Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 8
DAGSKRÁ er bezta islenzka timarltið um
þjóðf élagsmál.
8
'Js-
m
REYKJAVÍK
Þeir, sem vilja kgnna sér þjóðfélagsmál, inn-
Iend og útlend, þurfa að lesa Dagskrá.
19. JtYt 1945
45. blað
r awríAu, tíwaws V
Ályktanir þriðja þings S.U.F.
AMLA B í Ó Ý
ÆVINTtRA.
KOM
t N Ý. J A B t Ó t
MAKT
IHYRKRAMA.
14. júnl, ílmmtudagur:
Sjálfstjórn Indverja.
Indland: Wavell hershöfðingi,
landsstjóri Breta í Indlandi,
lagði fram tillögur um að Ind-
verjar fengju fullkomna sjálf-
stjórn. Hefir hann samið tillög-
urnar, en brezka stjórnin styður
þær. Líklegt þykir, að Indvferjar
samþykki þær.
Noregur: Hákon konungur fól
JPaal Berg, forseta hæstaréttar,
að mynda nýja stjórn. — 16
þús. norskir nazistar hafa verlð
handteknir.
15. júní, föstudagur:
Ribbentrop handtek-
inn.
Þýzkaland: Ribbentrop, einn
aðalleiðtogi nazista, var hand-
tekinn í gistihúsi i Berlín, en
þar hafði hann dvalið síðan 30.
apríl.
Bretland: Brezka þingið var
rofið. — Tilkynnt að Attlee muni
fara með Churchill á stórvelda-
ráðstefnuna fyrirhuguðu.
16. Júnf, laugardagur:
Forsetakosningar
í Eire.
Eire: í forsetakosningunum,
sem fram fóru, hlaut fram-
bjóðandi stjórnarflokksins, Sean
O’Kelly fjármálaráðherra, mik-
inn meirahluta.
17. júní sunnudagur:
ólga í Belgíu.
Belgfa: Stjórnin baðst lausn-
ar í mótmælaskyni við þá á-
kvörðun Leopolds konungs, að
hann tæki aftur við konung-
dómi. Vekur þessi ákvörðun
konungs mikla mótspyrnu,
vegna þess, að hann lét belgiska
herinn gefSist upp fyrir Þjóð-
verjum 1940, án samráðs við
stjórnina.
Spánn: Það vakti mikla
gremju á Spáni, að ráðizt var í
Frakklandi á járnbrautarlest, er
flutti spánskt sendisveitarfólk
frá Þýzkalandi. Bei$ sumt bana,
en annað meiddist alvarlega.
Sextíu fulltrúar sóttu ...
(Framhald af 1. síðuj
, Benediktsson og Vilhjálmur
Jónsson.
Sýslufulltrúar voru kosnir:
Gullbringu- og Kjósarsýsla:
Birgir Þórhallsson, Keflavík.
Varamaður: Guðmundur Daní-
valsson, Keflavík.
Hafnarfjörður: Friðrik Guð-
mundsson. Varamaður: Jón
Pálmason.
Borgarfjarðarsýsla: Andrés
Jónsson, Deildartungu. Vara-
maður: Guðmundur Brynjólfs-
son, Hrafnabjörgum.
Mýrasýsla: Magnús Kristjáns-
son, Hreðavatni. Varamaður:
Andrés Sverrisson, Hvammi.
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýsla: Gunnar Guðbjartsson,
Hjarðarfelli: Varamaður: Þor-
gils Stefánsson, Ólafsvík.
Dalasýsla: Einar Kristjánsson,
Leysingjastöðmn. Varamaður:
Gestur Sveinsson frá Sveins-
stöðum.
Barðastrandarsýsla: Svavar
Jóhannsson, Patreksfirði. Vara-
maður: Þórir Stefánsson, Hval-
skeri.
V.-ísaf jarðarsýsla: Hj örtur
Hjartar, Flateyri. Varamaður:
Hjálmar Gíslason, Þingeyri.
N.-Ísafjarðarsýsla: Halldór
Sigurðsson, Bæjum. Varamaður:
Dagbjartur Majasson, Grunna-
vik, N.-ís.
