Tíminn - 17.07.1945, Blaðsíða 3
53. blað
TfmTVTV. þriðjwdajglnn 17. juli 1945
Halldór Krist j ánssons
Stjórnarandstaða og þjóðhollusta
Trygg ertu Toppa
m
Saga eftir Mary OMIara.
Vigorg, sem missa
marks.
TaLsmenn ríkLsstjórnarinnar
ræða margt um frið og einingu.
Þeir, sem ekki eru fylgismenn
stjórnarinnar, eiga að vera varg-
ar í véum, friðarspillar og fjand-
menn þjóðarinnar. Með þessu
friðarhjali er reynt að sefja
menn til samþykkis við ríkis-
stjórnina.
Það þarf ekki lengi að leita að
dæmi annarra þjóða til þess að
sjá þar staðreyndir, sem sópa
burtu þokuskýjum þessa friðar-
hjals. Engin þjóð hefir betur
sýnt einingu og samhug en
brezka þjóðin i eldraun undan-
genginna ára. Það fara engar
sögur af fimmtu herheild í Eng-
landi og fóru þó ekki fram nein-
ar fjöldaaftökur þar á árunum
næstu á undan. Þegar allar
byrðar stríðsins lögðust á Breta
eina og tiltölulega fáa land-
flótta bandamenn þeirra, þá
stóð brezka þjóðin sameinuð,
æðrulaus og einhuga. Nú á hún
sigri að hrósa og viöurkennir
einhuga sinn mikla stríðsleið-
toga. En sú viðurkenning er. ekki
á þann hátt að selja honum sál
sína og samvizku, gjalda sam-
þykki við öllum skoðunum hans
og biðja hann einan að sjá ráð
fyrir allra hag. Brezka þjóðin
hefir háð stríð fyrir samvizku-
frelsi mannsins í fullri alvöru.
Nú notar hún sér þau mann-
réttindi, sem hún hefir barizt
fyrir. Og þingkosningarnar hjá
þessarri einhuga þjóð eru að
ýmsu leyti sérstaklega harðar.
Aldrei hafa þar í landi jafnfáir
þingmenn orðið sjálfkjörnir sem
nú.
Nú ætla ég að það særi fáa,
þótt ég líti svo á, að Winston
Churchill sé merkari maður en
Ólafur Thors. Sú skoðun mín
breytist ekki, þó að ungliðar
Sjálfstæðisflokksins gefi Ólafi
bikar og kvenfólkið fána og
reynt sé að auglýsa hann sem
sjálfstæðishetju. Hitt er samt
söguleg staðreynd, og Ólafi á
engan hátt til lýta fremur en
t. d. mér, að það var gert út um
sjálfstæðismál íslendinga með
sambandslögunum 1918, og þá
var ekki annað eftir en að taka
baráttulaust við þeim rétti, sem
þjóð okkar var áskilinn. En
þrátt fyrir þá merku og þýðing-
armiklu forystu, sem Churchill
hefir veitt þjóð sinni undanfar-
ið á hættulegustu tímum sög-
unnar, heyrist ekki, að and-
stæðingar hans í stjórnmálum
séu kallaðir friðarspillar, fjand-
menn þjóðarinnar eða skemmd-
arve'fkamenn. Sannir lýðræðis-
menn geta slíkt heldur ekki,
sóma síns vegna, því að þeir vita
að það efu til þeir friðarskil-
málar, sem frjálsir menn hvorki
mega né geta gengið að. Það er
að selja samvizku sína, ^vipta
sjálfa sig réttinum til að hugsa
og fylgja því fram, sem menn
telja rétt.
Ég mun í þessari grein minn-
ast á nokkrar ástæður, sem eru
alveg nógu ríkar til þess, að
þjóðhollir íslendingar geti verið
stjórnarandstæðlngar. Áður skal
þó lítilsháttar vikið að því skrafi
að við, sem erum á móti ríkis-
stjórninni, séum fjandsamlegir
nýsköpun og framför þjóðarinn-
ar og skemmdarverkamenn.
