Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 7
42. blað
TÍMIXX, föstudaginn 8. júní 1945
Mínningarorð
(Framhald af 6. síSu)
aldrei hægt að gleyma versun-
um, sem hún mamma kenndi
mér — eins og t. d. þessu: Vertu
guð faðir faðir minn, eða þá
þessu: Bænin má aldrei bresta
þig.
Höndin þín, mamma mín,
vermir mig enn og vermir mig
alltaf, enda þótt hún liggi köld
og visin, og veganestið, seja þú
gafst mér, sem hvorki var gull
eða silfur, mun endast mér alla
tíð. — Minningin um þig verð-
ur okkur öllum, sem nutum ást-
ar þinnar og verndar, ógleym-
anleg.
Ég hlakka til, ef þið mömm-
urnar báðar mættuð taka á móti
mér á ströndinni hinumegin við
hafið, ef mér skolaði þar á land.
Múla, 22. maí 1945.
Sturl. Einarsson.
Erlent yfirlit.
(Framhald af 2. síðu)
þeir biskupsstólnum í Lundi
yfirráð þar, og nokkru síðar
kaupmönnum í Lúbeck. Frá 1660
hefir Bornholm verið í föstum
stjórnarfarslegum tengslum við
Danmörku. Frá þeim tíma hefir
verið friðsamt á Bornholmi og
landbúnaður og fiskveiðar verið
aðalatvinnuvegir eyjarskeggja.
Þótt eyjan sé ekki nema 600
ferkm. er þar allmikill og blóm-
legur landbúnaður. Náttúrufeg-
urð er mikil á Bornholmi og var
þangað mikill ferðamanna-
straumur á sumrin seinustu ár-
in fyrir stríðið. íbúar Bornholms
vóru þá tæp 50 þús.
Á víðavangl.
(Framhald af 2. síðu)
og rökræðna í kauptúnum,
sendir miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins erindreka sína með
leynd út í sveitirnar til að fara
þar inn á heimili manna, sem
hafa talizt til Sjálfstæðisflokks-
ins og segja þar slúðursögur og
óhróður um andstseðingana á
bák. Er þegar búið að senda einn
slíkan erindreka austur á land
og annan norður í land. Hefir
heyrzt, að einir 10 slíkir erind-
rekar verði' gerðir út af Sjálf-
stæðisflokknum í sumar.
Þetta háttalag Sjálfstæðis-
flokksins að senda út slúðurbera
í stað þess að sækja málin á
opinberum vettvangi, sýnir bezt,
að flokksforustan er orðin
hrædd við „kollsteypuna" og
samstarfið við kommúnista. Það
skýrir líka mætavel hina ofsa-
legu hræðslu við fundahöld
andstæðinganna. En mikið
mætti það vera, ef þessi vinnu-
brögð flokksins ættu ekki eftir
að gera honum meira ógagn en
gagn. Sveitamenn væru þá
orðnir breyttir, ef þeir for-
dæmdu , ekki þessa óvenjulegu
starfsaðferð og sæju trúleysið,
sem lýsir sér í því háttalagi að
leggja aðalstund á slúðurburð,
en fjandskapast við opinberar
rökræður.
Nýkomíð:
Köflótt kjþlaefni.
Sirz.
Kadettutau.
Tilbúin sængurver.
H. TOFT
Skólavörðustíg 5. — Sími 1035.
Yður hefír aldrei boðizt slíkt tækiíæri
Heilt bókasafn ■ nýtízkn bandi
^ , I \ *
10 heímsfræg listaverk á yðar eígín máli fyrir
aðeins kr. 35o,oo eða 35,oo á mánuði í io mánuði
í tilefni af 100 ára dánarafmæli listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar, hefir Helgafell gefið út ljóð skáldsins í svo fall-
egri útgáfu, að ekki aðeins ber af flestu, sem hér hefir verið gert, heldur bók svo fallega að öllum frágangi, að hægt er að hafa
hana til sýnis hvar sem væri á erlendum listsöfnum.
