Tíminn - 12.06.1945, Side 4
4
TÍMITVN, þrigjndaginii 12. júní 1945
43. blað
Gunnar Grímsson, kanpfélagsstfóri:
Orðiendíngn ivarað
Grein þá, sem hér birtist, sendi Gunnar Grímsson kaupfélags-
stjóri tímaritinu Samvinnan, enda hafði honum verið boðið rúm
þar fyrir svar við grein eftir Jónas Jónsson, þar sem deilt var á
Gunnar. Nú hefir því tvívegis verið lýst yfir í Samvinnunni, að
greinin fái ekki rúm þar, og viðhöfð sú undarlega og einstæða
aðferð, að greininni, sem neitað er um rúm, er svarað í tíma-
ritinu. Gunnar Grímsson hefir því beðið Tímann fyrir svar sitt.
í marz-hefti Samvinnunnar þ.
á. sendir Jónas Jónsson, aðalrit-
^stjóri hennar, mér orðsendingu,
þar sem lesendur ritsins eru
fræddir á því, að ég hafi á fjöl-
mennum fundi í Reykjavík bor-
ið fram órökstutt vantraust á
nokkra afkastamestu kaupfé-
lagsleiðtoga landsins, sem sam-
vinnumenn.
Sökum þess, að meðferð heim-
ilda í þessari orðsendingu er
með þeim hætti, að menn eru
jafnfjarri kjarna málsins eftir
sem áður, þykir mér rétt að
skýra ger frá máli því, sem ætla
má, að ritstjórinn eigi við.
Á síðasta flokksþingi Fram-
sóknarmanna, sem haldið var í
Reykjavík veturinn 1944, var
flutt eftirfarandi tillaga varð-
andi blaðið „Bóndann,“. af'eftir-
töldum 32 mönnum:
„Að gefnu tilefni ályktar 7.
flokksþing Framsóknarmanna
að lýsa yfir því, að blaðið Bónd-
inn er Framsóknarflokknum
með öllu óviðkomandi. Jafn-
framt lítur flokksþingið svo á,
að blaðið vinni gegn því mark-
miði flokksins, að sameina vinn-
andi framleiðendur til lands og
sjávar um samvinnustefnuna og
umbótastefnu Framsóknar-
flokksins.
Gunnar Grímssop, Skaga-
strönd, Jón Hannesson, Deildar-
tungu, Sverrir Gíslason, Hvammi
Jón Jónsson, Hofi, Sigurður
Steinþórss., Stykkishólmi, Gísli
Magnússon, Eyhildarholti, Val-
týr Þorsteinsson, Rauðuvík, Jó-
hannes Davíðsson, Hjarðardal,
Kristján Jónsson frá Garðstöð-
um, Gunnar Þórðarson,’ Grænu-
mýrartungu, Sveinn Guðmunds-
son, Vestmannaéyjum, Óskar
Níelss., Flatey, Benedikt Gríms-
son, Kirkjubóli, Danival Dani-
valsson, Keflavík, Ágúst Þor-
valdsson, Brúnastöðum, Eiríkur
Jónsson, Vorsabæ, Sigurður
Tómasson, Barkarstöðum, Sig-
urjón Árnason, Pétursey, Hjört-
ur Hjartar, Flateyri, Elías Tómas
son, Akureyri, Brynjólfur Sveins
son, Efstalandskoti, Vilhjálmur
Hjálmarsson, Brekku, Jón Stein-
grímsson, Borgarnesi, Björn Sig-
tryggsson, Brún, Björn Haralds-
son, Austurgörðum, Sigbjörn Sig
urðss., Rauðholti, Stefán Kristr
jánsson, Ólafsvík, Steingrimur
Samúelss., Heinabergi, Kristján
Benediktsson, Einholti, Sigur-
björn Snjólfsson, _ Gilsárteigi,
Guðjón Jónsson, Ási, Stefán
Jasonarson,. Vorsabæ.“
Eins og sjá má af tillögu þess-
ari er efhi hennar tvenns konar,
annars vegar að lýsa yfir því,
að blaðið Bóndinn sé Framsókn-
arflokknum óviðkomandi, og
hins vegar að tillögumenn álíti,
að blaðið vinni gegn því mark-
miði Framsóknarflokksins, að
sameina vinnandi framleiðend-
ur til lands og sjávar undir
merki flokksins.