Forsætisráðherrann hefir ný-
lega sent bændum landsins
sérstaklega áskorun um að vera
með í nýsköpuninni. Er það i
fullu samræmi við það, sem
sumir samherjar hans hafa áð-
ur sagt, að bændastéttin væri
á móti því stórmerka uppbygg-
ingárstarfi, sem ríkisstjórnin
beitti sér fyrir. Þeir vita sem
er, að meðal bænda hefir ríkis-
stjórnin minnst fylgi.
En það er allt annað að styöja
núverandi ríkisstjórn og að vilja
framfarir. Ég hygg, að allir
hugsandi menn geri sér grein
fyrir þvi, að við þurfum að
standa nálægum þjóðum jafn-
fætis í tækni við sjávarútveg,
landbúnað, iðnað og flutninga,
og til þess vantar okkur mikið,
ef miðað er við þaö, sem þar er
nú fullkomnast og bezt og velli
mfin halda og verða almennt í
framtíðinni. Þetta vita bændur
að minnsta kosti jafnvel og aðr-
ir og það hefir verið margsann-
að í Tímanum. Nú geta ekki
stjórnarvöld landsins útvegað
bændum nema lítinn hluta
þeirra tækja, sem þeir vilja
kaupa og nota við framfarir og
endurbætur á búum sínupa. Ég
hallmæli ekki ríkisstjórninni
fyrir það, en Ólafur Thors mætti
eins vel tala um það,. hvernig
stjórnin reyriir að fullnægja ný-
sköpunarvilja bændanna og
hvað mikið skortir á, að hún geti
fylgt óskum þeirra, og hitt, að
bændur ættu að taka þátt í
þessu starfi. Ég held það væri
bæði smekklegra og hyggilegra.
Þeirri ríkisstjórn, sem ekki get-
ur fullnægt eftirspurn manna
eftir nýjum tækjum, sæmir ekki
að smána þá sömu menn fyrir
kyrrstöðu og afturhald.
Það er hægt að vera stórhuga
og mikilvirkur framfaramaður,
— nýsköpunarmaður — og vera
þó andstæðingur Ólafs Thors og
ríkisstjórnar hans í stjórnmál-
unuiri.
Menn geta verið sammála um
það' hvað eigi að nást, en ósam-
mála um það, hvernig það ná-
ist og verði tryggt. Ólafur Thors
hefir rétt til að trúa því, að
skýjaborgirnar stígi niður á
jörðina og veiti skjól eins og
hann tók til orða á sumardag-
inn fyrsta í vor. En aðrir hafa
fullan rétt til þess að trúa því,
að við verðum að byrja bygging-
ar okkar á þeim grundvelli, sem
við stöndum á, — verðum að
byggja á jörðunni.
Fallcg orð og
skálkaskjól.
Eitt af því, sem þyngst er á
metunum og úrslitum ætti að
ráða um það, hvort menn eru
með ríkisstj ór’ninni eða ekki, er
það, hvort hún virðist vinna að
því, að réttlæti. og heiðarleiki
fái a& njóta sín í samskiptum
manna. Meginhluti þjóðarinnar
vill í raun og veru, að réttur og
heiðarleiki sé undirstaða sam-
lífsins. Menn vilja yfirleitt
byggja á hinni gömlu, postullegu1
reglu, að allir, sem vilji vinna,
eigi að fá mat og aðrar nauð-
þufirtir sínar og uppskera þeirra
og eftirtekja eigi 'að vera í hlut-
falli við afrek þeirra í þágu og
þjónustu mannfélagsins.
