Tíminn - 17.07.1945, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.07.1945, Blaðsíða 2
2 TfMITVTV. þriðjudaglnii 17. jiilí 1945 53. blað Þriðjiudayur 17. jiílí Sambúðín víð Bandaríkin Fyrir fáum dögum voru liðin fjögur ár síðan, að ameríski her- inn steig hér fyrst á land. Þótt undarlegt megi virðast, hefir þessa afmælis verið lítið getið í íslenzkum blöðum. Hefði það þó sannarlega verið vel þess vert af mörgum ástæðum og þá ekki sízt þeirri, að herinn er nú að hverfa úr landi og þannig er af hálfu Bandaríkjanna sýndur fuliur vilji til áð efna það lof- orð að hafa hann hér ekki leng- ur en þörf krefði, vegna styrj- aldarinnar. Þegar litið er yfir þetta fjögra ára sambýli íslendinga og ame- rísks hers, verður tæpast annað sagt en það hafi teki'zt vonum framar. Að visu eru þar til nokkur leiðinleg atvik, en þau megna þó enganveginn að dekkja heildarmyndina. Senni- lega mætti víða leita, til að finna dæmi um jafn góða sam- búð íbúanna og erlends hers og vafasamt hvort það finndist nokkurs staðar. Þetta er áreið- anlega ekki sízt að þakka yfir- mönnum ameríska hersins hér, sem tóku jafnan á þessum mál- um með miklum skilningi og velvilja, og vafalaust má segja þetta sama um yfirgnæfandi meirihluta hermannanna. ís- lendingar geta bezt gert sér það ljóst, hve mikið þeir hafa hér að þakka, ef þeir bera saman framkomu hersins hér við frétt- irnar af framferði þýzku herj- anna í Noregi og Danmörku. í þessu sambandi er líka fleira að minnast en sambýlis við her- inn. Bandaríkjastjórn hefir á öðrum sviðum sýnt fullan vilja til að fullnægja ákvæðum her- verndarsáttmálans. Það mun sýna sig, þegar gerður er saman- burður við aðrar þjóðir, að ís- landingum hefir verið síður en svo vanskammtaður skipakost- ur og vörukaup af hálfu banda- rískra stjórnarvalda. Það er enginn smeðjuskapur eða skrið- dýrsháttur að viðurkenna þetta. Það er kurteisi og drengskapur að kannast við það, sem vel er gert, en talsvert skortir á, að slíkt hafi verið gert sem skyldi í samskiptunum við Bandaríkin. Þeir menn eru til, sem telja það ekki nema skylt og sjálfsagt, sem Bandaríkj amenn hafa fyrir okkur gert, og þess vegna ekkert þakkarvert. Að þessu má vitan- lega færa ýms rök. Þegar hins er svo gætt, að ofbeldi, lögleys- ur og svik vaða uppi í stórum hlutum heimsins og einkenna framferði sumra stórveldanna við smáþjóðirnar, þá geta ís- lendingar vart fullmetið þá gæfu, að það stórveldið, sem þeir hafa átt mest skipti við á jmd- anförnum árum, skuli hafa haldið alla samninga og virt rétt íslendinga í hvívetna. Hitt er jafnframt vert að hafa vel í minni, að þróunin hefði ekki orðið á þessa leið, ef þeir íslendingar, sem voru undir áhrifum þýzk-rússneska vináttusáttmálans, hefðu fengið að ráða, þegar herverndarsátt- málinn lá fyrir til ákvörðunar. Komniúnistarnir börðust þá gegn honum með hvers konar dylgjum og é^róðri og greiddu síðast atkvæði gegn honum á Alþingi. Hefði stefna þeirra fengið að ráða, hefði sambúðin eðlilega orðið með öðrum hætti og fjandskaþur skapazt milli landanna í stað vaxandi gagn- kvæmrar vináttu. Þjóðin mætti vel af þessu læra, hve vel má treysta forsjá kommúnista í utanríkismálum. Hún getur líka lært það af hrakspám þeirra um herverndarsáttmálann, hve mikið muni að marka óhróður þeirra um Bandaríkin, þegar þeir taka upp þá „linu“ aftur að ófrægja þau og niðurniða, sem vel getur orðið fyrr en varir. Margt er nú um það rætt, að samskipti íslands og Bandaíkj- anna muni ekki vera eins náin í komandi framtíð, hvort heldur menningarlega eða viðskipta- lega, og