Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMCVN, þrigjndaglim 19. júní 1945 45. blað T Þ æiliv úv Húnaþingi um nýsköpun og fleiva Ég hlustaði á útvarpið 3. maí1 I vor, eins og oftar. Þá Var sagt frá þeim miklu hátíðahöldum, ^em víða áttu sér stað 1. maí. Þulurinn sagði okkur m: a. frá því, að í Rússlandi hefði verið mikið um dýrðir þann dag, og að þar hefðu menn skemmt sér „fram á rauðan morgun“. Hér í sveitum tölum við stundum um rauða nótt, en ekki rauðan morgun. En það er vel skiljanlegt, að annar talsmáti sé hjá útvarpinu, þegar það segir fréttir frá þeim rauðp stjórnendum á rauða torginu i Moskva. En það er viðar nýsköpun nú en hjá ríkisútvarpinu. Ég man sérstaklega eftir merkilegri aug- lýsingu frá nýbyggingarráðinu, sem kom í blöðunum snemma í vor. Hún var um það, að ríkis- stjómin hefði ákveðið að láta smíða innanlands hvorki meira né minna en 50 fiskibáta. En það fylgdi með, að þetta væri því skilyrði bundið, að einhverj- ir aðrir lýstu því yfir fyrirfram, að þeir vildu kaupa bátana. Aug- lýsingin var því í raun og veru um það eitt, að ef einhverjir útgerðarmenn kynnu að ráðast í að smíða eða kaupa nýja báta, þá skyldi það teljast verk ríkis- stjórnarinnar og nýbyggingar- ráðs! Þessi tilhneiging stjórnarinn- ar, að slá um sig með auglýs- ingum og eigna sér annarra verk, er meinlausari en margt annað, sem hún gerir, og stjórn- arflokkunum ekki of gott, ef þeir hafa ánægju af þessu. Þá var hún ekki ómerkileg ferðasagan, sem útvarpið flutti í kvöldfréttunum núna þann 4. júní, enda mun hún líka hafa birzt í stjórnarblöðunum. Sagt var frá ferðalagi nýbyggingar- ráðs til Stokkseyrar, til þess að athuga hafnarskilyrði þar, og var Eiríkur alþingismaður Ein- arsson með í förinni. Var frá því skýrt, að þessir ferðalangar hefðu komizt að þeirri niður- stöðu, að bezta ráðið til þess að bæta lendinguna á Stokkseyri væri að „sprengja skörð í brim- garðinn"! Ekki fylgdi það fregn- inni, hvort þessi frumlega og skáldlega hugmynd væri komin frá ráðinu sjálfu eða Eiríki, fylgdarmanni þess. En hvernig sem þetta er til orðið, ber sjálf- sagt að þakka nýbyggingarráði og ríkisstjórninni fyrir það, eins og annað, sem til framfara horfir. Ef nýbyggingarráð er. búið að finna auðvelda og ódýra aðferð til að .sprengja skörð í brim- garða yið strendur landsins, mun því almennt fagnað, því að fleiri munu þar af njóta en Stokks- eyringar. Gæti þetta vafalaust sparað ríkissjóði og öðírum mikil fjárframlög til hafnargerða á komandi árum. Það er nauðsynlegt fyrir landsmenn að eignast ný skip og önnur framleiðslutæki. En hitt er ekki síður nauðsynlegt, að jafnframt séu gerðar ráð- stafanir til að tryggja heilbrigð- an rekstur þessara tækja. Það er gangslítið fyrir þjóðina að kaupa ný framleiðslutæki, ef stöðugt fækkar þeim mönnum, sem vilja vinna að framleiðsl- unni, m. a. vegna þess, að önnur störf, oft léttari og áhættuminni, eru betur launuð. Gagnleg nýsköpun í atvinnu- lífi þjóðarinnar og stefna nú- verandi stjórnar eiga enga sam- leið. Þess vegna þarf, til að tryggja nýsköpunina, að taka upp heilbrigða stefnu í fjár- hags- og atvinnumálum í stað þeirrar, sem núverandi stjórn fylgir. Enginn vafi er á því, að marg- ir