Tíminn - 06.07.1945, Side 5

Tíminn - 06.07.1945, Side 5
50. blað TtMBYTC, fttstndaginn 6. jjúli 1945 5 tJm þetta leyti fyrir 70 árum: ' Förín yfir Vatnajökul Seint á 19. öld fór áhugi er- lendra ferðamanna, sérstaklega þó Englendinga, mjög að vakna fyrir íslandi. Komu nokkrir brezkir ferðalangar til landsins á þeirri öld. Var það margt, sem vakti áhuga slíkra ferðamanna fyrir landinu. Einkum mun það þó hafa verið hverarnir, foss- arnir, jöklarnir og þó ekki sízt eldfjöllin. Snemma á árinu 1875 urðu mikil eldsumbrot I óbyggðun-' um á Norð-austurlandi. Eldgos- unum verður ekki lýst hér að þessu sinni. Þau stóðu fram á sumar og lágu þá niðri um nokkurn tíma, en tóku sig svo. aftur upp um haustið. Snemma um sumarið, þegar eldgosunum hafði linnt, réðist enskur jöklafari, Watts að nafni, í för yfir Vatnajökul, og er svo sagt, að sú för sé hin fyrsta, er farin hefir verið yfir jökulinn. Watts hafði komið hingað til lands sumarið áður og ætlað sér að fara yfir jökulinn. Hann lagði þá upp í leiðangurinn frá Núpsstað 10. ágúst og gekk á jökulinn daginn eftir og hafði með sér 3 vaska íslendinga. Komust þeir í þessari ferð að eldgíg á jöklinum, en urðu að snúa aftur til byggða sökum ill- viðra og höfðu þá verið fimm daga í ferðinni, er þeir komu aftur til byggða. Watts kom svo aftur næsta sumar, 1875, og var þá ákveðinn að láta til skarar skriða. Hann valdi nú bezta tíma sumarsins til fararinnar. Hinn 24. dag júnímánaðar lagði hann upp frá Núpsstað við -tíunda mann, sem allir voru vaskir og valdir menn. Einn þeirra, Páll Pálsson frá Vest- mannaeyjum, hafði einnig verið með honum í förinni árið áður, en hinir voru Skaftfellingar. $ Þeir félagar lögðu upp á jökul- inn í landnorður frá Kálfafelli og var veður þá sæmilegt. En er þeir komu upp á jökulinn, tók veður mj_ög að spillast, og fyrr en varði ’ var komið hið versta óveður og ófærð hln mesta. Frostlítið var þó á jöklinum og varð það til þess, að snjór hlóðst á sleða þeirra og varð þeim til tafar og erfiðis. Á sleðunum, er voru tveir skíðasleðar, höfðu þeir allan farangur sinn, nesti, tjald og hvílupoka. Þeir drógu sjálfir sleðana, en sendu hesta sína austur yfir sveitir, norður í Vopnafjörð. Eftir erfitt ferðalag í einn dag og tvær nætur, komu þeir loks að Pálsfjalli, en það hafði Watts nefnd eftir Páli samferðamanni sínum, er þeir voru á ferð þar árið áður. Sendi Watts þá fjóra af þeim félögum aftur til byggða. í fjóra daga urðu þeir Watts að halda kyrru fyrir við Pálsfjall sökum illviðra og ó- færðar, en þá lögðu þeir loks af stað aftur og héldu norður eftir jöklinum. Eigi leið á löngu þar til óveður skall á aftur með hríð- arbyl og gaddfrosti. Þeir sáu sér ekki fært að halda áfram ferð- inni að svo komnu, og tjölduðu því á jökulhrygg einum, um 6150 fet yfir sjávarmál. Taldi Watts, að þar myndi jökullinn vera hæstur. Þarna í tjaldinu urðu þeir að láta fyrirberast í þrjá sólar- hringa, því stanzlaus bylur var á allan tímann og hörkufrost, eða að jafnaði um 25 stig á Réaumur (24 stig á R. jafngild- ir 30 stigum á Celsius). Áttu þeir mjög örðugt með að vegja sig frosti og fönn. Á sjöunda degi sáu þeir sér þó ekki annað fært en leggja upp, þar sem vistir þeirra voru mjög að þrotum komnar. Það var að morgni 6. júlí, sem þeir lögðu upp. Veðrið var enn slæmt og sáu þeir lítið hvar þeir fóru vegna snjókomu og dimmviðris. Frost var einnig ekki minna en verið hafði und- anfarna daga. Þannig brutust þeir áfram allan daginn