Tíminn - 03.07.1945, Qupperneq 8

Tíminn - 03.07.1945, Qupperneq 8
DAGSKRÁ er bezta íslenzka timarltlð um þjjóðfélaysmál. 8 REYKJAVÍK Þeir, sem vilja kt/nna sér þjóðfélagsmát, inn- ' / lend og útlcnd, þurfa að lesa Dagskrá. 3. JtLt 1945 49. blað T y AINÁLL TÍIBMS ^ 28. júní, fimmtudagur. Samkomnlag í Noregi. Noregur: Norsku lýðræðis- flokkarnir fjórir, Verkamanna- fl^kurinn, Bændaflokkurinn, Vinstri flokkurinn og íhalds- flokkurinn, hafa birt sameigin- lega stefnuskrá um viðreisnina eftir stríðið. (Sjá nánar í er- lendu'ýfirliti). Pólland: Birtur var ráðherra- listi nýju pólsku stjórnarinnar. Porsætisráðhera Lublinstjórnar- innar, Moravsky, er áfram for- sætisráðherra, en Mikolajzyk, fyrv. forsætisráðherra pólsku stjórnarinnar í Lohdon, varafor- sætisráðherra. Bretar og Banda- ríkjamenn munu taka upp sam- vinnu við stjórnina, en viður- kenna hana ekki fyrr en að loknum þingkosningum, sem eiga að verða bráðlega. 29. júní, föstudagur: Rnssar „Imnlima44 Rut- hcuiu. Rússland: Tilkynnt var í Moskvu, að undirritaður hefði verið samningur milli^Rússa og Tékka, þar sem Tékkar faliast á að Rutheniuhérað, sem hefir tilheyrt Tékkóslóvakíu, verði ihnlimað í Rússland. Indland: Simlaráðstefnunni hefir verið frestað til 14. júlí, vegna ósamkomulags milli þjóð- ernisflokksins og Múhameðstrú- armanna. 30. júní, l^ugardagur: Byrues utanríkismála- ráðhera. Bandaríkin: Truman forseti tilkynnti, að James Byrnes, sem var einn nánasti aðstoðarmaður Roosevelts fyrstu stríðsárin, myndi verða utanríkismálaráð- herra í stað Stettiniusar. Japan: Bandarísk v flugvirki gerðu miklar eldsprengjuárásir á helztu hafna|borgir Japans. 1. júlí, sunnudagur: IVý/ innrás á Borneo. Borneo: Ástralíumenn réðust til landgöngu á helztu olíulinda- svæðunum á Borneo, þ. e. hjá Balipapan á suðausturströnd- inni. Er þeta stærsta innpásin, sem enn hefir verið gerð á Borneo. Þýzkaland: Fyrstu brezku her- sveitirnar komu til Berlínar. í Potsdam hófst mikill undirbúh- nngur undir ráðst'éfnu Chur- chills, Stalins og Trumans, er verður haldín þar. Áðip? en fundurinn hefst munu her- námsaðilar hafa lokið til fulls að hernema þau landsvæði, sem þeim er ætlað hverjum um sig, og eru Rússar í óðaönn að flytja sig inn á þau svaéði, sem þeir fá frá Bandamönnum. Stjórnin framkvæmir ekki ... (Framhald aj 1. síöu) viljans er sem sagt sú, að „Fram- sóknarmennirnir í Landsbank- anum hafi stöðvað framkvæmd- ir í þessum efnum! Þessum full- komna tilbúningi er nægilegt að svara með því að benda á, að stjórnarliðið hefir meira hluta í bankaráði Landsbankans eða 3 menn af 5. Framkvæmdir í þessum efnum ættu því ekki að stranda á Landsbankan- um, jafnvel þótt Framsókn- arrhenn væru á móti þeim, ef stjórnarliðið hefir einhvern á- huga fyrir þeim. Það er annars orðin föst venja hjá Þjóðviljan- um að kenna Framsóknarmönn- um um allar misgerðir og van- gerðir stjórnarliðsins, enda þótt Framsðknarmenn fái engu um hlutaðeigandi mál ráðið. Þann- ig er t. d. Framsókharmönnum alltaf kennt um það, sem Þjóð- viljinn telur miður< fara í inn- flutningsmálunum, enda þótt stjórnarliðið