Tíminn - 29.06.1945, Blaðsíða 4
4
TÍmTViV. íöstndaglnm 29. júní 1945
48. blað
Nokkur
Sigurðnr Jónsson á Arnarvatnli
orð um lækníngar á mæðíveíkí
Frá störfum
Prestastefnu
©g áljktuuui
Islands 1945
Þegar mæðiveikin var ílutt
inn í landið og breiddist út í
sauðfjárstofni landsmanna,
stóðu bændur svo berskjaldaðir
fyrir, að þeir vissu ekkert ráð
sjúklingunum til bjargar. í Mý-
vatnssveit — þar^, sem ég er bú-
settur — fylgdu menn þeirri
reglu strax og veikin barst
þangað, að slátra hverri veikri
kind, sem í ljós kom á veturna
allt fram að vordögum, en hættu
þá slátrun, ef vera mætti að nýj-
um sjúklingum á þeim tíma árs,
entist lífsþróttur til að koma?
upp lambi, og lifa vlð nokkur
þrif yfir sumarið. Gekk það þó
að sönnu allmisjafnlega. Á
þennan hátt hagaði ég mér með
fé mitt.
Um miðjan vetur í fyrra hætti
ég að slátra, þó að nýr sjúkling-
ur kæmi í ljós. Lágu til þess ýms-
ar orsakir, en þó einkum sú, að
ég vissi um lækningatilraunir,
sem þá voru byrjaðar, og sem ég
ásetti mér að kynnast, og reyna
sjálfur, ef mér litust þær þess
verðar. Ég bjóst við, að þeir, sem
sýndu þann áhuga að hefja bar-
áttu við veikina, fengju að vera
óáreittir við þær tilraunir, og
eðlilegt var, að beðið væri með
alla dóma um þær, þangað til
unnizt hefði nauðsynlegur tími
til að hægt væri að draga álykt-
anir af því sem reynt væri. En
reynslan varð önnur. í vetur var
bæði í blöðum og útvarpi gert
óp mikið að Sigurjóni Péturssyni
á Álafossi fyrir mæðiveiki^-
lækningar hans. Þar voru með-
al annarra vísindamenn að
verki, en ágæti og hlutleysi vís-
indamennsku þeirra duldist víst
fleirum en mér. Ég heyri áamt
nú í sumar, að ýmsir, sem höfðu
fengið sér meðalið „Ála“ hafi
hætti við að nota það, af ótta
við að það væri stórhættulegt,
og dræpi nálega hverja kind,
sbr. skýrslu pVófessors N. Dung-
als í Morgunblaðinu í vetur. Mun
þetta vera eina afrek prófess-
orsins í þessum fjársýkismálum,
síðan lauk hinum frægu rann-
sóknum hans á veikinni í Deild-
artungu.
í blaðaskrifum þeim, sem urðu
um þetta efni í vetur var nafn
mitt nefnt í sambandi við lækn-
ingar með meðalinu Ála. Kom
þar fram lýsing á tveim sjúkling-
um, sem ég reyndi að lækna
vorið 1944. Þetta var án minnar
tílhlutunar, en að vísu velkomið
mín vegna. En ég hafði ekki
búizt við að birta neitt um mína
reynslu fyrr en eftir þennan
vetur — taldi ekki tíma kominn
til þess fyrr. Vil ég nú í sem
allra stytztu máli skýra frá
reynslu minni af meðalinu Ála,
og I öðru lagi af lyfi því, sem
Guðm. læknir Gíslason hefir að
tilhlutun fjársýkivarnanna
framleitt og gert tilraunir með
tvo síðastliðna vetur.
