Tíminn - 08.06.1945, Blaðsíða 5
42. blað
Um betta leyti furir 32 árum:
Fánatakan á
Kcykj avíkurhöfn
T\
lú I I
fttstndaglim 8. JAni 1945
Vilhelm Moberg:
Eiginkona
Fáninn okkar á sér ekki langa
sögu, enda er það sannast sagna,
að talsvert skortir á tilhlýðilega
ást og virðingu þorra lands-
manna á honum og kunnáttu
um viðeigandi notkun hans.
Samt heffr það komið fyrir, að
hið sameíginlega tákn þjóðar-
innar hefir vakið heitar tilfinn-
ingar í brjóstum íslendinga. Hér
verður í stórum dráttum rakinn
slíkur atburður — fánatakan á
Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913.
Að vísu var fánagerðin önnur
þá en síðar varð, en það skiptir
ekki máli í þessu sambandi.
Það var fegursta veður í
Reykjavík að morgni þessa dags,
logn og sólskin. Á Reykjavíkur-
höfn lágu venju fremur mörg
skip, þar á meðal strandferða-
skipin Skálholt, Botnía, Hólar'
og Sterling og danska varðskipið
Islands Falk. í landi blöktu hér
og þar allmargir danskir fánar.
í grennd við Skálholt er mað-
ur á árabáti, einn síns liðs.
Hann er að róa sér til gamans
í veðurblíðunni, og í stafni báts-
ins er lítill fáni á stöng, Hvít-
bláinn. Eigandinn heitir Einar
Pétursson, og er verzlunarmaður
í Liverpool, „bróðir Sigurjóns
sterka“, var sagt í einu blaðinu,
þegar skýrt var frá atburðum
þessa dags.
Þegar Einar hefir damlað
þarna nokkra stund, fer að
koma hreyfing á menn á Islands
Falk. Sjóliðamir hafa komið
auga á fána Einars, og skipsfor-
inginn — Rothe hét hann —
lætur manna bát og senda á
vettvang. Hrópa bátverjar til
Binars, er þeir komast í kallfæri,
og skipa honum að nema stað-
ar. Gerir Einar svo. Segja báts-
menn þá, að yfirboðari sinn hafi
skipað svo fyrir, að hann skuli
færður á sinn fund, og biðja
hann að róa að varðskipinu.
Hlýðnast Einar því einnig, og er
hann síðan leiddur fyrir for-
ingjann. Lauk svo þeirra við-
skiptum, að foringinn tók fán-
ann og kvaðst afhenda hann yf-
irvöldum bæjarins, en lét Einar
lausan, er fór við svo búið á
land og kærði þegar fánatökuna
og heimtaði aftur fána sinn,
sem nú er geymdur i þjóðminja-
safninu.
Nú varð uppi fótur og fit.
Allar vinnustöðvar tæmdust.
Fregnin um þennan nýstárlega
atburð flaug þegar eins og eldur
í sinu um bæinn allan, fregn-
miðar voru gefnir út og festir
upp á fjölfömum stöðum, og
irngir menn fóru um bæinn til
þess að heita á þá, er áttu is-
lenzka fána í fórum sinum, að
draga þá þegar að húni. Aðrir
ruku til og keyptu fána. Er nú
skemmst af því að segja, að á
skammri stundu urðu snögg
umskipti. Dönsku fánamir vom
flestir dregnir niður, ef til vill
ekki ævinlega með fyllsta leyfi
eigendanna, en íslenzkur
fáni hafinn á hverja stöng.
Einnig var hann víða hengdur
út í -gluggana, ef fánastöng var
ekki til. Sums staðar úti á landi,
þar sem menn höfðu spumir af
atburði þessum, vom einnig
dregnir fánar á stöng.
Meðan þessu fór fram tóku
aðrir báta og reru út að varð-
skipinu og veifuðu þar íslenzk-
um fánum í mótmælaskyni og
sjóliðunum til ögrunar.
