Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.06.1945, Blaðsíða 2
2 TÍMrVTV, ftriðjndaginn 19. júní 1945 45. bla» Þriðjudafjur 19. júní Ráðleysi ríkisstjórn- arinnar og sjávar- þorpin Um þær mundlr, sem stjórnin var mynduð, lét hún Áka Ja- kobssön gera grein fyrir því í útvarpsræðu, að bændur þyrftu ekki að vænta góðs af stjórn- innl. Það væri synd að segja, að ekki hafi verið við þetta staðið. Eftirgjöf bændanna, sem átti að vera fyrsta skrefið til lækkunar dýrtíðinni, var notað til þess að kaupa fylgi kommún- istanna við Ólaf Thors. Fram- faramálum landbúnaðarins vís- að frá með fyrirlitningu og það eina, sem fallið hefir í bænd- anna hlut eru hótanir og svig- urmæli. í þessu hefir væntan- lega engum komið neitt á óvart. Um sama leyti, sem Áki lýsti viðhorfi stjómarinnar til land- búnaðarins, var hafinn lofsöng- urinn um þá dýrð, sem sjávar- útvegsmenn ættu í vændum. Nú skyldi hefj'ast nýtt glæsilegt tímabil í þeirra sögu. Fáir munu treystast til að halda því fram, að skrum stjórnarlnnar um sjávarútvegs- málin hafi verið jafn vel efnt og hótanirnar í garð landbúnaðar- ins. Litum til sjávarþorpanna víðsvegar um landið og sjáum hvernig verðbólgustefna ríkis- stjórnarinnar leikur þeirra at- vinnulíf. Með nýju launalögunum er lægstlaunuðu skrifurum í þjón ustu ríkisins ætlað álíka hátt árskaup fyrir 6 tíma vinnu og verkamenn í þorpum landsins geta fengið með því að vipna 8 tíma hvern einasta virkan dag ársins. Samt er þetta kaupgjald í þorpum orðið svo hátt, saman- borið við afurðaverð og fram- leiðslutekjur, að hraðfrysting og annar atvinnurekstur, sem bundinn er útflutningi er farinn að dragast stórlega saman. Sjó- menn á smærri fleytum eru oft ekki nema hálfdrættingar á við þá, sem í landi sitja. Alltaf verð- ur erfiðara og erfiðara að fá sjómenn á vélbátaflotann, þrátt fyrir glæsileg aflabrögð í skjóli friðunar fiskimiðanna á styrj- aldarárunum. Alltaf fjölgar út- lendum sjómönnum i vélbáta- flotanum af þessum ástæðum og víða horfir þannlg, að bátar verði að liggja við festar yfir hábjargræðistímann. Verðbólgan grefur undan af- komu útvegsmanna og fiski- manna og svo langt gengur þessi vitleysa, að þeir sem stíga á land til þess að njóta háa kaup- gjaldsins verða að fórna því á altarl verðbólgunnar jafnharð an. — Framleiðslukostnaður sjávar- útvegsins vex með hverju tungli. Oliuhækkun, kaupgjaldshækk- anir, hækkun tekjuskatts, veltu- gjald, og útsvarshækkanir í óseðjandi verðbólguhít ríkis- og sveítarsjóða. Yfir vofir svo ný verðbólgualda með haustinu, undirbúin með kauphækkunar- öldu þeirri, sem hefst með nýju launalögunum. Stjórnin horfir á og hrópar. Allt í lagi. Allir græða á verð- bólgunni. Atvinnuvegirnir þola þennan framleiðslukostnað og þó meiri væri. En fjármálaráð herrann hefir ekki við að reita saman skattana til þess að leyna , því með niðurborgunum um stundarsakir, að verðbólfjún er orðin ennþá stórkostlegri en fram er komið. Innan um ný- sköpunarstaglið og upphrópanir forsætisráðherra um skýjaborg- irnar