjár sé aflað með auknum nefsköttum (sbr. veltuskattinn) og framfaramál- unum seinki hverju af öðru. Meðan þessu fer fram, er von- laust, að „steinöldin" hér í Barðastrandarsýslu víki fyrir náðarsól Gísla Jónssonar. Hags- munir stríðsgróðamannanna og strjálbýlla héraða með marg- víslegar þarfir geta aldrei farið saman. Það skyldi hann vel hug- leiða fyrir næsta eintal sitt í ísafold. L. N. Hvað er þetta? í byrjun maímánaðar 1945 sigldi „Esja“ austur á Seyðis- fjörð með fólk og flutníng. Kom- ið var á hverja höfn í norður- leið, allt tll Norðfjarðar. Með skipinu voru 12 manns úr Mjóa- firði, vertíðarfólk og skóla, auk minniháttar flutnings. Mjófirð- ingar þessir sendu mann á fund skipstjóra og fóru þess á leit að skipið kæmi á Mjóafjörð. Kváð- ust mundu tala heim og tryggja skjóta afgreiðslu. Skipherra, Ás- geir Sigurðsson, svaraði mála- leitun þessari af kurteisi, en neitaði algerlega viðkomu. Bauð hins vegar, að staðnæmst yrði úti í.flóa — við Nýpu — ef bátur lægi þar fyrir skipini}! Því boði varð eigi sinnt, þar sem ekki var um aðra báta að ræða en smá- trillur. Mér finnst þessi framkoma skipherrans vitna um mjög tak- markaða lipurð. Sumarið 1943 kom „Esja“ hér við vegna eins manns, sem var að flytja hing- að með fjölskyldu sína og bú- slóð. Viðkomur utan áætlunar eru svo sem ekki fordæmalaus- ar. Skipstjóri bar því einkum við, að þetta yrði um nætur- tíma. Slíkt er fyrirsláttur einn. Veður var gott, nótt orðin hálf- björt, Ásgeir skipstjóri þaul- kunnugur, og sizt af öllu ástæða fyrir hann að efast um skjóta afgreiðslu. Hvað er þetta, sem hér hefir átt sér stað? Hefir skipstjórinn KALDUR varð maímánuður á þessu vori, norðanáttin rik, oft sólskin á Suðurlandi, en engin gróðrartíð. Á Vestfjörðum gerði aftaka vorhret í vikunni fyrir hvítasunnu, en ekki gætti þess að sama skapi annars stað- ar á landinu. BLAÐIÐ SKUTULL á ísafirði segir frá hreti þessu eins og það kom mönn- um fyrir sjónir í ísafjarðarkaupstað, og er sú frásögn fróðleg. Skutull segir svo: „MÁNUDAGINN 14. og þriðjudaginn hínn 15. maí var hér á ísafirði slík snjókoma með ofsastormi á norðan, að sjaldgæfir eru öllu snarpari byljir um hávetur. Bærinn (þ.e. kaupstað- m-inn) var bókstaflega á kafi í snjó, er veðrinu slotaði. Mjög víða lágu skaflarnir upp fyrir dyr og glugga neðri hæða húsanna, og sums staðar varð fólk að fá utanaðkomandi aðstoð til að komast út úr húsum sinum. GÖTURNAR voru lítt færar, því að hrikaháir snjóhryggir lágu um þær þverar með djúpum dældum á milli —. Það hefir sjálfsagt kostað bæjarfélagið upp undir tíu þúsund kr. að láta moka göturnar til þess að gera þær umferð- arfærar gangandi fólki. Bílfært verður ekki almennt um bæinn fyrr en eftir nokkra daga (skrifað 19. maí). Minn- ast elztu menn ekki slíkrar fannfergi á götum bæjarins síðan snjóflóðavet- urinn mikla 1910 ,en enginn minnist slíkrar fádæma snjókomu í nokkru sumarmála eða páskahreti, hvað þá heldur þegar komið er fram í fimmtu viku sumars — —“. OG NÚ ER KOMINN FRIÐUR! Friður í Norðurálfu, segja menn, og er vist nógu mikið sagt, því að í Austurheími geisar enn hin hrikaleg- asta styrjöld, og eiga þar hlut flestar af stærstu þjóðum heims, sem enn eru uppi standandi. Víða um lönd hafa menn fagnað friðarvorinu, m. a. hér á landi. Og gleðllegt er það, með ýmsu öðru, að styrjöldinni skyldi að þessu sinni ljúka á vori. Þetta mun senni- lega forða milljónum manna frá kulda, himgri og dauða. Nóg er samt. Árið 1918 var styrjöldinni lokið í nóvember- mánuði mn það leyti, sem kaldasti vetrartíminn fór í hönd. á skipinu okkar komið fram við þetta tækifæri af þeirri drengi- legu prúðmennsku, sem hæfir manni í hans stöðu? Eða hefir hér átt sér stað endurtekning