Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 3
42. Maff M, föstadaginn 8. júni 1945 Bernharð Stefánssons GIIVRÆÐIiTÓINOnW - Svar til Jóns Pálmasonar - NIÐURLAQ Að sjálfsögðu er það gott að hafa þingræðisstjórn, ef hún vill vel og gerir vel, en hvorugt er að vísu hægt að segja um þá stjórn, sem nú er, að minnsta kosti ekki hið síðara. Framsókn- arflokkurinn var og líka fús til samstarfs um ríkisstjórn. Jón Pálmason gerir nú að vísu lítið úr samstarfsvilja flokksins og reynir að hrekja þau ummæli mín, sem að þessu lúta. Hann veit þó vel, að flokkurinn var reiðubúinn til að taka þátt í fjögra flokka stjóm, ef hann hefði getað náð viðunandi samningum um það, en þess var enginn kostur. Hann veit líka, að flokkurinn var fús að mynda stjórn með „Sjálfstæðisflokkn- um“. Menn úr þessum tveim flokkum höfðu í haust leyst þann vanda, sem me^t kallaði að fyrir þjóðfélagið og án þess hefði enginn getað stjórnað landinu. Rökrétt afleiðing af því var auðvitað sú, að þeir 2 flokk- ar mynduðu stjórn til að sjá um frekari framkvæmd þess máls. Samningar um það voru líka vel á veg komnir milli flokkanna, þegar „Sjálfstæðisflokkurinn“ sleit þeim allt í einu og mynd- aði stjórn með Sósíalistaflokk- unum. Ef Jón neitar þessu, þá talar hann gegn betri vitund, því að hann veit þetta vel. Það er því ekki sök Framsóknar- flokksins, þó hann taki ekki þátt í stjórn landsins og því hart, að hann skuli vera borinn hinum verstu brigzlum fyrir þær sakir. „Sjálfstæðismenn“ afsaka sig reyndar með því, að Framsókn arflokkurinn hafi sett það skil- yrði, að dr. Björn Þórðarson yrði forsætisráðherra. Ekki sé ég að það hefði verið neitt ódæði. Ég held allir viðurkenni, að dr. Bjöm sé hinn mesti heiðurs- maður. Hann er ekki í neinum stjórnmálaflokki. Hann hefir lengi verið sáttasemjari í vinnu deilum og farist það vel. Hann hafði því áreiðanlega mörg skil yrði til að vera heppilegur odda maður í samsteypustjórn. En svo var þetta bara aldrei neitt skil- yrði frá Framsóknarflokknum og það veit Jón líka, heldur var það aðeins uppástunga. Hitt er aftur á móti rétt, að margir Framsóknarmenn voru ófúsir til að taka þátt i stjórn, sem Ólaf- ur Thors veitti forstöðu. En það hefir oft komið fyrir, að for- ystuflokkur um stjórnarmynd- un hefir orðið að hætta við að hafa þann forsætisráðherra, sem hann ætlaði sér í fyrstu, vegna andstöðu samstarfsmann- anna gegn þeim manni. Þetta kom fyrir íhaldsflokkinn 1924 og Framsóknarflokkinn 1934. Ég sé ekki, að „Sjálfstæðisflokkn- um“ hefði verið vandara um þessu efni, heldur en t. d. fyrir rennara hans i íhaldsflokkn um, ef hann hefðl viljað setja þjóðhollustu ofar tilliti til ein- stakra manna. * * * Jón reynir að réttlæta brigzl sín með því, að stjórnin hafi verið mynduð á „hættulegu stríðstíma augnabliki" og svipað hafa samherjar hans, bæði rauðir og brúnir, sagt. Tímarnir eiga að vera þannig, að allir þurfi að „standa saman“. Það er auðvitað ekki nema gott að allir standi saman um það, sem gott er og gagnlegt, en á svo að vera einnig um það, sem er illt og horfir til óheilla? Ég held að í engu sé bættara með því. Þvert á móti. Við Framsóknar- menn erum sannfærðir um, að fjármálastefna stjórnarinnar, eins og hún hefir komið fram til þessa, leiðir