útvegsmenn hafa áhuga fyrir því að eignast ný fiskiskip, því að þeir vænta þess, að þannig verði á málum haldið af löggjaf- ar- og framkvæmdavaldinu, að mögulegt sé að reka útgerð með viðunandi árangri, þegar árferði er sæmilegt. Það er líka vitað, Sð bænduBfiir hafa mikinn áhuga fyrir að auka ræktun landsins. Um það vitna m. a. margar samþykktir, sem gerðar hafa verið síðustu mánuðinp, á fundum búnaðarfélaga og kaup- félaga um áburðatverksmiðju- málið og breytingar á jarðrækt- arlögunum. Mörg búnaðarfélög og kaupfélög hafa fyrir alllöngu pantað stórvirkar vélar til jarð- vinnslu, en vegna stríðsins hafa þær enn ekki fengizt. Vonandi rætist úr því innan skamms. En mestur og almennastur mun áhugi fólksins í sveitum og kauptúnum fyrir rafmagnsmál- inu, og er það vel skiljanlegt. Rafmagnið þarf að komast í all- ar byggðir, til þess að menn geti notið svipaðra heimili^þæginda hvar sem þeir búa á landinu, og til þess að eðlilegar framfarir í atvihnuháttum geti orðið um land allt. Það ætti að vera vel framkvæmanlegt að koma raf- magninu í allar byggðir lands- ins á skömmum tíma, ef vilji er til þess hjá þeim, sem fara með löggjafarvaldið. Og því verður áreiðanlega fylgt með mikilli athygli, hvað næsta Alþingi gerir í þessu þýðingarmikla máli. Sk. G. Mynd þessi er tekin, þegar forseti Bandaríkjanna Harry Truman ávarp- aöi ráöstefnuna í San Francisco í gegnum útvarp frá Washington, er ráðstefnan hófst 25. apríl síðastl. Njötta landsþing Kven- (éla^asambands íslaiuls 6. Landsþing Kvenfélagasam- bands íslands var háð dagana 4.—8. júní í Skíðaskálanum í Hveradölum. Um 30 fulltrúar voru mættir frá kvenfélagasam- böndum víðs vegar um landið, auk stjórnar og starfsmanna sambandsins. Að i þingsetningu lokinni gaf stjórn og starfsmenn yfirlit yfir starfsemi sambands- ins á liðnu ári. Kvenfélagasambandið beitir sér eins og kunnugt er fyrir hús- mæðrafræðslu og ýmsu því, er má verða húsmæðrum til hags- bóta. En það er fyrst, á síðast- liðnu ári, að sambandið hefir haft fjármagn til þess að koma starfseminni í fast horf og hafa launaða starfsmenn í þjónustu sinni. Sambandið kom á fót skrifstofu á síðastliðnu hausti' og starfar hún í Búnaðarfélags- húsinu. Veitir frú Svava Þor- leifsdóttir henni forstöðu óg er jafnframt framkvæmdastjóri sambandsins. Frú Rannveig Kristjánsdóttir er heimilismála- ráðunautur Sambandsins. Stjórn sambandsins skipa þær frú Ragnhildur Pétur^dóttir, frú Guðrún Pétursdóttir og frú Að- albjörg Sigurðardóttir. Þessi mál voru rædd á þing- inu: J 1. Skipulagsmál sambandsins. Aðalbreytingin frá fyrri lög- um var sú, að landinu er skipt niður í ákveðin kjörsvæði og tala fulltrúa frá hverju kjör- svæði ákveðin. Var þetta gert til þess, að þingið sætu framvegis fulltrúar frá öllum héruðum landsins. 2. Skólamál. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir ‘gerði grein fyrir stefnu milli- þinganefndar í skólamálum um fræðslukerfi landsins, og gerði síðan sérstaklega grein fyrir húsmæðraskólunum. Þingið gerði svohljóðandi ályktanir: A) 6. Landsþing K. í. lýsir ánægju sinni yfir störfum milli- þinganefndar í skólamálum og telur, að sú samræming á skól- um landsins, sem tillögur hennL ar eru byggðar 'á, hljóti að verða stórt framfaraspor í fræðslumálum þjóðarinnar. — Jafnframt leggur þingið áherzlu á, að menntun þeirra kvenna, er eiga að verða kennarar við húsmæðraskóla landsins verði hliðstæð þeirri menntun, sem kennurum við gagnfræðaskóla er skylt að hafa. B) 6. Landsþing K. í. telur nauðsynlegt, að húsmæðraskól- ar í sveit starfi 10 mánuði á ári. Vegna þess, að sjálfsagt er, að þar verði kennd garðyrkja, nið- ursuða og sláturgerð, meðferð mjólkur og hirðing húsdýra, tel- ur þingið æskilegt, að skólarn- ir hefjist um áramót, en sum- arfrí verði,6—8 vikur í mánuð- unum júlí og ágúst. C) 6. Landsþing K. í. telur sjálfsagt, að Húsmæðrakennara- skóli íslands verði heimavistar- skóli í nánd við Reykjavík og hafi skólinn land og bú til um- ráða. Skólinn hafi aðgang að vöggustofu og sé lögð hin rík- asta áherzla á að gera nemend- urna hæfa til að kenna verð- andi mæðrum um undirstöðu- atriði andlegrar og líkamlegrar meðferðar barnsins fyrstu árin. 3. Útvarpsfræðsla. Svava Þórleifsdóttir hafði framsögu. Lýsti hún óánægju sinni yfir því, að húsmæðratími útvarpsins hefði verið lagður niður og taldi nauðsynlegt, að slíkur húsmæðratími yrði aftur upptekinn og þá á víðtækari grundvelli en áðuy. Þingið veitti þessu xháli mjög góðar undh> tektir. 4. Kvennaheimilið Hallveigarstaðir. Fyrir þinginu lá bréf frá skila- nefnd Hallveigarstaða, þar sem K. í. var boðið að kjósa 3 konur í stjórn hins: væntanlega kvennaheimilís, Hallveigarstað- ir. Samþykkti þingið einróma að taka boði þessu og voru þær frú feteinunn H. Bjarnason, frú Guðrún Pétursdóttir og Svava Þorleifsdóttir kosnar í stjórnina af hálfu sambandsins. Epn- fremur 'var ákvarðað að, leggja fram fimm þúsund krónur á ári í fimm ár til þess að tryggja K. í. húsnæði fyrir skrifstofu sína í Hallveigarstöðum, þá er byggingin kæmist upp. 5. Málgagn fyrir K. í. %Valgerður Helgadóttir frá Sambandi sunnlenzkra kvenna óskaði éftir, að, K. í. eignaðist málgagn, þar sem rædd væru mál sambandsins. En þótt það. væri almennt álit þingsins, að slíkt málgagn væri æskilegt innan fárra ára, var þó málið ekki talið tímabært, aðallega sökum fjárskorts. 6. Sýningar. Rannveig Kristjánsdóttir sagði frá þeim athugunum, er hún þegar hafði gert í samráði við stjórn K. í. á því, hvort til mála gæti komið, að sambandið beitti sér fyrir manneldissýningu og síðar meir, ef til vill, fyrir víð- tækari heimilismálasýningu, og æskti þingiðlmjög eftir, að slíkt mætti takast. 7. Handbók fyrir húsmæður. Frú Jónína Líndal frá Lækja- móti taldi æskilegt, að sam- bandið.ynni að því, að gefin væri út Handbók fyrir húsmæður, og lagði hún nokkur drög að því, hvernig slíkri bók skyldi háttað. Málinu var vísað til milliþinga- nefndar, er kosin var á þinginu og eiga í henni sæti þær Jónína Líndal, Fjóla Fjeldsted og Rann- veig Kristjánsdóttir. 8. Ullariðja. Frú Viktoría Bjarnadóttir flutti erindi um ullariðju og var það í beinu framhaldi af því, er hún ræddi á auka-Landsþingi síðastliðið vor og í útvarpserindi á húsmæðraviku B. í. í vetur. 9. Sveppager til bökunar. Samþykkt var að beina þeirri áskorun til þings og stjórnar, að leyfð yrði sala á sveppageri (þ. e. þurger og pressuger) til bök- unar í heimahúsum. 