Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.06.1945, Blaðsíða 5
43. blað TÍMITVrV. þriðjndagiim 12. jnní 1945 5 RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR Kennetli £. Appel: Börnin, foreldrarnir og skólarnír (Eftirfarandi grein birtist í desem- berhefti blaðsins „Reader’s Dic/est". Hún er rituð af amerískum lœkni, sem er prófessor við háskólann í Pennsyl- vaníu. Greinin er mjög athyglísverð, ekki síður fyrir fslendinga en aðra. Kaflar úr henni birtust nýlega í blað- inu Einingunni. Hér er það aðeins fellt úr, sem er bundið við ameríska stað- hœtti eingöngu). Ein miljón af ameriskum skólabörnum nútímans mun í framtíðinni lenda á geðveikra- hælum, ef haldið verður áfram í sömu átt og undanfarið. Flest- um þeirra gætu foreldrarnir bjargað frá slíkum örlögum, ef þeir veittu börnum sínum heppir legt uppeldi. Á vorum tímum eru yfir 700 þús. foreldra hér á landi á geð- veikrahælum. Er tala þessara sjúklinga hærri en samanlögð tala allra annarra sjúklinga og geðveikir unglingar um tvítugt eru mun fleiri en berklasjúkl- ingar. Á undanförnum stríðsárum hefir ameriski herinn orðið að vísa 1.300.000 mönnum frá her- þjónustu vegna geðbilunar eða sálsýki. Auk þessa hafa 300 þús. manns verið sendir heim úr hernum af sömu orsökum. Sum- ir þessarra manna eru blátt á- fram fávitar eða andlega gall- aðir að einhverju leyti, en flestir þeirra eru svo taugaveiklaðir, að þeir eru ekki færir um að þjóna landi sínu svo, að nokkurt gagn sé í. Hver er orsökin? Skoðun mín er sú, að meginþáttur hennar sé misheppnað uppeldi. Tala ég hér af víðtækri reynslu sem læknir í þessari sérgrein. Þessi andlega veiklun stafar að mestu leyti af of eftirlátu og óraunhæfu uppeldi barnanna, bæði á heimilunum og í skólum. Að sjálfsögðu er það ekki slæmt uppeldi eitt saman, er veldur sálsýki, því að hún á sér sjaldan eina orsök. En þá geðbilun, sem hér um ræðir, hefði oftast mátt yfirvinna með heilbrigðu og skynsamlega uppeldi barnanna. Ég get nefnt Pétur sem dæmi. Hann var alinn upp í taumlausu eftirlæti. Aldrei vann hann handarvik. Hann var rekinn úr þrem skólum, en slampaðist í gegnum þann fjórða, en þar var skólastjórninni mjög ábótavant. Þó var Pétur góðum gáfum gæddur. Óvitandi greiddu for- eldrar drengsins fyrir frðpðslu, sem í rauninni kenndi honum aðeins undanbrögð og vífilengj- ur. Pétur lét skrá sig í herinn í stríðsbyrjun. Ileraginn, daglegar æfingar í vopnaburði og skortur á sérréttindum þeim, er hann hafði haft heima fyrir — allt þetta varð honum óþolandi kvalræði. Hann veiktist og hélt sig haldinn öllum hugsanlegum, banvænum kvillum. Eftir að foreldrar hans sendu hann til mín, tókst mér að full- vissa hann um það, að hann væri líkamlega heilbrigður. ,,Veikindin“ stöfuðu eingöngu af ósamræminu milli hins raun- verulega lífs og þess lífs, er hann þekkti. Nú er Pétur farinn að átta sig á daglega lífinu, þótt hægt gangi. Eða þá Páll. Hann var líka dekurbarn. Hann var gersam- lega ábyrgðarlaus og hafði aldrei unnið sér inn grænan eyri. Faðir hans útvegaði honum vinnu hvað eftir annað, eftir að hann komst upp, en hann tolldi aðeins stuttan tíma á hverjum stað, hætti síðan og sagði að vinnan ætti ekki við sig. Fáum mánuð- um eftir að hann gekk í herinn var hann sendur heim vegna geðbilunar. Á hinn bóginn eru sumir