Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 6
6 TtMTVTV. Iirifljodaginn 26. jimí 1945 47. blað Samvínna útvegsmanna DÁJÍARMIMDÍG: llans Qrönteldt fyrrum skólastjóri. Hans Grönfeldt, fyrrum skóla- stjóri, lézt 1. Júní síðastl. tæpra 72 ára að aldri eftir langa van- hellsu. Jarðarförin fór fram að Borg á Mýrum 9. þ. m. að við- stöddu miklu fjölmenni. Með honum er til moldar hnig- inn, mætur maður og merkur b^utryðjandi í íslenzku at- vinnulífi. Maður, sem íslenzk bændastétt á meira að þakka, en margur mun ef til vill gera sér ljóst nú. Hann hét fullu nafni Hans Grönfeldt Jeppesen, og var fæddur 1. júlí 1873, í Horne pr. Vardi á Jótlandi. Til íslands kom hánn sumarið 1900. Hann kvæntist 6. sept. 1902 Þóru Þorleifsdóttir, Jónssonar prests á Skinnastað, ágætri konu og mikilhæfri. Lifir hún mann sinn ásamt einum syni. Grönfeldt, — en svo var hann einatt nefndur ■— lagði ungur stund á mjólkuriðnað, smjör- verkun ostagerð o. fl., og að loknu námi réðist hann starfs- maður hjá Búnaðarféílagi ís- lands, og kom hingað eins og áður segir sumarið 1900, og hóf þegar eftirlits og leiðbeiningar- starf við rjómabúin/sem þá voru að rísa á legg. Fyrstu árin var hann á Hvann- eyrf, en þar var þá eitt hið stærsta kúabú á 4ánciinu, og því bezt aðstaða, til þess að kenna þar smjörverkun. Um aðrar greinir mjólkuriðnaðar var þá ekki að ræða. Fyrsta veturinn kenndi hann fáum stúlkum, því að húsnæði það, er hann hafði til afnota, var aðeins ein stofa, sem skóla- stjórinn á Hvanneyri léði hon- um, auk svefnherbergis. Sumarið 1901 var byggt mjólk- urskólahús á Hvanneyri og hóf Grönfeldt kennslu í því sama haustið. Kennslan var bæði bók- leg og verkleg. Aðfaranótt 6. okt. 1903 brann þetta nýja mjólkur- hús, ásamt íbúðarhúsinu á Hvanneyri og var þá skólinn fluttur til Reykjavíkur og starf- aði hann þar einn vetur. Haustið 1904 var Mjólkurskól- inn'fluttur að Hvítárvöllum, og hóf þá starfsemi í sambandi við nýstofnað rjómabúsfélag, sem starfaði undir forystu Grön- feldts, þangað til skólinn var lagður niður 1919. Vorið 1908 keypti Grönfeldt jörðina Beigalda í Borgarhreppi og reisti þar bú. Dvaldi hann þar með fjölskyldu sinni frá því er skólanum var slitið að vorinu til haustnótta ár hvert meðan skólinn starfaði. Á þessu tímabili útskrifaði Grönfeldt um 140 nemendur auk 10 stúlkna, sem ekki luku prófi. Enn fremur kenndi hann mörgu fólki á ýmsum aldri að mjólka kýr með svonefndri Hegelunds- aðferð. Þegar þess er gætt, að Grönfeldt var eini kennarinn við Mjólkurskólann og hafði auk þess á hendi framkvæmdastj órn rjómabúsins á Hvítárvöllum, má það Ijóst verða, að þetta allt var meira verk, en nokkrum meðal- manni væri fært að leysa af hendi. Stúlkum þeim, sem luku prófi við Mjólkurskólann hjá Grön- feldt var ætlað það hlutverk, að veita forstöðu rjómabúum víðs vegar um landið, en rjómabúin framleiddu smjör fyrir Breta. Meðan rjómabúin störfuðu, ferðaðist Grönfeldt um landið á hverju sumri og leit eftir starf- semi þeirra og leiðbeindi þeim á margan hátt. Skömmu eftir að Mjólkurskól- inn var lagður niður hóf Grön- feldt nýtt brautryðjandastarf. Hann fékk í lið með sér þrjá bændur, sem bjuggu í grennd við Beigalda, Jóhann Magnús- son á Hamri, Jón Björnsson á Ölvaldsstöðum og Pál Jónsson í Ein'arsnesi. Þeir stofnuðu með sér félag, reistu hús, keyptu vél- • ar og byrjuðu á því að geril- sneyða rjóma. Þetta var alger nýung hér á landi og byrjunar- örðugleikar miklir, en Grönfeldt var bjartsýnn og vann af miklu kappi. Var hann líka lífið og sál- in i þessum samtökum. Eftir 2—3 ár var þessari stofn- un breytt þannig, að öllum hér- aðsmönnum