Ætla ég þá fyrst að minnast
á meðalið Ála og rekja í fám
orðum efni vottorðs þess er
Sigurj. Péturss. birti í Vísi í vet-
ur: í apríllok 1944 tók ég tvær
ær og gaf þeim meðalið sam-
kvæmt fyrirsögn. Önnur ærin
greinilega veik frá því á Þorra,
hin frá áramótum og orðin mikið
veik. Ólíklegt, samkvæmt áður-
fenginni reynslu, að sú ær mundi
lifa til hausts og tvísýnt um
hinaL Ær þessar réttu við, tóku
eðlilegum og góðum sumarþrif-
um, voru með væna dilka og
voru sjálfar feitar og fallegar
í haust. Þetta ástandj þeirra
hélzt óbreytt í vetur. Þær höfðu
góð þrif, var sleppt með lömb
sín, eins og öðrum ám eftir burð
í vor, og sú, sem veikari var í
fyrra kom nú í fyrsta sinn tví-
lembd. Hún er sýnilega með
stórbiluð lungu og þarf gætilega
meðferð.
f
Frá því í nóvember og fram
í aprílbyrjun voru teknir af og
til smáhópar til inngjafar. Sumt
voru sjúklingar frá fyrra vetri,
en nýir sjúklingar, þegar á vet-
urinn leið. Alls var 30 ám gef-
inn Áli í vetur. Þegar húsvist
er nú lokið í vor og öllum ám
sleppt, er útlit kindanna þannig,
að því er ég fæ bezt séð: 21 þríf-
ast eins og alheilbrigðar kindur
og útlit þeirra er allt eðlilegt.!
2 eru uppdregnir ræflar — önnur :
átti þó 2 frísk lömb. 7 eru á
ýmsum stigum þarna á milli,
koma allar vel upp lömbum og
sumar þrífast vel að holdum, en
hafa allar biluð lungu og ná
ekki aftur eðíilegri öndun. í
þessum tveim síðarnefndu flokk-
um eru nær eingöngu ær, sem
vitað er að búnar eru að hafa
veikina um langan tíma. Engin-
kind hefir farizt við inngjöf eða
af völdum meðalsins hjá mér.
Þá vil ég í öðru lagi víkja að
meðali því, sem Guðm. læknir
Gíslason hefir framleitt og gert
lækningatilraunir með nú þrjú
síðustu misserin. Samkvæmt
skýrslu þeirri, er hann gaf
stjórnarnefnd sauðfjárveiki-
varnanna í lok síðasta árs, hafði
sézt meiri og minni árangur til
bóta á fulíum tveim þriðju hlut-
um þess fjár, sem meðalið var
reynt á veturinn og vorið 1944.
Ég ^ét sprauta meðalinu í 10
ær í fyrra sumar. Þær þeirra,
-sem ekki voru þá þegar orðnar
mjög illa farnar, þrifust eftir
þetta sæmilega og sumar mjög
vel — ein, sem var dauðvona
ræfill rétti alveg við. Dilkum
þeirra fór einnig eðlilega fram
Ég setti 7 þessar ær á vetur.
Einni varð að slátra í febrúar
vegna skyndilegrar blæðingar af
blóðtappa í lungum. Á þremur
fór mæðin að taka sig upp aftur,
þegar kom fram um miðjan vet-
ur, en við endursprautun kom-
ust þær aftur í samt lag. Á
hinum þremur bar ekki á neinu
afturkasti, og voru þær svo end-
ursprautaðar líka. Leið svo vet-
urinn, að ær þessar þrifust eðli-
lega, og var sleppt eins og öðrum
ám í vor og voru þá með vel
þroskuðum lömbum.
Nokkrar ær, sem veiktust í
vetur voru sprautaðar þessu
meðali, og að einni undantekinni
virtust þær eftir það þírífast
eðlilega. Og állt gekk vel um
sauðburðinn með lömb þeirra.
En í vetur reyndi ég öllu meira
varnarskammta, sem settir voru
í gemlinga og ungár ær, þær,
sem komið hefir í ljós, síðan þær
voru valdar sem lífskindur, að
mæður þeirra voru orðnar veik-
ar, áður en lömbin voru tekin frá
þeim — þó að enginn vissi það
þá. Enn er eigi kominn tími til
að neitt verði sagt um árangur
af þessu.