heyrast svo stunur fjár málaráðherrans um þær ógöng ur, sem í sé komið. Þetta er ömurlegt ástand um forystuna í landsmálum. En það verður að horfast í augu við þetta eins og það er. Nefndarbákni, sem kostar hundruð þúsunda, heflr verið komið á fót, til þess að greiða fyrir byggingu nokkurra mótor báta, sem ekki ná nándar nærri þvi markl, að koma I staðinn fyrir þá báta, sem verðbólgan A víðavangi Það, sem ekki mátti gera. Ólafur segir í ræðu sinni á landsf. Sjálfst.m. að Frams.fl. hafi sett þá kosti fyrir samstarfi að tryggt var.að eigi yrði að þeim gengið. Það þarf góða heilsu til þess að halda þessu fram. Kost- irnir voru: Stöðvun dýrtíðarinn- ar, hallalaus fjárlög, jarðrækt-. arlögin, efling Fiskimálasjóðs og stefna milliþinganefndarinnar í raforkumálum. Þetta eru þau framfaramál, sem almenningur í landinu hefir mestan áhuga fyrir. Nú hefir formaður Sjálf- stæðisflokksins sagt álit sitt á þeím og er óvenju hreinskilinn. Að þessu var ekki hægt að ganga! Það, sem hægt var að gera. En það var hægt að ganga að því að lækka kaupgjald bændanna, setja launalög, sem auka útgjöld ríkissjóðs um 8 milj. kr. á ári, hækka kaup- gjald hæstlaunuðu stéttanna innan Alþýðusambandsins, lofa kostnaðarsömum alþýðutrygg- ingum órannsakað og út í blá- inn, hlífa stríðsgróðanum og leggja á veltuskatt, afgreiða tekjuhallafjárlög, vísa frá öllum raunhæfum framfaramálum, gala um nýsköpun og taka að sér að prédika dýrð verðbólg- unnar. En sá er líka munurinn að Ólafur Thors fékk að vera for- sætisráðherra. Mikil er sú þjóð- h^llusta og mikið mega menn vera Ólafi Thors þakklátir fyrir bann skörungsskap og þá fóm- arlund, sem hann hefir sýnt allt frá því, að hann sveik í dýtíðar- málinu haustið 1941 og síðan aftur í kjördæmamálinu 1942. Nú er Ólafur hræddur. Einn af nánum samstarfs- mönnum Ólafs Thors hefir sagt, að hann hefði ekki hugmynd um, hvenær hann segði satt og hvenær ósatt. Þetta munu nú vera velviljaðar skýringar á op- ínberri framkomu Ólafs. Auðheyrt er að Ólafur er lauðskelkaður út af braski sínu með kommúnistum. Segir hann uú landsfundarmönnum Sjálf- stæðisflokksins þær fréttir til vitnis um, að hann hafi orðið að binda á sig halann, að Fram- íóknarmenn hafi neitað uppá- stungu Sjálfstæðisflokksins um hlutlausan forsætisráðherra. Þetta eru hrein ósannindi alveg eins og þjóðsagan um það, að Framsóknarmenn hafi ekki vilj- að neina stjórn nema undir for- sæti Björns Þórðarsonar. Aumt er að þurfa að bjóða upp á svona fóður. Væri nú ekki réttast fyrir Ól- af að hætta að gera sig hlægi- legan með því að halda fram sem aðalatriði, að ekki hafi verið hægt að mynda starfhæfa stjórn nema með þátttöku kommúnista og setja svo jafn- framt á langa ræðu um það, að hann hafi gert allt, sem* unnt var til þess að koma á samstjórn með Framsóknarmönnum án kommúnista. Það hafi svo sem ekki strandað á honum — nei öðru nær — það hafi strandað á Framsóknarmönnum. Ólafur hefir sagt, að lýðræð- ið fái ekki staðist ef upp úr slitnar samstarfi við kommún- ista. Hann