og voru alltaf á réttri leið, þótt dimm- viðri væri. Um kvöldið birti nokkuð í lofti og sáu þeir þá til fjalla norðan við jökulinn. Um miðjan dag, daginn eftir 7. júlí komu þeir svo loks niður af jöklinum aust- an undir Kistufelli. Þar skildu þeir eftir sleðana og annan þann farangur, er þeir máttu án vera og héldu áfram ferð sinni um kvöldið og lögðu norður Ódáðahraun og komu að Gríms- stöðum á Fjöllum snemma dags hinn 10. júlí. Höfðu þeir þá ver- ið matarlausir nær tvo sólar- hringa, en verið alls 16 daga á leiðinni frá Núpsstað. Watts og þeir félagar urðu frægir mjög af förinni, enda var hún talin þrekraun hin ipesta og hættuför. Watts gat ekki kannað jökulinn eins og hann vildi, sökum illviðranna, er þeir hrepptu. Taldi Watts hann vera jökulfláka, er hvíldi á eldfjalla- klasa, og næmi toppar þeirra margra upq úr snjónum. Þremur dögum seinna fór Watts aftur í fjallaleiðangur og kannaði þá Skjaldbreið og Dyngjufjöll. G. Bréf til nafnlauss inanns. (Framhald af 4. slðu) „Og kvíðið þið engu og komið þið þá sem kyrrir og tvíráðir standið, því djarfmannlegt áræði er eldstólpi sá, sem eyðimörk harðstjórans leiddi okkur frá, og guð, sem mun gefa okkur landið.“ Hann hvatti alla til baráttu, alla til sóknar, því sú einhuga djörfung væri einfær um að leiða menn af eyðimörk harð- stjórnarinnar til lands hins guðlega frelsis. Ókunni sjálfstæðismaður! Ég hefi hér að framan vitn- að í skoðanir Tómasar Mann og minnt á eggjanir Þorsteins Er- lingssonar, til þess að varpa skærara ljósi yfir málefni það, sem okkur greinir á um, heldur en sótrokkin flokkstýra íhalds- ins megnar að gera. Ég vænti þess, að þér vænið ekki Tómas Mann um það, að hann sé undirbeygður í hið „harðhnýtta flokkskerfi Fram- sóknar“ og að meiru er hafandi boðskapur Þorsteins fyrir átaka- fúsa íslandsæsku, heldur en hið biðjandi neyðarkall yðar: „Bannfærum alla pólitík í fé- lagsstarfinu, og tökum höndum saman um þjóðnýt störf, hvar sem við stöndum í fylkingu þjóðmálanna“. Eftir þessu lítið þér á þjóðmálin, sem eitthvert aukaatriði, algerlega utanveltu við lífið sjálft, helzt eins og leið- inlegan leik, sem vissir menn stunda af einhveri óeðlilegri hneigð til sjálfspyntingar, leið- inlegan og svo hættulegan, að forða beri æskunni frá allri þátt- töku í honum. Þarna afneitið þér sannleikanum vegna þröng- sýni. Pólitík og þjóðmál eru eitt og hið sama. Þjóðmál eru það að bæta þjóðfélagið, með því að þroska einstaklingana og þjálfa sambúðarhæfni þeirra. Þetta gerðu ungmennafélögin. Þess vegna lítilsvirðið þér ung- mennafélögin með dómgreind- arleysi yðar, þegar þér segið þeim að „bannfæra pólitíkina". Þegar ég vara íslenzka ung- mennafélaga við sveitahatri núverandi ríkisstjórnar, sem gert var þjóðinni heyrin kunn- ugt í útvarpaðri þingræðu at- vinnumálaráðherra, sem forseti efri deildar Alþingis las 4. des. s. 1., þá teljið þér, að blint flokksofstæki Framsóknar- mannsins komi upp í mér. Er yður það ekki kunnugt, að það eru fleiri en Framsóknar- menn, sem ekki aðhyllast stefnu núverandi ríkisstjórnar. Gleym- ið þér t. d. fjórðungi yðar eigin þingflokks, eða eruð þér að af- neita honum? Það er því óneitanlega hæpin fullyrðing að telja, að gagnrýni á núverandi ríkisstjórn sé sprottin af blindu Framsóknar- fýlgi. Ég kveð yður svo með þeirri ósk, að þér sýnið — í framtíð- inni — sögunni meiri virðingu, og samtíðinni meiri trúnað en þér gerið í greiþinni, þar sem þér lítilsvirðið málstað yðar og mál, með því að leyna yðar eigin nafni. 