Tíminn - 03.07.1945, Qupperneq 1

Tíminn - 03.07.1945, Qupperneq 1
* RITSTJÓRI: ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON. ÚTGEPPANDI: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Símar 2353 Og 4373, PRENTSMIÐJAÍJ, EDDA h.í. RITST JÓRASKRIFSTOPUR: EDDUHÚSI. Lindargötu 9A. Símar 2353 Og 4373. AFGREIÐSLA, INNHEIMTA OG AUGLÝSINGASKRIFSTOFA: EDDUHÚSI, Lindargötu 9A. Sími 2323. 29. árg. Reykjavík, þriðjudagiim 3. júlí 1945 49. blað Nýju samaíngarnír um síldveiðíkjörin Kommúnistar höíðu næstum komið í veg fyrir samkomulag. Samningur milli útgerSarmanna og sjómanna um kaup og kjör á síldveiðunum í sumar var undirritaður aðfaranótt sunnudags- ins síðastl. Hækkar bæði kauptrygging sjómanna og hlutdeild í afla að mun. Það tafði fyrir samkomulagi, að kommúnistar í Alþýðusambandsstjórninni höfðu gert hærri kröfur fyrir nokkur smáfélög en fulltrúar helztu sjómannafélaganna voru búnir að bera fram. Vildu sjómannafélögin því ekki slaka á kröfum sínum og fóru svo ieikar, að ekki náðist samkomulag fyrr en kommúnistar höfðu gengið frá yfirboði sínu. Hefir framkoma þeirra í þessu máli auglýst vel ábyrgðarleysi þeirra og leikara- skap.. Aðalbreytingarnar, sem felast j í hinum nýja samningi, eru þær, að hlutur háseta á smærri síld- veiðiskipum (innan við 70 smál.) ' verður 38.55% af heildarafian-| um, sem skiptist í 15 staði, en var áður 37% og skiptist í jafn- marga staði. Séu fleiri háseta'r en 15 á skipi, borgar útgerðar- fyrirtækið þeim, sem umfram eru af sínum hluta sama kaup og hinum hásetunum. Á stærri skipum hækkar hlutdeild sjó- manna í heildarafianum nokk- urnveginn tilsvarandi. Þá verður kauptrygging nú 400 kr. á mán- uði, auk dýrtíðaruppbótaj’, en var áður 210 kr., án dýrtíðar- uppbótar. Eins og sjá má á þessu hafa sjómenn fengið talsverðar hækkanir, en þó tæpast tilsvar- andi við hækkanir þær, sem orðið hafa hjá landverkafólki. Eigi að síður geta þessar hækk- anir orðið þess valdandi, að lítill ágóði eða jafnvel tap verði hjá útgerðinni vegna þess, hve gíf- urlegur allur útgerðarkostnað- urinn er orðinn og ekkert má því út af bera. Það tafði mjög fyrir samn- ingagerðinni, að nokkru eftiriað sjómannafélögin í Reykjavík, Hafnarfirðí, Keflavík og á Akra- nesi voru búin að bera fram kröfur sínar, kom Alþýðusam- bandið fr^m með hæ^rri kröfur fyrir nokkur smáfélög. Var það auðsjáanlega tilraun hjá komm- únistum í stjórn þess til að ó- frægja verklýðsforustu jafnaðar manna, sem ráða mestu í sjó- mannafélögunum. Þetta setti mikið kapp í málið, og voru horfur á því um skeið, að til verkfalls kæmi. Leikar fóru þó svo, að kommúnistar sáu sitt óvænna, þvi að yfirboð þeirra mæltist illa fyrir meðal sjó- manna sjálfra. Þegar þeir höfðu fallið frá því, náðist fljótlega samkomulag. Hafa kommúnistar hér enn einu sinni auglýst vel ábyrgðarleysi sitt og leikarahátt. Jafnframt er þetta gott dæmi um heilindi þau, sem stjórnar- samvinnan byggist á, þar sem kommúnistar- hafa hér svikizt með yfirboðum aftan að öðrum samstarfsflokki sínum í ríkis- stjórninni til að geta nítt hann eftir á. Stjórnin íramkvæmir ekki • ! , s j \ ■ ' - . \ lögín um nýbyggingarsjóð Dollaraiimetgniii fer síminnkandi. Annaff affalmálgagn stjórnarinnar, Þjóffviljinn, birtir þær furðu- legu upplýsingar síðastl. sunnudag, að ríkisstjórnin sé enn ekki búin aff leggja neinn erlendan gjaldeyri á nýbyggingareikning, enda þótt þetta hafi veriff meginloforff hennar og Alþingi sé búiff fyrir löngu síffan aff gefa henni fyrirmæli um aff gera þetta. Er þessi vanræksla stjórnarinnar eitt mesta