Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 3
47. blað TjMgm, [irigjmla^Mm 26. júní 1945 3 \ Jón H. Þorbcrgsson, Laxamýris Rógurinn um landbúnaðinn Honum linnir ekki og er eins og skraffinnarnir vilji flæma þetta starfsama og ötula fólk burt úr ^sveitunum. Þetta er sannarlega neikvæð starfsemi, sem nauðsynlegt er að hnekkja. Sveitafólkið er þegar orðið það fátt, að til stórvandræða horfir fyrir þjóðina. En þó getur þetta orðið alvarlegra ef til þess dreg- ur, að í bæjunum verði viðvar- andi skortur sveitafæðunnar. Þetta getur orðið fyrr en varir, ekki sízt ef það er leyft óátalið að níða þennan at- vinnuveg og jafnvel hossa róg- berunum. Sigfús Sigurhjartarson alþm. sagði í útvarpsræðu í vetur, gið búið væri að veita 100 miljónir króna í styrk til landbúnaðar- ins á stríðsárunum. Þar átti hann við féð, sem notað hefir verið til að halda niðri vísitöl- unni og jafna verðlagið í land- inu, en það hefir haft áhrif til lækkunar á landbúnaðarafurð- um á innlendum markaði og að því leyti orðið að neytendastyrk. Þetta er því rógur og ósannindi, sem Sigfús kastar fram af á- settu ráði, til þess að koma inn óvild hjá fólki í garð land- búnaðarins. Ég tel, að þessum manni sé hdssað, að láta hann sitja á Al- þingi, þrátt fyrir svo vítaverða framkomu. Sigfús þessi er alinn upp í sveit og kostaður þaðan til þess að reyna að gera úr hon- um mann. En það virðist hafa mistekizt, að minnsta kosti hvað viðkemur skilningi hans á því, • hvers virði landbúnaður og sveitamenning er fyrir þjóðina. í blaðinu „íslendingi“ frá 16. febr. 1945, þar sem vikið er að grein Hjálmars Björnssonar um islenzkan landbúnað, standa þessi orð: .... „en vafasamt hvort betra er, eins og sumir gera að ofmeta gildi landbún- aðarins". Skyldi höfundurinn óttast um of margir fari að búa í sveitinni. Það var fróðlegt að heyra nefnda einhverja þá menn, sem ofmeta landbúnað- inn. Sannleikurinn er sá, að / bændafólkið sjálft vanmetur landbúnaðinn, sinn eigin at- vinnuveg, til tjóns fyrlr alla. — í sömu grein í „íslendingi“ segir ennfremur: .......er verið að streytast við að flytja út land- búnaðarafurðir, sem ekki eru samkeppnisfærari en það, að það verður svo að segja að gefa með þeim“. Þetta er rógur og ósann- indi. íslenzkar landbúnaðaraf- urðir eru samkeppnisfærar og eftirsóttar á erlendum markaði. Meðgjöfin, sem greinarhöfund- urinn getur um, er verðjöfnun- arfé, sem greitt hefir verið til að samræma verð seldra land- búnaðarafurða úr landi og kaup- hæð. En það fé hefði aldrei þurfl að greiða, ef kaupgjald hér í landi hefði verið skaplegt. — Nefnd grein í íslendingi er rit- stjórnargrein. Ætti þeim, sem ritar hana að vera annað betur fallið en að fjalla um þjóðmál. * Bændum er borið á brýn, að þeir standi á frumstigi, að þeir hafi ekkert skipulag, þess vegna sé landbúnaðarframleiðslan of dýr. Ennfremur að framleiðsla landbúnaðarins sé lítils virði. Það sýni útflutningurinn og svo búi þeir á víð og dreif upp um sveitir landsins, en það geri framleiðsluna dýrari o. s. frv. Nátturlega þarf, hér í landi, ýmsra breytinga með í fram- leiðslu, bæði til lands og sjávar. En þegar hér hrúgast upp fram- leiðsla af ónytjungum, mönnum, sem telja sér skylt að halda uppi rógburði, lygum og níði um bjargræðisvegi þjóðarinnar og það fólk, sem