hún hefir verið undan- farin ár. Víst er það líka, að Á viðavangi y Utanríkisþjónustan. Sendiherrar íslands erlendis hafa verið hér í bænum að undanförnu. Mun það erindi þeirra hingað að ræða um það við ríkisstjórnina, hvernig utan- ríkismálaþjónustunni skuli hátt- að 1 framtíðinni. Eins og kunn- ugt er, var sú tilhögun tekin upp til bráðabirgða að hafa sendiherra hj^ helztu stórveld- unum, meðan styrjöldin stæði yfir og verið væri að leysa sjálf- stæðismálið. Sköpuðu þær á- stæður taisverða nauðsyn fyrir diplomatiska sendimenn hjá stórveldunum, en þær eru nú úr sögunni, sem betur fer. Þess vegna er nauðsynlegt að endur- skoða þá bráðabirgðatilhögun, sem verið hefir á utanríkismála- þjónustunni og samræma hana breyttum kringumstæðum, sem krefjast meira ræðismanna og verzlunarfulltrúa en diplomat- iskra sendimanna, sem eru lík- legri að verða til tildurs en gagns. Þarf við þá endurskoðun að leggja sérstakt kapp á, að ut- anríkisþjónustan verði sem hag- kvæmust og ódýrust, en hún mun sennilega kosta hátt á aðra milj. kr. á þessu ári og mun slíkur baggi reynast þjóð- inni þungur til frambúðar. Mun þeirri skipun, sem ríkisstjórnin velur utanríkisþjónustunni til frambúðar, áreiðanlega verða veitt mikil athygli hjá þjóðinni, og það ekki mælast vel fyrir, ef enn verður aukið á kostnaðinn og tildrið, í stað þess að reyna að draga hvorttveggja saman eins mikið og unnt er. Tvær nýjar nefndir enn. Stjórnin heldur áfram að fjölga nefndum. Tvær hafa bætzt við nýlega.byggingarnefnd búnaðarskóla á Suðurlandi og umferðarslysanefnd, báðar skip- aðar þremur mönnum hvor. Báðar eru nefndirnar alveg ó- þarfar, t. d. voru settir í um- ferðarslysanefndina þeir emb- ættismenn, sem fyrst og fremst eiga að kynna sér það mál. Stjórnin hefir nú a. m. k. skipað 19 nefndir, skipaðar 66 mönn- um (í aðstoðarnefndinni í stjórnarskrármálinu eru 12 menn, en ekki 8, eins og nýlega var sagt frá hér í blaðinu). Þetta er líka eina „nýsköpunin“ hjá stjórninni, sem er í veruleg- um gangi! Búðardalsfundurinn. Morgunblaðið segir frá fund- inum, sem Framsóknarflokkur- inn boðaði til í Búðardal fyrra laugardag, eins og um einhvern hvalreka hafi verið að ræða. Sahnleikurinn var sá, eins og skýrt hefir verið frá í Tímanum, að manntalsþing og hreppa- stefna var í næstu sveit, uppboð I annarri og skip var nýkomið til Búðardals, sem þurfti að af- ferma strax og fjöldi manna vann við. Það var því ekkert annað en vangá að fresta ekki fundinum, þegar vitað var um þessar að- stæður. Hitt skal rifjað upp í þessu sambandi, Mbl. til fróð- leiks, að einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í kjördæmi viðskipti og námsferðir íslend- inga munu aftur færast að mjög verulegu leyti til Evrópu. Hins vegar væri það áreiðanlega illa farið, ef tengslin slitnuðu að mestu leyti við Bandarikin. Þar getum við fengið margt það, sem okkur vanhagar um, og þar ættu að geta fengizt markaðir fyrir ýmsar útflutningsvörur okkar. Það er líka áreiðanlega mikill fengur að vera í tengsl- um við ameríska menningu. Það varnar því að við drög- umst of einhliða i aðrar áttir og skapar vissa fjölbreytni og fullkomnun. Traust og vinsam- leg sambúð íslendinga við hina voldugu lýðræðisþjóð í vestri verður líka sjálfstæði landsins alltaf mikils virði. Þess vegna ber að gæta þess vel af hálfu ís- lendinga að slíta ekki um of böndin, sem tengt hafa þessar þjóðir saman seinustu árin, þótt hinar nýju aðstæður breyti á ýmsan hátt sambúð þeirra. skammt frá, hélt mörg leiðar- þing í vor og á ýmsum þeirra mættu aðeins tveir