til hruns og eyði- leggingar, ef ekki verður snúið við í tíma, og sjálfur fjármála- ráðherrann virðist vera okkur sammála um það, eftlr því, sem honum hafa farizt orð. Væri það jjóðhollusta að styðja slíkt? Ég held ekki. Ég held, að það sé miklu meiri þjóðhollusta að vara við þeirri hættu, sem maður er sannfærður um að framundan sé, heldur en að ana bæði sjálf- ur í hana og hvetja aðra til hins sama, jafnvel þó það gæti leitt til einingar í bili. Ekki vil ég gera lítið úr al- vöru þeirra tíma, sem nú eru. En hversu mikil hætta, sem nú kann að vera á ferðum, þá var hún þó meiri á árunum 1940— með öllum sínum þunga? Þá var þjóðin í hættu og atvinnuvegir hennar voru að hruni komnir. Stjórn sú, sem mynduð var 1934, hófst þá handa um víðtækar ráðstafanir til bjargar, og þær urðu til þess að afstýra hrun- inu, þá voru t. d. afurðasölulög- in sett, o. s. frv. Maður skyldi nú halda, að ef það er mjög nálægt því að vera landráð, að taka ekki þátt 1 stjórnarsamvinnu nú í góðærinu, þá hafi það þó verið enn nær landráðum að reyna að allan hátt að spilla viðreisnar- starfinu á kreppuárunum 1934— 1937, en það gerði Jón Pálmason eftir mætti og flokkur hans einnig. * * * Annan skæting Jóns í garð Framsóknarflokksins leiði ég hjá mér. Hann hefir svo oft sungið þann söng og verið svarað full- nægjandi, að óþarfi er fyrir mig að vera að eltast við slikt, enda óviðkomandi því máli, sem ég hóf umræður um. Aðelns eitt at- 1942, á meðan „orustan um At- rigi Vii ég þó nefna, lantshafið“ stóð sem hæst. Þá j jón er að bollaleggja um það, var þó lítið um samstarfs- og hver sé núverandi stefna Fram- friðarskraf sumra þeirra, sem ' sóknarfiokksins. Hann kemst að nú gala hæst um slikt. Þá höm- j þeirri niðurstöðu, að kommún- uðust kommúnistar að þáver- j istar hafi algerlega ruglað flokk- andi ríkisstjórn og reyndu að j inn, svo að nú sé hann með öllu áttavilltur og viti ekki hvar hann á að vera. Stundum sé hann „vinstra megin við komm- únista“. Stundum hægra megin við Sjálfstæðismenn. Nú sem stendur sé hann að villast „langt fyrir aftan afturhaldssömustu menn Sjálfstæðisflokksins“. Svo það eru þá til afturhalds- menn í Sjálfstæðisflokknum! Úr því að Jón vinur minn er svona fáfróður um stefnu síns gamla flokks, þá skal ég með örfáum orðum segja honum hver hún er: Hún er hin sama eins og var þegar hann sjálfur var Fram- sóknarmaður. Hún er hin sama og var, þegar flokkurinn beitti sér fyrir setningu jarðræktar- laganna og stóraukinni ræktun í landinu jafnan síðan, eins og þegar hann, á valdatíma sínum, lét leggja akfæra vegi, leggja síma, byggja brýr, reisa síldar- verksmiðjur ríkisins, byggja heilsuhælið í Kristnesi og marga skóla fyrir æskulýðinn, eins og þegar hann beitti sér fyrir setn- koma allri þeirri sundrung af stað, sem þeir gátu, og á árlnu 1942 rauf „Sjálfstæðisflokkur- inn“ það stjórnarsamstarf, sem þá var, og kom af stað þeirri upplausn í þjóðfélaginu, sem síð- an hefir haldizt. Og svo eru þessir herrar að hella sér yfir okkur Framsóknarmenn, jafnvel með landráðabrigzlum, fyrir það, að við höfum „skorizt úr leik“. Jú, „þér ferst, Flekkur, að gelta“. * * * Annars er það um tímana að segja, að margir líta svo á, að aldrei hafi annað eins góðæri komið yfir ísland og