hafi þrjá menn af fimm í viðskiptaráði og þrjá menn af fjórum í nýbygginga- ráði! Frásögn Þjóðviljans um hina miklu rýrnun dollarainneignar- innar síðan núv. stjórn kom til valda, er og mjög athyglisverð. Mun þetta bæði liggja í því, að tiltölulega meira hefir verið eytt af dollurum en áður og núv. stjórn hefir ekki tekizt jafnvel og fyrrverandi stjórn að fá ís- lenzkar afurðir greiddar með dollurum. Eins og sakir standa nú, þarf að greiða megin- hluta irinflutningsins með doll- urum og eru fullar horfur á,.að svo verði um skeið. Haldi eyðsla dollarainneignarinnar áfram eins og hingað til undir hand- leiðslu núv. stjórnar, verður „nýsköpuríih“ að mestu leyti úr sögunni næstu missirin; því að sáralítið mun vera hægt að fá af framleiðslutækjum fyrir sterlingspund fyrst um sinn. Máske finnst stjórninni það ekki sem verst að fá þannig aðstöðu til að veita „nýsköpuninni" hægt andlát, þar sem hún myndi ann- ars stöðvast af ástæðum, sem væru enn Ijósari afleiðing af stefnu stjórnarinnar. . Aðalfundur Kaupfél. Vestur-Skaftfellinjía. (framhald af 1. siðu) kerfi á hinni löngu landleið frá Kirkjubæjarklaustri til Reykja- víkur sé í góðu lagi, — einnig með hliðsjón af óhjákvæmilegri stækkun flutningatækjanna (bifreiðanna). Leggur fundur- inn áherzlu á, að brýr á þessari Ieið verði sem allra fyrst gerðar þannig, að þær þoli 15 tii 20 tonna þunga. — Heitir fundur inn á ráðamenn þessara mála að gera sitt ýtrasta til þess að koma þessu í framkvæmd eins fljótt og mögulegt er“. Þá var einnig samþykkt eftir- farandi tillaga: „Fundurinn hvetur alla sam- vinnumenn á félagssvæðinu til að fylkja sér æ fastar saman um kaupfélagið, því meir sem á móti blæs. í tilefni af áetning laga um veltuskatt, finnur fundurinn ástæðu til að hvetja samvirinumenn til að styrkja hinn ytri varnarhring sinn, og heitir því á alla féiagsmenn í Kaupfélagi Skaftfellinga að verja Öilum verzlunarágóða sín- um frá fyrra ári, til kaupa á stofnfjárbréfum í skipakaupa sjóð S. í. S.“. Eftirfarandi tillaga var einn ig samþykkt í einu/ hljóði: „Aðalfundur Kaupfél. Skaft- fellinga, haldinn að Vík 5. júní 1945, beinir því tii stjórnar fé lagsins, að hún athugi mögu- leika fyrjr því, að kaupfélagið taki að sér starfrækslu afkasta- mikilla ræktunarvéla“. t Eftirfarandi tillaga var einnig lögð fram og s^mþykkt: „Þar sem næsta aðalfund kaupfélagsins ber upp á fertugs- afmæli þess, felur fundurinn stjórn og framkvæmdastjóra að undirbúa hann í tilefni af því“ Helsingi heitir nýtt blað sem gefið er út frá Kristneshæli af Steindór'í Sigurðs- syni rithöf. Efni fyrsta blaðsins er þetta m. a.: Fylgt úr hlaði, Úr myrkri, 1030 atkvæði, grein um minningarsjóð frjálsrar húgsuhar á íslandi, Orðsend- ing, Dýrt er drottins orðið, Stuttar hugvekjur, Boðsbréf og margt fleira. Utanfarar- léyfi. Blaðinu hefir borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá ríkis- stjórninni. Að gef-nu tilefni skal það tek- ið fram, að þeir, sem hafa í hyggju að ferðast til Norður landa verða fyrirfram að hafa tryggt sér dvalarleyfi (visum) í löndum þessum hjá hlutað- eigandi