16. maí 1945. Jónas Baldursson. Vilhelm M.oberg: Eiginkona FRAMHALD En ennþá kallar hún hann til sin — hún kallar á hann meðan hann,er enn i kallfæri: Páll ætlar til Dynjanda til þess að vera við arfaskiptin eftir föður sinn, og hann verður burtu tvo daga. Hann ætlar af stað ríðandi snemma á morgun, svo að hann nái á ákvörðunarstað áður en kvöldar. Þegar dimmt er orðið — þá skal ég ljúka upp fyrir þér. í Hákon hefir svarið þess dýran eið að stíga aldrei framar inn fyrir húsdyr hjá Páli, og þann eið hefir hann lengi haldið. Og nýlega hefir hann heitið því að koma aldrei framar nálægt konu Páls, og í þrjá sólarhringa hefir hann haldið þann eið. Á hann nú að rjúfa tvo eiða samtimis? Er hann það reginfífl að heita sjálfum sér því, sem hann efnir ekki? Hvers vegna bregst honum nú kjarkurinn? Hvað verður um skynsamlegar ályktanir hans? í heilan dag berst hann við sjálfan sig, en það er ójöfn viður- eign, því að hann veit það frá upphafi, að hann muni fara til hennar. Og hann afsakar það fyrir sjálfum sér með því, að hann ætli að kveðja hana. Það sé ekki að vita, að hann verði í þorp- inu annað kvöld. Og við næstu matmál segir hann við Elínu: Hann ætlar út í skóg í kvöld að liggja fyrir orra. Hann ætlar alla leið út í for irnar, þar sem hann hefir svo oft skotið orra. Hann kemur aftur heim snemma í fySamáliö. Þetta kemur ekkert flatt á Elínu. Þóra, vinnukona Páls, hefir sagt henni, að húsbóndinn ætli til Dynjanda og verði burtu tvo daga. Og fyrst rýmkast í hjónarúminu, þá er svo sem ekki að dví að spyrja, að hann fer líka á orraveiðar í firunum. Jú, um- fangsmikil arfaskipti eru tímafrek. — Hákon verður sjálfsagt tvær nætur að fást við orrann. Hún veltir því fyrir sér, hvað hann muni segja, þegár hann kemur heim fuglalaus. Þegar haustmyrkrið er lagzt yfir þorpið, gengur Hákon yfir akurinn með byssu sína. Skömmu síðar kemur hann út úr skóg- inum, þar sem sízt varð við honum búizt. Nú fer hann rakleitt að dyrunum á bæ Páls, sem eru ólæstar. Það er svo dimmt, %ð hann getur sem bezt farið um dyrnar, og það kýs hann heldur en skríða inn um gluggann. Hann mætir Margréti í ganginum. Hún læðist á sokkaleistunum á móti honum — eins og heit bylgja fellur þessi mjúka vera upp að líkama hans og umlykur hann. Þei, þei, vissara að fara hljóðlega! Vinnukonan er enn vak- andi i herbergi sínu, og á morgun mun hana ekki gruna, að hún hefir sofið með hespuna fyrir hurðinni. — Það er gott að hafa hespur báðum megin á hurðunum. Margrét hefir látið lengstu kertin i stjakann á borðinu og kveikt á þeim. Hún vill að minnsta kosti láta loga- ljós í stof- unni, þegar hún er alein heima, því að hún er ekki laus 'við myrkfælni. Og svo hefir hún stráð einilimi á gólfið i svefnhúsi hjónanna. Það gæti verið hátíð hjá henni, þótt svo sé ekki hjá öðru fólki. Já, anganin af einiliminu er hátíðailmur, en Hákon virðist ekki taka eftir honum, þvi að hann minnist ekki hann. En hann horfir á hana, og þá sér hann kannske, að hún hefir farið í rauða sunnudagaupphlutinn sinn, sem á eru saum- aðir hvítir sveigar, er eiga að minna á týtuberjalyng í blóma Og þá skilur hann þó, að það er hennar hátíð, þegar hann kemur .... Og Hákon horfir á þúfur þessa konubarms, sem hefir blómg azt handa honum, undir höndum hans, og búið höfði hans mjúka hvílu. Það er lágt til lofts inni í svefnhúsinu, og gildir bitarnir eru sótugir af reyknum úr arninum og frá kertum, sem skarið hefir ekki