Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 4
4 TÍMIM, j>rlð.|ndaginn 36. jnní 1945 47. blaíS Ályklanír á stofnþingi sambands íslenzkra sveilafélaga Eftirfarandi tillögur voru bornar fram á stofnþingi Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, sem haldið var í Reykjavik 11. —13. júní s. 1. og hlutu þar af- greiðslu þá er hér greinir: 1. Endurskoðun útsvarslaganna: Frá Jónasi Guðmundssyni var samþykkt eftirfarandl tillaga: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykkir að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram sem fyrst gagn- gerða endurskoðun á löggjöf þeirri, sem fjallar um tekju- stofna sveitarfélaganna. Sérstaklega nauðsynlegt telur þingið að útsvarslögin verði rækiiega endurskoðuð, og upp í þau tekin m. a. nánari ákvæði um reglur þær, er fylgja ber við álagningu útsvara en nú eru þar, og að tryggt verði, að á þennan aðal-tekjustofn — út- svörin — verði ekki gengið af öðrum aðilum, nema sveitarfé- lögunum sé jafnframt séð fyrir tekjum á annan hátt. Þingið veitir stjórninni heim- ild til þess að skipa nefnd sveitarstjórnarmanna, er starfi milli þinga, .til þess að gera til- lögur um fast kerfi fyrir álagn- ingu útsvara, sérstaklega að því er tekur til hreppsfélaganna og felur þingið stjórninni að koma þeim tillögum á framfæri þegar endurskoðun útsvarslaganna fer fram“. % 2. Endurskoðun sveitar- stjórnarlaganna. Frá Jónasi Guðmundssyni var samþykkt eftirfarandi tillaga: „Stofnþing Sambands is- lenzkra sveitarfélaga lýsir á- nægju sinni yfir því að hafin er endurskoðun sveitarstjórnarlag- anna og væntir þess, að þvi verki verði lokið sem fyrst. Stofnþingið lýsir því yfir sem sinni skoðun, að fyllilega geti komið til álita að leggja sýsl- urnar niður sem lið í sveitar- stjórnarkerfinu, en taka í þeirra stað upp fjórðunga eða fylki, sem fengju meira vald í á- kveðnum málefnum sveitarfé- laganna en nú er hjá sýslu- nefndum og bæjarstjórnum, og væri fylkjunum stjórnað af fylkisþingum, sem til væri kosið af sveitarfélögum innan fylkis- ins, og fylkisstjórnum, er þing- ið veldi. Stofnþingið væntir þess, að þegar frumvarp til nýrra sveit- arstjórnarlaga liggur fyrir, verði samtökum sveitarstjórnar- manna gefinn kostur á að at- huga það og segja á því álit sitt, áður en það kemur fyrir Al- þingi“. 3. Stofnun hælis fyrir vandræðafólk. Um það mál samþykkti þingið eftirfarandi tillögú frá Jónasi Guðmundssyni: „Stofnþing Sambands ís- lenzkrá sveitarfélaga samþykk- ir að beina þeirri áskorun til væntanlegrar sambandsstjóm- ar, að hún athugi með hverjum hætti sé tiltækilegt að komið verði upp í landinu hæli fyrir vandræðafólk það, sem nú er á vegum sveitarstjóma heima í hreppum og kaupstöðum en hælisvist eða fast athvarf fæst hvergi fyrir eins og sakir standa. Sérstaklega er stjórninni falið ^ð athuga vel hvort ekki væri rétt að sveitarfélögin kæmu sér upp í félagi hæli fyrir þetta fólk t. d. á þeim grundvelli, að hvert sveitarfélag tryggði sér þar rúm fyrir einn eða fleiri menn og stæði undir stofnkostnaði hælisins að þeim hluta. Stjórnin skili áliti í málinu á næsta landsþingi“. 