stundar þá með trúmennsku, þá eru farnir að gerast undarlegir viðburðir hér í landi og líklega alveg einstakir meðal menningarþjóða. Þá er sannarlega nauðsyn á að taka í taumana og stöðva slíka fram- leiðslu. Þegar svona stendur á, teldi ég mér skylt að halda uppi svörum fyrir hvaða bjargræðis- veg, sem er og þjóð minni er til styrktar og framfæris. Og þá ekki sízt landbúnaðinn, sem telja verður elzta og merkilegasta at- vinnuveg þjóðarinnar. En hvers vegna? Af því að á þeirri undir- stöðu hefir þjóðin byggt upp aðra atvinnuvegi. Af því að án landbúnaðar getur þjóðin ekki lifað í landinu sem menningar- þjóð. Af því að landið með gróð- urmold, vatnsafli og öðrum hlunnindum felur í sér ónotuð lífsskilyrði fyrir mörg hundruð þúsund manns. Af þvi að landið er eign og umráða- svæði þjóðarinnar. Af þvl að í sveitunum elst upp, að jafn- aði, dtv?meira fólk en í bæjun- um. Af því að sveitafólkið vinn- ur jafnt og þétt á móti atvinnu- stöðvun og skorti. Af því að sveitafólkið leggur árlega stór- mikla vinnu fram til jarðabóta, án þess að taka kaup, en eykur með því verðmæti sveitanna og býr í haginn fyrir komandi kyn- slóðir. Væri sú eftirvinna metin eftir núgildandi kauptaxta, mundi hún nema ótrúlega mörg- um miljónum króna árlega. * Skal nú vikið nánar að ádeilu- atriðunum: Kem éð þá fyrst að skipulagsleysinu, sem á að vera svo ríkjandi meðal bændalýðs- ins. Til andmæla því atriði má benda á búnaðarfélagsskap bænda. Veit ég ekki til að nokkur félagsskapur í landinu sé betur skipulagður. Á hinu leitinu eru svo samvinnufélög bænda og verða þau líka að teljast mjög vel skipulögð. Kon- urnar í sveitunum hafa líka líka sýnt mjög mikinn dugnað í sinni félagsskipun. Þá er talað um skipulagsleysi bænda í fram- leiðsluháttum, þannlg, að þeir framleiði ekki kjöt og mjólk, samkvæmt neyzluþörf þessa eða hins staðar í landinu. Þetta er talað alveg út í bláinn. Ég full- yrði, að hvar sem er á landinu, hafa bændur leitazt við að framleiða það, sem mest hefir gefið í aðra hönd og má hver lá þeim það, sem vill. Það mun hafa viðgengist allt fram á síð- ustu ár, að t. d. í sveitum, þar sem hægt er að koma allri mjólk daglega á markað, var arðvæn- legra að hafa kindur. 12 til 11 aura verð til bænda fyrir mjólk- urlítrann, eins og var fyrir stríð, var allt of lágt, til efling- ar þeirri framleiðslu. Hin mikla eftirsókn eftir smjöri (og sem bændur hefðu getað selt nú um hríð, á 50 kr. kg., ef verðið væri ekki lögbundið), kom svo að segja allt í einu, þegar fólkið hætti við smjörlíkið. Allt til þess hafði gengið illa að ktíma smjörinu út. Það var því allt ekki hægt að ætlast til þess, að fleiri mjólkurkýr yrðu til af sjálfu sér í einni svipan, né heldur ræktað land handa þeim. Þeir. sem ganga það langt í róg- burðinum að telja íslenzka sveitamatinn óætan óþverrá, ættu ekki að vera 1 húsum hæf- ir hér í landi og vera gerðir út- lægir. Þá er talað um, að bændur séu á frumstigi í búnaði. Til mótmæla því skal benda á þetta: Til verzlana berast árlega frá bændum mikill fjöldi pantana í vélar og áhöld til búnaðar. Hag- skýrslurnar- sýna hraða aukn- ingu framleiðslumagns land- búnaðarins undanfarið, þrátt fyrir mikla fólksfækkun í sveit- unum. En það bendir á mikla þróun í störfum framleiðslunnar og á mikla fjarlægð frá