for- eldrar alltof strangir við börn sin. — Faðir Jóns var háskóla- kennari, fluggáfaður maður. Móðir hans var forkólfur í vel- ferðarmálum bæjarfélagsins. Þau gerðu hárnákvæma áætlun um framtíð Jóns og frá henni mátti ekki kvika um þumlung. Ekkert sjálfræöi var honum veitt. Hann lauk háskólanámi og hóf feril sinn í viðskiptalíf- inu. En þar fór allt út um þúfur. Jón skorti bæði hugkvæmni, dugnað og sjálfstraust til allra sjálfstæðra framkvæmda. Þetta fékk svo á hann, að hann missti vitið. Eyðilögð heimili eru undirrót margra geðbilunar foreldra og barna. Algengasta ástæðan er ef til vill sú, að foreldrana skortir þann skilning og þá fórnfýsi, sem hjúskaparlífið krefst í sem ríkustum mæli. Þessi ógæfu- heimili hafa stórkostleg áhrif á *börnin. Þau eyðileggja þá ör- yggistilfinningu, sem börnum er nauðsynleg. Andleg heilbrigði útheimtir fyrst og fremst ábyrgðartilfinn- ingu, samvinnuhæfni og fórn- fýsi. Þessir þrír kostir eru þýð- ingarmiklir hverjum þegni þjóð- félagsins. En oftast skortir þá hjá geðveiku fólki. í flestum til- fellum eiga heimili og skólar sök á þessum geysilega mann- skaða og þeim útgjöldum, sem eru samfara dvöl þessara vesa- linga á opinberum stofnunum. Flestir skólar leggja meiri á- herzlu á einstakar námsgreinar en lífið í heild sinni. Ég hefi jafnvel heyrt háskólakennara segja: „Hlutverk okkar er að skerpa skilning og námshæfi- leika nemenda, en ekki það, að móta persónuleika þeirra og skaþgerð.“ Þó ætti hið síðar- nefnda að vera höfuðviðfangs- efni þeirra. Skólarnir fræða nemendur um störf meltingarfæranna, en láta þeir ekki ógert að fræða þá um tilfinningalífið? Kenna þeir börnunum og unga fólkinu þá list, að hafa stjórn á geðs- munum sínum'? Að taka óhöpp- um með jafnaðargeði eða að taka tillit til náungans? Veita þeir þeim það siðferðisþrek, sem hver æskumaður þarf að hafa til þess að geta mætt þeim freistingum og glöpum, er á vegi hans verða, án þess að bíða af þeim tjón? Hvað er um heimil- in? Gera þau mikið til þess að kenna börnunum að stökkva ekki upp á nef sér út af smá- munum einum og leiða þeim fyrir sjónir ,að slík hegðun geti síðar leitt til meiri gremju vegna meíri vonbrigða og að lokum valdið brj álsemi ? Afbrýði, ótti og gremja eru hverjum manni meðfædd. Eng- inn þar-f að minnkast sín vegna þeirra. En menn ættu að læra skilning og stjórn þessara eðlis- hneigða sinna. Það er einn þátt- ur andlegrar heilbrigði að hafa góða stjórn á tilfinningum sín- um. Hvað gera skólarnir til þess að kenna unglingunum umgengni við náungann? Er nemendunum kennt, að nokkur ábyrgð fylgir hverju starfi? Sumir skólar leggja drjúgan skerf til þessa. Menntaskóli einn í Ohio skiptir skólatímanum í þriggja mánaða tímabil. Er þeim varið til skiptis til bóklegrar fræðslu og algengr- ar vinnu utan skólans. Eink- unnir eru gefnar fyrir hvort tveggja tímabilin, einnig fyrir vinnuna. Kemur þar til greina atorka, hugkvæmni og þol nem- andans við vinnuna. Þar lærir hann, hverja þýðingu ábyrgðin hefir. Aðrir skólar hafa tekið upp líkt fyrirkoihulag, en þá aðeins af eigin hvötum. En hví skyldu þá ekki allir æðri skólar taka upp líka hætti og veita nemendum einkunnir fyrir frammistöðuna við vinn- una jafnt og bóklegu fræðin? Mikill hluti geðbilaðra manna hefir viðurkennt, að þeir hafi aldrei í æsku fengið að