viðburða frá þeim tímum, þegar FALLBYSSURNAR eru þagnaðar — loftsprengjurnar hættar að falla á stórborgir álfunnar. Og nú er allt i einu orðið býsna íréttafátt um löndln, þar sem hrikaleikurinn var háður. Það er þó víst, að víða gerast nú stórtíð- indi. Þau munu verða kunn einhvem tima siðar, smátt og smátt. Sagn- fræðingar framtíðarinnar mimu gera skyldu sína. Rithöfundar og skáld munu mála tjöld á leiksvið sögunnar, sem við köllum nútið. Um styrjöldina, sem háð hefir verið, á líka margt eftir að koma í dagsljósið. FANGABÚÐIR ÞYZKALANDS hafa nú verið opnaðar af herjum sigur- vegaranna. Margar hryllilegar sögur hafa verið sagðar um kvalastaði þessa, og eftir því, sem sjónarvottar herma nú, hafa þær yfirleitt ekki verið orð- um auknar. Nú hefir blóð píslarvott- anna komið yfir böðla þeirra — og alla hina þýzku þjóð. Fangabúðimar og pyndingar viarnaxlausra manna gerði stjóm Hitlers óvinsælli en nokk- uð annað af verkum hennar, meðal almennings víðs vegar um heim. Misk- unnarleysi þýzkra valdhafa átti ekki minnstan þáttinn í ósigri þeirra. EN ÞVÍ EKKI að halda áfram að leita píslarvotta? Nú er búið að opna Dachau og Buchenwald. En ef veröld- in á að verða frjáls, ætti að gera ráð- stafanir til að opna öll fangelsi, hvar sem þau éru á jörðunni — ekki til að hleypa út öllum, sem þar dvelja, held- ur til að það komi i ljós, hvort þeir sitja þar til fullnægingar réttlæti eða vegna yfirgangs valdhafa. Slík rann- sókn yrði áð fara fram undir eftirliti alþjóðastofnimar. MENN TALA UM að stofna alþjóða- her, sem hafi eins konar lögregluvald um viða veröld. Að minnsta kosti var einhyerntíma um hann talað. Væri þá ekki ráð, að láta t. d. Rússa halda vörð í Bandaríkjunum, Breta í Rússlandi, Ámeríkumenn i Bretlandi, ítaU i Frakklandi, Júgó-Slava á Spáni o. s. frv. Ætli þeir „stóru“ vUdu hlusta á þetta, ef það kæmi frá þjóð Snorra Sturlusonar? Hver veit? — Ljúkum við svo þessu taU í dag. danskir sigldu hér við land, og áttu það til sumir að virða ekki allt of mikið rétt og hagsmuni hins óbreytta farþega? Viihjáimur Hjálmarsson á Brekku. Heimamaður. hér að framan, sökk hann aldrei til lengdar niður í fen vonleys- isins; djúp trú hans, meðfætt glaðlyndi og fjörug fyndni hans voru honum styrk stoð. Löngum bar hann böl sitt karlmannlega. Niðurlagsvísan í ,Kaldegginni“ er enginn harmagrátur vonleys- isins: „Eg mun samt við ævilok, allt fyrir mæðu þessa, hérvist mína og hennar ok hjartaglaður blessa.“ Lífsskoðanir séra Jóns eru þess vegna næsta ljóst letraðar í kvæðum hans, en stórum gleggri er þó mynd sú, sem þar er brugðið upp af skaplyndi hans. Það var ofið mörgum þáttum; þar mættust hinar stærstu and- stæður og háðu einvígi. En öfg- unum í skapgerð séra Jóns er vel og réttilega lýst í þessum orðum: „Eða lesi menn svo hinar miklu þýðingar Jóns Þorlákssonar og frumsamin verk, að menn finni ekki fjöllyndi eðlis hans og finni ekki til með leitandi baráttu sálar hans, sem berst á milli mótsetninganna í sálarlífi sjálfs hans, í þroskaferli þjóðareðlis- ins og í einkennum aldarfarsins — milli auðmjúkrar trúar og hrokafulls níðs, milli djúprar alvöru og lausmálgrar keskni, úrvalsins úr heimsbókmennt- um samtíðarinnar.