Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 3
45. blað M, lirigjndaginn 19. júní 1945 DANÍEL ÁGÚSTÍNUSSON: Félagsheimili í iTeitum Fordæml. Við mynni Önundarfjarðar að simnan liggur dalur inn i land- ið, sem Ingjaldssandur nefnist. Hann er fremur smár og um- luktur háum fjöllum á þrjá vegu en brimasöm ströndin fyrir mynni dalsins. Að sumrinu er hann einstaklega gróðursæll og hlýlegur en vetrarriki getur orðið þar mikið. Þarna eru sjö búendur og telst byggðin til Mýrahrepps i Dýrafirði, þótt þangað sé 4 klst. fjallvegur. Ungmennafélag hefir starfað á Ingjaldssandi í full 30 ár og eru nær allir ibúarnir félagar þess. Þeir, sem nú eru farnir að eld- ast, stofnuðu Umf. Vorblómið á miðjum aldri. Síðan ýiafa börnin tekið við og haldið merkinu uppi. Ungt fólk er þar tiltölu- lega margt, enda hefir einn bóndinn þar eignast 21 barn og 17 þeirra komizt upp. Haustið 1941 sendi stjórn Ungmennafélags íslands í- þróttakennara til Vestfjarða. Kenndi hann m. a. hjá þessu félagi. Skilyrði voru slæm en á- hugi unga fólksins þeim mun meiri. Leikfimi var kennd í hlöðu. Árangur var furðu góður og hafa ungu mennirnir frá Umf. Vorblómi á Ingjaldssandi reynst hlutskarpastir á íþrótta- móti Ungmennasambands Vest- fjarða hin síðustu ár. Þessir menn fundu, að nauð- synlegt var að bæta aðstöðuna til íþróttaiðkana og annarra fé- lagsstarfa. Þeir hófu undirbún- ing að byggingu íþrótta- og samkomuhúss, sem jafnfraiut yrði skóli sveitarinnar. Var verki þessu lokið á siðastliðnu sumri. Frá þessu myndarlega átaki hins fámenna félags er sagt í nýút- komnum Skinfaxa, tímariti U. M. F. 1, á þessa leið: stöð fyrir félags- og menning- arlífið, sem öll sveitin tók þátt í' að reisa og ber umhyggju fyrir sem eigin heimilum. Heilla drjúgt starf mun vaxa þar á ó- komnum árum. Ég nefni þetta sem dæmi um það málefni, sem ég vildi ræða í þessari grein: Heimkynni fyrir félags- og menningarlífið í dreifbýlinu. Víða er enn ástatt í sveitun- um eins og var á Ingj aldssandi. Að vísu kann að vera til þing- hús eða einhver óverulegur hús- kumbaldi en engan veginn eins og félagsheimili sveitanna þurfa að vera. Frá þessu eru þó ýmsar undantekningar, þar sem ungmennafélög eða önnur fé- lög hafa í samvinnu við hrepp- inn byggt myndarlega, jafnhliða heimavistarbarnaskóla. Enn önnur eiga sæmileg hús, nokkuð við aldur en skortir oft margt, sem menningarmiðstöðvar í dreifbýlinu þurfa að eiga og um- hirðan sjaldnast nógu góð. Mörgum þessum byggingum hef- ir verið komið upp af vanefnum og fórnufúsu starfi, en margt skort, sem gerir þær vistlegar og aðlaðandi. Hvers virði er öflugt félagslif? Félagslífið er óumdeilanlega merkur þáttur í menningu hvers byggðarlags og allrar þjóðar- innar. Heilbrigt og öflugt félags- starf getur orðið margri skóla- göngunni dýrmætari. Enda af mörgum viðurkennt. Mjög er gifta einstakra héraða mismun- andi í. þessum málum og leynir sér ekki, að mikið veltur á for- ustunni. Takist hún vel, skapar það hverju byggðarlagi eftir- sóknarvert svipmót. Hafa kenn- arar víða reynzt félagsmálunum atvinnu- og menningarmálum þjóðarinnar, eftir þann fimbul- vetur, sem ríkt hefir að undan- hefir fyrir þau fórnað og það mun sýna þeim ræktarsemi og umönnun, sem eigin heimili, VONARLAND .