Tíminn - 06.07.1945, Qupperneq 2

Tíminn - 06.07.1945, Qupperneq 2
2 TÍMIM, föstndaginn 6. |úll 1945 50. blaO Föstudagur 6. jwl* Góður samanburður MorgunblaSið er auðsjáanlega farið að bera mikinn kvíðboga út af samstarfi Ólafs Thors og kommúnista. Það gerir því hverja tilraunina örvæntingar- fyllri til að réttlæta þessa sam- vinnu. Seinasta tilraun blaðsins sýnir vel, hve illa það er statt i þessum efnum, en hún er í því fólgin aö benda á hinar nýju stjórnir í Noregi og Dan- mörku og segja: Þarna vinna lýðræðisflokkarnir og kommún- istarnir saman. Hvers vegna eig- um við þá ekki að gera það sama? Framsóknarflokkurinn vinnur vissulega illt verk, þegar hann vill ekki taka þátt í slíkri samvinnu. Athugum nú þesar röksemdir Mbl. nokkuð nánara. í Noregi og Danmörku er það eitt af grundvallaratriðum stjórnarsamvinnunnar, að dýr- tíðinni skuli haldið í skefjum. í Noregi er um það samið, að kaupgjaldið skuli vera það sama og það var, er Noregur drógst inn í styrjöldina. í Danmörku er einnig stefnt að því sama. í Noregi hafa verkalýðsfé- lögin gengizt undir að hlíta þessu og efna ekki til verkfalla næstu 12 mánuðina. í Danmörku munu verkalýðssamtökin reyna að beita áhrifum sínum á sama hátt. Þannig er það grundvöllur stjórnarsamstarfsins í Noregi og Danmörku, að afstýra verð- bólgu, því að framfaramönnum þar er ljóst, að það er grundvöll- urinn að verulegri „nýsköpun“ og blómlegu atvinnulífi. Að þessu hafa kommúnistar orðið að ganga, ella að vera utan st j órnarsamstarfsins. Það má hiklaust segja, að stjórnarsamvinnan í Noregi og Danmörku byggist á nákyæm- lega sama grundvelli og Fram- sóknarmenn lögðu til í 12- manna nefndinni síðastl. haust, að yrði grundvöllur að stjórnar- samvinnu flokkanna hér, þ. e., að dýrtíðinni yrði haldið í skefjum og heldur reynt að draga úr henni en auka hana. Stjórnarsamstarfið í Noregi og Danmörku styrkir því stefnu Framsóknarflokksins eins og bezt getur verið. Jafnframt verður svo stefna stjórnarinnar í Noregi og Dan- mörku hinn harðasti áfellis- dómur yfir samstarfi Ólafs Thors og kommúnista hér, sem fyrst og fremst beinist að því að auka dýrtíðina. Hér er það hin ábyrgðarlausa fjármálastefna kommúnistanna, sem hefir fengið að ráða, því að formaður Sjálfstæðisflokksins taldi það álitlegustu leiðina til að full- nægja persónulegum metnaði og vissum hagnaðarvonum stór- gróðavaldsins, eins og t. d. Iin- kind í heildsalamálinu. Það mat hánn meira en að standa við fyrri orð og yfirlýsingar í dýrtíðarmálunum, sem hann hefir nú svikið eins fullkomlega og verða má. Lýðræðisflokkarnir í Noregi og Danmörku áttu, sem betur fór, engan Ólaf Thors, til að bregðast stefnu þeirra, og þess vegna eru það þeir, en ekki kommúnistar, sem ráða fjár- málastefnunni þar. En þess vegna er líka gott og æskilegt, að Mbl. gefi sem oftast tilefni tíl að bera saman annars vegar stjórnarsamvinnuna hér og hins vegar stjórnarsamstárf- ið í Noregi og Danmörku. Það auglýsir svo vel svik og „koll- steypu“ Ólafs Thors og áhang- enda hans i