frum- stæðum háttum. í sambandi við þetta má benda á jarðræktar- framkvæmdir bænda, kynbætur búfjár, notkun véla og verkfæra við landbúnaðinn, mjólkurbú, sláturhús, iðnað úr hráefnum landbúnaðarvöru o. fl. Það er fjarstæða að telja það frum- stæða hætti atvinnuvega, þótt umþóta megi vænta og þeirra sé þörf. Það er talað um hve fram- leiðsla landbúnaðarins sé lítil og lítils virði. Það sýni útflutn- ingsskýrslurnar. Það er rétt, að útfluttar landbúnaðarafurðir eru litlar á móti útfluttum sjáv- arafurðum. Árið 1943, er verð- mæti útfluttrar vöru um 233 miljónir, þar af tæpar 30 milj- ónir landbúnaðarvörur. Um hlutföllin 1944 veit ég ekki enn. Það er ekki vitað hve mikið verðmæti af sjávarafurðum er notað í landinu, en það mun vera lítið á móti því, sem notað er af landbúnaðarafurðum. Það mun ekki fjarri lagi að áætla, að árið 1944 hafi þjóðin notað heima fyrir, landbúnaðarvörur fyrir allt að 200 miljónir króna virði, eftir núgildandi verðlagi. Þetta þykir nú líklega mörgum ótrúlegt, en það má fara nærri um þeýta. Við höfum um 30 þúsund mjólkandi kýr, sem skila mjólkurvörum fyrir yfir 100 miljónir króna. Við slátrum um i/2 miljón sauðfjár (fyrir ár- ið 1943 var skilað til sölu 580 þúsund gærum) og fjölda gripa Franklin Delano Roosevelt er látinn. Aldrei hefir fráfall nokk- urs eins manns vakið söknuð í hjörtum eins margra manna um allan heim eins og fráfall þessa manns. Það var ekki einungis vegna stöðu hans, orðstýrs og afreka, heldur vegna þess að honum var gefinn sá hæfileiki að geta komist í persónulegt sam- band við fólk, sem hann hafði aldrei aúgum litið. Þegar við snerum á útvarpstækinu til þess að hlusta á ræður hans, fannst okkur eins og hann vera að tala við hvert okkar sérstaklega; þeg- ar við sáum hreyfimyndir af honum urðum við snortin af hinu vermandi brosi hans og sjálfstrausti og hugrekkinu, sem lýsti sér i hverjum drætti í and- liti hans. Og okkur fanst: Þetta er góður maður; við megum treysta honum; meðan hann stendur við stjórnvöl Banda- ríkjaþjóðarinnar, mun áhrifum þeirrar voldugu þjóðar í alheims- málum, verða beitt á réttlátann og mannúðlegan hátt. Sérstak- lega voru það þeir sem eru minni máttar og smáþjóðirnar, sem og ætla má, að kjöt hafi verið borðað fyrir allt að 50 miljónir. Svo kemur gróðurhúsa- og garð- matur fyrir margar miljónir. Þá eru ótalin eggin, fleskið, fuglar, fjallagrös og ber. Þá er till og skinn notað í landinu. Það þarf nauðsynlega að gefa árlegt yfir- lit um framleiðslumagn allt til lands og sjávar, um notkun hverrar framleiðslu í landinu sjálfu, um innflutning vöru í þarfir hverrar framleiðslu og svo skilgreiningu eins og nú er um útflutning. Þetta ætti að geta gefið fólki yfirlit um gang og gagnsemi atvinnumálanna. Ekki sízt er þetta nauðsynlegt vegna landbúnaðarins, vegna hins mikla misskilnings, sem um hann ríkir með þjóðinni. Það verður ekki vefengt, að á ár- inu 1944 mun þjóðin hafa hag- nýtt og notað heima fyrir land- búnaðarafurðir fyrir nær 200 milj. króna. Þetta þarf hún til sín og án þessa gæti hún ekki lifað og svo má auka þessa framleiðslu og láta hgina koma meira í stað innfluttrar vöru. Þá er fárast um það, að verð- ið á landbúnaðarvörunum sé alt of hátt. Ekki þarf að segja, að bændur okri á vörunni, þar sem verðið er lögbundið og