— .félagsheimili U.M.F. Vorblóms á Ingjaldssandi Skinfaxi tímarit IJ. M. F. t. Brautarholt á Skeiðum — barnaskóli og félagsheimili U.M.F. Skeiðamanna. „Umf. Vorblóm á Ingjaldssandi hefir nýlega lokið við byggingu myndar- legs iþrótta- og samkomnhúss, sem hér birtist mynd af. Þar eru 7 búendur. Pólkið ann byggð sinni, kemst vel af og er ánægt með sitt. Hugsjón fólksins er að búa þannig um sig, að þessi litla byggð verði ekkl eftirbátur ann^rra fjöi- byggðari. Meðal þess, sem afreka þurfti i þessa átt, vár að koma upp húsi fynr skól- ann og félagslif byggðarinnar. KennsJ- an fór fram á einu heimilanna óg i- þróttanámskeið voru haldin i gamalli hlöðu. Ákveðið var að byggja. Pjár var aflað eftir ýmsum jleiðiun. T. d. var róið til fiskjar og aflinn lagður inn tU ágóða fyrir bygginguna. Ær voru gefnar, og er þær voru lagðar inn að haustinu, til ágóða fyrír bygg- ingarsjóðinn, voru þær 3- og 4- lembdar. Pólk, sem var flutt frá In- gjaidssandi, gaf fé, og siðast fæiði eixm þeirra byggingunni vindrafstöð. Teikning vejc gerð af húsi, sem snið- in var eftir ^stærð og þörfum byggð- arinnar. Byggingin staðsett í nuðri byggðinni og hafizt handa um bvgg- ingarframkvæmdii' 1943, og 13. ágúst 1944 er húsið vígt og ísl. fáninn dreg- inn að hún. Hlaut það nafnið Voa- arland. Kostnaðarverð þess er krómu- 50.451,82". 'Þessi frásögn sýnir glöggt, hvernig fámennt félag hefir unnið að nauðsynjamáli sinu og sveitarinnar. Með þolgæði og fórnfúsu starfi voru erfiðleik- arnir sigraðir og sköpuð mlð- hollir. Ber vissulega að virða það og þakka. Frumskilyrði þess, að félagslífið og önnur menningarstarfsemi geti dafnað, eru sæmileg húsa- kynni, sem fullnægi starfsem- inni eins og hún getur orðið á hverjum stað. Hver sveit þarf að eiga sitt félagsheimili. Þar eru haldnir fundir og samkom- ur. íþróttanámskeið á hverju ári. Unga fólkið kemur þar sam- an til leikæfinga og söngæfinga. Þar fer fram ýmiskonar flokka- starfsemi, t. d. málfunda, tafl og fleira þess háttar, sem áhugi er fyrir. Þar eru sýndar kvik- myndir, flutt erindi og haldin námskeið um ýms efni. Þar er bókasafn sveitarinnar og byggð- arsafn, ef myndað verður. í stuttu máli sagt, félagsheimil- ið á að fullnægja hvers konar félagsstarfsemi unga fólksins, er veit til aukins þroska og vaxtar og vera óskastaður og yndi allr- ar sveitarinnar. Slíkt yrði menn- ingu þjóðarinnar mikils virði. I nclirlHiningnr «S ' framkvæmdir. Þegar rætt er um framfar- ir næstu ára, sem vissulega þurfa að vera stórstígar, bæði í förnu, þá má ekki gleyma þessu stórvægilega menningarmáli. Ungmennafélögin hafa víða gert visi að félagsheimili og sumsstaðá* komið málinu í höfn, eins og áður er vikið að. Á öðrum stöðum og þeim langt- um fleiri, er verkið óleyst. Þar ætti allsstaðar að vera hafinn einhver undirbúningur. Allt tek- ur sinn tíma. Safna þarf nauð- synlegu fé. Gera teikningu af framsýni og vel yfirlögðu ráði, þar sem kunnáttumaður hefir lagt síðustu hönd á. Gera kostn- aðaráætlun og athuga frekar um fjáröflunarleiðir. Það, sem um fram allt þarf að hafa hug- fast