sendiráði í Reykjavík. . Menn sem t. Q. eru komnir til Stokkhólms og ætla þaðan ,til Danmerkur geta oriðið að bíða vikum saman í Stokkhólmi eftir fararleyfi til Danmerkur, Fundahöldin um helgina (Framhald af 1. síöu) Kristjánsson, Krumshólum, sem báðir eru Framsóknarmenn. Spurði annar þeirra Pétur, hvað stjórnin hefði gert til að herða skattaeftirlitið, eins og lofað hefði verið. Pétur svaraði dví ekki. Sami maður spurði, hvað stjórnin hefði gert til að efna loforðið um að hækka að- eins skatta á „breiðu bökunum“. Pétur sagði, að það hefði verið gert með veltuskattinum! Á Selfossi hélt stjórnin fund á sunnudaginn. Fundarmenn voru innan við 100 og voru fæstir aeirra bændur. Af stjórnarliðinu hiættu Eiríkur Einarsson, Gurm- ar Benediktsson og Haraldur Guðmundsson, en Jörundur Brynjólfsson af hálfu Fram- sóknarflokksins. Eiríkur hélt eina af sínuiji venjulegu ræðum, en Gunnar kvartaði yfir því, hve fáir bændúr væru mættir. Kvað einn fundarmanna, að það væri þó tæpast viðbrigði fyrir Gunn- ar, eftir aðsóknina að fundum hans í vor. Tveir innanhéraðs- menn töluðu: Ólafur Gestsson, Brúnavöllum, sem er Framsókn- armaður, og Kristj. Guðmunds- son á Eyrarbakka, sem er Al- þýðuflokksmaður. Stjórnarliðið fór lítið ánægt af þessum fundi. Stjórnarliðið aflýsir fundum. Auk þessara funda, hafði stjórnarliðið boðað til funda að Egilsstöðum og í Vestmannaeyj- um á sunnudaginn. Það aflýsti fljótlega fundinum að Egilsstöð- um, þegár það vissi, að Eysteinn Jónsson var austanlands, en fundinum í Vestmannaeyjum var frestað á seinustu stundu og borið við veikindum Jóhanns Jósefssonar. Jóhann var þó, sem betur/fer, alheill ttæði á laugar- daginn og sunnudaginn. Hins vegar má vera, að frásagíiir Skútuls og Tímans af máli S. Árnasonar & Co. hafi valdið ein hverri vanlíðan. Þá hefir stjórnarliðið aflýst fundum, sem það hafið boðað á Norðfirði og á Húsavík. Fui{dir Framsóknar' manna. Fi%.msóknarmenn boðuðu til fjögurra funda um síðustu helgi til viðbótar við fundi stjórnar innar. Voru þeir á þessum stöð- um: Á Stórólfshvoli. Fundinn sóttu á annað hundrað manns. Af hálfu Framsóknarmanna mættu þar. Helgi Jónasson og 1 séra Sveinbjðrn Högnasori. Þar gerð ust þajyi tíðindi, að*Ingólfur á Hellu gekk úr fimmmenninga- hópnum svokallaða og gerðist f orsvarsrnaður st j órnarinnar. Vissu menn þetta reyndar áður því að á landsfundi Sjálfstæðis- manna hafði Ólafur Thors skipt fimmmenningunum T tvo hópa og voru þeir mættir þar Ingólf- ur og Þorsteinn Þorsteinsson, en Gísli Sveínsson, Jón á Reynistað og Pétur Ottesen mættu þar ekki. Ingólfur varði nú bæði framkomu stjórnarinnar í bún aðarmálasjóðsmálinu og áburð- arverksmiðj umálinu, enda þótt hann'hefði verið í andstöðu við stjórnina í þessum málum á þingi i vetur. Til liðs við Ingólf komu Guðmundur Erlendsson á Núpi, sem Pétur Magnússon hef ir nýlega skipað í tvær nefndir. og Erlendur í Teigi, bróðir Guð- mundar. Seint á fundinum bar Helgi Jónasson fram svohljóð andi tillögu: „Almennur þingmálafundur. haldinn að Stórólfshvoli 1. júlí 1945, lítur svo á, að stefna og aðgerðir núverandi