Næst gerðist það, að foringi
varðskipsins kom í land og hélt
upp í stjórnarráðshús. Urðu
menn þess þegar varir, og safn-
aðist mannfjöldi saman á
stjómarráðsblettinum við styttu
Jóns Sigurðssonar, sem þá var
þar. Var stór fáni breiddur á
fótstallinn, en fánaborg reist
umhverfis hana og sungnir ætt-
jarðarsöngvar.
Þegar foringinn kom aftur úr
stjómarráðshúsinu, elti mann-
fjöldinn hann niður á bryggju,
sjmgjandi og með fána á lofti.
En á bryggjunni skipuðu fána-
berarnir sér 1 tvær raðir, ásamt
þsim, sem róið höfðu út að
varðskipinu, og varð foringinn
að ganga fram kvlna milli drúp-
andi fánanna og beygja sig
undir þá til þess að komast leið-
ar sinnar að bátnum, er beið
hans.
Um kvöldíð boðuðu þingmenn
bæjarins, Lárus H. Bjarnason og
Jón Jónsson, til almenns fundar
í barnaskólagarðinum. Komu
4—5 þúsundir manna, er þótti
þá mikið fjölmenni. Voru þar
samþykkt mótmæli gegn fána-
tökunni og áskorun til bæjar-
búa um að nota aðeins islenzk-
an fána á hátíðisdögum fram-
vegis. Að loknum fundi var geng-
ið að minnismerki Jóns Sigurðs-
sonar, þar sem ættjarðarlög voru
leikin á lúðna.
Lauk svo þessum minnisverða
degi.
Bókmexuitir og Ustlr i
(Framhald af 3. síBuJ
ungar á hæð og öll hin ein-
kennilegasta i útliti. Leiddi
þetta til þess, að hún var talin
Eskimói þar vestra, enda þótti
það ekkert furðulegt, þar sem
hún var frá íslandi. Tjóaði ekki
þótt hún mælti i móti, og kom
þar að lokum, að hún fór að
flytja fyrirlestra um Eskimóa og
þeirra lif og háttu. Nefndist hún
Qlof Krarer eftir það og þóttist
ættuð af Grænlandl, 'en hafa
flutzt til íslands með hval-
veiðamönnum, er brotið höfðu
skip sitt við grænlenzku strönd-
ina. Varð hún þegar fram í sótti
frægur fyrirlesari, er ýmsar
fræðslustofnanir vestra báru á
höndum sér og gróðafélög tóku
I sína þjónustu. Einnig brá hún
því fyrir sig að syngja „græn-
lenzkar ástavísur", er svo bar
undir. Þessi einkennilega kona
lézt fyrir aðeins tiu árum, þá
komin hátt á níræðisaldur, og
enn lifir ýmislegt af „fræðslu"
hennar um Eskimóana græn-
lenzku góðu lífi í viðurkenndum
kennslubókum vestan hafs. Seg-
ir prófessor Nordal sögu hennar
á mjög skemmtilegan hátt, ylj-
aða ríkri samúð og skilningi.
Er kverið því hin eigulegasta
bók, þótt lítil sé.
* * *
Þriðja bókin er svo frumút-
gáfa Bókmenntafélagsins á
I
ljóðmælum Jónasar Hallgrims-
[sonar, ljósprentuð I Lithoprenti.
Kom hún upphaflega út I Kaup-
mannahöfn árið 1847 ,dijá J. D.
Kvisti, bóka-prentara og nótna",
og sáu þeir félagar Jónasar,
Brynjólfur Pétursson og Kon-
ráð Gíslason, um hana. Er þessi
frumútgáfa mjög torgæt orðin,
eins og að likum lætur.
í niðurlagi hins stutta for-
mála þeirra Brynjólfs og Kon-
ráðs standa þessi orð:
„Gefi hamingjan, að allt, sem
fegurst er og hreinast í kvæðum
þessum, hafi sem mest áhrif á
hug og hjörtu þeirra allra, sem
þau eru ætluð“.
Þessi fagra ósk hefir rætzt á-
nægjulega, og á vonandi að
rætast enn betur meðal margra
komandi kynslóða.
Hin ljósprentaða útgáfa er vel
úr garði gerð.
