Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 5
47. blað Tl^IITVTV. j>rlg|Mdaglm> 26. júní 1945 5 RITSTJÓRI: sigríður ingimarsdóttir KaffibrauS Kókó-kaka. 1% bolli (sigtað) hveiti, li/2 tsk. lyftiduft, 1/2 tsk. sódaduft, 1 tsk. salt, iy2 bolli sykur, 6 matsk. kókó, % boli smjörlíki, 1 bolli áfir eða súr mjólk, 2 sfiör egg. Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu, saltinu, sódaduft- inu, sykrinum og kókóinu. — Hrærið þessu saman við smjör- líkið (en látið það linast dálítið fyrst) og áfirnar. Hrærið eggj- unum saman við. Skiptið deig- inu í þrennt og bakið það í 45 mínútur í kringlóttu lagköku- formi. Á milli laganna má láta smjörkrem eða rabarbaramauk. Kakan er skreytt með rjóma eða „glassúr". Negrakossar. 4 bollar hveiti, 1 tsk. lyftiduft, 1 tsk. sódi, 2 tsk. salt, iy2 kanell, Vanilludropar, 2 bollar sykur, 1 bolli smjörlíki, 2 bollar rúsinur, 3 egg. / Sjóðið rúsínurnar í 5 mín. í einum bolla ,af vatni. Kælið síð- an. — Hrærið saman smjörið og sykurinn. Bætið eggjunum út í. Hrærið vel. Þessu er síðan hrært saman við hveitið, lyfti- duftið, sódaduftið, saltið og kanelinn. Rúsínurnar og drop- arnir látið út í. Kælið deigið. Síðan er það látið með teskeið á vel smurða plötu. Bakað í vel héitum ofni í 12—15 mín. Deigið ætti að nægja í 60 smákökur. Stjörnukaka. 2 y8 boli (sigtað) hveiti, 4 tsk. lýftiduft, 1 tsk. salt, iy2 bolli sykur, 1/2 bolli smjörlíki, 1 bolli mjólíc, 2 egg, Vanilludropar. Blandið saman hveitinu, lyftiduftinu og saltinu. Hrærið það saman við smjörlíkið, mjólk- ina og dropana. Hrærið þetta í oa. 2 mín. Setjið eggin út í. Hrærið enn í 2 mín., þar til deig- ið er jafnt og þunnt. Skiptið deiginu i tvennt. Bakað í vel smurðu, kringlóttu tertumóti í 30—35 mínútur við meðalhita. Kælið löginn. Á milli þeira má láta rabarbaramauk eða krem. Kakan er skreytt með rjóma eða „glassúr". Ofan á hana má láta marglita teninga úr ávaxta- hlaupi (,,gelé“). Möndlukaka. 2% bollar sigtað hveiti, 134 bollar sykur, 2 tsk. lyftiduft, Þér skuluð lesa þessa bók. iy2 tsk. salt, 1 bolli smjörlíki (lint), 34 bolli mjólk, 1 tsk. möndludropar, 1 tsk. sítróndropar, 3 egg og 1 eggjarauða (óþeytt) 1 bolli saxaðat möndlur. Sáldið saman hveitið, sykur- inn, lyftiduftið og saltið. Hrærið smjörlíkinu saman við. Bætið mjólkinni, dropunum og einu egginu út í. Hrærið í 2 mín. Bæt- ið hinum tveim eggjunum og rauðunni út í. Hrærið í 2y2 min. Möndlurnar settar út í. — Bak- að í smurðu hringmóti í 60—70 mín. við meðalhita. Ályktanir á stofnþmgi. . . . (Framhald af 4. síðu) félagsins er góður og á það í eignum er nemur 21 þús. kr. Valdimar Björnssyni, fulltrúa Kef lavíkurhrepps: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga samþykk- ir að fela fulltrúaráði og fram- kvæmdastjórn að hlutast til um, að 20% af heildartekj um ríkis- ins af áfengis- og tóbakssölu renni til allra bæjar- og sveitar- sjóða á landinu. Skiptist þessi fjárhæð eftir fólksfjölda í hverju bæjar- og sveitarfélagi“. f. Tillaga um meðlagsgreiðsl- ur, upphaflega fram borin af Katrínu Pálsdóttur, en breytt samkvæmt tillögu frá Helga H. Eiríkssyni: „Stofnþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga, felur stjórn sambandsins og full- trúaráði að taka til rækilegrar athugunar, hvort ekki sé rétt, að meðalmeðlög séu samræmd um land allt og miðað við með- alframlög í Reykj avík“. Aðalfundur IVorræua félagsins. (Framhald af 4. síðu) Stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa: Stefán Jóh. Stefánsson forstjóri, form., Guðl. Rósenkranz yfirkennari, ritari og meðstjórnendur Jón Eyþórsson veðurfr., Páll ísólfs- son tónskáld og