Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 5
45. blað RITSTJÓRI: SIGRÍÐUR INGIMARSDÓTTTR ímyndunarafl barnanna. (Etirfarandi spurningar og svör eru tekin úr amerísku blaði. Svörin eru gefin af þekktum barnalœkni þar í landi). Spurning: „Á ég að letja barn- ið mitt leika, sem byggðir eru á imyndun einni?“ Svar: „Nei. ímyndunaraflið. er meginþátturinn í sálarlífi barnanna. Það mun leitast við að finna útrásir á ýmsum svið- um, t. d, í dagdraumum, sem kunna þá að verða um of, ef í- myndunin fær ekki að leika lausum hala í leikum og skemmtunum barnanna". Spurning: „Stuðla ævintýrin ekki að sjúklegu ímyndunarafli barnanna?" Fullorðið fólk, sem hræðist sínar eigin ímyndanir, hefir oft gagnrýnt ævintýrin. En þau eru raunverulegri í augum barn- anna en lífið sjálft, vegna þess hve mikið ímyndunarafl b^rnin hafa. Þess vegna verður að gera þeim það Ijóst, að þessar sögur séu tómur tilbúningur, sem aldrei eigi sér stað í raun og veru. Um leið og ævintýrin, eins og t. d. sagan af Mjallhvít, eru lesin fyrir þau, er gott að segja. „Auðvitað á þetta sér engan stað í daglegu lífi, en er ekki gaman að hugsa sér, að Mjallhvít hafi verið tU“?“ „En ég er samt viss um, að börnin hræðast sum þessara æv- intýra, einkum þó á nóttunni. Hvernig má það vera?“ „Þetta er mjög líklegt. Sum ævintýri segja frá hræðilegum viðburðum. Börn greina ekki milli staðreynda og ímyndun- ar, fyrr en þau eru 5 ára gömul eða jafnvel eldri. Þess vegna ætti ekki að segja þeim eða láta þau lesa slíkar sögur fyrr en þau eru komin á skólaaldur.“ „Er ekki ósiður að lesa fyrir börnin áður en þau fara að sofa?“ „Þvert á móti. Aldrei er í- myndunaraflið fjörugra en rétt áður en börnin sofna. Þau hlakka til að hátta> ef þau eiga von á góðri sögu. Bezt er að lesa lágum rómi. Oftast sofnar barnið út frá lestrinum“. „En hafa sögurnar ekki áhrif á drauma barnsins?“ „Börn fer að dreyma, þegar þau eru 6 mánaða gömul, ef ekki fyrr. En sennilegt er, að viðburðir sögunnar hafi nokkur áhrif á draumana, og er gott eitt um það að segja, ef sagan er vel valin.“ „Barnið mitt leikur sér við 1- myndað fólk. Ég hefi áhyggjur af því!“ „Það er óþarfi. Mörg börn eiga leikfélaga í hugarheimum sin- um, stundum heilar fjölskyldur, er búa í ímynduðum húsum. Venjulega eru þau börn, sem í- mynda sé r slíkt, betur gefin andlega en önnur. Skynsamleg- ast er því að taka þetta „ímynd- aða fólk“ gott og gilt. Foreldrar ættu jafnvel að taka þátt í leijcunum. Það eykur skilning þeirra á barninu“. „Er rétt að nota sér ímyndun- arafl barnsins til þess að aga það?“ „Já, ef það er gert á réttan hátt. Mörg uppeldisvandamál má leysa með því að nota sér ímyndunarhæfni • barnsins. Margar mæður hafa sagt mér, að aldrei hafi þær meiri ánægju af börnum sínum en þegar þær snúa daglegum störfum þeirra upp í leik“. „Mér virðist margar lygasögur barnanna bera vott um geysi- mikið hugmyndaflug". „Rétt er það. Hinar svonefndu skröksögur smákrakka stafa af því eingöngu. Munið, að börnin læra ekki að gera greinarmun á staðreynd og ímyndun fyrr en á skólaaldri. Ekki er hægt að kenna þeim sannsögli svo nokkru nemi, fyrr en þau skilja, hvað ósannsöglin er í raun og veru“, „Sýna leikar barnanna, hvaða störfum þau muni hneigjast að í framtíðinni?