Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFPANDI: FR AMSÓKN ARFLOKKURINN. Simar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.f. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Simar 2353 og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðjudaglnn 19. júní 1945 45. blað Lýðræðinu verður bezt íullnægt á grundvelli samvinnusteinunnar Sextíu fulltrúar sóttu þing Samb. ungra Framsðknarm. Skýrt frá störfum þingsins og kosningu nýrrar sambandsstjórnar. Stjórnmálayíírlýsing þriðja þings S. U. F. Sambandsþing ungra Framsóknarmanna lýsir yfir því, að það telur höfuðnauðsyn að halda í heiðri grundvallarskilyrði lýð- ræðisins, svo sem rétt þegnanna til hugsanafrelsis og félaga- frelsis, menntunar, atvinnu og framfærslu og skyldu þeirra til þess að vinna hver þau þjóðnytjastörf, sem fyrir liggja, og hlýðn- ast stjórnarskrá og lögum landsins. Sambandsþingið telur að andi þessarar stefnuskrár náist bezt á grundvelli samvinnunnar, þar sem hún sameinar ábyrga og réttmæta þátttöku einstaklingsins í stjórn og arði fyrirtækja og framleiðslu og fyrirbyggir óeðlilegt vald og gsóða einstakra manna. ' Þinginu er það Ijóst, að vinnufriður í landinu hlýtur að byggj- ast á jöfnuði og gagnkvæmu trausti milli stétta og héraða. Það telur því hina mestu nauðsyn að afnema stórgróða og forréttindi einstakra manna og stétta og að jafna stjórnarfarslega og fjár- hagslega aðstöðu hinna ýmsu landshluta og Reykjavíkur. Jafnframt gerir þingið sér grein fyrir því, að íslenzk framleiðsla verður ekki samkeppnisfær á heimsmarkaði nema dýrtíð og framleiðslukostnaður verði fært til samræmis við það, sem er í öðrum löndum. Niðurfærsla verðlags og kaupgjalds er því aðkall- andi nauðsyn, enda sé þess gætt að skattleggja stórgróða síðustu ára í samræmi við það, en kaupgeta almennings verði ekki minnkuð. Ennfremur telur þingið óumflýjanlegt, að gerðar verði örugg- ar ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að framleiðsla lands- manna við sjó og í sveit dragist saman eins og líkur benda til að verða muni, ef fólk leitar svo mjög, sem nú er, annarra starfa en framleiðslunnar. Sambandsþingið telur stefnu núverandi ríkisstjórnar hættu- lega og sé því sérstaklega brýn þörf fyrir öflug samtök þjóðlegra NÝ STORVELDARAÐSTEFNA I VÆADLM. Innan skamms mun verða haldin ný stórveldaráðstefna, sem verður eins konar framhald Krímfundarins, og munu þeir Truman, Churchill og ' Stalin mœta á henni. Líklegt þykir, að ráðstefnan verði haldin í Berlín. Mynd Jiessi var tekin af þeim Stalin og Churchill á Krímfundinum, en þriðji aðalmaðurinn þar, Roosevelt, Bandaríkjaforseti, er fallinn í valinn. Adalfundur Kaupfélags Þíngeyinga og frjálslyndra umbótamanna til að koma fjármálum og atvinnu- rekstri þjóðarinnar á heilbrigðan grundvöll, svo að tryggja megi nauðsynlegar framkvæmdir og almenna velmegun. Aðrar ályktanir þingsins Endurskoðun stjórnarskrárinnar. Sambandsþing ungra Fram- sóknarmanna leggur áherzlu á það, að við endurskoðun stjórn- arskrárinnar verði þjóðinni gef- inn kostur á að fylgjast vel með umræðum og ýmiskonar tillög- um, sem fram kunna að koma. Mælir það eindregið með því, að skipað verði sérstakt stjórnlaga- þing, (þjóðfundur), þar sem það er eina ráðið til þess, að stjórnarskrármálið verði að- greint frá öðrum málum og kosið um það eitt og sérstak- lega. Verði sú stjórnarskrá, sem þar yrði