Vilhj. Þ. Gísla- son skólastjóri. Fulltrúaráðið var að mestu endurkosið, en það skipa: Aðalsteinn Kristinsson framkv.stj., Hallgrímur Bene- diktsson stórkaupm., Bjarni Jónsson viglubiskup, Klemenz Tryggvason hagfr., Hjálmtýr Pétursson kaupm., dr. Sigurður Þórarinsson, Óskar Norðmann, stórkaupm., Pálmi Hannesson rektor og frú Sigríður Eiriks- dóttir. Um stofnun byggðasafna. (Framhald af 4. slðu) og vinnufólk ætti að ganga þaf um hús í fornum búningum. Smám saman mætti auka húsa- kost þessa sameiginlega byggða- safns, svo að það sýndi breyt- ingar og þróun húsagerðar þjóð- arinnar og áhalda á liðnum öld- um. Þá væri ekki illa til fundið, að geymd væru sýnishorn þeirra áhalda og þróunar þeirra, sem íslenzkar hagleikshendur hafa fundið upp til að létta mönnum erfiði vinnunnar. Nægir í því' sambandi að minna á heyskúff- una marglofuðu. Ég hefi ekki skrifað þessa grein mína af því að ekki hafi verið vakið máls á efni hennar áður, en ekki nógu oft, ef dæma má eftir seinagangi byggða safnahreyfingarinnar hér á landi, þegar litlir hlutar lands- ins eru undanskildir. Fornólfur kvað: „Mikill er í minningunni, meginstyrkur vorri þjóð.“ íslenzka þjóðin yrði ekki met- in minna þó að hún sýndi það, sem gleggst, að hún teldi þann meginstyrk einhvers virði. Vilhelm Moberg: ét Eiginkona FRAMHALD henni þakklátur fyrir, þegar öll kurl koma til grafar. Hún ætlar að færa honum heim sanninn um það, að hann er í mikilli skuld við hana, þótt hann hafi greitt henni hvern skilding af kaupinu. Þegar hún kemur að þeim, þar sem þau liggja saman, skal hann verða þess var, að hún er til. Þetta er eina úrræðið, sem Elín getur látið sér hugkvæmast. Elín ætlar að snuðra uppi felustað Hákonar og kvenmannsins, þess vegna læðist hún yfir akrana. Hún fær ekki staðizt þá freistni, sem hún hefir leiðzt í. Hvað skyldi hann gera, þegar hún stendur þau að ódæðinu? Hún bíður þess með óþreyju að komast að raun um það. Hann verður sjálfsagt æfareiður yfir því, að hún skuli hafa njósnað um þau. Kannske ber hann hana .... ? Já, hann lemur hana, en það mun ekki valda henni sársauka. Hákon — hans hendur geta aldrei gert henni neitt illt. Það veit hún með vissu, það hefir hún vitað í mörg ár: Hans hendur hafa ekkert gert henni nema gott. Ef hann bara vill snerta hana. En þegar hún kemur að honum óvörum með konu Páls í fanginu, þá leggur hann á- reiðanlega á hana hendur í reiði sinni. Þá kemst hann að raun um, að hún er til. Hákon — hún finnur harða fingur hans læs- ast utan um úlnliðina. Hann nístir þá, en hún vill helzt að hann nísti þá enn fastar, því að það veldur henni ekki sársauka. Hún hefir svo lengi þráð þessa snertingu. Nú hefir hann loks veitt því athygli, að hún hefir likama, sem hann getur neytt handa sinna við. Og hún verður allt í einu tælandi fyrir hann. Hann finnur það á samri stundu, að hann getur ekki slegið hana, ekki gert henni neitt til miska. Hversu margt gott hefir hún ekki gert honum? Hann kemst að raun um, að hún hefir þagað allt sumarið yfir óleyfilegum samförum hans við konu annars manns. Það mýkir hjarta hans. Hann vill 'endurgjalda henni og yera henni góður i staðinn. Hún hefir þagað, þegar hún gat unnið honum stórtjón. Og svo byrjar hann að gæla við hana, mjúkhent- ur og nærfærinn .... í faðm sinn mun hann taka hana .... hún á alltaf að vera hjá honum. .... Þannig verður það. Og heitir straumar hríslast um líkama Elínar meðan hún leitar hans og hinnacwseku konu. Hún bæði hatar og þráir, án þess að sjást fyrir. Hún ætlar ekki að koma upp um þau. En hún ætlar að skilja þau með því að láta þau sjá, að brot þeirra sé uppvíst orðið. Þá neyðast þau