“ • „Flestir foreldrar halda því fram. En svo er þó ekki, að fá- um dæmum undanskildum. ímyndunin er ólík raunveru- legri hæfni til starfsins. Auk þess breytast ímyndunarleik- arnir eftir því ,sem barnið eld- ist“. „Hafa þessir leikar áhrif á skapgerð barnsins?“ „Þeir sýna fremur skapgerð- ina. Sérfræðingur getur kynnzt hinu raunverulega eðli barns- ins mjög vel með því að horfa á leik þess“. (Lausl. þýtt). Hrísfírjónabúðingur. i/4 bolli hrísgrjón, 2 bollar mjólk, 2 egg, 2 matsk. strásykur, - % tsk. salt, 1 tsk. vanillu- eða möndludr. eða 1 matsk. af sherry. Þvoið hrísgrjónin vel og síið vatnið frá. Látið þau í skaftpott ásamt mjólkinni. Sjóðið þangað til grjónin eru orðin meyr. Þeyt- ið eggjarauðurnar. Hrærið 3 matsk. af syrkrinum saman við ásamt saltinu. Takið nokkuð af hrísgrjónunum og hrærið sam- an við. Látið siðan allt i skaft- pottinn. Látið sjóða í 2 mín. og hrærið í á meðan. Takið pott- inn af eldinum, kælið að nokkru. Látið dropana út í. Þeytið hvít- urnar og látið það sem eftir er af sykrinum út í smátt og smátt þangað til hvíturnar eru orðnar stífar. Hellið í hringmót. Kælið. Nægir 5—6 manns. Mynd þessi ■ sýnir Ameríkumenn landa her og hergögn á strönd Okinawa, en innrás var gerð á þessa eyju 31. marz síðastl. Hafa síðan verið háðar þar mannskœðustu orrustur Kyrrahafsstyrjaldarinnar, því að Japanir hafa lagt ofurkapp á varnirnar. Bandaríkjamenn hafa nú mestan hluta eyjarinnar á valdi sínu. /Okinawa er aðeins 600 km. frá einni heimaey Japana, Kyushu. Herskip úr Kyrrahafsflota Bandaríkjanna aðstoðuðu landgönguna með skothríð á stöðvar Japana. « T] 10 11 VIV. þriðjndaglnn 19. Jání 1945 5 Vilhelm Moberg: Eiginkona FRAMHALD tekningarlaust verða að njóta. Loks hafa menn komizt á snoðir um það. Slaðrið byrjar: Tvær húsfreyjur skrafa um þá þriðju: Seint mjólkar hún á kvöldin. — Nei, snemma fór hún af stað. Ég sá til hennar í gær, þegar hún fór. —- En ég sás, hvað hún kom seint heim. — Hvað er hún að gera niður frá allan þennan tíma? Slaðrið heldur áfram: Kúasmalinn er að tala við eina konuna: hann hafði mætt manni úti í' bithaganum um mjaltaleytið. Konan hafði sjálf mætt honum þar um svipað leyti, og rétt á eftir mætti hún henni — konunni, sem er svo lengi að mjólka á kvöldin. Svo geta þau í skörðin: Ne-ei? Hann og hún? — Jú, hún og hann. Ennþá er þetta aðeins lausleg ágizkun, én konurnar hitta aðrar, sem hafa heyrt og séð eitthvað svipað. Þannig fær orða- sveimurinn meiri og meiri fyllingu, unz grunurinn er orðinn að vissu. Ein konan trúir annarri fyrir þessu. Heimasætur á gift- ingaraldri heyra ávæning af þessu, en vinnukindur og, ungling- ar fá ekkert að vita. Á viðkvæmu augnabliki trúir kona manni sinum fyrir þessu, og