Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.06.1945, Blaðsíða 7
47. blað Erlent yfirlit. (Framháld af 2. síðu) vorum táldregin með loforðum Hitlers um sigur og velmegun og það er enginn í Þýzkalandi framar, sem saknar nazista. Sjötta: Við höfum enga löng- un, eða ástæðu framar til að vera Bandamönnum fjandsam- leg. Mörgum mun finnast það of mikil bjartsýni, að byggja ein- hverjar vonir á þessum ályktun- um. En það er samt áreiðanlegt, að Þjóðverjar vita, að þeir eru algjörlega sigruð þjóð. Þeir hafa orðið fyrir barðinu á þeirri sömu hernaðarvél, sem þeir urðu fyrstir til að beita, og vegna þess, að þeir eru auösveipnir að eðlis- fari og vanir að hlýða fyrirskip- unum umhugsunarlaust, eru þeir í dag reiðubúnir að hlýða fyrir- skipunum frá hinum nýja yfir- boðara, þar sem nazistaleiðtog- arnir eru ekki lengur til. Þjóðverjar búast við að þurfa að líða vegna styrjaldarinnar. Þeir búast við að Bandamenn krefjist fullra bóta. Alls staðar um landið er manna saknað og sérhver kona býst við því, að sonur sinn, bróðir eða eigin- maður, verði hafður í haldi er- lendis um tíma, eða jafnvel í nokkur ár, til þess að hjálpa til við að bæta það tjón, sem Þjóð- verjar gerðu í styrjöldinni. Ef einhverjum mönnum verð- ur leyft að hverfa heim, munu konurnar verða mjög glaðar, en konur þeirra,^em ekki fá að hverfa heim strax, munu líta á það sem hverja aðra hegningu. Það verður ekki vart við neina skemmdarverkamenn, eða var- úlfa í Þýzkalandi nú. Þjóðverj- ar eru nú auðmjúkir og kvíðn- ir. Tveir óvopnaðir striðsblaða- menn geta ekið óhultir klukku- stund eftir klukkustund um hliðarvegi, þar sem enginn her- maður Bandamanna er sjáan- legur í mílna fjarlægð. Þeim er heilsað með brosi og boðið það, sem hægt er að láta þeim í té. A víðavangi (Framhald af 2. siðuj heldur var allur undirbúningur í megnasta ólagi. Þannig gengur sú saga, að nefndin muni hafa haft útreikninga um þörf fyrir timburkaup, sem voru a. m. k. helmingi lægri en þeir þurftu að vera. Nefndin mun því hafa nokkurn veginn fengið það tlmbur, sem hún var látin biðja um, en eins og kunnugt er, mun það hrökkva skammt til að fullnægja brýnustu þörfum. Er það ekki ofsagt, að hvert hneykslið öðru verra einkenni afskipti‘stjórnarinnar af Sví- þ j óðarviðskiptunum. Blekking Péturs. í ræðu þeirri, sem Pétur Magnússon flutti á landsfundi Sjálfstæðismanna, er þess vand- lega gætt, þegar minnst er á greiðslurnar úr ríkissjóði til nið- urfærslu á dýrtíðinni, að kalla þær „greiðslur vegna landbún- aðarafurða". Með ^essu er ber- sýnilega verið að ýta undir þá blekkingu, að hér sé að ræða um greiðslur vegna landbúnaðarins. Sýnir landbúnaðarráðherrann vel hug sinn til landbúnaðarins með því að hjálpa þannig til að viðhaída þessari falskenningu. íslendingur fierst med erlendu skipi Sú fregn hefir borizt hingað, að Helgi Helgason, sjómaður, hafi farizt með erlendu flutn- ingaskipi. Hann var ættaður héðan úr bænum, 32 ára gam- all. * Stúdenfspróf víð Verzlunarskólann Þann 17. þ. m. brautskráði Verzlunarskóli íslands stúdenta í fyrsta sinn. Stúdentarnir voru sjö talsins. Þennan dag var 5. og 6. bekk skólans ^litið. _ Nöfn hinna nýju stúdenta eru: Árni J. Fannberg, Gísli Guð- laugsson, Helgi Hjartarson, Jón Ó. Hjörleifsson, Karl