til þess að hætta þessu svívirðilega framferði. Og hún mun laða hann til sín, hendur hans munu snerta líkama hennar og veita honum ljúfan frið .... Kvöldið er kyrrlátt, það er aðeins söngl engisprettnanna, sem hljómar látlaust úr grasinu. Köttur læðist hljóðlaust yfir sleginn akuriÁn, hann vakir yfir mús í kornþrefunum. Heima í kálgarð- inum heyrist ofurlítið skrjáf — héri hefir verið á ferli úti í hagan um í kvöld og runnið á lyktina af kálblöðunum. ÞroskamikiÖ epli brýtur stilkinn — þungt aldinið fellur niður i grasið með dálitlum dynk, og eyrun á héranum standa þráðbeint upp í loft- ið eins og kertislogi. Og þegar tunglið kemur upp, varpar hestur, sem er í tjóðri á akrinum, stórum skugga á jörðina. Og þarna kom kona, álút og skimandi. Hvar gerist það í kvöld? Hvar fela þau sig? Hvar hafa þau búið sér hvilu? Hún snuðrar gætilega kringum þrefin, og á von á því að hrasa á hverri stundu um skrokkana. Hún hlustar við hlöðugöt og jafadyr í von um að heyra hálminn skrjáfa eða fólk stynja í fryggð sinni. Þegar hún finnur ekkert og heyrir ekkert, gengur hún til tjóðr- aða hestsins og strýkur stinnan, gljáandi skrokk hans. Henni þykir gaman að gæla við hesta, og það er orðið langt síðan hest ur hefir staðið við stallinn í hesthúsi Hákonar. En tunglið hverfur aftur, og myrkrið leggst yfir akurinn. Þau hafa falið sig einhversstaðar í skjóli myrkursins .... Vill Guð ekki leyfa henni að finna felustað þeirra? Það ætti þó að vera Guði þóknanlegt, að þau væru aðskilin og endir bundinn á synd samlegt líferni þeirra. Já, hvers vegna stýrir Guð ekki fótryn hennar að þeim stað, þar sení þau leynast? Getur hann enn umborið þau seku? Ef hann léti nú tungl sitt koma undan skýi á réttu andartaki! Nei, það dimmir bara. Það verður ekki meira tunglsljós í kvöld. Og Elín verður að læðast heim, eftir að hafa farið erindis- leysu, fyrst tungl Guðs vill ekki leggja henni lið. Hún ambrar heimleiðis með klið engisprettnanna fyrir eyrunum — það er eins og þær séu að hæðast að vonbrigðum Elínar með æsandi söngli sínu. Ferð þú ekhi með mér? Það var pískrað kringum konu Páls, o? augu fylgdu henni, hvert sem hún fór. En eríginn tók viðfangsefnið jafn föstum tökum og Karen oddvitans. Hún bjó næst, og hún átti hægara með að vaka yfir hverju spori Margrétar en nokkur annar. Og Karna taldi það skyldu sína að láta til* sín taka um hneykslið, sem leitt hafði af þessari urígu konu í þorpinu. Það var skylda hennar að standa á verði um sæmd þorpsins. Karna v®r ströng og alvörugefin kongt, sem gekk það til hjarta, er hún fékk vitn- eskju um, hvað komið hafði fyrir. Fyrst af öllu varð að fá á- minningu, sem skotið gæti henni skelk í bringu. Hún hitti hana daglega við brunninn. Og gamla grannkonan sagði Margréti frá atburði, sem gerzt hafði í Orragerði fyrir nokkrum árum. Bóndakona þar hafði fallið í freistni og syndgað með manni. Það komst upp, hún iðr- aðist og grátbað bónda sinn um fyrirgefningu. En hann lét eng- an bilbug á sér finna. Hann skar stubb af úlfanetinu sínu, sveip- aði utan um hina ótrúu konu sína og batt hana á uxa. Þannig lá hún á bakinu á uxanum, án þess að geta hrært legg né lið — síðan rak hann uxann af stað, hann mátti fara hvert sem hann vildi. Það var háðuleg sjón, sem gat að líta í þorpinu. Allir voru á einu máli um, að bóndinn hefði aðeins gert það, sem hann hafði rétt til, en loks frelsaði miskunnsamur maður vesalings kvenmanninn af baki uxans. En hún var rekin burt af heimili sínu og úr þorpinu, hún varð að gerast göngukona, og enginn vissi, hvað síðan varð af henni. Hún syndgaði og kastaði frá sér bæði tímanlegri og andlegri velferð sinni. Margrét var að klapþa þvott, höndin, sem hélt á klappinu, fór strax að titra. Hún svaraði: Það hefir verið þungbært hlut-® skipti, slíks myndi maður ekki óska versta óvini sínum. Svo fann CrHllleÍtÍB Norsk gamansaga eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríður Lagimarsdóttir þýddi. „Það er bezt fyrir okkur að þegja!