ríkisstjórn- ar í atvinnu- og fjármálum sé gálaus og þjóðhættuleg og hljóti að leiða til stöðvunar og upp- lausnar í atvinnuvegpm lands- ins fyrr en varir, ef svo er fram haldið, sem nú er. Sérstaklega vítir fundurinn aðgerðir og af stöðu ríkisstjórnarinnar og telur að þar gæti fullkomins fjand- skapar I garð bændástéttarinn- ar á flestum sviðum. Fyrir því lýsir fundurinn fullu vantrausti sínu á ríkisstjórnina og telur Djóðarnauðsyn bera til þess, að allir lýðræðissinnaðir menn í landinu fylki sér saman til að vinna gegn þeim ófarnaði, sem nú er að stefnt“. Tillaga þessi var samþykkt með yfirgnæfandi meiriþluta gegn atkvæði Ingólfs og 9 mafma annarra. Margir Sjálf- stæðismenn tóku ekki þátt í at- kvæðagreiðslunni. í Berufirði í Barðastrandar- sýslu boðaði Framsóknarflokk- urinn til fundar á laugardag- /nn. Þar mættu Bjarni Ásgeirs- son og Daníel Ágústínusson. Stjórnarliðar höfðu engan mál- svara þar. í Dalvík héldu Framsóknar- menn fund á laugardagskvöldið og mættu þar um />200 manns. Af hálfu Framsóknarflokksins mætti þar Bernharð Stefáns- son, en Garðar Þorsteinsson af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarandstæðingar voru þar í miklum meirahluta. Á Hrafnagili höfðu Framsókn armenn boðað til fundar á sunnudaginrf. Mættu þar um 20 innansveitarmenn. Höfðu ýmsar óvenjulegar ástæður orðið þess valdandi, að fleiri komu þangað ekki, og varð því að ráði að láta fundinn falla niður að þessu sinni. . riema þeir hafi áður gert ráð- stafanir til þess að fá leyfi hjá danSka sendiráðinu í Reykjavík til dvalar um tiltekinn tíma í Danmörku. Yfirleitt má segja það, að allir þessir fundir hafi vérið Framsóknarmönnum hinir hag- stæðustu. Stjórnarliðið hafði ætlað sér að hefja mikla sókn og hafa þrefaldan ræðutíma á við Framsóknarmenn sér til fram- dráttar. En Framsóknarmenn sneru þessari fyrirhuguðu sókn stjórnarliðsins upp í lélega vörn af þess hálfu. Stjórnarliðið fann það glöggt, að „nýsköpunar- staglið" gagnar því ekki lengur. Almenningur er búinn að fá nóg af orðum og heimtar fram- kvæmdir. En þær vantar. Mönn um verður því stöðugt ljósara, að Framsóknarmenn hafa réttu að standa. Stjórnarliðið ætti vissulega að geta lært iriik ið af þessum fundum. Frelsi blaðanna á Islandí • y Lofsverður dómur SpaldÍRgs sendisveit- arritara. Fyrir nokkru hafði herra Francis Spalding, annar sendi- ráðsritari Bandaríkjanna í Reykjavík, boð inni fyrir ís lenzka blaðamenn. Flutti hann við það tækifæri snjalla ræðu sem túlkaði mjög vel' skoðanir Bandaríkjamanna og virð\ngu fyrir frelsinu. Hann rakti rás hinna heimssögulegu viðburða sem undanfarið hafa gerzt, og einnig atburði þá, er gerzt höfðu í sögu íslands frá því hann kom hingað til lands, í maímánuði 1944. Hann minntist á hina sterku frelsisþrá íslendinga og taldi íslendinga vera öðrum þjóðum fremur, nær því að hafa öðla^t hin 'fjögur þýðingar- miklu atriði frelsisins og nefndi hann sérstaklega sem dæmi mál- og ritfrelsi á íslandi. Hann sagði það vera fróðlegt að bera saman skrif hinna íslenzku blaða, sem ræddu skýrt og skorr inort um yiðkvæm deilumál, t. d