er, að byggingarnar verði vandaðar og glæsilegar, og ekki látið staðar numið fyr en allt er komið í hið æskilegasta horf. Aðalbyggingin yrði rúmgóður salur, búinn leiksviði og íþrótta- tækjum. Böð og búningshev- bergi. Nokkur minni herbergi eftir þörfinni á hverjum stað. Umhverfis á að vera trjágarður og staður fyrir leikvöll þarf að vera nálægur. Þar sem jarðhiti er, verður sundlaug að sjálfsögðu með í áætluninni. Annars verða þær að öllum jafnaði að notast fyrir fleiri hreppa, því að jarð- hitinn er forréttindi, sem fæst- um er veittur. Þegar félags- heimilin eru komin upp fyrir trúlega unnið starf, verða þau hjartfólgin því fólki, sem miklu og kenna niðjunum þá um- gengni, sem helgidómi einum er samboðin. Þegar slík heimili eru risin upp í öllum sveitum og smáþorpum, er merkum áfanga náð í menningarmálum þjóðar- innar, er vel mun reynast upp- eldi hennar. Mtkill aðstöðumunur. Þetta er ekki einkamál hér- aðanna, fremur en t. d. fræðslu- málin. Heldur málefni, sem þjóðfélagið þarf að láta sig miklu skipta, svo þýðingarmikil sem félagsmál æskunnar eru fyrir alla þjóðina. Þessar fram- kvæmdir í dreifbýlinu þurfa því að njóta sérstaks stuðnings rík- isins. Það ber að líta á þann að- stöðumun, sgm á»því er að reisa byggingu, sem kostar t. d. 100 þús. kr*. í strjálbýlli sveit með 20 —30 búendum eða í kaupstað með 3000 íbúum, svo ég ekki nefni nú Reykjavík. í báðum tilfellum er húsið jafn nauð- synlegt fyrir ^ólkið. í sveitinni kosta aðdrættir á efni meira. Fjáröflunarleiðir fá- breyttari og eftir því sem fólkið er færra, því meira þarf hver og einn á sig að leggja fyrir málefnið. Eftir að húsið er kom- ið upp verður notkun þess minni og tekjuöflun í sambandi við rekstur þess mjög takmörkuð. Allt öðru máli gegnir um hlið- stæðar byggingar i kaupstöð- Nýlega er komið út 1. héfti af þessum árgangi Skinfaxa. Ung- mennafélögin hafa nú gefið þetta málgagn sitt út í 35 ár. Þetta nýja hefti er dálítið öðru- vísi en þau næstu á undan. Ritið hefir fengið nýja kápu og nýjan ritstjóra, Stefán Július- son, kennara í Hafnarfirði. Stefán er kunnur að því að vera vel ritfær maður og prýðilega menntaður og áhugasamur um hugsjónir æskunnar. Munu því ungmennafélagar og aðrir les- endur Skinfaxa hyggja gott 'til starfa hans í þjónustu ritsins. í þessu siðasta hefti er viðtal við Harald Björnsson um leik- starfsemi félagahna og viðtal við Bjarna M. Jónsson um lestrarfélög og hreppsbókasöfn. Er þetta hvorttveggja orð í tíma töluð, því að hér er gengið að tveimur þáttum þess meriinng- arstarfs, sem ungmennafélögin vinna að og þeim er mjög ná- komið. Þá er og í heftinu leið- beiningar um örnefnasöfnun, eftir Kristján Eldjárn, og í- þróttaþáttur eftir Þorstein Ein- arsson, íþróttafulltrúa. Er hið sama um þetta að segja og hin- ar fyrrnefndu greinar, að þar er gengið beint að áhugamál- um og störfum æskulýðsins. í heftinu eru þrjú kvæði eftir Guðmund Daníelsson, Guðmund Inga og Skúla Þorsteinsson, og eru það allt góð kvæði á mæli- kvarða tímarita. Enn er þar grein um fræðslumál sveitanna, eftir Stefán Jasonarson í Vorsa- bæ, og er' hún skemmtilega skrifuð, af djörfung og stórhug, sem skilur, að