Sjálfstæðisflokkn- um, og er jafn'framt hinn öfl- ugasti styrkur fyrir stefnu dg baráttu Framsóknarflokksins. Fundirnir Á síðastl. vetri var hent gam- an að því í Morgunblaðinu, að Sigurjón á Álafossi hefði m. a. gefið þau ráð við mæðiveikinni, að sýktum kindum skyldi gefin mjólk úr þremur kúm, er væri blandað saman. Taldi Mbl. þetta sönnun þess, að um verstu skottulækningast^rfsemi væri að ræða. Svo er samt að sjá, að Á víðavangi Reykvískur verkamaður segir frá. Verkamaður í , Reykjavík skrlfar: „Fáir hafa látið blekkj- ast meira af fagurgala og kjara- bótaloforðum kommúnista en Dagsbrúnarverkamennirnir hér í Reykjavík. Margir þeirra töldu alvegi víst, að hér myndi allt taka fullkomnum stakkaskipt- um og velmegun láglaunafólks stórum aukast, þegar kommún- istar fóru í stjórnina á síðastl. hausti. Síðan eru nú liðnir átta mánuðir og kommúnistar hafa því haft fullt tækifæri til að sýna sig. Ég veit ekki betur en að laun okkar Dagsbrúnarmanna hafi alveg staðið í stað á þess- um tíma, en hins vegar hafi dýr- tíðin aukizt á allan hátt og lífs- kjör okkar hafi því þrengst í tíð nýju stjórnarinnar. Þannig hefir rafmagnið orðið dýrara, símagjöld hafa tvöfaldazt, strætisvagnagjöld einnig í mörg- um tilfellum tvöfaldazt, öll far- gjöld með áætlunarbifreiðum hafa hækkað og loks hafa út- svörin stórhækkað. A. m. k. þekki ég ekki þann Dagsbr'únar- verkamann, sem ekki hefir tals- vert 'hærra útsvar nú en í fyrra, miðað við óbreyttar aðstæður. Ég skal viðurkenna, að þetta á ekki við um allan verkalýð Reykjavíkur, því að það var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnar- inar að hækka kaupið hjá launahæstu stéttunum (smiðum, klæðskerum, prenturum, bók- bindurum o. fl.), en þó býst ég við, að aukin dýrtíð og hærri útsvör fari með allar þessar hækkánir þeirra í súginn. Og um okkur, lægstlaunuðu verka- mennina, Dagsbrúnarverka- mennina, gildir það ómótmæl- anlega, að lífskjör okkar hafa versnað siðan núv. stjórn tók við, vegna beinna ráðstafana hennar, eins og greint er með dæmum um ýmsar hækkanir hérNá undan.“ Loforð, sem hafa gleymzt. Verkamaðurinn heldur áfram í bréfi sínu: „Kommúnistar lofuðu okkur mörgu áður en þeir fóru í stjórn- ina. Þeir lofuðu okkur endur- skoðun á vísitölunni. Mér er ekki kunnugt um, að þeir hafi gert neitt í ríkisstjórrýnni til að efna það. Þeif lofuðu okkur að húsabraskinu skyldi hætt og hafin bygging fjölmargra verka-, mannaíbúða, svo að við þyrftum ekki að búa í bröggum og kjöll- urum. Ekki eru mér sjáanlegar neinar efndir á því loforði og aldrei hefi ég séð Þjóðviljann skýra frá því, að ráðherra kom- múnista' hafi reynt að koma þessu máli fram í stjórninni. Þeir lofuðu okkur afnámi tolla, en eljki veit ég betur en að þeir hafi framlengt alla gömlu toll- ana og bætt við einum nýjum, veltuskattipum. Mér er sagt, að hann muni að líkindum verða þess valdandi, að nú fái ég enga arðsúthlutun hjá KRON fyrir viðskipti þessa árs, en hún mun- aði mig talsverðu á síðasta ári. Svona gæti ég lengi talið upp og yfirleitt finst mér erfitt fyrir málssvara kommúnista að benda á nokkur fyrri loforð forsprakk- anna, sem þeir hafa efnt síð- an f.eir komust I stjórnarað- stöðu.