í þjóðfélagsmálum, og þýzku blöðin fyrir styrjöldina, sem ekki, máttu segja neitt misjafnt um aðgerðir stjórnarvalda og yfirleitt ekki ræða neitt, sem komið gat nazistum illa. En herra Spalding dvaldi í Þýzka landi 1936—1939. Formaður blaðamannafélags íslands, Jón Magnússon frétta- stjóri, þakkaði herra Spalding fyrir hin vingjarnlegu orð í garð íslenzkra blaðamanna. Þegar staðið hafði yerið úpp frá borðum, voru sýndar þrjár athyglisverðar kvikmyndir. GAMLA BÍÓ DANSIM DUNAR (Step Lively). — Söng- og gamanmynd. > — Frank Sinatra, Gloria de Haven, J George Murphy. Sýnd kl. 7 og 9. /Fviiitýr á f jölíum. Gamanmynd með GÖG og GOKKE. Sýnd kl. 5. N Ý J A Þeir gerðn garðinn frægan OG Dáðir voru drýgðar eru ágætar ' skemmtibækur og hafa auk þess þann kost að \ vera ódýrar. B í Ó RÓSA LFTTLYTVDA (Sweet Rosie O’Grady) Fyndin og fjörug dans- og söngvamynd í eðlilegum lítum. Aðalhlutverk: Bety Grable, Robert Young, Adolphe Menjou. Sýnd kl* 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ V BLESI (Hands Across The Border) 4 . f Amerísk söngva- og hesta- mynd frá Vestur-sléttunum. Roy Rogers, Blesi (,,Trigger“), Ruth Terry. Sýnd kl/5, 7 og 9. Ú R B Æ N U M Samsæti. Gunnlaugi Kristmundssyni sand- græðslustjóra var haldið samsæti af vinum og samstarfsmönnum að Hótel Borg síðastl. þriðjudag og var það (fjölsetið. Adolf Björnsson stýrði hóf- inu, en auk hans tóku til. máls Stein- grímur Steinþórsson búnaðarmála- stjóri, og mælti fyrir minni afmælis- barnstas og skýrði frá því að ákveðið væri að'láta gera af honum eirmynd, ér eftir hans dag yrði i éigu Búnaðar- félagsins. Auk Steingrífns búnaðar- málastjóra tóku til máls Emil Jónsson samgöngumálaráðherra, Bjarni Ás- geirsson formaður Búnaðarfélags ís- lands, Ríkharður Jónsson Itetamaður, Guðmundur Þorbjarnarson bóndi, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri,- Bjarni Bjarnason skólastjóri að Laug- arvatni og Árni Eylands framkv.stj. Fimleikaflokkur úr -Reykjavík flýgur til Norðurlands. Úrvalsfimleikaflokkur úr Knatt- spyrnufélagi Reykjavíkur fór í sýn- ingaför til Siglufjarðar og Akureyrar um seinustu helgi. Fór flokkurinn-flug- leiðis með flugvél frá Flugfélagi ís- lands. Sýnt vaf tvisvar á Akureyri. Flokkurinn var undir stjórn Vignis Andréssonar. Maður feliur niður f lest á skipi og slasast. Síðastl. föstudag varð það slys við útskipim í Reykjavík, að maður að nafni Ingólfur«Daðason, Nýlendugötu 19 féll ofan í lest á stóru skipi og slasaðist við það, mjög mikið. Fallið var um 7 metrar. Ingólfur var þegar fluttur á Landsspítalann og var 1 fyrstu tvísýnt um líf hans, en er nú heldur á batavegi. Rauði Krossinn fær tvær v nýjar bifreiðar. Rauði Krossinn hefir nýlega fengið tvær nýjar og fullkomnar sjúkrabif- reiðar frá Ameríku, eru þetta béztu sjúkrabifreiðar, sem Rauði Krossinn hefir eignazt. Er hægt að flytja tvo menn í hvorri þeirra og þrjá ef með þarf. — Loftræsting er mjög góð, þá eru og nokkur hólf og skápar sem hægt er að geyma lyf umbúðir og annað. — Eru þeir það rúmgóðir að hægt mun að veita slösuðum mönnum fyrstu hjálp frá