hann skipar henni að þegja um svona kjaftasögur, sem engar sönnur hafi verið færðar á. Því að eng- inn er til vitnis um sjálfan verknaðinn, og þá er það auðvitað rangt að breiða út orðróm, sem varðar sæmd og æru fólks. Og þar að auki eiga hér hlut að máli þorpsbúar, sem ekkert verður til ámælis fært, að því bezt er vitað. En eitt kvöldið situr maður- inn yfir brénriivínskút með kunriingja sínum, og þá fer leyndar- málið að ónáða hann. Og ekki vantar eyru, sem vilja hlusta. Það, sem upphaflega hafði verið á sveimi meðal kvenþjóðarinnar, berst nú mann frá manni. Margir segj a, að þetta geti verið skrök- saga frá rótum og það eigi helzt ekki að hafa orð á öðru eins. tess vegna er málið rætt í hálfum hljóðum, og gætt að aldrei séu fleiri en tveir þrír viðstaddir, þegar fyrst er ymprað á því. Og til vonar og vara eru engin nöfn nefnd. Það þarf ekki. Það er hann, sem býr neðst í þorpinu, og það er hún, sem flutti hingað í fyrra. Þannig byrjaði það, hélt áfram og breiddist út, og það endaði með því, að allir í byggðinni vissu, að Hákon Ingjaldsson hélt við konu Páls Gertssonar — allir nema Páll. Og allir bíða í mikilli eftirvæntingu: Hvað skyldi gerast, þegar þessi eini maður í byggðinni kemst lika aö því? Og meðan á kornskurðinum stendur er hvíslast á kringum Margréti, og augun beinast að akri Páls: Þarna er hún, laun- skækjan, sem er kona handa tveimur mönnum. Það er hættulegt að nefna nokkurt nafn, en það þarf heldur ekkert nafn að neína. Það er sem sé ekki nema ein launskækja í Hegralækjarþorpi. * í þerpinu er korn skorið, og Hermann sveitarómagi situr á stéttinni hjá oddvitanum og horfir á þessi bök, sem bogra og rétta úr sér. Hann hefir enn einu sinni haft húsbændaskipti, og nú sötrar hann í þolinmæði og með óhagganlegu jafnaðar- geði vatnslapið af borði oddvitans. Það er erfiðara að umbera konuna, sem ber það á borð. Oddvitanum má vera minnisstæð sú bölvun, sem Salómon konungur kallaði yfir þrætugjarnar kónurvKarna er bókstaflega eitur í beinum oddvitans. Ósam- lyndi húsbóndans og húsfreyjunnar liggur í loftinu eins og fúll mygluþefur, og IJermanni er þetta hreinasta andstyggð. Já, það er ekki svo erfitt fyrir karl og konu að' semja frið á nóttunni, en ólánið er, að hann getur ekki líka haldizt á daginn. Og jafn- vel eindrægni næturinnar á í vök að verjast í fjörutíu ára sam- búð. Fimm-þúsundasta nóttin getur ialdrei orðið lík fyrstu fimm- tíu nóttunum. En sumri hallar, og bráðum á Hermann að leggja af stað niður Hegralækjarbrekkuna og skríða í skot sitt í skálanum á þurfa- lingahælinu. Sumarið er naumt á hlýjuna, en bölvaður vetur- inn sker ekki gaddinri við neglur sér. Enn situr hann þó hér í sólskininu eins og skálduð búrtík. Hann horfir á kvenfólkið, sem sker kornið, og augu hans staðnæmast við’ ungu stúlkurnar, sem mýkstar eru í hreyfingum; það er eins og ylurinn streymi úr hreyfingum þeirra. Hermann virðir ungu stúlkurnar fyrir sér og gleymir sér við yndisþokka þeirra. Þegar menn geta