10. Áhöld til heimilisnotkunar. Fyrir þinginu lá bréf frá Sam- bandi sunnlenzkra kvenna, þar sem mælst var til þess, að K. í. reyndi að hlutast til um, að inn í landið yrðu flutt hentug áhöld til heimilisnotkunar og var stjórn sambandsins falið að fylgjast með þeim málum og gera þær ráðstafanir, sem fram- kvæmanlegar væru. Þinginu lauk á föstudags- kvöld. En á laugardaginn sátu þingkonur boð forsetafrúarinn- ar á Bessastöðum og skoðuðu að því loknu handavinnusýningu húsmæðraskóla Reykjavíkur samkvæmt boði forstöðukonu skólans, frú Huldu Stefánsdótt- einhvers konar dauða beljuvél, sem framleiddi gervimjólk og byggi síðan úr henni gervirjóma. Nú er þessi fyndni orðin úrelt. Efnafræðingar Fords hafa fram leitt mjólk úr soyabaunum ár- uiú saman. Það er meira að segja sannað, að sú mjólk inni- heldur mörg mjög þýðingarmikil næringarefni. Á lista Fords yfir fæðutegund- ir, sem framleiddar eru úr soya- baunum eru meðal annars kjöt, ostur, morgunverðar réttir, kex, makkarónur, brauð, sæt mjólk, rjómamjólk og kaffi. Úr soyabaunum eru einnig framleidd vitamínin A, Bl, C, G, og K-vitamín sem mikilsvert er fyrir blóðið, fæst einnig úr soyabaunum. Flestar fæðuteg- undir, sem eru búnar til úr soyabaunum, eru ríkari af vita- míni og öðrum þýðingarmiklum næringarefnum, heldur en upp- runalega fæðutegundin var. Bæði Bandamenn og Þjóðverj- ar höfðu komið auga á hina miklu þýðingu soyabaunarinnar og notað hana óspart í þarfir hersins. Rannsóknarstofur Fords hafa einnig gert tilraunir með gervi- ullarframleiðslu úr soyabaun- um. Ford er sjálfUr oft í fötum úr soyabaunum og reynslan virð ist gefa til kynna, að föt úr þeim má framleiða með minni til- kostnaði en úr nokkru trefja- efni, sem áður hefir verið notað. Tveir japanskir vísindamenn framleiddu ull úr soyabaunum fyrir stríð og héldu því fram, að hægt væri að framleiða alföt á karlmann úr því efni fyrir minna en einn dollar (kr. 6,50). Madison-háskólinn í Banda- ríkjunum er menntastofnun, er hefir breytt efnafræðirannsókn- um á landbúnaðarsviðinu í arð- vænlegt fyrirtæki. Stofnun þessi greiðir allan reksturskostnað og meginið af námskostnaði 400 stúdenta með því að reka búgarð sem er 900 ekrur lands. En þar er lika rekinn iðnaður, sem fram leiðir úr uppskefunni, fæðu handa skólanum sjálfum og einnig til sölu. Aðallega eru ræktaðar þarna soyabaunir, en úr þeim eru búnar til um 30 mismunandi fæðutegundir, allt frá kjöti til kaffis. Þær tilraunir, sem hér hafa að framan verið nefndar með s^yabaunir, eru aðeins teknar sem dæmi um það, sem nú fer fram í rannsóknarstofum og verksmiðjum víðs vegar um Bandarík'in. Soya-plastic er mikið notað í „jeepa“, flugvélar og mörg önn- ur hergögn og vélar. Soyaupp- skeran er ennfremur notuð í glycerin, sprengiefni, glerung, gljákvoðu, vatnsþétt efni, linol- eum, málningu, sápu og prent- svertu. Ef draumar efnafræðinga ræt- ast, þá munu bændur ekki brenna ódýrasta hlutanum af kornuppskeru sinni, eins og kom ið hefir fyrir vegna þess, að það var ódýrara eldsneyti en kol. Vísindamaður einn á fram- leiðslusviðinu hefir látið þau orð falla, að það væri erfitt að finna þá grein iðnframleðslunn- ar, þar sem_ kotrn væri ekki nytsamlegt. Úr