hneykslismál, sem hugsazt getur. , Jafnhliffa þessu upplýsir Þjóðviljinn, aff þegar stjórnin kom til valda, hafi dollara-innstæður landsins erlendis numiff 286 milj. kr., en hafi um miffjan þennan mánuff ekki numiff nema 230 milj. kr. Dollaráinnstæffurnar hafa því minnkaff um 56 milj. kr. á valdatíma stjórnariþnar og er hér um hiff ískyggilegasta mál að ræffa, þar sem flestar affkeyptar vörur þarf nú að greiffa meff dollurum. Islandsgflíman Íslandsglíman fór fram á Ak- ureyri síðastl. föstudagskvöld. Guðmundur Ágústsson úr Ár- manni varð glímukonungur í þriðja sinn. Guðmundur Ágústsson og Guðmundur Guðmundsson úr UMF Trausta, urðu jafnir að vinningum með 8 vinninga hvor* 1 og urðu því að glíma til úrslitu ; vann þá Guðm. Ágústsson. Þriðji varð Einar Ingimundarson úr UMF Vöku, méð 7 vinninga, fjórði Steinn Guðmundsson, Ár- manni, með 6 vininga, fimmti Friðrik Guðmundsson, úr K. R. með 5 vinninga og sjötti Haukur Aðalgeirsson úr Í.R. með 4 vinn- inga. Alls voru keppendur ellefu, en einn meiddist lítilsháttar snemma í glímunn\ og varð að ganga úr leik. \ 1 Fundír ríkisstjórnarinnar iim helgina: Sóknin, er stjórnín ætlaði að heija, snerist upp í aumlega vörn F R A I RÁSINNI A BORNEO Síðastl. sannudag gerðu Ástralíumeyn nýja innrás á Borneo. Myndin sem hér fylgir, var tekin, þegar þeir gerðu fyrstu innrásina þar. Amer- íslc herskip héldu uppi fjögurra daga skpthríð á * stöðvar Japana áður en innrásin hófst og liuldu einnig stór svœði reykjarmekki með því að skjóta sérstökum reyksprengjum. f skjóli þessa mikla reyks fóru innrásarbátar Ástralíumanna til lands. Veitir myndin nokkra hugmynd um, hve mikil- fenglegur þessi reykur var. „Nýsköpunarstaglið** gagnar stjórnarliðum ekki lengur, pví að fiólkið vill athafinir í stað orða i y. : , Fundir þeir, sem ríkisstjórnin boffaffi til um síffastl. helgi, gengu á allt affra leiff en hún hafði gert sér vonir um. Flestir fundanna voru heldur lítiff sóttir, en þar sem bezt var mætt, og fundimir stóffu Iengst, kom Ijóslega fram, aff menn eru hættir að blekkjast af nýsköpunarstaglinu. Menn spyrja um fram- kvæmdir og vilja fá ákveffna vitneskju um þær, en þá stendur stjórnarliðiff berskjaldaff uppi. Sóknin, sem stjórnarliffiff ætlaffi aff hefja, snerist því alls staffar upp í vörn, og hana sumstaffar hina lélegustu. Bætti þaff sízt úr skák, þótt stjórnarsinnar beittu þeim rangindum aff taka % ræffutímans. Uppgjöf þeirra var því augljósari, því lengur, sem þeir töluffu. Aðaliundor Kaupfélags Veslur- Skaítíellinga Eins og menn inuna, er það eitt meginloforðið í stjórnar- sáttmálanum að leggja skuli 300 milj. kr. af erlendum innstæð- um landsmanna á sérstakan reikning og megi ekki ráðstafa þessiim gjaldeyri til annars én kaupa’á nýjum framleiðslutækj- um. Þetta. ákvæði var tekið upp í lögin um nýbyggingaráð, er samþykkt voru í nóvembermán- uði síðastl. Töldu menn víst, að stjórnln myndi framkvæma það tafarlaust\Nú, mörgum mánuð- um seinna, upplýsir Þjóðviljinn, að þatta sé ógert enn. Hefir þjóðin hér vissulega hina full komnustu sönnpn fyrir því, hve lítið er að marka loforð stjórn- arinnar og.hve áhugalaus hún er fyrir því að framkvæma þau. Það sést lípa vel á afsökun ÞjóðViljans fyrir þessu aðgerða- leysi stjórnarinnar, að margir stjórnaísinnar eru orðnir hræddir við það. Afsökun Þjóð- (Framhald á 8. síöu) Aðalfundur Kaupfélags Skaft- fellinga var haldinn í Vík í Mýr- dal 5. júní síðastl. Mættir voru á fundinum 17 fulltrúar, auk stjórnar félagsins og fram- kvæmdastjóra. Samanlögð vörusala útlendra og innlendra vara