^ér er um undirstöðuatriði að
ræða. Og það er alveg sérstak-
lega nauðsynlegt, að þeir taki
höndum saman, sem vilja láta
menn njóta v^rka sinna og verð-
leika, umbuna dyggð og hollustu
við þörf þjóðfélagsins, en ýta til
hliðar á ytri bekki þeim, sem
•
viljar spara sjálfa sig og lifa á
öðrum, unz þeim lærast betri
siðir og hollari mannlegu fé-
lagi.
Ríkisstjórnin hefir fengið til
meðferðar viðfangsefni, sem
skera úr um stefnu hennar í
þessum málum. Undanfarin ár
hafa allar útflutningsvörur okk-
ar selzt fyrir geypiverð, en þó
einkum sjávarafuxðir. Það er
hin mikla yfirsjón íslenzkra
stjórnmálamanna stríðsáranna,
að þeir tóku ekki stríðsgróðann
í almannaþágu, til þess að við-
halda jafnvægi atvinnulfsins og
tryggja framtíðina, en það átti
m. a. að gera með því, að halda
dýrtíðinni í skefjum að . hætti
annarra þjóða. í þess stað var
þllu sleppt lausu. Kaupgeta
landsmanna varð mikil og þó
meiri í sjón en raun. En fram-
leiðslan átti í vök að verjást og
því meira, sem lengur leið. Nú
er svo komið, að það borgar sig
ekki að eiga kýr á beztu mark-
aðssvæöum iandsins, þó að allur
heyfengur handa þeim sé tekinn
á véltæku landi og nýjustu
tækni beitt. Það er samt skaði
að kúabúunum. Það sýna kjia-
búin kringum Reykjavík og aðra
kaupstaði landsins með sinn
reksturshalla) Jafnframt er
fjöldi smáútvegsmanna að gef-
ast upp. Það fást ekki menn á
báta þeirra. Og fjöldi manns,
sem hafði allgóða afkomu við
sjálfstæðan smábátaútveg og
stuðning af grasnyt, er nú
neyddur til að hætta. Hrað-
frystihúsin, sem framleiddu út-
flutningsvörur fyrir 56 milj. kr.
síðasta ár, munu vera hætt að
skila stórgróða.
Stórútgerðin og ísfiskflutn-
ingar á skipum hennar gefur
ennþá stórgróða. Og auk þess
er það ein starfsgrein, sem mjög
hefir blómgvazt og blásið út á
síðustu árum. Það er verzlunin.
Kaupgetan í landinu olli því, að
markaður var vís fyrir svo að
segja allt, sem inn væri flutt.
Innflutningurinn var svo tak-
markaður, að yfirleitt var ekki
um neina samkeppni að ræða.
Það var hægt að selja vörur
margföldu verði á við það, sem
þær þurftu að kosta, enda hefir
það oft verið gert. Hér verða
ekki rakin einstök dæmi hinna
sjúklegu fyrirbæra þessarar ó-
venjulegu kaupgetu.þegar frairi-
færslukostnaður þrefaldaðist á
skömmum tíma, og kemur það
jafnt við sparsama sem eyðslu-
sama. Framleiðslan,. sem allfc ber
uppi, tapaði stöðugt á þessu,
en verzlunin græddi, og þeir þó
mest, sem ófyrirleitnastir vor.u.
Ýmsir kaupsýslumenn hafa
orðið berir að þjófnaði, sem svo
er stórfelldur, að einsdæmi má
telja í íslandssögunni.
Ríkisstjórnin hefir reynt að
nota friðinn og eininguna til
þess að vernda stórgróðann í
landinu. Það þárf raunar eng-
an að undra, sem gætir þess, að
þar er í forsæti maður nákom-
inn mestú stórgróðafyrirtækjum
landsins og við hlið hans sitja
tveir fasteignasalar. Óvenjulegt
væri það, éf maður, sem greiðir
yfir 100 þús. kr. i opinber gjöld,
væri hollur og heppilegur full-
trúi fyrir alþýðumenn með 10—
15 þúsund króna árstekjur. Ekki
skal þó dæma neinn eftir því
einu saman, en þetta gætu verið
nokkrar málsbætur, svo að virða
mætti til vorkunnar mannlegan
breyskleika. Það er nokkurt
vorkunnarmál, þó að stórgróða-
menn reyni að verja forréttindi.