Til viðbótar þessari skýrslu
skal ég svo taka þetta fram:
Á síðastliðnum vetri hefi ég
orðið, eins. og áður er sagt, að
slátra einni kind-vegna mæði-
veikinnar, önnur vanhöld eru
ekki nema eitt veikt og van
burða-fætt lamb,- Enda þótt ég
hafi hætt vetrar slátrun og sjúk-
lingar frá tveim vetrum séu nú
í hjörðinni, hefi ég ekki neitt
vorið síðan veikin kom í fé mitt,
átt eins fáa illa farna sjúklinga
eða með vanþrifum eins og nú.
Þetta er staðreynd, sem ekki
verður hnekkt.
Meðalið Áli hefir verið reynt
hér hjá örfáum bændum og á
fáum kindum í stað. Meðal G. G.
hefir mikið verið notað og með
ekki síðri árangri en í fyrra eftir
því sem ég veit bezt.
Um tilraunir með bæði þessi
meðul verða, sennilega birtar
skýrslur, og skal ég því ekki fara
lengrá hér, en að segja frá eigin
reynslu, og þá aðeins því, sem
hlýtur að koma fram, þegar ég
eins og aðrir sem falið hefir
verið að reyna meðalið Ála; gef
Mæðiveikivarnanefnd skýrslu á
tilsettum tíma.
Ég tel mig hafa séð mjög at-
hyglisverðan árangur af notkun
beggja þessara umræddu með-
ala — árangur, sem hefir þegar
fjárhagslega þýðingu fyrir mig.
Ég fæ ekki annað séð, en hver
og einn sem berjast þarf nú við
mæðiveikina muni geta náð
sama árangri, — eða svipuðum
—eins og ég. Þess vegna segi ég
frá minni reynslu, það sem hún
nær, og árg tel það augljóst, að
nú er komið með varnarmálin
inn á leið, sem verður að kanna
til fulls.Hvort heppnazt hefir að
allækna kindur af mæðiveikinni
fullyrði ég ekkert um — til þess
Prestasteínan var haldin
hér í bænum dagana 20.—22.
júní. Varvhún fjölsótt mjög,
eins og verið hefir síðustu árin.
Ber það vott um aukinn starfs-
áhuga kirkjunnar manna, að
þeir sækja svo vel, hvaðanæfa
af landinu þessa árlegu sam-
komu prestastéttarinnar, eins og
verið hefir síðustu árin.
Prestastefnan hófst með guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni, eins
og vant er, og prédikaði þar
sr. Magnús Jónsson prófessor.
Á eftir voru prestar allir til
altaris, en að því loknu hófust
störf prestastefnunnar. Var hún
sett í kapellu háskólans. Þar
las biskup landsins ritning-
arkafla og flutti bæn, en söng-
málastjóri með aðstoð Þórarins
Guðmundssonar annaðist söng-
stjórn. Að þessari athöfn lokinni
var farið yfir í kenslustófu guð-
fræðideildar. Flutti biskup þar
ávarp til prestastefnunnar, —
hvatti hana til starfs og árvekni
og lýsti þeim miklu verkefnum,
sem hinir nýju/tímar hlytu að
hafa í för með sér fyrir kirkjuna,
bæði hér á landi og um allan
kristinn heim. Þá gaf hann
skýrslu um kirkjulegt starf, og
kirkjulega viðburði á árinu, sið-
an síðasta prestastefna var háð.
Einn uppgjafaprestur hafði lát-
ist, (sr. Hallgrímur Thorlacius
er enn of stuttur tími liðinn.
Hitt dylst ekki, að tekizt hefir
með meðulum að stöðva veikina
eða lama svo, að það getur haft
mikla fjárhagslega þýðingu. Og
mér sýnist engin fjarstæða nú,
að vænta þess, að veikin verði
yfirbuguð eða fé varið fyrir
henni á svipaðan hátt og orðið
hefir að staðreynd um aðra bú-
fjársjúkdóma, svo sém bráða-
pestina og margt fleira.