“ (V. Þ. Gísla- son, „fslenzk endurreisn," bls. 25). Séra Jón Þorláksson lifði á umbrotaöld; á hans dögum var vorleysingatíð í lífi íslendinga; andstæðir menningar- og bók- menntastraumar rákust á og varð af öldurót í þjóðlíflnu. Annars vegar bar mest á þjóð- emislegri hreyfingu, er miðaði að því að grundvalla meiri vel- gengni og auðugri íslenzka menningu á arfleifð fortíðar- innar; og má segja, að Eggert Ólafsson, sem raunar var upp- lýsingar-sinni að öðrum þræði, hafi verið helzti merkisberi hennar, en auðvitað átti hann marga fylgismenn. Hins vegar var hreinræktuð upplýsingar- stefna sú, sem Magnús Stephen- sen beitti sér ótrauðlega fyrir, en hún var harla óþjóðleg og stefndi að því marki, að sníða íslenzkri menningu stakk eftir erlendum fyrirmyndum samtíð- arinnar, og hölluðust margir á þá sveif. Ekki gat hjá því farið, að séra Jón yrði snortinn af höfuð- straumum sinnar tíðar, enda gætir þess í verkum hans. Hann hvarflar milli tveggja skauta. Hann stendur öðrum fæti í for- tíðinni, en hinum í samtíðinni. í innsta eðli sínu er hann ramm- íslenzkur og voru honum fornar bókmenntir þjóðar sinnar kunn- ar og kærar. Má finna bergmál frá þeím í kveðskap hans (sbr. t. d „Forðum kenndan Odd við ör,“ Ljóðabók II, bls. 416, og „Opt grætur tárum þurrum Þökk,“ Ljóðabók, bls. 447). Eins og mörg dæmi hér að framan sýna, yrkir hann iðulega undir fornum bragarháttum, bæði í frumortum og þýðingum, og bregst sjaldan bogalistin. Sann- leikurinn er sá að honum tekst mjög sjaldan eins vel og þegar hann yrkir undir þaulreyndum íslenzkum hátt..um, ekki sizt fomyrðislagi (einkum í þýðing- um sínum), sem varð þýðara og léttara hjá honum og greiddi hann þar með braut slðari skáld- um. Hann fer einnig skáldlega og fimlega með kenningarnar, og hefir því eflaust verið gagn- kunnugur málinu á Eddu- og skáldakvæðunum. Að sjálfsögðu; ber mest á þeirri þekkingu hans í „Hænsna-Þóris rímum,“ en kenningar má finna mikið víð- ar í ritum hans, frumsömdum og þýddum. En þó séra Jón væri íslenzkur mjög í anda, var hann ekki með öllu ósnortinn af upplýsingar- stefnu Magnúsar Stephensen. Fram að sálmabókardeilunni margumtöluðu, er svo að sjá, sem séra Jón hafi hlynntur verið þessari nýju stefnu og yrkir hann allmörg kvæði henni til stuðnings, eins og þegar hefir verið getið. Ennfremur voru fjögur höfuðskálda þeirra, sem hann þýddimest eftir á íslenzku, skyld að hugsunarhætti fræðslu- stefnunni. Það var meira að segja samkvæmt uppástungu Magnúsar Stephensens að séra Jón tókst á hendur að snúa „Messíasarkviðu" Klopstocks á móðurmál sitt, eftir að þýðand- inn og Magnús höfðu sætzt heilum sáttum. Séra Jón er því næsta alhllða fulltrúi íslenzkra bókmennta- strauma á sinni öld, þar sem runnu I einn farveg tvær aðal- kvíslir, þjóðleg stefna og erlend. Báðar mætast og verða eitt í sumum kvæðum hans. Kvæði Tullins og Klopstocks, eigi sjald- an algerlega í anda upplýsing- arinnar, klæðir þýðandinn í forn-íslenzkan bragarbúning og velur þeim oft orðaval gamla skáldamálsins, — í fljótu bragði harla kynlegt fyrirbrigði, en þegar gerr er athugað, ofur skiljanlegt sambland hins nýja og hins gamla. Þegar í minni er borið, hversu margt kvæða og heilla rita séra Jón þýddi á íslenzku, mætti ætla að hann hefði orðið fyrir áhrif- um, einkum af þeim höfundum erlendum, sem hann átti lengst- ar andlegar samvistir-við; þess verður lítið vart í kveðskap hans. Skýringin liggur ef til vill i því, að hann var þroskaður orðinn, þrítugur að aldri þegar hann byrjaði að snúa kvæðum Túllins, með öðrum orðum, kominn af þeim árum, þegar menn eru venjulegast næmastir fyrir að- komandi áhrifum. í minningarkvæði séra Jóns um Halldór Hjálmarsson bregð- ur fyrir hugsunum úr „Tilraun um manninn.