•Eins og kunnugt er, bar þetta
blað ekki með sér, hverjir væru
útgefendur þess. Var því mér og
ýmsum öðrum utan af landi,
með öllu ókunnugt um hina
raunverulegu aðstandendur
þess. Fellur þar með um sjálfa
sig sú ásökun ritstjórans, að hér
hafi verið um að ræða persónu-
legt vantraust á einstaka menn.
Hins vegar ' var orðrómur á
krejki um þetta, og ýmsir menn
innan Framsóknarflokksins til-'
nefndir í því sambandi, og þar
á meðal þáverandi formaður
flokksins, sem skrifaði í blaðið.
Málið stóð því svo, að flokks-
menn um land allt höfðu ástæðu
til að ætla, að nokkrir af fram-
herjum flokksins stæðu að blaði
þessu, sem deildi fast á ýmsa
forustumenn flokksins og stefnu
hans, og lagíði meðal annars
eindregið til, að flokkurinn væri
lagður niður. Það var því ekki
að ófyrirsynju, þótt leitað væri
álits flokksþingsins um afstöð-
una til þessa blaðs, og hvort
flokksmenn almennt vildu gera
orð þess að símim orðum.
Hvað síðara atriði tillögunn-
ar snertir, má geta þess, að blað-
ið virtist vega í þann knérunn,
viljandi eða óviljandi, að skapa
sundurlyndi og óeiningu meðal
þeirra manna, sem Framsóknar-
flokkurinn vann að að sameina.
Rúmsins vegna er ekki hægt að
rökstyðja þetta með tilvitnun-
um í blaðið, en minnugir les-
endur munu þó átta sig á, að
þar var að finna ýmsa ómaklega
gagnrýni á forustumenn flokks-
ins og starfsháttu hans. Og við,
sem erum svo barnalegir að
kalla okkur samvinnumenn,
minnumst þess, að einn af ráð-
herrum flokksins, sem fastast
og bezt hélt,. í ráðherrastóli, á
rétti samvinnumanna á tímum
gjaldeyrisörðugleika, var af
blaði þessu uppnefndur á lítið
listrænan hátt. Loks raá nefna
rúsínuna, þar sem lagt var til,
að Framsóknarflokkurinn væri
lagður niður. Verður sú tillaga
naumast talinn vottur um sam-
einingarstarf. Með öðrum orð-
um: blað þetta bar þess greini-
legan vott, að hér var um tví-
skinnung innan flokksins að
ræða, sem skylt var að taka af-
stöðu til með eða móti.
Af því, sem hér hefir verið
sagt, má það ljóst vera, að ekk-
ert er ofsagt í þessari ályktun.
Hit't er svo allt annað mál, að
mönnum var að sjálfsögðu
frjálst að hafa hver sína skoðun
í þessu máli. Þeir, sem vildu
vinna að upplausn flökksins og
ef til vill skipun nýs, þeir um
það. Með því nær einróma sam-
þykki flokksþingsins á ályktun
þessari, lýsti það aðeins yfir,
hvað það vildi gera í málinu, og
flokksþingið gerir það án þess
að sneiða einu orði að persónum
þeim, er að blaði þessu stóðu,
eða leggja nokkurn minnsta
dóm á aimenna starfshæfni
þeirra, hvorki í samvinnumálum
né mannlífinu yfirleitt. Allt hjal
um slíkt og bollaleggingar út
frá því, eru því hugarórar einir.
