Tíminn - 29.06.1945, Page 5

Tíminn - 29.06.1945, Page 5
 48. blað TfollM, föstadagiim 29. jinií 1945 Um bctta leyti fyrir 71 ári: r Þúsund ára aímælis Islands- byggðar mínnst Árið 1874 er merkísár í sögu íslands. Þá héldu landsmenn hátíðlegt þúsund ára afmæli ís- landsbyggðar, svo myndarlega, að lengi verður minnst. í sam- bandi við þau hátíðahöld skeði einnig merkur atburður og þýð- ingarmikill fyrir landsmenn alla, því það ár urðu Danir loks við síendurteknum kröfum ís- lendinga um aukið sjálfsfor- ræði. Um sumarið kom Kristján IX. JDanakonungur til lands- ins með fríðu förurneyti og_ færði íslandi stjórnarskrá, er veitti alþingi löggj afarvald og nokkurt fjárforræði. Stjórnar- skrá þessi horfði til mikilla bóta og var góður vísir að því, sem koma skyldi, þótt á henni værir margir og stórir annmarkar. Aðal þjóðhátíðin var haldin á Þingvöllum dagana 5.—7. ágúst. Enn fyrr um sumarið, eða 2. júlí, höfðu verið haldnar þjóð- hátíðir heima í héruðum. Skal hér á eftir birt samtíðarlýsing á stærstu hátíðahöldunum 2. júlí og er frásögnin tekin upp úr „Fréttir frá íslandi 1874“, eftir Valdimar Briem, er Hið íslenzka bókmenntafélag gaf út. Er fróð- legt að bera þessar frásagnir - saman við þjóðhátíðahöldin hér á landi 17. júní í fyrra og nú í ár. Segir svo í „Fréttum frá ís- landi“: „Þjóðhátíff Snæfellinga og Hnappdæla var haldin á Stykk- ishólmi 2. dag júlímánaðar. Var reistur veizluskáli mikill í miðj- um bænum t'il hátiðahaldsins, og skreyttur utan og innan. Margar merkisblæjur voru reist- ar ofan á veggjunum, en á mæn- inum blöktu 3 veifur á háum stöngum, hin danska og norska sín til hvorrar hliðar, en hin ís- lenzka í miðið. Sú veifa var blá að lit og dreginn á valur hvítur. Að innan var salurinn allur skreyttur lauf- og blómvöndum, en á gafli voru fjögur spjöld og nafn konungs ritað á hið efsta, en nöfn Ingólfs, Skallagríms og Þórólfs landnámsmanna á hin þrjú neðri. Þar á bak við sáust sverð, axir og bogar, og önnur vopn með fornaldarsvip. í skála þessum var veizla mikil haldip um daginn, og stóð hún langt fram á nótt. Var þar margt til skemmtunar haft, og mörg minni drukkin. Svo er sagt, að í samsæti þessu hafi verið tals- vert á annað hundrað manns. Daginn eftir héldu nokkrir hinna helztu samsætismanna fund með sér þar í bænupi til að ráðgast um, hvernig mætti gera þessa hátíð sem minnisstæðasta. Komu þá fram ýmsar tillögur manna, er sumpart lutu að sæmd og gagni landsins í heild sinni, og sumpart héraðsins sér- staklega. Þess skal getið, að nefndir voru kosnar til að semja reglur fyrir framkvæmd og samtökum til þess að efla framfarir í búnaði og menntun þar í héraðinu. Þjóffhátíff Húnvetninga var haldín á Þingeyrum 2. júlí. Hún hófst einni stundu eftir dagmál með því að skotið var 12 fall- byssuskotum, og jafnskjótt voru dregnar upp veifur þrjár, ein á turni steinhúss þess, er þar er nýreist, og var þar á dreginn fálki á flugi, önnur á austur- stafni þess, hvlt með rauðum krossi, og þá hin þriðja á hús- bænum, með mynd af fálka sitjandi. Þá var hringt til guðs- þjónustugjörðar og gengið til kirkju. Flutti Ólafur prófastur frá Melstað þá tölu. Að lokinni guðsþjónustugjörð gengu menn til steinhúss í skipulegri fylk- ingu, 4 jafnframt, karlar fyrr en konum síðar. í steinhúsinu var svo um búið, að tvennir bekkir voru reistir umhverfis með báðum hliðum og fyrir stafni en dúklögð borð fyrir framan þá. Skáli var tjaldaður við suðurhlið hússins og voru þar veitingar