“ Forsprakkar kommúnista hafa ekki gleymt sjálfum sér. Bréf verkamannsins heldur enn áfram: ' „En þótt forsprakkar kom- múnista virðist hafa gleymt lof- orðum sínum, er það eitt, sem þeir hafa ekki gleymt. Þeir hafa munað vel eftir því að mata krókinn fyrir sjálfa sig. Brynj- ólfur og Áki eru orðnir ráðherr- ar, Einar er orðinn nýbygging- arráðsmaður og útvarpsráðs- maður, Sigfús er orðinn trygg- ingaráðsmaður, Lúðvík er kom- inn í Fiskimálanefnd og samn- inganefnd utanríkisviðskipta, Kristinn er kominn í bankaráð og menntamálaráð, Þóroddur er kominn í stjórn Síldarverk- smiðja ríkisins, Sigurður Thor- lacius er kominn í einar 3—4 nefndir, og þannig má víst lengi Erlcnt yfirlit: stjórnarliðinu hafi ekki hug- kvæmzt neitt annað betra en þetta úrræði Sigurjóns, þegar það hóf fundaherferð sína um seinustu helgi. Því var orðið Ijóst að trúin á nýsköpunarlof- orðin hafði dvínað að sama skapi og valdaferill stjórnarinn- ar hafði lengzt og því varð að hressa upþ á hana, svo að um munaði. Stjórnarflokkarnir all- ir þrír skyldu því halda marga fundi víðsvegar um landið og leggja saman nytjar „nýsköpun- inni“ til hressingar 'Og sjá hvort það læknaði ekki veikina, sem komin var í trúna á. „ný- sköpun“ stjórnarinriar. Til þess að árangurinn yrði sem beztur, skyldi jafnframt þeim rangind- um beitt, að stjórnarliðar hefðu þrefalt lengri ræðutíma en stj órnarandstæðingar. Fullar fregnir eru nú fengnar af herleiðangri þessum og hefir hann vissulega fárið á aðra leið en stjórnarliðið gerði sér vonir um. Flestir fundirnir voru illa sóttir og sýndi það tómlæti al- mennings vel trú hans og álit á „nýsköpun" stjórnarinnar. Þar sem fundirnir voru bezt sóttir og stóðu lengst, varð þó útkoman enn verri hjá stjórnarliðinu. Al- þingi gafst þar beztur kostur til að fá rétta mynd af „nýsköp- uninni“. Sú mynd var í höfuð- a'triðum þannig, að stjómin hef- ir enn ekki gert neitt sem þýð- ingu hefir til að standa við ný- sköpunarloforðin, en hefir hins vegar aukið hvers konar eyðslu og sóun, sem gerir atvinnuveg- unum stórúm örðugra fyrir en áður. Aldrei-hefir þvi verið erf- iðara en nú að fá menn til að vinna að sjávarútvegi og land- búnaði og aldrei hefir fjármagn- ið leitað örar í aðra óhagrænni starfrækslu eins og verzlunar- brask, fúskiðnað og lúxusbygg- ingar. Með slíku áframhaldi verða höfuðatvinnuvegirnir komnir í strand áður en varir og jafnframt öll lífræn nýsköpun á sviði atvinnulífsins. Á flestum fundunum reyndist það nægjanlegt til að gera þessu nánari grein að vísa til stað- reyndanna á hverjum stað. Fundarmennirnir á Sauðárkróki, þar sem stjórnin hafði stöðv- að byggingu síldarverksmiðju, fundu vel, að nýsköpunarloforð stjórnarinnar voru eitt og efnd- irnar annað. Bændurnir 4og sjó- mennirnir á Ströndum sáu það líka glöggt, að það var ekki leið- in til að hæna menn að höfuð- atvinnuvegunum að