hefir látið Gísla vél- stjóra og Valtý segja, að komm- únistar hafi hótað 6—12 mán- aða verkföllum og fullkominni upplausn, ef ekki yrði látið að þeirra vilja um stj órnarmyndun, og framhaldandi verðbólgu. Ól- afur hefir hreint og beint af- sakað brölt sitt og kollsteypu með því, að ekkert vit hafi ver- ið í stjórnarmyndun gegn vilja kommúnista. Er nú ekki heldur mikið á menn lagt að ætla þeim g,ð með- taka og tileinka sér þennan boð- skap og svo til viðbótar honum, að hann — Ólafur Thors —, sem þessa skoðun hefir — hafi gert allt, sem hann gat, til þess að forðast samstarfið við kommún- ista og mynda stjórn með Fram- sóknarf lokknum! Það þarf þykk flokkshöfuð og daufa sjón, til þess að taka mark á þessu hjali Ólafs Thors. „Spóalap". „Þunn ræða“. Já, það var orð- ið, sem einum Sjálfstæðismanni kvað hafa hrotið af vörum eftir ræðu Ólafs á landsfundinum. — Á svona tímamótum vænta menn þess, að forsætisráðherra einnar þjóðar segi eitthvað það (á landsfundi)sem marki stefnu — eitthvað, sem festist í huga á- heyrendanna stundinni lengur. Þessi ræða er ekkert nema vað- all — ekkert nema flatneskjan og grynnkan. — Ræðan er sannkallað „spóa- hefir nú þegar gert óstarfhæfa. Kostnaður við smíði bátanna er slíkur, að hinar nýju útgerðir eru dæmdar ,til þess að hefja starfsemi sína skuldum vafðar. í sjávarþorpum hafa menn sér það til nauðvarnar að draga saman samskotafé í útgerðina nýju, til þess að eitthvað verði bó gert og fresta því, að alger kyrrstaða um endurnýjun báta- flotans eigi sér stað. Það er Ijósasti votturinn um, hvernig verðbólgubandalag stríðsgróða- braskaranna og kommúnista hefir leikið sjávarútveginn og atvinnulíf þorpanna,að það skuli verða að draga saman með mik- illi fyrirhöfn nýtt fé í þann at- vinnuveg, sem byggja þarf á af- komu fólksins á þessum stöðum. Það er gott til samanburðar að bað þarf ekki á sama tíma að hafa mikið fyrir því að fá fjár- eigendur til þess að leggja fé sitt i^verzlunar- og verðbólgu- brask og rekstur þeirra fyrir- tækja, sem ennþá lifa hátt á viðskiptunum við framleiðslu- stéttir landsins. Helstefna núverandi stjórnar grefur undan atvinnulífi sjáv- arþorpanna og veldur kyrrstöðu áður en langt um líður. Menn berjast gegn því með hnúum og hnefum að kyrrstaðan hefjist nú þegar, og það sem gert er nú byggi^t á þrennu aðallega: 1. Fé er dregið saman frá ein- staklingum, félögum og sveita- sjóðum með því að skírskota til þegnskapar manna og stórkost- legrar nauðsynjar á endurnýj- un bátaflotans, þrátt fyrir hina gífurlegu örðugleika, sem verð- bólgan skapar. 