Ennfremur hefir Helgafell stofnað til sérstakrar útgáfu handa íslenzkri alþýðu, sem hlotið hefir nafnið
(
Listamannaþing
Útgáfan hefir snúið sér til fjölda manna, þeirra, sem rita fegurst og þróttmest íslenzkt mál, og beðið þá að velja og þýða
verk í þetta safn og skrifa fyrir því fórmála.
Það var ekki aðeins með ljóðum sínum, sem Jónas Hallgrímsson var þjóð sinni svo frábær sonur. Hann færði hana nær
„suðrinu sæla“ með því að gefa henni kost á að kynnast menningu og list þeirra þjóða, sem lengra voru komnar. Það þykir
því vel við eigandi að minnast þessa dags um leið og gefin er út fyrsta verulega veglega útgáfan af verkum hans, með því að
stofna til alheimsþings á íslandi, þar sem íslenzk alþýða, bókhneigðasta alþýða í heimi, er beinn þátttakandi.
Höfundar og þýðendur, sem koma fram á þessu þingi eru:
Voltaire, Gauguin, von Kleist, Hamsun, Oscar Wilde, Bernard Shaw, Shakespeare, van Loon, Johannes V. Jensen, Sigrid
Undset, Halldór Kiljan Laxness, Tómas Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson, Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, Kristmann Guð-
mundsson, Árni Jónsson frá Múla, Sigurður Grímsson, Sverrir Kristjánsson, Sigurður Einarsson og Ólafur Halldórsson.
Ekkert þeirra verka, sem hér er um að ræða, hefir áður komið hér út. Bækurnar eru prentaðar á fallegan, þykkan pappír,
skreyttar fjölda, mynda, og til þeirra vandað alveg sérstaklega, bæði band og prentun.
Þessar bæknr verða aðelns seldar i
/ *
eiuu lagi með áskriftarrerðlnn
Borðbúnaður
plett
Matskeiðar
Matgafflar —
Borðhnífar —
Teskeiðar —
Snijörhnífar —
Borðhnífar, ryðfríir
Ávaxtahnífar, plast.
Kökuhnífar —
Tertuspaðar —
K EINARSSON
& BJORMSSON
Bankastræti 11.
2,65
2.65
2,40
!
2,00
5,00
5.65
1.25
3.25
3,25
A§BE§T
í sléttum plötum til imiau- og' utanhúss-
klæðiiiugar, væntanlegt í
V4” X 4’ X 8’ plötum.
Kaupfélag Eyíirðínga
Nýlenduvörudeild.
Ullar verksmidjan
Gefijun
framleiðir fyrsta flokks vörur.
Spyrjið I»ví jafnan fyrst eftir
Geíjunarvörum
þegar yður yantar ullarvörur.
Innil^ga þakka ég öllum þeim, sem sendu mér kveðjur
og sýndu mér hluttekningu viff fráfall dóttur minnar,
Vilborgar Stefánsdóttur, lijúkrunarktonu,
sem fórst með Dettifossi s. 1. vetur. Sérstaklega þakka ég
þeim sveitungum okkar og vinum, er komu saman á heim-
ili mínu 31. marz s. I. og minntust hennar þar.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmunda Þorláksdóttir,
Laxárdai, Þistilfirði.
Hjartans þakkir til hinna fjölmörgu, innan lands og
utan, sem auðsýndu okkur hluttekningu og vinarhug við
andlát og jarðarför
Kjartans Mgurjónssonar, söngvara.
Guð blessi ykkur öll og launi aðstoð ykkar og ástúð.
Bára Sigurjónsdóttir. Halla Guðjónsdóttir.
Sigurjón Kjartansson,
Þakka hjartanlega heimsóknir, gjafir, heillaskeyti og
hvers konar vinsemd á áttrœðisafmœli mlnu.
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON frá Sandhólaferju.
lnnilegustu þakkir fœri ég öllum þeim mörgu, sem sýndu
mér ógleymanlegan vinarhug með heimsóknupi, stórgjöf-
um, Ijóðum og skeytum, á áttatiu ára afmœli mínu, sem
var 25. maí s. I. Guð ölessi ykkur öll.
HALLSTEINN ÓLAIFSSON, Skorholti.