ísafjörður: Guðm. Sveinsson
frá Góustöðum. Varamaður: Ás-
geir Sigurðsson frá Bæjum.
Strandasýsla: Þorsteinn Ól-
afsson, Hlaðhamri.. Varamaður:
Ingimundur Ingimundarson,
Svanshóli.
V.-Húnavatnssýsla: Sigurður
J. Líndal, Lækjamóti. Varamað-
ur: Guðmundur Axelsson, Vald-
arási.
A.-Húnavatnssýsla: Jénas
Tryggvason, Finnstungu. Vara-
maður: Þormóður Jónsson,
Skagaströnd.
Skagaf j ar ðarsýslu: Magnús
Gíslason, Eyhildarholti. Vara-
maður: Jóhannes Runólfsson,
Dýrfinnustöðum.
Eyjafjörður: Jóhannes Har-
aldsson, Garðshorni. Varmaður:
Stefán Valgeirsson, Auðbrekku.
Siglufjörður: Jón Kjartans-
son. Varamaður: Garðar Guð-
mundsson.
Akureyri: Steingrímur Bern-
harðsson. V/aramaður: Kristó-
fer Vilhjálmsson.
S.-Þingeyjarsýsla: Finnur
Kristjánsson, Svalbarðseyri.
Varamaður: Hróar Björnsson,
Brún.
N.-Þingeyjarsýsla: Jóhann
Helgason, Leirhöfn. Varamaður:
Þorgeir Guðmundsson, Syðra-
Lóni.
N.-Múlasýsla: Örn Ingólfsson,
Melum, Fljótsdal. Varamaður:
Vilhjálmur Árnason, Háeyri.
Seyðisfjörður: Þorvarður Árna-
son, Seyðisfirði. Varamaður:
Björn Magnússon, Seyðisfirði.
S.-Múlasýsla: Vilhjálmur Sig-
urbjörnsson, Gilsárteigi. Vara-
maður: Björn Eysteinsson,
Reyðarfirði.
A. - Skaftafellssýsla: * Jón
Hjaltason, Hólum. Varamaður:
Gunnlaugur Sigurðsson, Stafa-
felli.
V.-Skaftafellssýsla: Þórarinn
Sigurjónsson, Pétursey. Vara-
maður: Árni Jónsson, Hrísnesi.
Rangárvallasýsla: Þráinn
Valdimarsson, Meiritungu. Vara-
maður: Magnús Kristjánsson,
Stórólfshvoli.
Árnessýsla: Stefán Jasonar-
son, Vorsabæ, Gaul. Varamað-
ur: Stefán Halldórsson, Króki,
Gaul.
Vestmannaeyjar: Konráð
Bjarnason, Vestmannaeyjum.
Varamaður: Hermann r Guð-
mundsson, Vestmannaeyjum.
Stofnþíng Sambands
ísl. sveitafélaga
Stofnþing Sambands íslenzkra
sveitarfélaga lauk störfum
fyrir helgina.Á undan seinasta
fundinum fóru fram kosningar
á stjórn þess og fulltrúum
þannig:
Formaður: Jónas Guðmunds-
son, eftirlitsmaður sveitar-
stjórnarmálefna. Meðstjórnend-
ur: Helgi H. Eiríksson, bæjar-
fulltrúi, Reykjavík, Björn Jó-
hannesson, forseti bæjarstj.
Hafnarfjarðar, Sigurjón Jóns-
sorr, oddviti Seltjarnarneshreppi,
Klemens Jónsson, oddviti Bessa-
staðahreppi.