Skylt er að taka það fram að
undir umræðum um tillögu
þessa, féllust flutningsmenn til-
lögunnar á það, að fella niður
orðin „samvinnustefnuna og“ í
niðurlagi tillögunnar, og var
hún samþykkt svo. Var það
þó ekki gert sökum þess, að hér
væri neitt ofsagt, heldur vegna
hins, að réttara þótti að taka
til meðferðar þau atriði ein, er
að flokknum sneru, enda fól
orðið, sem á eftir kom, allt það,
í sér er segja þurfti.
í þessari orðsendingu J. J.
kemur glöggt fram það einkenni
á málfærslu hans, að ætla
mönnum einhverjar ákveðnar
athafnir eða orð, sem þeim er
víðs fjarri, og bjóða þeim síð-
an að verja þessa hugaróra, sem
hann einn er faðir að. Á um-
ræddum fundi tel ég mig á eng-
an hátt hafa sveigt að starf-
hæfni þeirra manna í samvinnu-
málum, er hann tilgreinir. Tveir
hinir fyrrnefndu menn eru mér
með öllu ókunnir, en starfhæfni
og starfsemi Jóns Árnasonar
framkvæmdastjóra í. þágu ís-
lenzkra samvinnufélaga, er ihér
fullkomlega ljós, án allra leið-
beininga i því efni. Met ég mik-
ils það starf og það jafnt fyrir
því, þótt skoðanir okkar í
„Bóndamálinu" hafi 'ef til vill
farið á mis, að svo miklu leyti,
sem blaðið hefir túlkað skoðanir
hans, en um það er mér að sjálf-
sögðu ekki kunnugt.
Ég bið að síðustu lesendur
Samvinnunnar afsökunar á því,
að ég hefi rætt hér mál, sem ég
álít að ekki eigi þar heima. Tel
ég að riti þessu sé vafasamur
greiði ger, með þeirri tilraun,
að vekja upp í dálkum þess
þann draug, sem svo rækilega
var niður kveðinn, á síðasta
flokksþingi. í því máli hefir
gengið dómur. .
Gunnar Grímsson.
ið hafa árum saman andspænis
sjálfum dauðanum, háð hina
hörðustu baráttu og glímt við
torleystustu vandamál, hafa
innantómir siðir lítið gildi. En
kjarni kristindómsins hefir aft-
ur á móti verið uppspretta þors
og hugfróar á erfiðustu stund-
um.
Ef hinar mýmörgu kirkju-
deildir, sem nú eru starfræktar,
koma auga á þetta og hafa
kjark, umburðarlyndi og hrein-
skilni til þess að brjóta niður
múrana og fella niður fánýt
ágreiningsefni — ef þær vilja
sameinast um það að sætta sig
ekki við neitt minna heldur en
að kirkjan verði kirkja allra
góðra manna, þá mun kirkja
hins lifandi guðs hefjast til vegs
og nýtt. tímabil blessunarríkis
kristindóitó fara í hönd.
Hvilikt tækifæri! Og hvílík
skylda, sem á oss hvílir! Ég
spýr í guðs nafni: Hvar er sá,
er leyfi sér að skerast úr leik?
Þessi hugmynd vaknaði hjá
mér í heimsstyrjöldinni fyrri.
Síðan hefir hún ekki vikið frá
mér, heldur þróazt og færg£ í
fastara form. Og ég er nú enp
vissari en þá um það, að ég hefi
rétt fyrir mér. Hin sára reynsla
þjóðanna í heimsstyrjöldinni
fyrri kenndi okkur ekki svo
mikið, að hún gæti forðað okk-
ur frá enn grimmari hildarleik.
Kirkjan hafði ekki heldur það
þrek, er til þess þurfti að koma
málum hennar í rétt horf á
þessum aldarfjórðungi milli
styrjaldanna, svo að hún gæti
sameinuð snúizt til varnar gegn
árásarliði hinna guðlausu.