það er lifsnauð- syn að sigrast á erfiðleikum þeim, sem liggja í fjarlægð og einangrun, jafnt og þeim, sem félagsleg óáran í mannfólki og andlegur dauði hugsjónaleysis- ins veldur. Enn er í heftinu ræðukafli um ættjarðarást og drenglyndi eftir Harald Magnússon kenn- ara, og ávarpsorð, eftir Daníel Ágústínusson, sönglag eftir sr. Halldór Jónsson á Reynivöllum, ýmiskonar fréttir af félagslíf- inu og skrá um úthlutun fjár úr íþróttasjóði 1945. Af þessu yfirliti er það auð- séð, að Skinfaxi gengur beint að þeim málum, sem eru bar- áttumál og hugsjónamál æsku- lýðsins um allt land. Hann er í senn handbók og vakningarrit í félagsmálum ungra manna, og á að því leyti erindi til fleiri en þeirra, sem eru innan ung- mennafélaganna. Allir þeir, sem þekkja til á fámennari stöðum landsins, og er það eins um þorp sem sveitir, vita glöggt hvað frjáls félags- samtök eru mikill þátur í menn- ingarlífinu þar, framkvæmdum og skemmtunum og öllu þar á milli. Þeir vita það, að félags- samtök unga fólksins eru merk- ur þáttur í lífsbaráttu héraðs- búanna, og þó þýðingarmeiri fyrir framtíðina og hamingju hennar. Þetta eru rökin fyrir því, að Skinfaxi er rit, sem æska landsins þarf, og hann hefir öll skilyrði til þes að verða þýðing- armesta tímarit þjóðarinnar. H. Kr. unum. Þær eru notaðar mestan hluta ársins. Fjöímenni vinnur að framkvæmd þeirra og marg- ar leiðir eru til fjáröflunar, þar sem fjöldinn býr. Samá máli gegnir einnig um sundlaugar og aðrar hliðstæðar framkvæmdir. Hins vegar er engin skynsam- leg ástæða fyrir því, að fólk eigi (Framhald á 6. siðu) Itoss L. Holman: Töfrar efnabreylínganna Grein sú, sem hér fer á eftir er þýdð úr ameríska tíma- ritinu „The Yale Review“ og lítilsháttar stytt í þýðing- unni. í henni segir frá efnafræðislegum tilraunum, sem gerðar hafa verið til þess að hagnýta ýmsar landbúnaðar- afurðir, með því að breyta þeim f ýmiskonar gerviefni og et skýrt frá árangrinum, sem orðið hefir af þessum rann- sóknum í Bandaríkjunum. Én þar er þessi vísindagrein lengst á veg komin og hefir þegar aukið stórlega á tekjur amerískra bænda. . Einhverntíma í framtíðinni er ekki ósennilegt, að verðmæti mjólkurkúa í Jersey-fylki í Bandaríkjunum verði metið eft- ir því, hvað marga hatta eða kápur er hægt að framleiða úr mjólkinni. Bómull verður alveg eins hægt að mæla í milum og í böllum. Soyabaunir verður hægt að selja í metrum og korn- bindi í lítrum. Allt þetta er sönnun þess, að efnafræðin hefir verið tekin í þjónustu landbúnaðarins og sú starfsemi er þegar farin að bera árangur, þó enn eigi margt eft- ir að koma í ljós, sem fáa hefir dreymt um. Með aðstoð efnafræðinnar er afurðum landbúnaðarins breytt í ýmsar mismunandi tegundir fæðuiog trefjaefna og auk þess í efni, sem hvorki eru fæða eða trefjaefni lengur. Þetta gerir það að verkum, að landbúnað- inum má líkja við ótæmandi forðabúr af hráefnum, sem heimurinn biður eftir til end- urreisnarstarísins. Þetta er þvi starfsemi, sem vert er að gefa gaum. Nú þegar hefir þessi starfsemi géfið góðan árangur, í sambandi við lausn hins mikla vandamáls Bandaríkjamanna, er skapaðist þegar Japanir höfðu náð í sínar hendur