4. Samstarf sveitarfélaga í meninngarmálum. Nefnd sú, sem kosin var í til- efni af þeirri uppástungu Ólafs B. Björnssonar forseta bæjar- stjórnar Akraness, að sérstakar nefndir yrðu starfandi í hinum ýmsu sveitarfélögum á landinu, til að eiga frumkvæði að auk- inni alhliða menningarstarf- semi 'hver á sínum stað, lýsti yfir því, að hún væri hlynnt því, að til öflugrar starfsemi verði stofnað í þessu efni, og lagði því fram eftii'farandi tillögu: „Þar sem samþandið hefir í lögum sínum viðurkennt það nauðsyn og skyldu sína að hafa bætandi áhrif og afskipti af alhliða meninngarmálum hinna ýmsu sveitarfélaga, beinir þing- ið þeim eindregnu tilmælum til stjórnar sambandsins og full- trúaráðs, að það athugi á hvern hátt megi bezt auka og tryggja viðgang slíks starfs á hinum ýmsu stöðum. T. d. með skipun fastra nefnda eins og framsögu- maður benti á, og leggi tillög- ur sínar þar um fyrir næsta landsþing“. 5. Ýmsar tiliögur. Eftirtöldum tillögum var vísað til fulltrúaráðs og framkvæmd- arstjórnar til athugunar: a. Tillögur frá fulltrúum Vestmannaeyjakaupstaðar og oddvita Neshrepps utan Ennis: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykk- ir að fela fulltrúaráði og fram- kvæmdastjórn að athuga og leggja fyrir næsta landsþing rökstutt álit sitt á því, hvort ekki sé rétt: 1. Að allur kostnaður við lög- gæzlð í landinu verði greiddur úr ríkissjóði. 2. Að öll laun kennara við barna- og unglingaskóla verði greidd úr ríkissjóði. 3. Að skemmtanaskattur renni óskiptur til þess sveitar- félags þar sem skemmtunin fer fram, 4. Að lögum um ríkisstyrk sjúkra manna og örkumla verði breytt á þann hátt, að sjúkling- ar, sem dvelja í heimahúsum verði einnig fulls styrks aðnjót- andi“. b. Tillaga frá ÁrnaGuðmunds- syni fulltrúa Vestmannaeyja: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga telur þess brýna þörf, að bæjar- og sveit- arfélög skapi sér nýja tekju- stofna með víðtækum opinber- um rekstri, þar sem við verður komið, svo sem með útgerð tog- ara og vélbáta, verksmiðju- rekstri til hagnýtingar íslenzkra afurða o. s. frv. eftir því sem bezt hentar á hverjum stað. Felur þingið stjórn sambands- ins og fulltrúaráði að vinna að framgangi þessara mála, með því m. a. að aðstoða bæjar- og sveitarfélögin með útvegun teikninga, áætlana um stofn- kostnað og rekstrarkostnað fyr- irtækja o. s. frv.“. c. Tillaga frá Axel V. Tulini- us, fulltrúa Hólshrepps: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga skorar á fulltrúaráð og framkvæmda-. stjórn að vinna að því við Al- þingi og ríkisstjórn að ganga ekki endanlega frá löggjöf um framtíðartilhögun rafmagns- mála landsins áður en umsagn- ar og álits þeirra um þau hefir verið leitað“. d. Tillaga frá fulltrúum Vest- mannaeyj akaupstaðar: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykk- ir að fela fulltrúaráði sínu og framkvæmdastjórn, að hlutast til um, að hluti bæjar- og sveit- arfélaga, af ágóða Áfengisverzl- unar ríkisins verði 20% í stað 5% eins og nty, er“. e. Tillaga frá Axel V. Tulini- us, fulltrúa Hólshrepps og (Framhald á 5. síðu) Aðalfundur Norræna félagsíns Um stofnun byggðasafna Eftir Þórð Tómasson, Vallnalúní Aðalfundur Norræna félagsins var haldinn í Oddfellowhúsinu 14. júní. Ritari og framkvæmda- stjóri félagsins, Guðlaugur Rós- enkranz flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári. Um síðustu áramót voru fé- lagsmenn 1181 á öllu landinu, en siðan hafa 12 gengið í það og eru þeir því nú 1197. Félagið hafði síðastliðinn vetur þrjá mjög fjölsótta skemmtifundi og síðasta fundinn, vorhátíðina, sameiginlega með öðrum Norð- urlandafélögunum í Reykjavík. Eitt af aðalverkefnum félags- ins nú er að undirbúa byggingu starfsheimilis síns við Þingvöll. Til þess að hrinda þvi máli á- fram hafa nokkrir áhugamenn innan • félagsins stofnað hluta- félag til þess að koma upp bygg- ingu fyrir starfsemi félagsins og sem dvalarstöð fyrir félags- menn. Félagið var stofnað laugardaginn 12. maí og heitir Norræna heimilið h. f. Stofn- endur eru 40 og hlutaféð 200 þús. kr. Stjórn félagsins skipa: Guðl. Rósenkranz formaður, Eyjólfur Jóhannsson framkv.