Nú heimtar fólkið, að umbúð-
unum sé svipt af kjarnanum,
er oftlega hefir týnzt í þeim. Það
horfið vonaraugum til hins
andlega lífgjafa og trúarlega
verðmætis, sem í krafti þekking-
ar og umbótavilj a verður að ger-
ast þáttur í daglegu lífi þess.
Það vill ekki, að hin andlega og
trúarlega handleíðsla staðni í
löngum skrám um kirkjudeild-
ir og safnaðarmannafjölda,
heldur starfi að meginhugsjón-
um og boðun sþeirra. Það vill
finn§, i sérhverri kirkju þá vizku
og þann kraft, er þeir þurfa til
þess að lifa lífi sínu á gagn-
legan hátt, í hvaða stíl sem
kirkjan er reist og hvernig sem
trúarjátning hennar er orðuð.
Þrátt fyrir allt væri rangt að
segja, að ekkert spor hefði ver-
ið stigið í þessa átt frá því
fyrri heimsstyrjöldinni lauk, þar
til sú seinni hófst. Margar
kirkjudeildir hafa þokazt drjúg-
um að því marki, að vinna bug
á ágreiningsatriðunum. En eng-
in allsherjarhreyfing í þá átt
átti sér stað, og hún er ekki enn
hlaupin af stokkunum.
Þó hefir mörgum orðið það
fullljóst í þessum ófriði, hve fá-
nýt þessi aðgreining er. Ég segi
hér að lokum stutta sögu, er
lýsir því á áhrifamikinn hátt,
hvernig slíkir múrar hrynja til
grunna, þegar alvara lífsins
kveður dyra.
3. febrúar 1943 var vöruflutn-
ingaskipið Dorchester skotið í
kaf, níutíu sjómílum undan
Grænlandsströnd. Fjórir prest-
ar, einn kaþólskur, einn Gyðing-
ur og tveir mótmælendur, stóðu
á þiljum hins sökkvandi skips,
hughreystu alla skipverja og
réttu þeim björgunarbelti. Þeg-
ar björgunarbeltin þraut, tóku
þeir beltin, sem þeir voru búnir
að spenna á sig, og fengu þau
öðrum. Það sáu menn seinast til
þeirra, prestanna fjögurra, að
þeir héldust í hendur og báðust
fyrir, unz þeir sukku í djúpið.
Þessir fjórir kennimenn, boð-
berar og forsvarsmehn þriggja
kirkjudeilda, gátu á lokastund
lífs síns sameinast 1 tilbeiðslu
sinni til herra himins og jarðar.
Hví skyldum við ekki, er eftir
lifum og játum þessi sömu vold-
ugu trúarbrögð, geta skipað
okkur í eina fylkingu um hinn
lífræna kjarna þeirra og hafið
allsherjarsókn gegn ranglæti og
mannvonzku og leitt réttlætið
til hásætis, sjálfum okkur og
öllum öðrum til blessunar?
Bankakostnaður
Á síðasta flokksþingi Fram-
sóknarflokksins var svofelldri
tillögu vísað til miðstjórnar
flokksins:
„Bankar stilli fyrirgreiðslu-
gjöldum (provisionum) í hóf,
svo þau verði ekki baggi á
framleiðslu og viðskiptum."
Allir tala réttilega um dýrtíð,
og hver kennir öðrum, en fæstir
vilja á nokkurn hátt rýra eigin
tekjur og affcomu.
Eitt af því, sem aukið hefir
og viðhaldið dýrtíðinni, er dýr-
leiki bankanna. Vöxtum er hald-
ið óeðlilega háum, þrátt fyrir
að bankarnir greiða litla og í
mörgum tilfellum enga vexti af
innlánsfé og hafa auk þess
hundruð milljóna af öðru fé
vaxtalausu. En tilkostnaði bank-
anna við bankareksturinn er á
engan hátt stillt í hóf, og ekki
verður annað séð, en að þar sé
á ýmsan hátt um reykvíska at-
vinnubótastarfsemi að ræða.