2. Hægt er ennþá að reita fé úr framkvæmdasjóði til stuðn- ings bátasmíði, en sá sjóður var stofnaður fyrir harðfylgi Fram- sóknarflokksins. Hann verður étinn upp á þessu ári. 3. Víðsvegar um landið eru til útvegsmenn, sem vanir eru þeim störfum og líta á það, sem hlut- verk sitt að reka sjávarútgerð. Af þegnskap og myndarskap hætta margir þeirra fé sínu í lengstu lög, en þannig er hægt að fara með sjávarútvégsmálin. að þolinmæði þeirra og trú á framtíðina bresti, enda munu þeir ekki hugsa tll þess með á- nægju að dragast 'með þunga skuldabyrði á næstu árum. Þáð verður nú hlutskipti þess- ara manna að nota sjóði þá, sem verða áttu til endurnýjunar bátaflotanum, til þess að borga hæsta kúfinn af stofnkostnaði nýju bátanna, sem verðbólgan er búin að margfalda og taka síðar lán á lán ofan. Þetta er kveðjan til þeirra frá dýrtíðarbandalaginu. Það vita allir, sem við fram- leiðsluatvinnu fást, að fram- farir verða ekki nú á næstunni vegna ráðstafana ríkisstjórnar- innar. Það, sem vinnast kann mun vinnast fyrir þrautseigju manna og þrátt fyrir ráðleysi ríkLsstjórnarinnar og nær óvið- ráðanlega erfiðleika, sem hún bakar öllum þeim, er efla vilja framleiðsluna og sannar fram- farir. En þetta ástand er óþolas*di til lengdar. Verðbólgan og óvissan liggja eins og mara á framför- unum. Til lengdar endast menn ekki til þess að sækja gegn þeim þunga, sem núverandi stjórnar- stefna veltir yfir atvinnulífið • ekki fremur í sjávarþorpum en sveitum. Allar vonir um glæstar fram- farir og blómlegt atvinnulíf byggist þess vegna á því, að framfaramenn til sjávar og sveita sameinist um að hrinda af sér þessum ófögnuði. ERLENT YFIRLIT !*íaiia Dimitrofs lap“ eins og karlinn nefndi súp- una á vissum bæ. — „Að sjálfsögðu". brá Ólafur sannsögli ekki vana sínum um skáldskap og skröksagnagerð. Maður freistast til að álíta, að það sé hárrétt, sem Árni frá Múla sagði um Ól- af, að hann vissi ekki sjálfur hvenær hann segði satt eða ó- satt. Þessi skröksagnagerð í ræðum Ólafs virðist honum jafnvel álíka nautn og sælker- um að hafa krydd í mat. Það má og telja alveg óvenjulegt blygð- unarleysi að bera á borð fyrir landsfund skröksögur, sem hafa verið réknar ofan í hann áður og sumar með skjallegum gögn- um. „Hlutlaus forsætis- ráðherra“. Ólafur „trakterar" lands- fundarmenn enn á þeirri gömlu skröksögu, að Framsóknar- flokkurinn hafi engan viljað samþykkja sem forsætisráð- herra nema Björn Þórðarson. Það má teljast undravert, að ís- lenzka lýðveldið unga skuli þurfa að þola þá niðurlægingu, að forsætisráðherrann beri á borð í ræðu, sem ætti að vera um alvarleg mál, svona þvætting, sem hefir verið margrekinn of- an í hann áður. Stöðvun dýrtíðarinnar. Næsti kafli ræðu Ólafs er svo skröksagan gamla um það, að Framsóknarflokkurinn hafi í haust viljað ganga inn á kaup- hækkanir. Það hefir verið svo margsannað, að þetta er þvætt- ingur, að óþarfar eru endur- tekningar. En bíræfnin í þessum tilbúningi er einstök. Frammi fyrir sjálfum forseta ríkisins mættu allir formenn þingflokk- anna síðastliðið haust og skýrðu honum frá því, að samkomulag 12-manna-nefndarinnar um allra flokka stjórn væri strand- (Framhald á 7. síðu) ' Síðan Rússar hernámu Búlgaríu hafa fregnir af stjórninni þar verið næsta ógreinilegar.