- stjóri varaformaður, Sveinbj. Finsson verðlagsstjóri ritari, en meðstjórnendur Hjálmtýr Pét- ursson kaupm. og Kristján Guð- mundsson framkvæmdastjóri. Gert er ráð fyrir að hefjast handa um byggingu heimilisins strax þegar vegurinn niður í Kárastaðanesið er gerður, en að lagningu hans hefir nú verið unnið um þriggja vikna skeið. Noregssöfnuninni hafa alltaf verið að berast gjafir til þessa og er hún nú komin á aðra miljón í peningum, auk mikilla fata, sem áætlað hefir verið rúml. y2 milj. kr. virði. í vetur var keypt mjög mikið af með- alalýsi og nálægt 90 stórir fata- kassar fóru þá einnig, og var mikið af vöru þessari sent til Norður-Noregs í vetur og komst þangað þegar mest var þörfin fyrir hana. Og hefir formaður norska Rauða krossins í Lond- on látið í ljós mikla ánægju yfir þeim sendingum. Mestöllu fénu hefir nú verið ráðstafað í samráði við norska Rauða kross- inn, en það sem eftir er, verður að ósk forráðamanna hans geymt hér fyrst um sinn. Um framtíðarstarfið sagði ritari að mundi verða rætt síðar í sumar sameiginlega af öllum félögun- um. Margt fólk hefir leitað til félagsins um upplýsingar um skóla í Svíþjóð og hafa þegar nokkrir fengið loforð fyrir skólavist næsta vetur. Hagur (Framhald á 5. síðu) Varla munu skiptar skoðanir um það, að hverri þjóð sé nauð- synlegt að varðveita sem bezt samband sitt við fortíð sina, án þess þó að stara um of aftur fyrir sig. íslenzka þjóðin er í því efni engin undantekning. Lengi vel sinnti hún þessu engu. Á sama tíma og aðrar þjóðir stofnuðu og efldu forngripa- söfn hjá sér, létu íslendingar fjölda góðgripa sinna frá gam- alli tíð úr landi, en suma þeirra létu þeir verða fórn hirðuley^is síns. Árið 1863 yar forngripa- safn íslands stofnað í Reykjavík af fáum mönnum og litlum efn- um, en af áhuga, skilningi og j framsýni þeirrar þjóðrækni, sem 1 stofnendurnir áttu i svo ríkum J mæli. Eiga þeir einna drýgstar þakkirnar fyrir það, að hinn 6- metanlegi menningararfur frá liðnum kynslóðum, sem forn- gripasafnið geymir, glataðist ekki til mikilla muna. Þjóðin stendur í mikilli þakklætisskuld við menn þá, sem stofnuðu j forngripasafnið og þá, sem veitt 1 hafa því forstöðu til þessa dags, en furðu áhugalítil hefir hún verið um hagi þess lengst af. Nú virðist þó, sem það muni loksins ætla að öðlast þá að- búð, sem sómasamleg er fyrir það og þjóðina. Má þá jafn- framt vænta þess, að það hefjist til þess að verða sú menningar- stofnun, sem auður þess gefur fyrirheit um. Þrátt fyrir þá mergð góðra gripa sem safnazt hafa saman i forngripasafninu þá hefir svo margt jafnoka þeirra glatazt hjá þjóðinni frá stofnun þess, að sorglegt er til þess að hugsa. Þetta verður ljóst, þegar litið er til þess, að allt fram um síð- ustu aldamót voru flestir bús^ | hlutir íslenzkra sveitaheimila j gerðir í fornum stíl, en nú er meirihluti þeirra af nýrri gerð, | en hinn kominn í skúma- skotin að kalla og týnir tölunni ár frá ári. Sú staðreynd, að talsverðar leyfar atvinnutækja þjóðarinnar að fornu og um leið menningar hennar, eru þó enn við lýði á víð og dreif um landið, ætti að vera mönnum næg hvöt til að -safna þeim og varðveita þær fyrir komandi kynslóðir, áður en það er um seinan. Eitt gleðilegasta menningarnýmæli' síðustu ára hér á landi er stofn- un byggðasafna í sveitum lands- ins. Forgöngumenn þess máls feta í fótspor stofnenda forn- gripasafnsins. Hreyfing þessi er þó enn