setja ný launalög, er tryggja vélritunar- stúlkum og 3. fl. skrifurum hærra kaup en svarar meðal- tekjum bænda og sjómanna víð- ast um land. Þannig töluðu stað- reyndirnar þvi máli, sem ó- merktu allt „nýsköpúnarstagl" stjórnarliðsins, og sýndu að stefna þess leiðir ekki til ný- sköpunar heldur til stöðvunar og niðurdreps fyrir atvinnulífið. Það er líka stytzt af fundun- um að segja, að aldrei munu fundarboðendur hafa farið meiri sneypuför og aldrei hafi sókn, sem átti að hefja, snúizt upp í aumlegri vörn. Frásagnir stjórn- arblaðanna eru /líka gott dæmi um þetta. Mbl. segir aðallega frá fundunum, þar sem Gísli vél- stjóri v^r, enda lætur Gísli allt- af segja af sér sigurfréttir, hversu illa sem hann hefir verið leikinn. Þjóðviljinn segir laus- lega frá fundunum á öftustu síðu og Alþbl. sama og ekkert. Það liefði vissulega verið annað hljóð í stjórnarblöðunum, ef fundirnir hefðu orðið sú sigur- för, sem þeim var ætlað að verða. Fundir þessir hafa sýnt það, svo ekki verður um það villzt, að fólkið lætur ekki blekkjast af „nýsköpunarstagli" stj-órnarliðs- ins lengur. Það er búið að fá nóg af orðunum, nú vill það at- hafnir. Þar er fjármálastefna stjórnarinnar sá Glámur á veg- inum, sem allt stöðvar. Öll fram- faraöfl landsins þurfa að sam- einast um að víkja þeim Glámi úr vegi og skapa atvinnuvegun- um heilbrigðan fjárhagsgrund- völl, svo að tryggð verði nauð- synieg efling atvirinulífsins og varanleg velmegun í landinu. telja. Forsprakkar kommúnteta leggja mikið kapp á að teija verkamönnum trú um, hve á- kaflega heitt þeir unni þeim, en ætla þetta geti ekki verið verka- mönnum nokkur leiðbeining um hverjir það eru, sem kommún- istaforsprökkunum finnst vænst um.“ Kaupmátturinn er meira virði en krónutalan. Að lokum segir í bréfi verka- mannsins: „Kommúnistar guma mikið af því, að þeir hafi bætt kjör okkar verkamanna með hinum háa kauptaxta, en sannleikurinn er sá, að kjör okkar væru nú sízt þetri en fyrir stríð, ef atvinna væri ekki stöðugri en þá og eftirvinna miklu meiri. Dýrtíð- in hefir vaxið fullkomlega eins mikið og taxtinn hefir hækkað, enda vita það allir, að kaupið og verðlagið hækka hvort ann- 1 að á víxl, þegar • því eru ekki settar neinar skorður. Verka- mönnum þarf því að skiljast, að það^er ekki krónutala launanna heldur raunverulegur kaup- máttur þeirra, sem máli skiptir, og það ^r hægt að hafa kaup- máttinn jafn mikinn og jafn- vel auka hann, þótt krónunum sé fækkað. Hins vegar hljóta stöðugar hækkanir á verðlagi og kaupgjaldi fyrr en seinna að verða um megn- þeirri fram- leiðslu, sem selur afurðir sinar á erlendum markaði, en það leiðir aftur á móti til þess, að öll „nýsköpun“ og almenn vel- megun er úr sögunni. Þess vfegna er það öllum hagur, að reynt sé að þoka krónutölunni niður, en þess Verður jafnframt að gæta a/ fyllsta megni að skerða ekki kaupmáttinn. Það er ,hægt mfeð því að lækka verð innlendrar vöru jafnhliða, lækka verzlun- arálagningu, tryggja almenningi ódýrara húsnæði o. s. frv. ’Sú reynsla i valdatíð núv. stjórnar, áð verkamenn búa við versnandL lífskjör, þrátt fyrir allar hækk- anirnar, eins og ég hefi áður bent á, ætti að geta yakið fólk til frekara skilnings á þessu máli.