var opnaður að- gangur að félaginu, húsakynni nálega þrefölduð að stærð, bætt við nýjum, góðum vélum og haf- in niðursuða á mjólk. Nú virtist svo, að þessi stofnun væri komin yfir alla byrjunarörðugleika og framundan væri greið og góð leið, svo að brautryðjandinn gæti farið að sjá árangur af þrautseigju sinni og erfiði. En það fór á annan veg. Annan des. 1925 brann verksmiðjan og allar vélar stórskemmdust. Þetta óháiPp fékk mikið á Grönfeldt, þótt hann æðraðist ekki. Hann Hans Orönfeldt. dró sig nú í hlé frá mjólkuriðn- aðinum og kom ekki að honum eftir það. Mjólku;rverksmiðjan var nú flutt í Borgarnes og hefir vaxið þar hröðum skrefum. Hún heitir nú Mjólkursamlag Borg- firðinga. Vörur þær, sem hún framleiðir og selur eru smjör, skyr, ostar, rjómi og niðursuðu- mjólk og allt eru þetta viður- kenndar fyrsta flokks vörur. • Framkvæmdastj óri Mjólkur- samlagsins hefir leyft mér að birta eltirfarandi ummæli: „Mjólkurskóli H. J. Grönfeldts bætti tvímælalaust mikið alla vöruvöndum á sviði mjólkuraf- urðanna. Af Grönfeldt lærðu fleiri en þeir, sem hjá honum dvöldu. Nemendur hans fræddu bæði nágranna sína og heilar sveitir um rétta meðferð á mjólk. Varð nemendahópur hans þann- ig margfalt stærri en hópur sá, sem dvaldi við sjálfan skólann. Lærðu rjómabússtýrurnar, sem búsettar eru hér í héraði, eru alltaf í hópi þeirra mjólkur- framleiðenda, er bezta mjólk senda til Mjólkursamlags Borg- firðinga.“ Grönfeldt undi ekki lengi við búskapinn einan, eftir að mjólk- urverksmiðjan var flutt í Borg- arnes. — Vorið 1927 fluttu þau hjónin að Fornahvammi og veittu þar forstöðu greiðasölu og gistihúsi um eins árs skeið fyrir hönd ríkisins. Næsta ár voru þau á Beigalda, en seldu því næst jörðina og búið, keyptu Hótel Borgarnes og fluttu þang- að vorið 1929. Grönfeldt rak Hótel Borgarnes ásamt smá- verzlun um 10 ára skeið, en seldi hótelið vorlð 1939. * Síðustu árin rak hann ein- göngu verzlun. Þó hér séu raktir meginþætt- irnir í starfsævi Grönfeldts síð- an hann kom til íslands, er þó fjarri því, að allt sé sagt, sem um hann má segja. í einkalífi sínu var hann fyrirmyndarmað- ur, er í engu vildi vamm sitt vita. Hann var ágætur heimilisfaðir og naut líka beztu aðstoðar hinnar ágætu konu sinnar. Heimili þeirra var um margra ára skeið fjölmennt -4- og ávalt rómað fyrir gestrisni og mynd- arbrag. Þau hjónin ólu upp fjögur fósturbörn með mestu prýði. Siguröur Kristjánsson frá .Krumshólum. Fyrir löngu síðan hafa flestir islenzkir bændur gengið í sam- vinnufélög. Flest kaupfélögin eru hvort tveggja í senn: neytendafélög og sölufélög framleiðenda, þ. e. s., þau kaupa inn vörur fyrir félagsmenn sína og annast líka sölu á framlelðsluvörum þeirra. Einnig hafa bændur myndað nokkur félög, sem eru eingöngu sölufélög, og má í því sambandi nefna sláturfélög og mjólkurbú, sem ekki eru tengd neinu kaup- félagi. Hér verður ekki út í það farið að rekja í einstökum atriðum hið margháttaða gagn, sem bændur landsins hafa haft af samvinnufélögum sínum. Hitt skal fullyrt,að barátta bænd- anna fyrir daglegu lífsframfæri, endurbótum á jörðum sínum og atvinnutækjum og fyrir marg- háttuðum framfaramálum í sveitum landsins, hefir yfirleitt verið og er svo erfið, að þeir hefðu tæplega á þeim erfiðleik- um sigrazt, sízt svo myndarlega sem raun ber vitni, ef samvinnu- félögin hefðu ekki verið þeim sverð og skjöláur í senn. Landbúnaður skilar aldreí ævintýralegum tekjum, en er tryggari og fastari í rásinni en allir aðrir atvinnuvegir og stend- ur þvi venjulega fastari fyrir, þegar á móti blæs. Þessar andstæður hafa yfir- leitt mótað bændastéttina á þá lund, að