því er búin til fjöldi af nýtízku iðnaðarvörum, þar á meðal línsterkja, blek, lím og sprengiefni. Líklega hefir enginn komið fram með jafn merkilegar tilgát- ur um framtíðar nytsemi korns og W. J. Hale, sem er helzti brautryðjandi efnafræðirann- sókna á þessu sviði. Hale heldur því fram, að hægt sé að blanfla vínanda framleiddum úr korni saman við benzín og nota það þannig, sem venjulegt brenslu- efni fyrir mótorvélar. Hann sag- ir, að 10% blanda muni koma til með að auka notkun korns um 35% í Bandaríkjunum. í mörg ár hefir bómull verið aðal-akuryrkjxwara Bandaríkj- anna. Ef efnafræðitilraunirnar heppnast vel, sem full ástæða er til að ætla, þarf ekki að bera áhyggjur af því þó að uppskeran aukizt um 18 miljón smálestir. Sú aukning fer öll til rannsókn- arstofa og iðnaðarins, þegar rannsóknum sleppir, og verður breytt í einhver önnur efni, sem minna er til af. Bómull hefir reynst bæði hag- kvæm og notadrjúg í ýmiskonar tilbúin efni. Hús geta verið eld- traust, ef gólf, veggir og loft er klætt bómullar eldvarnar dúk. Fyrir nokkrum' árum reyndi veg&málaráðuneytið í ’ Banda- ríkjunum að gera við holur á steinsteyptum vegum með bóm- ullar mottum. Það hefir tekið nokkurra ára tilraunir að .kom- ast að því, hvernig þetta verður haganlegast gert. Nú ætti þetta að fara að verða fullreynt og mennn búnir að læra það af reynslunni, sem þarf. Ef stjóm Bandaríkjanna hyggst að leggja miklar akbrautir um landið að striðinu loknu, er ábyggilegt, að ekki mun veita af miljón böllum árlega af bómull til þessara hluta. Bómullarefni hafa einnig ver- ið'notuð með góðum árangri til að hafda gljúpum jarðvegi sam- an til þess að nytjajurtir geti auðveldar skotið rótum. Þykir þetta auka mjög á öryggi og góða uppskeru viðkomandi jurt- ar. Bómull er þegar notuð í stór- um stíl við framleiðslu hjól- barða, pappírs, sprengiefnis og hundruð annara vara. Margar munu aukast stórlega, þegar styrjöldin er til lykta leidd. Nokkrar nýjar og eftirtektar- verðar tilraunif hafa verið gerð- ar með að framleiða gervitrefja- efni úr ólíkum efnum. Efna- fræðingur nokkur hefir t. d. framleitt ullargarn úr eggja- hvítu. Annar hefir búið það til úr bómullarfræi og kjöti. Enn annar hefir búið þaði til úr stönglum bómullar jurtarinnar. Ein merkilegasta nýjungin á sviði vefnaðarvöruiðnaðarins er framleiðsla á klæðnaði úr kín- versku jurtinni Romie. Þetta er því merkilegra, þar sem notkun þessarar jurtar sem trefjaefnis er jafngömul mannkyninu. Þetta klæði er tíu sinnum sterkara en bómull og mörgum sinnum sterkara en hampur. Það hefir meira þennsluþol og hleypur minna en ull eða gervi silki, og þolir betur vatn. Það er eins fagurt að útliti og lín, en ekki eins móttækilegt fyrir brot. Af þessu trefjaefni er hægt að framleiða. meira magn á minna landi og fyrir minna verð pn bómull. Föt úr því eru endingarbetri og fegurri útlits. í Kína hefr það verið fram- leitt í mörg þúsund ár, en ekki notast sem skildi vegna þess, að það varð að taka það með höndunum. Tveir uppfinninga- menn hafa nú fundið aðferð, til að gera það með vélum, enda er þá um stórfellda framleiðslu að ræða. Að því er ýmsum getum leitt, hvað mikið gúmmímagn muni verða framleitt úr kornvínanda