verið klippt af. Og augu Hákonar flökta til og frá þarna inni, flökta og hvima. Honum er órótt innan brjósts, þegar hann er hér inni hjá Margréti. Úti t skógi og haga dregur hann and ann léttar, þar er allt annað að koma til fundar við hana. Hér inni er eins og Páll sé honum svo nálægur. Honum finnst af- brot sitt mörgum sinnum ægilegra, þegar það er framið hér inni í húsi Páls sjálfs. Bekkurinn, sem hann situr á, ljósin, sem tendruð eru kringum hann, rúmið, sem þa'rna bíður — allt á Páll. Já, það er kvalræði að finna hann sér svona nálægan. Þarna á naglanum í dyrastafnum hangir hattur hans og ein treyjan hans, þarna i skotinu við arininn eru stígvélin, sem hann er vanur að vera í við vinnii. í smeygnum bak við hurðina hangir stóra skógaröxin hans, yfir langbekknum hangir byssan og púð- urbaukurinn og haglapungurinn. Já, hann er svo nálægur hattur, stígvél, treyja, öxi og byssa .... Það er maðurinn sjálfur sem einn er fjarri, en Hákon sér hann koma og smokra sér í fötin og setjast á bekkinn við hliðina á honum .... og svo sitja þeir þarna, þar sem þeir hafa svo oft setið og rabbað saman í bróðerni. En Hákon hugsar: Hvers vegna stendur hann ekki upp og tekur hlaðna byssuna af veggnum .... ? Margrét reynir að eyða hugarórum Hákonar. Hún veit ofur vel, að húsbóndinn er farinn til arfaskiptanna fyrir mörgum klukkustundum. Páll er kominn heim til þess að gæta hagsmuna sinna, hann telur nú peninga og setur upp reikningsdæmi á bæ foreldra sinna, og Hákon ætti ekki að fjandskapast við fötin sem hann hefir skilið eftir .... og hlerarnir hafa verið dregnir fyrir gluggana, þorpsbúar sofa, enginn sér þau .... Nei, hann er ekki líræddur við Pál, heldur samvizku sjálfs sín. Það er dimmt hér inni, þrátt fyrir allt. Margrét tekur ljósa- söxin og klippir skörin af. Nú verða logarnir stærri og bjartari og hún sér hann betur. — Hákon, manninn, sem er uppspretta hamingju hennar og gleði. Hann, sem kemur til þess að yfir gefa hana. Hún hefir kysst hann, og þegar sú snerting hefir tendrað bruna hennar, getur hún alls ekki haft hemil á sér. Þá getur hún ekki lengur dulizt. Eftir því sem snerting heitra varanna verður ofsalegri, þeim mun þyngra verður blóðið í æðum henn ar og ólga þess meiri. Ef hann sameinast henni, þá leysist hún sundur og gleymir sér. Og hún vill veita hlátrinum, sem ólgar í ungu brjósti hennar, framrás, hún vill gefa hann frjálsan — hún vill hlæja og æpa og gefa frjálsræíp blóðsins til kynna. Hún dregur sparlökin frá rekkjunni og losar um pilsið. Og Hákon gengur að borðinu til þess að slökkva á kertunum. Þá hrökkva þau bæði við í sömu andrá. Það er þruskað uppi á loftinu. Fótatak heyrist, létt, hikandi, varfærnislegt fótatak — eins og einhver sé að læðast og fálma fyrir sér í myrkrinu. Draugurinn á Hríngsakrí - Eftir FREDERIK KITTELSEN. Sigríður Ingimarsdóttir þýddi. Níels var á sama máli, en engu aö síður spurði hann Kristján skömmu síðar að því í mesta sakleysi, hvort tiann mætti þá eiga skútuna hans. ,Já, hirtu hana bara, barnið gott,“ sagði Stjáni lítil-. átur. Augnaráðið sýndi megnustu fyrirlitningu, en Níels greyið var nú svo ungur. ----o---- Sýslumannssetrið Hvítanes lá nokkuð áveðurs í norska dalnum, þar sem saga þessi gerist. Þaðan var ágætt út- sýni ýfir snotra.og vinalega byggðina. Fjöllin gnæfðu a báðar hliðaí há og tíguleg- Fagurblá áin liðaðist um frjósamar ekrur og frumskóga. Þrjár verur læddust niður brekkuna frá Hvítanesi. Þær gengu á