hún hefir tamið sér sparsemi og ráðdeild, sem m. a. kemur fram í því að losa sig við kostnað af öljum óþörfum milli- liðum í viðskiptum, og gildir það jafnt um innkaup á nauð- synjavörum og sölu^á fram- leiðsluvörum. Kaupstaðamenn hafa verið eftirbátar bændanna í þessum efnum, að fáum undantekning- um fráteknum. Það eru t. d. örfá ár síðan að tekist hefir að mynda lífvænlegt neytendafélag í höf- uðstáðnum. / Þegar athuguð er samvinna útvegsmanna, kemur I ljós, að hún er óskiljanlega skammt á veg komin. Að vísu eru á nokk- rum stöðum á landinu komin á samtök um innkaup á vörum til útgerðarinnar og félagsmynd- unar til nýtingar og sölu á af- urðum, en þetta er í svo smáum stíl, þegar litið er á heildina, að furðulegt má teljast. Bændurnir hafa bókstaflega tryggt lífsafkomu sína að veru- legu leyti með samvinnufélögun- um, sem sjá um vinslu, verkun og sölu á sláturfjárafurðum og mjólkurvörum. Aftur á móti eru lýsisbræðsluverksmiðjur, fiski- mjölsverksmiðjur og fiskfrysti- hús, svo nokkur dæmi séu nefnd, að mestu leyti í höndum annarra en útvegs- og fiskimanna. Þetta er svipað þvi, að bændur á Suðurlandsundirlendinu létu einstaklinga reka Mjólkurbú Flóamanna og seldu þeim að verulegu leyti sjálfdæmi um verðið á mjólkinni. Hér er um að ræða alvörumál, sem sjómenn og útvegsmenn verða að gera sér fulla grein fyrir og leysa á annan veg en verið hefir, ef að vel á að fara. Á meðan stríðsverð er á fiskin- um getur útgerðin e. t. v. bjarg- ast áfram með því að hafa inn- kaup á útgerðárvörum, viðgerðir á skipum og vinslu og sölu á sjávarafurðum í höndum milli- liða, en þegar framleiðsla og verðlag fellur aftur í sinn eðli- lega farveg og hörð samkeppni kemur til sögunnar á ný, munu útvegsmennirnir sjá, ef þeir gera það ekki fyr, að aðferð bænd anna, að spara sér milliliðina, er eitt af meginskilyrðunum fyr- ir því að sjávarútvegurinn geti blómgast og dafnað. G. T. Bókmenntir og listir • ' (Framhald af 3. siöu) mundsson, Höggin á Tindastóli (dulrænn atburður) eftir Krist- ján Linnet, Milli vita í kennslu- stund . (kvæði) eftir Þráinn, Litli og stóri (saga) eftir Án bogsveigi, Leiklistin (leikdóm- ar) eftir Lárus Sigurbjörnsson, Raddir, Ritsjá og ýmsir fróð- leiksmolar. Þess má geta, að bókmennta- grein Vilhjálms Þ. Gislasonar fylgja 38 myndir af skáldum og rithöfundum. Rógrnrinn um landbúnaðinn (Framhald af 3. síðu) atvinnuleysið gengur í garð. Þetta hefir viðgengist hér, sam- ber Kreppulánasjóð og gengis- breytinguna 1939, sem áður er vikið að. Það er talað um ölmusur, frá ríkinu, til bændanna. Jarðabóta- styrkurinn er ráðstöfun rikis- valdsins, framlag til þess að stuðla að batnandi framtíð at- vinnuvegarins. Það tilheyrir hverju siðuðu þjóðfélagi. En styrkurinn er aðeins örlítið brot af því fé, sem gengur til jarða- bóta. Hitt leggja bændurnir fsam. Ég hefi verið bóndi rúm- an aldarfjórðung og gert tölu- verðar jarðabætur. Styrkur rík- isins til þess heflr hvorki kvatt mig eða latt til framkvæmd- anna, eða styrkt mig svo að nokkru teljandi nemi. Verðjöfn- unarféð, sem ríkið hefir lagt fram síðustu árin og sem haldið er ranglega fram af sumum að sé styrkur til landbúnaðarins, hefi ég minnst á áður. Bændur verða að fá sannvirði fyrir fram- leiðslu sína, en smástyrkir, á hvert jarðabótadagsverk, hafa lítið að segja fyrir afkomu þeirra. Ríkið hlýtur llka í fram- tíðinni %ð leggja þetta fé í ný- býlarækt, rafveitur til sveita og þannig lagaðar stórfram- kvæmdir. Loks er svo það, að bændurn- ir búi allt of dreift um sveitir landsins. Þeir eigi að færa sam- an byggðina og lifa á ræktuðu landi einvörðungu og þannig minnka