Gamlar bæk-
ur og tímarit
Kanpi tímarit og
gamlar bœknr eftir fs-
lenzka höfnnda, enda
sén þœr hreinar of
heilar.
Jóo Hel^ason
Sfmi 2353.
FRAMHALD _
Jæja, hún hafði þá ofreynt sig. Hermann skimar út um glugg-
ann, eins og hann ætli að sækja það lengst út i bláinn, ráðið,
sem Margrét hefir beðið hann um. Og hann sér fjári vel — 1
gær sá hann hana taka járnkarl og læðast burtu, eins og hún
ætlaði að fremja einhvern stórglæp .... Ofreynt sig við vatns-
bala .... ? Ja, það er skritið, hvað komið getur fyrir. Hann vill
vita meira um þetta. Margrét lýsir því fyrir honum. Hún bregð-
ur litum hvað eftir annað, því að hún þjáist ákaflega.
Og Hermann skilur þetta vel: Vatnsbalinn er stór og þungur,
og kona getur hæglega ofreynt sig við hann, ef hún gætir sín
ekki. Á þann hátt geta meira að segja gerzt hættuleg slys. Þar
veltur á heppni fólks.
Hvatleg augu öldungsins virða konuna ungu fyrir sér .... Unga
konan, sem fór með járnkarl út að grjóthrúgunni í garðinum,
vill heldur hætta lífi sínu en láta að vilja þess. Mennirnir eru
þrælbundnir af viðjum vanans, og sá ótti, sem þeim stendur af
honum, gerir þeim lífið ieitt.
Ofreynt sig .... Hermann þekkir ekkert öruggt ráð. Ef það
hefði verið garnaflækja — þá hefði hann getað hjálpað henni.
Garnaflækja hafði einu sinni rétt að segja komið honum i gröf-
ina. Hann hafði látið senda eftir sprenglærðum lækni í Kalmar,
en hann hafði ekki treyst sér til við hann: Það var orðið of
langt um liðið, úr þessu varð dauðanum ekki bægt frá. Hermann
vildi samt ekki deyja — hafði aldrei viljað það, því að þetta
gerðist löngu áður en hann fór að hugsa um kræklóttu birki-
hrísluna. Svo lét hann sækja húsara, sem átti heima á aðals-
setri. Þessi húsari tók fólki blóð og stöðvaði blóðrás. Hann sagði
vinnukonunni, að hún skyldi hnoða deig og láta flatkökur í ofn-
inn. Þegar sú fyrsta var bökuð, tók hann hana og lét hana á
kviðinn á Hermanni, brennheita eins og hún kom út úr ofn-
inum. Þegar hún var orðin köld, lét hann vinnukonuna rétta sér
þá næstu. Þannig hélt hann áfram að láta heitar flatkökur á
kviðinn á honum. Við fimmtu kökuna fór Hermanni að liða
heldur skár. Gamaflækjan var byrjuð að rakna sundur. Það var
eins og öndina iðraði þess að hafa ætlað að flýja þennan líkama
og afréði að vera kyrr enn um hríð. Þegar sjöunda flatkakan var
lögð á kvið hans, hvarf allur sársauki, og eftir þá tíundu stóð
hann upp alheilbrigður.
Við garnaflækju á sem sagt að nota tíu heitar flatkökur, tekn-
ar út úr ofninum. Það gefur lif og heilbrigði. En ofreyni kona
sig við vatnsbala, svo að hún fær sára verki í kviðarholið, þá
gegnir það allt öðru máli. Þess háttar krankleika er erfitt að átta
sig á. Svo að Hermann getur ekki gefið húsmóðurinni ungu nein
ráð. En maður getur ímyndað sér, að eitthvað hafi sprungið inn-
an í henni, og þá vildi hann ráðleggja henni að liggja grafkyrri í
rúminu, meðan það væri að gróa saman.
Og Margrét er kyrr í rúminu, þótt hún sé farin að jafna sig
og miklar séu annirnar. Kona oddvitans kemur til hennar með
muðlingaseyði og lætur hana drekka það. En hún vill helzt vera
laus við heimsóknir kvenna, þvl að hún óttast, að konur muni
renna grun í hvað fyrir hana hefir komið. Karna kom og snuðr-
aði I kringum hana og þuklaði á henni. Af svip hennar mátti
ráða, að hún sagði ekki helminginn af því, sem hún hugsaði.