hafðar handa hverjum, er vildi. Þá var fund- ur settur í steinhúsinu, og var Bjarni sýslumaður Magnússon að Geitaskarði kjörinn fundar- stjóri. Nefnd hafði áður verið Eiginkona FRAMHALD hún, að hvöss augu Körnu hvíldu á henni, og hún bætti við: Þó hefir þetta kannske verið rétt — þetta, sem gert var .... Margrét þorði ekki annað en bæta því við .... Karna fann, að hún hafði unnið gott verk, er hún sagði henni þetta — samvizka hennar sagði henni það. Og hún ætlaði líka sinni. Nefnd þessi lagði það nú%g segja henni, að á þeirra heimili væri til lögbók, sem skipaði kosin til að undirbúa fundarefni og bera fram tillögur um það, hvað sýslubúar gætu gert í minningu hátíðarinnar, fyrst fyrir sýsluna sérstaklega og í annan stað fyrir landið í heild til, að til framfara fyrir sýsluna skyldi reisa sæmilegt fundarhús handa sýslubúum, og að til framfara fyrir landið í heild sinni skyldu sýslubúar nú þegar byrja að leggja í sjóð, er verja skyldi til að kaupa gufuskip fyr- ir, í þeirri von, að aðrar sýslur einnig styrktu til þess að sínu leyti. Tókust nú fjörugar um- ræður um þessi mál, og var hvort tveggja tillagan samþykkt af nálega öllum fundarmönn- um. Greiddu allir þar atkvæði, er fulltíða voru, jafnt konur sem karlar. Eftir nokkrar umræður um önnur efni var fundi slitið. Meðan á fundinum stóð, stóðu svo margir í fundarhúsinu, sem þar komust fyrir, jafnframt fóru veitingar 'fram í tjaldskál- anum, og ennfremur vár söng- flokkur í kirkjunni, er söng þar urú daginn fyrir þá, er það vildu. Nokkru eftir fundinn var slegið upp stórri veizlu og stóð hún lengi með góðum fagnáði, voru þar drukknar margar skálar og fyrir minni mælt, og fór allt vel fram. Veizlunni stýrði Ásgeir bóndi Einarsson á Þingeyrum, og fór honum það mjög stórmann- lega. Hér um bil 500 manna tók þátt í hátíð þessari og var margt heldri manna úr héraðinu. Vilhelm JMoberg: Þjóðhátíff Skagfirðinga var haldin á Reynistað 2. júlí. Þegar að morgni var fagnaðarblæj a uppdregin, en hátíðin byrjaði klukkan 11 með guðsþjónustu- gjörð í kirkjunni, og flutti Hjör- leifur prestur Einarsson frá Goðdölum þar ræðu. Eftir guðs- þjónustugjörðina tóku menn sér hressingu og gengu síðan til fundarskála. Skála þann hafði Eggert sýslumaður Briem er nú býr á Reynistað látið reisa á sinn kostnað. Var 'tjald allmikið og haglega tilbúið reist yfir og framaf til skýlis fyrir fundar- menn, en það var gert á kostnað allrar sýslunnar. Nú var fundur settur og var Ólafur umboðs- maður Sigurðsson í Ási kosinn fundarstjóri. Nefnd hafði verið kosin áður, eins og hjá Húnvetn- ingum, til þess að undirbúa þjóðhátíðarhaldið og tiltaka hvað ræða skyldi á hátíðinni, það er verða mætti sýslunni til framfara. Hafði nefnd sú tiltek- ið 4 mál, fyrst verzlunarmál, þá brúargerðir á 4 hættulegustu þverám í sýslunni, þá samtök í hverjum hrepp til að útvega sem flest hægvirknisstól og vélar til að flýta fyrir handiðnum og þá um búnaðarfélög í sýslunni og sparisjóð. Eigi»~ urðu mál þessi full rædd á fundinum sökum naumleika tímans, nema verzl- unarmálið, að því er það mál snerti var það samþykkt í einu hljóði, að styðja félög þessi bæði með verzlun og tillögum. Síðan var fundi slitið. Að því búnu var gengið til samsætis. Veizlu- salurinn var búinn hið bezta og komst þar fyrir nær hundrað manna, og reis nú upp hin kostulegasta veizla. Landshöfð- ingi Hilmar Finsen var þá á embættisferð sinni um Norður- land, sat hann að boðinu og skipaði öndvegi. Tóku