vegarbrúninni í skugga trjánna. í hönd- um þeirra blikaði á ægileg vopn. Máninn óð í skýjum og veitti bleikum bjarma til jarðar- Svartir skýjaflókar sigldu um himininn og tóku á sig alls konar kynja- myndir í næturkyrrðinni. Hlý gola skrjáfaði í trjánum. Grasið gekk í bylgjum og blómin vögguðust hægt. „Flýttu þér ekki svona, Stjáni,“ hvíslaði Níels laf- móður. Hann gekk aftastur og hélt fast um steikara- gafflana. Stjáni heyrði ekki. Þeir Axel hertu gönguna. Níels varð að lalla á eftir og reyna að fylgjast með. ,Hvar eigum við að leggjast Axel,“ sagði Stjáni skömmu síðar. t,Þarna í gryfjunni, býst ég við,“ svaraði Axel. „Bara að við sleppum klakklaust úr þessu,“ hvíslaði Níels. Hann var ekkert hræddur, öðru nær. En það var svo sem ekkert spaug að leita að draugum. „Þú getur bara farið heim unginn minn,“ sagði stjáni. „Farðu heim til mömmu. Ekki báðum við þig að koma með.“ ’ v Níels anzáði engu, en kreppti lófana fastar um gaffl- ana, og hét því með sjálfum sér að sýna þeim það, að hann yrði ekki fyrstur til að leggja á flótta. Loks voru þeir komnir niður að Hringsakri. Hann lá á sveig við birkiskóginn- Drengirnir lögðust í skurðinn við þjóðveginn og létu aðeins höfuðjli- standa upp úr, til þess að þeir gætu séð ýfir skurðinn. « Þarna var það þá, sem draugurinn hélt sig. Hann var víst ógurlegur ásýndum, og erfitt hlaut það að vera að koma honum fyrir, ef til vill erfiðara, en þeir höfðu gert sér í hugarlund. Axel átti að stökkva fram þegar hann kæmi að grif junni, miða á hann byssunni og hrópa. „Stattu aldrei argur!“ Hinir áttu þá að gera áhlaup á drauginn og reka hnífana og gafflana í kjúkur hans. Ef hann félli um -koll, yrði létt verk að ríða honum að fullu. Árásin var svo vel undirbúin að ótrúlegt var, að hún misheppnaðist. Bara, að Níels færi nú ekki að góla og íældi drauginn frá, áður en hann kæmi nógu nálægt. Það væri honum líkt! En hann skyldi fá að kenna á því, ef hann gólaði! Þeir skyldu berja hann svoleiðis, að hann gæti ekki hreyft sig í marga daga. Þeir skyldu ekki tala orð við hann, það sem eftir væri ævinnar. Þeir Stór bók um líf og starf og samtíð listamannsins mikla ! í f ’ \ Y Leonardp da Vinci eftir rússneska stórskáldið Draitri Mereskowski, i þýðingu Björgúlfs læknis Ólafssonar er komin í bókaverzlanir ' ' f' . J Leonardo da Einct var furðulegur maður Hvar sem'hann er nefndur i bókuih. er eins og menfi skorti orð til þess að lýsa algerfi hans og yfirburðum. f .,£ncyclopctdia Britannica" (1911) er sagt, nð sagan nefni cngan mann, sem sé hans jafningi d sxnðt visinda og lista og óhugsandi si, að nokkur maður hefði enzt tíl að afkasta humhaónsta parli aj öllu þvi, se,m hann fékkst við. Leonardo da Vinct var óviðjafnanlegur mdlari. En hann var tiha uppfimýngamaður d við Edison, eðlisfrœðingur, stcrrðfrœðingnr, stjörnufraðingur og hervilafrcífSingur. Hann fikkst við rannsóknir i Ijósfrceði, liffcrrafraði og stjórnfraði, andlitsfall manna og fellingar i klaðum alhugaði hann vandlega. . ^ ^ Söngmaður vat Leonardo. góður og iik sjdlfur á hljóðfari Enn fremur ‘ritaði hann kynstrin öll af dagbókum, en - t , • ‘ list hans hefir gefið honum orðstír, sem aldrei deyr. Þesst bók um Leonardo da Vinci er saga ttm manntnnP er fjölhafaslur og afkusta- méstur er talinn allra manna, er sögur fara nf, og einn af njestu listamðnnum veraldar. í bókinm eru um 30 tnyndir af listaverkum. H.F. LEIFTUR, Reykjavík. /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.