framleiðslukostnaðinn. Þetta er svo augljós heimska, að hún er raunar alls ekki svara- verð. Kjötframleiðsla á ræktuðu landi einvörðúngu er ófram- kvæmanleg sökum dýrleika. Vetrarbeit og nærtæk heiðalönd eru okkar miklu hlunnindi við sauðfjárræktina. En afurðir sauðfjár eru eftirsóttar vörur íbæði innanlands og utan. Vegna afréttanna og heiðalandanna hlýtur ísland að verða hjarð- mannaland, þótt mikið verði ræktað. Það er líka hægt að þétta byggðina fram til dala. Fram í botni Reykjadals í Suð- ur-Þingeyjarsýslu, þar sem land- ið er allhátt yfir sjávarmál, en sérlega góð skilyrði til sauðfjár- ræktar, hafa fimm bræður breytt föðurleifð sinni í fimm jarðir, með ræktun og bygging- um og búa þar allir. Þett.a er að þétta byggðina, án þess að yfir- gefa heiðabeitina og fjallagrös- in. Það er nóg fólk til í landinu til þess að setjast að í nýbýla- hverfunum, þegar þau koma, þótt ekki sé reynt að taka þang- að strjálbýlisbændurna, sem ekki er hægt að vera án, ef hag- nýta skal landsins gagn og nauð- synjar. í strjálbýlinu eru líka beztu þroskaskilyrðin fyrir fólk- ið. — * * * Er þá hins helzta getið, sem notað er til að sverta bænda- fólkið og gera atvinnuveg þess auðvirðilegan og tæla þannig unga fólkið úr sveitunum. Virð- ist raunar vera nóg til þess samt og áreiðanlega er verkafólk kaupstaðanna nógu margt. Ég fer nú lítið út í það að sýna fram á hinn „dulda“ hagnað, sem þéttbýlið hefir af sveitunum. Má þó benda þar á ýmislegt: Fjárimjni flutta þaðan í kaup- staðina, uppeldi fólksins í sveit- unum, er svo flytur í bæina; all- Ir vasapeningar sveitafólksins lenda þangað, kaupstaðabörnin borða 1 sveitinni á sumrin og margt fleira mætti telja. Ef þessir vandlætarar, gagn- vart landbúnaðinum, væru menn, fullir vilja og viðléitni til að bæta og efla þennan atvinnu- veg og legðu sig fram til að sýna, í verkinu, hvað gera skuli til umbóta atvinnuveginum, þá væri öðru máli að gegna. En þegar þetta eru ábyrgðarlausir skraffinnar, sem enga dyggð eða mannskap hafa til að vinna gagn landbúnaðinum eða nokkru öðru nauðsynjamáli þjóðarinn- Samband tsl. samvinnufélaga* SAMVINNUMENN! Munið, að sá tími, sem fer í að vanda fram- leiðsluvörurnar, borgar sig. Skínnaverksmidjan Iðunn framleiðir StTUÐ SKHVIV OG LEÐUR ennfrcmur hina landskunnu Idunnarskó Farmall A Gætið þess aff nota réttar smurningsolíur á vélarnar. Á mótorinn á aff nota þykkt S. A. E. 30. Þaff samsvarar t. d. GARGOYLE MOBILOIL A, eða DOUBLE SHELL. ' í gírkassann á að nota þykkt S. A. E. 90. Þaff samsvarar t. d. GARGOYLE MOBDLOIL CW, effa SHELL G. P. 90. Samband ísl. samvinnuíélaga r Búnaðardeild. Aaglýsing: Irá Fiskimálanefnd Fiskimálanefnd hefir nú lokið við að reikna út verðuppbót á fisk veiddan í febrúar s. 1. Verðupphótin er sem hér segir: 1. verðjöfnunarsvæði 7.756% 2. verðjöfnunarsvæði 4.1999% 3. verðjöfnunarsvæði 5.166% 4. verðjöfnunarsvæði ekkert. 5. verðjöfnunarsvæði 15.494% 6. verðjöfnunarsvæði 9.623% Útborgmn verðuppbótarinnar annast sömu mcnn og áður. Fiskimálanefnd. ar, þá á ekki að hlífa þeim. Að rægja og níða lífsnauðsynleg störf og það fólk, sem stunda þau og tæla fólkið frá starfinu, hlýtur að eiga skylt við landráð. í gömlum norskum lögum var það saknæmt að tefja fyrir fólki eða glepja, er það var að störf- um við landbúnað. Hér ætti að semja lög, sem færu í líka átt. Það á að hegna þeim, sem óvirða lífsnauðsynleg störf, tæla fólk frá þeim og brjála með því heil- brigða skynsemi þess. Og það á að herða á straffinu þegar hin- ir brotlegu eru ónytjungar, ó- magar hjá þjóðinni og á hennar framfæri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.