í fulltrúaráð voru kosnir: Úr
Sunnlendingafjórðungi: Guð-
mundur Ásbjörnsson, forseti
bæjarstjórnar Reykjavíkur, Jak-
ob Möller, bæjarfulltrúi, Rvik,
Jón A. Pétursson, bæjarfulltrúi
Rvík, Steinþór Guðmundsson,
bæjarfulltrúi Rvík, Hinrik Jóns-
son, bæjarstjóri, Vestmanna-
eyjum, Teitur Eyjólfsson,
hreppsnefndarm., Eyrarbakka,
Ólafur B. Björnsson, forseti
bæjarstj. Akraness, Björn Birn-
ir, oddviti, Graíarholti, Magnús
Þ. Öfjörð, varaoddviti Gaul-
verjabæjarhrepps, Gisli Jónsson,
oddviti, Hraungerðishreppi. —
Frá Vesfefirðingafjórðungi: Jón
Guðjónsson, bæjarstjóri ísafirði,
Kristján Bjartmars, oddviti
Stykkishólmi, Björn Guðmunds-
son, hreppstj. Mýrahreppi, Ingi-
mar Bjarnason, oddviti Eyrar-
hreppi. — Frá Norðlendinga-
fjórðungi: Erlingur Friðjónsson,
bæjarfulltrúi Akureyri, Karl
Kristjánsson, oddviti Húsavík,
Halldór Guðlaugsson, oddviti
Hrafnagilshreppi, Bjarni Sigur-
finnsson, oddviti Skarðshreppi.
— Frá Austfirðingafjórðungi:
Eiður Albertsson, oddviti Búða-
(Framhald af 1. slöu)
teljast verkefni Alþingis og rík-
isstjórnar að stuðla að því eftir
beztu getu að slíkur iðnaður
verði styrktur og efldur.
Raforkumál.
Sambandsþing ungra Fram-
sóknarmanna lýsir yfir fylgi
sínu við frumvarp það til raf-
orkulaga, sem lá fyrir síðasta
Alþingi. Telur það þjóðinni í
heild höfuðnauðsyn, að raforku
verði dreift um landið og full-
komna jafnréttiskröfu að hún
verði hvarvetna seld með sömu
kjörum, og væru þar með opn-
aðar margar leiðir til lausnar á
aðkallandi þjóðfélagsvandamál-
um.
Ryggingamál.
Þriðja þing S.U.F. lítur svo á,að
byggingamál þjóðarinnar þurfi
að taka föstum tökum og leysa
á skipulegan hátt á næstu ár-
um. í því sambandi bendir þing-
ið á aukna starfsemi byggingar-
samtaka í sveitum og kaupstöð-
um og hagkvæmari lánskjör af
hálfu banka og þess opinbera.
Þá telur þingið eins og nú standa
sakir hina mestu nauðsyn, að
það byggingarefni, sem til
landsins fæst, verði ráðst^fað
sem mest til býggingar íbúðar-
húsa og annarra nauðsynlegra
bygginga, en ekki lúxusbygginga
þar sem margir búa nú í her-
mannaskálum og öðru húsnæði,
sem ekki er íbúðarhæft.
Menntamál.
3. þing S. U. F. telur brýna
nauðsyn bera til þess, að ríkið
styrki sem mest heimavistar eða
heimangöngu barnaskóla í sveit-
um, þar sem það telut, að far-
skólafyrirkomulagið sé úrelt og
ekki lengur viðunandi, og leggur
áherzlu á, að slíkar stofnanir
verði um leið menningarleg fé-
Iagsheimili sveitanna.
Þingið telur nauðsynlegt, að
reistur verði menntaskóli í sveit.
Þingið telur nauðsynlegt, að
vinna að því að ungu fólki gef-
ist hindrunarlítið kostur á iðn-
fræðslu og að hægt verði að
stunda iðnnám til sveita.
Landhelgismál.
Þriðja þing S. U. F. skorar á
Alþingi og ríkisstjórn að vinna
að því í samningum við aðrar
þjóðif, að landhelgissvæðið
verði stækkað og þó sérstaklega
að friðun Faxaflóa verði viður-
kennd. Jafnframt skorar það 'á
sömu aðila að auka stórum land-
helgisgæsluna.
Rannsókn á hráefnum.
Þing S. U. F. telur mjög að-
kallandi að fram sé látin fara ýt-
arleg rannsókn á náttúruauð-
æfum landsins og skilyrðum til
iðnaðar úr íslenzkum jarðefn-
um og hráefnum, sem þjóðin
ræður yfir.
Sögn-kvlkmynd.