samþykkt, síðan borin undir þjóðaratkvæði til sam- þykktar. Landbúnaðarmál. Þriðja þing Sambands ungra Framsóknarmanna telur mikla nauðsyn bera til, að hraða rækt- unarframkvæmdum svo, að bændur landsins geti tekið allan heyfeng sinn á ræktuðu landi og lýsir yfir Stuðningi sínum við jarðræktarlagafrumvarp milli- þinganefndar B. í., sem svæft var á sfðasta Alþingi. Þingið telur landgræðslumálið eitt hið stærsta mál þjóðarinn- ar, og bendir í því sambandi á þau verkefni, sem sinna verði í næstu framtfð að koma upp víð- áttumiklum girðingum til sand- græðslu og skógræktar og að ræsa fram stóra mýrarflóa í byggðum og víðar, þegar ráð- úm gefst til. Þinginu er það íjóst, að korn- rækt á að vera fastur liður í bú- skap á íslandi og telur því, að nú sé þýðingarmikið að veita allri viðleitni í þá átt stuðning og sérstaklega að stuðla að því, að tilraunir verði gerðar með akurreinar milli skjólbelta úr skógargróðri. Ennfremur lítur þingið svo á, að hraða beri sem unnt er bygg- ingu áburðarverksmiðju og skorar jafnframt á Alþing og ríkisstjórn að hefja fram- kvæmdir eigi síðar en á næsta ári. Sjávarútvegsmál. Þriðja þing S. U. F. telur það eitt af meginverkefnum þings og ríkisstjórnar að vinna að efl- ingu og aukningu sjávarútvegs- ins. Meðal þeirra úrræða, sem þar koma fyrst til greina, er að auka svo fjárráð Fiskimálasjóðs að hann geti veitt aukna styrki til skipakaupa, rannsóknar- starfsemi, markaðsleita og ann- arrar starfsemi *í þágu útvegsins. Þá ber að leggja mikið kapp á eflingu hvers konar samvinnu- starfsemi í þágu útvegsins, t. d. fiskisölusamlaga, olíusamlaga, sameiginlegra viðgerðarstöðva, og þannig verði útgerðarkostn- aðurinn stórlega lækkaður til hags fyrir útvegsmenn og sjó- menn. Iðnaðarmál. Þriðja þing S. U. F. leggur áherzlu á, að iðnaðurinn verði viðurkenndur sem einn af aðal- atvinnuvegum þjóðarinnar við hliðina á landbúnaðinum og sjávarútveginum, og verði því að honum búið af hálfu Alþingis og stjórnarvalda í samræmi við það. Má í þessu sambandi minna á það, að nauðsynlegt er á næstu árum að auka hvers konar iðn- að til að bæta hagnýtingu land- búnaðarafurða og sjávarafurða, ef ekki á að láta mikil verðmæti fara forgörðum. Verður það að (Framhald á 8. síöu) Aðalfundur Kaupfélags Þing- eyinga var haldinn í Húsavík dagana 27.—29. apríl s. 1. Var þetta 64. aðalfundur félagsins. Fundinn sátu 65 fulltrúar frá 17 deildum, auk félagsstjórnar, endurskoðenda og forstjóra. Á fundinum var gefin ýtarleg skýrsla um starfsemi félagsins á síðastl. ári. Vörusala félags- ins á árinu sem leið nam kr. 3.211.594,00 í búðum þess, og hafði aukizt um 134 þúsund. Auk þess seldi félagið innlendar vörur til neytenda og beitusíld fyrir 386 þúsund. — Stofnsjóð- ur félagsmanna er nú 220 þús- und og hefit aukizt á árinu um 391/2 þús. Varasjóðir félagsinls eru 617 þúsund og hækkuðu á árinu um 134 þúsund. — Ákveð- ið var að greiða félagsmönnum 8% í arð af ágóðaskyldum við- skiptum þeirra. Af þessu voru 3% lögð í stofnsjóð, en 5% út- borguð.' Á árinu var lokið við viðgerð og endurbætur á húsinu „Garð- ar“ og þar á neðstu hæð opnuð Uppeldismálaþing* Fjórða uppeldismálaþing sam- bands ísl. barnakennara var sett í gær kl. 4 í Kennaraskólanum •í Reykjavík. Ingimar Jóhannes- son, forseti sambandsins, setti þingið með snjallri ræðu. Eftir þingsetninguna flutti Helgi El- íasso>,.fræðslumálastjóri, fram- söguerindi