helztu gúmíframleiðslu- löndum þeirra í Kyrrahafi. Það var gervigúmíframleiðslan, sem bjargaði. Auk þess”'hefir með þessum hætti verið komið í veg fyrir tilfinnanlegan skort á ýms- um öðrum vörum. Þetta starf hefir ekki einungis opnac| marga þýðingarmikla markaði fyrir landbúnaðarvörur, heldur hefir það einnig skapað tækifæri til að nota ýmsar landbúnaðarvör- ur á hagkvæmari hátt en áður þekktist. Má þar til nefna land- búnaðarafurðir svo sem innmat úr búpeningi og ýmsan úrgang. Þessar vörur voru áður lítilsvirði og sumar ftverjar einskis virði í Bandaríkjunum. Sú landbúnaðarframleiðsla, sem verðmætust var í Banda- ríkjunum fyrir styrjöldina var daglega framleiðslan þ. e. fram- leiðslan til daglegra þarfa þjóð- arinnar. Ein aðalúrgangsvaran á amerískum búgörðum var undanrennan. Á venjulegipi tímum nam sú framleiðsla 60 billjónum lítra á ári. í Banda- ríkjunum er félag, sem nú fram- leiðir 10 miljón pund á ári af ull, sem búin er til úr undan- rennu og kölluð er Aralac. Þessi ull er framleidd úr Casein, en það er fínasta efni mjólkurinnar. Það er meðhöndl- að á efnafræðislegan hátt,-látjð renna í gegnum spunavélar, sett í það loftholur og gengið þann- ig frá því, að það má nota í fín- gerðustu hatta, alls konar klæðn að og þar á meðal karlmanna- föt. Undarrennu er einnig hægt að breyta í gervitannaefni, plastic og gúmí. Milljónir lítra af und- arrennu eru einnig notaðir í málningu, sem hægt er að gera úr suma fegurstu liti, er fyrir- finnast. Þá er undravert að sjá hvað hægt er að gera úr soyabaun- inni í töfrahöndum efnafræð- inganna. Til þess að drýgja dýr- mæt efni, sem notuð eru til styrjaldarþarfa er hægt að framleiða úr henni ýmsa hluti, allt frá byssuskeftum til smjör- líkisefnis, frá K-vitamini til ^asaklúta. Eitt af mikilvægustu verkefn- um, sem efnafræðingarnir hafa -tekizt á hendur, er að bæta tjón það, er skapaðist við árlegan missi tveggja billjóna punda af dýrmætum matarolium og fitu- efnum, sem orsakaðist af Kyrra- hafsstyrjöldinni. Þar var aðal- lega um að ræða cocohnetur og pálmaolíur. Tilmæli voru gefin út frá land- búnaðarráðuneyti Bandaríkj- anna, þar sem skorað var á fólk að auka til muna ræktun soya- bauna og hnetur. Vegna olíunn- ar, sem unnin hefir verið úr þessum tveimur tegundum að viðbættri aukinni olíufram- leiðslu úr bómullarfræi, hafa húsmæður í Bandaríkjunum ekki orðið tilfinnanlega varar við skort á matarolíum og fitu- efnum. Stærsti iðjuhöldur í soya- baunarækt I Ameríku er Henry Ford. Með aðstoð efnafræðinga og nokkrum þúsunda ekra lands þar sem ræktaðar eru soyabaun- ir, hefir honum tekizt að nota þessar baunir, ekki einungis í margar mismuhandi fæðuteg- undir, heldur einnig i klæðnað og jafnvel þýðingarmikil lækn- islyf. Við verðum að viðurkenna skammsýni okkar, en hversu undarlega og ótrúlega hljómaði það ekki í eyrum okkar, þegar Ford sagði fyrir mörgum árum síðan, að einn góðan veðurdag væri kýrin orðin óþörf til mjólk- urframleiðslu og við drykkjum gervimjólk. Þessi fjarstæðukennda tilgáta varð í gamla daga kærkomið efni fyrir blaðamenn og skop- teiknara. Menn ímynduðu sér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.