ekki lengur notið hinna jarðnesku dásemda, ættu þeir að verða aðnjótandi þeirrar miskunnsemdar, að þær hyrfu frá sjónum þeirra. Þróttlaus karl ætti að vera blindur, svo að hann sæi ekki framar þessar ungu og þrýstnu stúlkur. Hann ætti að fá að gleyma öllu því, sem hugur hans hefir áður hneigzt að. En það blasir við sjónum hans og ásækir hann. Það er skrattinn, sem er — þetta með ellina. Gott minni og góð sjón — það er bölvun öldungsins. Hugurinn kvelur hann með því að minna hann á þau gæði, sem hann hefir þekkt og notið, sjónin færir honum heim sanninn um það, að þau eru enn til — þótt hann njóti þeirra ekki framar. Ó, ef sælasta gleymska og blessuð blinda færðust yfir þennan gamla mann! Hann er sæll, þegar það ber við, að brennivínstárið yljar honum. Nei, nei, samt sem áður ekki blindan — hann vill fá að sjá þessa óskiljanlega fallegu jörð. Þar sem er svo mikið af dásam- legri fegurð, að hún þyrfti ekki á neinu mannkyni að halda. Hún gefuri dauðann og djöfulinn í mennina, og það er líka al- veg laukré^t af henni. Fólk sker korn sitt og klórar saman brauð handa sér á yfirborði jarðarinnar, en jörðin verður þess ekki vör, að neitt sé frá sér tekið. Hún er of rík til þess, að hún sakni nokkurs í. Hún er svo óendanlega hátt yfir alla þjófa hafin, að frá henni verður ekki neinu stolið. Mennirnir aka korni sínu í kornláfana og eta sig metta og deyja, þegar stundin kemur. Þá grafa menn gröf og leggja hinn framliðna í hana. Jörðin er svo miskunnsöm, að hinn dauði fær að liggja i skauti hennar og rotna. Jörðin helzt við líði, og læknar sjálf öll sín sár, öll þau sár, sem menriirnir hafa veitt henni. Og jörðin er ölvuð af auð- légð sinni. Og mennirnir einskorða sig við jörðina og reyna að hanga þar sem lengst og halda, að þeir gangi hennar erinda með því. Hún á að ganga sinna eigin erinda, mannskepnan, og það myndi hún líka gera, ef þessi bölvuð forsjálni kæmi ekki i veg fyrir það. Mennirnir elska heimkynni sitt, en ekki jörðina. Ef þeir gætu varpað af sér hlekkjum heimahagans, myndu þeir vegsama jörð- ina og lúta vilja hennar. Nú hefir umhverfi þeirra lagt á þá hlekki, svo að þeir eru eign heimila sinna, akra og húsdýra. CrUllleiti n Norsk gamansaga eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. „Heyrðu, Kobbi,“ sagði nú úrsmiðurinn. „Okkur verð- úr nú ekki skotaskuld úr því að jaína um gúlana á prófagánum. Við tökum hvern einasta eyri, sem ég er lifandi maður!“ Þeir heyrðu ekki hverju Kobbi sótari svaraði, en svo sagði úrsmiðurinn. „Þori ég ekki? Þú skalt nú sjá það! Eg mölbrýt gluggana. Ég skal vera búinn að taka hvern eyri, áður en það fær ráðrúm til að hugsa sig mn. Skil- urðu það, Kobbi, asninn þinn!“ Þeir reikuðu lengra inn í skóginn, bölvandi og ragn- andi. Drengirnir lágu góða stund á bak við steininn, áður en þeir þorðu að bæra á sér. „Heyrðuð þið það?“ „Þeir ætluðu að gera innbrot og ræna prófastinn!“ „Skyldu þeir brjótast inn í nótt?