um frumvörp milli- þinganefndar I skólamáluta um fræðslu barna og skólakerfi og fræðsluskyldu. í gærkvöldi kl. 8,30 flutti Ár- mann Halldórsson skólastjóri framsöguerindi um kennara- menntunina. Dagskrá þessa þings er ein- göngu um tillögur milliþinga- nefndar í skólamálum. Fyrsti forseti þingsins var Sveinn Hall- dórsson, kennari í Görðum. Þingið sitja hátt á annað hundrað kennarar víðs vegar af landinu. sölubúð með skó- og vefnaðar- vörur hinn 9. júlí sl. Úr Menn- ingarsjóði félagsins voru veittir þessir stytkir: Til Sýslubóka- safnsins kr. 1000.00. Til skóg- ræktar kr. 1000.00. Til viðgerðar á bókhlöðunni í Húsavík kr. 5000.00. Til Búnaðarsambands Þingeyinga, til bændafarar, kr. 1000.00. — Fundurinn sam- þykkti að félagið keypti 25 þús- und kr. hlutafé í fyrirhuguðu útgerðarfélagi í Húsavík, að þvi tilskildu, að félagið verði stofnað fyrir apríllok 1946. Fundurinn fól stjórninni að láta rannsaka nú þegar skilyrði til .mjólkurvinnslustöðvar í Húsa- vík. Fundurinn samþykti tillögu um að skora á ríkisstjórnina að hefja nú þegar á þessu ári und- irbúning að byggingu áburðar- verksmiðju. Fáist það hins vegar ekki framgengt, var fundurinn hvetjandi þess, að SÍS og deild- ir þess tækju málið í sínar hend- ur, að fengnum þeim trygging- um og aðstoð frá ríkinu, sem Búnaðarþingið gerði tillögur um. Samþykkt var áskorun til sauð- fjársjúkdómanefndar, að hún vinni að því, að lokið verði nú þegar á næsta hausti fjárskipt- um á svæðinu milli Jökulsár og Skjálfandafljóts, en á því svæði eru nú tveir hreppar með sjúkan fjárstofn, Mývatns- sveit og Bárðardalur. * Endurkosnlr í stjórn K. Þ. voru þeir: Björn Sigtryggsson, bóndi á Brún, og Illugi Jónsson, tbóndi í Reykjahlíð. Fulltrúar á aðalfund SÍS: Þórhallur Sig- tryggsson, framkvæmdastjóri, (Framhald á 8. síðuj I DAG birtist á 3. sí5u grcin er nefn- ist Félagsheimili í sveitum, eftir Daníel Ágústínusson, erindreka. Neðanmáls á 3. og 4. síðu er grein um efnafræðiframfarir, einkum á sviði landbúnaðarins í Bandaríkjunum, eftir Ross L. Holman. 1 ----■----——------------------ Þriðja þing Sambands ungra Framsóknarmanna var haldið að Laugarvatni dagana 15.—16. júni síðastl. Þingið sóttu um 60 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Á þinginu voru samþykktar margar ályktanir, bæði varðandi landsmál og sérmálefni S. U. F. Kosin var ný stjórn fyrir S. U. F., sem að mestu leyti er skipuð nýjum mönnum, þar sem flestir þeirra, sem áður skipuðu hana, eru nú að komast á þann aldur, að þeir munu hætta að starfa innan samtaka ungra Framsóknarmanna. Þingið var sett að Laugarvatni kl. 41/2 síðdegis á föstudaginn. i Á fyrsta fundinum gáfu fráfar- andi formaður, ritari og gjald- keri skýrslur um störf og efna- hag S. U. F. á liðnu kjörtíma- bili, en síðan fóru fram nefnd- arkosningar. Nefndarstörf fóru fram um kvöldið. Á laug- ardaginn voru nefndarálit af- greidd og urðu talsverðar um- ræður um sum þeirra. Ályktanir þingsins um landsmál, eru birt- ar á öðrum stað í blaðinu, en á- lyktanir þess um sérmálefni S. U. F. munu verða sendar félög- um og trúnaðarmönnum þess. Seinni fundardaginn flutti Eysteinn Jónsson erindi, er fjall- aði um stefnu stjórnmálaflokk- anna, og Bjarni Bjarnason flutti erindi, er fjallaði um skólamál og sam^ök bænda. Var báðum þessum erindum mjög vel tekið. Á seinasta þingfundinum voru fluttar allmargar hvatningar- ræður