Auk þessa reikna bankarnir
svo fyrirgreiðslugjöld (provis-
ionir), sem munu slá öll heims-
met í dýrleika. Þannig kostar
yfirfærsla á peningum til Bret-
lands 2% eða jafnhæð ársvaxta
af sparifé og yfirfærsla til Ame-
ríku kostar 2%% eða fjórðungi
meira en " ársvextir af sparifé
nema. Auk þessa kemur svo
símakostnaður og greiðslupro-
vision.
Af erlendum gjaldeyri, sem
bankarnir kaupa, taka þeir kr.
0,13 í afföll á hvert sterlings-
pund og hliðstætt af öðrum
gjaldeyri.
Öll þessi gjöld leggjast svo á
innkaupsverð innfluttra vara og
á þau er svo lagt, þegar útsölu-
verð er ákveðið, og veldur þetta
kostnaðarbyrði, sem nemur
nokkrum milljnum kr. á ári.
Væri ekki tímabært fyrir rík-
isvaldið og verðlagseftiriitið í
landinu að hafa eftirlit með og
verðleggja þessi störf, eins og
aðra starfrækslu í lándinu?
H. B.
Stýrimannapróf
Stýrimannaskólanum var sagt
ppp hinn 15. f. m. Farmanna-
próf var ekki haldið við skólann
að þessu sinni, en hinu meira
fiskimannaprófi luku 19 menn.
Einkunnir voru sem hér segir:
Árni Guðmundsson, Reykjavík
131 % stig. Árni Ingvarsson,
Reykjavík 140. Ásgeir Jakobsson,
Bolungarvík 133. Brynjólfur Ár-
sælsson, Reykja^ík, 13l%. Björn
Friðbjörnsson, Akureyri 124 y3.
Björn Óskarsson, Reykjavík
137%. Gísli Jónasson, Siglufirði
1371/3. Guðmundur Kristjánsson,
Reykjavík 137. Gunnar Hjálm-
arsson, ísafirði 130%: Halldór
Baldvinsson, Hafnarfirði 129%.
Haukur Kristj ánsson, Hafnar-
firði 138. Jóhann Sveinsson,
Hafnarfirði 154 %. Jón Herbert
Jónsson, Akureyri 119%. Jónas
Einarsson, Hjalteyrl 131%. Ólaf-
ur Björnsson, Hafnarfirði 142y3.
Sigdór Sigurðsson, Norðfirði 143.
Sigurjón Stefánsson, Dýrafirði
151 y3. Teitur Magnússon, Hafn-
arfirði 1221/3. Þorsteinn Kr.
Þórðarson, Vestmannaeyjum
151% stig.
Þrír nemendur hlutu ágætis-
einkunn í prófinu og verðlaun
úr Verðlauna- og styrktarsjóði
Páls Halldórssonar skólastjóra.
40 ára hjúskaparafmæli
Anna Guðný Stefánsdóttir og
Ólafur Helgason á Helgustöðum
við Reyðarfjörð eiga fjörutíu ára
hjúskaparafmæli 12. júní 1945.
Þau giftust 12. júní 1905, sem þá
var annar dagur hvitasunnu, á-
samt tvennum hjónum öðrum,
er síðar verður vikið að.
Árið 1908 byrjuðu þau búskap
á Helgustöðum ásamt Gunn-
laugi Björgólfssyni og Valgerði
Stefánsdóttur, seinni konu hans
(en Ólafur var uppeldissonur
Gunnlaugs). Efnin voru lítil til
að byrja með búskap, aðeins
leigufénaður.
Túnið var mestallt kargaþýfi,
og bæjarhúsin þannig, að byggja
varð strax yfir fólkið, áður en
vetraði.