bifreiðinni. — Ekki mun enn fullr'áðið hvert þessar bifreiðar verða látnar fara. Brezka útvarpið frá Reykjavík hætt. Síðastl. laugardag var seinasta út- varpssending Breta frá, útvarpsstöð- inni í Reykjavík. Setuliðið hefir eins og öllum landsmönnum er kunnugt útvarpað héðan frá því stuttu eftir hernámið 1940. Fyrst í stað útvörp- uðu þeir aðeins - tvisvar í viku, en síðar daglega frá kl. 5—6 síðdegis. Útvarpssendingar þessar voru fyrst og fremst miðaðar við það, að skemmta hermönnunum hér á landi og sjóliðinu við strendúr landsins, bg einrilg til þess að gefa þeim kost á að fylgjast með fréttum frá London, en þeim hefir verið endurvarpað um stöðina á þess- um tímum. Breiðfirðingakórinn hefir beðið blaðið að færa Breið- firðingum heima kærar þakkir fyrir ógleymanlegar og ráusnarlegar mót- tökur í söngför kórsins um Breiða- fjarðarbyggðir. Knattspyrnukappleikur milli Reykvíkinga og Breta. fór fram síðastl. sunnudagskvöld. Úrslit leiksins urðu þau, að jafntefli varð 1:1. Er þetta í annað sinn nú í sumar sem Reykvíkingar þ. a. s. úrval úr reykvísku knattspyrnufélögunum keppir yið lið úr brezka hernum. Lið íslendinga var öðruvísi skipað nú en í fyrri leiknum og voru þessir menn í liðinu nú: Anton Sigurðsson, Karl Guðmundsson, Sigurður Ólafsson, Sæ mundur Gíslg.son, Brandur Brynjólfs- son, Óli B. Jónsson, Haukur Antonson, Sveinn Helgason, Birgir Guðjónsson, Jón Jóifasson, Ellert Sölvason og Al- bert Guðmundsson. Til SvíþjóSar fóru loftleiðis héðan um helgina: Valdimar Björnsson, Helgi Guðmrmds- son, Öddur Helgason, Ólafur tEinars- son, Johan Rönning. Ólafur Sigurðsson, Ingvar Pálmason, Björn Ólafsson Hlín J. Brand og Matthildur Björnsson. Lagarfoss fer til Norðurlanda Fyrirhúgaö er að senda e.s. Lagarfoss til Bergen innan skamms með farm af vörum frá landssöfnuninni '500 smálestir. Mun skipið fara héðan til Austfjarða, en þaðan til Noregs. Á eftir mun það fara til Kaup- mannahafnar og öautaborgar og taka vörur þar hingað. Brennuvargar Um seinustu helgi kom upp eldur á fimm stöðum í Reykja- vík og eru sterkar líkur til að um íkveikj utilraunir hafi verið að ræða a. m. k. á þremur stöð- unum. Mál þessi eru nú í rann-* sókn og því ekki ólíklegt að bráð lega hafist uppi á sökudólgun- um. Skömmu eftir hádegi á sunnudag kom upp eldur á Hverfisgötu 41 og hafði kviknað þar í borðplötu út frá vindlingi. Um miðnætti kom upp eldur í geymsluskúr matstofunnar Gullfoss í Hafnarstræti, en eftir 1 y2 stundar slökkvistarf tókst að ráða niðurlögum hans. Um kl. l á aðfaranótt mánudags kom upp eldur í porti á bak við B. S. R. í Austurstræti. Hafði þar verið helt lýsi á þrjár útihurðir og kolapoka og eldur síðan borr inn að. Kl. hálf þrjú sömu nótt var kveikt í Aðalstræti 8, en sá eldur olli ekki tjóni svo teljandi sé. Enn varð elds vart um kl. fjögur í Veltusundi 1 og hafði þar verið kveikt d skáp undir stiga. Slökkviliðinu tókst fljót- lega að slökkva eldinn. Það má þakka snarræði lögreglunnar og' slökkviliðsins, að mikill eldsvoði varð ekki af neinni þessari íkviknun. I t I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.