Hákon var heima við, en hún vildi alls ekki, að hann kæmi inn
til hennar, hve fegin sem hún hefði viljað njóta blíðu hans. Því
að hún mátti búast við því, að hann færi að spyrja spurninga,
sem hún vildi helzt ekki svara. Hún neyddist þá til þess að skrökva
— hún yrði að skrökva að honum í fyrsta skipti. Og hún er hrædd
um, að hún geti það ekki — ef til vill getur hún ekki annað en
sagt Hákoni sannleikann, og það má hún þó alls ekki gera.
Nei, Margrét vill helzt, að enginn komi, því að allir, sem koma,
spyrja hana um þetta: Hvernig vildi þetta til? Hvernig varð hún
fyrir þessu óhappi? Og hún veit ekki alltaf hverju hún á að svara,
meðan hún liggur þarna svona sljó. Hún er smeyk um, að hún
segi ekki alltaf það sama — sumir eru svo tortryggnir á svip, að
þeir hljóta að vita eitthvað meira en aðrir.
Margrét er sjúk, en hún fær þó ekki að gleyma sér. Hún
verður að heyja erfiða baráttu ein síns liðs. Eitt getur hún þó
huggað sig við: Hún er ekki lengur vanfær. Henni heppnaðist
þrátt fyrir allt að „lyfta“ þunganum, svo illa sem henni gekk að
láta likamann lúta vilja sínum. Hún gekk að steinhrúgunni með
þeim óhagganlega ásetningi að losna við barnið, og þegar hún
kom þaðan, var hún frjáls. Kannske hefði hún aldrei gert þetta,
ef hún hefði hugsað betur um, hvað hún var að gera. Hún
stofnaði sér nefnilega í meiri hættu, heldur en hana óraði fyrir.
En nú var þetta búið. Og nú mun hún aldrei komast að raun um,
hvor hefði gert henni þetta barn — hvort það var Hákon eða
Páll.
*
Konan unga liggur i rúminu, og stundimar silast áfram. Nú
gefst henni tími til þess að líta yfir farinn veg. í huga sínum
endurlifir hún það, sem gerzt hefir síðan í vor, og hugleiðir þá
breytingu, er orðið hefir á henni. Hún horfir skyggnum augum
inn í sál sjálfrar sín.
Undirhyggjan fyllti hug hennar, senn var hvert orð lygi, sem
hún sagði á heimili sínu. Hún var orðin svo vön að segja ósatt,
jafnvel þótt hún þyrfti ekki að verja sig með því. Hákoni hefir
hún þó verið dygg hingað til, en nú verður hún meira að segja
að leyna hann sannleikanum. Hún safnaði lygum í sarpinn,
belgdist út — hún fann, hvemig hún þrútnaði og tútnaði. Og
verknaðir, sem hún hafði áður fyrr ekki getað látið sér detta
i hug að vinna, vlrðast henni nú hreinasti hégómi, svo oft er hún
búin að drýgja þá.
Fyrst í stað hafði það verið henni hin þyngsta þraut að fara
frá Hákoni til Páls, frá honum aftur til Hákonar og þannig enda-
laust upp aftur og aftur. Margar nætur hafði hún legið anövaka
og grátið og örvænt. En nú var eins og hún væri búin að svæfa
viðbjóðinn. Hún var orðin því svo vön að fara úr faðmi annars
beina leið til hins. Andúð hennar á þessu dofnaði sifellt, vaninn
gerði hana smátt og smátt skeytingarlausa.
Og Margrét varð óttaslegin, er hún skyggdist inn í huga slnn.
Hvað ætli yrði um hana?
Svona hafði farið vegna þess, að hún hafði reynt að gera lífið
sjálfri sér sem þægilegast. Hún hafði ekkert viljað missa. Hún
vildi vera bústýra Páls, og‘hún vildi vera kona Hákonar. Hún
vildi njóta örýggisins og sælunnar. Bústýra Páls þurfti ekki að
€rullleitln
Norsk gamansaga eftir FREDERIK KITTELSEN.