Þarna var því öll aðstaða
erfið, en með hagsýni og dugn-
aði hefir tekizt að gera heimili
þetta myndarlegt, bæði utan
húss og innan.
Öll gripahús og heyhlöður
hafa veri& endurbyggð að þörf-
um, sæt- og súrheysgryfjur
búnar til. Túnið er mest orðið
slétt, hefir verið stækkað, og
mun gefa fjórfalt meiri töðu-
feng nú en áður. Matjurtagarð-
ar eru stórir og í góðu lagi, eftir
því sem títt er við sjó fram á
Austfjörðum. Ásauðir, kýr, hest-
ar og alifuglar er þar margt og
vel til haldið, að farsælt sveita-
bú við sjó þykir nú.
Guðný og Ólafur hafa eignazt
7 börn, 5 sonu og tvær dætur.
Þrjá syni sína misstu þau alla
uppkomna, þann elzta í sjóinn
1923 (þegar mótorbáturinn
Kári fórst með fjórum mönnum
frá því heimili). En tveir þeirra
dóu í sjúkrahúsi eftir að hafa
verið í skólum.
Árið 1930 dó Gunnlaugur og
litlu síðar tók Ólafur við allri
jörðinni.
Það er mikið verk, sem liggur
eftir þessi hjón, og stjórn þeirra
og meira en sést, þegar tillit er
tekið til hinna stórfelldu áfalla,
er heimili þeirra hefir orðið
fyrir.
Við vinir þeirra biðjum þeim
árs og friðar á ófarinni ævi-
braut.
Sama dag á sama stað voru
tvenn önnur hjón gift. Voru það
Sveinbjörg Stefánsdóttir og Ás-
mundur Helgason, bróðir Ólafs
á Helgustöðum, og Margrét Þor-
steinsdóttir (nú ekkja í Hafnar-
firði) og Þorleifur Stefánsson
(sem drukknaði 1919).
Þau Ásmundur og Sveinbjörg
bjuggu að Bjargi við Reyðarfjörð
í 36 ár.
Fengu þau þar mældar út sex
Fengu þau þar mældar út sex
dagsláttur lands vorið, sem þau
giftust 1905, og reistu nýbýli.
Máttu þau hafa þar fjörutíu
kindur og eina kú. Ræsti Ás-
mundur fram landið og ræktaði
það með handverkfærum ein-
um, milli þess sem hann sótti
sjóinn, er var aðalbjargræðis-
vegurinn, og sinnti öðrum bús-»
önnum. Var þá oft Iangur vinnu-
dagurinn, því að ekki töldu
hjónin á Bjargi stundirnar, en
margt sem gera þurfti.
Fjögur börn eignuðust þau, en
tvö þeirra eru látin. Dó annað í
bernsku, hitt, mjög efnilegur
sonur, dó fyrir fáum árum. Á
lífi eru sonur og dóttir. Þrjú
börn ólu þau hjónin upp.
Þau Ásmundur og Sveinbjörg
eru vinsæl af öllum, er þau
þekkja, og Ásmundur fræðimað-
ur góður og ritfær vel.
Árið 1941 brugðu þau búi og
fluttust til Reykjavíkur og eiga
þar heima á Grettisgötu 44. —
Hlýir vinarhugir munu fylla hús
þeirra í dag.
Ljót 1ö g
\
Eitt lagafrumvarp, sem rekið
var í gegnum síðasta Alþingi af
ríkisstjórninni, þar til það var
orðið að lögum, er að efni til
aðeins það, að ríkisstjórnin geti
sagt upp leigu samningi um hús-
næði það, er ríkið hefir eignazt
fyrir 9. sept. 1941.
í greinargerð fyrir frumvarp-
ínu og í ræðum þingmanna og
síðast í skrifum eins þingmanns
í Mbl. kom í Ijós, að þessi laga-
smíð er eingöngu til orðin til
þess að koma mötuneytinu á
Gimli við Lækjargötu í burtu úr
húsnæði því, sem það hefir nú
haft á leigu í 11 ár og borgað
fullt gjald fyrir, samkv. verðlagi
því, er var þegar samningarnir
voru gerðir að viðbættri vísitölu.