Sauðfjárveikivarnirnar hafa
Guðm. lækni Gíslason í þjónustu
sinni, sem fastan starfsmann og
tilraunastjóra. Einnig hefir for-
stöðunefnd varnanna falið
mörgum bændum að gera til-
raunir með meðalið Ála, og gefa
um það skýrslu. Ég álít, að stjórn
mæðiveikivarnanna sé á réttri
leið, að láta vinna þannig að
lækningatilraunum á veikinni,
og vil því hvetja hana fastlega
til að halda áfram eftir þeirri
stefnu. Bölsýni og óþol þeirra,
sep veikin herjar harðast, er
skiljanleg, en á ekki að verða
þess valdandi að neinsstaðar
sé gripið ttl haldlausra örþrifa-
ráða.
Við eigum að sýna þann metn-
að sem sauðfjárræktarþjóð að
bjarga hinum innlenda fjár-
stofni, annað er okkur ekki sæm-
andi. Leiðin í mæðiveikivarnar-
málunum er lækning á veik-
inni.
frá Glaumbæ) 3 prestsekkjur, —
og nú nýlega ekkja Jóns Helga-
sonar biskups. Ein kirkja hafði
verið vígð, á Staðastað, en und-
irbúningur væri hafinn að
nokkrum öðrum, — og smíði
hafin við sumar þeirra. — Átján
prestaköll eru óveitt (prestslaus)
og er það 2 færra en á sama
tíma sl. ár. Eru settir prestar í
6 þeirra, en 12 þeirra er þjónað
af nágrannaprestum. Þrír prest-
ar höfðu látið af prestsskap, af
vanheilsu eða öðrum ástpeðum.
Nokkrar umræður urðu um
skýrslu biskups, og þá einkum
um framkvæmd laga/ sem sett
höfðu vefið á sl. Alþingi varð-
andi kirkjuleg málefni.
Næsta dag hófust fundir með
sameiginlegri bænastund í kap-
ellu háskólans kl. 9V2, — en
síðan var tekið fyrir aðalmál
prestástefnunnar: „Starfshættir
kirkjunnar á komandi tíð.“
Höfðu þar framsögu biskupinn,
sr. Friðrik, Hallgrímsson dóm-
prófastur og sr. Sigurjón Guð-
jónsson í Saurbæ. Öllum bar
framsögumönnunum saman um,
að í ýmsu þyrfti að bæta um
fyrri starfsaðferðir, — og auka
störf, eftir breyttum og nýjum
tímum. Mesta athygli vakti hug-
mynd biskups um að reisa.
„kirkjuhús“ í Reykjavík, sem
orðið gæti miðstöð kristilegs
starfs á öllum sviðum. Talaði
hann fyrir því af miklum áhuga
og skilningi, og taldi vel fram-
kvæmanlegt, ef vilji væri fyrir
hendi.Fé til þess ætti einkum að
koma frá 3 aðilum, frá presta-
kallasjóði, frá prestunum, og frá
söfnuðunum. Hugmynd þessi er
í alla staði góð og tímabær, — og
mundi það auka mjög á sam-
hæfingu starfskrafta kirkjunn-
ar, ef slík miðstöð kæmi upp í
höfuðstað landsins.
Urðú umræður miklar um
þetta aðalmál fundarins, og var
þeim haldið fríram síðari hluta
dagsins og megniö af fundar-
tíma hins síðasta fundardags.
Var þar komið víða við, en allar
lýstu ræður manna áhuga og
skilningi á því, að með breyttum
tímum er þörf nýrra og breyttra
starfshátta í mörgu, enda þótt
hinar gömlu starfsaðferðir kirkj-
unnar hljóti jafnan að halda
gildi sínu. í fundarlok voru sam-
þykktar nokkrar tillögur í sam-
bandi við þetta mál, og voru
þessar helztar:
Kirkjuhús.
Prestastefna íslands telur
byggingu kirkjuhúss í Reykja-
vík, er verða skal miðstöð hins
kirkjulega starfs í framtíðinni,
hið mesta nauðsynjamál og
þakkar biskupi áhuga hans og
forgöngu í því máli.