menn og hömljiðu þó engar sérstakar á- stæður. Vildi ekki Morgunbl. skýra frá þessu? Það er ástæðulaust fyrir Mbl. að gera sér nokkrar vonir um, að Dalamenn muni hlíta „koll- steypu“-forustu Sjálfstæðis- flokksins, enda hefir sitthvað komið fram hjá þeim, er sýnir hið gagnstæða. Morgunbl. mun síðar reka sig á það. Barátta kommúnista gegn heildsölunum. Sú var tíðin, að Þjóðviljinn taldi kommúnista allra manna skeleggasta í baráttunni gegn óleyfilegum verzlunarmáta heildsalanna. Dag eftir dag flutti blaðið skeleggar greinar um svindl og okur heildsalanna, þar sem þess var krafizt, að þessir starfshættir yrðu tafar- laust afhjúpaðir og hinir seku dregnir fyrir lög og dóm og látn- ir sæta ströngustu refsingu. Nú er öldin hins vegar orðin önnur og yfirleitt er nú ekkert blað hæverskara en Þjóðviljinn, þegar það ræðir um heildsalana. Þannig hefir Þjóðviljinn þagað jafnvel enn vendilegar um svindlmál S. Árnasonar & Co. en sjálft Mbl. Hann hefir ekki heldur látið sér nægja að þegja um málið, heldur hefir hann gengið það lengra en Mbl., að krefjast þess, að annar aðaleig- andi hins brotlega fyrirtækis verði settur yfir úthlutun á leyfum á öllum innflutningi til landsins! Þessi endalok á baráttu kom- múnista gegn verzlunarháttum heildsalanna, er lærdómsríkt dæmi þess, hve mikið er að marka skraf þeirra um réttlæti og umbætur. „Alltaf úr þynnra í þynnra“. Eftir hinar ömurlegu undir- tektir, sem „nýsköpunarstagl“ stjórnarflokkanna hlaut á fund- unum á dögunum, gera stjórn- arblöðin meira að því en nokkru sinni áður að týna jafn- vel til hin allra smæstu atriði, til þess að sanna „nýsköpunar“- vinnu stjórnarflokkanna. Þau éta þetta hvað eftir öðru, venju- lega byrjar Þjóðviljinn og svo kemur Mbl. fljótlega á eftir. Lýsa orð skáldsins „alltaf úr þynnra í þynnra“ vel þessum starfsháttum stjórnarblaðanna. Nýjustu einkenni steypunnar“. ,koll- Mbl. er öðru hvoru að auglýsa eftir sönnunum um það, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi gert „kollsteypu", er hann myndaði stjórn með kommúnistum á síð- astliðnu hausti. Mbl. skal gerð sú ánægja að benda því á nýj- ustu sönnunina. Á dögum Jóns Þorlákssonar hefði Sjálfstæðis- flokkurinn talið það réttu lausn- ina, ef einstaklingar hættu að vilja eiga og reka útgerð, að skapa aftur það fjárhagsástand, að einstaklingarnir verði fúsir til að gera þetta, af því að þeir á- líti það arðvænlegt. Eftir „koll- steypuna" telur Sjálfstæðis- flokkurinn lausnina vera bæjar- útgerð. Þegar Gísli sannaði óhæfni Gunnars. Á fundum þeim, sem Gísli Jónsson mætti á, á Snæfellsnesi í vor, gerði hann sér sérstakt far um að raupa um það, hve miklar framkvæmdir hann hefði undir höndum i Barðastrandar- sýslu og hve vel hann ynni fyrir kjördæmið á annan hátt. Hélt Gísli þessu áfram, unz einn heimamanna reis upp á einum fundinum og benti mönnum á, að þetta væri sönnun þess, að þeir ættu ekki að hafa Gunnar Thoroddsen fyrir þingmann. Hann gerði ekkert af því, sem Gísli segðist gera, og væri því bersýniléga gagnslaust fyrir héraðið að senda hann á þing. Kórab-málið. Eitt af mörgum hneykslismál- um ríkisstjórnarinnar, er hið svonefnda Kórabmál í Vest- mannaeyjum. Á sama tíma og tekinn er á leigu mesti sægur af færeyskum skútum, mörgum lé- legum, neitar Áki ísfisksamlagi Vestmannaeyinga um að taka í þjónustu sína pólskt vélskip, er fullnægði öllum kröfum til fisk- flutninga. Bakaði hann sjó- mönnum og útgerðarmönnum í Eyjum stórtjón með þessum ein- dæma þjösnaskap sínum, ,er hann mun síðar mega bæta. Mál þetta vakti feikna gremju í