og sungin ættjarðarkvæði. Þá voru þeim mönnum, sem starfsemi S. U. F. hafði hvílt mest á undanfarin ár, færðar þakkir og þó sérstaklega þeim Þórarni Þórarinssyni, er hafði verið formaður S. U. F. frá stofnun þess, Jóni Helgasyni, er verið hafði jafnlengi í stjórn- inni, Guðmundi V. Hjálmars- syni, er var fyrsti ritari S. U. F. og vann mikið að stofnun þess, Jóni Emil Guðjónssyni, er var ritari S. U. F. seinasta kjörtíma- I bil, og Daníel Agústinussyni, er verið hafði gjaldkeri S. U. F. undanfarið og unnið hafði mik- ið starf í þágu þess. Þá voru Bjarna Bjarnasyni færðar sér- stakar þakkir. Hafa öll þing S. U. F. verið haldin að Laugar- vatni og hefir Bjarni sýnt S. U. F. mikla greiðvikni í þvi sam- bandi. Það er ekki ofsagt, að þingið einkenndi mikill áhugi fyrir stefnu Framsóknarflokksins og eflingu hans. Sýndu margir full- trúahna líka, að sá áhugi var meira en orðin ein, þar sem þeir höfðu lagt á sig erfið og kostn- aðarsöm ferðalög til að geta sótt þingið. S t j órnar kosningf n. Stjórn S. U. F. er þannig skip- uð, að hvert kjördæmi á þar full- trúa, auk sérstakrar fram- kvæmdastjórnar í Réykjavík, —? Kosningar í stjórn S. U. F. fóru að þessu sinni þannig: í framkvæmdastjórnina í Reykjavík voru kosnir: Formaður Jóhannes Elíasson, stud. jur., ritari Andrés Krist- jánsson kennarij gjaldkeri Gutt- ormur Óskarsson fulltrúi, með- stjórnandi Friðný Pétursdóttir skrifstofumær. Varamenn voru kosnir: Þorgerður Þorvarðsdótt- ir, Guðni Þórðarson, Sigurður (Framhald á 8. síðu) Ofbeldi kommúnista í Kaupfél. SíglHrðínga Im 70 menn reknir úr félaginu. Kommúnistar hafa framiff nýjan ofbeldisverknaff í Kaup- félagi Siglfirffinga, sem er alveg einstæður hér á landi. Eins og áffur hefir veriff skýrt frá, töpuffu þeir í flestum deildum kaupfélagsins, þegar kosnir voru fulltrúar á aðal- fund þess. Hugffust þeir samt geta beitt brögffum til aff halda völdunum áfram og hefir því tvívegis þurft að fresta aðalfundinum. Að lokum var kommúnistum þó ljóst, aff ekki myndu neinir smáklækir koma aff gagni, og vap því Áki Jakobsson kvaddur norffur til aff gefa ráff, sem dyggffu. , Nokkru eftir komu hans þangaff, voru 29 fulltrúar, sem sæti áttu á aðalfundinum, reknir úr félaginu af fráfarandi stjórn, sem var komin í augljósan minnihluta í félaginu, og síðan hefir brottrekstrunum veriff haldið áfram, og mun í gærkvöldi hafa veriff búiff aff reka um 70 manns úr félaginu. Jafnframt hefir þessi fráfarandi stjórn auglýst nýja deild- arfundi til aff kjósa fulltrúa á nýjan aðalfund, og þykist nú vera orffin viss um sigur þar eftir þessa stórfelldu „hreingerningu“. Þaff þarf vitanlega ekki aff taka fram, aff þetta framferffi hinnar fráfarandi stjórnar er byggt á fullkominni lögleysu og fulltrúar þeir, sem var búiff aff kjósa áffur en brottrekstr- arnir hófust, munu því ljúka aðalfundinum, eins og lög standa til. Þessi framkoma kommúnista er eigi aff síffur hiff Ijósasta dæmi um einræffi og ofbeldi þeirra, sem ætti aff verffa öllum frjálshuga mönnum hvatning til aff herða bar- áttuna gegn þeim. Saga átakanna í Kaupfélagi Siglfirðinga, er á margan annan hátt lýsir þessu innræti kommúnista, mun rakinn nánara hér í blaðinu innan skamms, svo aff menn geti fengiff sem ljósasta mynd af þeim háska, sem hér er á ferff- um, ef ekki verffur kröftuglega gegn honum risiff.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.