Þó þyk- ir sýnt, að kommúnistar ráði mestu í ríkisstjórn þeirri, sem þar fer með völdin undir yfir- umsjón Rússa. Stjórn þessi mun eiga að heita sambræðslustjórn róttækra flokka og flokksbrota, en áhrifa annara flokka en kommúnista virðist lítið gæta í henni, enda þótt kommúnistar hefðu sáralítið fylgi áður en hernám Rússa kom til sögunnar. Ráðherrarnir, sem fara með dómsmálin og lögreglumálin, eru báðir úr hópi kommúnista og hafa þeir líka beitt óspart þeim völdum, sem þannig hafa fallið þeim í skaut. í Búlgaríu hefír farið fram hin stórfelld- asta „hreingerning“ á kommún- istiska vísu. Nokkrir tugir fyrv. ráðherra og þingmanna hafa verið skotnir og enn fleiri dæmd- ir til fangelsisvistar og þrælk- unarvinnu. Öllum þessum mönn- um hefir verið gefin að sök of náin samvinna við Þjóðverja, en þó er vitað að sumir þeirra hafa verið alsaklausir í þeim efnum og eftir þeim reglum, sem komm- únistar hafa fylgt í Búlgaríu, væri áreiðanlega búið að lífláta þá Stalin og Molotoff fyrir þýzk- rússneska vináttusáttmálann, ef slíkar reglur hefðu gilt í Rúss- landi. Meira að segja margir þeirra, sem hafa verið dæmdir, hafa jafnan verið andstæðir Þjóðverjum, Það þykir þvi sýnt að fyrir kommúnistum hefir ekki fyrst og fremst vakað að refsa fyrir samvinnu við Þjóð- verja, heldur að uppræta póli- tíska andstæðinga, er þeir töldu sér hættulega. Einna glegsta dæmið í þeím efnum er saga af viðskiptum þeirra og bændaforingjans Dimi- trofs. Bændaflokkurinn hefir jafn- an verið stærsti og áhrifamesti stjórnmálaflokkurinn í Búlgaríu. Dimitrof var og er vinsælasti foringi flokksins. Hann hefir jafnan verið einlægur lýðræðis- sinni og beitt sér fyrir sam- vinnu við Bandamenn einkum Breta. Leiðir hans og Borisar konungs lágu því ekki saman og skarst þó fyrst verulega í odda, þegar konungur lét Búlg- aríu ganga í lið með möndul- veldunum. Dimitrof hóf þá strax virka mótstöðu og varð því að fara huldu höfði. Þjóðverjar og búlgörsk leiguþý þeirra höfðu úti allar klær til að klófesta hann. Kom svo að lokum, að Dimitrof treysti sér ekki til ann- ars en að leita á náðir sendiráðs Breta í Sofíu, en stjórnmála- samband var þá enn milli Bret- lands og Búlgariu. Töldu Bretar sér þó eigi fært að veita honum vernd í Búlgaríu og varð það því að ráði, að honum skyldi smyglað úr landi í stórum kassa, er hafði verið notaður undir appelsínur. Var látið í veðri vaka, að ýms skjöl væru 1 kassanum, er sendiráðið væri að senda í (þ burtu, og slapp hann því hjá V tollskoðun, en þó ekki fyrr en eftir allmikið stímabrak. Dimi- trof þurfti að vera rúmar 30 klst. í kassanum og var hann orðinn mjög þjakaður, þegar hægt var að sleppa honum lausum. Hann settist síðan áð í Kairo og veifcti þar brezku útvarpsþj ónustunni aðstoð sína, auk þess sem hann stóð fyrir leynistarfseminni í Búlgaríu, sem beindist gegn naz- istum Þegar Þjóðverjar höfðu farið úr Búlgaríu og Rússar hernumið landið, sneri Dimitrof heim aft- ur og hugðist að taka aftur upp fyrri störf sin innan bænda- . flokksins, en hann hafði verið ; ritari hans. Hinsvegar vildi hann hafa lítið samneyti við kommúnista, því að hann hafði engu meiri mætur á einræðis-f stefnu þeirra en nazista. Hannj- beitti sér og eindregið fyrir auk-f’ inni samvinnu við Bandamenn.