allt of laus í reifunum. Ef vel væri ætti hún að vera skipulögð og vernduð af ríkis- valdinu með löggjöf, en mest nauðsyn er henni þó á því að öðlast hylli landsmanna. Satt að segja fimjist méngegna nokkurri furðu, að félagasamtök sveitanna skuli ekki veita þessu máli meira brautargengi en raun ber vitni. Búnaðarfélögin og ungmennafélögin ættu þó að hafa góða aðstöðu tjl að safna þeim gömlu munum á starfs- svæðum sínum, sem ella virtust tortímingunni seldir, en það yrði þó tæpast nóg. Söfnunin þarf sennilega meðfram að vera framkvæmd af áhugamönnum, sem sjá um, að ekkert fari forgörðum af þessu tagi, sem eitthvað gildi hefir, hversu lítil- mótlegt sem sumum kynni ef til vill að þykja það fljót á litið. Byggðarsafn þarf helzt að kom- ast á fót innan hverrar sýslu og væri því þá aflað allra þeirra muna, sem fáanlegir væru til þess innan vébanda sýslunnar. Sums staðar hagar þó svo til, að tvær sýslur eða jafnvel fleiri áýslur gætu sameinast um slíkt safn. Landbúnaðarverkfæri fyrri tíðar eru nú sum orðin svo tor- gæf að ófáanleg munu vera,, því- nær víða alveg. Þarf þá að fá hæfa kunnáttumenn til að smíða þau fyrir byggðasöfn þau, sem rísa kunna á legg hér á landi, geti þau ekki orðið full- komin af söfnuninni einskærri. Söfn þessi ættu að geta orðið eins konar skóli fyrir æsku sveitanna. Auk þess, sem þau veittu raunhæfa fræðslu um hætti forfeðra hennar og aðbúð, þá gæti hún líka sótt þangað listrænar fyrirmyndir til að styðjast við er núverandi losara- ástandi linnir og ný verkleg menning blómgast í sveitum landsins á sviði heimilisiðnað- arins. Efnt hefir verið til sjóminja- safns í Reykjavík, en hvað líður stofnun allsherjar minjasafns landbúnaðarins? Búnaðarfélag íslands virðist ekki illa fallið til að hafa forustu um stofnun þess en það virðist hafa meiri áhuga fyrir flestum öðrum málum en*- því. Um nauðsyn og réttmæti slíks safns skil ég varla í að geti verið skiptar skoðanir. Það ætti að vera i mörgum deildum til að sýna mismun- andi vinnuaðferðir og áhöld í hinum ýmsu héruðum landsins, en miðdepill þess þarf að vera sveitabær í fornum stíl. Hann má ekkert skorta. Hann verður að eiga baðstofu, eldhús, búr mjólkurhús, vefstofu, skemmu, •smiðju og önnur hús með öllum munum sínum og áhöldum og bóndinn, húsfreyjan, börn þeirra (Framhald á 5. síðu) málsin^ ákvað hún að veita kvenréttindamálinu fylgi sitt. Hún tók þó ekki virkan þátt í baráttunni því að en var hún of fast bundin við heimilisskyld- urnar og börnin. Þegar Roosevelt var skipaður aðstoðarráðgjafi fyrir flotann komst kona hans fljótt að því, að kona manns, sem skipar opin- bera stöðu verður að haga heimilishaldinu samkvæmt því, sem manni hennar hentar bezt. Hún reyndi því á allan hátt að leysa hann frá öllum áhyggjum viðvíkjandi fjölskyldunni og heimilinu, til þess að hann gæti gefið sig óskiptan að starfi sínu, og hún skapaði þeim félagslíf, þar sem hann naut sín sem bezt. Þegar stríðið skall á 1914 fór Mrs. Roosevelt að gefa sig í al- vöru að störfum utan heimilis- ins. Hún vann við Rauða kross- inn og að ýmsum öðrum störf- um í sambandi við stríðið. Henni jókst sjálfst'raust eftir því sem hún tók á sig meiri ábyrgð og nú fyrst komst hún i náið sam- band við alþýðuna og lærði að þekkja hana og samúð hennar með fóikinu þroskaðist. Þegar konum í Bandaríkjun- um var Veittur atkvæðisréttur 1920, fann Mrs. Roosevelt Ijóst til þess, að nú hafði hún nýjar skyldur að rækja, sem atkvæðis- bær þegn, og hún ásetti sér að leysa þær skyldur af hendi með samviskusemi. Börn hennar voru nú