njóta þeirrar ánægju, sem fylgir vel unnu starfi, En undir lífið fæst vart betri undirbúningur Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD kvíða skorti né vera áhyggjufull vegna lífsafkomunnar — kona Hákonar gat verið sæl í hjarta sínu. fi. þann hátt hafði hún skipt lífi sínu í tvennt. Þannig hafði hún lifað og fyllzt viðbjóði á sjálfri sér. Gat hún haldið þessu áfram til lengdar? Þetta líf samrýmdist ekki mannlegu eðli, það krafði hana of þungra fórna. Það krafðist fláttskapar og svika og undirferlis og lygi. Hún var að kafna — það var eins og hert væri að hálsinum á henni. Burt frá þessu ....! Það var eitthvað innst í sál hennar, sem krafðist breytingar — hún vildi komast burt frá þessu. En hún gat ekki verið án Hákonar, gat ekki heldur hlaupizt á brott með honum og setzt að meðal hyskisins í skógunum. Hún varð ekki frjáls við það eitt að beita líkama sinn harðn- eskju og losa sig við þungann. Hún hafði ekki séð langt fram* í tímann, þegar hún hélt það. Páll kom henni til þess að skyggn- ast lengra, þegar hann sagði: — Næst verður þú að gæta þín betur. Páll kærði sig ekki um fleiri fósturlát. Bóndi, sem óttaðist um framtíð ættarinnar, skipaði fyrir, strangur á svipinn. Og hún hrökk í kút: Næst! Já, þegar hún væri orðin heil heilsu, byrjaði þetta sama upp á nýtt. Hún hafði kannske stofnað lífi sínu í hættu, án nokkurs ávinnings. Ekkert annað en stundar- frestur. Ef hún héldi áfram að vera kona tveggja manna, kæm- ist hún aftur í sama vandann innan skamms. Hvað stoðuðu þá þjáningar hennar og sjálfsfórn? Margrét lítur yfir farinn veg og verður felmtruð. Hún lítur fram á ófarinn veg og verður ennþá felmtraðri. Að vera kona tveggja manna og vita ekki, hvors börn hún elur, að draga tvo menn á tálar og ljúga að báðum upp í opið geðið á báðum — út á þá braut hefir hún hætt sér svo langt, að hún hefir orðið að tefla lífi sínu í voða. Hvert ber straumurinn hana? Hvað verður eiginlega um hana? Kornuppskeran. Uppskerutíminn er kominn. Það á að fara að skera kornið í Hegralækj arþorpi. Sumarið hefir sótt í sig veðrið og fórnar nú síðustu hitunum. Tíbráin titrar yfir ökrum, sem hvítna óðum. Senn er komið að því, að kornið falli — höfug öxin eru að verða mjóum og veikum stöngunum ofviða. Brotni stöngin undan þunganum, dettur axið af, og það kemst aldrei í kornláfann. Fuglarnir eta það á akrin- um, það traðkast sundur. Og brauði mannanna á ekki að strá fyrir fugla né kasta því á glæ. Kornstengurnar svigna til jarðar — og nú hvetja allar vinnu- færar konur í þorpinu sigðir sínar. Þær ætla allár út á akrana að skera korn, meðan öxin eru heil á óbrákuðum stöhgunum. Akrar þorpsins eru smjörgulir í sólarljómanum. Konurnar standa þar, bognar í baki, og bera sigðir að rótum kornsins. Þær eru í upphlutum og pilsum og með bera handleggina og á berum fótum hafa þær tréskó, til þess að hvassir broddarnir stingi þær ekki. Ein kona bindur það, sem þrjár eða fjórar skera. Djúpt verða konurnar með sigðirnar að lúta til þess að komast nógu nærri sverðinum. Þær eru sárar á hálminn og skilja að- eins eftir svo stutta stubba, að svört jörðin kemur í ljós, þar sem þær hafa farið yfir. Þær safna saman í bundini, og svo rétta þær,úr sér, meðan strái er brugðið utan um það. Bundinin liggja í röðum við braut þeirra, og öxin snúa frá