*- Rússar tóku fljótlega að hafa (Framhald á 7. síðu) 7?AVm NÁ6RAHNANNA Mörgum hefir þótt verða sérkenni- leg breyting á fréttflutningi útvarps- ins síðan Brynjólfur Bjamason varð menntamálaráðherra. Alþýðublaðið gerir þetta að umtalsefni 12. þ. m. og segir þar m. a.: „Það er ýmislegt í fréttaflutningi rkisútvarpsins okkar í seinni tíð, er vekur töluverða athygli. Sú var til dæmis ekki tíðin, að það gerði sér mikið far um, að vera sér úti um fréttir frá Helsíngfors, höfuðborg Finnlands. En nú er skyndilega breyting orðin á þvi síðan rússnesk- ar fallbyssur voru settar niður á Porkkalaskaga aðeins 16 km. frá borginni og ný útvarpsstöð hóf að senda fréttir frá Helsingfors, sem lagaðar virðast vera að hinu nýja ástandi þar. Og nú líður ekki sá dagur, að við fáum ekki langan fréttapistil í ríkisútvarpinu, sem tekinn var upp eftir hinni nýju út- varpsstöð í Helsingfors." Þá víkur Alþbl. að frásögn útvarps- ins af útvarpsræðu Churchills 13. þ. m., þar sem ekkert var sagt frá ummælum hans um framtíðarhorfurnar, en sagt frá öðrum ummælum hans, sem minni pýðingu höfðu. Alþbl. segir: „Churchill sagði til dæmis í þess- um kafla ræðu sinnar: „Á meginlandi Evrópu eigum við enn eftir að tryggja það, að þeim óbrotnu og ærúverðu markmiðum, sem fyrir okkur vöktu, þegar við fórum í stríðið, verði ekki gleymt eða þeim ýtt til hliðar á þelm mán- uðum, sem nú fara í hönd á eftir sigri okkar, — að orðin frelsi, lýð- ræði og lausn undan harðstjórnar- oki verði ekki fölsuð og hinni sönnu meiningu þeirra, eins og við höfum skilið þau, gerbreytt. Það væri lítið gagn að því, að refsa Hitlerssinn- um fyrir glæpi þeirra, ef lög og réttur ættu ekki að fá að ríkja og ef einræðisstjómir og harðstjórnir ættu að taka við af hinum þýzku innrásarherjum." Þannig fórust Churchill orð i hinni miklu ræðu sinni, þegar Hitler-Þýzkaland hafði verið að velli lagt, og mun englnn fara í neinar grafgötur um það, hvað hinn mikli forustumaður brezka lýðræðisins átti við með þeim. Heimsblaðið „Manchester Guardi- an“ taldi einmitt þessi orð ræð- unnar svo athyglisverð, að það vitnaði sérstaklega í þau í ritstjórn- argrein um ræðuna. En ríkisút- varpið okkar stakk þeim undir stól 1 frásögn sinnil" Alþýðublaðið ber svo að síðustu fram þá spurningu, hvort búið sé að setja ræður Churchills og aðrar fréttafrá- sagnir útvarpsins undir ritskoðun. Al- þýðublaðið er áreiðanlega ekki eitt um þessa spurningu. * * * í forustugrein Alþýðumannsins 15. f. m. er rætt um þá viðleitni kommún- ista, að stimpla andstæðinga sina naz- ista. Blaðið segir m. a.: „Siðan Hitlers-Þýzkaland leið undir lok, hafa ritarar ÞJóðviljans gert sér mikll ómök til að finna einhverja merm, sem þeir reyna að bendla við nazisma. Reyndar ætti þetta að vera afar auðvelt verk fyrir þá Einar og Sigfús. Ef eitt- hvað er eftir af nazistum hér á landi, er þá vafalaust að finna hjá þeim hluta Sjálfstæðisflokksins, sem kommúnistar liggja í nánust- um, pólitískum faðmlögum við, og