Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI* ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEFFANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373. PRENTSMIÐJAN EDDA h.í. RITST JÓRASKRIFSTOFUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Keykjavík, þriðjudagiim 26* júní 1945 47. blað Kommúnistar reyna að spilla samkomulagi um síldarkjörín Stjóru Alþýðusambandsins ber fram hærri kröfur en sjómannafélögitt höfðu gert. í gær hófst atkvæöagreiðsla um það í sjómannafélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði að veita stjórnum félaganna heimild til verkfalls á síldveiðiskipunum, ef ekki hefðu náðst nýir samn- ingar um kaup og kjör sjómanna fyrir tilskilinn tíma. Atkvæða- greiðslunni mun ljúka í dag. Stjórnir félaganna á Akranesi og í Keflavík hafa áður tryggt sér slíka heimild. Samningaviðræður um þessi mál hófust fyrir nokkru siðan og gerðu menn sér góðar vonir um, að samkomulag myndi nást. Nú hafa þessar vonir versnað, því að kommúnistar í stjórn Alþýðu- sambandsins hafa fengið tvö minnstu félögin til að skerast úr samtökum sjómanna og hefir hún nú borið fram hærri kröfur fyrir þeirra hönd en hin félögin höfðu gert, Brendao Bracken í kosningabaráttunni, sem nú stendur sem hœst í Bretlandi, ber nú ekki meira á öðrum í flokki íhaldsmanna, þegar Churchill er undanskilinn, en Brendan Bracken, sem var áður uvv- lýsingamálaráðherra, en er flotamála- ráðherra í hinni nýju stjórn Churcliills. Fyrir styrjöldina var Bracken tryggasti fylgismaður Churchills á þingi og þótti mörgum að það vœri frekar laun fyrir það en verðleika,' þegaf Bracken var gerður upplýsingamálaráðherra. En Bracken hefir stöðugt unnið sér aukið álit og ýmsir telja hann líklegastan til að verða eftirmann Churchills sem forscetisráðherra, ef hann félli frá og íhaldsflokkurinn hefði meirihluta á þingi. Vestíirzku bænda- förinni lokið För vestfirzku bændanna um Norður- og Austurland lauk um seinustu^ helgi og munu flestir þátttakendurnir nú vera komnir heim til sín. Eru þeir hinir ánægðustu yf- ir förinni, enda gekk hún mjög að óskum. í seina^a blaði var nokkuð sagt frá fyrra hluta ferðalags- ins, og verður hér lauslega sagt frá því, er síðar gerðist. Fyrra mánudag skoðaði ferða- fólkið verksmiðjur S. í. S. og K. E. A. á Akureyri og var síðan haldið til Mývatnssveitar og stanzað í Reykjahlíð. Um nótt- ina var gist að Laugaskóla. Á þriðjudag var farið til Húsavík- ur, Ásbyrgi skoðað og gist að Grímsstöðum. Á miðvikudag var ekið um Möðrudalsöræfi og til Fljótsdal og komið við á Val- þjófsstað og Skriðuklaustri, en gist á Egilsstöðum og Ketilsstöð- um. Á fimmtudaginn var haldið til Eiða og Reyðarfjarðar og komið að Hallormsstað. Á föstu- dag var haldið heimleiðis. Far- arstjóri var eins og áður hefir (Framhald á 8. síðu) Það hefir verið venja, að sjó- mannafélögin við Faxaflóa hafa haft með sér samvinnu, þeg^r samið hefir verið við útvegs- menn. Forustan hefir þá jafnan verið Fhöndum Sjómannafélags Reykjavíkur. Félögin ákváðu að halda' þessari samvinnu áfram, þegar viðræður um nýja samn- inga hófust í vor. Kommúnist- um fannst þetta of mikil viður- kenning fyrir Alþýðuflokks- menn, sem mestu ráða í þessum félögum, og fóru því þess á leit, að félögin veittu Alþýðusam- bandinu umboð til samninga. Félögin néituðu þessum tilmæl- um og ákváöu að hafa sömu til- högun og áður. Kommúnistar hófu þá ákafan