“ ,Nýsköpunin“ er ýmist stolin eða ekki til. Einari ölgeirssyni hefir orðið næsta bylt við það á fundum þeim, sem hann mætti á um (Framhald á 7. síSu) Forusta Bandaríkjanna á sviði alþjóðlegra viðskipta Roosevelt forseti lét einu sinni svo ummælt, að stærsta sporið til að tryggja heimsfriðinn í framtíðinni væri góð samvinna milli þjóðanna á sviði viðskipta og fjárhagsmála. Það var líka að tilhlutun hans, sem kölluð var saman alþjóðaráðstefnan í Bretton Woods í fyrra, þar sem rætt var um alþjóðleg viðskipti og fjármál og saijaþykktar tillög- ur um stóraukna alþjóðasam- vinnu á því sviði (alþjóðabanki o. fl.). Þannig var þó frá tillög- unum gengið, að þær voru ekki skuldbindþndS fyrir þau ríki, sem tóku þátt í ráðstefnunni, heldur þurfti til þess sérstakt samþ(ykki hvers þeirra. Hefir ekkert ríki enn goldið þeim formlegt samþykki. Á ráðstefn- unni í San Francisco voru þessi mál alls ekki rædd, enda hinu nýja Þjóðabandalagi ekki ætlað að sinna þeim, nema að litlu leyti. Þessum málum hefir því enn þokað lítið áleiðis síðan á ráðstefnunni í Bretton Woods í fyrra. Roosevelt forseti ^ýndi þess glögg merki, að hann^ætlaði sér að láta þetta verða meira en orðin tóm. Rétt áður en hann féll frá, hafði hann látið leggja þrjú frumvörp fyrir þingið. Fyrsta frv. var um afnám Johnssonslaganna svokölluðu, er leggja ýmsar úreltar hömlur á lán til erlendra ríkja. Annað frv. var þess efnis, að Bandaríkin samþykktu að gerast aðili í þeim samtökum, sein tillögur ráð- stefnunftar i Bretton Woods fjalla um. Þriðja frv. var um þá heimild handa s,tjórninni, að hún gæti lækkað verulega tolla á aðfluttjum vörum, án sam- þykkis þingsins. Tollamálin hafa jafnan verið mikið átakamál milli helztu stjórnmálaflokkanna í Banda- ríkjunum.Demokratar hafa verið mótfallnir háum tollum, en republikanir hafa haldið þeim fram. Wilson lækkaði tollana mikið árið 1913, en þegar republikanir komust til valda eftir heimsstyrjöldina, hækkuðu þeir tollana aftur. Þegar krepp- an mikla hófst um 1930, hækk- uðu republikanar tollana enn riijög verulega. Rökstuddu þeir þá ráðstöfun með því, að hún mundi á- skömmum tíma lækna kreppuna og skapa fjárhagslega blómatíð í landinu. Reyndin varð önnur og ráðstöfun þessi varð mjög til þess að auka'kreppuna annars staðar. Roosevelt hóf strax baráttu fyrir tollalækkun, er hann kom til valda, og heppn- aðist honum og Hull að fá sam- þykkt, að stjórnin mætti lækka tolla á aðfluttum vörum um 50% frá því, sem þeir voru þá, án þess alð þurfa að leita samþykkis þingsins. Þetta hefir haldizt óbreytt, þar til nú í vetur, er Roosevelt lagði fram hið nýja lp.gafrv. sitt. Fjallar það, um lieimild fyrir stjórnina til þess að mega lækka tollana enn um 5Q% frá því, sem^þeir eru nú, án þess að þurfa að bera það undir þingið. Það var strax sýnt að þetta tollafrv. Roosevelts mundi fá