En við eigum ekki, alþýðumenn-
irnir, að fá þeim umboð okkar
til þess.
Það hefir verið nokkur hörg-
ull á byggingarvörum sumum í
landinu uiidanfarið. í sumum
héruðum hafa liðið missiri, svo
að tæpast hefir fengizt spýta til
þess að halda við nauðsynleg-
ustu atvinnutækjum og áhöld-
um. Víða um land eru hrörleg
íbúðarhús, gisnir og kaldir timb-
urhjallar, rök og hráslagaleg
steinhús og hrörlegir torfbæir. í
Reykjavík hafast hundruð
manna við í aflagsskálum frá
hernum, og eru sumir þeirra all-
mjög teknir að brenna af ryði.
Ýms hin hversdagslegustu fé-
lagsleg þægindi skortir þar og
upp úr jörðinni í kring leggur
súra og megna stækju.
Nú má segja, að þetta sé allt
atvik og fyrirbæri, sem geta
verið eðlileg og óumflýjanleg á
stríðstímum og mætti það allt
til sanns vegar færa. Þá ættum
við að taka því með þögn og þol-
inmæði og hugsa til hörmunga
annarra þjóða. Þetta er allt gott
og blessað, en við eigum samt
þá kröfu skýlaust, að þess sé
vel gætt, að allt byggingarefni,
sem inn er flutt, sé notað til
þess að bæta úr brýnni þörf. -En
nú er það staðreynd, að verið er
að byggja og nýbúið að byggja
fjölda af skemmtihúsum og
sumarbústöðum.
Ég hefi fulla samúð með
því, að menn, sem vinna i skrif-
stofum, verksmiðjum og þess-
háttar stöðum, komi sér upp
litlum skýlum til sumardvalar
úti í faðmi náttúrunnar og fái
þannig nokkurra vikna hvíld og
{ilbreytingu frá þys og skark-
ala stórbæjanna, með konu sína
og börn. Um það er í sjálfu sér
gott eitt að segja. En fyrst hlýt-
ur það þó að vera, að allir hafi
húsnæði, sem því nafni getur
nefnzt, og munu allir sæmilegir
menn fella sig við það, að fresta
því að eignast sumarbústað og
sitja kyrrir í sinni góðu íbúð, ef
það er þegnskapur, sem leysir úr
vandræðum einhverra, sem
hvergi eiga höfði sínu að að
halla í sæmilegum húsakynnum.
En ríkisstjórnin, sem gerir sér
svo tíðrætt um einingu og frið,
lætur það viðgangast undir
handarjáðri sínum, að menn,
sem eiga vandaðar stóríbúðir,
láti byggja sér skemmtihallir til
sumardvalar. Kostnaðarverð
þeirra húsa er talið í hundruðum
Flestir þeir, sem ekki hafa
haft persónuleg kynni af Rúss-
landi nútímans, halda, að þar
séu ekki til ríkir menn.eða menn
með hærri tekjur en allur fjöld-
inn. Fólk álitur, að 1 Rússlandi
séu allir fátækir, eða a. m. k„
að tekjur manna séu mjög jafn-
ar. Er það mögulegt, að kapital-
ismanum sé leyft að þróast í
kommúnistisku þjóðskipulagi?
Kapitalismi er orð, sem fund-
ið er upp af Marxistum og
læriföður kommúnistanna, Karli
Marx. Samkvæmt kenningum
hans, er kapitalisfeinn maður, er
lifir á vinnuáfli annarra og
hagnýtir sér það. Slíkir kapital-
istar eru ekki til í Rússlandi.