áróður, er bar þann árangur, að tvö minnstu félögin, félögin í Sandgerði og Garði, fólu Alþýðusambandinu umboð sitt, en félögin i Reykja- vík, Hafnarfirði, í Keflavík og á Akranesi ákváðu að halda saman eins og áður, án þess að fela Alþýðusambandinu umboð. Fyrsta, verk Alþýðusambandsins eftir að það hafði fengið umboð félaganna í Sandgerði og í Garði, var að bera fram hærri kröfur en hin félögin höfðu gert. Áður en Alþýðusambandið kom til sögunnar, voru fulltrúar sjómananfélaganna búnir að leggja fyrir útgerðarmenn á- ákveðnar tillögur um breyting- ar á kaupi og kjörum sjómanna á síldveiðiskipum.Tillögur þessar fjölluðu um aukna hlutdeild í afla og hækkaða tryggingu. Mun hér hafa verið um veru- legar hækkanir að ræða, en þó vart meiri en til samræmis við kauphækkanir hjá landverka- fólki. Una sjómenn því að von um illa að vera lægra settir og verður áreiðanlega torvelt að fá nokkurn mann á sjó, ef slíku heldur áfram. Fyrir áhrif dýr- tíðar- og verðbólgu-stefnu þeirrar, sem stjórnarflokkarnir reka, er nú svo komíð, að sjó mönnum myndi vart veita af nær öllum aflanum á meðalver- 'tíð, ef þeir ættu að vera hlut- gengir við landverkamenn, sem hafa svipaðan vinnutíma, og er þá eftir að mæta öllum öðrum útgerðarkostnaði. Má vel á þessu marka, hve grálega dýrtíðar- stefna rikisstjórnarinnar lelkur útgerðina og ætti mönnum að vera auðvelt að gera sér þess grein, hvernig fara myndi, ef verðlag á sjávaraftirðum yrði ekki eins hagstætt og nú. Á fyrstu samningafundum fulltrúa sjómanna og útvegs manna náðist ekki samkomulag, en báöum þótti rétt að vísa mál- (Framhald á 8. síðu) í DAG birtist á 3. síðu grein eftir Jón H. Þorbergsson, bónda á Laxa- mýri, er nefnist: Rógurinn um landbúnaöinn. Neðanmáls á 3. og 4. síðu er grein eftir Ingibjörgu Jónsson um frú Eleanor Roosevelt. Frá aðalfundi Sambands ísl, samvinnufélaga: Víðskiptavelta allra sambandsléiag- \ anna nam 143,5 milj. kr. á árinu 1944 RáSstefnunni í San Fransisco að Ijjúha i - í dag lýkur ráðstefnunni í San Fransisco um myndun nýs þjóðabandalags til að afstýra ófriði. Hér á myndinni sjást tveir þeir menn, sem einna mest hafa unnið að undirbúningi þessara ,máW, Edvard Stettinius utan- ríkismálaráðherra Bandaríkjanna (til vinstri) og Alexander Cadogan, að- stoðarutanríkismálaráðherra Breta (til hœgri). Viðskiptavelta S. í. S. sjálfs nam 96 miljónnm króna Viðskiptavelta kaupfélaganna, sem eru innan Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, nam á síðastl. ári 143.5 milj. kr. og var það fjórum miljónum króna meira en árið áður. Viðskiptavelta S. í. S. nam 96 milj. kr. og var það aðeins minna en árið áður. Innan vébanda S. í. S. voru í árslok 52 félög með 23 þús. félags- mönnum alls. Stofnsjóðir félaganna, sem eru í SÍS, námu í árslok 8 milj. kr., en sameignarsjóðir 16 milj. kr., en auk þess nam stofnsjóður S. í. S. 6 milj. kr. og sameignarsjóðir þess tæpum 4 milj. kr. Má á tölum þessum, er birtar voru á nýloknum aðalfundi S. í. Sv vel marka, hve umfangsmikil og öflug samvinnuhreyf- ingin er orðin. Skýrslnr um starf- seml S. t. S. N j ó snarleiðangr- ar til íslands Þjoðverjar sendu hingað fjrja leiðangra á síðastl. ári. Blað ameríska hersins á íslandi hefir nýlega skýrt frá þremur tilraunum, er Þjóð- verjar gerðu á síðastl. ári til að senda njósnara hingað til lands. í fyrsta leiðangrinum voru tveir íslendingar. Fóru þeir úr kafbát skammt