orðin svo vel á veg kom- in að hún tókst á hendur fjögra vikna kosningaleiðangur með manni sínum, þegar hann sótti um vara-forseta embættið 1920. Og nú fyrst vaknaði fyrir alvöru áhugi hennar fyrir stjórnmálum. Hún gat ekki hugsað sér að eiða æfinni í 'te-drykljiu og í fánýtt samkvæmislíf. Hún gekk í félög kvenna, sem höfðu það markmið að kynna konum þau efni, sem lúta að stjórnmálum og félags- málum yfirleytt. Eleanor Roose- velt var nú farin að fara sinna ferða og það var í alt aðra átt en venjulegt var, fyrir konur af hennar stétt. En nú syrti snögglega að. Hinn glæsilegi og þróttmikli maður, Franklin Roosevelt var lostinn lömunarveikinni, og allt benti til þess að stjórnmálaferli hans væri lokið, en bæði hann og kona hans neituðu að gefast upp. Þau börðust áfram hlið við hlið með óbilandi kjarki og strax og honum var það mögulefet, hvatti hún hann til að taka aft- ur þátt í opinberum málum. Hún vildi ekki láta hann finna til þess að hann væri fatlaður; hún sá um að vinir hans heim- sóttu hann til að spyrja hann ráða eins og þeir höfðu áður gert; hún reyndi á allan hátt að vekja áhuga hans á ný fyrir mönnum og málefnum. Margir, jafnvel tengdamóðir hennar, fundu að þessari lækningarað- ferð, en hún gaf því engan gaum og smám sgman náði maður hennar aftur lífsgleði sinni og sæmilegum kröftum og það er mál manna að eftir að hafa gengið í gegnum þessa eldraun hafi hann fyrst fundið til fulls kraftinn í sjálfum sér til stór- ræða. Mrs. Roosevelt var enn fremur sannfærð um það,aðef hún sjálf tæki virkan þátt í pólitískum f málum mundi það verða stuðn- ingur fyrir mann hennar. Hún gekk nú í félag kvenna Demo- crataflokksins og um þetta leyti flutti hún sína fyrstu ræðu. Eftir þetta varði hún miklu af tíma sínum í þarfir flokksins. Hún sat í nefndum, bauð for- ustumönnum flokksins á heimili sitt; ferðaðist um ríkið til þess að skipuleggja pólitísk samtök kvenna; flutti kosningaræður; keyrði kjósendur á kjörstað o. s. frv. Þátttaka þessarar konu, sem stóð svo ofarlega í mannfél- aginu, hafði þau áhrif að þeir gamaldags forustumenn innan flokksins, sem andstæðir voru þátttöku kvenna í pólitískum m^lum, fóru að láta undan síga og konur fóru að taka hana sér til fyrirmyndar í því að starfa að pólitískum málum. Þrátt fyrir stjórnmála annríki sitt, vanrækti Mrs. Roosevelt ekki börnin. Faðir þeirra gat nú ekki tekið þátt í leikjum með þeim. Hún lærði því að synda með þeim, fór í útreiðar, sleða- ferðir og alls konar útiskemmt- anir með þeim. Auk alls þessa, stofnaði hún á þessum árum í félagi við tvær konur, skóla fyrir stúlkur og kenndi sjálf við hann í mörg ár. Franklin D. Roosevelt var nú búinn að ná sæmilegri heilsu og fyrir tilstilli konu hans og vina gaf hann kost á sér til ríkisstjóra kosningar i New York ríkinu og var kosinn 1928. í hinni nýju stöðu studdi kona hans hann á allan hátt. „Eleanor og ég,“ var viðkvæði hans þegar hann var að ræða málefni, stefnur og ráða gerðir við vini sína Þau heim- sóttu árlega stofnanir ríkis- stjórnarinnar, skóla sjúkrahús o. s. frv. Þá varð hún að vera augu hans og eyru, þvi vitanlega var erfitt fyrir hann að komast í kring. Það var einmitt á þennan hátt að Mrs. Roosevelt varð að ómet- anlegri aðstoð stjórn landsins og manni sínum eftir að hann varð forseti. Hún ferðaðist um landið, til Suður-Kyrrahafsins, Alaska, Bretlands og aflaði upplýsinga fyrir mann sinn um ástand, stefnur og strauma. Þannig treysti hún sambandið milli for- setans og fólksins í hinu víð- áttumikla landi. Eftir að Franklin D. Rosseveit