“ „Þetta er hræðilegt! Hugsið ykkur ef þeir gera pró- fastsfólkinu tjón! Það voru ekki svo lítil lætin í þeim!“ „Við gætum víst ekki aðvaraö það,“ sagði Jens eftir drykklanga stund. „Þorir einhver ykkar að hlaupa með mér styztu leið gegnum skóginn? Við getum orðið á undan hinum- Þeir fara sér hægt.“ Níels kvast fús til þess að fara með honum. „Hvað eigum við þá að gera,?“ spurði Eiríkur. „Ekki íörum við heim á undan ykkur.“ Axel og Jörgen voru á sama máli, þótt Jörgen óskaði sér reynar í huganum heim í bólið sitt. „Þið gætuð hlaupið til sýslumannsins og sagt honumé alla málavöxtu. En við verðum að leggja strax af stað, ef við eigum að hafa það!“ Jens og Níels hlupu inn í skóginn. Hinir gengu eftir götunni, sem lá frá Tröllahaugi í áttina til sýslumanns- setursins. Það varð uppi fótur og fit hjá prófasti þegar dreng- irnir komu með voðafregnina. Fyrst vöktu þeir snún- ingastrákinn, hann vakti svo vinnustúlkurnar og brátt komst prófastur að öllu saman. Drengirnir urðu að segja aftur og aftur frá því, sem þeir höfðu heyrt. Prófasturinn var þeirrar skoðunar, að hér væri um alvarlegt mál að ræða- „Við verðum að setja vörð um húsið,“ sagði hann. „Ég get ekki nógsamlega þakkað ykkur, drengir mínir. Þorið þið að fara einir heim?“ „Við viljum nú helzt bíða og sjá hvernig þessu reiðir af,“ sagði Jens. „Því trúi ég vel, drengir, en það er óvíst að þorpar- arnir komi endilega í nótt. Þeir kunna að fresta þessu í nokkra daga. Takið haná Sveinka smala með ykkur og krækið suður fyrir skóginn. Þar eruð þið öruggir. — Verið þið sælir! Ég kem sjálfur og þakka ykkur, þegar við höfum hremmt þjófana.“ „Var ekki rok ínótt,“ spurði Eðvarð frændi, þegar þeir sátu að morgunverði daginn eftir. „Nei það held ég ekki,“ sagði Níels. „Ekki varð ég þess var að minnsta kosti.“ „Jæja, kannske mér hafi misheyrzt. Mér heyrðist greinarnar á eplatrénu slást svo í þilið“. Drengirnir svöruðu engu. Þeir virtust allt í einu hafa allan hugann við matinn. Tómasína kom nú inn. „Prófasturinn er kominn. Á ég að láta hann koma hingað inn?“ „Prófasturinn kominn svona snemma. Hvað er nú á seiði?“ bætti hann við, þegar prófasturinn sjálfur birtist í dyrunum. „Þér eruð snemma á fótum í dag.“ „Já, og mér hefir varla komið dúr á auga í nótt. Jæja, strákar, hú er búið að taka þá fasta og láta þá í steininn. Þeir ætluðu’að skríða inn um skrifstofugluggann, alveg eins og þið sögðuð. „Um hverja eruð þið að tala?“ spurði Eðvarð frændi steinhissa. „Hverja? — Auðvitað innbrotsþjófana! Sýslumaður- inn var guðsfeginn að ná þeim. Þeir hafa víst fleiri syndir á samvizkunni!“ „Ég engu nær,“ sagði frændinn. Drengirnir þorðu ékki að líta upp- „Skiljið þér ekki?“ Prófasturinn varð nú jafn hissa. „Hafa drengirnir ekki sagt yður neitt? Ég verð nú að segja, að þetta finnst mér of mikil hæverzka og það hjá strákum!" 11 ,1 Hann horfði á þá aðdáunaraugum, en strákarnir geng- ust ekki upp við það. Prófastinum voru nefnilega ekki kunnar allar ástæður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.