vist er um það, að þjóðin hefir aflað sér óhemju auðæfa á okkar mæli- kvarða, bara að hún kunni að fara með það. Það er varla hægt að neita því, að ástandið í land- inu er sem stendur gott, þó það að vísu hljóti að versna fljót- lega, ef hin ráðlausa ríkisstjórn fer lengi með völd. En hvernig var ástandið, þegar heimskrepp- an éftir 1930 lagðist yfir landið ingu togaravökulaganna, sem leystu togarasjómennina úr hreinum og beinum þrældómi og studdi að því, að hafizt var handa um byggingu verka- mannabústaða, svo að fátt eitt sé nefnt. Þetta og annað þessu líkt er stefna Framsóknar- flokksins, en ekki innflutningur Karakúlfjár, eins og Jón segir. í því óhappi áttu flokksbræður hans engu síður þátt og reyndar meiri. En hvernig síðar fór, var slys, sem enginn vildi stofna til, og er það því ódrengskapur á hæsta stigi að vera sífellt að núa mönnum því um nasir. — En stefna Framsóknarflokksins er í einu orði sagt andlegar og verklegar framfarir þjóðarinn- ar, svo að henni geti vegnað vel og orðið langlíf í landinu, en grundvöllur allra framfara er tryggur fjárhagur og þvi virðist rikisstjórnin gleyma. Jón getur verið viss um það, að Framsóknarflokkurinn er á sínum stað, en afstaða hans og Sjálfstæðisflokksins hvor til annars hefir breytzt og það er þetta, sem ruglar Jón. Það er hann, sem orðið hefir áttavilt- ur, en ekki Framsóknarflokkur- inn. Breytingin liggur í því, að „Sjálfstæðisflokkurinn", sem er hægriflokkur, hefir tekið undir sig sannkallað heljarstökk alla leið yfir til kommúnista. Það stökk mun áreiðan'lega ríða hon- um að fullu fyr eða síðar. Þegar Jón svo lítur upp úr flatsæng- inni hjá kommúnistum, sér hann að Framsóknarflokkurinn er hægra megin við hana, þó hann hafi alltaf verið vinstra megin við Jón og flokk hans — og sé það auðvitað enn raun- verulega. Hann heldur því að það hljóti að vera Framsókn- arflokkurinn, sem hafi færzt til hægri, en svo er ekki, heldur aðeins hitt, að „Sjálfstæðis- flokkurinn" tók Jón með sér á heljarstökkinu, þegar hann gerðist undirlægja kommúnista. Vegna þessarar áttavillu Jóns sér hann líka sól Framsóknar- flokksins á vesturlofti, þó hún sé á austurlofti. * * * Jón segir í svari sínu, að ég sé sjálfstæðismaður í eðli mínu og á það víst að vera hrós. Má Þrjár nýjar bækur Á ártíð Jónasar Hallgrímsson- ar, þegar nýja bókabúðin á Laugaveg 100 var opnuð, komu út þrjár nýjar bækur, eins og þá var getið um hér í blaðinu. Voru það ljósprentuð útgáfa af frumútgáfunni á ljóðum Jónas- ar, nýtt safn þýddra kvæða eftir Magnús Ásgeirsson og kver eftir dr. phil. Sigurð Nordal prófessor um Ólöfu Sölvadóttur. Þessar bækur voru allar gefnar út af „Helgafelli* og Ragnari Jóns- syni. Magnús Ásgeirsson hefir lengi borið höfuð og herðar yfir alla Magnús Ásgeirsson (Framhald á 6. síSu) þá, er nú fást við ljóðaþýðing- ar hér, og vafasamt er, hvort nokkur íslendingur, fyrr eða síðar, stendur honum framar í þeirri íþrótt, þótt þar sé við mestu skáldjöfra þjóðarinnar að jafnast. Nýtt safn Ijóðaþýðinga frá hans hendi er því merkur bókmenntaviðburður. Áður voru komin út sex hefti af ljóðaþýðingum hans, auk ým- issa sérprentaðra ljóðaflokka og ljóða sérstaks éðlis. í þessu nýja safni, sem nefnt er „Meðan sprengjurnar falla“, eru