Þriðja þing S. U. F. skorar á
Alþingi að veita ríflegt fjár-
framlag til að gera kvikmynd,
þar sem saga þjóðarinnar sé
rakin í stórum dráttum, og verði
færustu sagnfræðingum og leik-
urum landsins falin framkvæmd
verksins. Telur þingið að slík
kvikmynd myndi geta orðið til
að auka þekkingu og skilning á
baráttu og starfi þjóðarinnar á
liðnum öldum.
Færeyingar og norræn
samvinna.
Þriðja þing S. U. F. telur rétt,
að íslendingar beiti sér fyrir því,
að Færeyingar verði viður-
kenndir þátttakendur í nor-
rænni samvinnu sem sérstök
þjóð og njóti í þeim efnum sömu
réttinda og hinar norrænu þjóð-
irnar.
IJtgerðarréttindi á
Grænlandi.
Þriðja þing Sambands ungra
Framsóknarmanna skorar á Al-
þingi og ríkisstjórn að beita sér
fyrir því, þegar samið verður við
Dani um ýms mál í tilefni af
sambandsslitunum, að íslend-
ingar fái réttindi til útgerðar á
Grænlandi.
Uppsögn Menntaskólans í Reykjavík
61 stúdent brottskráður
Menntaskólanum í Reykjavík
var sagt upp 17. þ. m. Fór at-
höfnin fram í hátíðasal skólans
og hófst klukkan 2 eftir hádegi.
Rektor skólans, Pálmi Hann-
esson, hélt ræðu við þetta tæki-
færi eins og venja er til og af-
henti síðan gagnfræðingum og
stúdentum prófskírteini sín.
Nám stunduðu við skólann í vet-
ur 325 nemendur, 97 stúlkur og
228 piltar, og er það með allra-
flesta móti. Alls luku 61 nem-
andi stúdentsprófi.
Máladeild: Álfheiður Kjart-
ansdóttir, I. eink., Bergsteinn
Jónsson II., Bjarni Jensson, II.,
Björg Ásgeirsdóttir, I., Björn
Lárusson, I., Brandur Þorsteins-
son, I., Bryndís Jónsdóttir, II.,
Einar Helgason, I., Einar Páls-
son, I., Eirík Eylands, II., Guðjón
Steingrímsson, II., Guðlaug
Gisladóttir, II., Helga Þórðar-
dóttir, III., Hjörleifur Sigurðs-
son, II., Hulda Valtýsdóttir, I.,
Ida Björnsson, I., IngaGröndal,
11., Ingi Valur Egilsson, II., Ingi-
björg Eyjólfsdóttir, II., Jónbjörg
Gísladóttir, I., Karl Maríusson,
1., Magnús Guðmundsson, I.,
Sigurður Briem Júnsson, I., Sig-
þrúður JónsdótjSr, I., Svala
Kristjánsdóttir, I., Vilhjálmur
Bjarnar, II., Þorbjörg Kristins-
dóttir, I., Þórður Jónsson, II. —
Utanskólanemendur: Árni Böð-
varsson, I., Egill Björgúlfsson,
111., Hróbjartur Jónsson, III.,
hreppi, Eyþór Þórðarson, bæjar-
fulltrúi Neskaupstað. Endur-
skoðendur voru kosnir: Eiríkur
Pálsson, bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar, Gunnar Þorsteinsson,
hrlm. Reykjavík.
Ingimar Ingimarsson, III., Jó-
hanna Guðmundsdóttir, I.
Stærðfræðideild: Agnar Nor-
land, I. eink., Birgir Frimanns-
son, I., Bjarni Júlíusson, I., Borg-
þór H. Jónsson, I., Einar Ing-
varsson, II., Einar Þorkelsson, I.,
Erlendur Helgason, II., Garðar
Ólafsson, I., Guðmundur Ár-
sælsson, II., Guðmundur Ein-
arsson, II., Guðmundur Þórðar-
son, I., Hallgrímur Sigurðsson,
II., Helga Arason, I., Ingólfur
Árnason, II., Kjartan Gunnars-
son, II., Knútur Knúdsen, I.,
Kristján Gunnlaugsson, II.,
Loftur Loftsson, II., Loftur Þor-
steinsson, II., Magnús Þergþórs-
son, I., Magnús Magnússon, ág.,
Oddur Thorarensen, II., Páll
Hannesson, I., Sigurður, Jónsson,
II., Sverrir Sæmundsson, II.,
Þorleifur Kristmundsson, II. —
Utanskólanemandi: Svanur
Jónsson, II.