Eyjum og reyndu svörtustu kommúnistar tæpast til að verja það, að hið ákjósanlegasta skip lægi bundið í höfn meðan fisk- urinn var að skemmast í fær- eysku skútunum. Nú hefir samlagið orðið að greiða tjónið af þessu háttalagi Áka, og mælist það að vonum illa fyrir. Sjómenn telja sig hafa annað við. aurana að gera en að borga fyrir axarsköft hans. Þegar Áki veit um þessa ólgu gegn sér meðal sjómanna í Eyj- um, gerir hann þeim orðsend- ingu um, að þeir skuli ekkert greiða af þessum halla, og hafa þeir eftir beiðni hans gert um það samþykktir. Hér er því hver silkihúfan upp af annarri. Fyrst er neitað um leyfi handa skip- inu til fiskflutninga, sem sam- lagið hafði gert samninga við. Síðan á að svíkja erlenda far- menn um tilskilda greiðslu. Hvaða álit skyldu þeir fá á stjórnarfarinu á íslandi um þessar íhundir? Stjórnarandstaða — lýðræði. Eitt hinna sífelldu ásökunar- efna stuðningsflokka ríkis- stjórnarinnar ,á hendur Fram- sóknarfl. er það, að hann skirr- ist ekki við að deila á þá fyrir skrum þeirra og manndómsleysi í stjórnarháttum. Það er eins og þeir menn, sem ríkisstjórnin hefir kjörið til þess að halda uppi vörnum fyrir sig, séu eitt- hvað skilningssljóir. Hingað til mun ekki það lýðræðisríki hafa verið til, þar sem það sé reiknað stjórnmálaflokki til lýta, þótt hanmdeili á það, sem aflrfga fer og segi afdráttarlausa skoðun sina nábúanum. í þeim rétti er einmitt fólgið fjöregg lýðræðis og lýðræðislegra mannréttinda. ERLENT YFIRLIT Kosningarnar í Kanada Þann 11. júní síðastl. fóru fram kosningar til samveldis- þingsins í Kanada. Þetta voru fyrstu kosningarnar, sem fóru fram eftir stríðslokin og var þeim því veitt óvenjuleg athygli. Fram til þessa tíma hafa að- allega tveir flokkar barizt um völdin í Kanada, íhaldsflokkur- inn og frjálslyndi flokkurinn. Frjálslyndi flokkurinn hefir far- ið með völd mestallan tímann frá því seinustu heimsstyrjöld lauk óg nú seinast samfleytt talsvert á annan áratug. Foringi flokksins allan þenna tíma og forsætisráðherra, þegar flokkur- inn hefir farið með völd, hefir verið Mackenzie King. Hann er nú orðinn sjötugur að aldri, en er vel ern. King er ekki talinn neinn afburðamaður, en þykir laginn og farsæll stjórnandi. Seinast var kosið í Kanada 1940 og* vann þá frjálslyndi flokkurinn meiri kosningasigur en nokkuru sinni áður og fékk mikinn meirahluta þingsæta. Síðan hefir flokkurinn þurft að beita sér fyrir ströngum höml- um á kaupgjaldi og verðlagi til að halda dýrtíðinni í skefjum og fleiri stríðsráðstöfunum, sem ekki voru líklegar til vinsælda. Margir töldu því, að flokkurinn myndi tapa kosningunum, enda höfðu andstæöingar hans til hægri og vinstri hert mjög áróð- ursstarfsemi sína. íhaldsflokk- urinn hafði breytt um nafn og kallaði sig orðið „framsækinn í- haldsflokk“, sem vildi vinna að margskonar „nýsköpun“. Hinn nýi vinstri flokkur, Co-operative Commonwealth Federation,hafði færzt stórum í aukana og náð fylkisstjórninni í einu fylkinu. Þá hafði risið upp nýr verka- mannaflokkur undir handleiðslu kommúnista. Loks létu ýmsir þjóðernisflokkar mikið á sér bera í hinum franska hluta Kanada, en þar hafði frjálslyndi flokkurinn jafnan haft öruggt fylgi. Allar þessar ástæður urðu þess valdandi, að þær spár voru ekki óalgengar, a. m. k. utan Kanada, að dagar frjálslynda flokksins, sem frjálslynds miðflokks, væru að öllum líkindum taldir. Niðurstaðan varð hins vegar á aðra leið. Það sýndi sig, að kjós- endurnir kunnu að meta það við frjálslynda flokkinn, að hann hafði haldið dýrtíðinni í skefj- um, og rekið hagsýna umbóta- pólitík á undanförnum árum. Flokkurinn hélt því velli í kosn- ingunum, þótt hann missti hins vegar allmörg þingsæti. Sjálfur fékk hann 119 þingsæti, en óháöir frjálslyndir 5, svo að samtals styðja stjórnina 124 þingmenn af 245 alls. íhalds- menn fengu 65 þingsæti, C.C.F.