einvörðungu sænsk og norsk ljóð, langflest eftir Gustav Fröding, Hjalmar Gullberg og Nordahl Grieg. Meðal þeirra er Morgundraumur, hið nafntog- aða kvæði Frödings, er mestum styr olli í Svíþjóð á sínum tíma og talið var óalandi og óferj- andi, sökum bersögli höfundar- ins. Kvæði Nordahls Grieg eru öll herhvatir í einhverri mynd, ort af tilefni stríðsins og stríðs- atburðanna, nema eitt um konu hans, Gerd Grieg, sem orðin er okkur íslendingum að góðu kunn af störfum hennar í þágu íslenzkrar leiklistar síðustu ár- in. Undantekningarlaust eru kvæðin þýdd af mikilli prýði, og sumar þýðingarnar munu sönn meistaraverk. " ^ Bók Nordals, Þáttur af Ólöfu Sölvadóttur, er að meginefni útvarpserindi, sem hann flutti nú i vetur, ásamt stuttum við- auka, alls rösklega tvær arkir. Ólöf Sölvadóttir var Húnvetn- ingur að uppruna, bóndadóttir frá Ytri-Löngumýri, og fór vest- ur um haf átján ára gömul, skömmu eftir að vesturfarir hóf- ust héðan og stuttu áður en hinn mikli harðindakafli á síð- asta fjórðungi nítjándu aldar- innar skall yfir. Náði hún mik- illi frægð í hinu nýja heim- kynni, þótt fáir hér á landi hafi yfirleitt heyrt hennar getið, fyrr en Nordal flutti erindi sitt um hana. Ólöf var lágvaxin mjög, ekki nema fjörutíu þuml- (Framhald á 5. síöu) Sigurður Nordal prófessor Dr. pltil. Richard Beck, prófcssor: Jón á Bægisá Hér birtist niðurlag ritgerðar Richards Beck, prófessors, um Jón Þorláksson á Bægisá. Vonar Tíminn, að margir lesendur hans telji sig allmiklu fróðari eftir en áður um Jón og skáldskap hans og merkilegt brautryðjendastarf. Sálmar og erfiljóð skáldsins, þó gamaldags séu í anda frá sjónarmiði margra nútíðar- manna, sýna að hann hefir ver- ið mjög trúhneigður maður, og er engin ástæða til að bera nein- ar brigður á einlægni hans í þeim skoðunum. Hann á samúð með olnbogabörnum mannlífs- ins. í kvæðinu „Um förukarl“, lýsir hann gömlum flækingi vin- gjarnlega og með fullum skiln- ingi á kjörum hans, þó frásögn- in sé sanngjörn að öðrum þræði. Eins og þegar hefir verið bent á, nær samúð skáldsins út yfir takmörk mannlífsins til dýr- anna. Hann var og barnelskur mjög, sem sjá má víða í kveð- skap hans. Kvæði hans („Eftir frændamissi“, „Eftir bróður- missi“ o. fl.) bera þess einnig vott, að hann hefir ættrækinn verið; og vinmargur var hann alla daga. Það er honum hið mesta hrós, að í þeim hóp voru ýmsir hinir ágætústu samtíðar- menn hans. Einnig var hann hinn vinfastasti. Fráhvarf eins vinar síns telur hann „undarlegan viðburð," og hefir það því bersýnilega ekki verið neinn hversdags-viðburð- ur, enda veldur það honum tsár- um vonbrigðum. Ekki eru til neinar frásagnir um það, að séra Jón hafi teskið þátt í opinberum málum. „Hug- ur hans var fastur við skáld- skapinn eínan,“ segir Jón Sig- urðsson, „og gaf öllu öðru minni gaum“ (Ljóðabók II, bls. XL). Þrátt fyrir það verður þess víða vart I ljóðum skáldsins, að hann hefir ekki látið sér á sama standa um hag þjóðar sinnar, að hann hefir verið sannur föð- urlandsvinur, er tók fagnandi sönnum umbótum (sbr. minn- ingarljóðin um Bjarna land- lækni, kvæðið um „L . . . . enn danska,“ „Fagnaðarósk til Ólafs Ólafssonar“ út af stofnun pirent- smiðjunnar, að nokkur dæmi séu nefnd). Bókmenntastörfin hafa þó ef- laust