þeim: Sá, sem treður á öxunum, treður á brauðinu. Karlmennirnir fylgja kvenfólkinu eftir og hlaða bundinunum í þrefi. Bundinin standa saman, tvö og tvö, og styðja hvort ann- að og faðma hvort annað með öxum sínum. Dettir þú, þá dett ég. Tvö og tvö sameinast bundinin i hverja röðina af annarri. Loks koma börnin og safna öxum, sem fallið hafa á jörðina, í körfur. En kornhlífarnar á öxunum stinga skinnveik börnin í hendurnar. Kornstengurnar svigna — og heitir geislar sólarinnar falla lang- ar stundir á bogin bökin. Og sigðirnar urga. Gular reinarnar á akrinum minnka, þegar líður að kvöldi og engispretturnar byrja að tísta í grasinu við akurmörkin. Én þegar kornið er orðið of þroskað, er skorið meðan sól er á lofti — fólk heldur áfram að skera kornið, unz tekur að döggva á akrinum. Margrét er úti á akri Páls. Hún hefir jafnað sig með tímanum, hún er nú hress í bragði. Hún er ung og hraust, og einmitt þess vegna gat hún leyft sér að fara illa með sig. En samt er hún þreytt öðru hverju, og hún er ekki eins handsterk og hún var áður. En þegar skera á kornið, verður hún að tefla á tvær hættur, enda er hún sjálfsagt orðin nógu hraust til þess að standa á akrinum, þótt hana verki í bakið, þegar bundinin taka að hrúgast upp bak við hana. Margrét og Þóra skera, Páll bindur og reisir þrefin. Það hefir aldrei verið karlmannsverk að ganga með sigð. Það er hljótt á akrinum. Fólk keppiSt við og gefur sér ekki tíma til þess að tala saman. Það hugsar sjálfsagt hver sitt í kyrrþey. Páll telur bundinin og veltir því fyrir sér, hve mörg þrefi hann muni þurfa að reisa í ár. Og þess á milli spyr hann sjálfan sig, hve mikið hann muni nú eiginlega erfa eftir föður sirya. Arfinum hefir ekki enn verið skipt á milli erfingjanna — ætli hann fái méira að heiman heldur en hann er búinn að fá. ... ? Og svo lítur hann í sólina, sem gengur svo ergilega fljótt til við- ar. Dagarnir endast aldrei til þess að ljúka við það, sem maður hefir hugsað sér að gera. Bóndinn þyrfti lengri dag, þegar kornið •bíður fullþroskað. » Vinnukonan lítur einnig i sólina, sem henni finnst hafa numið staðar á himninum og hætt að silast áfram. Húsbóndinn telur þrefin, en hún telur stundirnar, unz falla tekur á. Og svo þessi sól, sem ekkert þokast áfram, aldrei ætlar að ganga undir . . Gat sólin ekki aumkazt yfir þá, sem urðu að strita á akri með bogið bak frá því eldsnemma morguns þar til síðla kvölds .... ? En hvað hugsar Margrét? Hún telur ekki kornþrefin, ekki held ur stundirnar. Hún hnýtir utan um bundinið sitt og leggur það gsfetilega á jörðina. Þetta er akur Páls og hennar ^jálfrar, þeirra korn. Og hún leggur hart að sér við uppskeruna, þótt hún sé ekki orðin fullfrísk ennþá. Þvi að jörðin og það, sem á henni vex, krefst orku hennar. En Hákon krefst, að hún hverfi burt frá þessu öllu. Hann varð ennþá ákafari en áður, þegar hún sagði honum, hvað hún hafði gert. Já, hún neyddist til þess að segja honum sannleikann t Crullleitin Norsk gamansaga eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. sprengingxinni. Þeim hlaut að hafa skjátlazt eitthvað með púðrið, því að það var aðeins smásteinn, sem losn- aði, og inni 1 honum var ekki um auðugan garð að gresja. „Ég er orðinn leiður á þessum gullgreftri,“ sagði Níels. „Ég líka,“ sagði Jörgen- „Það er ekkert gaman að &essu.