- flokkurinn 28, Social Credit- flokkurinn 13, en fylgi hans er eingöngu staðbundið við eitt fylki. Fimmtán þingsæti skipt- ust milli annarra flokka og flokksbrota. Stjórnarandstaðan er því sundurleit og í molum og gerir það stjórnina traustari í sessi en þingmannatala hennar bendir til. Fyrir kosningarnar hafði frjálslyndi flokkurinn 160 þingmenn, íhaldsflokkurinn 40 og C. C. F.-flokkurinn 10 þing- menn. Atkvæðatala flokkanna varð þessi (atkvæðatölurnar frá 1940 innan sviga): Frjálslyndi flokkurinn 1.800 þús. (2.350 þús.),íhaldsflokkurinn 1.200 þús. (1.400 þús.), C.-C.-F.-flokkurinn 700 þús. (400 þús.). Smáflokkar ýmsir og flokksbrot fengu miklu fleiri atkvæði nú en 1940. At- kvæðatala frjálslynda flokksins var svipuð nú og i kosningunum 1935. Margir telja, að þessi kosn- ingaúrslit séu einn mesti sigur- inn, sem frjálslyndi flokkurinn í Kanada hafi nokkuru sinni unnið, þegar miðað sé við allar aðstæður. Úrslitin þykja líka sýna það, að kanadiska þjóðin hneigist , fyrst og fremst að frjálslyndri • umbótastefnu í stjórnmálum. Athygli vekur, að verkamannaflokkur sá, sem kommúnistar reyndu að efla, hlaut nær engar undirtektir. Það skyggði nokkuð á sigur frjálslynda flokksins, að King forsætisráðherra féll í kjördæmi sínu. Féll hann fyrir frambjóð- anda C. C. F.-flokksins. Áður en hermannaatkvæðin voru tal- in, hafði King 263 atkv. meira- hluta, en þegar búið var að telja þau, var hann kominn í 163 (Framhald á 7. síðu) ffADDIR NA'ORANNANNA I Skutli 28. júní s. 1. segir svo í grein, sem nefnist: Morgunblaðið og heild- salarnir: „Mörgum hefir þótt furðu mikill seinagangur á heildsalamálunum svokölluðu, enda er nú að verða ljóst, að þar er stimpasz við af stœrsta flokki landsins. Eftir langa undirbúningsrannsókn voru loks höfðuð allmörg mál eftir áramótin síðustu. Flestum óspillt- um mönnum ofbauð sú spilling, sem vitneskja fékkst um í Sambandi við kærur Vlðskiptaráðs gegn nokkrum af heildsölunum. Til þessa hefir enginn treyzt tU að mæla henni bót, eða a. m. k. talið það fært, fyrr en dómur hefði gengið í málunum. Því meiri furðu vakti það, þegar fyrra þriðjudag birtist löng ritstjórnargrein í Morgunblað- inu, þar sem m. a. eru hafnar svæsnar árásir á formann við- skiptaráðs út af heildsalamálunum almennt, auk þess sem sérstaklega er veizt að honum fyrir kærur gegn fyrirtækjum, sem Jóhann Jósefs- son, formaður Nýbyggingarráðs, er meðeigandi að. . Um heildsalamálln segir Morg- unblaðið m. a.: „í vetur, nokkru eftir að stjórn- arsamvinnan hófst með þeim þremur flokkum, sem að ríkis- stjórninni standa, var hafin árás á verzlunarfyriftæki, mörg hér í bæn- um. Hvert á fætur öðru. „Tíminn" færðist í ásihegin. Nú skyldi öxin reidd að rótum. Flest voru þetta mál, sem vakin voru upp, til að reyna að skapa pólitískan glund- roða, og gera núverandi ríkisstjórn erfitt fyrir. Það, sem verðlags- og önnur viðskiptaráðsyfirvöíd höfðu vitað um og liðið, ef ekki leyft, ár- um saman, var allt í einu orðið svo voðalegt í þeirra augum og „Tím- ans“, að kærur og herferðir á skrifstofur verzlunarfyrirtækja urðu daglegir atburðir .... Þetta allt með meiru voru Morg- unblaðsins orð. Mann hlýtur að reka í rogastanz við að sjá slíka afstöðu tekna til heildsalamálanna í aðalstuðnings- blaði ríkisstjórnarinnar