Bergmann, Óskar Kristjánsson og Valgarð Briem, allir með I. eink. Útbreiðið Tíinann! M, liriðjndaginn 26. júní 1945 MYNDAFRÉTTIR Hér á myndinni sjást (talið frá vinstri) Marshall, formaður herforingjaráðs Banáaríkjanna, og Alan Brooke, Jormaður herforingjaráðsins brezka Til vinstri á mynáinni sést hinn kunni hershöfðingi Þjóðverja, Gerá von Rundsteát, en hann er einna frœgastur allra þýzkra hershöfðingja. Hann sést hér á tali við amerískan hersliöfðingja skömmu eftir handtökna. Hann var tekinn fastur af sjöunda ameríska hernum hinn 2. maí síðastliðinn. Innilegt þakklæti fyrir mikla hjálp og samúð í veikindum og við fráfall mannsins míns, Ðalls Magnússonar frá Hlíð. Einnig þakka ég hjartanlega allar þær miklu gjafir, er okkur og börnum okkar voru færðar og alla þá margvíslegu hjálp, er þeim var veitt. Guð blessi ykkur öll. HRAFNHILDUR EINARSDÓTTIR. Ullarverksmiðjan Gefijun framleiðir fyrsta flokks vörur. Spyrjið því jafnan f y r s t eftir Geíjunarvörum þegar yður vantar ullarvörur. Sláttuvél- - Rakstrarvél (Deeríng) til sölu. — Tilboð í vélarnar (liggjandi í Vestmannaeyjum). sem eru sem ónotaðar, óskast sent blaðinu, merkt: „Sláttuvél — Rakstrarvéi66. Móðir ísland heitir nýja skáldsagan eftir Guðmund G. Hagalín, sem er nýkomin í bókaverzl- anir. Móðir fsland er bók, sem menn hafa lengi beðið eftir, þvi að hún tekur til með- ferðar á frjálsmannlegan hátt lífið fi Reykjavík á hernáinsárunum. j§ | Þrátt fyrir hina raunsæju frásögn höf- undar markast hinar þróttmiklu persón- ur bókarinnar þó fyrst og fremst af samúð og réttlætiskend liöfundarins. Bók þessi sneiðir að mörgu, sem aflaga hefir þótt fara fi hæjarlífinu á hinum svo- nefndu „ástandsárum66, en er þó engu að sfiður fagurt og stílhreint listaverk og hráðskemmtileg aflestrar. Bókfellsútgáfan h.L 2o-25 ha. lands óskast til kaups. Landið liggi sem næst aðal- akvegasambandi Suðurlands. i Tilboð merkt „Aðalbraut“, sendist blaðinu fyrir 20. júlí. IVÝKOMIH Prjónasilki H. TOFT Skólavörðustíg 5. Sími 1035. Þurrkaður og pressaður SAETFISKUR ódýr og góður, í stærri og minni kaupum. Uafliði Baldvinsson Sími 1456. — Hverfisg. 123. Vinnið ötuUega fprir Aðvörun Á síðasta ári var gerður samningur við Bandaríkjastjórn um kaup á öllum símalínum setuliðsins hér á landi, og falla þær til landssímans jafnóðum og setuliðið þarfanst þeirra ekki lengur. Er hér um að ræða loftlínur á staurum, jarðstrengi og sæstrengi, og gúmvíra á jörðu. Mikið af þessum línum er þegar í notkun hjá landssímans jafnóðum og setuliðið þarfnast þeirra ekki lengur. inn hættir að nota þær. Að gefnu tilefni eru menn alvarlega aðvaraðir um að skemma ekki línur þessar, hvort heldur eru ofanjarðar eða neðan, eða hrófla við hlutum úr þeim, svo sem staurum, jarðstrengjakössum o. fl., enda liggja við því þungar refsingar samkvæmt lögum. Póst- og sfimamálastjórnin, 22. júní 1945. Tilkynntng • \ Viðskiptaráðið hefir ákveðið, að. hámarksálagning á innfluttar rafmagnseldavélar megi hæst vera 20% (ein álagning). Þurfi að skipta álagningunni, ber innflytjanda að tilkynna þeim, er hann selur, hvað útsöluverðið megi hæst vera. ( Ákvæði þessi ganga í gildi frá og með 22. júni 1945. Reykjavík, 22. júní 1945. Verðlagsstjórlnn. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.