nam rúml. 2 milj. króna, og var svipuð og s. 1. ár. Sameignarsjóðir félhgsins jukust um rúmlega 70 þús. krón- ur á árinú. Ársarður félagsins nam 84 þús. kr. og var ráðstafað þannig, að Kommúmstar boða allsherjarverkfall í Vestmanaaeyjum Kommúnistar í Vestmanna- eyjum hafa fyrirskipaff allsherj- arverkfall þar frá og meff 4. þ. m. Tildrögin til þessarar ákvörff- unar kommúnista er sú, að þeir stofnuðu verzlunarmannafélag í Vestmannaeyjum fyrir nokkru, en atvinnurekendur neituffu aff semja viff þaff. Hafa þeir gert samninga viff annaff verzlunar- maniiafélag, sem fynr var í Eyj- um, en koinmúnistar telja þaff félag ólöglegt, þar sem í því eru nokkrir kaupmenn. Félag kom- múnista. sem ekki er í nema sáralítill hluti verzlunarfólks í Eyjum, hóf verkfall fyrir nokkru og t»ka ekki þátt í því nema 7 manns. Þar sem kommúnistar sáu, aff þeir gátu ekki fengiff vilja sinn fram méð þessum hætti, létu þeir öll verklýffsfé- lögin í Eyjum fyrirskipa samúff- arverkfall frá og meff 4. þ. m. Þetta er nýtt dæmi um yfir- gang og ofstopa kommúnista og „eininguna“ á stjórnarheimil- inu! 6% útborgist, en 4% leggist í stofnsjóð. Arðurinn alls er því 10% af ágóðaskyldri vöruúttekt. Helgi Jónsson og Þórarinn Helgason áttu að ganga úr stjórninni og voru þeir báðir endurkosnir. ' . \ Fundurinn samþykkti eftir- ffarandi til^ögu um veltuskatt- inn í einu hljóði: „Affalfupdur Kaupfél.. Skaft- fellinga, haldinn aff Vík 5. júní 1945, lýsir yfir þvi, aff hann tel- ur lögin um veltuskatt, er sam- þykkt voru á síffasta Alþingi, hina hatrömmustu árás á sam- vinnufélögin, og mótmælir aff nokkru sinni oftar verði gengiff inn á þá tekjuöflunarleiff“. Um áburðarverksmiðjuna var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Affalfundur Kaupfél. Skaft- fellinga, haldinn að Vík 5. júní 1945, telur, aff brýna nauffsyn beri til aff hraffa sem mest fram- kvæmdum á byggingu fyrirhug- aðrar áburffarverksmiðju. Skor- ar ,hann á þing og stjórn aff greiða svo fyrir máli þessu, aff bygging verksmiðjunnar geti hafizt þegar á næsta ári, annaff- hvort á vegum ríkisins effa Sam- bands ísl. samvinnufélaga". ' « Um vegamál á Suðurlandi var samþykkt eftirfarandi tillaga í einu hljóði: „Affalfundur Kaupfél. Skaft- fellinga, haldinn aff Vík 5. júní 1945, leggur sérstaka áherzlu á, aff brýna nauffsyn beri til þess, aff gefnum margvíslegum tilefn- um nú og undanfarin ár, aff upp- byggingp og viffhaldi hinna op- inberu vega og brúa hér á Suff- urlandi verffi komiff í gott og ör- uggt horf, enda grundvallast afkoma atvinnuvega viðkomandi héraffa á því, að vegá- og brúa- (Framhald á 8. síðu) Fuiidir stjjórnariimar. , Hér verður greint nokkuð hánara frá hverjum einstökum fundi, sem stjórnin hélt: Á Akureyri var fundur haldinn á föstudagskvöld. Var húsið ekki nema hálfskipað, þegar fundur- inp hófst nokkru eftir auglýstan fundartíma og fjölgaði þó lítið eftir það. Hafði 'Stjórnarliðið ekki fylgst betur með en það, að það auglýsti fundinn á sama tímá og Íslandsglíman fór fram og var þó búið að auglýsa hana fyrir löngu. Kunnu íþróttamenn stjórninni litlar þakkir fyrir þetta, en allur uggur þeirra reyndist samt ástæðulaus, því að íslandsgliman dró til sin marg- falt fieiri áhorfendur en „ný- sköpunin“. Á fundinum mættu af hálfu stjórnarsinna Gísli Jónsson, Sigfús Sigurhjartarson og Guðmundur G. Hagalín, en Bernharð Stefánsson af hálfu Framsóknarmanna. Voru þeir Gísli og Sigfús óvenjulega hóg- værir, en Hagalín lýsti með snjöllum orðum, að stjórnar- amdstaða væri nauðsynleg í hverju lýðfrjálsu þjóðfélagi, því