og öðru landbúnaðarliráefni þegar friður er aftur kominn á. Nú þegar framleiða Bandaríkja- menn árlega um 90 þús. smál. af gúmí úr einni tegund jurta, þ. e. vínanda hveitisins. Þetta er um sjöundi hluti af ársþörf- um almennings. Til þess að framleiða þetta magn af gúmí með gömlu aðferðinni þyrfti um 18,000,000 tré og a. m. k. 100 þús. verkamenn á Malaya, og er þá ekki of mikið sagt. Þegar Bandaríkjastjórn gerði ásetlanir um aukna gervigúmí- framleiðslu þar í landi, var á ætlað að sú framleiðsla væri komin upp í 80 þús smál. á þessu ári (1945). En útkoman varð mun betri. Vegna aukinnar þróunar á gervigúmísfram- leiðslu úr fleiri efnum en 4ður þekktiLst til þeirra hluta, fór framleiðslan langt fram úr á- ætlun. í þessu sambandi má geta þess, að þrjú stórfyrirtæki í Banda- ríkjunum framleiða nú á ári hverju um 25 þús. smál. af gervi- gúmí úr soyabaunum. Áætlanir hafa komið fram um að búast megi við 200 þús. smál. á ári, af gervigúmí, þegar hafin hefir verið ræktun rússneskrar fíflategundar, er nefnist Kok- saghyz, í því skyni. Nokkrir sér- fræðingar Bandaríkjastjórnar, sem fylgzt hafa með tilrauna- þróun þessarar jurtar telja þess- ar áætlanir þó of bjartsýnar, en þó hefir 21 tilraunastöð byrj- að á tilraunum með ræktun hennar, auk mjólkurviðar og fjölda annara viðartegunda. Suðrænn pílviður hefir jafnvel dregið að sér athygli vísinda- manna og hafa tilraunir verið hafnar með hann til gervigúmí- framleiðslu. Þó að hinn upprunalegi til- garigur með hirysi svokölluðu landbúnaðarefnafræði í Banda- ríkjunum, hafi verið að finna markaði fyrir úrgangsvörur landbúnaðarins, með því að breyta efnunum í gerviefni, hef- ir samt þróunin í gerviefna- framleiðslunni orðið mun víð- tækari. Það hefir komið í ljós, að kornúrgangur, úrgangur er verður við slátrun búpenings og ýmiskonar rusl, er verðmæti, sem vert er að gefa gaum. Efna- fræðingar hafa t. d. getað fram- leitt hreinsunarvökva fyrir flugvélahreyfla og kork úr hnetuhýði. \ Benzín er farið að framleiða úr kornstönglum og skemmdum ávöxtum og gúmí úr korni. Nokkrir efnafræðingar halda því fram, að hægt sé að fram- leiða fimmtán efni úr kornhýði einu saman. Þekktum amerísk- um efnafræðing, dr. Carver, hefir tekizt að búa til gervi- marmara úr viðarsagi og hann hefir einnig framleitt úr Ala- bama-leir ódýra málningu, sem fáíækir bændur í héraði hans hafa notað árum saman. Styrjaldarframleiðsla Banda- ríkjanna Ijefði getað beðið var- anlegt tjón, við missi nær allrar tinframleiðslu þeirra til Japana, ef ekki hefði tekizt að framleiða tináhöld með því að blanda, með aðstoð rafmagnsins, stáli saman við tinið, án þess að það kæmi að sök. Þannig hafa Bandaríkja- menn uppgötvað, að þeir komast af með % minna tin en áður. Einnig hefir ameríska efna- fræðingnum dr. Paúl D. Watson tekizt að framleiða ágætt tin- efni úr undanrennu. Þessi upp- götvun getur vitanlega haft stórvægilega þýðingu í framtíð- inni. Á amerískum búgörðum er fræhýði bómullarinnar stór- kostleg úrgangsvafa, og stund- um er jafnvel miklu af fræi hent eins og það kemur fyrir. Það svaraði ekki kostnaði, að safna fræinu saman og aka því (Framhald á 7. síðu) 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.