Þetta þýðir það hins vegar eng-
anveginn, að menn megi ekki
hafa neitt' starfsfólk í sinni
þjónustu, t. d. þjónustulið til
heimilisverka. á sinu eigin heim-
ili. Menn mfjgsi hafa eins margt
þjónustulið og einkaþjóna og
þeir vilja. Því er haldið fram,
Það vantar ekki, að mikic^sé
ge^ið út af barna- og unglinga-
bókum um þessar mundir. Hjns
vegar gildir það jafnvel enn
frekar um þennan þátt útgáfu-
starfseminnar en ýmsa aðra, að
oft er minna skeytt um bókaval
og frágang en skyldi. Sumar
þessara bóka eru á herfilegu
máli og innihald þeirra virðist
líka eiga lítið erindi til barna og
unglinga. Sem betur fer, má
þó benda á ýmsar Undantekn-
ingar frá þessu.
Fyrri nokkru síðan er komin
út barna- og unglingabók á veg-
um Norðra h.f., sem óhætt er
að mæla með. Það er sagan
„Trygg ertu Toppa“. eftir ame-
rísku skáldkonuna Mary O’Hara.
Saga þessi hefir öðlazt óvenju-
legar vinsældir í Bandaríkjun-
um og verið kvikmynduð þar.
Auk þess er búið að þýða hana á
mörg tungumál og er alls staðar
sama sagan um vinsældir henn-
ar. Vegna vinsælda þeirra, sem
sagan hlaut, samdi höfundurinn
síðar aðra sögu, sem kemur eins
og áframhald af henni, þótt hún
sé upphaflega hugsuð sem sjálf-
þúsunda og jafnvel hálfum
miljónum. Það getur vel verið,
að slík hús séu svo fá, að þau
muni litlu á mælikvarða alþjóð-
ar, en þau eru þó dæmi um ó-
verjandi ráðslág. Slík dæmi eiga
engin að vera til. Þau eru móðg-
un við þjóðina og brot á þeim
grundvallarreglum, sem verður
að halda í heiðri í siðuðu og
réttlátu mannfélagi.
Friður og eining eru falleg orð.
Það eru of falleg orð 11115688 að
véra höfð að skálkaskjóli, þegar
verið er að vernda stórgróða og
forréttindi. Svo langt er gengið
að ekki sé hægt að græða á
vinnu þessa fólks. Hins vegar má
enginn fá leyfi til að eiga flutn-
ingabíl með leigubílstjóra og
græða þannig peninga á vinnu
annarra.
í orðsins eiginlegu merkingu
finnast því engir kapitalistar í
Rússlandi, heldur öreigar ■ einir,
þ. e. fólk, sem lifir af vinnu
sinni einni saman. Allir leikarar,
verkfræðingar, byggingameist-
arar og rithöfundar eru sem sagt
öreigar, sem mega græða eins
mikið á vinnu sinni og þeir geta.
í Rússlandi eru mönnum launuð'
störf sín, eftir því hvers virði
stjórninni þykir þau, og stund-
um geta launagreiðslur til ein-
staklinga verið mjög háar upp-
hæðir, jafnvel á mælikvarða
Vestur-Evrópumanna.
Það eru í Rússlandi hreint
ekki svo fáir einstaklingar með
allt að lOO.OOOrúblur í árstekj-
ur og þar yfir. Það eru meira að
segja til hátekjumenn í landi
stæð saga og sé það líka.
Fljótt á litið mun mörgum
þykja sagan efnislítil. Hún ger-
ist á búgarði í einu af fjallahér-
uðum Bandaríkjanna og fáir
aðrir koma þar við sögu en
heimilisfólkið og hestarnir á bú-
garðinum. Aðalsöguhetjurnar
eru ungur drengur, Ken að
nafni, og tryppið hans, sðm
nefnist Toppa. Skömmu eftir að
hann eignaðist tryppið, varð það
fyrir slæmum meiðslum og fjall-
ar meginkafli bókarinnar um
umhyggju Ken og hjúkrun. Svo
vel er frá þessu sagt, að full-
orðnir munu ekki síður hrífast
af því en börn og unglingar.