harða mótspyrnu. Þegar Roose- velt féll frá voru þessi átök í algleymingi. Truman forseti tók strax upp skelegga baráttu fyrir framgangi frumvarpsins og hefir nú tekizt að fá það sam- £ykkt í báðum þingdeildum með talsvert öflugri meirihluta en búizt háfði verið við. Þykir þetta sýna, að samvinna sé betri milli Trumaps og þingsins, en hún var milli þess og Roosevelts. Það veitti og Truman verulega hjálp, að forsetaefni republikana, Dewey, mælti með frumvarpinu. Barátta þeirra Roosevelts og Trumans fyrir tollafrumvarpinu var einkum byggð á þeim rök- um, að tollmúrarnir væru versta hindrunin fyrir frjálsum og frið- samlegum heimsviðskiptum. Roosevelt lagði áherzlu á,að við- skiptin milli þjóðanna þyrftu að vera sem frjálsust og hafta- minnst, en þeim þjóðum, sem hefðu á einhvern hátt dregizt aftur úr, yrði að sjá fyrir hag- kvæmum lánum og annari að- stoð, svo að þær gætu -orðið sam- keppnisfærar. Truman virðist fylgja þessari stefnu fyrirrenn- ara síns af miklum áhuga og ötulleika. • c> Frumvarpið un^ ^þátttöku Bandarikj anna í samtökunum, sem eru ráðgerð í Bretton Woods-tillögunum, hefir nú verið samþykkt i fulltrúadeild Bandaríkj aþingsins og er talið vist, að öldungadeildin muni samþykkja það. Verða Banda- (Framhald á 7. síðu) ffAPD/R NÁ6RANNANNA í Alþýðumanninum á Akureyri 26. f. m. segir svo í grein, sem nefnlst: Flokkurinn: „Margt kemur upp þá hjúin deila" segir gamall, íslenzkur málsháttur. Það kemur líka ýmislegt fram í daigsljósið, þegar í odda skerst með fólki, sem máske virðist i fljótu bragði ekki mikils vert, en sýnir í raun og veru höfuðstefnumið ein- staklinga og flokksheilda í mjög skýru ljósi. í deilunum i Kaupfélagi Siglfirð- inga ber ekki — móts við annað — mikið á einni setningu, sem höfð er eftir kommúnistameirihlutanum í stjórn K. S. þegar hann rak fram- kvæmdastjóra félagsins frá starfi hans. Framkvæmdastjórinn á að hafa spurt af hvaða ástæðum hann væri rekinn — og það ekki að ástæðulausu mundi margur ætla. Sakir voru engar á hendur mann- ininn, en brottreksturlnn var rétt- lættur með þvi, að í þessu staríi þyrfti að vera maður, sem flokkur- inn treysti — sem FLOKKURINN treysti. — Það virtust ekki vera hagsmunir kaupfélagsins, ekki rétt- indi mannsins, sem að var spurt. Það var „flokkyrinn.“ Hvaða flokk- ur vita allir. , Þeir menn, 'sem ekki hafa áttað sig á því hvað hér liggur á bak við, hlægja að svona skilgreiningu á hlutunum. En hér er fullkomið alvörumál á ferðinni. — Hvorki meira né minna en átök milli flokkseinræðis öðru megin og eiri- staklingsréttar og lýðræðis hinu- megin." Þessu til viðbótar má nefna þá yfir- lýsingu Sigfúsar Sigurhjartarsonar á aðalfundi KBON í vor, að Felix Guð- mundsson hefði í alla staði reynzt vel í stjórn félagsins, en samt, yrði hann að víkja þaðan, þvi að hann fylgdi ekki réttum flokki, heldur væri í Alþýðuflokknum. * * * Meðan lýðræðissinnuðu fólki eykst sá skilningur á markmiðum kommún- ista, sem kemur fram í framangreind- um ummælum Alþýðumannsins, reynir aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins að verja koirimúnista á allan hátt. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 1. þ. m. segir svo: „Andstæðingablöð ríkisstjó/nar- innar gera sér mjög tíðrætt um kommúnjsta og það, hve óþjóðhollir menn þeir séu.Þeir vilji efla sundr- ung í þjóðfélaginu, segir Vísir t. d. Verður eigi séð að sú stefna sé Visí á móti skapi. Hann þykist vinna gegn sundrung og kommúnistum. Hann gerir allt sem í hans valdi stendur, til þess að blása að eldi sundrungarinnar. Þannig styður hann þá stefnu, sem hann þykist vinna gegn. Og sama máli gegnir með banddmenn hans við Tímann. Ritstjóri Alþýðublaðsins heldur þvi því mjög eindregið 'fram, að Kommúnistaf lokkur , íslands sé meira og minna undir stjórn hinna rússnesku skoðanabræðra sinna. Hann hafði á tímabili hin beztu skilyrði til þess að vera kunnugur því máli, er hann var i kommúnista- flokknum og starfaði sem gestur í Moskva. En hvernig hann sann- prófar það, að alt sé enn með sömu ummerkjum og það var í hans tíð, er mér ekki kunnugt. Stundum virð- ist hann í þessum efnum fara lengra en hann geti fært sönnur á. Og eitt er víst, að Kommúnistaflokkur- inn beygir af stefnu sinni í atvinnu- og viðskiptamálum, til þess- að efla eining þjóðar í viðreisnarstarfi, þrátt fyrir þá fortíð, sem Stefáni Péturssyni er ' alveg sérstaklega kunnug, meðan hópur manna í landinu vinnin1 leynt og ljóst gegn þjóðareiningunni.“ Þannig heldur þessi áróður Mbl., að hin lýðræðislegu öfl séu raunar miklu verri en kommúnistar, stöðugt áfram. Þannig undirbýr aðalmálgagn Sjálf- stæðisflokksins þá lýðræðislegu ein- ingu, sem fyrr en siðar verður þó að skapa hérlendis, ef lýðræðið og persónufrelsið á ekki að verða rauða fasismanum að bráð. * * * í forustugrein Vísis 28. þ. m. er rætt um einstaklingsftamtakið með tilliti til núverandi stjórnarstefnu. Þar segir á þessa leið: „Við íslendingar höfum enn ekki ákveðið að afnema eignarréttinn, eða gera ríkið að allsherjar fram- færzlustofnun, \ en verulegrar við leitni sýnist nu gæta í þá átt, að gera hlut einsjtaklingsins sem óveru- legastan, opinberum rekstri t(l framdráttar. Þjóðin er jafnvel hugguð með því, að ef einstakling- urinn sjái sér ekki fært að leggja fé í atvinnurekstur, taki sveita- og bæjarfélög eða jafnvel ríkið sjálft við rekstrinum, en í því á öryggið að felast. Hafi einstaklingarnir ekki trú á slíkum rekstri, eru engin lík- indi til að þeir hafi frekar trú á afkomunnt, þótt aðrir opinberir aðiljar taki hana i sínar hendur. Veila nýsköpunarinnar liggur í þvi, að þeir menn sem fyrir henni berj- ast, láta ekki svo lítið að skapa grundvöll fyrir heilbrigðum rekstri, eri bylta sér í gyllingum og tyllivon- um um að einhvernveginn ráðist fram úr vandanum, þegar þar að kemur. Þetta er dásamlegt áhyggju- leysi og heldur ekkert annað." Já, það má með sanni segja að kollsteypuforingjar Sjálfstæðisflokksins sýni áhyggjuleysi, en hitt er annað mál, hve dásgmlegt það er.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.