Samþykkir prestastefnan að
hefja þegar nauðsynlegan und-
irbúning að frekari framgangi
málsins með því:
1. Að fara þess á leit, að prest-
arnir bindist samtökum um að
leggja fram allt að 1000 krónum
hver til hinnar væntanlegu
byggingar og greiðist þetta fé
til biskups á þessu og næsta ári
(1945 og 1946).
2. Að skora á kirkjuráð að
verja til byggingarinnar að
minnsta kosti 100 þúsund krón-
um af tekjum Prestakallasjóðs
á þessu ári.
3. Að prestar landsins beitist
fyrir frjálsum samskotum með-
al safnaða sinna til hins fyrir-
hugaða kirkjuhúss nú þegar.
4. Að fela biskupi að vinna að
því, að ríkisstjórnin taki upp á
næstu fjárlög ríflega fjárveit-
ingu til byggingar kirkjuhúss í
Reykjavík, meðal annars með
tilliti til þess að skrifstofum
biskupsembættisins yrði komið
fyrir í húsinu.
5. Að fela biskupi að athuga
aðrar tiltækilegar og hagkvæm-
ar leiðir til fjáröflunar.
Kristindómsfræðsla.
Prestastefna íslands telur það
höfuðnauðsyn að efla kristileg
áhrif og auka fræðslu í trúar-
legum og andlegum efnum í öll-
um skólum landsins æðri sem
lægri, og að sem hæfastir menn
veljist jafnan til þeirra starfa,
svo og að fyrirlestrar um trú og
siðgæði verði öðru hvoru fluttir
í æðri skólum landsins.
Vill prestastefnan sérstaklega
leggja úherzlu á þetta nú i sam-
bandi við endurskoðun þá, sem
nú fer fram á skólakerfi lands-
ins og þær breytingar, sem
væntanlega -verða lögfestar í
þeim efnum innan skamms.
Telur prestastefnan, að íhlut-
un kirkjunnar um kristindóms-
kennslu í skólum og val manna
til þeirra starfa ætti að vaxa
að verulegum mun frá því,
sem nú er.
Felur hún biskupi að ræða
málið við fræðslumálastjórnina.
Útvarp í þágu kirkjunnar.
Prestastefna íslands telur
æskilegt og heppilegt að út-
varpsmessur og flutningur er-
inda í útvarp um trúarleg og
siðferðileg efni verði framvegis
skipulagt af biskupi í samráði
við útvarpsráð, og skorar á
kirkjustjórnina að hlutast til
um, að slík lausn málanna megi
takast sem fyrst.
Þá voru einnig samþykktar í
sambandi við þetta og þnnur
mál, er fram komu á presta-
stefnunni, ýmsar fleiri tillögur,
og skal hér getið hinna helztu:
1. Mælt var með kirkjubygg-
ingarfrumvarpi Gísla sýslu-
(Framhald á 7. slðu)
handa alifuglum. Það gerir
sama gagn.
Við skynjum lítið eðlishætti
ánamaðka hér á landi, enda þó
að ekki verði stigið svo fæti á
jörðu, að ekki búi þar ánamaðk-
ar undir, sístarfandi að skapa
grundvöll jurtagróðursins og þar
með menningu fólksins í land-
inu. Sumir áætla, að um 18
tonn af ánamaðkamold mynd-
ist árlega í hverri ekru (4046
m2) lands."í>ó er þetta lítilsvert
hjá því, sem ágæt lífsskilyrði
eru fyrir ánamaðka, eins og t.
d. sumstaðar í Ameríku. Þar er
talið, að þeir framleiði allt að
600 tonn á ári í eini ekru, af
nýrri mold. Er þá áætlað að
til þess þurfi 250000 til 1500000
ánamaðka. Er þetta góður sTíerf-
ur,sem þeir leggja fram til rækt-
unar jarðargróðans og velmeg-
unar fólksins.
III.