frá Raufarhöfn og ætluðu að róa til lands á litlum bát, en festust í ís og voru handsamaðir þar. Þóttust þeir vera flóttamenn, en þar sem þeir höfðu meðferðis senditæki og annað þess háttar, var til- gangur þeirra augljós. Þetta gerðist snemma í apríl. Átta dögum seinna gerðu Þjóðverjar aðra tilraun til að koma á land njósnarleiðangri frá kafbáti skammt frá Eiðsvík. Voru það einnig tveir íslending- ar, er þar voru á ferð. Þeir voru handsamaðir, áður en þeir höfðu þurrkað klæði sín. Þriðja tilraunin var gerð nokkru seinna. Voru þá 3 menn settir á land úr kafbát í grennd við Borgarfjörð eystra. Höfðu þeir meðferðis vistir til þriggja vikna og senditæki. Þessara manna varð vart, þar sem engra mannaferða var von, og varð við þá dálítill eltingarleikur, áður en þeir ui;ðu handsamaðir. Þótt- ust þeir í fyrstu vera skemmti- ferðamenn, en foringi þeirra sagði loks, að þeir væru þýzkur veðurathugunarleiðangur, eins og hann orðaði, það. í þessum leiðangri voru tveir íslendingar og einn Þjóðverji,. sem hafði verið hér í 7 ár. Þessir sjö menn voru hafðir í haldi um nokkurn tíma í Reykja vík, en síðan fluttir til Englands. Þeir munu hafa ætlað að gefa Þjóðverjum upplýsingar um innrásarfyrirætlanir Banda- manna, skipaferðir og veðráttu. Sívaxandí fylgí raf- orkulagafrv. Álykíanir sýslunefnd- ar Snðnr-Þingeyjar* sýslu um raforkufrv. og búnatSarinálasjóð. Á sýslufundi Suður-Þingeyj- arsýslu, sem haldinn var i síð- asta mánuði, var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi tillaga um raforkumálið: „Aðalfundur sýslunefndar Suður -Þingeyj arsýslu, haldinn í Húsavík, dagana 5.—8. maí 1945, lýsir yfir fullum stuðningi við frumvarp það frá milliþinga- nefnd um rafveitur ríkisins, er lá fyrir síðasta Alþingi, og skor- ar á næsta Alþingi að samþykkja framvarpið." Á fundinum var einnig rætt um búnaðarmálasjóðinn og kom fram svohljóðandi tillaga frá Jóni Gauta Péturssyni, sýslu- nefndarmanni, Skútustaðahr. „Aðalfundur sýslunefndar Suður-Þingeyjarsýsíu lýsir yfir, að hann telur það stríða gegn almennri réttarmeðvitund, að ráðstöfunarréttur á fé hins ný- stofnaða Búnaðarmálasjóðs, sem myndaður er með gjaldi af framleiðslu landbúnaðarins, sé í höndum annarra stjórnarvalda en þeirra, sem framleiðendur sjálfir skipa. Skorar hann því á Alþingi það, sem næst kemur saman, að fella þar að lútandi ákvæði úr lögum um Búnaðar- málasjóð.“ Tillaga þessi var samþykkt mótatkvæðalaust. Þá samþykkti sýslunefndin áskorun til stj órnarvaldanna um fjárskipti í Mývatnssveit og Báðardal strax á þessu hausti. Utanför Esju Esja kom til Kaupmanna- hafnar síðastl. sunnudag og var tekið á móti skipinu af fjölda íslendinga, er það kom að landi. Esja var fimm sólarhringa á •ftiðinni héðan og fór mjög krók- ótta leið. Ferðin gekk vel. Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga var haldinn að Laugarvatni dagana 22.—24. þ. m. Fundinn sátu 80 fulltrúar, auk stjórnar og framkv.stjóra, en alls munu 85 fulltrúar hafa átt sæti á fundinum, en fimm ekki getað komið af óviðráðan- légum ástæðum. Fundarstjóri var Bjarni Bjarnason, skóla- stjóri, og fundarritarar Gunnar Grímsson kaupfélagsstjóri og Karl Kristjánsson oddviti. Á fundinum voru að vanda fluttar ýtarlegar skýrslur um starfsemi S. í. S. á síðastl. ári. Formaður S. í. S., Einar Árna- son, flutti skýrslu um störf stjórnarinnar, Sigurður Krist-* insson, forstjóri, flutti skýrslu