þeir hafa beinlínis tekið upp á arma sína. En kommum er um annað sýnna en finna rétta menn á réttum stað, þvi reyna þeir að svívirða þá menn með nazistanafn- inu, sem aldrei hafa nærri nazisma komið, og alltaf og alls staðar á öndverðum meiði við hann. Og auðvitað er það Alþýðufl. og frjáls- lyndari hluti Framsóknarflokkslns, sem nú heita nazistar á máli Þjóð- viljans og fylgihnatta hans. Fer ekki hjá því að slíkur málaflutn- ingur er aðeins ætlaður hugsunar- snauðasta hluta þess fólks, sem nú um skeið unir hag sínum í þeim kóngulóarvef lyga og blekkinga, sem kommúnistar hafa verið að vefa um það undanfarin ár.“ Alþýðumaðurinn segir enn fremur i sömu grein: „Eitt sinn var sú „gloría" í kring- um nazistanafnið að áhangendur þeirrar stefnu gengu um götur bæj- anna með hakakrossmerkið á mag- anum, og þóttust meiri menn af. Við hrunn azistaveldlsins lentu þess- ir vesalings menn á pólitískan ver- gang. — Enginn ærlegur flokkur vill við þeim taka — SjálfStæðis- flokkurinn þorir ekki að kannast við þá lengur. — Hvað liggur fyrir þessmn mönnum? Auðvitað ekkert annað en að hafna í kommúnista- flokknum, eins og farið hefir fyrir öllum öðrum pólitískum reköldum þjóðfélagsins. Það þarf því engan að undra, þótt kommúnistarnir var- ist að kalla þá menn nazista, sem eru það, en reyni að koma því sví- virðingarnafni á aðra.“ Við þessa frásögn Alþýðumannsins má bæta því, að undantekningarlaust allir þeir, sem ákafast hylltu nazism- ann áður, hafa nú skipað sér ýmist 1 sveit með Kveldúlfsdeildinni eða kommúnistum. Núverandi fréttarit- stjóri Mbl. var einu sinni ritstjóri naz- istablaðsins ísland, núverandi frétta- ritari Mbl. í Keflavík var einu sinni „foringi" nazista hér og núverandi útgerðarritstjóri Mbl. var einu sinni frambjóðandi nazlsta. Álíka upptaln- ingu mætti gera hjá kommúnistum. Það er ekki að fufða, þótt kommúnist- ar reyni að leyna þessu með því, að klína nazistastimplinum á aðra. * * H: Alþýðublaðið segir frá því 9. þ. m„ að kommúnistar hafi höfðað mál gegn því fyrir skrif þess um óreiðuna í Kaupfélagi Siglfirðinga. Um þetta seg- ir blaðið ennfremur: „Fyrir að skýra frá þessari óreiðu hinnar kommlstiskueínræðisstjórn- ar í Kaupfélagi Siglfirðinga, hefir ritstjóri Alþýðubíaðsins nú sem sagt, fengið á sig meiðyrðamál, og er þá jafnframt vitað, að hann muni einnig verða dæmdur fyrir meiðyrði um þá heiðursmenn, sem þar nyrðra hafa verið að verki, þvi að þannig er frá okkar meiðyrða- löggjöf genglð, að ekkert má segja í blöðunum, sem einhver telur meið andi fyrir sig, hversu satt sem það er. Blöðin eru í því tilfelli viss með að fá sinn dóm!“ Það fer vel á þvi, að Jóhann Jósefs- son, sem hefir höfðað mál gegn Tim- anum fyrir greinarnar um svindlmál S. Árnason & Co., og kommúnistarnir, er valda óreiðunni I Kaupfélagi Sigl- firðinga, skuli þannig samfylkja tll að nota sér þau ákvæði hegningar- laganna, er leggja bann við því að segja satt. Sá félagsskapur hæfir vel málstað beggja. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.