Þannig brautskráðust úr skól-
anum 61 stúdent: 1 með ágætis-
eink., 30 með I. eink., 26 með II.
og 4 með III. einkunn. Hæstu
einkunnir í máladeild hlutu:
Álfheiður Kjartansdóttir, 8.64,
Þorbjörg Kristinsdóttir, 8.22,
Jónbjörg Gísladóttlr, 8.18 og
Ida Björnsson 8,15. Hæstu ein-
kunhir í stærðfræðideild hlutu:
Magnús Magnússon, 9.43 (hæsta
ágætiseinkunn, sem gefin hefir
verið við skólann síðan núver-
andi ^inkunnastigi var upp tek-
inn), Páll Hannesson, 8.75,
Loftur Þorsteinsson, 8.57 og
Magnús Bergþórsson 8.49. —
í næsta blaði verður nánar
skýrt frá úrslitum prófanna og
ræðu þeirri, er Pálmi Hannes-
son, rektor, flutti við skólaupp7
sögn 17. júní.
(Slightly Dangerous)
Lana Turner,
Robert Young.
Aukamynd:
NÝ FRÉTTAMYND.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
•7
Þeir gerðu garðinn
frægan
OG
Dáðir
vorn drýgðar
eru ágætar skemmtibækur og
hafa auk þess þann kost að
vera ódýrar.
(„Son of Dracula“)
Dularfull og spennandi mynd,
gerð eftlr hinni frægu drauga-
sögu.
Aðalhlutverk:
Lon Chaney,
Louise Allbritton,
Robert Paige.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð yngri en 16 ára.
*TJARNARBÍÓ«
SðNGER
VEGFARAJVDANS
(Song of the Open Road).
Amerísk söngva og músikmynd.
Aðalhlutverk:
Jane Powell,
14 ára söngvamær.
f
Sýnlng kl. 5, 7 og 9.
LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR
Gilt eða ógift
Gamanleikur í þremur þáttum eftir J. B. Priestley.
Sýning annað kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag.
Aðeins örfáar sýningar eftir.
Aðalfundur
Kaupfél. Þingeyinga
(Framhald af 1. siSu)
Karl Kristjánsson, oddviti, og
Baldur Baldvinsson, oddviti á
Ófeigsstöðum.
Kosin var á fundinum þriggja
manna nefnd til þess að gera
tillögur um skemmti- og
fræðslumál á félagssvæðinu. í
nefndina voru kosnir: Jónas
Baldursson, Lundarbrekku, Jón
Sigurðsson, Felli og Pétur Jóns-
son, Reykjahlíð, — Eins og venja
hefir verið, var sameiginleg
kaffidrykkja fundardagana fyr-
ir fulltrúa og fundargesti og
sátu þar í einu yfir 100 manns.
Fóru þar fram ræðuhöld og
kvæðaupplestur.
í tvö kvöld voru skemmtiat-
riði í samkomuhúsinu, fyrra
kvöldið kvikmynd, en slðara
kvöldið söng karlakórinrí
„Þrymur“.
Dauðaslys
Það hörmulega slys vildi til
á Suðurlandsbraut skammt frá
Baldurshaga síðastl. laugardags-
kvöld, að bifreiðin A 166 féll of-
an á Sverri T. Bergsson, er hann
var að gera við hana. Sverrir
hafði ekið á laugardaginn aust-
ur Suðurlandsbraut og ætlað
austur yfir fjall með konu sína
og móður, en bifreiðin bilaði
skammt frá Baldurshaga. Hann
fór því aftur til bæjarins og náði
i nýjan öxul, er hafði brotnað.