og mál- gagni þess ráðherra, sem með við- skiptamálin fcr. Það er nærri því eins og Morgunblaðið álíti,\að rík- isstjórn eigi vinnufrið sinn og jafnvel tilveru undir því komna, að þagað sé um og látið órannsak- að allskonar svindilbrask og óreiða í verzlunafmálunum. Það er því ekki að ástæðulausu, að menn fari að spyrja: Hvað líður rekstri og rannsókn heildsalamálanna? Ekki er vitað annað en að hin kærðu fyrirtæki haldi áfram rekstri sínum og innflutningi af fullum krafti og fái innflutnings- leyfi eins og ekkert hefði í skor- izt. M. a. þess vegna er sjálfsagt að flýta sem mest rannsókn málsins, úr því ekki þykir fært að taka af þeim innflutningsleyfin, meðan rannsókn stendur yfir.“ Skutull segir ennfremur: ,Það er vitanlegt, að eitt hið grunsamlegasta í öllum heildsala- málunum er starfsemi umboðs- manna heildsalanna í Ameríku. Það mun hafa verið lagt til, að sendtr yrðu menn til að rannsaka gögn þeirra og bækur eftir því sem föng voru á, enda var það alveg sjálf- sagt, ef rannsókn ætti ekki að vera með öllu ófullnægjandi. Ekki er vitað til þess, að neitt yrði úr þessu. Hvernig stendur á því, að ekkert varð af þessari rannsókn? Tefir ríkisstjórnin valdið þvf, að ekki varð úr þessari ferð og hvaða á- stæður liggja þá til þess? Bæði vegna fyrrgreindra ummæla Morgunblaðsins og allra annarra hluta væri æskilegt, að stjórnar- völdin létu almenning fylgjast með gangi þessa stórfellda hneykslis- máls, svo ekki skapist að óþörfu sú skoðun, að Morgunblaðið túlki réttilega afstöðu stjórnarinnar sem heildar til málsins. — En það þyk- ist Skutull, vita að ekki sé.“ Ætli að Mbl. sé samt ekki kunnugra um afstöðu stjórnarinnar en Skutli? Að minnsta kosti hefir framkoma stjórnarinnar hingað til bent til þess, að hún hefði nokkurnveginn sömu skoðun á málinu og Mbl. og er þar enginn hluti stjórnarinnar imdanskil- inn. * * * Forustugrein Alþýðublaðsins 11. þ. m. fjallar um víg Guðmundar Kam- ban. Þar segir: „Tilraunir voru gerðar eftir víg Kambans til að varpa rýrð á minn- ingu hans með dylgjum og fullyrð- ingum um það, að hann'hefði ver- ið í þjónustu þýzkra nazista; og eitt íslenzkt blað lagðist meira að segja svo lágt að bera opinberlega blak af banamönnum hans með því að stimpla hann dag eftir dag sem n^zista og stinga undir stól öllu "því, sem fram kom minningu hans til uppreispar. Þegar þannig hefir verið níðzt á minningu Guðmund- ar Kamban, geta íslendingar engu öðru unað, en að tildrögin aá vígi hans og vígið sjálft verði rannsak- að og upplýst til fullnustu þannig, að sakleysi hans verði hafið yfir allan efa, ef í Ijós kemur. í því sambandi minnast menn þess í dag, að ríkisstjórnin fór fram á það við dönsk stjórnarvöld fyrir löngu síðan, að slík rannsókn á vígi Guðmundar Kamban yrði látin fram fara og niðurstöður hennar birtar. En hingað til er ekki vitað, að sú málaleitun hafi borið neinn árangur. Við slíka meðferð svo alvarlegs máls getum við ís- lendingar ekki sætt okkur. Við ger- um ákveðnar kröfur til þess, að það verði rannsakað til hlítar, svo að minning Guðmundar Kamban verði ekki að ósekju svívirt, eins og mjög gildar ástæður eru til að ætla að gert hafi verið.“ Vissulega verður að krefjast þess, að ríkisstjórnin geri skyldu sína í þessum efnum. En glöggt er það af grein Al- þýðubl., að lítill áhugi virðist hjá stjórninni fyrir þessu máli og Esju- handtökunum, því að ella myndi blað- ið ekki gera kröfu til þess dag eftir dag, að stjórnin svíkist ekki um að gera það, sem henni ber. I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.