Skagfirð- ingar honum hið bezta og var honum flutt kvæði að fornum sið. Það kvæði hafði örkt Jón skáld Árnason á Víðimýri. Þá voru mörg minni mælt og sungið fyrir, eftir máltíð tóku menn að skemmta sér á ýmsan veg, svo sem með samræðum, söng, dansi og hljóðfæraslætti og stóð sú skemmtun langt fram á nótt með góðri glaðværð. Fyrir há- tíðahöldum þessum stóð Eggert sýslumaður Briem ásamt nefnd manna. í veizlunni var margt heldri manna, karla og kvenna, og er svo sagt, að 300 manna hafi alis tekið þátt í hátiðahöld- unum. Þjóðhátíff Eyfirðinga og Þing- (Framhald á 7. síöuj svo fyrir: Giftri konu, sem gerist sek um hór, skal hegnt með þrjátíu svipuhöggum eða tuttugu og fjórum vandarhöggum og fangelsisvist *við vatn og brauð, en sé verknaður hennar sérstak- lega viðurstyggilegur, skal hún líflátin. Og það hefir oft gerzt, að hórkonur hafa orðið að enda líf sitt á aftökustaðnum, á högg- stokknum, og áður en þær væru hálshöggnar, var hárið slitið af höfðinu á þeiíh ásamt stórum flygsum af hársverðinum. Hegningin var hræðileg. en illgresi syndarinnar varð ekki upp- rætt með lausatökum. Ef til vill voru lögin af líflátshegningu ekki lengur í gildi — hún var ekki viss um það — en hún hafði heyrt prestinn krefjast þess í prédikunarstólnum, að þeim yrði fram- íylgt framvegis. Því að glæpirnir döfnuðu þejm mun betur sem hegningarnar voru mildari. Svipa og vöndur og vatn og brauð gat ekki stemmt stigu fyrir þessari voðalegu synd. Högg- stokkurinn einn dugði til þess að uppræta hið illa. Réttlætið gat verið miskunarlaust — en réttlætið var eins og rauðgljáandi járn, sem brennir hið dauða hold úr kauninu í eitt skipti fyrir öll. Margrét ætlar að vera Körnu sammála, en tungan er eins og hörð klumba í munninum á henni, hún þrútnar og fyllir út í hálsinn á henni, svo að hún getur varla dregið andann. Loks getur hún stunið upp fáeinum orðum: Það var sjálfsagt rétt, fyrst presturinn hafði sagt það .... Hún þorði ekki að segja annað. % Og Karna fann nú, að hún hafði gert það, sem í hennar valdi stóð, nú gat hún lengi haft góða samvizku. Þetta var þessari ungu konu góð áminning og vakning. Margrét var dauðskelkuð. Hún hafði óttazt um sæluna eftir dauðann, en gleymt hinni veraldlegu hegningu. Hún hafði ekki haft grun um, að svona þung refsing lægi við afbroti hennar að mannalögum. Engin hafði sagt henni.það fyrr. Og það fóru ónot um allan líkama hennar eftir orð grannkonunnar, hún nötraði og skalf frá hvirfli til ilja. Það fór hryllíngur um hana, þegar hún hugsaði sér kalt axarblaðið við hálsinn á sér. Það var eins og hendur böðulsins væru þegar farnar að’slíta hárið upp með rótum af höfði hennar .... Svipan og vöndur og vatn og brauð — það var það allra mildasta .... Hvað myndi Páll gera við hana, ef upp um hana kæmist? Það veit hún ekki, hefir ekki hugboð um það, því að hún þekkir hann ekki. Hún hefir ekki enn séð hann beittan ranglæti, hún veit ekki, hvernig hann muni bregðast við því, þegar hann er beitt- ur órétti. Þess vegna getur hún ekki gert sér í hugarlund, hvað hann muni gera. Nú veit hiín þó, hvað lögin hafa henni fyrirbúið, ef maður hennar lætur það ná fram að ganga. Og hún verður óttaslegin: Á hún ekki að sjá að sér meðan þess er enn kostur? Of seint er að iðrast, þegar öllu hefir verið ljóstrað upp. Þá myndi hún óska þess heitt og innilega að fá að lifa aftur þá stund, er hún átti þess kost að forða sér. Já, enn er þess kostur. Enn er ekki of seint að snúa við til