Hóf hann*viðgerðina kl. rúmlega
10 um kvöldið. Síðan er enginn
til frásagnar fyrr en kl. rúmlega
12 um nóttina, að bifreiðastjórj,
er fer þarna fram hjá tekur eftir
að afturhjólin eru farin undan
bifreiðinni og hún dottin niður
á veginn. Þegar nánar var að
gætt kom í ljós, að Sverrir lá
undir bifreiðinni og hvíldi hún
ofan á honum. Var þegar ekið
með hann á Landsspítalann, en
þegar þangað kom var hann lát-
inn og er talið, að hann hafi
látizt strax er bifreiðin féll. Við
frekári rannsókn hefir komið í
ljós, að sennilegt er, að önnur
bifreið hafi rekizt á A 166 og
fellt hana niður af viðgerðar-
„búkkanum". Sverrir heitinn var
kvæntur og átti 2 börn.
t R BEtttM
Hátíðahöld 17. júní.
Mikil hátíðahöld voru í Reykjavík
og víða u mland 17. júní. í Reykjavík
hófust hátíðahöldin með guðsþjóunstu
í Dómkirkjunni kl 1,30 og flutti bisk-
upinn, Sigm-geir Sigurðsson, ræðu. Að
guðsþjónustunni lokinni lagði forseti
íslands blómsveig á fótstall minnis-
merkis Jóns Sigurðssonar á Austur-
velii. Lúðrasveit lék á undan og eftir,
og Ólafur Thors og Bjarni Benedikts-
son fluttu ræður af svölum Alþingis-
hússins. Kl. um 3,30 hófst iþróttamót
dagsins.
íþróttamótið
hófst með ræðu forseta í. S. í. og
bauð hann forseta íslands og aðra
virðulega gestl velkomna. Eftir að tveir
fimleikaflokkar höfðu sýnt fimleika
hófst keppni í frjálsum íþróttum og
urðu úrslit sem hér segir: 100 m. hlaup:
Finnbjörn Þorvaldsson Í.R. 11,3 sek,
800 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson
ÍR. 2:00,2 min. og er það bezti tími,
sem náðst hefir i þessu hlaupi hér á
landi. íslandsmetið, sem er sami tími
var sett í Sviþjóð. 5000 m. hlaup: Sig-
urgísli Sigurðsson Í.R. 17:01,8 mín.
1000 m boðhlaup (100 + 200 + 300 + 400
m.): 1. Sveit ÍR. 2:04,1 min. Kúluvarp:
1. Gunnar Huseby K.R. 15,57 m. og er
það nýtt íslandsmet. Með þessu afreki
vann Gunnar einnig Konungsbikarinn.
Kringlukast: 1. Gunnar Huseby K.R.
42,23 m., Hástökk: 1. Skúli Guðmunds-
son K.R. 1,92, m., Langstökk: 1. Oliver
Steinn F.H. 6,75 m.
Kvöldskemmtun
í Hljómskálagarðinum
hófst um kl. 8,30 með ræðuhöldum
og síðan var fimleikasýning stúlkna
úr Í.R. og þá uppléstur og söngur.
Lúðrasvelt lék alltaf öðru hvoru á
milli atriða. Kl. tæplega 12 hófst dans
og var dansað á allstórum palli er
slegið hafði verið upp í garðinum, en
pallur þessi reyndist alltof lítill og gátu
því ekki allir dansað er vildu, vegna
þrengsla. Dansað var til kl. 2 og lék
danshljómsveit Bjarna Böðvarssonar
fyrir dansinum. Hátíðahöldin fóru yf-
irleitt vel fram og mun sennilega al-
drei hafa sést jafnmargt fólk úti í
Reykjavík í einu. Aðgangur að hátíða-
höldum dagsins var ókeypis.
Blaðamannafélagið.
Félagar í Blaðamannafélagi íslands,
er þurfa næstu vikur að fá endumýjuð
félagsskírteini sín, eru í f jarveru gjald-
kerans beðnir að snúa sér með slík
erindi tii Hersteins Pálssonar.
Hjúskapur.
17. júní voru gefin saman í hjóna-
band í Siglufjarðarkirkju ungfrú Þórný
Tómasdóttir frá Hofsós og Jón Kjart-
ansson fulltrúi, Siglufirði.