að annars fúnaði og grotnaði lýðræðið niður. Af bæjarmönn- um töluðu Jakob Frímannsson, Haukur Snorrason, Svavar Guð- mundsson og Jakob Pétursson. TalaðiSvavar einkum um„skatt- frelsi“ KEA, en það er stærsti skattgreiðandinn á Akureyri! Nýsköpunarstagl stjórnarliðsins fékk litlar undirtektir, enda vafðist forsvarsmönnum þess tuiiga um tönn, er spurt var um efndir. Á Hvammstanga hélt stjórn- arliðið fund á laugardagskvöld- ið. Sóttu hann um 30—40 manns, aðallega úr þorpinu, og mun hann hafa staðiö um 3 klst. Af stjórnarliðinu mættu þar Jón Pálmason, Guðbrandur ísberg, Einar Olgeirsson og Jón Emils- son. Af hálfu Framsóknarflokks- ins mættu Skúli Guðmundsson og Hermann Jónasson, er var á leið til Hólmavíkur. Innanhér- aðsmönmim var ekki boðið orð- ið. Skúli lagði þær spurningar fyrir stjórnarsinna, hvað þeir hyggðúst fyrir um lausn raf- orkumálsins, afgreiðslu jarð- ræktarlaganna á næsta þingi og aðgerðir í dýrtíðarmálunum í haust. Stjórnarliðar færðust al- veg undan svörum og báru sig illa, þegar þannig var farið að kryfja " nýsköpunarloforðin til mergj ar. Á Sauffárkróki hélt stjórnar- liðið fund á sunnudaginn. Mun hafa sótt hann á þriðja hundi;- að manns og stóð fundurinn um 4i klst. Af hálfu stjórnaríiðsins mættu þar Gísli Jónsson, Stein- þór Guðmundsson og Guðmund- ur G. Hagalín. Af hálfu Fram- sóknarflokksins mætti Sigurður Þórðarson. Var Gísli með tals- verð* mannalæti, en fékk viðeig- andi viðtökur hjá Sigurði. Lýsti Sigurður því, hvernig stjórnin framkvæmdi „nýsköpunina“ í Skagafirði, en þar eru nú mörg umbótamál algerlega stöðvuð. Einn‘fundarmanna tók til máls, Magnús Bjarnason, sem er Al- þýðuflokksmaður, og lét hann ekki vel af „nýsköpuninni" í Skagafirði, og þá jafnvel sist á Sauðárkróki. Taldi hann stjórnina ekki vænlega til fylg- is, ef þannig héldi áfram. Á Hólmavík hélt stjórnarliðið fund á sunnudaginn. Mættu þar um 300 manns og mun það hafa verið lengsti og fjörugasti fund- urinn. Af stjórnarliðum mættu þar Jön Pálmason, Einar Ol- geirsson og Jón Eimilsson, en Hermann Jónasson mætti af hálfu _ Framsóknarflokksins. Sýndi Hermann mjög ljóslega fram á hvílík blekking „nýsköp- unarstagl“ stjórnarsinna væri. Voru stjórnarsinnar heldur daufir í vörninni, enda fundu þeir glöggt, að stj órnarandstæð- ingar voru í miklum meiri- hluta á fundinum. Innanhéraðs- mönum var ekki boðið orðið. í Borgarnesi hélt stjórnarlið- ið fund á sunnudaginfi. Sóttu fundinn um 50—60 manns, að- aliega úr þorpinu. Afistjórnar- liðum voru mættir Pétur Magn- ússon, Lúðvík Jósefsson og Ingi- mar Jónsson, en Bjarni Ásgeirs- son mætti af hálfu Framsóknar- manna. Lúðvík Jósefsson lofaði mjög' „nýsköpunina“ og hrak- yrti Eystein Jónsson, en Ey- steinn Jónsson er nú að halda fundi í Suður-Múlasýslu og skoraði á Lúðvík að mæta, en Lúðvik fór þá suður á land. Pét- ur taldi hins vegar, að enn væri of snemmt að spá neinu um „ný- sköpunina", þar ylti mest á framkvæmdinni og enn væri lít- ið hægt um hana að segja. Þrír menn klöppuðu fyrir ræðum Péturs. Ingimar talaði um þau sinnaskipti kommúnista, að þeir hefðu ekki viljað fara í umbótastjórn 1942, en svo hefðu þéir verið ólmir ' að komast i stjórn í llaust. Tveir fundar- menn töluðu, Daniel Kristjáns- son, Beigalda, og Sigurjón (Framhald á 8. síðu) í‘ DAIÍ birtist á 3. síðu grein eftir Hall- <lór Kristjánsson á Kirkjubóli, er nefnist Rafmagnið og landið. Neðanmáls á 3. og 4. siðu er trein eftir Eirik Wellander um tanríkismál Svía. Greinin er þýdd úr Svenska Dagbladet. /

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.