átt langmest ítök í huga hans og reynzt honum helzta gleðiuppsprettan um dagana. Eigi síður en fátæktin, var ljóða- dísin honum tryggur förunaut- ur, og í návist hennar fann hann skjól fyrir svalvindum mótlæt- isins. Hann kveður hana þá einnig í merkilegu kvæði (Ljóða bók II, bl, 533—535), og þakkar henni góða samfylgd. Harmar hann það, að ekki hafi ávallt sem sannastar sögur sagðar ver- ið af þeirra viðskiptum, í þess- um orðum: „Enda var okkur eignað stundum það sem annarr ól enn svartari, og þá fyrst frétt eftir faðerni þegar vaxinn var vafagepill, en við ófrægð á öllum þingum.“ En jafnframt segir hann: „þó sjást mörg merki, að mök við áttumst“ og fagnar yfir því, að „þess verður getið sem gert er.( Kvæðin „Fyrsti Aprilis“ og „Hamförin," hið síðarnefnda um þýðinguna á „Paradísar- missi,“ eru fjörug og fyndin, og varpa nokkru ljósi á bókmennta iðju skáldsins. Annars yrkir séra Jón litið um skáldskap almennt, einungis nokkrar stökur fjalla um það efni, en alltaf er fróðlegt að sjá hvað skáldin segja um list sína. En þannig kveður séra Jón: „Höfuð víst og hjarta þarf hann, sem iðkar ljóðastarf, ellin þegar að þeim svarf óðarmegnið frá þeim hvarf.“ Fáir munu verða til að neita því, að í öllum sann-ljóðrænum kvæðum slær hjarta skáldsins; annars eru þær dauður bókstaf- ur, „rímaðar hugsanir,“ aðeins „hljómandi málmur,“ skortir allan hugsanaþunga. í öllum stórfelldum kvæðum og snilld- arlegum, renna saman straumar frá hugsanalífi og tilfinninga- lífi skáldsins, frá heila hans og hjarta. Hvað hina athugasemd séra Jóns snertir, að ljóðgáfan hverfi með ellinni, þá eru þess ótal dæmi, en á sjálfum honum sannaðist það ekki. Seinustu verk hans („Messíasar-þýðing- in) bera vitni lítilli eða engri hrörnun andlegra hæfileika hans. í vísunum „Um skáldskap" víkur séra Jón að öfund og af- brýði meðal skálda, og þar sem sá sjúkleiki liggur enn í landi, skulu þær vísur hans tilfærðar, því að þær hitta markið meist- aralega: „Skáldum fylgir öfund oft, er því verr og miður, hver vill sínu halda’ á loft en hinna kefja niður. Held ég þó sé heimsku grein hér um fast að keppa, víst er sæmra brunnið bein að bítast um fyrir seppa.“ Ævisöguriturum séra Jóns kemur saman um, að hann hafi að eðlisfari verið léttlyndur og bjartsýnn. Kvæði hans frá yngri árum, og fram eftir árum, styðja þá skoðun. En er fram liðu stundir, varð hann að horfast í augu við margs konar and- streymi: vonbrigði í ástum, hjú- skaparböl, dauða barna sinna á blómaskeiði, fátækt og skiln- ingsskort. Þess var því full von, að lundarfar hans bæri merki svo sárrar lífsreynslu og að hann yrði alvarlegri og þunglyndari með aldrinum; nokkur brögð voru og að því, einkum eftir að veikindi tóku að sækja á hann ásamt ellinni. Kemur þetta fram í „Iðrunar- og bænarsálmi“ þeim, er fyrr var nefndur, I kvæðinu „Kaldeggin" og víðar, og kennir þar „meiri gremju við veröldina og við marga menn, sem honum þótti ekki meta störf sín að maklegleikum.“ (J. Sig. Ljóðabók II, bls. XXXIV). Var það ekki að ðfyrirsynju; hann hafði upp skorið lítil sem engin laun — önnur en starfs- gleðina — fyrir mörg stórvirki sín. En eins og vikið var að í sambandi við sjálfslýsingar hans fl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.