“ sagði Jens. „Svo heldur yfirforinginn náttúrlega héðan af, að við höfum verið að aðhafast eitthvað glæpsamlegt þessajr tvær nætur. Ég hefi aldrei vitað annað eins!“ Daginn eftir fór Eðvarð frændi til bæjarins- Hann kom af tur seinni hluta dags. Um kvöldið færði Tómasína drengjunum bréf. Þeir opnuðu það undrandi og lásu eftirfarandi klausu: „Herra gullgrafarar! Ég leyfi mér hér með auðmjúklega að krefjast 200 króna í skaðabætur fyrir skerðingu á gullæð í Hringsfjalli. Vænti ég þess að peningarnir verði sendir með næsta pósti. Virðingarfyllst Eðvarð Holck. P. S. Einnig ber ykkur að greiða 10 kr. fyrir einn poka af púðri. 9 Sami. — „Hann veit allt.“ „Skildi honum vera alvara?“ „Það lítur nú út fyrir, að hann sé að gera að gamni sínu.“ Það fór að fara um Jörgen. „Við verðum að tala við Tómasínu“ sagði Eiríkur, og nú kölluðu þeir á Tómasínu. „Heyrðu, Tómasína, veiztu hvort frændi er mikið reiður?“ x . ♦ „Reiður! Yfirforinginn? Hann situr inni í dagstofu og hlær svo dátt, að ég veit ekki mitt rjúkandi ráð “ „Hlær hann?“, hrópaði Níels. „Þá er engin hætta á ferðum. Komið þið nú.“ Drengirnir ruku niður stigann íramhjá ráðskonunni og beint inn til Eðvarðs frænda. , „Hér erum við komnir“ sagði Níels. „Peninga eigum við ekki en við vonum, að við fáum samkvæmt venju að afplána sektina með fangelsisvist upp á vatn og brauð.“ „Það skuluð þið fá,“ sagði frændi hlægjandi. „Ég hefi aldrei hlegið meir en heima hjá borgarstjóranum í dag. Þið eruð líklega orðnir miljónamæringar? — Hélduð þið raunverulega, að þið gætuð sprengt heilt fjall upp án þess að gamall hermaður heyrði það! — Setjizt þið nú niður þið eigið fyrir því að fá vatn og brauð. — Tómasína! Strákarnir eiga hér eftir að fá fangelsisfæði! Þú getur gefið þeim eggjaköku til að byrja með!“ ENDIR. Stór bók um líf o« starf og samtíð listamaunsins mikla . Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Vinci var furðulegur maður Hvar sem hann er nefndur i bókuih, er eins og tnenn skorti orð til þess að lýsa atgerfi hans og yfirburðum. I ,£ncyciopcedia Briiannica" (1911) er sagt, uð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningt d sxuði visinda og lista og óhugsandi sé, að nokkur maður hefði £nzi til að afkasta hundiaðntto parli af öllu þvi, sejn hann fékkst við. Leonardo da Vinci var óviðjafnnnlegur mtllari. En hann var lika uppfinningamaður á við Edison, eðlisfrceðingur, slcvrðfrccðingnr, stjörnufrœðingur og hervélafraðingur Hann fékhsl við rannsóknir i Ijósfrceði, liffrrrafrceðv og stjórnfrceðt, andlitsfall manna og fcllingar i klceðnm athugaði hann vandlega. Sörigmaður var Leonardo, góður og lék sjálfhr á hljöðfcen Enn fremur ritaðí hann kynstrin öll af dagbókum, en — list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þessi éók um Leonardo da Vtnci er sagn inn manniun, er hölhafastur og afkasta- mistur er talinn allra manna. er sögur fara af. og emn af mestu Usiamönnum veraldar. í bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. Raftækjavínnustoían Seliossi framkvæmir allskonar rafvirkjastörf. ORBSENDING TII. KAUPEIVDA TÍMANS. Ef kaupendur verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru þeir vin- samlega beðnir að gera afgreiðslunni þegar aðvart.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.