Hefir það líka verið sagt um
Mary O’Hara, að hún tæki flest-
um amerískum rithöfundum
fram í frásagnarsnilld, og þó
kannske sérstafdega í frásagn-
argleði.
íslenzku þýðinguna hefir
Friðgeir H. Berg rithöfundur
vgert. Er hún látlaus og viðfeldin.
Allur frágangur bókarinnar er
hinn snyrtilegasti.
Þetta er bók, sem óhætt er að
mæla með, og það af mörgum
ástæðum. Hún er ekki aðeins
skemmtileg til aflestrar, heldur
líka hollur lestur, sem mun
glæða samúð barna og unglinga
til dýranna og auka skilning
þeirra á því sviði. Eitt ameriskt
blað iét svo ummælt á sínum
tíma, að öll börn í sveitunum
ættu að lesa þessa bók, því að
þau myndu hafa af því gleði og
gagn. Sá dómur getur alveg eins
átt við hér, nema þá að því við-
bættu, að hún ætti ekki síður
erindi til kaupstaðabarna og
unglinga, sem þekkja allt of
lítið til dýranna af eigin reynd,
en geta bætt sér það með lestri
góðra bóka um þau efni.
öreiganna, sem hafa yfir miljón
rúblur i árstekjur.
Sá, er þetta ritar, var lengi í
Rússlandi eftir 1930, og var þar,
unz Rússar fóru. í stríðið. Þá
var það upplýst af ábyggilegum
aðilum í höf.uðborg Rússlands,
að í henni einni væru yfir 30
miljónamæringar. Fyrir sti^ðið
var kaupmáttur rúblunnar á við
25 aura sænsk’a. Til kaupa á
ýmsum matvörum jafngilti hún
þó sænsku krónunni.
Ríkasti maðurinn í Rússlandi
fyrir stríðið var hinn nýlátni
rithöfundur, Alexej Tolstoj, sem
var bróðursonur hins fræga Leo
Tolstoj. Þegar hann dó, var
hann 63 ára gamall. Er stjórn-
arbyltingin var gerð,fór hann úr
landi og til Ameríku og settist að
í Hollywood og skrifaði kvik-
myndasögur. Þar dvaldi hann til
1932, er hann fékk leyfi til að
hverfa aftur heim til ættlands
síns. Tolstoj varð heimsfrægur
af skáldsögunni um Pétur mikla
Rússakeisara, sem síðar var
kvikmynduð og sýnd víða um
heim. (Myndin var sýnd hér í
Reykjavík fyrir um ári síðan).
Einungis fyrir kvikmyndarétt-
inn f^kk hann 3 miljónir rúblna
frá rússneska ríkinu og auk
þess hlaut hann mikla viður-
kenningu og heiður í Vestur-
Evrópu. Hann hafði auk þessa
miklar tekjúr af ritstörfum sín-
um, því áð bækur hans seldust
í miljónaupplögum víða um
heim. Þar að auki fékk hann
tvisvjar eða þrisvar sinnum bók-
menntaverðlaun Stalins, 200
þús. rúblur í hvert sinn.
Hvað gerði slíkur sovét-auð-
(Framhald ú 6. síðu)
Úr amstiirvegi: )
Ríkír menn í Rússlandi
Margir halda, að í landi kommúnismans, Sovét-Rúss-
landi, séu allir jatfnir og þar finnist því ekki auðugir menn
og þvi síður miljónamæringar. En þessu er samt ekki þann-
ig varið. í Rússlandi eru tii mjög auðugir menn og ör-
snauðir. — Grein þessi, sem hér birtist í íslenzkri þýðingu,
er eftir mann, sem dvalið hefir langdvölum í Rússlandi og
er því nákunnugur öllum staðháttum þar. Greinin birtist
fyrir rúmum mánuði síðan í „Svenska Dagbladet".