Undravert er, hvað ánamdSk-
urinn getur afrekað miklu í
þágu jurtanna, þegar á það er
•litið, að hann skortir ýms þau
líffæri, sem algeng eru á flest-
um öðrum dýrum. Hann vantar
bæði höfuð, augu, tennur, fæt-
ur og bein, eða annað í þeirra
stað. Fyrir mannasjónum virð-
ist þetta nægilegt tií að álíta
hann gagnslausa skepnu, í dýra-
ríkinu, og ekki þesslega að vera
mönnum að miklu liði við rækt-
un jurtagróðurs. En þrátt fyrir
líffæraskortinn hefir hann náð
svo mikilli útbreiðslu um lönd
og álfur að undrun sætir. Engar
torfærur virðast honum um
megn að yfirstíga. Honum er
leikur einn að komast yfir
vatnsföll og fjallgarða, enda
mun hann útbreiddur í. hverju
landi, svo langt sem grös gróa.
Hvar sem hann tekur sér ból-
festu, er hann sístarfandi og ó-
þreytandi að þroska jurtagróð-
'urinn og klæðá landið. Hann er
eins og bóndi, sem ræktar ábúð-
arjörð sína út í yztu æsar og
prýðir hana á alla lund.
Sama ánamaðkategund er í
Japan, Spáni og austanverðum
Bandaríkjunum. Virðist þetta
benda á, að í fyrndinni hafi ver-
ið samband, með einhverjum
hætti, milli þessara landshluta.
Lífsþol ánamaðksins og egg-
hnoðanna er fraipúrskarandi.
Ef ánamaðkur er skorinn sund-
ur verður hver partur að nýj-
um ormi, nema ef skorið er af
báðum endum hans. Getur hann
þá heldur ekki smogið gegnum
moldina. Þess vegna hefir nátt-
úran kennt moldvörpunni að
bíta af báðum endum ána-
maðksins. Hún geymir hann svo
í fylgsnum sínum sem matar-
forða. Því að hann er uppá-
haldsfæða hennar.
Þegar ánamaðkurinn tekur til
sín fæðuna opnar hann ginið,
sem er kjálkalaust, og skýtur um
leið kokinu ofurlítið fram, legg-
ur síðan munnopið utan um
fæðuna og mjakar henni ofan
í kokið, vélindið og þarmana.
Munnvöðvarnir eru svo sterkir,
að hann getur dregið, án fyrir-
hafnar, rotnuð jurtablöð ofan í
moldina. í vélindanu eru 6 kirtl-
ar, sem gefa frá sér slímkend-
an vökva, sem leysir í sundur
fæðuna. í aftari hluta ána-
maðksins er eins konar fóarn
og állra aftast vöðvamaginn
(þarmurinn). Þar tfer meltingin
aðallega fram. Smá sandkorn,
eins og í fóarni fugla, eru þar
til staðar, sem mylja fæðuna
ennttó betur.
Ánamaðkurinn andar gegnum
húðina eins og skordýrin. í
staðinn fyrir fætur hefir hann
örsmáa bursta á kviðnum. Með
þeim spyrnir hann í .moldina,
þegar hann smýgur gegnum
hana. Hann er undra fljótur í
ferðum, og spyrnir sterklega á
móti, ef í hann er togað.
Hjá flestum dýrum, sem missa
sjón eða heyrn, þroskast aðrir
eiginleikar að sama skapi. Þetta
þekkja menn vel af eigin reynd.
Svona er það með ánamaðkinn.
í uppbót fyrir 'vöntun hinna ytri
líffæra hefir hann öðlazt ákaf-
lega næma tilfinningu og er sér-
staklega næmur fyrir áhrifum
ljóss og hita og hvers konar
hreyfingu í grend við hann.
Hann skynjar vel, hvað hann er
ofarlega í jarðveginum og hvað
hann þarf að skríða djúpt ofan
í jörðina til að forðast frostið.
Hann verður þess var, þegar
skógarþrösturinn hoppar á gras-
fletinum. Tilfinningin segir til
að einhver hætta sé á ferðum
og smýgur hann þá lengra ofan
í grassvörðinn. Þetta skynjar
þrösturinn. Hann staldrar við
stundarkorn og veltir vöngum
þar, sem hann hyggur að ána-
maðkur sé undir fótum sínúm.