Sigríður Ingimarsdóttir þýddi.
„Það liggur smápoki með púðri inni í skrifstofunni
hans frænda. Eigum við að fara .....? Vilt þú fara,
Níels?“ spurði Eiríkur-
„Ég! — Ég held að þú getir farið sjálfur,“ sagði Níels
og skellihló.
„Nei. Þú þorir ekki að fara,“ sagði Eiríkur háðslega.
„Þorirðu það frekar sjálfur?”
„Já, því að nú er ég lagðiir af stað,“ svaraði Eiríkur.
Hann hljóp inn í húsið og kom brátt aftur með púður-
pokann, sem hann faldi vandlega í lófa sér.
„Náðirðu honum reyndar?“
„Það var auðvelt. Frændi sefur.“
„Þú ert fyrirtak! Nú byrjar gullgröftur, sem segir sex!“
Jens athugaði púðrið spekingslega. „Þetta er bezta teg-
und. Hvellurinn verður óskaplegur!“
Þeir hreinsuðu „námuopin“ vandlega og tróðu hálmi
og púðri í þau. Síðan kveiktu þeir í með hátíðasvip.
Varð af þessu svo hár hvellur, að þeir óttuðust að húsið
hryndi til grunna. Allt var hulið reykskýjum. Þeir bjugg-
ust fastlega við því að fjallið hefði klofnað í tvenrit.
Tómasína kom þjótandi út og var angistin sjálf upp-
máluð-
„Jesús minn! Hvað gengur á fyrir ykkur, drengir.
Eruð þið með púður? Ætlið þið að sprengja okkur í loft
upp?“
„Uss, Tómasína! Við erum að grafa eftir gulli!“
„Og það um hábjartan daginn. Nú eruð þið búnir að
vekja yfirforingjann.“
Drengimir höfðu ekki gert ráð fyrir þeim möguleika."
„Er frændi vaknaður?“ spurði Níels. Það gat haft
slæmar afleiðingar fyrir þá.
„Haldið þið, að nokkur maður geti sofið í þessum há-
vaða?“
„Elsku Tómasína mín, farðu inn og gáðu að því, hvort
hann sefur,“ sagði Eiríkur. Það var bezt að vita vissu
sína. Eðvarð frændi var nefnilega þannig gerður, að vel
gat verið, að hann léti málið liggja í nokkra daga, áður
en hann nefndi það á nafn.
Tómasína fór inn ,en kom aftur með þau tíðindi, að
yfirforinginn svæfi eins og steinn. Drengjunum létti
stórum. — Ekki höfðu þeir samt haft mikið gagn af
Tílkynning
um hljóðfæri
Hljóðíæraverzlun Tónlistarfélagsins hefir nú fengið ný
sýnishorn af hljóðfærum frá hinni kuftnu KNIGHT-píanó-
verksmiðju í London, sem mjög góð reynsla er fengin á
síðastliðin fimm ár.
Hljóðfærin eru til sýnis í nokkra daga í Helgafelli,
Laugav. 100.
Yfir 500 manns hafa nú þegar pantað hljóðfæri hjá fé-
laginu og daglega bætast nýjar pantanir við.
Áætlað verð hljóðfæraima
er kr. 4950,00 og 5050,00,
en það þýðir að verðið verður ekki hærra. Hins vegar er
ekki óhugsandi, þar sem þessi hljóðfæri eru framleidd á
stríðstíma að verðið lækkl og því hefir, félagið ákveðið
að láta fara fram verðjöfnun á 6 mánaða fresti, í fyrsta
sinn 31../12. n. k., og endurgreiða þá þeim, sem fengið
hafa hljóðfæri á tímabilinu, ef verðið reynist lægra en nú.
Hljóðfæraverzlunin mun leggja kapp á að afgreiða allar
pantanir svo fljótt, sem verða má.
Nýjum pöntunum verður veitt mótttaka daglega í síma
3594 (Björn Jónsson, ritari Tónlistarféla.gsins).
Tónlistarfélagið.
\
N
I