Húsnæði þetta eru þrjár stofur
og fáein smáherbergi fyrir
starfsstúlkur og geymslu. Eig-
andi (ríkið) hefir haldið húsum
mjög illa við og ef ætti áð gera
það vel íbúðarhæft nú, handa
einhverjum „finum stórmenn-
um“ fíkisins, eins og látið er i
veðri vaka, myndi það kosta
langdrægt það, sem nýbyggð
hæfileg íbúð handa slíkum
starfsmanni kostaði. Þar að auki
stendur til að rífa þetta hús-
næði innan fárra ára og því hin
versta fjársóun að ætla að fara
SauSfé hefir lengst af verið' eitt aðalbjargræði islenzka bóndans og ís-
lenzku þjóðarinnar. Og fáir tímar ársins hafa verið sveitaunglingnum jafn
dýrðlegir og sauðburðurinn, þegar vel viðrar og höld eru góð. Hvert nýfætt
Jamb vekur innilegan fögnuð. Nú er sauðburðurinn liðinn hjá að þessu sinni.
Vonandi hefir hann orðið sem áfallaminnstur hjá bændum landsins. Hér
birtist mynd af fallegri þrílembu.
að eyða miklu fé nú í viðgerðir.
Fjöldi einstaklinga, Reykja-
víkurbær og ýms félög, setja nú
árum saman með leigutaka (þar
á meðal ríkið) lí húsum sínum
gegn lágum, gömlum leigutaxta
og geta alls ekki losað þau, hvað
sem á liggur.
Og hvað er svo þetta mötu-
neyti á Gimli, sem sérstök lög
eru búin til á Alþingi til þess
að koma því út úr þremur stof-
um? Þarna eru um 50 menn —
allmargir þeirra m. a. starfs-
menn ríkisins, — sem búnir eru
að hafa þarna sameiginlegt
mötuneyti í mörg ár. Fæði þeirra
mun hafa orðið óvenjulega gott
og ódýrt, eftir því sem gerist f
Reykjavík.'Það hefir aldrei far-
ið upp úr 300 kr. á mánuði.
Þegar verðlagseftirlit ríkisins
tók fæðissöluna til athugunar
fékk það reikninga þessa mötu-
neytis og mun það hafa byggt
á þeim, þegar það færði fæðið
hjá matsölunum í bænum úr
nær 400 kr. niður í rúmlega 300
krónur. ,
Mötuneytið á Gimli hefir sýnt
glöggt yfirburði samvinnunnar,
þar sem menn af öllum flokkum
hafa unnið saman í bróðerni að
sameiginlegum velferðarmálum.
Útkoman hefir orðið góð og
öllum aðstandendum til ágóða
og ánægvju. í Gimli hefir verið
hálfgert heimili mötunautanna,
sem margir eiga tæplega annað
heimili í bænum. Það skyldi ekki
vera af því að mötuneytið í
Gimli ber ljósan vott um gildi og
ágæti samvinnunnar, að stjórn-
arflokkarnir reyna að hnekkj-a
þessum félagsskap með því að
lofa honum ekki að njóta svip-
aðra réttinda og öðrum í þjóð-
félaginu?Vitað er, að nú er mjög
erfitt að fá heppilegt húsnæði
í eða við miðbæinn eins og þess-
um félagsskap er nauðsynlegt
að hafa — og miklu nauðsyn-
legra heldur en flestum er að
hafa íbúðarhús þar.
Þessi litlu, Ijótu lög, sem ríkis-
stjórnin kom í gegnum síðasta
Alþingi eru a. m. k. heldur öm-
urlegur vottur þess, sem hún
virðist helzt hafa áhuga fyrir.
V. G.
Vlnntif ötúUega lyrir