“ „Lucifer“ í kvæð- inu „Villu vitran“ er ef til vill eitthvað í ætt við hinn fræga nafna sinn í „Paradísarmissi." í ritgerð sinni „Yfirlit yfir bók- menntir íslendinga á 19. öld“ (Timarit Hins ísl. Bókmennta- félags, II, 1881) segir Jónas Jónasson frá Hrafnagili um á- deilukvæði séra Jóns, svo sem „Villu vitran“ og „Bardagann við ljósið“: „í þessum kvæðum er auðfundinn andi Gellerts og helmsádeiluskáldanna frá þeim tíma, t. d. Baggesens". Hygg ég að Jónas hafi nokkuð til sins máls. „Bardaginn við ljósið“ er að minnst kosti æði keimlíkur „Gaungumanni“ Gellerts, sem séra Jón þýddi og undir sama bragarhætti. En þegar litið er til heildarinnar, eru útlendu á- hrifin 1 frumkveðnum kvæðum Jóns Þorlákssonar hverfandi. Hann var of sjálfstæður andlega og of íslenzkur til þess að ger- ast nokkur hermikráka í kveð- skap sinum. Hitt þarf enginn að efast um, að það hefir verið séra Jóni á- gætur skóli að eiga fangbrögð við hina mörgu erlendu snill- inga; hann hefir stórum þrosk- að ljóðgáfu sina í þeirri miklu aflraun að snúa ritum þeirrá á íslenzkt mál. V. Það sætti meira en litilli furðu, ef jafn mikilhæft og stór- virkt skáld eins og séra Jón Þorláksson, hefði eigi haft mikil áhrif á bókmenntir þjóðar sinn- ar. Reyndin sýnir, að frá hon- um liggja þræðir til margra síðari skálda íslenzkra, og nokk- urra hinna merkustu. Hefir dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður rannsakað þetta efni, og þar sem eflaust má treysta niður- stöðum hans, vil ég tilfæra þær, enda væri séra Jóni óréttur gerður, ef ekki væri dyegin at- hygli lesanda að því hve áhrifa- rikur hann varð í íslenzku menningarlífi. „Öll næstu skáldin á eftir honum ólust upp við ljóð hans og drukku þau ihn í æsku. Það gat ekki orðið áhrifalaust, að minnsta kosti ekki á meðan þeir voru ungir, og ekki til fulls búnir að finna sjálfa sig. Öjá engum af hinum stærri skáldum ætla ég að kenni eins mikilla áhrifa frá Jónl Þorlákssyni eins og hjá Bólu-Hjálmari. Hjálmar ólst upp á Svalbarðsströnd og í Kræklingahlíð, svo að kalla samtímis við séra Jón öll árin 1796—1819 ,þar sem héruðin öll kváðu við af kveðskap séra Jóns og vísur hans flugu út jafnharð- an og.þær urðu til. Hjálmar hefði þá ekki verið jafn námfús og hann var, hefði það látið sig án vitnisburðar .... Hitt er annað mál, að Hjálmar fann sjálfan sig fljótlega, eftir þvi sem þroski færðist yfir hann, og gerðist það stórfellda og rammeinkennilega skáldí, sem alkunnugt er. Séra Hallgrímur, faðir Jónasar skálds, var aðstoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar, og Jónas ólst Iþar upp í sóknum hans, og var 12 vetra þegar séra Jón andað- ist. Það þarf ekki að spyrja að því, í andrúmslofti hvaða ljóða- gerðar hann hefir alizt upp, þó að hann færi sínar eigín leiðir, þegar hann fékk menning og „lesningu“. En munað hefir hann óvart eða vísvitandi eftir fallegu vísunum séra Jóns til Bjarna Thorarensens 1818: „Tindafjalla eg sé alla,“ þegar hann orti „Vorkvæði“ sitt, sem eins byrjar, undir sama bragar- hætti. Sama er að segja um Jón Thoroddsen, þegar hann kveður „í landsýn,” einnig undir sama bragarhætti og byrjar eins. Keimurinn er auðþekktur hjá báðum. Jafnvel annað eins merkisskáld og Grímur Thomsen sem ekki var mikið gefinn fyrir að éta eftir öðrum, sýnist ekki hafa verið ýkjalangt í huga sín- um frá þýðingu séra Jóns eftir Horaz: „Um hvað biður óðar- smiður,“ þegar hann orti „Á- varpið til ættjarðarinnar,“ og bað um, að „enginn falli æru- galli á hana þá.“ Það er alkunn- ugt, að Steingrímur varð í æsku fyrir enum mestu áhrifum af ljóðum séra Jóns, svo að jafnvel þau hefði vakið hann sjálfan til ljóðagerðar ungan. Hve mikil fyrirmynd þau voru fjölda af al- þýðuskáldum vorum á sinum tíma ,er eitt af þvi, sem enginn fær yfirséð nú né um gaupnað. Spor séra Jóns liggja víða um langt tímabil í ljóðagerð vorri.“ (Jón Þorláksson, Dánarminning, bls. 235—237). — Frumkveðin kvæði séra Jóns hafa því sannarlega ávaxtarik orðið í íslenzkum bókmenntum, Þar við bætast holl áhrif þýð- inga hans á íslenzkt mál og ljóð- form, en frekari rannsókn á þvi liggur utan vébanda þessarar greinargerðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.