haldið til samræmis við verka- kaup. Árið 1943 var kaupið 90% af framleiðslukosnaðinum — sem er líklega einstakt í at- vinnusögu þjóðanna. — Þessi prósentutala hefir nú hækkað síðan. En þetta er ekki bænd- anna sök, og ekki heldur hafa þeir tekið upp 8 stunda vinnu- dag. Það, sem er á valdi bænda að gera til lækkunar kostnaði þessum, vinna þeir kappsam- lega að (ræktun, kynbætur, vélanotkun o. fl.). í sambandi við þetta skal bent á það, að það er mjög hættulegt fyrir af- komu og atvinnuvegi þjóðar- innar að halda uppi innlendu verðlagi, sem sé haganlegra fyrir hina óábyrgu framleið- endur heldur en hina ábyrgu. Þá hverfa athafnamennirnir, -en (Framhald á 6. síðu) lögðu traust sitt á þennan mann. Nú er hann fallinn og það er eins og einhver óttakend tóm- leika tilfinning hafi gripið hjörtu manna vítt um allan heim. Við söknum mikið þessa mikla mannvinar; hversu sár hlýtur þá söknuður þeirra að vera, sem standa honum næst; barna hans og sérstaklega lífsfélaga hans — konu hans. En Eleanor Roosevelt er kjarkmikil engu síður en mað- ur hennar var og hún er þeim kosti búin að hún getur 'gleymt sjálfri sér í umhyggju fyrir öðr- um. Þegar henni var sagt lát manns hennar, varð henni að orði: „Ég kenni meira í brjósti um fólkið í landinu og í heim- inum heldur en um okkur.“ Henni var það ljóst hve örlaga- rík voru áhrif manns hennar á velferðarmál mannkynsins. Mr. Truman fór á fund hennar í Hvíta húsið. „Hvað get ég’gert?“ sagði hann, „Segðu okkur hvað við getum gert,“ svaraði Mrs. Roosevelt. „Getum við aðstoðað þig á nokkurn hátt?“ Henni mun hafa runnið til ryfja hin erfiða aðstaða þessa manns, sem nú Ingihjjörg Jonsdórtir: Frú Eleanor Roosevelt Grein þessi birtist nýlega í vestur-íslenzka blaðinu „Lög- berg“ og er höfundur hennar ritstjóri kvennasíðu blaðs- ins. Frú Eleanor Roosevelt er vafalítið ein mikilhæfasta kona, sem nú er uppi, og mun því mörgum þykja fróð- legt að kynnast starfi hennar og hugsjónum, en frá þessu er sagt í greininni. >• Einireiðin 50 ára i ■ Í % Fyrir nokkru síðan er komið út ■ fyrsta hefti Eimreiðarinnar á þessu ári og byrjar hún með því 51. ár sitt. Er fimmtíu ára afmælisins minnst í þessu hefti SVEJNN SIGURÐSSON, ritstjóri og útgejandi Eimreiöarinnar síðan 1. sept 1923. í stuttri grein eftir ritstjórann, Svein Sigurðsson', og 1 allræki- legri grein um íslenzkar bók- menntir á þessu fimmtíu ára tímábili, er Vilhjálmur Þ. Gísla- son ritar. Bókmenntalíf íslend- inga hefir verið mjög fjöl- breytilegt á þeisum tíma og margt snjallra manna komið fram á sjónarsviðið. Eimreiðin á sinn þátt í þeirri sögu, því að margir þessara manna hafa birt þar verk sín. Nokkrir þeirra hafa látið þar fyrst til sín heyra, en aðrir hafa birt þar sumt af því bezta, er frá þeim hefir komið. Auk þess hefir Eimreiðin birt margt greina um félagsleg efni, einstök framfaramál og vísindi og yfirleitt hefir hún ekki látið sér neitt óviðkomandi, þótt aldrei hafi hún orðið klafabund- inn boðberi vissra stefna eða „isma“. Eftir 50 ár^, starf sitt skipar Eimreiðin orðið virðuleg-v an sess meðal tímarita landsins og mætti jafnvel segja að hún væri orðin einskonar stofnun í —,:“S þjóðfélaglnu, eins og sagt er um ýms elztu blöð Breta. Mörgum mönnum myndi áreiðanlega þykja það mikil eftirsjá, ef þeir ættu að sjá að