varð forseti gat kona hans ekki tekið beinan þátt 1 pólitískum málum stöðu hans vegna, en hún var ekki aðgerðalaus. Áhuga- mál hennar voru mörg og hún hikaði ekki við að beita sér fyr- ir þeim og fannst sumum nóg, um. En Msr. Roosevelt var ekki kona, sem gerði sér að góðu að sitja sem uppdubbuð brúða í Hvíta húsinu og gefa sig alger- lega að veizlum og móttökum. Hún talaði í útvarpið, hún ferðaðist um og flutti ræður, hún skrifaði í blöð og tímarit og hún skrifaði bækur. Hún barðist fyrir betri húsakyrfnum betri skólum, heilbrigði, jafn- rétti negranna og öllu því, sem verða mætti til að færa þjóðina á hærra menningarstig. Og hún er nú löngu búin að afla sér viðurkenningar allrar þjóðar- innar, sem framúrskarandi mik- ilhæf kona. Enginn efi er á því að Franklin D. Roosevelt var það mikill stuðningur að eiga aðra eins konu. En hins vegar hefði hún ekki náð þeim þroska sem raun ber vitni, ef hún hefði ekki átt mann eins og hann. Hann dróg aldrei úr því, sem hana langaði til að gera, hann hvatti hana til þess að beita sér fyrir áhuga- málum sínum, sumir fylgjendur hans sögðu að athafnir hennar hefðu slæm áhrif hvað pólitískt fylgi hans snerti, en aldrei heyrð ist annað frá forsetanum en að hann hefði dýpstu aðdáun fyrir konu sinni og þroskaferli henn- ar. Franklin D. Roosevelt var mannréttinda og mannvinurinn mikli. Hann gerði engan grein- armun á fólki. í hans augum áttu kvenmenn jafnt sem karl- menn rétt til að þroska hæfileika sína og verða þjóð sinni að sem mestu gagni. Þegar hann skipaði Francis Perkins í hina ábyrgðar- fullu stöðu' sem verkamálaráð- gjafa.þá kom honum ekki í hug að hann væri að gera nokkuð, sem væri óvanalegt eða óviður- kvæmilegt. Miss Perkins minnt- ist þá á það við hann, að það myndi e. t. v. ekki vera heppilegt að skipa hana í þessa stöðu fyrir það, að húri Væri kvenmaður. Forsetinn hló glaðlega og sagði: „Ég hélt, að við hefðum komizt að þeirri niðurstöðu fyrir löngu síðan að konur væru persónur." Og þegar hann kynnti hana fyrir hinum ráðherrunum, gerði hann það á vingjarnlegan og eðlileg- an hátt, en ekki eins og hún væri eitthvað afbrigði eins og sumum hefði orðið á að gera. , Roosevelt forseti á sennilega meiri þátt en nokkur annar einn maður í því að hefja stöðu kven- mannsins í þjóðfélaginu. Á hans stjórnartíð voru þúsundir kvenna skipaðar í ábyrgðarstöð- ur hjá stjórninni. Konur voru skipaðar dómarar, sendiherrar og í ráðuneytið. Forsetinn bar traust til kvenfólksins og virti það, og hvernig átti það öðruvisi að vera, þegar hann átti slíkan fulltrúa kvenþjóðarinnar við hlið sér, sem kona hans er og móðir hans var kona göfuglynd og mikilhæf. Það hefir stundum verið sagt, að afrek mikilmenna séu að þakka einhverjum kvenmanni, sem standi að baki þeirra. Franklin og Eleanor Roosevelt gengu fram ævibrautina hlið við hlið. Á grundvelli vitsmuna mættust þau sem jafningjar. Þau virtu réttindi hvors annars; þau dáðust að réttsýni, hæfi- leikum og afrekum hvors ann- ars og þau báru fullkomið traust til hvors annars. Hjónaband þeirra varð þeim, börnum þeirra, þjóðinni og heiminum til bless- unar. Nú er þetta samfélag rofið um stund. Við getum gert okkur í hugarlund hinn djúpa söknuð, sem fyllir hjarta hennar, sem eftir er skilin. En kjarkurinn er óbilandi; það hefir hún þegar, sýnt Hún mun ekki setjast í helgan stein. Áhugamál hennar eru mörg. Vonandi á Bandaríkja þjóðin eftir að njóta hæfileika og krafta Eleanor Roosevelt í mörg ókomin ár. Útbrelðið Tímann! N

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.