Meðan þessi kyrrð varir heldur
ánamaðkurinn að hættan sé lið-
in hjá og færir sig aftur ofar í
grasrótina. En þá stingur þröst-
urinn, eins og örskot, nefinu of-
an í grasíð og dregur hann upp.
Hefi ég oft verið sjónarvottur
að þessari aðfeyð þrastarins.
Ánamaðkurinn er tvikynja.
Það er, að karlkyns og kvenkyns
kynfæri eru á sama einstakling.
Æxlunin verður því með víxl-
frjóvgun milli tveggja einstakl-
inga. Annars eru líffæri ána-
maðksins mjög margbrotin og
flókin. Yrði hér of langt mál að
útskýra það nánar.
Hér á landi var það gamall
siður, þegar menn stóðu uppi
ráðalausir og varnarlausir gagn-
vart sjúkdómum og hvers konar
faraldri, að leita til náttúrunn-
ar kringum sig og sækja til
hennar læknislyf, ef þess var
kostur. Þá var meðal annars
fundin upp aðferð til að nota
ánamaðka sem meðal við ýms-
um kvillum, eins og t. d. ámu-
veiki og lungnabólgu. Þá voru
ánamaðkarnir látnir í lérefts-
dulu og hún síðan lögð við
meinsemdina, eða takverkinn
og látnir vera þar, þangað til
þeir drápust. Þessi aðferð, til að
nota ímyndaðan lækniskraft
ánamaðksins, má skoða sem
nokkurskonar fyrirboða þess,
sem siðar hefir komið í ljós. Ný-
lega hefir verið seyddur úr ána-
maðkinum olíukendur vökvi,
sem talinn er að muni hafa mik-
inn lækniskraft. En þó er þetta
ekki enn rannsakað til hlítar. Á
þessu, sem öðru, má marka, hve
mikið nytjadýr ánamaðkurinn
er í búskap náttúrunnar o’g
mannanna.
íslendingar hafa hingað til
gefið ánamaðkinum lítinn
gaum og þekkja þvi lítið inn i
starf hans í jarðveginum og
gagnsemi fyrir jurtagróðurinn.
Væri því ekki úr vegi að gera
nú þegar gangskör að því, að
rannsaka lifnaðarhætti hans,
lífsskilyrði og útbreiðslu á land-
inu, bæði í ræktaðir og órækt-
aðri jörð. Hér skal því nefna hið-
allra nauðsynlegasta, sem kæmi
til greina í þessu efni og menn
gætu framkvæmt án mikils
kostnaðar eða fyrirhafnat.
í fyrsta lagi skyldi athuga
hvar áijuamaðkar finast hæst
frá sjávarmáli, í hinum ýmsu
hlutum land^ins.
í öffru lagi skyldi rannsaka, í
hvaða jarðvegi ánamaðkar ná
mestum þroska, bæði í úthögum
og í ræktaðri mold.
í þriffja lagi mætti athuga
það, hvort áraskipti séu að því,
hve mikið er af ánamöðkum.
Ef svo reynist, þá að gera sér
grein fyrir, hvað veldur því. Er
einkum tvennt, sem að þessu
getur stutt. Ánamaðkar geta
drepizt að vetri til vegna þess
að frost nær framar venju
lengra ofan í jarðveginn og ger-
ir út af við maðkinn, þar sem
hann liggur í dvala. Ef mikið
vatn sýgur venju fremur ofan í
jarðveg og situr um lengri tíma
þar, sem ánamaðkur heldur sig,
er það hættulegt lífi hans. Get-
ur þetta 0. fl. orsakað, að ána-
maðkar fækka sum ár.
í fjórffa lagi. Hvað tefur út-
breiðslu ánamaðka í mismun-
andi jarðvegi og stendur þeim
fyrir þrifum.
í fimmta lagi. Hvaða hættur
steðja helzt áð ánamöðkum, á
hverjum stað, sem er athugað-
ur.
Margt fleira en það, seja hér
er nefnt, gæti komið til greina
við nána athugun, sem snertir
líf og starf þessa merkilega
dýrs, og þörf væri að fræðast
um. , G. D.