“ „Nei, en það hlýtur samt að vera gaman að lifa reglu- lega gullgrafaralífi,“ sagði Eiríkur. En það var búið með gullleitina þennan daginn. Það var áliðið kvölds. Himinninn var skýjaður. Fölur máninn gægðist fram öðru. hverju, varpaði daufum bjarma á engi og skóga og hvarf svo aftur á bak við ský. Drengirnir læddust gegnum skóginn hlaðnir verkfær- um- Þeir höfðu ennfremur handaxir og lítið ljósker með- íerðis. Gatan var mjó og óslétt og urðu þeir því að ganga 1 iialarófu. Þetta var fyrsti gullleitarleiðangur þeirra og þeir voru allir þeirrar skoðunar, að hann myndi heppn- ast mun betur en námugröfturinn sæli, því að þessu sinni vissu þeir, hvar gullið var að finna. Þeir höfðu daginn áður verið með Eðvarði frænda hjá prófastinum, sem bjó hinum megin skógarins. Það var komið langt fram á nótt, þegar þeir héldu heim á leið. Þegar þeir voru um það bil hálfnaðir gegnum skóginn, sáu þeir glampa á eitthvað í sprungu hátt uppi í fjall- ilu. Það virtist vera breið gullæð! Gull! Gullæðið greip þá á nýjan leik, öflugar en áður. Þeir þögðu yfir þessu við Eðvarð frænda, en settu staðinn á sig. Þeir lögðu af stað í dögun morguninn eítir. En þegar þeir komu á staðinn, sáu þeir engin merki um gullæð og þrátt fyrir ýtarlegar rannsóknir fundu þeir ekkert annað en venjulegt grágrýti. í fyrstu voru þeir gramir og kölluðu þetta galdra og svik, en að síðustu skildist þeim, að gullæðin sæist að- eins í myrkri. Þeir höfðu lesið hliðstæð dæmi í-Indíána- sögunum. Þeir skildu nú, að draumurinn um gullið myndi því aðeins rætast, að þeir klifruðu upp að sprung- unni að næturlagi. Það var nú annað en gaman að laum- ast burt frá bænum á þeim tíma sólarhringsins. Gull- æðin og spurningin: „Hvað segir Eðvarð frændi?“ háðu harða baráttu. Það fyrrnefnda sigraði þó. Um miðnætti læddust þeir út. Þeir sveifluðu sér af þakinu yfir í eplatré, og þaðan klifruðu þeir niður á jafnsléttu. „Þetta er alveg eins og í ræningjasögu,“ sagði Eíels. „Flótti að næturlagi gegnum dimman skóg —“. „Sá er þó munurinn, að hér fara gullgrafarar en ekki ræningjar,“ sagði Jens. „Við græðum laglegan skilding á þessu, piltar!“ „Svona, farðu nú ekki strax að tala um peninga,“ hrópaði Eiríkur, „þá fer fyrir okkur eins og karlinum með ráðagerðirnar." „Á því er mikill munur,“ sagði Níels. „Við vitum rþeð vissu, að þarna er gull og gull ér sama og reiðufé!“ „Farið þið nú ekki að þrátta,“ sagði Axel. „Þið ættuð að halda ykkur á mottunni, strákaí’,“ hvísl- aði Jörgen. Honum þótti skógurinn þögull og óhugn- anlegur. „Þama sé ég ljósrákina! Húrra! Glampar hún kannske ekki éins og skíragull!“ hrópaði Níels skyndilega og veifaði öxinni sigri hrósandi. Þeir sáu nú gullæðina greinilega. Þarna lá hún, gul og gljáandi. , „Uss! Verúm nú varkárir,“ sagði Jens í áminningar- rómi. „Við skríðum upp„ í sprunguna tveir og tveir- Fyrst förum við Níels. Þið hinir standið á verði,ef einhver skyldi koma. Þið kallið til okkar, ef þið verðið einhvers varir. Þá þjótum við upp fyrir brúnina, en þið verðið að fela Þökur Fyrst um sinn verða seldar túnþökur í Norðurmýri sunnan við Miklubraut. Upplýsingar gefur hr. ræktunarráðunautur Jóhann Jónasson, Austurstræti 10, 4. hæð, kl. 1—3 e. h. alla virka daga, nema laugardaga. Bæjarverkfræðingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.