baki tímarita eins og Skírnis og Eimreiðarinnar, er hafa unnið merkilegt menning- arstarf á liðnum árum og ýmsar merkilegar sögulegar endur- minningar eru tengdar við. Saga þessara tímarita hefir ótvírætt sannað, að góð tímarit eru al- menningi hin gagnlegasta fræðslulind og hvorki blöð né bækur geta að fullu skipað sess þeirra. • Af öðru efni í umræddu Eim- reiðarhefti má nefna m. a.: Gunnar Gunnarsson skáld á Skriðuklaustri skrifa'r um Sig- rúnu Pálsdóttur Blöndal á Hall- ormsstað. Þessari mikilhæfu konu er þar lýst af djúpum skilningi og munu þeir verða margir, sem kunna höfundinum þakkir fyrir þessa snilldarlegu ritgerð hans. Hulda skáldkona skrifar um Fjallaskáldið. Segir hún þar sögu Kristjáns Jónssonar og ræðir um skáldskap hans. Kristmann Guðmundsson birt- ir smásögu, er nefnist: Illum illi. Kristmann er snjall smá- sagnahöfundur og bregst honum ekki bogalistin í þessari sögu. Sagan er prýdd myndum eftir frú Barböru Árnason. Þorsteinn Jónssoii skrifar um Ævintýri í Warnemunde. Segir hann þar frá ferðalagl í Þýzka- landi 1934. Halldór Jónasson skrifar um nýskipan Stjórnarfarsins. Mun Eimreiðin ætla að birta fleiri greinar um stjórnskipunarmálið í næstu heftum. Annað efni ritsins er: ísland 1944 — stutt yfirlit, Skáldið (kvæði) eftir Heiðrek Guð- (Framhald á 6. síðu) yarð fyrirvaralaust að takast á Roosevelt feimin, uppburðarlítil hendur þá mestu ábyrgðarstöðu, og óákveðin í hugsunum og sem hægt er að hugsa sér og gerðum. Stafaði það inest af örð- ugum heimilis kringumstæðum á uppeldisárum hennar, sem hþfðu þvingað hana. í samfélag- inu við hinn glaðlynda og frjáls- lega mann sinh jókst henni smám saman sjálfstraust og það tók að birta í sálarlífi hennar. Fru Eleanor Roosevelt. reyna að feta í fótspor hins látna foringja. Þessi tilsvör þess- arar mikilhæfu konu lýsa henni fullkomlega. Þannig mæla aðeins stórmenni. Hjónaband þeirra Eleanoru og Franklins D. Roosevelts hefir verið slíkt að til fyrirmyndar má teljast. Þau minna á önnur hjónin. Frá því fyrsta hafa þau byggt hvort annað upp og þrosk- azt í samfélaginu hvort við ann- að. Á unga aldri og fyrstu árin eftir giftingu sína, var Eleanor Meðan börnin þeirra fimm voru að alast upp gaf Mrs. Roose- velt sig lítið að opinberum mál- um. Hennar skoðun var sú að fyrsta skylda konunnar sé skyld- an gagnvart eiginmanninum, heimilinu og fjölskyldunni. En hún trúir því jafnframt að konan megi ekki algjörlega vera komin upp á börnin hvað áhugamál í lífinu snertir. Þegar börn þeirra fóru að stálpast, fór hún að gefa þeim málum, sem maður hennar hafði áhuga fyrir, meiri gaum. í baráttu hans gegn Tammany flokksvaldinu 1911 veitti hún honum stuðning á ýmsan hátt og hann sagði síðar: „Þá var það fyrst að ég naut stjórnmála- legrar skarpskyggni og sam- vinnu konunnar minnar.“ Eins og vænta mátti með eins mikinn mannréttinda mann eins og Franklin D. Roosevelt, var hann ávalt hlyntur baráttu kvenna fyrir jafnrétti og lét þá afstöðu sína ótvírætt í ljós, þegar hann varð kjörinn ríkis senator árið 1912. Fram að þeim tíma hafði Eleanor Roosevelt lítið hugsað um þessi mál; hafði raunar tekið það sem sjálfsagð- an hlut að karlmennirnir stjórn- uðu heiminum, en þegar maður hennar tók þessa afstöðu til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.