um rekstur S. í. S. og afkomu, Jón Árnason framkvæmda- stjóri flufti Skýrslu um starfsemi útflutningsdeildarinnar, Aðal- steinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri, flutti skýrslu um starfsemi innflutningsdeildar- innar, Árni G. Eylands flutti skýrslu um starfsemi búnaðar- deildar, Ólafur Jóhannesson, framkvæmdastjóri, flutti skýrslú um starfsemi fræðslu- og félags- máladeildar, Jónas Þór, fram- kvæmdastjóri, flutti skýrslu um starfsemi Gefjunar, Þorsteinn Davíðsson, framkvæmdastjóri, flutti skýrslu um starfsemi Ið- unnar og Jónas Jónsson, skóla- stjóri, flutti skýrslu um Sam- vinnuskólann og Samvinnuna. Þá flutti Halldór Pálsson ráðu- nautur fyrirlestur um íslenzka ull. Samkvæmt skýrslu forstjóra nam heildarumsetning S. í. S. á síðastl. ári 96 milj. kr. og er það aðeins minna en árið áð- ur. Sala innlendra afurða nam 41 milj. kr., en sala erlendra vara og iðnaðarvara 55 milj. kr. Heildartekjur námu 9,1 milj. kr. eða 479 þús. kr. meira en árið áður, en gjöldin námu 7,6 milj. kr. eða 914 þús. kr. meira en árið áður. í opinbera skatta voru greiddar 513 þús. kr. og nam tekjuafgangur því 1.405 þús. kr. eða 434 þús. kr. lægri en árið áður. Skuldir sambandsfélaga við S. í. S. námu í árslok 543 þús. kr., og höfðu lækkað um 323 þús. kr. Inneignir félaganna hjá S. í. S. námu 36.7 milj. kr. í árslok. í lárslok nam sam- bandsstofnsjóður 6 milj. kr. og hafði aukizt á árihu um 1.677 þús. kr., en sameignarsjóðir námu 3.783 þús. kr. og höfðu aukizt um 325 þús. kr. á árinu. Sambandsfélögin seldu vörur á árinu fyrir 143.5 milj. kr., þar af erlendar vörur og iðnaðar- »vörur fyrir 92.5 mílj. kr. og inn- lendar afurðir fyrir 51 milj. kr. Hafði heildarumsetning kaupfé- laganna aukizt um 4 milj. kr. á árinu. í árslok námu sameign- arsjóðir félaganna 16.5 milj. kr. Sigurður Kristinsson forstjóri S.f.S. og stofnsjóðir 8.9 milj. kr. Höfðu stofnsjóðirnir aukizt um 1.6 milj. kr. á árinu, en sameingarsjóð- irnir um 3.5 milj. kr. í árslok voru í S. í. S. 52 félög með 23 þús. félagsmönnum. Tvö félög höfðu bæzt við á árinu, Kaup- félagið Dagsbrún i Ólafsvík og Sláturfélagið Örlygur í Barða- strandarsýslu. Það kom fram í skýrslu for- manns, forstjóra og framkv.- stjóra, að S. í. S. hefir margar merkilegar framkvæmdir í und- irbúningi og snerta ýmsar þeirra bætta og aukna hagnýtingu ís- lenzkra afurða, enda hafa kaup- félögin og S. í. S. haft þar for- göngu á mörgum sviðum og hafa fullan hug á, að svo verði einn- ig í framtíðinni. Þá er í ráði að auka verulega fræðslustarfsem- ina. Sérstök fræðslu- og félags- máladeild var stofnuð á síðast- liðnu hausti, og er Ólafur Jó- hannesson framkvæmdastjóri hennar. ^Æeð stofnun hennar hefir aðstaðan verið stórum bætt til að sinna þessu þýðing- armikla verkefni. Yfirleitt urðu litlar umræður um skýrslurnar og fáar tillögur samþykktar varðandi starfsemi S. í. S., þar sem undirbúningur er_ hafinn um lausn margra verkefna, eins og skýrslurnar báru með sér. Fundurinn samþykkti að ráð- stafa tekjuafganginum þannig, að 1.114 þús. kr. voru lagðar í stofnsjóð, 59 þús. kr. í verk- smiðjustofnsjóð og afgangurinn í várasjóð. Ýmsar ályktanir. Auk sérmálefna S. í. S. var rætt á fundinum um nokkur almenn mál, er snerta þó starf- semi kaupfélaganna á ýmsan hátt. Ályktanir voru gerðar um sum þeirra mála. (Framhald á 8. tíðu) 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.