þess, sem áður var, og verða aftur kona Páls og hans ein. Hún ætlar ekki að gera*fieitt óleyfilegt framar, hún ætlar að verða manni sínum trú. Ef hún aðeins getur það. Ef hún aðeins gæti hafnað Hákoni og allri þeirri gleði, sem húh hefir fundið hjá honum.... En hún skal vera sterk. Annars eitrar hún líf sitt, leiðir yfir sig skömm og svivirðu. Og verður það ekki of hátt verð fyrir þá gleði, sem-hún hefir notið? Hún verður að vera svo sterk, að hún geti afsalað sér gleðipni. Því að Guð ætlast líklega til þess? Og hún verður að g'era það, áður en það er um seinan. Sá dagur er upp runninn yfir Margréti, er skynsemin kveð- ur sér hljóðs. Og meðan hún er enn í þessum ham kemur Hákon og heimtar, að hún fylgi sér. Því að honum er ekkert að van- búnaði. Hann hefir sagt skilið við jarðnæðið og þorpið. Hann hefir fengið stefnu frá yfirvöldunum, þar sem allrar skuldarinn- ar er krafizt, og þegar líðiír á haustið koma þeir og byggja hon- um út. En hann sparar hreppstjóranum ómakið og gengur af fúsum vilja frá jarðnæðinu. Og hann hefir búið sig undir það, senv koma skal, og selt, allt laust — það verður ekki svo mikið sem ein hæna eða kyrna eftir í kofanum. Síðustu nætur hefir hann borið nauðsynjar út í skóg og falið þær þar, sem hann getur vitjað þeirra, þegar honum hentar. Þar eru axir og púður og salt og högl og gærur og annað, sem þau þurfa. Og þau eiga að leita sér hælis í auðnunum í Norðurdölunum. Þar er talið, áð heil míla sé milli þorpanna, og skógarnir þar norður frá eru tilvalinn felustaður fyrst um sinn, ef þeirra skyldi verða leitað. Og nú á hún að tygja sig og tína saman allt það, sem hún getur sízt verið ári, og svo á hún að koma með honum, því að hún er þó konan hans, aðeins hans, kona ....? Nú er hin mikla alvörustund komin, nú á Margrét að velja og hafna. Augu hennar eru ekki lengur björt og geislandi, þau eru dökk og döpur. — Við munum sjá eftir þessu. Það getur þú reitt þig á. — Menn sjá aldrei eftir því að gera það, sem rétt er. Svo þegir hún lengi, því að henni er þungt um mál. Og rödd Hákonar skelfur, er hann heldur áfram: — Fylgir þú mér ekki? — Nei. » — Ætlarðu að svíkja mig? — Hákon! — Þú skalt koma. Og hann þrífur harkalega til hennar. — Ertu genginn af göflunum? Og svo segir hún allt, sem henni býr í brjósti. Hún hefir hugs að um þetta nótt og dag, og nú veit hún, að hún getur ekki yfirgefið mann sinn og heimili og það fyrir óvissuna eina. Hún megnar ekki að slíta sig lausa frá öllu, sem hún á í skjóli Páls. Hún getur ekki lifað án öryggisins, fótfestþnnar. Hún getur ekki slitið sig upp úr þeirri mold, sem hún er rótföst í, og yfir gefið það líf, sem hún hefir hefir vanizt frá blautu barnsbeini. Því lífi, sem hún, hennar ættmenn og allir í þorpinu hafa lifað og lifa, því vill hún lifa. Hún þorir ekki að kasta sét út í neitt 5 Draugfurinn á Hringsakri Eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríöur Ingimarsdóttir þýddi. Kristján eða Stjáni, eins og hann var kallaður, stóð bak við viðarskýlið og var að tálga sér skútu úr stórmn viðarbút. Spænirnir ilugu í allar áttir. Nú skyldi hann þó loksins eignast almennilega skútu! Þeir skyldu bara reyna að fuiiyröa einu sinni enn, áð skúturnar hans væru eins og hlandkerðld! Ja, heyr á endemi! Ekki vory. deigtrogm þeirra betri! Þau voru skökk og skæld; siglutrén voru laflaus og dinglandi. Nei, skútan hans átti að vera öðruvísi- Hún átti að verða kappsiglingar- skúta og hann ætlaði að sauma segl á hana úr því bezta efni, sem hann gæti fengið. Hann átti súkkulaði „líkn- eski“ af Móses gamla með'tögmálstöflurnar og það ætlaði liann að láta standa í stafni skútunnar. Svo ætlaði liann að biðja Berta að mála hana! Skyldi þá nokkur þora að kalla hana kerald? Hann tálgaði með vaxandi ákafa og var svo niður- sokkinn í vinnuna, að hann tók ekki eftir því, að Axel kom fyrir hornið, leyndardómsfullur á svip.' „Nú, ert þú að tálga þér skútu?“ spurði hann, þegak hann var kominn alveg a'ð Stjána. Stjáni hrökk dálítið við, en svo svaraði hann kæru- leysislega: „Þú sérð það nú líklega!“ „Hún verður góð; en er hún ekki heldur breið?“ Stjáni svaraði ekki. Honum fannst Axel koma þetta lítið við. 1 „Ja, það er nú sitt hvað, skúta og vofur!“ „Vofur!“ Stjáni leit upp. „Hefir þú séð vofur?“ „Ég! Nei, hver hefir sagt það, þorskhausinn þinn! En ég þekki annan mann, sem hefir séð þær!“ „Ó, segðu mér frá því!“ Stjáni varð allt í einu fullur eftirvæntingar „Er það draugurinn á hringsakri?“ Axel leit í kringum sig. Svo laut hann að Stjána og hvíslaði: „Geturðu þagað?“ „Já,“ sagði Stjáni hátíðlega og lagði tvo fingur framan á hálsinn. Þeir höfðu lesið, að Indíánar höguðu sér þann- ig, er þeir gæfu hátíðleg loforð. „Berti hefir séð hann. Hann var á hæð við kirkju- turninn og hafði mörg höfuð. Gvendur smiður varð dauð- hræddur við hana í gær, og hún gólar og hleypur á eftir f«lki,“ sagði Axel með ótal fettum og brettum, máli sínu til skýringar. „Það er þá vofa?“ „Auðvitað, þegar fullorðið fólk sér hana. Berti leggur nú ekki á flótta undan 'neinu smávegis!“ „Nei, Berti er sterkur! Hann getur borið stærðar sekk undir hvorri hendi,“ sagði Stjáni hreykinn- Berti þessi var vinur þeirra beggja og hafði oft hjálpað þeim úr klípu. „Það hlítur að vera gaman að sjá draug, Stjáni,“ sagði Axel nokkru síðar. „Já, og neldúrðu ekki að sá verði frægur maður, sem ræður niðurlögum hans?“ „Það er áreiðanlegt!“ Þeir sátu hljóðir um stund. Axel leit aftur í kringum sig og laut að Stjána, dularfullur á svip. „Myndir þú fara —?“ Stjáni skildi strax, hvað við var átt. „En hann sést ekki nema á nóttunni,“ sagði hann. Stór bók um líf og starf og samtíð listamaimsins mikla Leonardo da Vinci eftir rússneska stórskáldið Dmitri Mereskowski, í þýðingu Björgúlfs læknis Olafssonar er komin í bókaverzlanir Leonardo da Vinci var furðulegur maSur Hvar sem hann er nefndur i bókuih. er etns og menn skorti orS til þess aS lýsa algerfi hans og yfirburSum. I ,JZncyclopœdia Britannica(1911) er sagt, nð sagan nefni engan mann, sem sé hans jafningi á si'iSi visinda og lista og óhugsandi sé, aS nokkur maSur hefði ehzt /*7 aS afkasto hundiaSnsta parti af öllu frui, sejn hann fékkst við. Leonardo da Vtnct var óviðjafnnnlegur ntdlan. En hann var Uka uppfiiiningamaSnr d viS Edison, eðlisfraSingur, stcrrdfr/cSingur, stjörnujrceöingur og hervélafreeSingur. Hann fékkst við ratmsóknir i Ijósfneði, liffrerafraði og stjórnfrceöi, andlitsfall manna og fellingar i kleeðum athugaSi liann vandlega. Söngmaður var Leonardo, góður og iéh sjálfur á hljóöfeeri. Enn fremur ‘ritaðí hann kynstrin öll af dagbókum, en - list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þmíi bók um Leonardo* da Vinci er sagn um manntnn, er fjölluefaslur og afkesta* mtslur er talinn allra manna, er sögyr fara af, og einn af mestu listamönnum vcraldar. I bókinni eru um 30 myndir af listaverkum. 1I.F. LEIFTUR, Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.